Lögberg


Lögberg - 12.04.1951, Qupperneq 4

Lögberg - 12.04.1951, Qupperneq 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 12. APRÍL, 1951 Högterg Gefit! út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA Utanáskrift ritstjórans: BDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MAN. PHONE 21 804 Rritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Verð $5.00 um árið—Borgist fyrirfram The "Lögberg” is printed and published by The Columbia Press Ltd. 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada. Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa Langvarandi ræktarsemi þökkuð í vikunni, sem leið, birti Lögberg maklega og ágæta ritgerð eftir Dr. Richard Beck um hinn þjóðkunna fræðaþul, Kristleif Þorsteinsson, bónda á Stóra-Kroppi í Borgarfirði hinum meiri, en tilefni ritgerðarinnar var það, að hinn 5. yfirstandandi mánaðar átti þessi sí- vökuli fræðimaður níræðisafmæli; svo var til ætlast, að Lögberg fylgdi ritgerð Dr. Becks úr hlaði með nokkr- um þakkarorðum til Kristleifs í sömu vikunni, en af því gat ekki orðið í það skiptið. Kristleifur Þorsteinsson er lesendum Lögbergs löngu að góðu kunnur; hann hefir nú samfleytt í þrjá- tíu ár, sent blaðinu löng og fróðleg fréttabréf um jóla- leytið, og ósjaldan einnig um sumarmál; að bréf þessi væri Borgfirðingum, sem hér eru búsettir, sérstaklega kærkomin, verður eigi dregið í efa, þó víst væri að þau fyndi einnig viðkvæman hljómgrunn í hjörtum margra annara, enda síður en svo, að þau væri einskorðuð við eitt hérað, heldur fluttu þau tíðum glögt yfirlit yfir merka atburði, sem annars staðar gerðust á landinu, ásamt lýsingum á veðurfari. En Kristleifur Þorsteinsson er ekki einvörðungu víðkunnur vestan hafs vegna áminstra bréfa; bækur hans, svo sem héraðssaga Borgarfjarðar, eru í hönd- um margra hér vestra, sem lesið hafa þær sér til ósegj- anlegrar ánægju, auk fjölda ritgerða eftir hann, sem Lögberg hefir birt; ummæli Dr. Becks um hina sjálf- mentuðu fræðimenn íslenzku þjóðarinnar, svo sem Kristleif Þorsteinsson, eru markviss og drengileg: „Þeir hafa haldið á lofti blysi andlegrar iðju, svo að birtu ber langt inn á svið liðinna alda, því að þeir hafa dregið á land undan sjávargangi tímans ómetan- legan fróðleik um menn og lífsbaráttu horfinna tíða“. í hinni ógleymanlegu heimsókn minni til íslands um sumarið 1947, gistum við hjónin eina nótt í Reyk- holti, óðali Snorra, þar sem merkir og dramatískir at- burðir höfðu gerzt; var okkur þar, eins og raunar alls staðar á ferðalaginu, tekið opnum örmum; mér var kunnugt um að Kristleifur Þorsteinsson ætti heima þar í nágrenninu, og fýsti mig að finna hann að máli; ég fór þess því á leit við sóknarprestinn í Reykholti, séra Einar Guðnason, að hlutast til um að fundum okk- ar Kristleifs gæti borið saman, og brást hann vel við; morguninn eftir kom Kristleifur til Reykholts, var þá hellirigning og lokað að mestu fyrir útsýni yfir hið svip- mikia hérað; þetta féll Kristleifi miður, því hann sagð- ist hafa ætlað sér, að leiða athygli mína að ýmissum helztu sérkennum bygðarlagsins, svo sem hinni töfr- andi jöklasýn; ekki varð okkur langra viðræðna auðið, því tími okkar ferðalanganna var mjög af skormnn skamti; fundum okkar hafði aldrei áður borið saman, þó við værum í rauninni nákunnugir eigi að síður; hon- um varð tíðræddast um landnám islendinga vestan hafs, sem hann sagði að nú stæði í hugsýn heimaþjóð- arinnar vafið dulrænum æfintýraljóma; hann spurði mig einkum um Borgfirðinga vestan hafs þótt víðar kæmi hann að vísu við, og hann fræddi mig óspart um ættir þeirra; mér duldist ekki hve samgróinn hann var sveit sinni og hve mikla lífshamingju hann fann í því, að vera bóndi í fagurri og gróðursælli bygð, og láta ekki sinn hlut eftir Uggja henni til vegs og gengis. Mér gleymist seint kynning þessa lífsglaða og bjartsýna manns, sem um langa ævi hafði gefið sig jöfnum höndum við búskap og bókiðju án þess að árekstra yrði vart. Um leið og ég kvaddi Kristleif íullvissaði hann mig um, að á meðan hann enn mætti á penna halda, myndi hann framvegis senda Lögbergi fréttabréf um jóla- leytið, og þetta heit sitt hefir hann dyggilega efnt. Víst er um það, að í tilefni af níræðisafmælinu hafa hugir margra stefnt til Kristleifs Þorsteinssonar á Stóra-Kroppi, svo sem vænta mátti og verðugt var. Dr. Sigurður Nordal minnist Kristleifs fagurlega í Morgunblaðinu á afmælisdaginn þann 5. þ. m.; barst sú grein Lögbergi í hendur tveimur dögum síðar, og er með því sett met í hraða flugpósts milli Reykjavíkur og Winnipeg; er Lögbergi það sérstakt ánægjuefni, að eiga þess kost, að birta, alveg nýjan af nálinni, niður- lagskaflann úr grein Dr. Sigurðar um hinn aldurhnigna fræðaþul, er blaðið með línum þessum flytur hugheilar árnaðaróskir. „Bækur eru félagar. Og bækur Kristleifs hafa einn höfuðkost, auk alls þess fróðleiks og skemmtunar, sem til þeirra má sækja: að lesandinn finnur, að hann er í óvenju góðum félagsskap. Frá þeim andar geðró, drengskap og háttvísi höfundarins sjálfs. Lífsskoðun Kristleifs er bjartsýni þess manns, sem alltaf, hvort sem með eða móti blés, hefir trúað á hið bezta í tilver- unni og mannlífinu, leitað þess — og fundið það. Og sannarlega má minnast þess, að þegar hann hefir bor- ið ellina svo vel, er það eigi síður heiðríkju sálarinnar en hreysti líkamans að þakka. Kristleifur hefir nýlega orðið á bak að sjá síðari konu sinni, Snjáfríði Pétursdóttir, sem lézt á 89. ald- ursári, eftir rúmlega hálfrar aldar hjúskap þeirra og búskap. Hefir það verið þungbær missir, svo samhent Bardagaaðferðir kommúnista í Kóreu í greín þessari segir stríðsfréttaritarinn Edward Hunter frá bardagaaðferðum kommúnista í Kóreustyrjöldinni. Þeir virða þar engar viðurkenndar reglur um hernað, fremja pólitísk múgmorð á saklausu fólki á bak við her- stöðvarnar og dulbúa hermenn sína sem óbreytta borgara. Grein þessi birtist í vikuriti jafnaðarmanna í New York, „The new Leader", og er þýdd úr því. ALLT ER NOTAÐ, öll þau brögð, sem þekkjast, hversu ó- mannúðleg sem þau eru, nota kommúnistar í viðureigninni við her Suður-Kóreumanna og sam- einuðu þjóðanna í Kóreu. Skæru hernaður er ef til vill ekki rétta orðið yfir bardaga-aðferðir kommúnista, heldur mætti frek- ar kalla það aðgerðir að baki víglínunnar. Með því er ekki átt við það, að árásum kommúnista sé sér- staklega beint gegn hermönn- unum, heldur öllum, konum jafnt sem karlmönnum, ef þeir eru ekki fylgjandi kommúnist- um. Vopnin, sem notuð eru, eru ekki ávalt vopn í venjulegri merkingu þess orðs, heldur allt, sem að notum getur komið til gereyðingar þeim, sem ekki fylgja kommúnistum. Siðalög- mál kommúnista, tilgangurinn helgar meðalið, er hér í fullu gildi. Hinn heiftúðugi harmleikur er ekki staðbundinn, heldur á sér stað þar sem kommúnistar geta komið honum við. Sem dæmi um það, er meðferð kóre- anskra kommúnista, sem stjórn- að er frá Kreml, á íbúum þorpa og borga, sem lágu handan víg- línu Suður-Kóreumanna og hers sameinuðu þjóðanna. Mennlamenn drepnir. í þessum borgum smöluðu kommúnistar saman, að auki þeim, sem unnu beint gegn þeim, öllum mennta- og gáfu- mönnum, sem ekki voru komm- únistar eða voru álitnir ótrygg- ir fylgifiskar þeirra. Hinir, sem einnig voru teknir, voru þeir, sem höfðu hæfileika til forustu. Kom þetta hart niður á kristn- um mönnum í Kóreu, en þar var fjölmennasti hópur kristinna manna saman kominn á megin- landi Asíu. Voru þessir hópar handteknir þar eð kommúnist- ar litu á þá sem „hættulega". Að tiltölulega fáum undan- teknum, sem haldið var sem gislum, voru hinir myrtir. Þessi aðferð er það, sem kommúnistar kalla „varúðardráp". Líklegum óvinum í baráttunni og einstaklingum, sem gætu orð ið hindranir í áformum komm- únista er þannig tortímt undir eins. Ég fékk þessar staðreyndir ekki frá opinberum hlutdrægum upplýsinga^tofnunum. Ég fékk þær af vörum óbreyttra borg- ara, sem ég hafði tal af í smá- þorpum, bæjum og borgum alla leið frá aðsetursstað leppstjórn- arinnar Pyong-yang til hinnar múrum girtu borgar Yongbyon nærri landamærum Manchuríu. Hver einn og einasti maður, sem ég talaði við, sagði sömu söguna um athæfi kommúnista. Afleiðingar hryðjuverka. Það verður aldrei hægt að á- kveða nákvæmlega hversu marga kóreanska hæfileika- menn kommúnistar hafa drepið. Næstu kynslóðir munu þó senni lega telja þessi fjöldamorð einn hryllilegasta glæp kommúnista í Kóreu. Árangurinn af þessum hryðju- verkum kommúnista er þegar orðinn óttalegur og finnst hann glöggt í þeim héruðum, sem herir sameinuðu þjóðanna tóku af kommúnistum, en sem féllu brátt undir stjórn þeirra aftur eftir að Kínverjar skárust í leik- inn. Ég var mjög vonsvikinn er ég komst að raun um hina lé- legu stjórnarhæfileika þeirra manna, sem valdir höfðu verið til að fara með stjórn héraða og borga, en þessir menn, sem vald ir höfðu verið, voru þeir beztu, sem hægt var að fá á þessum stöðum. Seinna mætti ef til vill finna menn, sem hægt væri að skipa í þessar stöður, en spurn- ingin vaknaði: Voru þeir til eft- ir að hafa lifað hörmungartíma- bil undir stjórn Japana og síð- an undir stjórn kommúnista? Sólzí eftir lífi óbreyttra borgara. Jafnvel þeir einstaklingar, sem valdir voru til starfsins að- eins vegna þess, að aðrir betri voru ekki fáanlegir, þurftu að vera í meira en meðallagi hug- rakkir, vegna þess að líf þeirra var í stöðugri hættu af árásar- mönnum og ógnunum þeirra. Eitt af aðalstörfum amerísku hermannanna, sem voru á bak við víglínuna, var að koma til hjálpar þessum mönnum þegar þeir báðu um vernd og það var oft. Skæruliðaflokkar kommún- ista virtust beita sér jafnvel meira gegn óbreyttum borgur- um en gegn hermönnunum. í augum kommúnista voru hinir löghlýðnu óvopnuðu borg- arar, sem reyndu eftir megni að koma á friðsamlegri skipan, enn varhugaverðari en hinir vopn- uðu hermenn. Styrjöld ráðgerð löngu fyrir átökin. Skæruhernaður eins og hann er framkvæmdur af kommún- istum, er ekki lengur fálmkennd tilraunr í raun og veru er erfitt að segja hvar venjulegur hern- aður endar og skæruhernaður byrjar, þar sem hvorttveggja er samofið og skipulagt frá upp- hafi eða fyrir upphaf átakanna, eins og eftirfarandi dæmi sýnir: í herbúðatjaldi einu við Kun- mori þar sem tyrkneska her- deildin varðist ofurefli liðs með fádæma hreysti, varpaði ame- rískur liðsforingi þessari spurn- ingu að mér: „Það er nokkuð, sem ég hef verið að velta fyrir mér um langan tíma, og ef ég væri fréttaritari, myndi ég velja mér það verkefni að komast til botns í því“. Faldar birgðir. „Flutningalestir okkar kom- ast ekki lengra en þangað, sem benzín- og olíubirgðirnar þrjóta. Hvernig fóru þá skriðdrekar kommúnista að komast áfram án allra birgða? Ég sá það með mínum eigin augum og við viss- um það líka, að þeir fengu engar birgðir sendar á eftir sér“. Ég fékk svarið frá Ameríku- mönnum, sem höfðu verið með Suður-kóreanska hernum í bar- dögunum í fjalllendinu, sem liggur eftir öllum Kóreuskagan- um. Þeir hafa fundið niður- grafnar birgðir benzíns, skot- færa og vopna allra tegunda alla leiðina frá Pusan til 38. breidd- arbaugs. Ein slík neðanjarðar- geymsla hafði að geyma tugi tonna af alls konar hernaðar- tækjum, ásamt skriðdrekum. „Einn daginn tókum við eftir því hvar oddur af byssusting stóð upp úr moldinni. Við gróf- um hann upp og fundum þá heilan riffil. Héldum við þá á- fram að grafa og fundum þá mikið af alls konar hergögnum. Það, sem við fundum þarna, mun hafa skipt mörgum lestum. Það er ekki hægt að geta sér þess til, hversu margar neðan- jarðargeymslur eru ófundnar enn“, sagði liðsforinginn. Skæruhernaður. Það er öllum ljóst, að slíkum birgðum hefir ekki verið komið fyrir eftir að styrjöldin hófst, því að slíkur undirbúningur hefir tekið mörg ár. Kommún- istar hafa sennilega nægar birgð ir faldar víðs vegar í Kóreu og munu þær nægja til þess að halda áfram hernaðinum í mörg ár. Eitt sinn er fundizt hafði eitt slíkt neðanjarðar vopnabúr tók reyndur hermaður, Francis T. Smith frá California, eftir ó- vanalegum lit á hlaupi eins riff- ilsins, sem fundizt hafði. Tók hann þá riffilhreinsarann, setti tusku á endann og rak hann í gegnu mhlaupið. Það voru að vísu mikil óhreinindi í hlaup- inu, eins og við mátti búast, en hann furðaði sig á því hversu auðvelt var að hreinsa riffilinn eftir slíka geymslu. Eftir að hafa eytt nokkrum mínútum í að hreinsa hlaupið, leit riffill- inn út eins og hann hefði verið geymdur i nýtízku vopnabúri, en ekk legið í mold og raka, sem fer illa með stálið í hlaup- inu. Við nánari athugun tók hann eftir því, að tvær tegundir málma voru í hlapinu. Kom það í ljós að sérstök málmblanda hafði verið brædd í hlaupið til þess að verja það skemmdum af völdum raka og óhreininda. Þennan málm var auðveldara að hreinsa en venjulegt stál. Bættar aðferðir. Þetta var einmitt rétti málm- urinn í vopn skæruliða, sérstak- lega í sveitunum, þar sem komm únistar eru skæruliðar um næt- ur en taka á sig gerfi bænda um daga og grafa þá vopn sín í rakri jörðinni. Er þetta mjög al- gengt um hermenn.kommúnista, að þeir búast sem bændur eða borgarar þegar þeir eru fyrir aftan víglínuna og grafa þá vopn sín og einkennisbúninga. Kín- verskir kommúnistar eru löngu hættir að gera greinarmun á því, sem almennt er kallað styrjöld, og þeim bardagaaðferðum, þar sem vopnlausir menn eru vegn- ir ef tækifæri býðst, ef það að- eins vinnur andstæðingunum tjón. Ásamt nýtízku skæruliða- vopnum, sem framleidd voru í Rússlandi, fundust einnig heima löguð vopn, svo sem haglabyss ur. Hafði verið sagað framan af hlaupinu á þeim svo auðveldara væri að fela þær. Byssurnar eru ekki notaðar til að skjóta af þeim á það, sem er fjarri, þar sem þær flytja skotið ekki langt. Þær eru notaðar til skyndiárása. Það verður að læðast að fórnar- dýrinu, sem er ef til vill varð- maður eða óbreyttur borgari. Styrjöldin í Kóreu hefir stað- fest það, að hugsunarháttur ein- valdssinna gerir engan mun á hermanni og borgara í styrjöld. Sá síðarnefndi er jafn réttdræp- ur, nema hann sé kommúnisti. Önnur aðgreining er ekki viður- kennd. Ótrúleg lævísi. Það var eitt sinn að Keane hershöfðingi gætti mjög ná- kvæmlega að því, er einn af liðs- foringjum hans rannsakaði ná- kvæmlega farangur Kóreu- manns nokkurs. „Manstu eftir ungu móðurinn?“ spurði hann bílstjóra sinn. „Já, hvort ég man“, svaraði bílstjórinn. „Hún var með barn á brjósti og leit sem þau voru og samvalin, eins og öllum mun minnis- stætt, sem kynni höfðu af þeim og heimili þeirra. En þótt þann skugga hafi nú borið á ævi Kristleifs, vona ég, að enn verði birtan ríkust í huga hans, meðan hon- um endist aldur, — eins og það aftanskin, sem hvergi á íslandi er fegurra en yfir hájöklum Borgarfjarðar á sumarkvöldum. Ef góðir hugir manna mega sín nokk- urs, munu líka fáir njóta þeirra betri og samstilltari en Kristleifur, ekki einungis frá þeim, sem næst eða nærri honum standa, heldur frá fjölda þakklátra les- enda bóka hans og greina, svo vítt sem íslenzk tunga er töluð, austan hafs og vestan“. Sigurður Nordal svo sakleysislega út, að maður sárskammaðist sín fyrir að leita á henni, en 1 böggli, sem hún bar á bakinu, fundum við sendi- tæki af nýjustu gerð. Já, sú lék nú vel. Ég hélt næstum að hún væri ólétt“, sagði bílstjórinn. Annað bragð, sem kommún- istar nota, er það, að þegar skipu lagsnefndir frá sameinuðu þjóð- unum byrja að skipuleggja borg eftir að hún hefir verið tekin af hersveitum kommúnista, skilja kommúnistar eftir menn, sem líklegir eru til að fá mikil- vægar stöður í borginni og fá þannig aðstöðu til að vinna skemmdarverk og halda uppi njósnum fyrir kommúnista. Lög reglustjórinn í Pyong-yang var talinn vera einn af þessum skemmdarverkamönnum. Þetta er sem sagt skæruhernaður eft- ir nýjustu tízku. Allt vel skipulagi. Hinn almenni skilningur á að skæruhernaður sé óskipulagð ur, á aðeins við skæruhernað eins og hann var upprunalega. Það er þegar engin allsherjar- yfirstjórn á sér stað og ekki er hægt að koma henni við. Þá ráða einstaklingarnir gerðum sínum og gera það eitt er þeim sýnist. Þetta á ekki við í Kóreu, því að hver maður þar hefir sitt hlutverk og framkvæmir það samkvæmt skipun frá yfirvöld- um sínum og skemmdarstarf hans er hlekkur í vel skipulögð- um áformum. Nokkrum vikum eftir að kom múnistar höfðu verið hraktir norður fyrir 38. breiddarbaug, komust Ameríkanar að því, hversu skæruhernaður komm- únista var skipulagður og að þeir höfðu unnið að undirbún- ingi hans löngu fyrir innrásina í Suður-Kóreu. Undir fölsku flaggi. Kommúnistar vildu gjarnan láta það líta svo út, að skæru- liðaflokkar þeirra samanstæðu af borgurum, sem berðust fyrir skoðun sinni, en hermenn 25. herdeildar bandaríska hersins % komust að því að svo var ekki, heldur voru þeir samsettir af hermönnum, sem höfðu verið innikróaðir eftir landgöngu Mac Arthurs við Inchon. Klæddust kommúnistar þá búningi borg- ara og bænda og héldu áfram baráttunni dulklæddir í skjóli sinna borgaralegu klæða. Á nokkrum þessara manna fund- ust skipunarbréf undirrituð af stjórnendum kommúnistahers- ins eða skæruliðaforingjum á hinu innilukta svæði. Hver er svo niðurstaðan í þessu? Er þetta ný tegund hern- aðar, sem á yfirborðinu lítur út notfærir sér nýjar aðferðir. eins og gamall hernaðarmáti, en Skæruhernaður er samt ekki rétta orðið, þótt það hafi verið notað hér. Er það pólitískur hernaður, eða þá óreglubundið stríð? Allsherjar stríð má ef til vill kalla það, en það sem senni- lega lýsir því bezt, er „tauga- stríð“, það felur í sér alla þessa hluti. —Alþbl., 25. febr. ALMANAK 1951 Ólafur S. Thorgeirsson INNIHAIiD Almanaksmánuðirnir, um tímatalið, veðurathuganir o. fl.......1 Söguríkt ár, eftir Richard Beck ........21 Fyrstu skðlaárin við fslendingafljót 1887—1889, eftir Guttorm J. Guttormsson 28 Joseph T. Thorson dómsforseti, eftir Richard Beck ...... 33 Hornleikaflokkurinn I Argyle, eftir G. J. Oleson ........46 Guðmundur Jðnsson frá Hösey, eftir Richard Beck ........49 Ferðin vestur um haf, eftir Guðmund Jðnsson frá Húsey .................61 Frá stofnun Tantallon byggðarinnar íslenzku í Saskatchewan, eftir Tryggva Þorsteinsson ....68 Tvö atvik frá landnámsárunum, eftir Kristján ólafsson ...71 Hallur Högnason, eftir Berg J. Hornfjörð ...76 Tvrer dýrasögur, eftir Eyjðlf S. Guðmundsson 81 Helztö viðburðir meðal Vestur-íslendinga ...86 Mannalát ...................100 Verð 75c THOFGEIPSON ( O. 532 Agnes St. Winnipeg. Man.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.