Lögberg


Lögberg - 12.04.1951, Qupperneq 5

Lögberg - 12.04.1951, Qupperneq 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 12. APRÍL, 1951 AHLG/iiViAL IWCNNA Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON KÆRKOMINN GESTUR Nýlenduveldi Belgíu Áhrif Belgíumanna hafa aukist við það, að i nýlendum þeirra hafa fundisl auðugustu úraníumnámur heimsins. Sennilega eiga fáar konur — ef nokkrar — eins víðtæk og djúp ítök í hjörtum íslendinga hér um slóðir eins og söngkon- an, María Markan Östlund. Það er ekki einungis fyrir hina ynd- islegu sönglist hennar heldur og fyrir hlýjan og kærleiksríkan persónuleika hennar. Hvar sem hún fer, laðar hún að sér vini og aðdáendur, því framkoma hennar er ávalt jafn vingjarn- leg og samúðarrík hver sem í hlut á. Það var merkur viðburður í sögu Vestur-íslendinga þegar María Markan kom til Winni- peg fyrir tíu árum síðan á veg- um Þjóðræknisfélagsins, þá ný- komin úr frægðarför um Ev- rópu og Ástralíu. Hún hélt þá sjálfstæða söngsamkomu í Win- nipeg Auditorium og heillaði hjörtu og hugi allra, sem á hana hlýddu með raddfegurð sinni, listrænni tóntúlkun og persónu- legri glæsimensku. — Héðan lá leið hennar til New York, þar sem hún náði hátindi frægðar sinnar með því að verða söng- kona við Metropolitan óperuna. Stuttu síðar giftist hún Georg Östlund, miklum hæfileika- manni, sem er sænskur í báðar ættir, fæddur á Seyðisfirði, en fluttist um fermingaraldur vest- ur um haf; manni, sem ann ís- landi, fæðingarlandi sínu, talar °g les og skrifar íslenzku. — Þau eiga einn son, Pétur, sem líka les íslenzku, þó ungur sé. María Markan Östlund kom hingað um langan veg, og lagði á sig mikil ómök til þess að taka þátt í einum þeim mesta atburði, sem fram að þessu hefir skeð í sögu okkar Vestur-íslendinga yfirlýsingunni frá forseta Manitobaháskóla, Dr. Gillson, um stofnun kennsludeildar í ís- lenzkri tungu og íslenzkum bók- uientum við Manitobaháskóla. María Markan er brautryðj- andi og landnemi í heimi ís- lenzkrar sönglistar; það fór því vel á því að hún var viðstödd þegar draumur hinna íslenzku frumherja í þessu landi rættist draumurinn um að hinni göf- ugu, fögru tungu þeirra yrði veitt verðug viðurkenning við æðstu mentastofnun fylkisins þar sem þeir eru fjölmennastir. Það var ekki einasta að söng- konan hrifi Vestur-íslendinga á samkomunni miklu í Playhouse Theatre; hún söng við húsfylli í báðum íslenzku kirkjunum í Winnipeg og á blindra heimili í þessari borg, hún lagði blessun sína með hjarta sínu og sinni aðdáanlegu rödd á heimili sól- setursbarnanna á Gimli, Betel, er minnast komu hennar með aðdáun og þökk. Frú María dvaldi hér í gisti- vináttu Mr. og Mrs. G. F. Jónas- son, 132 Oak Street. Fram- kvæmdarnefndin í kenslustóls- haálinu hélt henni veizlu, auk þess sem Miss Margaret Péturs- s°n, skrifari framkvæmdanefnd- arinnar, hafði fyrir hana veg- ^egt boð í salarkynnum Uni- versity Women’s Club, þar sem ^nikill fjöldi kvenna naut ó- Sleymanlegrar ánægjustundar með söngkonunni. Miss Péturs- son ávarpaði hana með hlýjum °rðum, þakkaði henni fyrir kom una og óskaði þess, að áður en angt um liði, gæfist henni og óðrum vinum tækifæri til að efna til nýrra samfunda við ana. Frú María þakkaði með ögrum orðum tryggð Vestur- slendinga við íslenzkuna; — ryggð þeirra við hennar ást- ®ra föðurland, Island, og alla *S.túð og tryggð í sinn garð. — ongkonan fór heim flugleiðis sstliðinn fimtudagsmorgun María Markan Ösllund og fylgdu henni þakkir og árn- aðaróskir hinna mörgu vina hennar hér. FAÐIR SÆLL; hefir þú nokk- urn tíma gert þér grein fyrir því, hve þú ert mikil hetja í augum litlu barnanna þinna. hvort sem þú trúir því eða ekki, þá álíta þau, að þú gangir næst guði almáttugum. Þeim finnst þú vita allt og geta allt. Þú ert stór og sterkur og og virðist fær um að svara öllum spurningum — og að auki ertu forríkur, því 25 aurar og jafnvel heil króna er þér sáralítils virði. í örm- um þínum finna börnin öryggi og sælu. Setjir þú þau á háhest, finnst þeim að þau sjái yfir heim allan. Hve stolt eru þau er þú hrósar þeim fyrir eitthvað, sem þau hafa gert, hve töfrandi gam- an að leika sér, ef þú slæst með í leikinn; og hve þýðingarmikið að mega skokka við hlið þér á gönguferðum á sunnudögum. Ég vildi, að þú gætir einhvern tíma heyrt, að börnin grobba af föður sínum í skólanum: „Pabbi minn getur hent bolta alveg upp í tunglið“. „Pabbi minn á bláan vasaklút, og hann er allur úr fínasta silki“. „Pabbi segir þetta“. „Pabbi gerir þetta“. Þannig gengur dælan sitt á hvað, þú myndir blóðroðna, ef þú værir viðstaddur. Móðirin hefir trúlega hjálpað til þess að gera þig stóran í augum barn- anna. En ég er hrædd um að stundum noti hún þig einnig sem refsivönd. Ef Nonni og Beta hafa verið sérstaklega óþæg er styrkur fyrir mömmu að segja sem svo: „Ég veit ekki hvað hann pabbi ykkar segir, þegar hann kemur heim og heyrir, hvernig þið hafið látið“. Feðrum finnst stundum að það sé móðirin, sem skipi önd- vegi í hjörtum barnanna, þeir séu þar hálfvegis utan gátta. Trúið mér, þetta er ekki satt; en sé því þannig varið þá er það að mestu leyti föðurnum sjálf- um að kenna. Þú hefir þá ekki lagt það á þig að vera hetjan í ímynd barnsins. Venjulega er ekki erfitt að ná þeirri aðstöðu. Allt sem til þarf, er það, að þú gefir þér tíma til að fylgjast með börnunum og skilja þau, þau fagna því glöð í hvert sinn og þeim er gaumur gefinn. segðu börnum þínum sögu í nokkrar mínútur á kvöldin, þeg- ar þú kemur heim úr vinnunni. Og ef þú kemur ekki heim fyrr en börnin eru gengin til náða, þá notaðu í þessu skyni helgar og frídaga. Fjöldi pilta og stúlkna hafa sagt mér að fegurstu minningar frá barnæsku þeirra séu bundn- ar við vetrarkvöldin er pabbi þeirra las upphátt, móðirin sat við handavinnu og fjölskyldan Síðan Hollendingar misstu Indonesíu, er Belgía eina smá- ríkið, sem ræður yfir veruleg- um nýlendum. Þessar nýlendur Belgíumanna hafa ekki verið nærri eins auðugar og girnileg- ar og nýlendur Hollendinga og þeir því látnir miklu meira í friði með þær. Nú er þetta breytt og á kjarnorkan mestan þátt í því. 1 nýlendum Belgíu hafa nefnilega fundizt mestu úraníumnámur í heimi, en úr- aníum er nauðsynlegt efni til kj arnorkuf ramleiðslu. í grein þessari eftir Jörgen Bast, er nýlega birtist í Ber- lingske Aftenavis er í höfuð- dráttum sagt frá því, hvernig nýlenduveldi Belgíumanna varð til og frá úraníumvinnslunni þar: Auðugusiu úraníumnámur heimsins. — Fréttir frá Brussel herma, að Belgía muni skipa kjarnorku- fulltrúa og þykir sennilegt að Pierre Ryckmans verði valinn til þess starfs, en hann var áður safnaðist öll saman við arininn. Það er mikilsvert fyrir þig, sem föður að muna það, að greini þig á við konu þína um uppeldi barnanna, þá mega börn in alls ekki verða vör við þann ágreining. Og ef þið hjónin verðið ósátt og þrætið út af ein- hverju, þá gætið þess að vera ekki í návist barna ykkar. Börn eru svo tilfinningasöm fyrir þeim, sem þeim þykir vænt um að slíkt hefir mjög sterk áhrif á þau. Fyrir dreng er mikill styrkur að því að geta sagt föður sínum frá öllu, sem hann tekur sér fyr- ir hendur og hefir áhuga á bæði í skólanum og heima fyrir. Oft kemur það fyrir, að drengurinn lætur eftir sér söguburð og reynir að ávinna sjálfum sér samúð þína með því að segja að ráðist hafi verið á sig í skólan- um eða að kennarinn hafi verið óréttlátur í hans garð. Þetta set- ur þig í vanda, þú vilt ekki venja drenginn á að klaga. En aftur á móti þykir þér leitt, að hann beri einn áhyggjur sínar og fái hugboð um að hann eigi engan að, sem hann geti treyst og leit- að til þegar hann er vansæll. Ég fer í eigin barm og minnist þess er ég var barn. Þá fannst mér stundum allt ganga andstætt ,mér. Þegar ég gat ekki af mér borið lengur, fleygði ég mér í fang föður míns og brast í grát. Hann þrýsti mér að sér og lét mig finna, að hann skildi mig. Þetta gaf mér aftur kjark og hugrekki til að horfast í augu við veruleikann að nýju. Það er ómetanleg hjálp fyrir börnin þín, er þau stækka, ef þau geta komið til þín með öll þau vandamál, er þau eiga við að stríða á æskuskeiði. Þá upp- sker þú ríkuleg laun fyrir þá 'fyrir höfn þína, að vera félagi þeirra á meðan þau voru lítil. Ekkert skapar meiri samheldni í fjölskyldulífi en það, að upp- komin börn líti á foreldra sína sem skilningsgóða og einlæga vini. —Alþýðubl. Grettir Eggertson rafurmagns fræðingur dvelur um þessar mundir austur í New York á- samt frú sinni. ☆ Mr. og Mrs. Óli Johnson frá Vogar voru stödd í borginni um fyrri helgi. ☆ G. A. Williams kaupmaður í Mikley var nýlega staddur i borginni ásamt fjölskyldu sinni. landstjóri í Kongólöndunum en er nú fulltrúi Belgíu í nýlendu- ráði Sameinuðu þjóðanna. Það má þykja undrunarefni, að slíku skuli ekki vera löngu lokið, þar sem Belgía á mestu úraníumnámur heims í Kongó- löndum, svo sem kunnugt er. Belgía er því mesti framleiðandi hráefnis þess, sem ómissandi er við framleiðslu kjarnorkuvopna. Enn er ekki vitað hversu mikið úraníummagn er til í Kongó- löndum Belgja, en um fram- leiðslumagnið fá menn nokkra hugmynd af því, að árið 1947 voru flutt þaðan til Bandaríkj- anna 10 þúsund smálestir og fékk belgíska ríkið, sem námurn ar á, sem svarar 15 þúsund ísl. krónum fyrir hverja smálest. Síðan 1947 hefir úraníumfram- leiðslunni verið haldið leyndri svo að engar skýrslur eru tií um hana. Aðrar úraníumnámur. Úraníumnámur þær, sem fyrst urðu kunnar, eru í Jóakimsdal í Tékkóslóvakíu. Þar var fyrsta úraníum, sem heimurinn þekkti, notað til að framleiða radíum. En það hafði úrslitaþýðingu í mannkynssögunni, að löngu áð- ur en heimsstyrjöldin síðari hófst, vissu menn um auðugar úraníumnámur í Kongólöndum Belgja. Námurnar í Jóakimsdal voru á valdi Þjóðverja þegar stríðið hófst, og nú má segja, að þær séu undir rússnesku eftirliti, en frá námunum í Kongó fengu Bandamenn það úraníum, sem þurfti til hinna umfangsmiklu kjarnorkurannsókna og fram- leiðslu, sem þeir hófu. Síðan þetta var hafa fundizt úraníumnámur í Kanada og vestanverðum Bandaríkjunum og í smærri stíl við Limoges í Frakklandi, en þó er það ó- breytt enn í dag, að námurnar í Kongólöndunum skipta mestu máli fyrir kjarnorkuiðnað Banda ríkjanna. Hvernig urðu Kongólönd belgísk? Það má kalla eina af merki- legustu tilviljunum veraldar- sögunnar, að það skuli vera smá ríkið Belgía, sem ræður yfir Kongólöndum með þessar auð- ugu úraníumnámur. Þegar brezk-ameríski blaða- maðurinn og landkönnuðurinn Henry Mortimer Stanley hafði farið frægðarför sína að Kongó- fljóti árið 1877, var hann sann- færður um það, að meðfram fljótinu lægju einhver hin glæsi- legustu nýlendusvæði, sem til væru á meginlandi Afríku. Þá kom þar, að Stanley kynnt- ist þeim konungi í Evrópu, sem bezt skyn bar á viðskiptamál og atvinnurekstur, — Leópold II. Belgíukóng, að hann sá strax skilyrði þau, sem voru í Kongó- löndum. Það var ekki ríkið Belgía, heldur Leopold konungur per- sónulega, sem gerði Stanley út og lagði til fé, og það var af hans tilstyrk, sem Stanley varð landnámsmaður við Kongó og opnaði hvítum mönnum leið að hinum þýðingarmiklu löndum þar. Og það var heldur ekki neinn fögnuður í Belgíu síðar, þegar Leópold konungur lét þessa miklu einkaeign sína renna til ríkisins með vissum skilmálum. Margir áttu ekki von á neinu frá Cleópoldi, en það var hann stundum nefndur í flimi vegna vinfengis síns við Cleo de Mérode. En nú líta Belgíumenn öðrum augum á Leópold konung og ný- lendu þá, sem hann stofnaði. Amerískt fjármagn. Atvinnulíf og framleiðslumál í Kongólöndunum voru komin á hátt stig áður en úraníumvinnsl- an hófst, en auðvitað hefir slík- ur stórrekstur blásið nýju fjöri í margt í kringum sig. Mesta úraníummagn, sem nú er þekkt, er í Shikolobwe nám- unum, sem eru nálega 115 km. frá borginni Elisabethville, rétt við landamæri Rhodesíu, inn í miðri Afríku. Þessar námur hafa gert Elisabethville að ný- tízkuborg með malbikaðar göt- ur, nýtízku rafljós og fjölda skemmtistaða og auk þess eru fullkomnir vegir lagðir langs og þvers um héraðið allt. Fyrir Bandaríkjamenn er það ósköp þægilegt að önnur eins náttúruauðæfi eru í landi smá- þjóðar en ekki stórveldis. Auk þess má segja, að smáþjóð sú, sem hér á hlut.að máli, sé var- anlega vinsamleg Bandaríkjun- um, — og námasvæðið liggur í vernd Breta. En þetta hefir þó ekki verið Bandaríkjamönnum nægilegt. Þeir hafa í fyrsta lagi gert sér far um að koma sínu fjár- magni í þennan námurekstur, ekki aðeins í Schinkolobwe, held ur alla úraníumvinnsluna 1 Kongólöndum. Eins og sakir standa eiga Bandaríkjamenn líka um það bil helming hluta- fjár í þeim fyrirtækjum, sem að þessu vinna. Sérstaka þýðingu í því sam- bandi hefir hið auðuga Télag. Tanganyika Concessions Ltd., sem bæði á hlutabréf í námufé- lögunum og járnbrautarfélag- inu, sem annast úraníumflutn- ingana til hafnarborgarinnar Beguella í portúgölsku Austur- Afríku. En það er líka verulegt Vel má vera, að ýmsum virð- ist svo, að eigi sé saga til næsta bæjar, þótt hérlent félag nái að klifa yfir á fimmta áratuginn, en svo var um Fiskifélag íslands síðastliðinn þriðjudag, en það var stofnað í Reykjavík 20. febrúar 1911. Fiskifélagi Islands er svo far- ið sem ýmsum öðrum félögum, að það hefir að mestu innt af hendi starf sitt í kyrrþey, eigi minnt á sig á torgi né gatna- mótum hverju sinni sem það hefir sporað freðann, en svo sem kunnugt er, hafa fæst félags- samtök hér á landi haldið ein- farið um sumarlendur. Ætti hér að stikla á staksteinum einum úr fjörutíu ára sögu Fiskifélags- ins, myndi rými þessa blaðs hvergi nægja, hvað þá heldur, ef saga þess væri af nokkurri gaumgæfni þrædd. Þess má þegar geta í öndverðu, að fyrir augum þeirra, er nokkuð þekkja til starfsemi slíkra samtaka er- lendis, stendur Fiskifélag ís- lands eigi að baki svipuðum fé- lögum í nágrannalöndunum. Máske spyr einhver, hvað sé Fiskifélag íslands? Gakk þú um borð í vélbát í einhverri veiðistöð landsins og inntu vélstjórann eftir því, hvar þeir hafi hlotið menntun til að gegna því starfi. Svarið verður alls staðar á eina leið: Á vél- stjóranámskeiðum Fiskifélags íslands. — Heilsa þú upp á mat- sveina vélbátaflotans og fiskaðu eftir því, hvar þeir hafi lært að búa í pott og á pönnu. Eigi munu svörin öll á sömu lund, en tví- mælalaust munu margir svara: Á matsveinanámskeiðum Fiski- félags íslands. — Hlýddu á menn ræða um ísfisksölur ísl. togara erlendis, afla síldveiðiskipa við Norður- eða Suðurland og gakktu eftir, hvaðan þeir hafi vizku sína. Svarið verður: — Skýrslur eða fregnir Fiskifélags- ins herma það. — Hvert vísar þú manni, sem fregna vill um útflutningsmagn eða útflutn- ingsverð einhverra sjávaraf- urða, hagnýtingu slíkra vara, hvort sem um er að ræða bol- fisks eða rasks? Verður ekki svarið: Leitaðu til Fiskifélags íslands. Hvar fæ ég svarað spurningum um nýtingu veiðar- færa, vitamínmagn lýsis, protein innihald fiskimjöls o. s. frv. Verður ekki svarið: Leitaðu til rannsóknarstofu Fiskifélags ís- lands. Hvert á ég að leita brezkt fjármagn í þessum rekstri. En úraníum er samt allt of þýðingarmikið efni, til þess að þetta fullnægi Bandaríkjamönn- um. Þeir láta sér ekki sjást yfir það, að á styrjaldartímum kynni fjandmannaþjóð að gera mikla loftárás eða stórkostlega árás með fallhlífaliði á þessar nám- ur, og því hefir verið komið upp hervarnakerfi umhverfis það. Um það eru Bandaríkjamenn ekki einir. Bretar eru þar í sam- starfi og Belgía tekur þátt í því einnig. í sambandi við þessi mál hafa verið hafðir ýmsir leynifundir jafnan síðan í byrjun síðasta árs í utanríkisráðuneyti Bandaríkj- anna. Þar hafa mætt fulltrúar Bandaríkjamanna, Breta og Belgja og rætt um skiptingu úr- aníumframleiðslunnar. 1 Kongó- löndum milli allra þjóða banda- manna. Af þessu má sjá, að stjórnin í Belgíu hefir mörgum málum að sinna í sambandi við úran- íumsvæðin í Kongólöndum beint og óbeint. Þessi mál mörg kalla því fast- ar að, sem horfur í heimsmálum verða verri og verri og því er nú svo komið, að Belgía hefir fulla þörf fyrir kjarnorkufull- trúa, sem bæði er kunnugur í Kongólöndum og þekkir til vinnubragða í milliríkjastjórn- málum og þess, sem hefir verið að gerast í sambandi við úran- íumnámurnar. Þau skilyrði upp- fyllir Pierre Ryckmans fyllilega. fræðslu um afkomu sjávarút- vegsins í fyrra og hitteðfyrra? Reyndu að koma við í Reign- ingastofu sjávarútvegsins, hún starfar á vegum Fiskifélags Is- lands. Hvar fæ ég upplýsingar um viðgerð á bát eða vél eða val á slíkum tækjum? Ég mundi vísa þér til ráðunauta Fiskifé- lagsins. Enn mætti tefla fram ótal spurningum og svörum, en það yrði aðeins árétting á því, sem nú hefir talið verið. Prestur uppi í Kjós mun fyrst- ur manna hafa hreyft þeirri hugmynd, að efnt yrði til sam- taka á borð við Fiskifélag Is- lands. Meðgöngutími þeirrar hugmyndar varð 28 ár. Og þeg- ar hún leit ljós í raun, höfðu ráðist á bátinn: tannlæknir, þjóðskjalavörður, 1 a n d r i t ari, þjóðskjalavörður, landritari, prestur, bankastjóri, póstmeist- ari, einn mesti búnaðarfrömuð- ur höfuðstaðarins, ásamt nokkr- um skipstjórum. En þrátt fyrir þessa skiptingu á stöðu og standi reiddi öllu vel af, Fiskifélag ís- lands skyldi króinn heita og var nafnið runnið frá prófastinum á Görðum á Álftanesi. Þórhall- ur Bjarnarson, síðar biskup og um langa hríð formaður Bún- aðarfélags íslands, var ótrauður frumkvöðull að stofnun Fiski- félags íslands, og um þessar mundir situr í stjórn beggja fé- laganna Pétur Ottesen alþm. á Ytra-Hólmi. Mér þykir eigi á- stæðulaust að geta þessa. Hver, sem umbreytingin kann að verða í sjávarútvegi og land- búnaði, er rökhyggjuleysi að ætla, að milli þessara atvinnu- greina verði hlaðinn múr. Allar aðstæður og ástæður hér á landi hafa jafnan verið svo, að milli þessara atvinnugreina hafa ver- ið margvísleg tengsl, og ég tel eðlilegt, að þau séu frekar styrkt en slæfð. Óefað gæti Fiskifélag íslands og Búnaðarfélag íslands lagt sitthvað af mörkum til þess að svo mætti verða. Af langri kynningu við marga, sem ýmis mök hafa átt við Fiski- félag íslands, er ég þess vís, að margur mun árna því heilla fer- tugu. Slíkt er að makleikum, og verður vafalaust í enn ríkari mæli sem árunum fjölgar. — Þannig fer þeim, sem ekki eldast. L. K. —TÍMINN, 22. febr. Börnin okkar og við: FEÐURNIR OG BÖRNIN Fiskifélag íslands fertugt

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.