Lögberg - 12.04.1951, Page 6

Lögberg - 12.04.1951, Page 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 12. APRÍL, 1951 NÓTT OG MORGUN Eftir LYTTON LÁVARÐ J. J. BtLDFELL. þýddi Herra Love, sem var hvatamaður að þess- um saklausu skemtunum, sem fóru fram án banda vanans og afturhaldsins, stakk nú upp á að farið væri í leik, sem kallaður er, „Að leita að skónum“, er allir tóku með fögnuði, nema Pólverjinn og vísi-greifinn. Og þó að Mademoi- selle Adéle yppti öxlum og hefði orð á því við matvörukaupmanninn, að Monsieur Love væri græningi, og að hún hefði ekki kært sig um, að hin göfuga amma sín sægi til sín. Vísi-greifinn stóð beint á móti Mademoi- selle de Courval og starblíndi á hana. „Mér skilst að Mademoiselle kæri sig ekk- ert um svona búralega skemtanir“, sagði hann. „Nei, Mansieur“, svaraði Adéle. „En ég held, að við verðum að fórna okkar eigin smekk til að þóknast hinum“. „Það er mjög vingjarnleg hugsun“, sagði vörukaupmaðurinn. „Það er hugsun, sem átti upptök sín hjá föð- ur ömmu minnar de Courval lávarði. Hún er orðin húsgeng síðan“, sagði Adéle. „Komið þið, frúr“, sagði Rosalie glaðlega, „ég skal leggja til kveldskóinn“. „Komdu hingað“, sagði Madame Beavor við Pólverjann. „Þið hafið engan leik sem er líkur þessum á Póllandi“. „Madame, Pólland er ekki lengur til“, svar- aði Pólverjinn. „Ekki nema í sverðseggjum þeirra hugprúðu“. „Engin sverð hér“, svaraði hr. Love og tók með sterkri hendi í öxlina á Pólverjanum og keyrði hann með afli niður á stól í mannhringn- um sem þau voru að mynda. Leikurinn hófst fyrir alvöru, með hlátri og gamanyrðum, einkum frá Rosalie, hr. Love og Madame Beavor, sérstaklega þegar sú síðast- nefnda sló Pólverjan með skónum. Monsieur Giraud var alltaf sannfærður um að Madame Giraud hefði skóinn falinn á sér, og leitin eftir honum orsakaði mörg gæluorð og atlot, sem eru svo saklaus, þegar gift fólk á í hlut. Vísi- greifinn og matvörukaupmaðurinn voru jafn ákveðnir í að skórinn væri hjá Mademoiselli Adéle, sem afsakaði sig hressilegar og með meiri einurð, heldur en að sanngjarnt var að vona, af svo hæglátri konu. En matvörukaup- maðurinn varð því miður afbrýðissamur af afskiptum franska herramannsins af Mademoi- selle og sagði honum að þau afskipti af henni, væri sér og Mademoiselle óvelkomin; en franski herramaðurinn sagði matvörukaupmanninum, að hann væri ósvífinn dóni. Stóri franski maðurinn með stóra nefið stökk á fætur og spurði: „Get ég nokkuð hjálpað, herrar mínir?“ Herra Love, sáttasemjarinn mikli, tók hér í taumana og stakk upp á, að breytt væri um leik, eða að hætt væri við morgunskóleikinn, en byrjað á leik, sem hann nefndi Colin Mail- lard — á ensku „Blind Mans Buff“, en á ís- lenzku heitir Blindingsleikur. Rósalie tók því með fögnuði og bauðst til að vera blindinginn. Stólum og borðum var rutt úr vegi, og Madame Beavor hrinti Pólverjanum í fangið á Rósalie, sem fór höndum um hann og eftir litla stund stakk hún upp á að það væri franski maður- inn með stóra nefið. Á meðan að þessu fór fram földu þau Monsieur og Madame Giraud sig á bak við gluggatjaldið. „Skemtu þér, vinur minn“, sagði Madame Beavor við Pólverjann. „Ó, Madame“, stundi Monsieur Sovolofski upp, „hvernig á ég að vera glaður? Rússakeisari hefir tekið allar mínar eigur! Skyldi nokkur Brútus vera til á Póllandi?“ „Ég held að þú sérst ástfanginn“, sagði hús- ráðandinn og klappaði á bakið á Pólverjanum., „Ertu alveg viss um“, hvíslaði Pólverjinn að hr. Love, „að Madame Beavor hafi tuttugu þúsund pund í tekjur á ári?“ „Ekki eyrir minna“. Pólverjinn hugsaði sig um eitt augnablik, leit á Madame Beavor og sagði: „En samt er hið hugljúfa léttlyndi þitt, Madame, mér hugarfró í sorgum mínum“. Madame Beavor sagði, að hann væri að slá sér gullhamra og sló með blævæng sínum á hnúana á honum, sem Pól- verjinn virtist ekkert upp með sér af, því hann tróð undir eins höndunum í buxnavasana. Leikurinn stóð nú sem hæst. Rósalie þaut eins og fiðrildi, úr einum stað í annan, til hinn- ar mestu hugraunar fyrir Pólverjann, sem þurkaði af sér svitann og kvartaði yfir hitan- um og sem minti hann á síðasta pólverska stríðið. Monsieur Goupille, sem upp á síðkastið hafði tekið lexíur í að dansa og var allmikið upp með sér af líkamsþjálfun sinni — steig upp á stóla og borð þegar Rósalie kom í áttina til hans, tígulega og með miklu jafnvægi. Það vildi svo til að í þessum stólaleik sínum sté hann upp á stól rétt við gluggatjaldið, sem Monsieur og Madame Giraud földu sig á bak við, sem brá eitthvað við hreyfinguna og gjörðu hann skelkaðan, og hélt hann að Rósalie væri þar komin, svo að hann sneri sér snögglega við og naglinn, sem að gluggatjaldið var fest á rakst í frakkalafið á matvörusalanum og festist í því. Og rétt í því að hann var að reyna til að losa sig, réðist Rósalie að honum og, eins og eðlilegt var, rétti hendurnar á hæð við það, sem hún hélt að höfuðið á honum væri, en greip þá um anan fótinn á hinum fagurlimaða Mansieur Goupille, sem af óhappinu varð fyrst 'fyrir henni. „Ég veit ekki hvers andlit að þetta er“, tautaði Rósalie. Adéle, sem var hógværðin sjálf, var ekki um þessa viðureign, fór til þess að aðstoða biðil sinn og klaip Rósalie í handlegginn. „Þetta er ranglátt. En ég skal nú vita hver þetta er“, hrópaði Rósalie reið. „Þú skalt ekki komast undan!“ Þegar að allir fóru að hlægja, fór hana að gruna ýmislegt, hikaði lítið eitt, sagði svo á- kveðin: „Það er- þá bezt að gamanið gráni“, og greip á stað þeim á manninum, sem um er að ræða, með svo traustu og handvissu taki, að Monsieur Goupille rak upp ámátlegt hljóð, stökk ofan af stólnum og skildi frakkalafið eftir á naglanum. Rétt í þessu, og á meðan spenningurinn út af óhappi Monsieur Goupille stóð sem hæst, þá voru herbergisdyrnar opnaðar og eftirlits- maðurinn kom inn, og á eftir honum kom ungur maður í síðri yfirhöfn. Komumaðurinn stansaði í dyrunum og leit í kringum sig auðsjáanlega hissa. Ja, hver fjandinn!" sagði herra Love, starði á komumanninn og gekk í áttina til hans. „Er það mögulegt? — að þú sért að síðustu kom- inn? — Vertu velkominn!11 „En“, sagði komumaðurinn, auðsjáanlega enn eins og úti á þekju. „Það er eitthvað að hér; — þú ert ekki . . . .“ „Jú, ég er*hr. Love! Love hvar sem ég fer. Hvernig líður kunningja þínum Gregg? — Sagði þann þér að leita hr. Love uppi — er ekki svo! — Herrar mínir og frúr, viðbót við sam- kvæmið. Ágætur náungi, skal ég segja ykkur — fimm fet ellefu þumlungar á sokkaleistunum — og nógu ungur til þess að hann geti gifst þrisvar sinnum áður en hann deyr. Hvenær komstu?" ..í dag“. Þannig mættust þeir Philip Morton og William Gawtrey aftur.. 11. Kapítuli' „Vesalings drengur! Saga þín hrífur mig. Atburðirnir eru rómantískir, en siðfræðilega er hún gömul, ævagömul lífsreynsla, þeirra ungu. Fátæktin í sjálfu sér er engin áþján, það er, ef ekki er um að ræða beint hungur. Geðríkið út af fyrir sig er göfugur eiginleiki — fátækt og metnaður — sú fátækt sem að menn eru ekki fæddir til, heldur falla í; og maðurinn, sem tekur sætið, er þú áttir og hrekur þig og hrjáir á allar lundir á meðan að hann er að setjast í sæti þitt og haga sér sem bezt til í því, slíkt er ekkert ævintýri, heldur daglegir við- burðir lífsins þó þeir séu harðir! Jæja, jæja! — Svo eftir að þú fékkst bréfið frá honum bróður þínum, þá gekkstu þessum Smith á hönd“. „Nei, ég gaf honum peningana mína, en ekki sál mína. Ég skildi við hann við húsdyrnar hans, með þá fáu skildinga sem hann lagði í lófan á mér og gekk í burtu. — Mér var sama hvert að ég fór, út úr bænum, út á land — þangað til að dimmdi að, og þá, þegar ég kom á þjóðveginn, langt í burtu kom tunglið upp; og ég sá meðgfram limagarðinum hvar gamall beiningamaður lá í sinni síðustu neyðar-fátækt, og hafði lagst þar niður til að deyja. Ég skipti skildingunum sem ég átti á milli okkar og hjálpaði honum til að komast til næsta gisti- húss. Þegar að hann gekk inn í dyrnar á gisti- húsinu, sneri hann sér við og blessaði yfir mig. Veistu það, að það var eins og steini væri létt af hjarta mér við þau blessunarorð? Ég sagði við sjálfan mig: Jafnvel ég get orðið öðrum að liði; og mér er betur borgið, en þessum gamla manni, því ég er ungur og hraustur. Þessar hugsanir vöktu mér nýtt fjör og nýtt líf, og hjá mér vaknaði nýr lífsþróttur. Ég hljóp áfram glaður eftir veginum í tunglsljósinu. Mér fannst að ekkert hús, jafnvel engin höll væri nógu rúmgóð handa mér þá nótt, og þegar ég að síðustu skreið inn í skóginn úrvinda af þreytu og lagði mig til svefns, þá nöldarði ég enn fyrir munni mér: „Ég er ungur og hraustur“. En morguninn eftir þegar ég stóð á fætur og rétti úr mér, þá saknaði ég bróður míns. — Eftir tvo eða þrjá daga fékk ég vinnu hjá bónda, en við urðum ósáttir eftir nokkrar vik- ur, þá ætlaði hann einu sinni að berja mig. Það er nú einhvern veginn þannig, að ég gat vel leyst vinnuna af hendi, en ekki þjónað. Vetur var genginn í garð þegar við skildum. — Ó, því líkur vetur! Þá vissi ég hvað það var, að hafa ekkert skýli yfir höfuð sér. Hvernig að ég fór að draga fram lífið í næstu mánuðina, ef að það annars getur kallast að lifa, mundi særa þig að heyra, og lítillækka mig að segja frá. Ég komst að síðustu til Lundúna; og kveld eitt réði ég við mig, því að það var ekkert ann- að, sem ég gat gjört, og hafði ekki smakkað mat í tvo daga, að fara til þín“. „Því datt þér það aldrei áður í hug?“ „Vegna þess“, svaraði Philip og roðnaði, — „vegna þess, að ég óttaðist áhrifin yfir athöfn- um mínum og lífi, sem ég yrði að lúta frá manni, sem að ég yrði að blessa sem velgjörða- mann, en treysti ekki sem leiðtoga“. „Jæja“, sagði Love, eða Gawtrey í málrómi, sem blandaður var bæði biturleika og meðlíð- un. „Og það var hungrið, sem að þú óttaðist meira, heldur en mig“. „Máske hungrið, — en þó ef til vill ennþá frekar hungsanirnar, sem hungrið vekur. Ég hafði ekki, eins og ég sagði, smakkað mat í tvo daga, og ég stóð á bryggjunni, sem þú sérð kastalaturna kirkjunnar rísa annars vegar, en hins vegar turnana á West Ministers Abbey, þar sem mennirnir, sem að ég hefi lesið um í sögunni, liggja grafnir. Það var frost og kuldi þetta kvöld og lampaljósin og stjörnurnar blik- uðu á ánni fyrir neðan mig. Ég studdist veikur og vanburða upp að brúar-riðinu, og í einum brúarboganum í litlum út úr kima rétt hjá mér sá ég kryppling rétta fram hatt sinn til þess að biðja þá sem fram hjá fóru um ölmusu. Ég öfundaði hann! Hann hafði atvihnu, sem að hann var orðinn vanur við, máske fæddur til — hann blygðaðist sín ekkert. Ég fékk allt í einu innfall um að gera það sama, sneri mér við og hélt út hendinni, þegar fyrsti maðurinn kom, og hrökk við, er ég heyrði til sjálfs mín í ámát- legum róm biðja um ölmusu“. Gawtrey henti öðrum brennibút á eldinn, leit makindalega í kringum sig í herberginu, sem var þægilega búið, og neri saman hönd- unum. Philip hélt áfram: „Þú ættir að skammast þín — það væri rétt- ast að ég kallaði á lögregluna, var svarað í köldum og kæruleysislegum málróm. Ég leit upp og sá einkennisbúninginn, $em þjónar föð- ur míns höfðu verið í. Ég hafði verið að biðja þjón Roberts Beauforts, sem þarna var á ferð- inni um ölmusu. Ég sagði ekkert. Maðurinn hélt áfram erinda sinna og hann gekk á tánum til þess að ekki slettist upp á skóna hans. Þá spruttu upp í huga mínum hugsanir svo myrk- ar, að þær huldu allar stjörnur himinsins — hugsanir, sem ég hafði oft barist á móti, en sem ég nú gaf lausan taum með tryllings á- nægju, og ég minntist þín. Ég hafði enn utaná- skriftina, sem að þú gafst mér og ég fór undir eins þangað. Vinir þínir þar, eftir að ég nefndi nafn þitt, tóku vinsamlega á móti mér, gáfu mér undir eins að borða, gáfu mér föt og pen- inga — útveguðu mér vegabréf, gáfu mér heim- ilisfang þitt og nú er ég kominn í hús þitt, Gawtrey. Ég þekki ekkert nema hina dimmu hlið lífsins. Ég veit ekki hvað ég á að halda um þig — en sökum þess, að þú ert sá eini, sem sýnt hefir mér velvild, þá reiði ég mig nú frekar á velvildarorð þín og vingjarnlegt viðmót — en . . . .“ Hann þagnaði og varpaði þungt öndinni. „En þú vildir vita meira um mig. Já, dreng- ur minn, ég get ekki sagt þér meira að sinni. Ég vildi tala hreinskilnislega við þig, mitt fram- ferði er máske ekki með öllu lögum samkvæmt. En ég er ekki illmenni! Ég hefi aldrei rænt vini mína undir leikfangs yfirskyni. — Ég hefi aldrei myrt þá mér til heiðurs! — Ég hefi al- drei tælt eiginkonur vina minna undir lát- bragði kurteisinnar!“ Gawtrey sagði þetta seint og fast, eins og að hann biti í sundur orðin, svo þagnaði hann í bili, og hélt svo áfram við- mótsglaðari: „Ég glími við örlögin; það er hlut- fall mitt! Ég er ekki það, sem lítur út fyrir að þú haldir að ég sé — ekki verulegur svikari og áreiðánlega ekki ræningi! En, eins og ég sagði þér áður, þá er ég gortari, eins og allir þeir, sem látast vera meiri menn en þeir í raun og sannleika eru. Ég þrái velvild, ekki síður en þú. Matur og drykkur er þér velkominn hér hjá mér. Ég skal leitast við að halda þér hreinum, eða óskemdum frá þeim saklausu óhreinindum, sem að stöku sinnum kunna að loða við mig. Á hinn bóginn hefir æskan, ungi vinur minn, engan rétt til að setjast í dómara- sæti, og þú verður að haga þér gagnvart mér, eins og þú hagar þér gagnvart heiminum — vera hvorki of vandfýsinn né heldur lingerður. Atvinnan, sem að ég hefi nú, er arðsöm og ég er farinn að safna fé. Nafn mitt og líferni er algjörlega óþekt í þessum parti borgarinnar, því að þó ég sé víða kunnugur í París, þá hefir athafnasvið mitt verið í öðrum pörtum borgar- innar — og þar að auki verð ég að segja, að leynigerfi mitt er gott! Hvaða veglyndisbrag, að þetta uppháa enni hefir gefið mér — finnst þér ekki? „En satt er það“, sagði Gawtrey með meiri alvöruþunga, „ef að ég sæi, hvernig að þú gætir séð þér farborða í lífinu á bjartari brautum, heldur en ég hefi kosið mér að ganga á, þá kynni ég að segja við þig, eins og gálaus nútízku maður máske segði við óframfærmn ungling. — Nei, eins og margir slarksamir feður segja, eða ættu að segja, við syni sína. „Það er engin ástæða til þess, að þú verðir mis- gjörðamaður, þó að ég sé enginn engill“. í stuttu máli, ef þú værir þægilega settur í ein- hverju heiðarlegu embætti, þá gætir þú átt hollari vini, en að ég er. En eins og á stendur, þá sé ég ekki hvað þú getur betra gjört“. Gaw- trey sagði þetta svo blátt áfram og yfirlætis- laust, að það sýndist veita áheyrenda hans hugarfró og þegar hann að síðustu sagði: „Hvað segirðu um það? I insta eðli sínu er líf mitt eins og tápmikils skóladrengs, sem kemst í allra handa ógöngur af því að hann hefir gaman af því, og beitir svo orku afls og vitsmuna til að komast út úr þeim á þann bezta hátt, sem að hann getur! — Viltu reyna það?“ Philip tók innilega í hendina á Gawtrey. Húsbóndinn stóð á fætur, og án þess að segja annað orð, leiddi gest sinn til sængur í litlu herbergi, þar sem uppbúið rúm beið hans, og skildi svo við hann. Þetta nýja lífsviðhorf, sem Philip var nú að ganga inn í, var svo einkennilegt, svo stór- skrítið og hlægilegt, að á hans aldri þá var máske ekki að búast við, að það var hættulegt. William Gawtrey var einn þeirra manna, sem það er meðfætt að hafa áhrif og vald hvar svo sem að hann fór, hið mikla afl hans og óbilandi heilsuhreysti gáfu honum sjálfstyrk- leika — siðferðislega, eins vel og líkamlega hreysti. Hann átti yfir að ráða mikilli hrjúfri andlegri atgerfi, en undir niðri hjá honum bar allmikið á lastmælgi og fyrirlitningu. Hann hafði öðlast góða mentun, og gat þegar að hann vildi samið sig að siðum manna, er prúðir þóttu í félagslífi hinna háttsettari boragara. Frá því fyrst að Philip hafði séð hann á póstvagninum á leiðinni til R . . . hafði þessi maður vakið forvitni hans og áhuga; samtalið, sem hann hafði heyrt í kirkjugarðinum; þakklætisskyld- an, sem að hann var í við Gawtrey, þegar að hann frelsaði hann frá lögreglunni; tíminn þar á eftir, sem að hann var með honum, þar til að þeir skildu á litla gistihúsinu; góðvildin, sem hann hafði sýnt honum þá og gestrisnin, sem Gawtrey sýndi honum nú, miðaði allt til að æsa huga hans og jók mikið, mjög mikið á skylduræknis-tilfinningu hans. Það mátti segja að Morton væri dáleiddur. Þessi maður var eini vinurinn, sem hann átti. Ég hefi álitið nauðsynlegt að segja frá sam- tali því, er þeir höfðu átt, þegar þeir Mor- ton og Gawtrey voru áður saman, en samt hafði það samtal fest djúpar rætur í huga Philips. Hann var hissa á, og það nærri ógnaði honum, að verða var við bölsýnisþunga þann, sem hann fann að lá falinn undir yfirborðs- glettni Gawtrey — ekki skapgerðar bölsýni, heldur bölsýni, sem stafaði frá þekkingu hans. Skoðun hans á lífinu, réttlæti mannanna og dygðum þeirra var, eins og auðvitað á sér al- mennt stað með menn, sem hafa fyrir einhverj- ar ástæður komist í andstöðu við lögin, skugga- leg og vonlítil; og lífsreynsla Philips hafði ver- ið svo raunaleg, að þær skoðanir höfðu meiri á hrif á hann, heldur en að þær hefðu getað haft á lífsglaðari menn. Hvað sem þessu líður, þá er víst að þeir voru nú glaðari í bragði, en þeir voru við sinn fyrri samfund, og í sam- félagi við húsbónda sinn og undir hans hand- leiðslu, þá náði Philip ósjálfrátt aftur og það fljótlega, sínu fyrra hugrekki og hugsana dyrfsku. Gawtrey sjálfur var hinn ákjósanleg- asti félagi; félagslífið, sem þeir voru í, þó það væri ekki valið, var skemtilegt. Þegar kveld- verkum þeirra var lokið, þótti Gawtrey gaman að fara í leikhús og kaffihús og var Philip þá ævinlega með honum, en félagi Gawterys, hr. Birnie, fór aldrei með þeim. Þannig endur- nærður af þessum lífsbreytingum náði Philip fullu fjöri og blóma, eins og planta sem flutt er úr kirkjandi umhverfi og illum jarðvegi, þar sem að hún hafði barist við dimmu og óloft, endurnýjast og skýtur frjóöngum, þegar að hún er endurgróðursett í hagkvæmari og betri jarðvegi og breiðir krónu sína á móti sólu og sumri í allri sinni dýrð. Ef að þótti og eldherkja átti sér enn inni, í huga Philips, þá höfðu þeir skaplestir að minsta kosti látið minna á sér bera, og voru nú í meiru samræmi við hið dökka og tilkomumikla útlit hans. Hann var máske ekki búinn að losa sig við hina tígrisdýrslegu skapbresti sína, en í litblæ sín- um og í samræmi holds og hreysti sýndi hann líka fegurð tígrisdýrsins. Herra Birnie svaf ekki í sama húsinu og Gawtrey og Philip; hann bjó í húsi, sem var dálítinn spotta í burtu og fór heim til sín á hverju kvöldi. Við höfum lítið sagt um þann mann, því eftir útliti að dæma, þá var fátt um hann að segja: Hann talaði sjaldan orð, nema við Gawtrey, sem að Philip sá hann oft hvíslast á við, en fékk aldrei að heyra hvað þeir sögðu. Augu hans voru samt ekki eins aðgjörðalaus, eins og varirnar; það voru ekki hvöss augu, þau voru dauf og þeim, sem ekki voru því að- gætnari, sýndust þau líflaus, þau voru ljósblá og á þeim virtist vera dimmt ský — það voru arnaraugu; en þau voru alltaf á verði — leyni- verði, sem vakti andúð og ímugust hjá Philip.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.