Lögberg - 03.05.1951, Blaðsíða 2

Lögberg - 03.05.1951, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 3. MAI, 1951 Afmælisgjöf skáldsins til þjóðar sinnar Eftir prófessor RICHARD BECK Margar fagrar gjafir og góðar hefir íslenzka þjóðin hlotið að fornu og nýju, en dýrmætastar þeirra allra eru þær gjafir, sem synir hennar og dætur hafa sæmt hana í varanlegum verðmætum bókmennta og lista, því þar á hún sér ótæmandi uppsprettu feg- urðar og andlegrar yngingar. Fagnaðarefni má það því vera öllum íslendingum, heima og erlendis, að hvað, sem annars má segja um veðurfar og straumhvörf í íslenzku þjóðlífi, þá hefir hin menningarlega arfleifð okkar í bókmenntum og listum stórum auðgast á undanförnum áratugum og orðið að sama skapi lit- brigðaríkari. Hér verður sú saga eigi nánar rakin. Hitt má óhætt fullyrða, að eigi hefir íslenzka þjóðin eignast meiri dýrgrip í Ijóðlist á síðustu árum heldur en hina nýju ljóða- bók Tómasar Guðmundssonar, Fljótið helga (Helgafell, Reykja- vík, 1950). Hún kom út stuttu fyrir jólin, að kalla má réttum mánuði áður en skáldið varð fimmtugur (6. jan. 1951), og má því fyllilega skoðast sem afmælisgjöf hans til þjóðar sinnar. Og sann- arlega er íslenzka þjóðin fjarri því að vera heillum horfin, meðan hún á slíkum aufúsugjöfum að fagna frá skáldum sínum á bezta aldursskeiði. Á þessum tímamótum í ævi Tómasar skálds — af sjónarhóli fimmtugsafmælis hans — hefði farið ágætlega á því að gera skáldskap hans og ljóðlist ítarleg skil, en það hugþekka verkefni er skiljanlega svo umfangsmikið, og þannig vaxið að öðru leyti, að það á fremur heima í tímarits- en tiltölulega stuttri blaðagrein. Hér verður því aðallega í nokkrum megindráttum vakin athygli íslenzkra lesenda vestan hafs á nýjustu ljóðabók skáldsins, og það því fremur, sem hún mun í mjög fárjra höndum hérlendis; um hitt þarf ekki að fjölyrða, hvert grundvallaratriði það er í við- haldi menningarlegra og þjóðernislegra tengsla við ættjörðina og stofnþjóðina, að fylgjast sem bezt me(5 bókmenntalegri og andlegri þróun hennar. Tómas Guðmundsson vann, eins og kunnugt er, sinn fyrsta mikla bókmenntalega sigur, er Ijóðabók hans Fagra veröld kom út 1933, og hann var vel að þei'm sigri kominn, því að í þessum kvæðum hans fóru saman frábær fágun í máli og bragarháttum, ljóðræn fegurð og frumleiki í efnismeðferð. Hann sló á nýja strengi í íslenzkri ljóðagerð, enda féll bók þessi í svo frjóa jörð hjá ljóðavinum, að hún kom út í þrem útgáfum á stuttum tíma. Sérstætt listaskáld hafði haslað sér völl og gengið til heiðurs- sætis á Brágabekk í meðvitund og bókmenntum þjóðarinnar. Næsta ljóðabók skáldsins, Stjörnur vorsins (1940), gerði hann fastari í skáldasessinum. Fágunin og hin ljóðræna fegurð eru samar við sig, seiðmagn hins djúpa trega og saknaðarkenndar jafn heillandi og áður, og óbreyttur hinn létti glettnisstíll og hæfileikinn til að koma lesandanum á óvart í frumlegum orða- leikjum og samlíkingum. Jafnframt er fjölbreytni kvæðanna meiri, og gætir þar áhrifanna úr suðurför skáldsins til Miðjarðar- hafslandanna, sem bæði víkkaði sjónhring hans og auðgaði hann að yrkisefnum. Liðu nú tíu ár, þangað til Tómas sendi frá sér nýja ljóðabók, og biðu margir hennar með óþreyju, ekki síst vegna þess, að kvæði hans, sem komið höfðu út á því tímabili í blöðum og tíma- ritum, báru því vott, að hugðarmál hans og horf við lífinu höfðu tekið mikilli og djúpstæðri breytingu og skáldskapur hans að sama skapi um anda og innihald. Þetta kom einnig ótvírætt á daginn, þegar hin langþráða bók hans, Fljótið helga, kom út snemma í desember síðastliðnum. Hún sýnir það, svo að eigi verður um villst, að Tómas hefir á síðasta áratug stórum vaxið að djúpskyggni og víðfeðmi, að óbreyttri þeirri frábæru ljóð- fegurð og listrænu fágun, sem alltaf hefir.svipmerkt kvæði hans. Var útkoma þessarar bókar réttilega talinn mikill bókmennta- viðburður. Með henni hefir höfundurinn einnig (fram að þessu) unnið sinn stærsta sigur og tekið sér sess meðal öndvegisskálda þjóðarinnar. Og óneitanlega ber það fagran vott óbrjáluðum skáld- skaparsmekk hennar og ljóðaást, að hún tók slíkri feginhendi þessari fágætu ljóðabók, að hún seldist upp á örfáum dögum. Vonandi verður þess ekki langt að bíða, að ný útgáfa hennar komi út; því myndi margur fagna af heilum huga, enda á hún erindi til sem allra flestra, bæði vegna hinnar hreinu ljóðlistar, sem þar er að finna, og þess eggjandi og tímabæra boðskapar, sem hún flytur. Ekki þarf annað en lesa fyrsta kvæði bókarinnar, „Kvöldljóð um draum“, til þess að sannfærast um, að hér er ekkert hvers- dagsskáld á ferð, en kvæðið hefst með þessum erindum: í kvöldrauð gljúfur hrynur dauðahljótt hið hvíta Ijós, er skein á runni og bárum. Því vorið hefur mælt sér mót í nótt við mánaskin frá löngu horfnum árum. Og það er eins og elfan skipti um róm. Svo ástúðlegum hreimi fossinn niðar sem varist hann að vekja kvöldsvæf blóm. Hann vill að jörðin njóti svefns og friðar. Svo spegla hyljir heiði stjörnumilt, en handan vatnsins, lágt við fjallsins rœtur, er dalsins kirkja horfin hægt og stillt í hljóðan skugga fjólublárrar nætur. Og meðan rökkri reifast sofin jörð, sem reikar dreymin meðal himinstjarna, hún vakir hrum og heldur tryggan vörð um hinzta náttstað þreyttra foldarbarna. Þetta er óneitanlega fögur og tilkomumikil náttúrulýsing, ágætt dæmi þess, hvernig skáldinu lætur sú myndasmíð, hversu snjall málari hann er í orðum. Samt er þetta ekki nema bak- grunnur meginefnis þessa merkilega kvæðis, sem er fágæt sjálfs- lýsin. Skáldið gengur þar á vit við liðna tíð, verður á ný lítill drengur, „skáld og draumamaður, sem skyggnum þrettán vetra augum starir“; hann horfist djarflega í augu við sjálfan sig og gerir upp reikningana. Kristmann Guðmundsson rithöfundur fór ekki villur vegar, er hann lét svo ummælt um þetta snilldarlega kvæði (sem auðvitað verður að lesast í heild sinni), að undir kyrru og mildu yfirborði þess búi „dulmögnuð kingi sjálfsrann- sökunnar og sálarbaráttu, er endað hefir með sigri og heiðríkri karlmennskuró“. í kvæðinu fara saman dýpt og alvöruþungi, og þannig yrkir sá einn, sem náð hefir miklum andlegum þroska, glímt við sjálfan sig og vandamál mannlegrar tilveru, og gengið sigrandi af hólmi. Eigi að síður hefir Tómas ekki glatað hæfileikanum til þess að slá á léttari strengi góðlátlegrar glettni á sinn eiginlega og frumlega hátt, jafnvel þegar hann sjálfur á í hlut, eins og fram kemur í kvæðinu „Að vera samtíða sér“, sem er bráðskemmtilegt og lýkur með þessum ljóðlínum: Já, sá verður einn, sem ekki getur haft félag við sjálfan sig. — Þó segi ég rétt eins og er, að hefði ég verið uppi á undan mér ég eflaust nyti þess betur að komast í kynni við mig. Aí skyldum toga spunnið, en viðameira, er „Bréf til látins manns". Sérstæð kímnigáfa skáldsins, sem ósjaldan finnur sér framrás í markvissri kaldhæðni, nýtur sín þar ágætlega; þetta erindi verður að nægja sem dæmi: En dánum fannst okkur sjálfsagt að þakka þér og þyrptumst hljóðir um kistuna fagurbúna. Og margir báru þig héðan á höndum sér, sem höfðu í öðru að snúast þangað til núna. En þetta er afrek, sem einungis látnum vinnst í allra þökk að gerast virðingamestur. Því útför er samkoma, þar sem oss flestum finnst í fyrsta sinn rétt, að annar sé heiðursgestur. Mikill snilldarbragur er enn sem fyrri á hinum hreinræktuðu ljóðrænu kvæðum skáldsins, eins og sjá má af hinu gullfagra ljóði „Fljúgandi blóm“, er jafnframt speglar eftirminnilega lífsskoðun hans: Vel sé yður, ó, vœngjaða blómskrúð drottins, vinir himins og jarðar, sem einhverju sinni, löngu áður en ártöl og sögur hófust, uxuð til skínandi flugs upp af jörðinni minni. Því fögnuður yðar fann sér ei lengur rætur í faðmi hennar, og þó hafði jörðin borið að sínu leyti umhyggju fyrir yður engu minni en jafnvel sólin og vorið. En þökk sé yður, að hversu hátt sem þér leitið mót himni og sól, þá komið þér ávallt til baka að syngja fyrir þau blóm, sem urðu eftir og enn hafa hvorki lært að fljúga né kvaka. Og seg þú mér, Ijóð mitt, hvort er ekki einmitt þetta hin eina gleði, sem sálir og kvœði varðar, að mega í auðmýkt fara að dæmi fuglsins, sem flýgur í erindum guðs milli himins og jarðar? Um annað fram eru það samt hin alvöruþrungnu og stór- brotnu lengri kvæði bókarinnar, fáguð og formföst og þrungin að hugsun, sem setja svip sinn á hana og skapa henni sérstöðu í skáldskap höfundar, því þar lýsir sér ný hlið á honum. Tómas hefir auðsjáanlega nætt inn í hjartarætur „í stormum sinna tíða“, heimsstyrjöldinni síðari, sem óhætt mun mega segja, að valdið hafi straumhvörfum í lífshorfi hans og skáldskap. Þeirri reynslu hans er lýst á áhrifamikinn og listrænan hátt í kvæðinu „Heim- sókn“. Gesturinn, sem knúð hefir dyr skáldsins, vakið hann af andvaraleysinu og glætt honum nýja útsýn og ábyrgðartilfinningu í brjósti, er lífið í öllum ömurleik sínum; en látum skáldið sjálft hafa orðið: Því lífið kemur sjálft í þetta sinn að sækja þig en ekki skáldskap þinn. Það hefur öðrum erindum að gegna. Og það er skáld, sem yrkir öll sín Ijóð frá eigin brjósti, misjafnlega góð, og hreyfir aldrei hending rímsins vegna. Og vei þeim, sem ei virðir skáldskap þann, sem veruleikinn yrkir kringum hann, og stendur ógn af skáldsins tungutaki. Því sjá, hann fléttar einnig örlög þín við örlög bræðra þinna í kvæðin sina. Þar búa allir undir sama þaki. Og þú munt seinna skynja skáldskap hans. Þér skilst hann fyrst, er þjáning sérhvers manns er þér í innstu œðar hjartans runnin. Því lát hans ógn og angist nœða um þig. Lát elda harms og kvala flæða um þig unz skógur þinna blekkinga er brunninn. Og vitund þín mun öðlast sjálfa sig er sérðu heiminn farast kringum þig og elfur blóðs um borgarstrætin renna. Því meðan til er böl, sem bœtt þú gazt, og barist var á meðan hjá þú sazt, er ólán heimsins einnig þér að kenna. Á sömu strengi er slegið í hinu samfellda og svipmikla kvæði „Haust“, en í því er jafnframt undiralda djúps trega. Kvæðið „Út vil ég — heim“ lýsir því vel, hve höfundi hafa, að vonum, gengið til hjarta þung örlög Norðurlandaþjóðanna á stríðsárun- um. Hreimmikið kvæði og hugsun hlaðið er „Dansinn í Hruna“, fléttað markvissri ádeilu að öðrum þræði, en hins vegar lof- söngur um sigurmátt og skapandi mátt mannsandans: Og samt ein rödd í brjósti voru býr frá bernsku tímans, rödd, sem viljann knýr að komast ofar sjálfum sér og hærra, að sigra heiminn, gera lífið stœrra og bilið minna milli þesé, sem er, og mannleg sál í draumi væntir sér. Og frá þeim degi, að þessi þrá var borin, er þjáning manns og dauða stakkur skorinn. Vér sáum stjörnur stafa hvolfsins list og stóðum upp. Þá trúði lífið fyrst oss, börnum dauðans, fyrir fegurð sinni. Þá festist himnesk þrá í jarðnesk minni. Vér ortum hana í málm og stein og mál, og mannkynið fékk ódauðlega sál. Þá skildi listin leiðir manns og apa. Þá lærðist oss af guði að fara að skapa. I fögru kvæði og þýðu um Jónas Hallgrímsson lýsir Tómas snilldarlega hlutverki Jónasar og vakningarstarfi í íslenzku þjóð- lífi, og óbeinlínis um leið menningar- og vakningar-hlutverki skáldanna almennt. Sætir þá engri furðu, að maður sem yrkir Áslaug Ólafsson Fœdd 14. apríl 1866 — Dáin 22. febrúar 1951 örmum móti mörgum vinum sín- um, sem nýkomnir voru frá ís- landi, og liðsintu þeim á ýmsan hátt. Sömuleiðis skutu þau oft skjólshúsi yfir unglinga, sem til Winnipeg komu til þess að leita sér atvinnu eða stunda nám. Þau hjónin eignuðust tíu börn, sem hér segir: Ingibjörgu; hún dó árið 1905, sextán ára gömul. Kristínu, sem býr í Vancouver B.C. George, einnig í Vancouver B.C.; William, dó kornungur; Thorstein; hann féll í fyrra stríð- inu; Ólavíu, sem heima á í Van- couver B.C. Björn Lindal í Chicago, U.S.A. Maríu í Dafoe í Saskatchewan; Línu í Winnipeg; Ingibjörgu í White Horse Y. T. Auk barnanna áttu þau 15 barna- börn og 10 barna-barna-börn. Áslaug heitin var glaðvær kona, vinsæl og vel látin; hún var bókhneigð og ljóðelsk; hún ávann sér virðingu og góðhug allra sem henni kyntust. Hún var félagslynd og starfssöm. Hún var meðlimur Fyrsta lúterska safn- aðarins í Winnipeg og tilheyrði kvenfélagi hans. Hún hélt trygð við félagssystur sínar þó hún flyttist í fjarlægð frá þeim og vestur að Kyrrahafi. Hún var jörðuð 26. febrúar af séra Kolbeini Sæmundssyni frá Seattle, Wash. í Frímúrarar- kirkjugarðinum í Burnaby í Vancouver B.C. Sig. Júl. Jóhannesson svo fagurlega og af jafn miklum skilningi um „listaskáldið góða“ og tengsli hans við móðurmoldina, ber sjálfur í brjósti djúpa ættjarðarást og syngur ættjörðinni fagra lofsöngva og eggjandi til dáða, enda gerir Tómas það á skáldlegan og minnisstæðan hátt, svo sem í „Ávarp Fjallkonunnar“ (17. júní 1948), þar sem listræn efnismeðferðin og framsóknarhvötin renna í einn farveg. Svipmest af ættjarðarljóðum Tómasar, og eitthvert stórbrotn- asta og snildarlegasta kvæðið í allri bókinni, er kvæðið „Að Áshildarmýri“. Það er þannig vaxið um samfellda og þróttmikla hugsun, og sambærilegan búning máls og hrynjandi, að menn verða að lesa það í heild sinni og íhuga til þess að njóta þess til fulls og meta. Það er faguryrtur og verðugur lofsöngur um „tólf hversdagsmenn, sem fordildarlaust stóðu vörð um rétt sinnar þjóðar“, og jafnframt um alla íslenzka alþýðumenn í liðinni tíð, sem unnu ættjörð sinni fölskvalaust og létu hvorki kúgun né önnur andvíg kjör drepa niður frelsishneigð sína. Þetta skilur skáldið og túlkar til fullnustu, en dæmi þessara alþýðumanna verður honum einnig tilefni áminningar og aðvörunar: t En hvaðan kom þeim sá styrkur, sem stórmenni brást? Hvað stefndi þeim hingað til viðnáms ofbeldi þungu? Oss grunar það jafnvel að orð eins og föðurlandsást hafi æði sjaldan legið þeim mönnum á tungu? En þeim varð eðlisbundin sú blóðsins hneigð, er bregzt gegn ofríki og nauðung án hiks og kvíða, og því verður aldrei til samnings við óréttinn sveigð, að samvizkan ein er það vald, sem frjálsir menn hlýða. En hvort á það lögmál, sem hönd þeirra á bókfell reit, enn hlutverki að gegna? Mun erindum þess ei lokið? 1 dag er vor ættjörð þó frjáls eins og veröldin veit og visnuð er löngu sú hönd, er oss beygði undir okið. Og hver skal ei virða það fólk, sem af alhuga ann hverri einustu þjóð, sem í friði vill brauðs síns neyta? Nei, það verður annan að saka, ef saga vor kann að segja frá þjóðum og stefnum, sem valdi beita. Slíkt hendir þó ennþá. Og vonlítið getur oss virzt að verjast því skrímsli, sem gín yfir heimsins álfum. En gœt þess að sagan oss dœmir til feigðar þá fyrst er frelsi og rétti vors lands stendur ógn af oss sjálfum. Og ofbeldishneigðin, sem herjar á þjóðir og lönd, fær hvergi dulizt, hve títt sem hún litum skiptir. — 1 gær var hún máske brún þessi böðulshönd, sem blóðug og rauð í dag sínu vopni lyftir. Framhald á bls. 7 Business College Education In these modern times Business College Education is not only desirable but almost imperative. The demand for Business College Educa- tion in industry and commerce is steadily increasing from year to year. , Commence YourBusiness TrainingImmediately! For Scholarships Consult THE COLUMBIA PRESS LIMITED PHONE 21 804 695 SARGENT AV \ WINNIPEG Áslaug Ólafsson Hún var fædd í Hvammi í Langadal í Húnavatnssýslu á Is- landi. Foreldrar hennar voru þau: Hans Natansson og Kristín Þorvarðardóttir; þau bjuggu fyrst að Hvammi en síðar að Þóreyjarnúpi, og þar ólst Áslaug heitin upp hjá foreldrum sínum til fullorðins ára, og fluttist það- an til Vesturheims árið 1886. Hinn 11. janúar 1887 giftist hún Guðlaugi Ólafssyni frá Haga í Húnavatnssýslu, sem var ágætis maður og listasmiður. Vinir hans kölluðu hann oftast „Lauga snikkara“. Þau bjuggu lengst af í Winni- peg, fyrst að Ross og Elgin Ave. og síðar lengi að 716 Victor stræti. Þar tóku þau opnum

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.