Lögberg - 03.05.1951, Blaðsíða 5

Lögberg - 03.05.1951, Blaðsíða 5
I.ÖGBERG, FIMTUDAGINN 3. MAÍ, 1951 5 /ililSAH/iL rVENNA Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON MERKISKONA NÍRÆÐ Á sunnudaginn þann 22. apríl ■síðastliðinn átti frú Kristín Josephson, sem búsett er í bæn- um Watertown í South Dakota ríkinu, níræðisafmæli. Hún er lesendum Lögbergs að góðu kunn, því hún hefir auðgað blaðið með fögrum ritgerðum og endurminningum í meira en þrjátíu ár. Frú Kristín er ættuð úr Hörgárdal í Eyjafjarðarsýslu. Meðal ritgerða hennar, er vöktu athygli, eigi aðeins hér vestra heldur og á Islandi voru „Minn- ingar frá M ö ð r u vö 11 u m “. Skömmu eftir að sú ritgerð barst til íslands skrifaði Dr. Guðmundur Finnbogason nú- verandi ritstjóra Lögbergs og bað hann, ef unnt væri, að veita sér nokkurar upplýsingar um höfund ritgerðarinnar, er vegna efnis og stíls hefði sérstætt menningarsögulegt gildi. Frú Kristín fluttist hingað til lands árið 1883 og settist að í Marshall, Minnesota og þar gift- ist hún Leifi Josephson. Fyrir sextíu og tveimur árum fluttust þau hjónin til Watertown þar sem Kristín enn á heima. Húri á einn son, Robert, sem búsettur er að Sioux Falls, og dóttur, Mrs. Walter Neering að Eau Claire, Wisconsin. Systir henn- ar er Mrs. Lillian Gilliland, bú- sett í Kansas City. Hópur ættingja og vina heim- sóttu frú Kristínu í tilefni af afmælisdeginum og sæmdi hana peninga- og minningagjöfum. Eins og ritgerðir frú Kristínar bera svo glöggt merki, ann hún hugástum íslenzkri bókmenn- ingu. Hún ritar fagurt mál og er auðug af göfugum hugsunum. Hún er trúrækin kona, er unn- ið hefir dyggilega fyrir kirkju sína, The First Church of Christ Scientist og á afmæl- isdaginn heimsótti hana hópur úr söfnuðinum, er færði henni hin fegurstu blóm. Kvennasíða Lögbergs biður frú Kristínu guðsblessunar og þakkar henni þann fagra skerf, er hún hefir lagt blaðinu til á undanförnum áratugum. ♦ -f ♦ -f KONUR MEÐ VÆNGI Alþjóðlegl flugfélag kvenna stofnað. Flugkonum víðsvegar um heiminn hefir verið boðið að ganga í félag amerískra flug- kvenna — en félagið heitir „Níutíu og níu“. Heitir það svo af því að það voru níutíu og níu konur, sem stofnuðu það. Er nú ætlunin að stofnunin verði al- þjóðafélag og er búist við, að því verði komið í kring á 21. árs- þingi þess. Samþykkt um þetta var gerð nýlega á fundi félagsins og er svo til ætlast að konur sem flug- leyfi hafa, hverrar þjóðar sem þær eru, geti orðið deild í stofn- uninni, ef þær eru 5 að tölu. Slíkir fimm-kvennaflokkar geta þá sótt um þátttöku til stofnun- arinnar, sem hefir aðalstöðvar í Washington. Stofnunin hefir nú þegar félagsmenn í Hawaii, K a n a d a, Englandi, Brasilíu, Venezúela, Frakklandi, Puerto Kico og Suður-Afríku. Félagið „Níutíu og niu“ gengst fyrir flugkeppni tvisvar á ári hverju og eru það vitanlega konur sem fljúga. Önnur keppn- in er hraðflug. Hefst flugið í Kanada en því lýkur í Banda- ríkjunum. Hin keppnin er lang- flug þvert yfir Bandaríkin. Geta allar flugkonur, sem stjórna flugvélum, er ekki hafa meira en 300 hestöfl, tekið þátt í þess- um flugkeppnum. Þegar keppni- flugin eru um garð gengin eru haldnar flugsýningar, fluglistir sýndar og fallhlífarstökk og eru það félagskonur úr Níutíu og níu, sem það gera. Ungfrú Betty Haas vann hrað flugið 1950 (International Air Derby). Flaug hún frá Montreal i Kanada til West Palm Beach f Florida. Hún flaug 2.360 km. ® 10 klst. 43 mín. og 42 sek. Flug- yélin var Ryan Navion-vél frá árinu 1948. Langflugið unnu þær Jean Karker og Boots Seymour (flugu fré San Diego í Kaliforníu til ^reenville í Suður Karólína á klst. og 1 mín. Þær flugu 3,936 km.) og var flugvél þeirra einna minnst af 50 vélum, sem tóku þátt í fluginu. Það var ör- smá Taylorcraft-vél, sem hafði ehki fuu gQ hestöfl. flér um bil 10.000 konur hafa venð félagsmenn Níutíu og níu, rá stofnun þess 1929. Fyrsti for- fnaður var hin fræga flugkona Amelia Earhart. Hafa félags- onur stofnað sjóð í minningu ennar, sem á að veita náms- ^tyrk þeim konum, sem vilja fullkomna sig í fluglistinni. — nnars er tilgangur stofnunar- innar að efla vináttubönd flug- kvenna, styðja framsókn þeirra á öllum sviðum flugmála og „veita hjálp í viðlögum, þegar um eldsvoða, flóð, hungursneyð eða styrjöld er að ræða“. ---☆---- HEILLARÁÐ Handsápa er bezta ráð til þess að ná burtu kakó og súkkulaði- blettum. Bletturinn er nuddaður Imeð handsápu og handsáapan látin þorna vel inn í blettinn. Þá er hið blettaða stykki skolað úr hreinu vatni og á bletturinn þá að vera horfinn. ☆ Vínblettir þykja erfiðir viður- eignar. Slæmt er að fá slíka bletti í góð föt, og það er þeim sem flíkina ber til mestu skap- raunar, og sá, sem er svo ó- heppinn að verða slíks vald- andi, á ekki upp á háborðið á eftir. Talið er, að þegar slíkt óhapp kemur fyrir, sé það gott ráð að láta ísmola í hreina, hvíta léreftsrýju og nudda þessu strax um blettinn. ☆ Líma má gler og postulín með safa af hvítlauk. Laukurinn er rifinn niður í glerskál og safinn notaður til að líma með. Sé það gert með gætni getur það tekist svo vel að varla sé sýnilegt. —VISIR ---☆---- Fyrir nokkru hélt Bing Crosby söngvari og kvikmynda- leikari upp á 20 ára afmæli sitt pem kvikmyndaleikari. Við það tækifæri bárust honum kveðjur og gjafir víða að úr heiminum og þar á meðal frá íslenzkum aðdáanda — Halla Guðmunds- dóttir frá Hafnarfirði, sem er gift kvikmyndatökumanninum Hal Linker, færði honum að gjöf hvítt íslenzkt gæruskinn. Bing þakkaði gjöfina og kvaðst ætla að setja gæruskinnið í stofu hjá sér á sveitasetri sínu. Bing sagð- jst einnig myndi reyna að koma því svo fyrir, að hann kæmi við á íslandi næst er hann ferðaðist til Evrópu. Kona (við lækni, sem hefir fallist á að stunda kjölturakk- ann hennar): „Og ef þér komist að raun um, að þér getið ekki læknað hann, viljið þér þá losa hann við þján- ingarnar og stytta honum aldur, — auðvitað verðið þér að senda mér reikning eins og fyrir venjulegan sjúkling". THE ROYAL MAUNDY SERVICE AT WESTMINSTER ABBEY His Majesty the King, accompanied by Her Majesty the Queen and Her Royal Highness the Princess Mar- garet recently attended Westminster Abbey for the Royal Maundy Service. His Majesty the King distributed the Róyal Maundy Money, (Royal Maundy Alms) to old people, a royal charity which dates back over 600 years. This picture shows their Majesties holding their traditional posies passing through the lines of King’s Scholars of West- minster School after the service. In the foreground is Canon Don, the Dean of Westminster. Félag kjötiðnaðarmanna ætlar að efna til nómskeiðs í kjötiðnaði Viðskiptasamn- ingur íslendinga og Dana Hinn 21. þ. m. var í Reykja- vík undirritað samkomulag um vöruskipti milli Islands og Dan- merkur á tímabilinu frá 15. marz 1951 til 14. marz 1952. Samkvæmt samkomulagi þessu munu dönsk stjórnarvöld veita innflutningsleyfi fyrir 20.000 tunnum af saltsíld, þar með talin kryddsíld og sykur- söltuð síld, 500 smálestum af paltfiski, niðursoðnum sjávar- afurðum fyrir 200.000 danskar krónur, og öðrum íslenzkum af- urðum, og íslenzk stjórnarvöld munu heimila innflutning frá Danmörku á sama hátt og áður hefir tíðkazt, að svo miklu leyti, sem gjaldeyrisástand landsins leyfir. Auk þess munu íslenzk stjórnarvöld leyfa útflutning til Danmerkur á ákveðnum hundr- aðshlutum af síldarlýsis- og síld- armjölsframleiðslu íslands á samningstímabilinu. Auknar vinsældir íslenzkra fræða við erlenda hóskóla Alexander Jóhannesson segir frá rektorsfundi Fyrir hálfum mánuði fór próf. Alexander Jóhannesson háskólarektor flugleiðis til Svíþjóðar, til þess að sitja þar fund háskólarektora Norðurlanda. — Fundurinn var hald- inn 16.—17. marz s.l. Er það annar fundurinn 1 sinni röð. Áður var slíkur fundur haldinn í Höfn á árinu 1948. Næsta fund háskólarektoranna er ákveðið að halda skuli í Osló eftir 2%—3 ár. Samvinna háskólanna. Fundarefnið var að ræða um sameiginleg áhugamál háskól- anna, svo sem samvinnu þeirra í milli t. d. skipti á kennurum og stúdentum. — Kennaraskipti á milli háskólanna hafa aðallega verið þannig að prófessorar hafa heimsótt aðra háskóla, og hald- ið þar gestafyrirlestra. Minna hefir verið um hitt, að þeir hafi tekið að sér kennslu í öðrum háskólum, mánuðum saman, eða yfir heil missiri. Stúdentaskipt- unum er þannig hagað, að þeg- ar stúdentar koma frá öðrum háskólum, og hljóta styrk þar sem þeir eru gestir, veitir há- skóli heimaþjóðar .þeirra sams- konar styrk stúdentum,‘er koriia frá sama landi til náms. ís- lenzka ríkisstjórnin hefir t. d. undanfarin 2 ár veitt 5 erlend- um stúdentum 8 þús. kr. styrk hverjum, sem nema íslenzk fræði hér við háskólann, á tíma- bilinu frá október til maí. Þessir stúdentar hafa hingað til aðal- lega komið frá norrænu háskól- unum. En í framtíðinni er ætl- ast til, að stúdentar frá öðrum háskólum komi líka til greina til styrkveitinga hér. En auk stúdenta frá Noregi, Svíþjóð og Danmörku, sem hér eru, hafá líka verið hér tveir enskir stú- dentar. Allir þessir menn læra ís- lenzku til fullnustu. Enda eru valdir hingað stúdentar þeir, sem hafa numið töluvert í mál- dnu áður en þeir koma hingað. Mjög er það mikils vert fyrir íslenzk fræði, að erlendir stú- dentar fái aðstöðu til að læra hér íslenzka tungu og kynnast íslenzku þjóðlífi. Ánægjuleg kynni. Á þessum rektorafundi var rætt um það, hvaða reglum eigi að fylgja við embættisveitingar við háskólana, um doktorsvarn- ir, um lektora o. fl. Það er mjög ánægjulegt, sagði prófessor Alexander, að fá tækifæri til að kynnast ölluiri þessum háskólarektorum og mikils vert er það vegna náinn- ar samvinnu milli norrænna há- Fataverksmiðjan Hekla á Akureyri færir út kvíarnar Yfir fimmtíu manns starfa nú við fataverksmiðjuna Heklu á Akureyri, sem er eign Sambands íslenzkra sam- vinnufélaga. Hefir verksmiðjan nýlega bætt við nýrri deild, sem framleiðir vinnuföt; ennfremur var síðastliðið sumar tekin upp sú nýbreytni að vefa silki hér á landi. Hefir þegar sparast töluverður gjaldeyrir við það, að flutt er inn garn í staðinn fyrir fullofinn dúk. Gerðar verða tilraunir með bakteríudrepandi geisla á frosið kjöt. Félag íslenzkra kjötiðnaðar- manna hélt aðalfund sinn 26. f e b r ú a r síðastliðinn. Stjórnin var öll endurkosin, en hana skipa: Arnór Ein- arsson formaður, Sig. H. Ólafsson ritari og Helgi Guð- jónsson gjaldkeri. Stjórn F.I.K. hefir unnið að því undanfarna m á n u ð i að reyna að útvega hingað til lands kennara í kjötiðnaði, til þess að halda hér nám- skeið fyrir kjötiðnaðarmenn. Nú hefir félaginu borizt til- boð frá Teknologisk Institut í Kaupmannahöfn, um tvö námskeið, annað fyrir kjöt- iðnaðarmenn og hitt fyrir slátrara. Nú er kjötiðnaðarmenn eru loks að ná því langþráða marki, að hljóta réttindi sem aðrir iðnaðarmenn, þá eru slík nám- skeið mjög heppileg til þess að samræma og mynda frumdrætti að framtíðarkennslu nemenda í kjötiðnaði. Samþykkt var á aðalfundin- um tillaga um tilraunanefnd F.I.K. Tilgangur með stofnun þessarar nefndar er að taka til meðferðar tillögur til bóta um meðferð og framleiðslu slátur- fjárafurða. Fyrsta verkefni nefndarinnar verður að athuga og gera tilraunir með bakteríu- drepandi geisla, hver áhrif þeirra verða á frosið kjöt, sem tekið verður til meyrnunar. Ef þessi tilraun heppnast, þá ætti ekki að þurfa að sjóða kjöt af fullorðnu nema ca. helming þess tíma, sem nú þarf. Mörg verk- efni bíða nefndarinnar, svo sem að fylgjast með öllum nýjungum á sviði kjötiðnaðar erlendis og á hvern hátt við getum notað okk- ur þær til framfara í kjötiðnað- inum og jafnvel til útflutnings á fullunnum vörum. Að sjálf- sögðu mun nefndin leita til ým- issa sérfræðinga, bæði um tillög- ur og rannsóknir. Ennfremur til eigenda atvinnutækjanna, um húsnæði og efni. I tilraunanefnd F.Í.K. voru þessir kosnir: Sig. H. Ólafsson, Helgi Guðjónsson og Stefán Bjarnason. —Alþbl. 29. marz Framleiðsla Heklu var á síð- astliðnu ári sem hér segir: 19.775 stk. prjónafatnaður á börn og fullorðna (peysur jakk- ar og vesti). 33.719 pör sokkar og leistar. 6000 sett fivenundir- föt og náttkjólar. 4386 stk. vinnuföt. Vinnufataverksmiðjan tók þó ekki til starfa fyrr en í október- mánuði, svo að afkastageta hennar er miklu meiri en farm- leiðslan 1950 gefur til kynna. Standa vonir til þess, að þessi verksmiðja geti bætt úr hinum mikla skorti, sem verið hefir á vinnufötum úti um land undan- farin ár. Framleiðir verksmiðj- an flestar tegundir vinnufatnað- ar, svo sem samfestinga, jakka, strengbuxur og smekkbuxur. Prjónadeild Heklu mun vera fullkomnasta og stærsta prjóna- verksmiðja landsins. Vinnur verksmiðjan aðallega úr ís- lenzku ullargarni, en einnig úr erlendu garni, þegar það hefir fengizt. Kvenundirfatadeildin var að- eins starfrækt lítinn hluta síð- astliðins árs vegna skorts á efni, svo að afkastageta hennar er einnig meiri en tölurnar gefa í pkyn. I sambandi við þessa deild tók til starfa í júlímánuði í fyrra silki-iðnaður, sem er nýjung hér á landi. Rayongarnið er flutt inn á spólum, ofið í silkideild- inni, en dúkurinn síðan þveg- inn, litaður og pressaður í Gefj- unni. Með því að kaupa aðeins rayongarnið erlendis, hefir spar- azt töluverður gjaldeyrir. Starfsfólk Heklu er samtals 54 og greidd vinnulaun á síðast liðnu ári námu yfir 700.000 kr. —Alþbl. 22. marz skóla, að slíkum fundum verði haldið áfram. Fyrirlestrar um uppruna tungumála. Er mótinu var lokið hélt Upp- sala-háskóli glæsilega veizlu og bauð þangMf m. a. sendiherrum Norðurlandanna í Stokkhólmf og öðru stórmenni. Fyrirlestur flutti ég um rann- sóknir mínar um uppruna tungu' málanna, bæði í Stokkhólmi og! í Uppsölum. Að afloknum fyrir- lestrinum í Stokkhólmi bauð stjórn félagsins „Samfundet Sverige-Island“ mér til kvöld- rverðar, en í Uppsölum sat ég boð að enduðum fyrirlestrinum,' hjá „Islanska Selskapet“. Félög er rækja íslandskynni. Mér var mikil ánægja að því að kynnast helztu mönnum, sem standa að þessum tveimur fé- lögum í Stokkhólmi og í Upp- sölum, er vinna að menningar- sambandi milli sænsku og ís- lenzku þjóðarinnar. — Formað- urinn í Stokkhólmi er prófessor Sven Tunberg. Hann hefir verið háskólarektor í Stokkhólmi í 27 ár. Var alltaf endurkosinn. En lætur nú af störfum. Félag þetta var sem kunnugt er stofn- að 1930 rétt eftir Alþingishátíð- ina. Aðalhvatamaður að stofn- un þess var prófessor Elias Wessén. Hann er prófessor í nor- rænum fræðum við Stokkhólms háskóla. I félagi þessu munu nú verri nokkuð á annað hundrað manns. Hefir þetta félag gefið út nokkur rit varðandi íslenzkt mál, t. d. bréf Uno von Troil og Stokk-' hólmsrellu Hannesar biskups Finnssonar, en svo nefndi hanri þessa ferðasögu sína. I Uppsalafélaginu er líka á annað hundrað manns. Formað- ur þess er Jöran Sahlgren pró- fessor í norrænum fræðum við háskólann þar. Margt ágætis- fnanna er í báðum þessum fé- lögum. Uppsalafélagið er farið að gefa út rit. Er fyrsta rit þess fyrirlestur sá, er prófessor Ein- ar Ólafur Sveinsson flutti í Upp- sölum í fyrra um Njálu. Við háskólann í Uppsölum starfar nú í vetur sem lektor, ungur íslenzkur fræðimaður, Jón Aðalsteinn Jónsson, við góð- an orðstír. Væri mjög æskilegt að hann gæti haldið áfram kennslustörfum þarna, en óvíst er um fjárveitingu til þess frá Svía hálfu. Okkur er það ákaf- lega mikils virði að geta fengið íslenzka fræðimenn til kennslu við erlenda háskóla. Er mikill áhugi á því við háskólann í Bergen að fá Islending til kennslu þangað. Við Edinborgarháskóla starf-' ar nú sem kunnugt er íslenzkur fræðimaður, Hermann Pálsson.1 Og bráðlega verður skipaður ís- lendingur í nýja kennarastólinn við Manitobaháskóla í Winni- peg. Vestur-lslendingar hafa nú safnað 150 þú^. dollurum tiL kennarastólsins og uppfyllt þau' skilyrði, sem í upphafi voru sett til þess, að kennarastóllinn yrði stofnaður. Ég vil að endingu geta þess í /sambandi við för mína til Sví- þjóðar, sagði prófessor Alex- ander, að Helgi P. Briem, sendi- herra, greiddi götu mína þar á ,alla lund. Fékk ég tækifæri til að kynnast því, að hann er mik- ilsmetinn maður og vinsæll ímeðal Svía. —Mbl. 23. marz

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.