Lögberg - 03.05.1951, Blaðsíða 4

Lögberg - 03.05.1951, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 3. MAÍ, 1951 lögtwrg Gefið út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA Utanáskrift ritstjðrans: BDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MAN. PHONE 21 804 Rritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Verð $5.00 um árið—Borgist fyrirfram The "Lögberg” is printed and published by The Columbia Press Ltd. 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada. Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa Dregur sig í hBé af vettvangi stjórnmála Frá því hefir stuttlega verið áður skýrt, að Ralph Maybank, sambandsþingmaður fyrir Mið-Winnipeg- kjördæmið hið syðra, hefði horifð að því ráði, að draga sig í hlé af vettvangi stjórnmálanna, og nú hefir hann eftir nálega sextán ára setu á þingi lagt niður þing- mensku; þykir nú sýnt að hann verði áður en langt um líður, skipaður dómari í konungsrétti Manitobafylkis. Mr. Maybank á langan og merkan starfsferil að baki; hann var alinn upp við fátækt og ruddi sér af sjálfsdáðum braut til æðri menta; samtímis skólagöngu sinni stundaði hann járnbrautarstörf, gerðist félagi í samtökum járnbrautarþjóna og nýtur þeirra réttinda enn. Þegar að loknu námi í lögvísi, setti Mr. Maybank á fót málaflutninsskrifstofu hér í borginni, er brátt hlaut mikla aðsókn; reyndist hann um alt hinn ábyggi- legasti málaflutningsmaður, hollráður og réttvís; hann hefir alla jafna verið eljumaður hinn mesti, og tíðum staðið í brjóstfylkingu, þar sem mest reyndi á. Snemma beindist hugur Mr. Maybanks að þátt- töku í meðferð opinberra mála; hann var kosinn í bæj- arstjórn í Winnipeg, og ennfremur á fylkisþingið í Manitoba; þótti hann á báðum stöðum hinn liðtækasti maður; en eigi leið á löngu að hann kysi sér víðara verksvið, og að hann væri því í öllu vaxinn, hefir hinn langi og glæsilegi þingferill hans í Ottawa leitt svo af- dráttarlaust í ljós, að ekki orkar tvímæla. Mr. Maybank er rökfastur ræðumaður og sann- færandi; hann berst ekki mikið á, en hugsar ráð sitt því betur; mun það mála sannast, að störf hans í sam- bandsþingi hafi skipað honum í sveit hinna allra nýt- ustu þingmanna úr Vesturlandinu í samtíð okkar. Lengi vel var þess vænst, að Mr. Maybank yrði hafinn til ráðherratignar, hvort sem honum var það nokkurn tíma kappsmál eða ekki, en þetta fór á annan veg; hann varð ekki ráðherra, en hann varð merkur stjórnmálamaður engu að síður, er lengi mun verða minst. Blaðið Saturdey Night flutti nýverið ágæta grein um Mr. Maybank og starfsemi hans í þágu opinberra mála, þar sem réttilega er á það bent, hve hann, og þá vitaskuld margir aðrir þingmenn, er langvistum dvelja frá heimilum sínum, fórna miklu fyrir hugsjónir sínar og almenningsheill; áminst blað ber Mr. May- bank fyrir því, að dvalarár sín í Ottawa, hafi hann í rauninni verið aðeins hálfur eiginmaður og hálfur faðir; „og nú vil ég ekki undir neinum kringumstæð- um“, sagði Mr. Maybank, „neita mér um þá hamingju, sem því er samfara, að njóta heimilislífsins í þess sönn- ustu og fegurstu mynd“. Mr. Maybank hefir alla jafna fylgt drengilega Liberal stjórnmálastefnunni að málum, eigi aðeins í orði, heldur og engu síður á borði; hann hefir ekki vilj- að sætta sig við það, að sú stjórnmálastefna kafnaði undir nafni, og í því efni var engra hrossakaupa af hans hálfu að vænta. Mr. Maybank hverfur með góðan orðstír af þingi, og á nú stærri hóp aðdáenda en nokkru sinni fyr; eftir- maður hans fyrir hið fjölmenna kjördæmi, er hann nú hefir kvatt, verður vandfundinn, þó vonandi sé að sæmi- lega takist til um valið. Harður í horn að taka Truman forseti lagði fram í þjóðþingi Bandaríkj- anna á mánudaginn hið umfangsmesta fjárlagafrum- varp, er um getur í sögu þjóðarinnar, þar sem gert er ráð fyrir yfir 60 biljón dollara útgjöldum til hervarna, eigi aðeins heima fyrir, heldur og til fulltingis við þær þjóðir, er standa í varnarsambandi við Bandaríkin. „Nú er svo komið“, sagði Mr. Truman í ávarpi sínu til þingsins, „að forráöamenn Rússa sýnast þess albúnir, að hleypa þriðja heimsstríðinu af stokkunum, og komi til þess, hvílir sú skylda á lýðræðisþjóðunum að fylkja einhuga liði og ráðast að uppsprettum of- beldisaflanna án hiks eða efa. Ég er ekki í neinum vafa um það, að hið eina, er halda mætti yfirgangsöflum rússneskra kommúnista í skefjum, séu svo samfeldar og ramgerðar vígvarnir hinna frelsisunnandi þjóða, að á þá renni tvær grímur, áður en þeir treystist til að steypa gervöllum heimi út í þriðja blóðbaðið, er hlyti að koma þeim sjálfum óþyrmilega í koll; allar deildir herþjónustunnar verður að styrkja til muna; okkar eigið öryggi, er óaðskiljanlegt frá öryggi sambands- þjóða okkar, því í þeim efnum skiptist ábyrgðin Jafnt niður á alla“. Áminstu fjárlagafrumvarpi og ummælum Mr. Tru- mans, er fylgdu því úr hlaði, var tekið með mikilli al- vöru af þingheimi án tillits til flokka. íslenzkir bændur vestra jafn þjóðlegir og heima Segir PÁLL KOLKA úr vesturför Á síðastliðnu hausti fór Páll Kolka héraðslæknir á Blöndu- ósi til Vesturheims. Fór hann þangað á vegum Þjóðræknis- félagsins. — Hann - er nýlega kominn heim úr þessari ferð. Fyrstu mánuðina eftir að hann kom vestur flutti hann fyrir- lestra og sagði fréttir héðan af Islandi á tuttugu stöðum fyrir vestur-íslenzkt fólk og sýndi skuggamyndir er hann fékk að láni frá Fræðslumálaskrifstof- unni. Kynntist Vesiur-íslendingum rækilega. Víðast hvar fór Kolka hægt yfir í íslendingabygðum og gerði sér far um að kynnast högum tnanna og hugsunarhætti. Eftir þessa ferð mun hann vera einn af fróðustu mönnum hér á landi um hagi Vestur-fslendinga og hinna vestur-íslenzku bygða. Hann lætur ákaflega vel yfir þeim rausnarlegu móttökum, sem hann hvarvetna fékk á ferð um sínum. Segir að allir fs— lendingar, sem hann hitti, hafi borið hann á höndum sér. í s.tuttu viðtali, sem hann hefir átt við Morgunblaðið komst hann m. a. að orði á þessa leið: Páll V. G. Kolka New York og mætti þar sem fulltrúi Læknafélags íslands. Myndarleg elliheimili. Mjög var Kolka hrifinn af elli- heimilum þeim, sem V.-íslend- ingar hafa komið upp. Þau eru nú orðin fjögur. Hið elzta þeirra er á Gimli, er dr. Brandur Brandsson átti mikinn þátt í að stofna. Annað er á Mountain í Norður-Dakota og tvö eru vest- ur á Kyrrahafsströnd, annað í Vancouver og hitt í Blaine. f Vancouver var keypt mikil höll, sem áður var í eigu ríks timburkaupmanns, og nú var of stór, til að hægt væri að eiga hana sem einkabústað. Höllin kostaði 30 þús. dali, og er að vísu ekki eins hentug fyrir elli- heimili, eins og hinar bygging- arnar, sem bygðar hafa verið til þeirrar notkunar. Hin nýju elli- heimili í Mountain og í Blaine kostuðu um 100 þús. dali hvort. Mjög var fróðlegt og ánægju- legt að hitta hið gamla fólk, sem þar dvelur, og segja því frá ís- landi, sýna þeim myndir og rabba við það um liðna tíma, bæði vestra og hérlendis. Tillögur um framtíðarstarf. Nokkru áður en aðalfundur Þjóðræknisfélagsins var hald- inn í Winnipeg í febrúarmánuði, isamdi Kolka ýtarlega skýrslu um ferð sína, sem lögð var fyrir þennan fund. Þar lýsti hann á ýmsan hátt þeim kynnum, sem hann fékk af Vestur-íslending- um, og gerði ákveðnar uppá- stungur um það, hvernig félagið mundi geta aukið og eflt starf- semi sína í framtíðinni. Skýrsla þessi var lögð fyrir þingið og var gerður að henni góður rómur. —Mbl. 5. apríl Þýzk-íslenzkt fyrirtæki stofnað hér með 10 milljóna hlutafé? Sagt er að það eigi að vinna aluminium, járn og önnur verð- mæt efni í sambandi við sements vinnsluna. DAGUR á Akureyri hefir það eftir þýzka blaðinu „Der Kurier“, að stofnað hafi ver- ið í Reykjavík þýzk-íslenzkt fyrirtæki, er nefnist Vulcan h.f., og sé tilgangur þess að vinna aluminium, járn og önnur verðmæt efni í sam- bandi við sementsvinnslu hér á landi. Sé hlutafé fyrir- tækisins hvorki meira né minna en 10 milljónir króna. Þá er frá því skýrt, að iðnað- ur Vestur-Berlínar muni af- greiða vélar til fyrirtækisins, og ennfremur að Zentralbankinn í Berlín sé fyrirtækinu hliðholl- ur, svo og utanríkisviðskipta- deild borgarstjórnarinnar og viðkomandi ráðuneyti í þýzku •sambandsst j óminni. Þetta munu fyrstu upplýsing- arnar, sem hingað berast um þetta milljóna fyrirtæki, því ekki hefir enn verið opinberlega skýrt frá því, að Vulcan h.f. hafi verið stofnað eða hverjir standi að ÞV1' —Alþbl. 29. marz FRÉTTABRÉF ÚR HÚNAÞINGI: Endurbygging rafstöðvarinnar við Sauðanes hefst í sumar Þar má fá allt að tvö þúsund ha. raforku. Haglaust í mörgum sveitum héraðsins síðan um hátíðir. í.slenzkari en heima. Mörg atvik í heimsóknum Imínum og viðræðum við Vestur íslendinga verða mér ógleyman- leg. Ekki síst að finna hve heim- þráin er ákaflega sterk í fólki, sem í áratugi hefir lifað í Vest- urheimi. Margt íslenzkt fólk lagði á sig mikið erfiði og lang- ar ferðir til þess að hafa tal af ímér, og heyra frá hverju ég hafði að segja. Þegar það byrj- aði að tala um ísland, og minn- ingarnar héðan, getur það lagt, saman nótt og dag. Stöku menn hitti ég sem hugsa til þess í al- vöru að flytja hingað heim á gamalsaldri og bera beinin hér heima, jafnvel þó þeir séu fædd- ir vestan hafs. En t. d. á Nýja- íslandi í Manitoba voru þeir menn er fæddust þar af íslenzk- um ættum á fyrstu áratugum Islandsbyggðarinnar að sumu leyti íslenzkari og þjóðlegri 1 háttum og hugsunarhætti held- ur en almennt gerist hér heima nú. í sumum þessum sveitum hef- ir Islendingum fremur fækkað á síðustu árum. Allmargir bændur, sem hagnast hafa á bú- skapnum, hafa flutt búferlum, ýmist til nálægra borga, eða alla leið vestur á Kyrrahafsströnd. En sumir þeir, sem eftir eru í sveitunum tala hreinni íslenzku, heldur en gerist hér á landi nú. Aftur á móti á íslenzkan erfið- ara uppdráttar í borgunum, jafn vel í Winnipeg, þar sem er fjöl- mennust nýlenda íslendinga. Margir framúrskarandi dugnaðarmenn. Kolka lét mjög vel yfir því, og hafði frá mörgu að segja um athafnasama ráðdeildarmenn ís- lenzka, sem mjög vel hafa kom- ist áfram þar vestra, bæði í byggð og í borg. Kynntist hann allmörgum þeirra og dáðist að hagsýni þeirra og framtaki. Kolka notaði tækifærið í þess- ari ferð til að kynna sér ýmis- legt er að nýjustu læknisaðferð- um og aðgerðum lýtur. Hann heimsótti hina miklu Mayo Clinic og Winnipeg Clinic, en hún er ein fjórða læknastofn- un Ameríku að stærð. Þar vinna 60 læknar. Stofnandi hennar og aðallæknirinn er dr. Thorlak- son. Kolka fór með dr. Thorlakson á alþjóða skurðlækningaþing í Cleveland í Ohio, og var dr. Thorlakson einn þeirra manna, er fyrirlestur hélt á því alþjóða þingi. Hann er einn þekktasti læknir í Vestur-Canada. Kolka var einnig á alþjóða- sambandsþingi læknafélaga í Blönduósi, 21. marz. Þessi vetur hefir verið sá harðasti, sem komið hefir hér um þrjátíu ára skeið. Þó hefir fannfergi ekki verið hér mikið í lágsveitunum, og hvergi svo mikið sem er á Norð- austurlandi og Austfjörðum. Enda munu slík fannþyngsli, sem þar eru nú, ekki hafa þekkst á landi hér síðan 1920. Það sem mest veldur um harðindi vetrar- ins hér um slóðir, er óstillt tíð, áfreðar og ísalög, svo haglaust hefir verið í mörgum sveitum héraðsins síðan um hátíðar. Hagi hefir þó alltaf haldist nokkur í Þingi og vesturhluta Ásanna. Hefir fjöldi hrossa úr öðrum sveitum verið rekinn þangað til hagagöngu. Má mest óttast að örtröð verði, þó ekki spillist hagi vegna snjóa eða ísalaga. 1 austurhluta héraðsins — Dfllunum — eru fannþyngsli orðin mikil og nær hvergi til jarðar, svo sem í Laxárdal, Norðurárdal og nokkrum hluta Langadals. I þeim sveitum hefir allur fénaður verið á innistöðu- gjöf síðan fyrrihluta janúar, nema harðgerðustu hross, er rekin hafa verið burt á haga. Líkt þessu er ástatt í Vestur- Húnavatnssýslu. Þar hafa víð- ast verið jarðbönn vegna áfreða síðan um áramót. — Eitthvað var rekið af hrossum úr Mið- firði suður í Borgarfjörð. Varla hríðarlaus dagur í marz. Það sem af er þessum mán- uði hefir varla komið hríðarlaus dagur hér í austurhluta héraðs- ins og marga daga verið stór- hríðar. Hefir fönnina drifið í stórfenni, en rifið niður í skamm degisgaddinn á milli. Samgöngur hafa verið erfiðar, en þó hafa aðalflutningaleiðir ekki teppst svo lengi, að mikill bagi hafi að orðið. Hefir mikið hjarn og ísalög nokkuð létt und- ir. Þar sem ófært reyndist að halda leiðum opnum með mokstri, var tekið það ráð að þjappa snjóinn, og hefir þannig myndast allt að tveggja metra þykkt hjarnlag á vegunum, þar sem fannalög eru mest. Hefir bifreiðum einnig verið ekið á ís um ár og vötn, því að svo er ísinn þykkur, að hættulaust er þyngstu farartækjum. Breyting um páskana? Allir óska bata, og margir eiga hans von nú úr páskum, því svo hefir oft reynzt, að tíðarfar breyttist á annan hvorn veginn með svokölluðum páskastraum- um. 1 Húnavatnssýslu var síðasta sumar mjög hagstætt og voru því víðast mikil og góð hey. Mátti líka telja ásetning í betra lagi. En við ásetning að hausti er þeim mikla hrossafjölda, sem nú er orðinn á flestum bæjum, aldrei ætlað nóg fóður til inni- stöðugjafar mestan hluta vetrar og fram á vor, svo sem fyrir get- ur komið. Því er það, að haldist nú harðindi á vor fram, má bú- ast við að bústofninum verði ekki bjargað, nema með mikilli matargjöf. Atvinnumál og framkvæmdir. Tilfinnanlegt atvinnuleysi hef ir verið hér í kauptúninu í vetur. Byggingaframkvæmdir í kaup- túninu voru með minna móti s.l. sumar og því litla atvinnu við þær að hafa. Bátar þeir, sem gerðir eru út í Höfðakaupstað hafa sáralítið aflað. Er um hvort tveggja að ræða, ógæftir og fisk- leysi. Enda telja sjómenn, að ekki þurfi að vænta fiskigöngu í Flóann, meðan ótíðin helzt. Útlit er fyrir, að bygginga- framkvæmdir í héraðinu verði mun minni næsta sumar en und- anfarin ár. Samdráttur verður einnig töluverður í vega- og brúagerð á vegum ríkis og sýslu. Af væntanlegum framkvæmd- um er helzt að geta endurbygg- ingar Rafstöðvarinnar við Sauða nes. Rafstöðin, sem er vatnsafls- stöð, var byggð 1933 og er því átján ára gömul. Vélar stöðvar- innar, túrbína og rafall, voru keyptar frá Noregi, þá tólf ára gamlar. Er eðlilegt að þær séu farnar að slitna, enda bilanir farnar að koma í ljós, svo að ekki má á þær treysta lengur. Stöð- inni var upphaflega ætlað að framleiða 240 kw. og var það á þeim tíma nægilegt fyrir Blöndu ósskauptún og þá tvo sveitabæi, sem fá afl frá stöðinni. Rafstöðin verður endurbyggð. En um mörg ár hefir verið bagalegur rafmagnsskortur og það þrátt fyrir meira álag á stöð- ina, en hún er gerð fyrir og að auki 80 kw. hjálparstöð, er reist Framhald á bls. 8 Atvinnuleysistryggingabækur þarf að endurnýja VINNUVEITENDUR! sendið allar atvinnuleysistrygginga- bækur fyrir 1950—51 og fyrri ár, nú þegartil National Employment skrifstofu þeirrar, sem þér skiptið við, nema slíkt hafi áður verið gert. Þar verður bókunum skipt fyrir nýjar. Áður en þér sendið 1950—51 tryggingabækurnar, gangið úr skugga um dagsetningu merkja til að forðast tvítekningu í nýju bókunum. Endurnýjun bóka er yður mikilvæg, starfsfólki yðar og nefndinni. Bregðist skjótt við. Til hins irygða starfsmanns! — Hafið þér tryggingabók í höndum yðar? Sé svo, þá sendið hana næstu Alþjóðar atvinnuskrifstofu til endurnýjunar. Ef þér sendið bók yðar, þá látið fylgja núverandi heimilisfang, svo unt verði að senda yður nýja bók þegar í stað. UNEMPLOYMENT INSURANCE COMMISSION rfKi ' C. A. L. MURCHISON J. B. BISSON R. J. TALLON fQ CommÍ88ioner Chief Commissioner Comm issioner

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.