Lögberg - 24.05.1951, Blaðsíða 6

Lögberg - 24.05.1951, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 24. MAÍ, 1951 NÓTT OG MORGUN Eftir LYTTON LÁVARÐ .1. J. BILDFELL. þý'Mi Að síðustu staðnæmdist hann við brúna, sem var mikilfengleg með myndastyttur af þeim, sem keipar samtíðarinnar heiðra með nöfnum; þó Zeus og guðum hans sé rutt úr vegi, þá lifir tilbeiðsla á dauðum mönnum til daganna enda; — brúin sem þú ferð yfir, þeg- ar þú gengur frá Royal Teuleries, eða hinar skrautlegu götur fyrir handan Rue de Rivoli, alla leið til Senats, fólksins sem leyst hefir verið úr fjötrum, og hinnar fölnuðu dýrðar Faubourg St. Germain, þar sem að fátækir af- komendur lénsherra-harðstjóranna, sem að stofnun Senatsins velti af stóli búa enn. — Svip- ur af valdinu sem var, skuggi frægra nafna. Enski útlaginn var kominn út á miðja brúna, hann stansaði og leit upp og í kringum sig og minnti staðurinn hann á kveldið eftirminni- lega í Lundúnum þegar að hann stóð vona- og vinalaus og bað þjón föður síns um ölmusu, sem að hann minntist lítillega á í samræðu sinni við Gawtrey, og sem hafði alltaf setið eins og sverðsoddur í huga hans, og komið hon- um til þess að leita á náðir Gawtrey, sem hann þó ekki treysti. Þessir staðir í báðum borgun- um voru ekki ósvipaðir hvor öðrum og mintu hvor á annan: Til að byrja með, þá hafði al- gjört vonleysi um örlög mannanna ríkt í huga Philips — hann hafði kastað frá sér allri trú á handleiðslu guðs — en reiddi sig á sjálfan sig; þegar að hann stóð á fyrri brúnni, þá hafði hann tekið ákvörðun sína; nú stóð hann á þeirri síðari óttasleginn út af afleiðingunum — stóð þar jafn fátækur — jafn fyrirlitlegur — jafn druslulega til fara; en var hann eins dramblátur og einbeittur, var meðvitund hans eins örugg og heiður hans eins hreinn? Honum virtust steinbogarnir og vatnið, sem að undir þeim streymdi fram, taka á sig leyndardómsfyllri mynd og boða sérkennilegri meining en heima átti á hinu ytra svæði veraldarinnar. Stein- bogarnir voru í huga hans, hliðin að lífi hans sjálfs. Hann var í svo þungum hugsunum, sem voru á svo miklum ruglingi og í svo mikilli þoku að hann gat ekki greint í gegnum umrótið, sem í kringum hann var, þann eina ljósglampa sem ef til vill hefði getað verið fyrirboði á endur- vakning sálar hans. — Tveir fótgangandi menn stönsuðu rétt hjá honum. „Þú verður seinn til að taka þátt í umræð- unum“, sagði annar þeirra við hann. „Því stanaðirðu hér?“ „Vinur“, sagði hinn. „Ég fer aldrei fram hjá þessum stað án þess að minnast þess, þegar að ég stóð hér og átti ekki einn eyrir í eigu minni, og sá engin tök á að eignast neinn, og var að hugsa um að enda það allt með því að steypa mér í ána“. „Þú! sem ert nú svo auðugur að fé — mann- virðingu og ert í svo ágætri stöðu — er það mögulegt? H^ernig var það? — Heppni — ó- væntur arfur?“ „Nei: Tíminn, traustið og atorkan — þessir þrír vinir, sem guð hefir gefið fátæklingunum!“ Mennirnir héldu áfram. Philip, sem hafði litið til þeirra, fannst að maðurinn sem síðast talaði, hefði horft á sig alvarlegur, en þó með hýru augnaráði, og þegar að maðurinr* var far- inn hafði hann orðin, sem að hann sagði, upp aftur, og fannst í hjarta sínu að þau væru bending til sín að ofan. Hugarþunganum létti og hugsanir hans skýrðust, eða öllu heldur breyttust í hugrekki og ákvörðun. „Já“, tautaði hann. „Ég skal fara þangað annað kveld, eins og að ég lofaði — og komast að leyndarmáli þessa manns. í van- þekking minni og einstæðingsskap hefi ég látið leiða mig hingað tii út í félagsskap, ef ekki út í ósóma og glæpi, að minnsta kosti út í undan- færslur og svik. Ég verð að vakna af unggæð- ings kæruleysi mínu — af óafskanlegu hirðu- leysi um minn betri mann. Ef Gawtrey er, eins og ég er hræddur um að hann sé, bendlaður við einhver hrakleg og ólögleg ódæði með þessum fyrirlitlega félaga sínum — þá skal ég . . . .“ Hann þagnaði í svip og sagði svo, „jæja, þó þessu sé þannig háttað, þá hefir þessi seki maður fætt mig og klætt! Ég skal“, hugsaði hann — „ég skal krjúpa á kné frammi fyrir .honum og biðja hann að flýja á meðan að tími ) er til, vinna — biðja — svelta — jafnvel deyja, heldur en að tapa þeim rétti að vera maður með mönnum, eða að biðja guð sinn án kinn- roða!“ Eftii' að þessi hugsun hafði liðið um huga hans, fannst honum eins og að hann væri endurreistur til áhrifa og ánægju umhverfis síns; nóttin var horfin úr sál hans — hann dró að sér næturloftið þýtt og hressandi og naut til fulls yndisleikans, sem júnímánuður varpaði yfir láð og lög, og hann leit upp og varð snortinn af fegurð stjarnanna og himin- blámans. Morguninn sameinaðist persónu hans, cg honum fannst að heimurinn, þrátt fyrir all- an sinn mótbyr, vera fagur, og þrátt fyrir allt það illa, sem að í honum væri, þá væri guð góður. Hann hélt áfram — yfir brúna, en fóta- tak hans var nú allt annað -— hann gleymdi tötrunum sem að hann var klæddur í. Hvers vegna átti hann að fyrirverða sig? í þessu ný- fengna öryggisástandi sínu kom hann að hóp ungra manna, sem stóðu fyrir framan eitt af aðalhótelum Parísar sem stendur við hið skraut lega Rue de Rivoli stræti, þar sem að auður- inn og Englendingar búa. Þjónn á hestbaki fór ríðandi upp og ofan strætið með hest í taumi* sem að þessir ungu menn voru að dást að; og .hesturinn var í raun og sannleika óvanalega glæsilegur og verðmætur. Svo að jafnvel Phil- ip, sem að hesta-aðdáunin var rík hjá frá æsku- árum hans, stansaði til að virða hestinn fyrir sér, og á meðan að hann stóð og virti hann fyrir sér barst nafn til eyrna hans sem að hann kannaðist vel við. „Arthur Beaufort er vissulega öfundverð- asti maðurinn í Evrópu". „Já, vissulega“, sagði annar af þessum ungu mönnum; „hann hefir nóga peninga — er fall- egur, sérlega geðprúður, gáfaður og spennir peningum eins og prins“. „Það á enginn eins fallegá hesta og hann!“ „Enginn eins heppinn í peningaspili!“ „AUar fallegustu stúlkurnar elská hann“. „Og enginn nýtur lífsins eins vel og hann. En hérna kemur hann“. Ungur léttstígur maður kom út úr silfur- og gullstássbúð, sem var við hliðina á hótelinu, og kom til þeirra. Philip datt fyrst í hug að þjóta í burtu, en svo áttaði hann sig og steig á bak við súlnaboga, sem var framan við hó- telið, og útlaginn virti erfingjann fyrir sér. Það var enginn samanburður á eðlilegum þroska þessara tveggja ungu manna; því að Philip Morton, þrátt fyrir alla lífserfiðleikana, hafði nú náð vaxtar- og útlitsþroska á óvánalega háu stigi. Hann var breiður um brjóstið, beinvax- inn og djarfmannlegur, hið mjúka samræmi í lengd lima hans blandaðist fagurlega við hreyf- ingar hans og hreysti; og þó að æskublóminn væri farinn að fölna í kinnum hans og drættirn- ir í andlitinu, sem helzt voru ábærilegir, höfðu sett merki sitt á það og bentu til áhyggju og djúprar hugsunar, þá var yfirbragðið gáfulegt og djarflegt um fram aldur, og bar vott um hófsemd og heilsuhreysti, sem allt til samans fullkomnaði heildarsvip hans, sem var göfug- ur og ákveðinn, þó hann væri alvarlegur og karlmannlegur, — mannsbragur, sem að list- málari hefði gjarnan viljað fá að láni, til þess að tákna ungan, Spartverskan hermann, sem er að herklæðast til að taka þátt í sinni fyrstu orustu. — Arthur lágur vexti og grannur, fölur í andliti, sem stafaði að nokkru leyti frá lík- amsbyggingu hans og líka frá sællifnaði hans, var ekki nálægt því eins vel byggður og frændi hans var. Og hvað svo? Allt það sem fullkomn- asti fatnaður getur veitt, fágun þá sem sið- venjur allsnægtanna veita, þessa nafnlausu prýði, sem andinn og venjurnar fága og sem stafa fyrst og fremst frá bókmenntunum og í öðru lagi frá félagslegri umgengni klæddu erf- ingjann því töframagni, sem að náttúrueðlið fær aldrei veitt. Og honum fylgdi glaðværð, andleg bjartsýni og háttsemi sem þeirra er líf- inu unna. „Ó, þetta er heppni! Verið þið allir vel- komnir!“ sagði Arthur Beaufort glaðlega og brosti. „Þið verðið að borða með mér hjá Verey’s. Ég þarf eitthvað sem hressir mig, því að ég fór ekki heim frá safnhúsinu fyrri en klukkan fjögur í morgun“. „En þú vannst“. „Já, Marsden. Svei því! Ég vinn alltaf. Ég gæti þó staðið mig við að tapa. Ég skammast mín fyrir alla þessa vinninga!“ „Það er ekki erfitt að spenna því, sem mað- ur græðir“, sagði Marsden íbygginn; „ég sé sð þú hefir verið inni hjá skrautmuna kaup- manninum. Gjöf handa Cecil? Þú þarft ekki að roðna, minn kæri. Hvers virði er lífið, ef engin er konan?“ „Eða ekkert vín?“ sagði annar. „Eða engin skemtun?“ sagði sá þriðji. „Eða auður?“ sagði sá fjórði. „Og þú nýtur alls þessa! Lukkulegi maður!“ sagði sá fimmti. Útlaginn dró hattinn ofan 4á ennið og gekk í burtu. „Þessi elskulega París“, sagði Beaufort og renndi augunum ósjálfrátt í áttina til Philips. „Elskulega París! Ég verða að nota tímann á meðan að ég er hér! Ég hefi aðeins verið hér í nokkrar vikur, og í næstu viku verð ég að fara“. „Og sussu — heilsa þín er betri: Þú þekkist ekki fyrir sama manninn“. „Þú heldur það virkilega? Ég veit samt ekki: Læknirinn segir að ég verði annað hvort að fara til vatnanna á Þýzkalandi — árstíðin er byrjuð, eða.......“ „Eða hvað?“ „Eða lifa skemur, til að njóta samveru með eins skemmtilegum félögum og þið eruð, minn kæri. En eins og þú segir hvað er lífið án . . . .“ „Kvenfólks!“ „Víns!“ „Gleði!“ „Auðs!“ „Hæ! Hæ! Heilsan má fara í hundana: Ég kæri mig ekkert um hana!“ Og Arthur sté létti- lega á bak hesti sínum og raulaði uppáhalds leikhússlag sitt fyrir munni sér, en undan hóf- um hestsins spýttist blaut moldin á gangandi mann, sem að stóð við krossgötuna. Philip stillti blótsyrðið, sem kom fram á varir hans og horfði á eftir glæsimenninu, sem að flýtti sér áleiðis til Camps Elysee’s, og honum varð litið til myndastyttanna á brúnni og það var eins og huggandi engilrödd hvíslaði að honum: — „Tíminn, trúfestan, atorkan!“ Svipurinn á and- liti hans varð mildari, og þegar að hann hélt áfram göngu sinríi, þá var það með þeim á- setningi, að varpa frá sér þunganum, sem á honum hvíldi frá liðinni tíð, en mæta erfið- leikunum, sem fram undan væru, með ró og hugprýði. Við höfum séð, að efasemd huga hans, eða metnaður, sem ekki var gjörsneiddur göfug- lyndi, kom honum til að hafna þrábeiðni Gaw- trey með að þiggja betri föt en þau, sem að hann sjálfur átti, sama tilfinningin kom honum til þess, að hafna öllu góðgæti í mataræði, sem Gawtrey var sífellt að halda að honum. Því, sa einkennilegi maður, sem átti yfir að ráða hamingjusamri skapgerð og hraustum líkama, fór út á kvöldin grímuklæddur, i þeirri iull- vissu, að hann þekktist ekki, til þess aö fá 'sér mat á betri matsoluhúsum borgarinnar og gleyma þar raunum dagsms yfir máltiðinni. William Gawtrey kærði sig ekki baun um bólv- un Demóclesar, sverðsins yfir höiði sér, þaö hafði aldri spilt matarlyst hans! Hann hafði iika upp á síðkastið tekið upp á því að neyta vins mikið meira, en hann var vanur að gjora — vitsmunir hans, sem voru miklir og skarpir, voru farnir að sljófgast; og það var atriði, sem Fhilip þoidi ekki að hugsa um. En heiisa Gaw- ti ey var svo stálslegin, að eftir að drekka nógu mikið vín til þess að leggja íylking veiðimanna undir borðið, og eftir að láta í ljósi háværa gleði sína, eða þá að þylja harmatölur sínar, sem að sýndu að hann var ekki óhultur fyrir áhrifum guðaveiganna, — en þrek hans var svo mikið, að ef eitthvað kallaði að, og sérstaklega áður en hann fór á þessa túra sína, sem að hann var hálíar og heilar nætur í burtu í, þa þunti hann ekki annað en reka höfuðið ofan í kait vatn, drekka eins mikið af Sogæðavökva, eins og hrossalæknir þorði að gefa sterkasta hesti — lygna aftur augunum og dotta í hálfan klukkutíma og vakna svo jafn algáður og ro- legur, eins og þó að hann hefði nákvæmlega fyigt lífsreglum þeirra Sókratesar og Cornarós! En svo við snúum okkur aftur að Philip. Það var vani hans að sneiða sig sem mest hjá glaðværð félaga síns; og nú þegar að hann kom til Camps Elysées, sá hann litla fjölskyldu — ungan handverksmann, konu hans og tvö börn þeirra, sem með saklausri gleði, eins og Frökk- um er enn títt, voru að leita sér hressingar úti í sól og sumri og voru að neyta óbreyttrar mál- tíðar í skugga trjánna. Hvort heldur það var af því að hann var svangur, ‘eða af því að hann öfundaði þessa fjölskyldu, get ég ekki sagt, en hann stansaði og virti litla hópinn íyrir sér. Fram og aftur eitir veginum ok fólk, sem al- drei gjörði annað en að leika sér. Það skemti sér — en undir trjánum var ánægja. Annað barnið, dálítill drengur um sex ára aldur, kom auga á íerðamanninn, hljóp til hans með kaífi- brauð í hendinni, rétti það að honum og sagði: „Hérna, taktu við þessu, ég hefi nóg af því!“ Drengurinn minnti Philip á bróður sinn og hann komst við; hann tók litla Samverjann í fang sér, kysti hann og grét. Móðir drengsins tók eftir þessu, stóð á fæt- ur, íor til Philips og lagði hendina á handlegg hans. „Vesalings drengur! Því grætur þú? — Getum við létt undir með þér?“ Þessi vináttumerki, sem allt í einu blikuðu hjá þessari konu, fóru um Philip eins og dögg á vordegi og mýktu skap hans og viðhorf. „Þakka þér fyrir“, sagði hann, setti dreng- inn niður a grasið og dró hendina um augu, sér. — „Kæra þökk — já! Leyfið mér að setja mig niður hér hjá ykkur“. Og hann settist nið- ur og drengurinn settist við hliðina á honum, neytti matar með þeim og gladdist með þeim. Philip hinn stolti! var hann ekki farinn að skilja hnossið dýrmæta mitt í andstreyminu og örðugleikunum ? Handverksmaðurinn, þó að hann væri yfir- leitt kátur og lífsglaður, var ekki laus við að vera óánægður með hlutskipti sitt, sem að er algengt hjá mönnum í hans stétt, en hann var ekki að mögla yfir því, heldur hafði það í ílymtingi. Hann hæddist að skrautvögnunum, og reiðmönnunum, sem fóru um veginn, og skemti sér við að hæðast að höfðingjunum. „Þey!“ sagði konan hans allt í einu; „þarna kemur Madame de Merville“, stóð upp og hneigði sig í áttina til opins skrautvagns, sem ók hægt eftir veginum á leið til bæjarins. „Madame de Merville!“ endurtók maður hennar og stóð upp líka og tók ofan húfuna. „Já! Ég hefi ekkert að segja á móti henni!“ Philip horfði fast á vagninn og sá framan í fallega konu, sem leit kurteislega til þeirra og tck kveðju þeirra — það var konan, sem hafði verið í huga hans, síðan að hann sá hana á skrifstofunni hjá William Gawtrey, en þá hafði hún borið tignarlegra nafn. Honum brá og liann roðnaði í framan. Konan virtist nú sjálf þekkja hann, augu þeirra mættust, og hún beygði sig snögglega áfram. Hún lét ökumann- inn stöðva hestana, benti konunni á að hún vildi tala við hana, og hún gekk undir eins út að veginum til henn^r. „Ég vann einu Sinni fyrir þessa konu“, sagði maðurinn með viðkvæmni í röddinni, „og þeg- ar konan mín veiktist í fyrravetur, þá borgaði hún lækniskostnaðinn. Ó, hún er engill, við- kvæm og veglynd“. Philip heyrði naumast þetta hrós, því að hann sá á augnaráði og aðstöðu kvennanna, að þær mundu vera að tala um sig. Hann fyrir- varð sig aftur fyrir fataræflana, sem að hann var í, og hann óttaðist líka, að hún myndi ef til vill fara að bjóða honum ölmusu — hann kvaddi í snatri og án þess að líta aftur til vagns- ins, gekk hann í burtu. En áður en að hann var kominn marga faðma í burtu náði handverkmannskonan hon- um og sagði: „Madame de Merville vill tala við þig, nerra!“ með virðulegra viðmoti en hún haíði áður sýnt. Philip stansaði í svip og hélt svo áfram. „Þetta hlýtur að vera einhver misskilningur“, sagði hann: „Ég hefi engan rétt til að vonast eftir slíkum heiðri“. Hann gekk yfir veginn og var horfinn áður en konan kom aftur til Ma- dame de Merville; en fram í huga hans kom aftur og aítur mynd Madame de Merville, föl, fögur og alvarleg; og óglöggar en hugþekkar tilfinningar titruðú í huga hans og hjarta. Það \ ar á þessum sólríka sumardegi, sem var sér- staklega rninnisstæður fyrir hina örlagaríku viðburði í hinu innra lífi Philips, sem að eru forboðar hinna ytri áfallanna, eins og Virgil, syngur um, sem að hann fann til þess, að æsk- an væri að íklæðast nýju lífsviðhorfi, að þráin til að njóta og elska væri að vakna. Með slíkar hugsanir í huga hélt Philip áfram göngu sinni þar til dagur var að kveldi kom- inn og að hann var kominn í bakgötu, eða í eina af þeim bakgötum, sem að umkringja hið glæsileg þorp siðleysis, hégómadýrðar og auðnuleysis í hinni glæsilegu Parísarborg — Súlnagarðinn Palais Royal. Hann var hissa á því, hvað framorðið væri — klukkan var að slá sjö, og hann var að því kominn að snúa heim, þegar að hann heyrði að kallað var á eftir sér, það var Gawtrey, sem náði honum undir eins og sagði: „Sæll, ungi vinur. Það verður reynt á þolrifið í þér í kveld. Innan-* tómur magi veldur taugaóstyrk. Komdu, þú verður að borða með mér. Góð máltíð og flaska af góðu, gömlu víni — komdu! Heimska ég segi að þú verðir að koma! Lifi gleðin!“ Á meðan að Gawtrey sagði þetta tók hann undir handlegginn á Philip og dró hann nauð- ugan með sér dálítinn spotta, en rétt i því að hann sagði, „Gleðin lifi“, stansaði hann og stoð kyrr eins og klettur og Phílip fann, að hand- leggurinn á honum titraði. Hann leit upp og sá tvo menn við dyrnar á Palais Royal, sem vissu að matsölusal þeirra Verey og Vefaur, skammt frá þeim og horfðu á þá félaga. „Það er óhamingjan mín“, tautaði Gawtrey og nísti tönnum. „Og mín“, sagði Philip. Sá yngri af þessum tveimur mönnum tók spor í áttina til Philips, en sá sem með honum var dró hann til baka og sagði: „Hvert ætlarðu að fara — þekkirðu unga manninn?“ „Hann er frændi minn, Philip Beaufort“. „Er hann? Láttu þig þá ekkert varða um hann. Hann er í fylgd með mesta bóva, sem til er í Evrópu“. Þegar Lilburne lávarður — því þetta var hami, sagði þetta í lágum rómi við systurson sinn, gekk Gawtrey upp að honum, starði á hann og sagði í þungum en hljómlitlum rómi: „Það er til helvíti, lávarður minn, ég fer þang- að til að drekka samfundarskál okkar þar“. Tók svo oían hattinn í hæversklegu háði og fór inn í matsölusal Vefours, sem var þar rétt 1 hjá. „Helvíti!“ endurtók Lilburne lávarður og brosti harðneskjulega. „Óþokkinn er að hugsa um spilahúsin!“ „Og ég hefi látið Philip sleppa úr höndun- um á mér í annað sinn“, sagði Arthur í ásök- unarróm. Því á meðan að Gawtrey var að tala til Lilburne lávarðar, þá hafði Philip horfið inn í völundarhús bakstrætanna. „Hvernig hefi ég haldið eið minn?“ „Komdu! gestir þínir bíða, því þeir eru*sjálf- sagt komnir. Hvað þennan vesalings unga mann snertir, þá geturðu reitt þig á að hann er gjörspilltur, bæði á sál og líkama“. „En hann er frændi minn“. „Ó! það er engin skyldurækniskend á milll eðlilegra barna, þar fyrir utan, þá leitar hann þig nógu fljótt uppi. Ræksnislegir ölmusumenn verða ekki lengi of stoltir til að biðja“. * „Segirðu þetta í alvöru?“ spurði Arthur. „Já, þú mátt treysta lífsreynslu minni“.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.