Lögberg - 05.07.1951, Page 2

Lögberg - 05.07.1951, Page 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 5. JÚLÍ, 1951 Réttvísin og sélmalagið SMÁSAGA EFTIR O'HENRY SOAPY ók sér kvíðafullur á bekknum sínum á Madison Square. Þegar villigæsir eru farnar að fljúga í oddfylkingu á kvöldin, þegar konur, sem eng- ar selskinskápur eiga, gerast blíðar við bændur sína, og þeg- ar Soapy ekur sér kvíðafullur á bekknum sínum í garðinum, máttu vita að óveður fer í hönd. Visið lauf féll í skaut Soapys. Það var nafnspjald vetrarins. Veturinn er hugulsamur við borgarana á Madison Square, og gerir boð á undan hinni árlegu heimsókn sinni. Soapy varð ljós sú staðreynd, að tími var nú kominn til þess, að hann gerði ráðstafanir gegn hrollkulda komandi daga. Þess vegná ók hann sér órólega á bekknum sínum. Kröfur Soapys til vetrardval- arstaðar voru ekki sérlega háar. Hann dreymdi enga drauma um skemmtisiglingar á Miðjarðar- hafinu, bládjúpan Suðurlanda- himinn, eða smáferðir á opnum báti um Vesúvíusflóa. Þrír mán- uðir á Eyjunni var allt, sem hugur hans þráði. Þrír mánuðir, þar sem honum var tryggt fæði og rúm til að sofa í, og samneyti við sína líka, var í augum Soapys hámark þess, sém óskað varð. Árum saman hafði Soapy átt vetrardvöl í þeirri gestrisnu stofnun, sem kennd er við Black- well. Alveg eins og hinir betur settu samborgarar Soapys í New York keyptu sér farseðla til Pálmastrandarinnar og Rivi- era á hverju hausti, þannig hafði hann í allri sinni auðmýkt gert sínar ráðstafanir til undirbún- ings hinnar árlegu ferðar til Eyjarinnar. Og nú var kominn tími til þeirra ráðstafana. Und- anfara daga höfðu þrjú laugar- dagsblöð, sem hann tróð undir frakkann sinn og vafði um ökl- ana og magann á sér, ekki nægt til þess, að verja hann kuldan- um meðan hann svaf á bekkn- um sínum í garðinum, rétt hjá niðandi gosbrunninum. Eyjan, hlý og vingjarnleg, var því ofar- lega í huga Soapys einmitt nú. Hann fyrirleit í hjarta sínu öll afskipti góðgerðarfélaga af hin- um miður settu íbúum borgar- innar. í augum Soapys var rétt- vísin langtum betri viðskiptis en öll góðgerðarfélög. 1. hans aug- um voru lögin, réttvísin, honum vinveittari en góðgerðarstofnan- irnar. — Þarna var svo sem enda laus keðja af ýmiss konar öl- musustofnunum og hjálparstöðv um á vegum borgarinnar, þar sem hann hefði getað gefið sig fram og hlotið fæði og húsa- skjól, er hæfði fábrotnum lífs- venjum hans. En slíkar ölmusur eru jafn stoltum sálum og Soapy beiskur biti. Allar gjafir slíkra stofnana kröfðust endurgjalds, ekki í peningum heldur auð- mýkingu þiggjandans. Eins og Cæsar átti sinn Brútus, þannig fylgdi hverju rúmi á slíkum stað sú kvöð að fara í bað, og hver brauðhleifur sem neytt var kost- aði nærgöngular yfirheyrslur. Þess vegna var betra að vera gestur réttvísinnar, sem þrátt fyrir öll boð og bönn, slettir sér þó ekki óhæfilega mikið fram í einkamál og persónulegar venj- ur manna. Strax og Soapy hafði ákveðið ferð sína til Eyjarinnar, hóf hann að undirbúa framkvæmd ætlunar sinnar. Margar auðveld- ar aðferðir var um að velja. Ein- hver skemmtilegasta aðferðin mundi vera sú að snæða íburðar- mikla máltíð á einhverju dýru veitingahúsi, og skýra síðan frá því, að peningar væru engir fyr- ir hendi til greiðslu. Þá mundi hann verða afhentur lögreglunni þegjandi og hljóðalaust. Dómar- inn mundi sjá um framhaldið. Soapy yfirgaf bekkinn sinn og reikaði burt af torginu yfir asfalthafið, þar sem Broadway og Fift Avenue renna saman. Hann sneri upp eftir Broadway og staðnæmdist úti fyrir glæstu og uppljómuðu kaffihúsi, þar sem á hverju kvöldi gat að fá og líta allt hið bezta, sem fram- leitt verður úr vínþrúgum og ormasilki. Soapy var ánægöur með útlit sitt frá neðstu vestistölu og upp á hvirfil og alls óhræddur um, að það vekti nokkra eftirtekt eða hneykslun. Hann var nýlega rak aður. Frakkinn hans var í sæmi- legu ástandi, og svarta slaufan, sem hann hafði um hálsinn, var gjöf kventrúboða nokkurs frá síðasta þakkargjörðardegi. Ef honum tækist að ná í sæti í veit- ingahúsinu, án þess að vekja grun, var hann öruggur um úr- slit málanna. Sá hluti líkama hans, sem sýnilegur yrði yfir borðið mundi enga tortryggni vekja í huga þjónsins. Steykt stokkönd, bjór og síðan port- vínsflaska hugði Soapy að mundi reynast hæfilega dýr mál- tíð, og svo auðvitað vindil á eft- ir. Nóg, að vindillinn kostaði einn dollar. Samanlagt mundi þetta ekki gera svo háa upphæð, að forstöðumönnum veitinga- hússins fyndist ástæða til sér- stakra hefndaraðgerða gagnvart honum. Hann mundi hljóta saðn- ingu af kjötmáltíðinni og leggja glaður og vel á sig kominn í ferðina til vetrarhælisins. En Soapy hafði ekki fyrr stig- ið inn úr dyrum veitingahússins, en yfirþjónninn rak augun í gatslitnu buxurnar og skógarm- ana hans. Sterkar hendur leiddu hann fljótt og ákveðið en hljóð- lega út á götuna, og afstýrðu þannig hinum ógöfugu örlögum, sem stokköndinni voru fyrir- huguð. Soapy yfirgaf Broadway. Svo virtist sem leið hans til hinnar þráðu Eyjar ætti ekki að verða neinum kræsingum stráð. Ein- hverja aðra aðferð hlaut hann því að reyna til þess að komast í steininn. Á horni Sjöttu götu vakti upp- ljómaður og fagurlega skreyttur sýningargluggi athygli Soapys. Hann greip steinhnöllung og kastaði í gegnum rúðuna. Nokkr ir menn komu hlaupandi fyrir hornið og var lögregluþjónn í fararbroddi. Soapy stóð með hendurnar í buxnavösunum og brosti við gljáandi koparhnöpp- um lögregluþjónsins. „Hvar er söKudólgurinn?“ spurði lögregluþjónninn æstur. „Getið þér ekki gizkað á að ég muni vqra eitthvað við verk- ið riðinn?“ spurði Soapy, og var ekki laust við kaldhæðni í rödd- inni, þó hann annars væri vin- gjarnlegur og hýr í bragði, eins og sá, sem stendur andspænis gæfu sinni. Það hvarflaði ekki í huga lög- regluþjónsins að taka mark á upplýsingum Soapys. Menn, sem brjóta glugga, eru ekki vanir að bíða á staðnum til þess að skegg- ræða við lögreglugæðingana. Nei. Þeir taka vanalega til fót- anna á burtu. Og lögregluþjónn- inn kom auga á mann, sem hljóp yfir götuna til að ná í leigubíl. Með reidda kylfu veitti lögreglu- þjónninn manninum eftirför. — Soapy lónaði eftir strætinu leið- ur í huga yfir því að áform hans höfðu nú tvisvar misheppnast. Hinum megin við strætið var annars flokks veitingahús, sem hæfði léttum pyngjum en mikilli matarlyst. Andrúmsloftið var þungt og diskarnir þykkir, en súpan og borðlínið þunnt. Inn í þetta veitingahús gekk Soapy á skældu skónum sínum og í hin- um lausmálugu tötrabuxum, án þess að mæta nokkurri hindrun. Hann settist við eitt borðið og hámaði í sig steikt nautakjöt, eplaköku og búðing. Þegar hann var mettur, trúði hann veitinga- þjóninum fyrir þeirri dapurlegu staðreynd, að harla langt væri síðan hann hefði verið í nokkr- um kunningsskap við skotsilfur. „Og vertu nú snöggur að kalla á póla“, sagði Soapy að lokum. „Láttu ekki almennilega menn þurfa að bíða“. „Ekkert með lögga að gera þín vegna“, svaraði þjónninn með rödd, sem var mjúk eins og smjörgrautur, en augun voru á litinn eins og Manhattan Cock- tail. Tveir veitingaþjónar slengdu Soapy með æfðum höndum á vangann út á grjótharða gang- stéttina. Hægt og gætilega reis hann á fætur og dustaði rykið af fötum sínum. Handtaka virt- ist ekki vera annað en fjarlæg- ur, rósrauður draumur. Eyjan var stöðugt víðs fjarri. Lögreglu þjónn, sem stóð úti fyrir lyfja- búð skammt frá, gekk hlæjandi leiðar sinnar niður strætið. Soapy gekk fram hjá fimm húsasamstæðum, áður en hann hafði safnað hugrekki til þess að gera ennþá eina tilraun til þess að láta handtaka sig. Ungur kvenmaður, búinn fá- tæklegum en snotrum klæðum, stóð úti fyrir sýningarglugga og athugaði af mikilli kostgæfni rakskálar og blekbyttur, sem voru til sýnis innan við glerið. Nálægt tveimur metrum frá glugganum stóð risavaxinn lög- regluþjónn og hallaðist upp að vatnspósti alvarlegur á svip. Hugmynd Soapys var nú að leika hlutverk hins auðvirðilega og fyrirlitlega kvennaveiðara. Snoturt útlit fórnarlambsins og nærvera lögregluþjónsins ollu því, að hann trúði nú staðfast- lega að brátt mundi hann finna hið eftirþráða tak réttvísinnar þétt um handlegg sinn. Takið, sem tryggja myndi honum vetr- arsetu á litlu, hlýju og vingjarn- legu Eyjunni. Soapy lagfærði hnútinn . á svörtu slaufunni, er kventrúboð- inn hafði gefið honum og hag- ræddi þvældum skyrtulíningun- um, hallaði hqttinum út í annan vangann á glæpamannavísu, og skakkaði sér yfir strætið á hlið við ungu stúlkuna .Hann renndi hýru auga til ungfrúarinnar, hóstaði og hummaði og hafði í frammi á óskammfeilinn hátt látbragð og listir kvennaveiðar- ans. Með öðru auganu sá hann, að lögregluþjónninn gaf honum nánar gætur. Ungfrúin færði sig um nokkur skref, en beindi svo aftur óskiptri athygli að rak- skálinni. Soapy færði sig ó- skammfeilinn fast að hlið kon- unnar, lyfti hattinum og sagði: „Hallo.næturfjóla. Langar þig ekki að leika þér við mig í garð- inum mínum?“ Lögregluþjónnfnn fylgdist róeð því, sem fram fór. Hin ofsótta ungfrú þurfti ekki annað en að benda með fingrinum, og Soapy hefði verið kominn áleiðis til sinnar margþráðu vetrarhafnar á Eyjunni. Sem snöggvast fannst honum hann skynja þægileg hlýindin á lögreglustöðinni. Unga stúlkan sneri sér að hon- um, rétti út hendina og greip í frakkaermi hans. „Jú, sannarlega, Mangi minn“, sagði hún glaðlega. „Ég hefði verið búin að stinga upp á því að fyrrabragði, hefði ekki lögg- inn verið að lóna þarna“. Með unga kvenmanninn hang- andi í erminni líkt og klifur- jurt, sem styðst við eikarbol, gekk Soapy fram hjá lögreglu- þjóninum og var myrkur í huga. Hann virtist vera dæmdur til þes að ganga laus. Á næsta götuhorni hristi hann förunaut sinn af sér og hljóp frá honum. Hann staðnæmdist í borgarhluta þar sem léttúðug- ustu konur og skemmtanafýkn- ustu karlmenn borgarinnar söfn- uðust saman á kvöldin. Konur í loðkápum og karlar í þykkum vetrarfrökkum streymdu þar um göturnar með gleðibragði þrátt fyrir vetrarkuldann í loftinu. Skyndilegur ótti greip Soapy um það, að einhver álög mein- uðu honum að verða tekinn fast- ur af lögreglunni. Hræðsla við að svo væri, nálgaðist skelfingu. Þegar hann rakst á lögreglu- þjón, sem breiddi slórandi úr sér úti fyrir veitingahúsi, greip hann í hálmstráið, að vekja eftir tekt með því að hafa í frammi ólæti og hávaða á götunni. Soapy byrjaði að öskra og vaða elginn með alls konar drykkjulátum, svo hátt sem rödd hans leyfði. Dansandi og gól- andi orsakaði hann mikla trufl- un og ónæði á götunni. Lögregluþjónninn sneri kylf- unni í hendi sér og vék sér að borgara sem fram hjá gekk og sagði við hann: „Þetta er einn af piltunum frá Yale háskólanum. Hann heldur hátíð í tilefni af skrokkskjóðun- um sem þeir gáfu strákunum frá Hartford. Meinlaus hávaði. Við höfum fyrirmæli um að láta þá afskiptalausa". Dauðhryggur hætti Soapy hin- um árangurslausa hávaða. Mundu löggarnir aldrei framar leggja hendur á hann? í huga hans var nú Eyjan jafn fjarlæg og Grikkland, og vegurinn til hennar engu auðsóttari en þang- að. Hann hneppti þunna frakk- ann sinn betur að sér til skjóls gegn köldum og bitrum vind- inum. Inni í tóbaksbúð sá Soapy vel klæddan mann vera að kveikja sér í vindli. Silkiregnhlíf sína hafði hann skilið eftir fram við dyrnar um leið og hann gekk inn í búðina. Soapy smeygði sér inn fyrir dyrnar og greip regn- hlífina og lötraði rólega út með hana. Maðurinn, sem verið hafði að kveikja í vindlinum, hraðaði sér á eftir honum. „Regnhlífin mín!“ sagði hann föstum og ströngum rómi. „Ó, er það?“ sagði Soapy háðs- lega og bætti móðgun ofan á augljósan þjófnað. „Jæja, því kallið þér ekki á lögregluþjón? Ég tók regnhlífina. Því kallið þér ekki á Iögregluna? Það stendur eitt stykki þarna á götu- horninu“. Eigandi regnhlífarinnar hægði ganginn. Soapy gerði hið sama, og bjóst við að hamingjan yrði sér nú innan handar. Lögreglu- þjónninn horfði forvitnum aug- um á þá tvímenningana. „Náttúrlega“, sagði regnhlífar- maðurinn. „Það er — — jæja- Þér þekkið, hvernig þessi mis- tök eiga sér stað. Ég — Ef þetta er regnhlífin yðar, þá vona ég að þér afsakið mig. Ég tók hana í veitingahúsi í morgun. Ef þér þekkið að þetta er yðar regn- hlíf, þá — já, þá vona ég, að þér afsakið mig“. „Auðvitað er þetta mín regn- hlíf“, sagði Soapy þrjóskulega. Regnhlífarmaðurinn fyrrver- andi sneri nú til baka. Lögreglu þjónninn brá við til að hjálpa Ijóshærðum kvenmanni í leik- húsklæðum yfir götuna rétt framan við strætisvagn tveimur húsasamstæðum neðar á stræt- inu. Soapy gekk áfram austur eft- ir stræflnu, sem var allt sundur- grafið vegna einhverra aðgerða. — Hann þeytti regnhlífinni fól- vondur ofan í eina gryfjuna og nöldraði í barm sinn óánægju yfir þeim mönnum, sem bera hjálm á höfði og kylfu í hendi. Þegar hann þráði og þurfti að lenda í klóm þeirra, virtust þeir líta á hann eins og einhvern konung, sem ekkert rangt gæti aðhafzt og ekki mætti ^nerta. Að lokum kom Soapy inn í götu austarlega í borginni, þar sem umferð var minni og minna var um glys og glaum. Hann beindi nú för sinni í áttina til Madison Square, því heimfýsin er jafnan til staðar, jafnvel þótt heimilið sé ekki annað en bekk- ur undir berum himni í skemmti garði. Á kyrrlátu götuhorni stað- næmdist Soapy alveg. Þar stóð gömul, fornfáleg og hrörleg kirkja. Út um glugga með fjólu- bláum rúðum skein mjúkur ljósbjarmi. Þarna inni sat nú organleikarinn við nótnaborðið og æfði sig til þess að vera und- irbúinn að leika sálmalögin við guðsþjónustuna um næstu helgi. Að eyrum Soapys bárust sætir orgelhljómar, sem héldu honum föstum þarna upp við járn- grindurnar. Máninn var kominn upp, bjartur og skínandi. Umferðin á götunni var lítil. Spörvar kvök- uðu undir þakskeggi kirkjunnar. Nokkra stund var allt svo frið- sælt, að mátt hefði halda að hér væri sveitakirkjugarður. Sálma- lagið, sem organleikarinn lék, greip Soapy svo föstum tökum, að hann hreyfði sig ekki úr spor- um framan við grindurnar. Hann þekkti lagið vel frá þeim dögum, er í lífi hans voru til slíkir hlut- ir sem móðir, rósir, heilbrigður metnaður, hreinar hugsanir og hreinir flibbar. Næmleiki huga Soapys fyrir áhrifum frá kirkjunni og sálma- laginu olli snöggri og undarlegri breytingu í huga hans. Hann sá í leiftursýn hve djúpt hann var sokkinn. Lágar hvatir, auðvirði- legar óskir, dauðar vonir og vanræktir hæfileikar. Þannig var líf hans nú. Hið nýja hugarástand fyllti hjarta hans hrifningu. Sterk, snöggsoðin ákvörðun fæddist í huga hans, um það að hefja bar- áttu gegn vonlausum örlögum sínum. Hann ætlaði að draga sjálfan sig upp úr feninu. Hann ætlaði að verða maður með mönnum á ný. Hann ætlaði að sigrast á þeim illu öflum, sem höfðu haft hann á valdi sínu. Ennþá var tími til þess. Ennþá var hann tiltölulega ungur mað- ur. Hann ætlaði að endurvekja fyrri metnað sinn og vinna að fyrri hugðarefnum sínum án þess að hika. Mjúkir og alvöru- gefnir tónar orgelsins höfðu valdið byltingu í huga hans. Á morgun ætlaði hann að fara út í borgina og fá sér vinnu. Loð- skinnakaupmaður hafði einu sinni boðið honum ökumanns- starf. Hann ætlaði að finna kaup manninn á morgun og biðja um starfið. Hann ætlaði að verða eitthvað í mannfélaginu. Hann ætlaði-------- Soapy fann, að hönd var lögð á öxl hans. Hann sneri sér snögg- lega við og stóð augliti til aug- litis við lögregluþjón með pott- hlemmsandlit. „Hvað hafið þér fyrir stafni hér?“ spurði vörður laganna. „Ekkert“, svaraði Soapy. „Fylgið mér þá“, sagði lög- regluþjónninn. „Þrír mánuðir á Eyjunni“, sagði dómarinn á lögreglustöð- inni morguninn eftir. Þórir Friðgeirsson þýddi —(SAMVINNAN) Kaldar kveðjur í júní: Snjókoma um allan norðurhluta landsins Frostdagur á Fjöllum og víða alhvítt í byggð, en þæfingssnjór á fjallvegum. Mikill kuldi var í fyrrinótt og gær á norðanverðu land- inu, því að kaldur loftstraum ur norðan af íshafinu flæddi inn yfir landið. Var sums staðar frost í gærmorgun og víða snjóaði fram eftir öllum degi í gær. Snjókoma var víða á Norður-, Norðvestur- og Norðausturlandi í fyrrinótt, svo að tún voru sums staðar alhvít og þæfingar- snjór sums staðar á fjallvegum, til dæmis á Vaðlaheiði. í Köldu- kinn og Bárðardal var til dæmis alhvítt yfir að líta. Á Hólsfjöllum var frost í gær- morgun, er veðurathugun fór fram. Kuldasvæðið náði frá Vest- Minningarorð Einar Sigvaldason var fæddur að Lómatjörn í Höfðahverfi í Suður-Þingeyjarsýslu þann 18. maí 1865. Foreldrar hans voru Sigvaldi Pálsson og Kristbjörg Einarsdóttir; hann ólst upp í Eyjafirði og aflaði sér nokkurrar mentunar á Akureyri, og fékk þar meðal annars nokkra undir- stöðu í norsku, dönsku og ensku. Einar hafði mikið yndi af lestri góðra bóka, og valdi jafnan til lesturs, auk íslenzks lesmáls, það bezta, er hann náði til á áminstum tungumálum; hann kom til þessa lands árið 1889, einn síns liðs, og lagði leið sína þegar til Argyle, og þar valdi hann sér bújörð, er honum þótti fegurst umhorfs; þar bjó hann síðan við góðan orðstír og miklar vinsældir. Einar kvæntist árið 1901 og gekk að eiga Kristínu Guðna- dóttur; börn þeirra eru Þórhall- ur á föðurleifð sinni, Aðalsteinn, búsettur í grend við Baldur; Jón Pétur á Englandi og Ingólf- ur í Dauphin. Einar lézt á Al- menna sjúkrahúsinu í Winni- peg 25. maí síðastliðinn; hann var manna íslenzkastur í anda, gestrisinn og greindur og mjög fyrir fróðleik gefinn; hann fylgdist jafnan með því af gaumgæfni, er helzt þótti tíð- indum sæta í umheiminum. Guð friðarins og kærleikans blessi syrgjandi ástvinum minningu hans og láti ljós sitt skína á ævibraut þeirra. Einar var jarðsunginn af sókn- arpresti Argyle prestakalls, séra Eric H. Sigmar. Katrín önnur fékk Caterina Gabrielli, fræga ítalska söng- konu til að syngja fyrir hirð sína. Keisaradrottningin hafði beðið söngkonuna um að koma til Pétursborgar án þess að semja um neitt ákveðið gjald fyrir. Gabrielli ákvað samt sem áður að hin konunglega tign skyldi fá að borga konunglega og þegar að hún var spurð, hve mik- ið hún vildi fá fyrir sönginn, svaraði hún: „Fimm þúsund dúkata“. „Fimm þúsund dúkata!“ hróp- aði keisaradrottningin, „hvað, það er meira en ég borga nokkr- um af hershöfðingjunum mín- um“. „Jæja“, svaraði Gabrielli þegar í stað. „Þá ætti yðar há- tign heldur að láta einhvern hershöfðingjann syngja fyrir yður“. fjörðum allt suður á Austfirði og Fljótsdalshérað. Á ísafirði snjóaði fram eftir degi, og við Húnaflóa var snjókomá, og um allt Norðausturlandið var mjög kalt með snjókomu eða slyddu. Þannig snjóaði klukkan sex síðdegis í gær á Siglunesi, Akur- eyri, Flatey á Skjálfanda, Grímsí stöðum á Fjöllum og Möðrudal á Efra-Fjalli, Fagradal í Vopna- firði, Egilsstöðum á Völlum og Dalatanga. Á Norðausturlandi hefir lengst- af verið kalt í vor. —TÍMINN, 12. júní REYNIÐ ÞAÐ- yður mun geðjast það! / _____ 0 "Heimsins bezta tyggitóbak,/

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.