Lögberg - 05.07.1951, Side 4

Lögberg - 05.07.1951, Side 4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 5. JÚLÍ, 1951 Hosbtrg QeflB út hvern fimtudag af T K H COLUMEIA PRESS LIMITED 69 5 SARGENT AVEXUE, WINNIPEG, MANITOBA Utanáslcrift ritstjórans: HDTTOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MAN. PHONE 21 804 Rritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Verð $5.00 um árið—Borgist fyriríram The “LÁ5gberg” is printed and published by The Columbia Press Ltd. 695 Sargent Ávenue, Winnipeg, Manitoba, Canada. Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa ______________________________________________________ Þjóðarafmæli Þá, er um ræðir einstaklingsævina, þykja áttatíu og fjögur ár nokkuð hár aldur; en sé á hinn bóginn að ræða um þjóð, minnir slíkt tímabil miklu fremur á æsku og uppvöxt; þetta gildir um canadísku þjóðina, sem náði áttatíu og fjögra ára aldri á sunnudaginn var; ára- bilið frá stofnun fylkjasambandsins, er nú ekki lengra en það; en þetta rifjar upp í huga manns þá staðreynd, hve traustir þeir hornsteinar voru, er „feður“ fylkja- sambandsins lögðu að framtíðarmusteri hinnar lana- dísku þjóðar. Canadíska þjóðin er samsett af mörgum mismun- andi þjóðernislegum baugabrotum, er starfa sem ein sál að giftu heildarinnar, og þess vegna hefir þegar unnist svo mikið; þetta mættu aðrar þjóðir vel taka sér til fyrirmyndar, er um ræðir góða sambúð og alþjóða- frið. Það var fagurt um að litast í landi afmælisbarns- ins síðastliðinn sunnudag með vötn og sléttur, hálsa og fjöll, lauguð í sólskini; að minsta kosti var svo í Mani- toba, og víða annars staðar þar, sem til hefir spurst. Að Canada sé land mikillar framtíðar, er nú ekki lengur neitt vafamál, hafi það nokkru sinni verið; hér er að færast í ásmegin djörf og þróttmikil þjóð, er vera vill í framtíð allri ábyrg gerða sinna; áhrif hennar á vettvangi heimsmálanna fara vaxandi frá ári til árs, svo nú verður eigi um vilst, að hún sé til alþjóðaforustu fallin; fórnir hennar í þágu mannfrelsisins eru þegar orðnar miklar, en hún telur þær ekki eftir, en horfir vonglöð mót athafnaríkum degi og hækkandi sól. Hver þjóð, sem í gæfu og gengi vill búa á guð sinn, og land sitt skal trúa. Slíkt skyldi jafnan vera kjörorð canadísku þjóðar- innar frá kyni til kyns og mun þá bjart verða um nafn hennar í framtíðinni. $ Aðsópsmikill kaupsýslumaður Þróunarsaga íslenzkrar verzlunar á fyrra helmingi yfirstandandi aldar verður eigi réttilega sögð nema því aðeins, að þar beri hátt nafn Garðars Gíslasonar stór- kaupmanns, sem nú hefir árum saman verið búsettur í New York, og rekið þar, engu síður en í Reykjavík, umfangsmikla heildsöluverzlun. Garðar stórkaupmað- ur átti 75 ára afmæli þann 14. maí síðastliðinn, fædd- ur að Þverá í Dalsmynni, kominn af styrkum gáfu- mannastofni í báðar ættir; hann lauk á ungum aldri gagnfræðaprófi við Möðruvallaskóla, gekk síðan á verzlunarskóla í Kaupmannahöfn, en setti á stofn um- boðsverzlun í borginni Leith á Skotlandi árið 1901, og rak um langt skeið samskonar viðskipti í Hull; hann hann átti sæti í fyrstu stjórnarnefnd Eimskipafélags íslands, var í allmörg ár formaður Verzlunarráðs ís- lands og um hríð ræðismaður á íslandi fyrir hönd stjórn- arinnar í Brazilíu. Garðar stórkaupmaður er frábær eljumaður og höfðingi mikill í lund; hjá honum fallast atgervi og mannkostir fagurlega í faðma; hann er manna vinfastastur, og það líður mér seint úr minni, hve ástúðlega hann fagnaði mér við heimsókn Sveins forseta til New York 1944 eftir að tugir ára voru liðnir frá því að fundum okkar síðast bar saman á íslandi; né heldur gleymi ég höfðingsskap Garðars stórkaup- manns okkur hjónum til handa og hinum boðsgestum íslenzku ríkisstjórnarinnar tímann, sem við dvöldum í New York á leið okkar til íslands um sumarið 1946. Það var ekki einasta að hann og frú hans, héldu okkur virðulega veizlu á einu veglegasta hóteli borgarinnar, heldur urðum við einnig aðnjótandi-hinnar ástúðlegustu gestrisni á heimili þeirra; var þar mikið um söng og góðra vifta fagnað, því bæði er Garðar maður söngvinn, og frú hans, sem komin er af ítölskum aðalsættum, kunn söngkona; og gaman þótti mér að því, að frúin söng sjálf, og vildi helzt ekki að annað væri sungið en íslenzkir söngvar. Garðar stórkaupmaður er, eins og Ingólfur læknir bróðir hans, sem nú hefir fyrir skömmu safnast til feðra sinna, ljóðrænn maður og hagmæltur, og á fimtíu og sextíu ára afmæli Löbergs, sendi hann mér og blaðinu fallegar vísur; og um jólaleytið sendi hann okkur hjón- unum jólakveðju í ljóði; en þótt vera megi að einhverj- um finnist það um of persónulegt, get ég ekki stilt mig um að birta eftirfarandi vísu til okkar frá Garðari, því hún er táknræn um rækt hans og vinhollustu: Einar Páll og Ingibjörg yl um landið senda; árin fögru, árin mörg á þá geisla benda. — íslenzka þjóðin á Garðari stórkaupmanni mikið gott upp að unna, því hann hefir um margt verið hinn trausti og ábyggilegi forustumaður hennar á vettvangi margháttaðs athafnalífs, brautryðjandi — einn af fáum. Ég hefði átt að minnast vinar míns Garðars Gísla- sonar nokkru fyr í tilefni af áminstum merkisáfanga í lífi hans, þó ástæður hömluðu því að svo yrði; en svo er það í rauninni heldur aldrei eftir dúk og disk, að minnast góðra samferðamanna, sem með glæsilegu ævistarfi hafa sett óafmáanlegan drengskaparsvip á samtíð sína og haldið fána íslenzks manndóms hátt á lofti. Scotland Yard forsmóir ekki dularfullar upplýsingar Einn af lögregluþjónunum í Scotland Yard er kallaður „Galdrameistarinn“. Hann hefir það hlut verk á hendi að lesa bréf, símskeyti og. hlusta á ráð- leggingar spiritista, stjörnuspá- manna, draumspakra manna, skygnra manna og annara, sem hafa einhverjar dularfullar gáf- ur og halda að þeir geti orðið leynilögreglunni að liði með að leysa ýmis vandamál. Þessi galdr|tmeistari er ósköp blátt á- fram og skrifstofan hans er líka ósköp blátt áfram. En á einum veggnum hangir áletrun í um- gjörð. Þar stendur blátt áfram: „Minnist rauðu hlöðunnar“. Tildrögin til þessa „minnis- blaðs“ eru þau, að fyrir eitthvað einni öld hvarf ung og fögur stúlka skyndilega. Hún hét Marie Marten og átti heima í, litlu og friðsömu þorpi. Skömmu síðar dreymdi móður hennar að Marie hefði verið myrt og lík hennar grafið í rauðri hlöðu, og að morðinginn héti Gorder. Hún skýrði lögreglunni þar á staðn- um frá þessu, en lögreglan var ekki trúuð á drauma. Þó fór það einhvern veginn svo, að farið var að leita í rauðri hlöðu, sem þar var, og fannst þá lík Marie. Þá var Gorder handtekinn og meðgekk hann glæpinn. Þetta atvik varð til þess, að Scotland Yard forsmáir aldrei dularfullar upplýsingar, og á- letrunin á veggnum á að minna alla á að gera það ekki. Samt sem áður fara flest bréf- in, sem galdrameistarinn fær, beint í pappírskörfuna. En alltaf er þó eitthvað einkennilegt að koma fyrir. Það er nú til dæmis sagan um George Adams. Hann átti heima í litlu þorpi út á landi og var talinn skygn. Scotland Yard sendi eftir honum og bað hann að hjálpa sér til að finna unga stúlku, er horfið hafði. Hann sagði þegar að hún væri dáin og lík hennar mundi liggja í Thames. Svo fór lögreglan með honum þangað. Það mátti segja, að hann gengi rakleitt þangað sem líkið var á kafi 1 leir. Hann fann það með því að stinga nið- ur skafti af gamalli regnhlíf. Þá var og merkileg sagan um Rupert Cobb. Hann var stjörnu- spámaður. Gullsmiður nokkur í Leeds hafði verið myrtur, og Cobbs símaði til lögreglunnar að morðinginn hefði ekið þaðan í bíl til Southport og væri nú staddur á ákveðnum stað. Lög- reglan fór rakleitt þangað og handsamaði morðingjann. Það hefir sjálfsagt verið vegna þessarar reynslu, að Scotland Yard bað hinn skygna Hollend- ing, Pieter van der Hurk, að koma til London og reyna að hafa upp á krýningarsteininum, þegar að hann hvarf í vetur. Hurk er nú fertugur að aldri, og hefir mikið orð á sér fyrir fjar- skygni. Upphaflega var hann ekki þessari gáfu gæddur. En árið 1941 vildi honum það óhapp til, að hann féll úr háum stiga og rotaðist. Var hann fluttur í sjúkrahús og lá þar meðvitund- arlaus í þrjá sólarhringa. En þegar honum fór að batna hafði hann fengið þessa gáfu og gat sagt læknum og hjúkrunarkon- um spítalans frá ýmsu því, er á daga þeirra hafði drifið. Síðan hafa þúsundir manna sótt til hans til þess að fá upplýsingar. Hann þarf ekki annað en halda á einhverjum hlut, sem sá hef- ir átt, seip hann á að forvitnast um, og tekst honum þá innan stundar að skygnast eftir hon- um. Hann hefir oft hjálpað hol- lenzku lögreglunni. Morð var framið í Spekholzerheide 1946. „Þið ættuð að skygnast eftir manni með tréfót“, sagði hann við lögregluna. Skömmu seinna var maður með tréfót tekinn fastur, og meðgekk morðið. öðru sinni bað lögreglan Hurk að reyna að finna líkin af þrem- ur mönnum, sem Þjóðverjar höfðu skotið. Hann benti ná- kvæmlega á staðinn og þar fund- ust líkin. Þegar Hurk kom til London voru margir vantrúaðir á að hann mundi nokkuð geta hjálp- að lögreglunni til að finna krýn- ingarsteininn. Sérstaklega voru blöðin mjög tortryggin. Þau sendu fréttaritara sína á fund hans til að reyna hann. En hann sagði þeim þá ýmislegt, sem hann gat alls ekki vitað, svo að tvær grímur fóru að renna á blaðamennina. Lögreglan spurði Hurk: — Hve margir voru þeir, sem stálu steininum? — Fimm, sagði Hurk hiklaust, fjórir Skotar og einn Englend- ingur. Síðan gaf hann lögreglunni upplýsingar um hvaða leið þjóf- arnir hefðu farið og nafnið á 23. júní 1951 Herra ritstjóri, Einar P. Jónsson. Kæri herra: Mér finst ég verði að skrifa þér fáeinar línur og þakka þér fyrir, og þeim sem að því standa, að senda mér Lögberg svo fljótt og reglubundið hingað norður, og sömu hugkend ber ég til þeirra, er að Heimskringlu standa. En þó ég sýni þér þessa hugulsemi mína, þá eruð þið báðir ritstjórarnir mér velvilj- aðir, og er það mikill styrkur að eiga sér velviljaða samtíðar- menn. En þar sem ég er helm- ingi l^ngur að lesa Lögberg, læt ég þig verða viðtakanda þessar- ar hugulsemi. Mér líður vel í þessu kalda nausti norður í hafsauga Winni- pegvatns, á takmörkum þess og Nelson-árinnar þar sem hún byrjar 500 mílna vegalengd sína til Hudson’sflóans. Síðan við komum hér 26. maí var rétt á hverri nóttu frost til 10. júní, og áframhald kuldans svo, að fiskimenn klæðast oftast nær á hverjum morgni, þegar þeir fara til fiskivera sinna, sín- um vetrarskrúða. Ég, sem fer að sofa kl. 6 á morgnana, varð nú fyrir þremur dögum, fyrir svo miklum kulda undir tveimur á- breiðum, að ég gat helzt ekki sofið; svo milli svefnmóksins fór ég að raula fyrir munni mér vísu Gutta til K.N.: Svo ég geti hlegið hress, hvenær sem mig fýsir, gamla K.N. good and fress, geymi ég inn í frísir. Ég hafði ánægju af, og það hlýjaði mér, að hugsa um þessa andans menn, sem við höfum átt og eigum enn, þó ég viti vel að minning mín varir stutt móts við þeirra, samt fór ég og klæddi mig til að vita hvort ég fengi ekki sólargeisla til að verma mig. En það var lítið um hann þann dag. En í þess stað sá ég smákrakka skjótast hálfnakta á milli tjaldanna, sem hér er mik- ið af, samlita jörðinni, sem þeir liggja á, sand- og moldarkendir, eins og rottur milli hola sinna, — og svo steypa þeir sér hálfnökt- um í sandorpið vatnsyfirborðið. Þá fór ég að hugsa um hver skrambinn að mér gengi ,að þola ekki að liggja undir tveimur teppum fyrir kulda. En það sem meira vakti undrun mína var, að þegar þessir snáðar komu upp úr vatninu — lauginni, — að þá voru svo margir af þeim hálfhvítir og sumir rétt alhvít- ir. Hver eða hverjir framleiða þessa undra sápu, sem hægt er að láta litfegra þennan móleita lýð, sem hér er þó enn 1 meiri hluta? Er bágt að nafngreina eða gizka á, og allt þetta fólk er feitt og hraustlegt að sjá. Það er óhætt að segja, eins og nú er ástatt með fiskiríið, — það er bágt til bjargar. Fyrstu tvær umvitjanir fiski- mannanna. gáfu góðar vonir, en en nú er það orðin sú neyð, að maður getur varla annað en aumkvast yfir útlitinu, þar sem veitingahúsi, þar sem þeir hefðu borðað. Ýmsar fleiri upplýsingar gaf hann, sem lögreglan hefir ekki viljað segja frá hverjar voru. Ekki er nú kunnugt hvort þessar upplýsingar hafa verið þannig, að lögreglan hafi kom- ist á slóð þeirra, sem steininum rændu, og það hafi verið þess vegna að þeir skiluðu honum aftur. En sú saga gekk staflaust um London, að Hurk hefði skýrt lögreglunni frá nöfnum allra ræningjanna. Scotland Yard starfar auðvit- að eftir hefðbundnum reglum, en forsmáir ekki góð ráð, hvað- an sem þau koma. Það minnist þess, að sérfræðingar í lögreglu- málum kímdu að draumi móður hennar Marie, um hvar lík henn- ar væri grafið og hver morð- inginn væri, en draumurinn reyndist þó sannur. til dæmis einn dróg inn um 40 net sín með einum fiski. Og þessir útgerðarmenn, sem halda úti bátum með fjögra manna á- höfn verða að bera 38 dollara kostnað á dag. Þegar við sjáumst næst getur þú kjafthöggvið mig fyrir ruglið, en það hafa menn oft orðið að líða þegar sannleikurinn er klaufa- lega samansettur. Með hlýleik og vinsemd, Bjarni Sveinsson Ung hjón sitja á ströndinni og horfa á bylgjurnar. Hún: — Finnst þér ekki sá- samlegt að horfa á öldunar, sem flykkjast inn yfir sandinn. Hann: — O, jæja. Það minnir mig þó svo óþægilega á reikn- inga. Blindir njóia hressingar og hvíldar í Sumarbúðum Banda- lags Lúierskra Kvenna. Undanfarna daga hefir hópur af blindu fólki frá Winnipeg dvalið í Sunrise Lutheran Camp og virðist hafa notið sín þar hið bezta. Er þetta fólk frá aldrin- um 30 ára til 83ia — bæði karlar og konur. Konírnar sitja úti og eru að gjöra ýmislegt í höndun- um og skrafa saman á daginn. Karlmennirnir finna sér ýmis- legt til að eyða tímanum með og eru alls ekki hikandi að vaða og synda í vatninu undir leið- sögn hins ágæta leiðtoga, sem er á staðnum. Síðastliðinn laugardag h é 11 „Women’s Auxiliary of the Blind Institute“ sína árlegu útiskemt- un í sumarbúðunum. Kom þang- að á þriðja hundrað af blindu fólki undir þeirra umsjón. — Kom það með járnbrautarlest síðari hluta dags og fór aftur að kvöldi. Veðrið var ákjósanlegt; gleði, söngur og hlátur hljómuðu og allir sýndust skemta sér hið bezta og njóta vel hinna ágætu veitinga, sem konurnar höfðu meðferðis. — Þessi hópur hverf- ur aftur heim næstkomandi fimtudagskvöld. Konurnar, sem þar hafa starfað þessa 10 daga svo frábærlega vel fyrir hönd Bandalagsins, eru þær Mrs. Sig- ríður Bjerring og Mrs. Rósa Jó- hannsson frá Winnipeg og Mrs. Lily Sigurdson og Mrs. Thora Oliver frá Selkirk. Meðlimir Bandalagsins gleðj- ast yfir að hafa haft tækifæri til að auka gleði þessara góðu gesta, sem margir virðast vera einmana og vinafáir. Ingibjörg J. Ólafsson — Ef þú værir maðurinn minn, myndi ég byrla þér eitur. — Ef þú værir konan mín, þá myndi ég drekka það. Ode To Canada By SELLA JOHNSON My Canada, you are so fair, With golden glory on your hair, Majestic brow, upraised, your eyes Mirror the magic of the skies; The fragrance of your cheeks, sun kissed, Your purple cloak of autumn mist, Your voice with undertones divine From rustling maple to murmuring pine— These we love; your changing moods Chastise and charm your happy brood. In tranquil pose we like you best— The leaves hang trembling, the wind is at rest— Reclining thus, idly, with listening ear, O land of sweet mystery, what do you hear? Do you dream of a day long past, When a dragon-head over the sea Loomed; someone lowered the mast, He landed;—and worshipped thee. Proudly you welcome proclaimed, And promised him bounties untold, If he would remain and rightfully claim All the royalties you would unfold. He stayed, and he steadfastly wrought, Each stroke forged the base of that height, Where freedom of speech and of thought And faith in the future abide. Youth still is stamped on your brow, Though your sturdy consort is gone, Your people are proud of you now— Of the prestige and honor you won; Yes, Canada, Queen of the North, Crowned by the valour of your sons, Princely they have proven your worth At Passchendaele, Dieppe and Mons. But, Canada, fair fortune’s land, Fantastic rumours arise, Of treacherous brigands in bands, Bent on destrudtion and vice; What if your populace proud, Pampered by opulent ease, Allowed álien doctrines to flout The ideals fostering peace? Ah, Canada, that cruel thought Calls for vigilance, steel-wrought, The truths which, through your tears, were bought Must teach us constancy; Then let us pray for power to hold Those precious bonds in their value of gold, And thus keep faith with the fathers of old, The founders of liberty. —HNAUSA CELEBRATION, July 2nd, 1951. —Lesb. Mbl. Fró Warren's Landing

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.