Lögberg - 05.07.1951, Blaðsíða 6
6
LÖGBERG, FIMTUDAGÍNN 5. JÚLÍ, 1951
NÓTT
OG
MORGUN
Eftir LYTTON LÁVARÐ
J. J. BtLDFELL,. Þýddi
„Eitt af blómunum barn! Til hvers?“
„Ó, hún kom frá Frakklandi, Madame, þar
sem að kaþólska fólkið lætur blóm og borða
og þess háttar á grafirnar; þú manst, Madame,
að við vorum að lesa um Pére-la-chaise í gær“.
„Já, hvað um það?“
„Og ungfrú Fanny gerir hvað sem að við
biðjum hana að gera fyrir okkur ef við gefum
henni blóm“.
„Hann bróðir minn sagði mér hvar ég ætti
að láta þau. — En ég hefi aldrei haft eins
falleg blóm og þessi eru. Þau máske koma með
hann til baka aftur! Ég skal vera svo ósköp
góð, ef að þú vilt gjöra svo vel að gefa mér
eitt — aðeins eitt“.
„Þú ‘ætlar að læra lexíurnar þínar, ef ég
gef þér eitt, Fanny?“
„Ó, já! Bíddu í mínútu!“
Fanny fór og settist í sæti sitt, opnaði staf-
rófskverið, tók báðum höndum um ennið og
ruddi úr sér heilli runu af örðugum tveggja
atkvæðisorðum. Sambandinu var náð!
Upp frá því vissi kennarinn hvernig að hún
átti að örfa lærdómsgáfu hennar, og hún lærði
að lesa, og það mátti heita, að þekkingarbraut
hennar væri blómum stráð! Katrín, synir þínir
voru langt í burtu, en gröfin þín var ein blóma-
breiða!
Á þessum skóla, eins og títt er, voru einföld
ljóð, oft helgiljóð um hönd höfð til að skerpa
minni barnanna. í því námi tók Fanny auð-
vitað þátt; en það einkennilega var, að þau
sýndust rugla hugsun hennar, á sama tíma og
þau vöktu og æstu huga hennar, eins og þeg-
ar blíðveðursvindur fer um laufgaðan lund og
hrærir blöð á hverri grein. Hún hafði þegar í
æsku haft gaman af að fara með barnakvæðin,
sem að nunnurnar á nunnuklaustrinu fóru með
og kendu henni, til gamans og afþreyingar, en
smekkur hennar hafði nú náð meiri þroska.
En þrátt fyrir þann þroska átti hún erfitt með
að greina ljóðin, sem hún var nú að læra, eða
að gjöra sér grein fyrir mismunandi efni
þeirra. Hljómbylgjurnar bárust að eyrum •
henni og fóru þar í meiningarlausan hávaða,
en hún náði vissum setningum og vissum
pörtum úr ljóðunum og óf úr því heild, sem
að hún sjálf, en enginn annar skildi. Og hún
var oft vön að syngja eða fara með þann sam-
setning sinn, þegar að hún var á gangi á göt-
um bæjarins, eða annars staðar, og fólkið á
götunum stansaði, hristi höfuðið raunalega og
vorkendi vesalingnum, sem var að fara með
þetta, sem í rauninni var ekkert annað &n bull
eða röfl, en virtist þó eiga vel við og vera í
fullu samræmi við hið óstöðuga og leitandi
hugarflug hennar.. Það hjálpaði ekki aðstöðu
Fanny, að frú Boxer hvar sem að hún fór í
nágrenninu var að kvarta undan vandræðun-
um, sem að hún væri i með að eiga við vesal-
ings barnið, sem að væri auðsjáanlega andlega
bilið; það var svo sem auðséð á öllu, venjum
stúlkunnar, þegðun, og svo væri hún tekin
upp á því að halda sig í kirkjugarðinum og það
væri viss vottur u mandlega bilun fólks, þegar
að það tæki upp á því.
Þessar prédikanir frú Boxer voru ekki lengi
að festa rætur. Börnin fóru að víkja úr vegi
fyrir henni þar sem að hún var á ferð eftir
götunum og stungu saman nefjum í hjátrú og
hræðslu og hvísluðu: „Þetta er brjálaða stúlk-
an“. — Brjáluð — hve óendanlega miklu meira
af ljósi himinsins lýsti ekki í þessu skýi, heldur
en blaktandi kertaljósin varpa á óhreinar íbúð-
ir þeirra, sem álíta sig stjörnur mannfélagsins!
Mánuðir og ár liðu. — Fanny var þrettán
ára, þegar að ný sólhvörf urðu í lífi hennar.
Frú Boxer hafði aldrei komist yfir fyrstu andúð
sína til Fanny. Hún var alltaf ill í hennar garð
og stundum blátt áfram grimm. En Fanny
kvartaði ekki, og þar sem framkoma frú Boxer
við Fanny var alltaf smjaðursleg og fleðuleg
þegar að gamli maðurinn heyrði til þeirra, þá
hafði hann ekki hugmynd um hvað sonardóttir
hans, sem að hann hélt að væri, varð að líða.
Fyrir nokkrum árum hafði sambúð þeirra
Símonar Gawtrey og frú Boxer vakið hneyksli
í nágrenni þeirra; klæðaburður hennar, hvað
hún var fröm, og hljóðskraf um að æska henn-
ar hefði ekki verið Vestu vígð, gaf þessum orð-
róm vængi. Ein ástæðan fyrir því, að við erum
ekki viss um að þessi orðrómur væri ósannur
var, að Símon hafði tekið svo hart á heimsku-
pörum sonar síns! En hvernig sem þessu kann
að hafa verið varið, þá er það víst, að konan
hafði mikil áhrif á Símon Gawtrey áður en
Fanny kom og hún hafði átt mikinn þátt í að
herða huga hans á móti William syni hans.
Það var einnig víst, að hún hafði ásett sér að
verða erfingi að eignum nirfilsins hvenær sem
að forsjóninni þóknaðist að taka hann til sín.
Hún vissi, að Símon hafði látið gjöra erfðaskrá
fyrir löngu og ánefnt henni eigur sínar; og hún
vissi lika, aö hann hafði ekki breytt henni.
Hún hélt því, að þrátt fyrir ást þá, sem hann
hafði fengið á Fanny, að þá mundi hann unna ■
gulli sínu svo mikið meira, að hann gæti ekki
fengið sig til að sleppa því í hendur þess, sem
ekki kynni með það að fara. ■ Þessi hugsun,
hafði að nokkru leyti sætt bústýruna við komu
Fanny, sem hún þó hataði af heilum huga, eins
og hundur hatar hund, ekki aðeins fyrir að
taka bein, heldur fyrir að líta á það.
Allt í einu veiktist Símon. Aldurinn gjörði
það að verkum, að það var ekki ólíklegt að
hann mundi deyja. Hann fór í rúmið — andar-
drátturinn varð æ daufari — það leit út fyrir
að hann væri dáinn. Fanny, sem ekki gjörði
sér grein fyrir hættunni, sat við rllmstokkinn
hjá honum og hélt niðri í sér andanum svo að
hún vekti hann ekki. Frú Boxer þaut að skatt-
holinu — hún lauk því upp, leitaði að erfða-
skránni, en fann hana ekki, en hún fann þrjá
poka, iulla af glóandi gullpeningum, sú sjón
gladdi hana. Hún helti gullinu úr þeim á græna
dúkinn sem var á skattholinu — og fór að
telja, en rétt í því rumskaði gamli maðurinn
alveg eins og að aðdráttarafl peninganna hefði
hrifið hann úr dáleiðslumókinu. Blindni hans
varðveitti hann frá geðshræringu, sem hefði
getað riðið honum að fullu, ef að hann hefði
séð hina syndsamlegu svívirðingu, en hann
heyrði hljóminn í peningunum, og hann vakti
hann og styrkti. En veikir menn eru ávalt
slungnir — hann lét ekkert á sér bera.
„Frú Boxer“, sagði hann veiklulega. „Ég
held, að ég hafi lyst á ofurlitlum súpuspæni".
Frú Boxer reis á fætur óttaslegin og lét drag-
kistuskúffuna aftur og hljóp ofan eftir súp-
unni.
Símon fór að spyrja Fanny um hvað frú
Boxer hefði verið að gjöra, og þegar að hann
vissi hvað erfinginn tilvonandi hefði verið að
gjöra, lét hann Fanny loka dragkistunni og
færa sér lykilinn, en fara svo tafarlaust til
lögfræðings, sem að hann gaf henni nafnið á,
og sagði henni hvar hann væri að finna, og
koma tafarlaust með hann.
Þegar frú Boxer kom með súpuna, "brosti
gamli maðurinn illgirnislega og sagði: „Þú ért
óeigingjörn manneskja, frú Boxer; ég held,
að þú munir sjá eftir mér þegar að ég dey“
Frú Boxer fór að snökta, og áður en hún var
búin að jafna sig, kom lögfræðingurinn inn.
Ný erfðaskrá var samin þá um daginn, og lög-
fræðingurinn tilkynti frú Boxer á kurteislegan
hátt, að veru hennar og vinnu þar á heimilinu,
væri lokið næsta dag fyrir hádegi, og að hann
þá kæmi með hjúkrunarkonu til að taka plássið
hennar.
Frú Boxer hlustaði á þetta, og réði strax
við sig hvað hún skyldi gera. Undir eins og
Símon sofnaði aftur, læddist hún inn í her-
bergið til hans, eftir að hafa tekið Fanny og
læst hana inni í sínu herbergi, fann lykilinn
að dragkystunni undir koddanum hjá honum,
tók allt úr dragkystunni sem að hún gat hönd
á fest, og var horfin um morguninn og fannst
aldrei! Tap Símonar var meira, en vænta mátti, *
því að undantekinni smáupphæð, sem að hann
átti á sparibanka, hafði hann, eins og flestir
aðrir nirflar, geymt allt sem að hann átti heima
hjá sér. Eignir hans voru í sannleika mikið
minni, en að menn héldu, því að peningar
ávaxtast ekki, nema að þeir séu lánaðir út
með vöxtum; það hafði hann ekki þorað að
gjöra. Frú Boxer hafði víst hugsun á að eyði-
leggja það sem að hún hafði tekið í bankaseðl-
um, því að númerin á þeim, sem að Símon
mundi, komu aldrei fram. En gullið gat eng-
inn helgað sér. Svo að faðirinn, sem hafði gjört
son sinn að útlaga til að auðga þjónustukon-
una, var öreigi í elli sinni, nema fyrir þá litlu
upphæð sem hann átti á bankanum, og þessa
fáu húsmuni sem í húsinu voru. Þessu var þó
haldið leyndu fyrir honum samkvæmt ráði
læknis, er lögfræðingurinn leitaði til upp á
sínar eigin spýtur, þangað til að hann var orð-
inn svo hress, að hann þyldi að heyra það. En
slík bið, hjálpaði auðvitað frú Boxer til þess
að komast undan lögreglunni og lögunum.
Þegar að Símoni var sagt frá því, sem fyrir
hafði komið, sat hann þegjandi og utan
við sig all-langa stund. Fanny, sem var ótta-
slegin, hljóp til hans og hjúfraði sig upp að
brjóstinu á honum. Hann ýtti henni frá sér: —
„Farðu — farðu — farðu, barn!“ sagði hann.
„Ég get ekki fætt þig lengur. Láttu mig svelta
í hel“.
„Svelta“, sagði Fanny hugsandi og hún fór
og settist niður í þungum þönkum. Svo gekk
hún ofurhægt til lögfræðingsins, sem var í þann
veginn að fara, eftir að vera búinn að gefa
Símoni öll þau ráð sem að hann gat; hún tók
í handlegginn á honum og hvíslaði 1 eyra hans:
„Ég þarf að tala við þig! — Komdu með
mér“. Hún fór méð hann út úr húsinu, stansaði
þar og sagði: „Segðu mér, þegar að fátækt fólk
reynir til að verjast hungri, vinnur það þá
ekki?“
„Jú, góða mín“.
„Ríka fólkið kaupir vinnu fátæka fólksins?“
„Vissulega, mín kæra, vissulega“.
„Nú, jæja. Frú Boxer var vön að selja það,
sem að ég bjó til. Fanny skal vinna fyrir fæði
afa síns! Farðu og segðu honum að tala aldrei
um hungur framar“.
Lögfræðingurinn, sem var allra bezti mað-
ur, komst við af þessu. „Heldur þú, að þú getir
virkilega unnið? Jæja, settu á þig hattinn,
komdu með mér og talaðu við konuna mína“.
Og það urðu aftur sólhvörf í lífi Fanny. Hún
hætti á barnaskólanum, en hóf nám í skóla
lífsins. Þarfirnar þroskuðu skynjun hennar.
Það komu tár í augu fólks, þegar að það sá
hana ganga á daginn með körfu á handleggn-
um eftir götum bæjarins með handsaumum sín-
um í, og syngja enn sömu ósamstæðu erindin
og sundurslitnu setningarnar með gleðihreim.
Þá sögðu menn, jafnt sem börn, án þess að
nokkur fyrirlitningarhreimur heyrðist í rödd
þeirra: „Það er fábjánastúlkan, sem að vinnur
fyrir honum afa sínum, sem að er blindur!"
Fólkið kallaði hana enn fábjána!
IV. BÓK
I. Kapííuli
Lesari, ef að þú hefir nokkurn tíma litið
á. vatnsdropa í gegnum stjörnukíkir, þá hefir
þú máske furðað þig á, hvernig í ósköpunum
standi á því, að allur sá ófögnuður sem þar
mætir auganu skuli hafa verið falinn fyrir
þér, þér hefir boðið við lögnum, sem að þú
hélst áður að væri hreinn — þú hálfpartinn
hugsaðir þér að hætta við að drekka vatn; en
daginn eftir ertu búinn að gleyma hinum
grimmu lífsverum, sem blöstu við þér í ótelj-
andi myndum, hins iðandi aragrúa í vatnsglas-
inu, og ef að þorstinn hefir svo kvalið þig svo
að þú hefir ekki getað haldið þér frá að drekka
úr glasinu, þrátt fyrir það þó að þessi iðandi
aragrúi sé að limlesta, gleypa og troðfylla sig
hver á öðrum í vatninu, sem þú drekkur með
svo mikilli ánægju. Þannig er það með hið
sögulega og innihaldsmesta atriðið í því, sem
við nefnum lífið. Umkringdur öllum þægind-
um hímir þú hangandi 1 hefðarsæti hugmynd-
anna — þegar að máske í fyrsta sinni að þú
lítur í gegnum kíkir vísindanna á hið ægilega
öldukast, sem með sogafli sínu fyllir hverja
holu og rauf jarðarinnar, vökvar hverja sýni-
lega smáögn og hvert jarðefni, sem að þú
snertir. — Þér bregður í brún, og skefldur
spyrðu sjálfan þig: Getur þetta verið? Mig
hefir aldrei dreymt um þetta áður! Ég hélt,
að það sem ég sæi ekki, væri ekki til. Þessari
sjón minni gleymi ég aldrei“.
Daginn eftir er sýnin og heitið gleymt. —
Efnafræðingurinn getur hreinsað glasið. —
Geta vísindin hreinsað hjörtu mannanna?
Við snúum okkur nú til landshluta þess,
sem menn fegurstan líta. Hver mundi þakka
guði fyrir hans óumræðilega sköpunarverk, ef
að hann fengi ekki að líta döggdropa drjúpa
af rósviðnum, eða glitra í geisla sólarinnar án
stj örnukíkirsins?
Það eru tíu ár liðin síðan að William Gaw-
trey dó: — Láttu mig, lesari góður, fylgja þér
til fegursta útsýnis, sem til er á Englandi —
útsýnis, sem vígt er þeim sönnustu lýsingum í
ljóði, sem vér þekkjum — lýsingu á sveitafriði
og ró.
Það var komið haust og grösin voru farin
að fölna á bökkum Vinandermere-árinnar. —
Sumarið hafði verið óvanalega hlýtt og fag-
urt; og ef að 'þú hefðir verið gestur við ensku
vötnin það ár, þá hefðir þú máske séð við og
við, á meðal fólksins sem þar var að skemta-
sér, tvær pe'rsónur, sem sérstaka eftirtekt vöktu,
eða öfund — persónur, sem þér hefði fundist,
að væru í einkennilegu samræmi við fegurð
og yndisleik staðarins. Persónurnar voru báðar
ungar — báðar glæsilegar. Elskendur hefðir
þú haldið að þær væru, en elskendur, sem að
Fletcher hefði sérstaklega falið í umsjá Hjarð-
gyðjunnar — persónum, sem hefðu getað
hvíslast á:
Blómum stráðum bökkum, brunnsins hreina,
þar sem ljósálfar leika, í ljósi tunglsins.
Því í kærleika þessara persóna virtist vera
svo mikið af hreinleik og sakleysi, sem var í
fullu samræmi við skapgerð þeirra og fegurð.
Kærleikur stúlkunnar var máske skyldari
þeirri tegund kærleika, sem að frjóangar lífsins
varpa upp á yfirborðið, eins og vorgróðurinn
blómum jarðarinna, heldur en hinum grund-
vallaða djúpsetta óeigingjarna kærleika, sem
að einn er varanlegur, og sem að fyrstu kær-
leikstilfinningarnar, eða öllu heldur fyrsta í-
myndunin, er síður móttækileg fyrir, heldur en
grundvölluð velvild síðari ára. En hann, elsk-
andinn, var svo óvanalega og einkennilega
fagur, að fegurðin ein nægði til að vekja kær-
leika þann, sem að ljómi augnanna yfirstígur.
En til að byrja á upphafinu, þá hafði heldri
kona og dóttir hennar, átján ára, tekið sér ferð
á hendur haustið áður en saga þessi gerðist, til
Vatnahéraðsins á Englandi. Hún varð hrifin
af fegurðinni við Vinandermere, og þar sem
að svo vel vildi til að eitt af hinum vandaðri
og skrautlegu stórhýsum á vatnsbakkanum var
til leigu, hafði hún sest þar að og dvalið þar
vetrarlangt. U mvorið hafði eldri konan veikst
hættulega og treysti sér ekki til að taka þátt
í samkvæmislífinu í Lundúnum, og máske líka
sökum þess, að hún sjálf hafði verið fegurðar-
goð í samkvæmislífi borgarinnar, kærði sig
ekki um að kynna dóttur sína þar, fyrri en
nauðsyn krefði, svo að hún hafði haldið kyrru
fyrir þarna í Vatnahéraðinu, að mestu leyti í
heilt ár. Bóndi hennar, sem var mikill heims-
umhyggjumaður í Lundúnum, og átti stóran
búgarð úti á landi, kom við og við til þeirra,
en hann var ekkert hrifinn af sveitafegurðinni,
sem engar rentur gaf honum, og lét sig hana því
litlu varða.
Fyrsta mánuðinn, sem að þær mæðgur voru
í Vinandermere, höfðu þær kynnst ungum
manni á eftir farandi hátt: Kveld eitt þegar
að þær voru á gangi á grasvellinum, sem var
framundan húsi þeirra og lá í aflíðandi halla
ofan að vatinu, þá heyrðu þau leikið á flautu
svo yndislega vel, að það dróg þær eins og í
leiðslu ofan að ströndinni. Sá, sem á flautuna
lék, var ungur maður, sem sat í bát, er hann
hafði fest við tré á vatnsbakkanum á land-
bletti, sem húsi þeirra heyrði til. Hann var
einn í bátnum, að undanteknum Nýfundnalands
hundi, sem að sat í skut bátsins, horfði á mann-
inn og hlustaði á músikina. Þegar að mæðg-
urnar færðust nær bátnum fór hundufinn að
urra, og maðurinn hætti að leika á flutuna,
en sá þær þó ekki. Síðustu geislar sólarinnar,
sem var að setjast, léku um höfuð og andlit
mannsins, þegar að hann leit við, og andlitið
var slíkt, að jafnvel gyðjurnar frá Delos hefðu
aldrei getað gleymt því. — Andlit Appolos —
ekki sem hetjunnar, heldur hjarðguðsins —
ekki bogmeistarans, heldur flautunnar — ekki
Pythori-sigurvegarans, heldur draumhýra æsku
mannsins í forsælu-skugganum, — sem að læri-
meistarinn hefir mótað og látið standa athafna-
lausan upp við eik skógarins — æskuguðinn,
sem enn er jarðbundinn og hefir hvorki kynst
guðaheiminum né heldur umhverfi sínu. Rétt
í þessu stekkur hundurinn upp úr bátnum og
eldri konan hljóða upp, sem að vakti eftirtekt
mannsins sem í bátnum var, svo að hann fór
líka í land. Hann kallaði á hundinn til sín, og
bað fyrirgefningar með hæversku en fullri
sjálfsvirðingu á þessari tilviljun. Sagðist ekki
hafa vitað, að fólk byggi í húsinu, sem stað
þessum fylgdi — en sér þætti mikið til hans
koma og að hann ætti heima í nágrenninu.
Eldri konunni þótti mikið til þessarar skýr-
ingar koma, en þó einkum til útlits mannsins.
í fari hans var einhver tign, sem með orðum
verður ekki lýst, en sem er áhrifameiri heldur
en aðeins fegurð líkamans, og sem að aldrei er
hægt að apa eftir eða læra. Þau skyldu samt
í þetta sinn án þess að meiri kynning tækist á
milli þeirra. Nokkrum dögum síðar hittust þau
í húsi nágranna þeirra og voru þá gerð kunnug
með nöfnum. Mæðgurnar könnuðust ekkert við
nafn unga mannsins, en öðru máli var að gegna
með þeirra. Þegar að hann heyrði þau, fölnaði
hann, varð hljóður og hélt sig mjög út úr fé-
lagsgleðinni allt kveldið.
Þau hittust oft eftir þetta; og í fleiri vikur —
nei, mánuði, virtist hann forðast að endurnýja
kunningsskapinn, sem svo kátlega byrjaði, en
smátt og smátt dróg fegurð yngri konunnar
úr þessum fáleika og andúð hans. Ferðir upp
í fjöllin í nágrenninu dróg þau saman, unz að
síðustu að aðdráttaraflið, sem að hann hafði
ásett sér að standa á móti yfirbugaði hann.
Þessi ungi maður átti heima hinu megin
við vatnið á rólegu heimili, þar sem að hann
var tilbeðinn. Hann hafði lifað þar eins hreinu
og rólegu lífi, eins og þó að hann hefði verið
í klaustri; smekkur hans var hreinn, lyndis-
einkunnir hans sýndust viðkvæmar og fínar,
en undir því rólega ytra yfirborði duldust á-
stríðu blossar, sem samfara eru eðli skáldanna,
brennandi og viðkvæmir, sem brutust út við
og við. Hann hafði dvalið á þessum slóðum
nálega frá barnæsku. Um heiminn vissi hann
ekkert, nema það sem að hann las í bókum —
ljóðabókum og skáldsögum. Hann átti þar
heima hjá skyldfólki sínu — öldruðum manni
ókvæntum og tveimur öldruðum systrum hans,
sem að báðar voru piparmeyjar — og sem öll
virtust vera jafn saklaus og óþroskuð. Þetta
var fjölskylda, sem þeir ríku virtu, en þeir
fátæku elskuðu — óáleitin, gjafmild og í góðum
efnum. Það þótti sjálfsagt, að hver sem að
efnin voru, að þá mundi ungi maðurinn erfa
þau. Nafn þessa unga manns var Charles
Spencer; konurnar voru frú Beaufort og dóttir
hennar Camilla.
Fyrst í stað athugaði frú Beaufort ekki, þótt
að hún væri athugul kona, að nein hætta mundi
stafa frá kunningsskap þeirra Camillu og Spen-
cer. Hugur hennar og metnaður var ekki bund-
inn við dóttur hennar. Hugur hennar og um-
hyggja snerist öll um son h'ennar, Arthur, sem
að dvaldi mestmegnis utanlands. Hann var á-
litinn að vera gáfaður, þegar að hann vildi
beita skynsemi sinni sér til frama og upp-
hefðar, hann var nógu laglegur til þess að
allar koriur, sem voru að líta eftir gjaforði fyrir
dætur sínar, þætti hann tilkomumikill, nógu
geðgóður til þess að vera vinsæll í félagslífinu,
sem að hann tók þátt í, og fleygði peningum út
á báðar hendur takmarkalaust. Arthur Beau-
fort, þegar að hann var þrjátíu ára að
aldri, hafði getið sér mikinn orðstír, sem að
endurgreiðir áhuga manna um stund. Það var
sú tegund orðstírs, sem að móðir hans kunni að
meta, en sem föður hans, sem var sparsamari,
þótti allmikið til koma, þó að hann léti það
ekki í ljósi. Hann lét sem sér væri frægð sú, sem
að sonur hans gat sér, á móti skapi. Þessi son-
ur, eins og sagt hefir verið, var augasteinn
foreldra sinna; dóttirin var þeim lítils virði i
samanburði við soninn. Hvernig gat dóttirin
haldið hinu volduga Beaufort nafni uppi?