Lögberg - 26.07.1951, Blaðsíða 4

Lögberg - 26.07.1951, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 26. JÚLÍ, 1951 Högbítg OeflB flt hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA Utanáslcrift ritstjórans: BDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MAN. PHONE 21 804 Rritstjórii EINAR P. JÓNSSON Verð $5.00 um árið—Borgist fyrirfram The "Lögberg” is printed and published by The Columbia Press Ltd. 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada. Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa Ljóð, sem hlýja og hefja hugann Jafn glöggur er skilningur skáldsins, eins og sjá má einnig af þessu kvæði, á nánum tengslum manns- ins við móðurmoldina; það hefir hann túlkað á áhrifa- mikinn hátt í kvæðinu „Sjö í sjó og sjö á landi“, með þjóðsöguna alkunnu um það efni í baksýn, en í kvæðinu ávarpar Fjallkonan börn sín heima og erlendis og lætur í ljósi þá von sína, að „svip og hjarta stimpli frónskur andi“, þó svo kunni að fara, að hin fjarlægu börn henn- ar sökkvi í alþjóðasjóinn. Fagurlega yrkir Sigurður einnig um hið nýja fóstur- land sitt, Canada, og að vonum verða honum hugstæð barátta og örlög íslenzkra landnámsmanna og kvenna þeim megin hafsins. Prýðilega og maklega minnist hann þeirra í heild sinni í „Minni landnemanna“ (flutt á fimmtíu ára landnemahátíð á Gimli 2. ágúst 1925), en upphafserindin eru á þessa leið: að deyja til þess að komast í himnaríki. Það er innra með þeim. Þeim hefir auðnazt það, sem skáldið orðar svo fallega: í voðanum skyldunni víkja ei úr og vera í lífinu sjálfum sér trúr“. Og svo þetta að málslokum. Þó að ég hefði, eins og þegar er látið í ljósi, kosið það, að gefin hefði verið út stærri bók af kvæðum Sigurðar Júlíusar Jóhannes- sonar, er ég þakklátur útgefendum fyrir þetta úrval ljóða hans. Þeim til maklegs hróss skal það einnig sagt, að það er hið snotrasta og vandaðasta að ytri frágangi, prýtt tveim ágætum myndum af höfundinum frá yngri og seinni árum hans. Efnis og búnings vegna er því alveg óhætt að mæla hið bezta með bókinni; hún er kærkominn fengur öllum ljóðavinum. Eftir prófessor RICHARD BECK Sigurður Júlíus Jóhannesson: LJÓÐ. Steingrímur Arason hefir valið. Reykjavík. Útgef.: Barnablaðið Æskan, 1950 Illa sæmir það gömlum sjómanni að koma seint í verið, en þó liggjæ til þess góðar og gildar ástæður, að mér hefir eigi fyrri unnist tími til að geta ofannefnds úrvals úr ljóðum dr. Sigurðar Júlíusar Jóhannessonar. Ekki svo að skilja, að nein þörf gerist að kynna hann eða skáldskap hans vestur-íslenzkum lesendum; hann er þeim fyrir langa löngu kunnur og kær, því hann hefir í fullan aldarhelming miðlað þeim örlátlega af nægta- brunni skáldgáfu sinnar, hugkvæmni og hugsjónaástar, og hlotið að launum miklar og verðskuldaðar vinsæld- ir af þeirra hálfu. Væri það því rammasta vanþakklæti að láta ógetið umrædds úrvals úr ljóðum hans, og það því fremur sem þau eru auðug að fegurð og lífsgildi, hita lesandanum um hjartarætur og lyfta huga hans til hærra flugs. Ágætlega fór á því og ræktarlega, að Barnablaðið Æskan stendur að þessari útgáfu af ljóðum Sigurðar, því að hann var stofnandi hennar og fyrsti ritstjóri, og gerðist um leið brautryðjandi á því sviði, því Æskan, sem nýlega varð fimmtug, var fyrsta barnablað á íslandi. Ágætur maður hefir einnig valist til að annast útgáfu ljóðanna, þar sem Steingrímur Arason kenn- ari er, því að bæði er hann sjálfur lipurt ljóðskáld og smekkvís að sama skapi. Hann hefir einnig ritað prýði- legt æviágrip Sigurðar, eins langt og það nær, en það er hverju orði sannara, sem Steingrímur segir í byrj- un æviágripsins, að ævisaga Sigurðar er svo óvenju- leg og ævintýrarík, að henni verða ekki gerð full skil í stuttu máli. EJigi að síður hefir Steingrími tekist að bregða upp glöggum myndum bæði úr atburðaríkri ævi Sigurðar og eins af manninum og skáldinu í megin- dráttum; einkum er hinni hörðu og fágætu baráttu Sig- urðar til þess að komast áfram á menntabrautinni vel lýst og af þeirri samúð, sem höfundi lýsingarinnar er eiginleg. Þessar ljóðabækur hafa áður komið út eftir Sig- urð: Sögur og kvæði, Winnipeg, 1900—’03, Kvistir, Reykjavík, 1910, stórt og fjölskrúðugt safn, og Sólskin (barnaljóð), Reykjavík, 1930. Auk þess hefir hann á þeim fjórum áratugum, sem liðnir eru síðan Kvistir komu út, birt í íslenzkum blöðum og tímaritum vestan hafs (og einnig austan) fjölda ágætiskvæða margvís- leg að efni.og sæg snjallra þýðinga af erlendum úrvals- kvæðum eftir ensk, canadísk og amerísk skáld. Hér var því af miklu og góðu að taka, er til þess kom að velja úr frumsömdum og þýddum kvæðum skáldsins, og hefir Steingrímur Arason auðsýnilega lagt við það verk mikla alúð, eins og hans var von og vísa. En bæði er það, að „sá á kvölina, sem á völina“, eins og fornkveðið er og höfundur þessarar greinar veit af eigin reynd, og einnig hitt, að Steingrími mun hafa verið sniðinn skórinn um stærð bókarinnar. Enda er því ekki að leyna, að ég sakna þar ýmsra sérstæðra merkiskvæða Sigurðar frumortra og þýddra. Hins veg- ar eru í úrvalinu mörg fegurstu og ágætustu kvæði hans, er bera um annað fram vitni ríkri ljóðrænni skájtf- gáfu hans: fegurðarskyni, djúpum tilfinningum og næmu brageyra; víðfeðm samúð hans og umbótahugur eru einnig ljósu letri skráð í þessum kvæðum, þó að hins eldheita byltingamanns og hvassyrta ádeiluskálds gæti meir í sumum þeim kvæðum hans, sem hér er ekki að finna, t. d. í kvæðinu „Verkamaður í auðvalds- klóm“. Af skyldum toga spunnar eru einnig tvær af allra merkustu þýðingum Sigurðar, sem ég sakna úr úrvalinu, „Skyrtusöngur“ eftir Thomas Hood, og „Mað- urinn með skófluna“ eftir Edwin Markham, hvort- tveggja víðfræg kvæði, sem mikil áhrif höfðu. En lítum nú á úrvalið sjálft. Þar skipa öndvegi ýms ættjarðarkvæði skáldsins, eldri og yngri. og er það vel, því að þó Sigurður sé heimsborgari í sönnustu merkingu orðsins, ber hann í brjósti sterka og einlæga ættjarðarást; ágætt dæmi þess er hin gullfallega „Kveðja til íslands“: Þó ytri farsæld forlög mín í faðmi sínum geymdi og upp í hæstu sæti sín mig setti — ef ég þér gleymdi, þá ríkti eilíft eyðihjarn í innstu veru minni, því drottinn gæti’ ei blessað barn sem brygðist móður sinni. Ég bið þess guð, er gaf.mér þig, að geyma í skauti sínu; ég bið að gæfan geri mig að góðu barni þínu. Ég bið að læri þjóðin þín að þekkja köllun sína; ' þig drottinn blessi, móðir mín, i og mikli framtíð þína. Andið hljótt — og hlustið djúpt, hlustið — ótal sálir mæla — grafir opnast, líða ljúft Ijósir svipir — hjartað gljúpt snertir tvinnuð sorg og sæla. Hér er mót á helgum stað, hér er stór og mikil saga skráð á sérhvert skógarblað. — Skilji fólkið, stækkar það heilög ritning reynsludaga. Hin mörgu kvæði Sigurðar til einstakra manna, lífs og liðinna, bera einnig fagurt vitni mannúð hans og góðhug. Snilldarlega segir hann t. d. sögu landnem- ans í erfiljóðinu „Við gröf Halldórs Halldórssonar (að Lundar)“: Hjartað brostið, hendur kaldar, hér sem lengi ruddu braut. Þessi byggð í þriðjung aldar þeirra starfs í öllu naut. Eins og barn við alla sáttur — ævidagasins bezta gjöf. — Heillar byggðar hjartasláttur heyrist kring um þína gröf. Það er alkunnugt hver forystumaður Sigurður hef- ir verið í bindindismálum og hversu ótrauðlega hann hefir ævilangt barist gegn ofdrykkju og bölvun hennar. Af kvæðum hans um það efni í þessu úrvali ljóða hans má einkum nefna ,,Dáinn“, átakanlega lýsingu á ekkj- unni og syni hennar, sem ofdrykkjan lagði að velli um aldur fram, og þýðinguna „Barnið við dyrnar á drykkju- stofunni“. Og þá er einmitt komið að einhverjum sérstæðasta og djúpstæðasta þættinum í skáldskap Sigurðar, en það eru barnaljóð hans; þau eru framúrskarandi falleg og þýð, og munu lengi halda nafni hans á lofti, enda eru þau meginþáttur í hinum mikla og merkilega skerf hans til íslenzkra æskulýðsbókmennta. Allmargt af þeim ljóðum hans, frumsömdum og þýddum, er, eins og vera bar, í úrvalinu, „Móðir og barn“, „Vögguvísur“, „Jesús, vinur barnanna“, og af þýðingum „Barnið“ eftir George Macdonald og „Gleraugun hans afa“, að talin séu nokkur slík kvæði skáldsins. Hver vildi t. d. eigi hafa ort þessa snilldarvísu: Ljúfir geislar ljóss frá geim líkt og sólskinsblæja vefjast þétt um þennan heim, þegar börnin hlæja. Jafnframt minnir þessi vísa á það, að Sigurður hefir ort margt lausavísna, þrungnar af hugsun og til- finningu, og eru eigi allfáar þeirra í úrvalinu, bæði al- varlegs efnis og í léttari tón. / í þessu úrvali Ijóða Sigurðar, þó takmarkað sé að ýmsu leyti, er því að finna harla fjölbreytt safn frum- saminna kvæða hans, og hefir hér aðeins verið drepið á fátt eitt, og gengið fram hjá mörgum hinum lengri kvæðum almenns efnis, svo sem „Kirkjuferð á jóladag“, er lýsir höfundinum vel, og sumum meiriháttar tæki- færiskvæðum-, eins og minningarkvæðinu um Franklin D. Roosevelt forseta. í úrvalinu er einnig að finna margt þýðinga Sig- urðar, einkum hinna ljóðrænni kvæða, en hann er löngu viðurkenndur snillingur í þeirri grein; lipurð hans og málmýkt njóta sín þar ágætlega, og honum er, eins og ég hefi sagt á öðrum stað, sérstaklega sýnt um það að gera þýðingar sínar íslenzkar að blæ og málfari. Af snjöllum þýðingum kunnra merkiskvæða í úr- valinu má nefna: „Vestanblæinn“ eftir John Masefield, „Týnda tóninn“ eftir Sir Arthur Sullivan, „Tré“ eftir Joyce Kilmer, „Fótspor drottins“ eftir Bliss Carman og „Ljúft og rótt“ eftir Alfred Tennyson, að ógleymdri þýðingunni á hinum fræga sálmi „Abide With Me“ (Gæt þú mín) eftir W. H. Lyte. Enn aðrar mætti telja, en margar stórbrotnustu þýðingar skáldsins er þó að finna utan spjalda þessa safns ljóða hans. Það er hinum mörgu vinum Sigurðar og velunnur- um fagnaðarefni og aðdáunar, hve ern hann er, þó kominn sé á níræðisaldur, og hve vel hann heldur and- legum kröftum sínum, eins og greinar hans og kvæði í íslenzku blöðunum hérlendis sýna ótvírætt. í ævi- ágripi skáldsins, sem fyrr var getið, leitar Steingrímur Arason skýringar á þessu ánægjulega fyrirbrigði, og fer um það eftirfarandi orðum, sem ég tek heilhuga undir: „Vert væri að athuga, hvað mundi valda, að ein- staka maður endist óbilaður svona óralangan erfiðis- dag. Segja mætti mér, að þar væri bjartsýni býsna öflugur hornsteinn. Bjartsýni byggð á trú á lífið og sí- Kækkandi þróun þess undir óbrigðulli alvaldsstjórn. Bjartsýni byggð á því að geta litið aftur án þpss að ásaka sig fyrir að hafa svikið hugsjónir sínar eða svik- izt um að vinna þeim af alefli. Slíkir menn þurfa ekki Guðleif Jónsson Hornfiörð F. 1865 - Guðleif Árnadóttir Jónssonar, bónda á Görðum, var fædd á Görðum í Mjóafirði, 22. okt. 1865. Guðleif sál. kom til Kan- ada 1890. Árið eftir giftist hún Jóni heit. Jónssyni Hornfjörð. Þau hjónin byrjuðu búskap fyrir norðan Riverton í Howard- ville-byggðinni, en tíu árum síð- ar urðu þau að flýja bújörð sína vegna áflæðis frá Winnipeg- »/atni. í annað sinn námu þessi eljusömu hjón nú land fyrir norðan Árborg, þar sem þau bjuggu í tuttugu og eitt ár. Það- an flutti fjölskyldan alfarin til Saskatchewan og settist að í Kristnes-byggðinni, sex mílur fyrir norðan Leslie. Þar andaðist Jón árið 1928. Eftir lát manns síns rak Guðleif búskapinn með dóttur sinni Mrs. B. Pell. Jóni og Guðleifu varð sex barna auðið. Þrjú börn og tveir fóstursynir lifa móður sína. Börnin eru: Mrs. Pell, í foreldra- húsum; Helgi, bóndi í Elfros- byggð, og Mrs. Mercer, búsett í Flossmoor, 111. Fóstursynirnir eru: Emil, bóndi í Kristnes- byggð og Björgvin í þjónustu sambandsstjórnarinnar í Ottawa Tvær systur Guðleifar sál. eru á lífi: Mrs. S. Sigurdson, ,í Foam Lake, Sask. og Mrs. Th. Johnson, Blaine, Wash. Níu barna-börn og fjögur barna-barna-börn sjá á bak ömmu og langömmu. Tvö af barnabörnum Guðleifar ólust upp á heimili hennar. Þrjú af börnunum dóu á undan móður sinni: Bergþóra, dó í æsku, og Þorsteinn var sextán ára þegar að hann kvaddi þennan heim. Kristrún, sem gift var séra Jó- hanni Fredriksgyni, er dáin fyr- ir mörgum árum síðan. Guðleif má teljast í braut- ryðjendahópi Norður Nýja-ls- lands, og aðeins frumbyggjarnir sjálfir bera hugmynd um þá erfiðleika og þær óhagstæður, sem við þurfti að etja dag frá degi: Flugur og foræði, samfara örbyrgð, reyndi næstum um of líkamlegt og andlegt þol þeirra hraustustu, því þrátt fyrir ó- slitið strit, bötnuðu lífskjör lítið eitt fyrstu árin. Og það var fyr- ir óbilandi traust á æðri forsjón að margir hverjir lögðu ekki ár- ar í bát. Guðleif var ein af þeim sterktrúuðu sálum, sem sá hvern komandi dag í ljósi ódauðlegrar vonar. Hin látna og maður henn- ar voru á erfiðis-árum Nýja- íslands meðal traustustu stólpa kirkju sinnar og starfandi þjón- ar í víngarði Drottins meðan fjör og kraftar leyfðu. Guðleif var ein af þeim kærleiksríku sálum, sem hugsaði fyrst og fremst um sína og aðra og síðast um sjálfa sig. Blómadýrðin, sem huldi líkbörur hinnar framliðnu, bar þögult vitni um djúpstætt og víðtækt vinfengi er Guðleif átti í hjörtum þeirra mörgu, sem henni voru samferða á lífsleið- inni. Þrátt fyrir hennar líkam- legu fötlun og langvarandi van- heilsu kvartaði hún aldrei. Mrs. Pell stundaði móður sína með mestu alúð og nákvæmni. gegnum öll hennar veikindi. Fjórir af uppáhalds sálmum Guðleifar voru sungnir við út- för hennar: „Lofið vorn Drott- inn“, „Hærra minn Guð til þín“, „Ó, þá náð að eiga Jesúm“ og „Á hendur fel þú honum, sem himna stýrir borg“. Síðasta sálm inn söng Mrs. S. Sigurgeirsson með Jónas Sigurgeirsson við hljóðfærið. Df 1951 Mrs. Guðleif J. Hornfjörð Guðleif sál. var jarðsungin af þeim sem þetta ritar, 19. marz s.l. frá kirkju Elfros-bæjar; hennar jarðnesku leifar voru lagðar til hvíldar í grafreit El- fros-byggðar, við hlið þeirra ástvina, sem á undan voru farnir. Sannlega túlka þessi orð sálma skáldsins sálarfar hennar, sem nú er gengin veg allrar ver- aldar: „Mín sál, því örugg sértu, og set á Guð þitt traust. Hann man þig, vís þess vertu, og verndar efalaust. Hann mun þig miskunn krýna, þú mæðist litla hríð; þér innan skamms mun skína úr skýjum sólin blíð“. —S. S. — KVEÐJA — Mrs. G. J. Hornfjörð Fædd 22. október 1865 Dáin 14. marz 1951 Ævi örlaganna, endaður er vegur. Dauðinn læknir lýða, ljúfur hjartanlegur líkams leysti böndin, lömun sjúkdóms stunda. Ekkert framan amar, ég því rótt nú blunda. — í ljósi liðins tíma, lifir fögur minning, ættlands ætíð rósin, á þín minti kynning. 1 starfi styrkar hendur, stöðugt hjálp að rétta, þeim er erfitt áttu og þeim byrði létta. — Þú með manni mætum, máttir landnám hefja, í þeim fósturfamni, fold nú ykkur vefja. Sigur lífsins sýnir, samleiðar er stundin, upp þeim aftur runnin, ósldn þráða fundin. — Kært hún börin kveður kærum meður þökkum, umhyggjuna alla, og með huga klökkum, blessar bæinn ljúfa, byggðina og sína vandamenn og vini, er vegferð greiddu mína.— Trúin ætíð átti, æðsta sæti í hjarta, er nam veginn vísa, vonarstjarnan bjarta. Að við ævilokin, alsæluna finna, þar útvaldir eiga, arfleifð starfa sinna! — B. J. Hornfjörð

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.