Lögberg - 26.07.1951, Blaðsíða 6

Lögberg - 26.07.1951, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 19. JÚLÍ, 1951 NÓTT OG MORGUN Eftir LYTTON LÁVARÐ J. J. BlLDFELL. þýddi „Ég vildi sannarlega að þú vildir gjöra það!“ „Með ánægju: Mér þykir gaman að slíku. — Ég hefi sérstakaánægju af að fást við óþokka — ég hefi gaman af því. Viku frá deginum í dag skal ég koma heim til þín — sem umboðsmað- ur þinn. — Ég held að ég sé betri til þess heldur en Blackwell. Þú sagðist þurfa að fara til Vatnahéraðanna. Farðu þangað og skildu allt eftir í mínum höndum“. „Þúsund þakkir. Ég get ekki með orðum lýst hve þakklátur að ég er. Þú ert vissulega sá góðgjarnasti og gáfaðasti maður sem til er í heiminum!“ „Þú getur ekki haft meiri fordóma á gáfum og góðlyndi, heldur en að ég hefi“, svaraði Lil- burne heldur vandræðalega. „En hvers vegna vill systir mín að þú komir?“ „Ó, ég gleymdi því! — Hérna er bréfið frá henni. Ég g^tlaði að leita ráða til þín í því sambandi líka“. Lilburne tók við bréfinu og leit yfir það fljótlega eins og sá sem er vanur að skilja innihald og efni á svipstundu. „Giftingartilboð til systurdóttur minnar. Herra Spencer — þarf ekki á miklum heiman mund að halda — frændi hans arfleiðir hann að öllum sínum eignum (vesalings gamli heimskinginn) öllum! Þær gefa aðeins af sér 1000 pund á ári. Þér finnst ekki mikið til um þetta, gjörir þér? Ég furða mig á að systir rhín skuli vera að segja þér frá þessu“. „En heyrðu Lilburne“, sagði Beaufort lá- varður. Það er ekki minnst á heimanmund — ekkert, sem að fjölskyldan þarf að borga út; og Arthur er kostnaðarsamur; ef að hún giftist vel, gæti ég ekki gefið henni minna, en frá 15 til 20 þúsund pund“. „Ég skil! — Hver vill þjóna sinni lund: Dóttiíýn hérna — heimanmundurinn þarna. Þú ert orðinn peningaelskur, Beaufort. Veitir á- girndin þér nokkra ánægju?“ f Beaufort stokkroðnaði í framan við það ^sem Lilburne sagði og spurninguna; hann brosti og sagði: x „Þú ert harðorður. En þú veist ekki hvað það meinar, að eiga ungan mann fyrir son“. „Þá hafa ekki allfáar konur logið að mér! En þú segir satt í því tilliti, að ég hefi aldrei átt erfingja, guði sé lof! Engin börn, sem lögin geta neytt upp á mig — eðlilega óvini til þess að telja árin frá því að þau eru lögaldra og þangað til að ég hrekk upp af. Mér er nóg að eiga bróður og systur — að bróðursonur minn á að erfa eignir mínar, og að á meðan að hann bíður eftir þeim, telur eftir mér hverja einustu mínútu, sem að ég lifi. Og hvað er svo að segja um það? Ef að hann hefði verið föðurbróðir minn, þá hefði ég gjört hið sama. í millitíðinni sneiði ég mig eins mikið hjá honum, eins og' heiðvirð kurteisi leyfir. Á andlit ríks manns erfingja, eru letraðar dauðarúnir (Memento Mori!) hins ríka manns. En látum okkur hverfa aftur að því, sem við vorum að tala um. Já, ef þú gefur dóttur þinni engan heimanmund, þá græðir Arthur þeim mun meira á dauða þínum!“ „Þú skoðar þetta frá fornaldar sjónarmiði“, sagði Beaufort lávarður með hryllingi. „Ég sé, að þér fellur ekki þessi gifting í geð. Máske að þú hafir rétt fyrir þér í því“. „Satt að segja líkar mér hún hvorki vel né illa; ég sletti mér aldrei fram í mál milli barna og foreldra. Ef að ég ætti börn sjálfur, þá skal ég segja þér, svona til hugarhægðar, að ég mundi ekki skipta mér hið minnsta af ásta- málum þeirra; léti þau ráða þeim alveg sjálf. Mér mundi vera of annt um að losna við þau. Ef að sambúðin og afköman heppnaðist vel, þá væri sóminn minn; ef þeim tækist illa, þá hefði maður ástæðu til þess að hreinsa hendur sínar af þeim. Eins og ég sagði áðan, þá er mér illa við fátæklinga í fjölskyldu minni. Ef að Cam- illa býr í Vatnahéruðunum, eftir að hún er gift, þá er aðeins um bréf að ræða af og til og þau koma niður á konu þinni, en ekki þér. Þú sagðir að hann héti Spencer hvaða Spencer er það? — hver er ætt hans? Átti ekki ein- hver Spencer, sem heima á við Winandermere- vatn — sem — sem fór með okkur þegar að við vorum að leita að Morton-drengjunum, jú, vissulega. Mjög sennilega sami maðurinn — nei, það hlýtur að vera sami maðurinn. Mér datt það strax í hug. Farðu til vatnanna á morgun. Þú fréttir máske eitthvað um bróðursyni þína!“ Það var eins og Beaufort lávarður hrykki saman við þessa skipun. „Það er nauðsynlegt að hafa fyrirvara“. „Ástarþakkir fyrir öll ráðin!“ sagði Beau- fort lávarður og stóð á fætur og varð dauð- feginn að komast í burtu; því þó hann og konan hans hefðu ráðkænsku Lilburnes í há- vegum, þá kveinkuðu þau sér undan hníflun- um sem nálega undantekningarlaust fylgdu henni.» » Lilburne lávarður var einkennilegur að því leyti, að hann var boðinn og búinn til að gefa hverjum sem bað hann, en þó einkum ætt- fólkinu, veraldleg heilræði, og enginn kunm betri að gefa þau en hann. Þannig án nokkurs endurgjalds, þá vann hann mönnum hið mesta gagn; en hann gat ekki setið á sér með að láta pillur og pinnastungur fylgja með þeim. Hann hafði ánægju af að sýna hina andlegu yfir- burði sína, þó að hann sjálfur hagnaðist ekk- ert á því. Hann hafði og sérstaka ánægju af því eina hermdarverki, sem fágun skilur eftir hjá harðstjórum sínum til handa hvers annars — að meiða tilfinningar hvers annars og brjóta sjálfselsku þeirra á bak aftur.. En rétt þegar Beaufort lávarður var að fara datt ’ Lilburne dálítið í hug: „En eftir á að hyggja“, sagði hann, „þú skilur, að þegar að ég lofaði að reyna að jafna sakirnar fyrir þig, þá meinti ég aðeins, að ég skyldi komast að sannleikanum í því hvort að þú heíðir ástæðu til að óttast, annars vegar lög- sókn, en hins vegar samningsumleitun við þennan mann. Ef að lögsóknin virðist hagkvæm- ari, þá er þér ljóst, að ég get ekki skipt mér af henni. Ég gæti komist í vanda, og Beaufort Court er ekki míp eign“ . „Ég skil þig ekki“. „Ég er þó nógu berorður. Ef að peningar skipta höndum, þá gjöra þeir það til þess, að sigrast á því, sem nefnt hefir verið réttvísi — til þess að þessir bróðursynir þínir nái ekki réttl sínum og halda þeim frá arftöku. Ef að þetta kæmist nokkurn tíma upp, þá liti það illa út. Þeir, sem eiga það á hættu, verða að vera þeir sem eru eigendur að Beaufort- eign- inni“. „Ef að þú heldur að það sé óheiðarlegt, eða rangt .. ..“ sagði Beaufort lávarður hikandi. „Ég! — ég get aldrei ráðlagt fólki þegar um tilfinningar þess er að ræða; ég get aðeins ráð- lagt í sambandi við fyrirkomulag. Ef að þú heldur, að þau hafi ekki verið gift, þá getur það verið heiðarlegt af þér að koma í veg fyrir leiðinlegt málastapp“. „En, ef að hann getur sannað mér, að þau hafi verið gift?“ , „Ja, hérna!“ sagði Lilburne og hleypti brún- um óþolinmóðlega; „það er undir þér sjálfum komið, hvort að þú trúir honum eða ekki. Að því er mig snertir, sem þriðja aðila, þá er ég sannfærður um að giftingin fór fram. En ef að ég væri eigandi að Beaufort Cort þá væri sannfæring mín á allt annan veg. Þú skilur, að mér er annt um að hjálpa þér. En það er ekki hægt að vonast eftir því af nokkrum manni, að hann leggi velsæmi sitt í sölurnar, eða flangsi við lögin, nema um hans eigin per- sónulegu hagsmuni sé að ræða. En um það verður hann sjálfur að dæma. Farðu heill! Ég á von á kunningjum — útlendingum — Karls- istum frá París í heimsókn til mín. Þú kærir þig ekki um að vera í því félagi?“ „Ég spila aldrei upp á peninga, eins og að þú veist. Þú skirfar mér til Winandermere, en um fram allt, þú heldur þessum manni í skefjum?“ „Áreiðanlega“. Þessi síðari hluti samtalsins, sem var Beau- fort miklu ógeðfeldari en sá fyrri, gjörði hann óstyrkann. Hann stansaði við herbergishurðina, sneri hurðarhúninum tvisvar eða þrisvar, leit til baka til tengdabróður síns og sá að frá hon- um var lítillar samúðar að vænta í stríði hans á milli eigin hagsmuna og samvizkusemi, svo að hann fór. Undir eins og Beaufort lávarður var farinn, kallaði Lilburne á þjón sinn, sem hjá honum hafði verið lengi, og sem var trúnaðarmaður hans og hafði verið í og með í flestum ævin- týratúrum hans, sem að hann enn hafði gaman og nautn af, þó farið væri að hausta að í lífi hans. „Dykeman“, sagði hann, „þú hefir látið stúlkuna út?“ „Já, herra“. „Segðu henni, ef að hún kemur aftur, að ég sé ekki heima. Hún er asni; hún getur ekki fengið stúlkuna til að heimsækja sig aftur. Ég ætla að treysta þér fyrir ævintýri, Dykeman — ævintýri, sem að minnir þig á æskuár þín. Þessi dásamlega vera — hún er ómótstæðileg — þessi afbrigði hennar töfra mig. Þú verður — nú — þú sýnist órólegur. Hvað er það, sem þú ætlar að segja?“ ^ „Herra minn, ég hefi frétt meira um hana — og — og........“ „Nú, jæja“. Þjónninn gekk til húsbónda síns og hvíslaði einhverju að honum. „Þeir eru brjálaðir sjálfir, sem það segja“, svaraði Lilburne. „Og“, hélt þjónninn áfram hálf-hikandi með almennum blygðunasvip á andlitinu, „hún er ekki þess virði, að þú, herra, lítir á hana — bláfátæk.......“ „Já, ég veit að hún er fátæk, og þess vegna ætti þetta að vera auðvelt, ef rétt er að farið. Þú hefir máske aldrei heyrt getið um mann nokkurn, Philip konung í Makkadóníu, en ég skal segja þér hvað hann sagði einu sinni: „Leiðið þið asna með klifkörfu fulla af gulli og sendið hann inn um borgarhliðið, og hver einasti varðmaður hleypur á eftir honum“. Fátæk! Þar sem kærleikurinn er annars vegar, þar er gjafmildi hins vegar, Dykeman, og þar fyrir utan.....“ Lilburne þagnaði, það þyrmdi yfir honum og hann fór að ganga íram og aftur um herbergið og tala við sjálfan sig, svo stans- aði hann, studdi hendinni á mjöðmina, eins og til merkis um sársauka og svipurinn á and- litinu á honum breyttist aftur. „Ég hefi verk þarna ennþá, Dykeman — ég var naumast tuttugu ára, þegar ég varð lífs- tíðar krypplingur“. Hann þagnaði, dró þungt andann, brosti, néri saman höndunum og bætti við: „Vertu óhræddur, þú skalt verða asninn, og þannig byrjar Philip frá Makkadóníu að. fylla körfuna“, og hann tók peningaveski og henti því til þjónsins, sem að raunasvipurfnn hvarf af, þegar að hann snerti á peningunum. Lilburne leit háðlega til hans: „Farðu!“ sagði hann. „Ég segi þér hvað þú átt að gjöra þegar að ég hátta“. „Já“, sagði Lilburne við sjálfan sig, „mjöðm- in er sár ennþá, en hann er dauður! — var skotinn, eins og menn skjóta óðan hund, eða „skunk“! Ég hefi blaðið enn í skúffunni. Hann dó eins og afhrak — glæpamaður — morðingi! Og ég eyðilagði nafn hans — tældi unnustu hans — og ég er, Lilburne lávarður!“ Um klukkan tíu kom um hálf tylft af ást- mögum Lundúnaborgar, sem eins og Lilburne, voru trúir hinum lokkandi munaði borgarinn- ar, þegar hinir grófari vinnu- og umsýslu- menn voru komnir heim til sín. — Þetta voru flest einhleypir menn — miðaldramenn, sem að komu. Eftir nokkra stund komu þrír aðalbornir Frakkar, sem höfðu fylgt hinum ógæfusama konungi sínum, Karli tíunda, í útlegð til Eng- lands. Þeir báru sig fyrirmannlega og sneru upp á efrivararskegg sín, þó raunasvipurinn á andliti þeirra leyndi sér ekki. Þeir voru al- skeggjaðir og stungu mjög í stúf við þá ensku, sem voru kátir og reifir. En Lilburne, sem hélt mjög upp á franskt félagslíf, og gat verið kur- teis og aðlaðandi þegar að hann vildi koma útlögunum í gott skap, og í hrifningunni við spilin og stórupphæðirnar, sem spilað var upp á, hvarf meining og mismunur mannanna. Það var kominn morgun áður en þeir settust til kveldverðar. )rÞú hefir verið ákaflega heppinn í nótt, herra minn“, sagði einn Frakkinn með virð- ingarhreim í röddinni, sem blandinn var öfund. „Sannarlega“, sagði annar, sem hafði spil- að á móti húsbóndanum og grætt mikið. „Þú ert sá slyngasti spilamaður, sem að ég hefi nokkurn tíma kynnst, lávarður minn“. „ Þið verðið alltaf að undanskilja Monsieur Deschapesand“, — svaraði Lilburne kæruleysis- lega.,Hann breytti svo um umtalsefni og spurði einn af gestum sínum, því að hann hefði ekki gjört sig kunnugan franska nafnkunna herfor- ingjanum, sem að ég hefi heyrt að þið séuð kunnugir, og að ivo mikið er talað um heima hjá ykkur“, sagði Lilburne lávarður. „Þú meinar De Vandemont. Vesalings mað- urinn!“ sagði miðaldra Fransmaður, sem var alvarlegri en hinir. „Því vesalings maðurinn! Monsieur de Liancourt?“ „Hann var í svo mikilli upphefð áður en stjórnarbyltingin varð. Það var ekki til djarf- ari foringi í öllu landinu, en nú er hann aðeins hermaður tækifæranna, sól hans er gengin til viðar“. „Þangað til að Borbonarnir koma aftur til valda“, sagði annar áhangandi Karls og sneri upp á efrivararskegg sitt. „Þú gerir mér sannarlega greiða með því, að gjöra mig kunnugan honum“, sagði Lil- burne lávarður. „De Vandemont — það er á- gætt nafn, — svo spilar hann máske vist“. „En“, sagði einn af Fransmönnunum. „Ég er ekki viss um, að hann sé sem bezt kominn að þessu nafni. Það er einkennileg saga“. „Má ég heyra hana?“ spurði húsbóndinn. „Vissulega. Hún er í stuttu máli þannig: Það var gamall greifi, sem hét de Vandemont, í París af góðum ættum, en bláfátækur. Hann hafði wrið tvígiftur, og eytt öllu fé beggja konanna. Hann var ófríður, og orðinn gamall, og hafði á sér óorð á meðal heldri kvenna á giftingaraldri, og var því vonlítill um að geta náð sér í þá þriðju þeirra á meðal. Hann sneri sér því til iðnaðar- og verzlunarmannastétt- anna í von um að þar mundi betur ganga. Ætt- fólk hans var alltaf á glóðum um að hann mundi bindast böndum, sem hneykslanleg væru fyrir ættina. Á meðal þeirra var Madame de Merville, sem þú hefir máske heyrt getið um“. „Madame de Merville! Ó, já! Myndarleg, var hún ekki?“ „Myndarleg víst. Gallinn á Madame de Merville var, að hún var stolt, menn vissu til þess að hún hafði oftar en einu sinni keypt þennan frænda sinn út úr giftingarbralli, sem að hann var kominn í. Allt í einu kom mjög myndarlegur ungur maður í kunningjahóp hennar. Hann var sagður vera sonur greifa de Vandemont, af öðru hjónabandi hans. Móðir hans var ensk, og þessi ungi maður hafði alist upp hjá ættfólki sínu á Englandi, og var nú í fyrsta sinni opinberlega viðurkenndur af föður sínum. Það var talað um eitthvert hneyksli. . „Herra“, tók Monsieur de Liancourt fram í mjög alvarlegur. „Þetta hneyksli var af þeirri tegund, sem allir heiðarlegir menn verða að brennimerkja og fyrirlíta — umtalið um það átti upptök sín hjá þjóni, sem ekki gat satt orð sagt; — þvættingur um, að þessi ungi mað- ur hefði verið orðinn ástmögur konu með ó- flekkuðu mannorði fyrsta daginn sem að hann var í París. Ég skal vera andsvarlegur fyrir að það var lýgi. En ég verð að viðurkenna, að þessi hneykslissaga var það, sem kom Ma- dame de Merville, sem var tilfinninganæm — alltof tilfinninganæm, og unga manninum líka til að gijjtast, en sem hann sökum efnahags síns og manndyggðar var þó tregur til. „Svo að þessi yngri Vandemont giftist þá Madame de Merville“, sagði Lilburne lávarður. „Nei“, sagði Liancourt heldur raunalega. „Það átti ekki svo að verða, því Vandemont með hugrekki og hugsunarsemi, sem er ein- kenni drengskaparins, og sem að ég ber mikla virðingu fyrir, kaus, þó að hann ynni Madame de Merville heilhuga, að vinna sér eitthvað til heiðurs, áður en hann tæki hana, sem nafn- kunnir og auðugir menn höfðu árangurslaust tilbeðið, að sér. Ég fyrirverð mig ekki fyrir að játa, að ég var einn þeirra manna, sem að hún hafnaði, og að ég enn ber lotningu fyrir minn- ingunni um Eugénie de Merville. Það stóð til að þessi ungi maður gengi í herdeildina, sem að ég var foringi fyrir. En áður en að úr því varð, og á meðan að eldur kærleikans, brann sem glaðast til hennar, sem til þess var gjörð aövekja hina sterkustu sambúðarþrá; þá — þá . . . .“ Fransmaðurinn viknaði og rödd hans varð óstýrk, en hann náði sér aftur og hélt áfram: „Madame de Merville, sem var sérstak- lega hjartagóð, frétti um konu — bláfátæka ekkju, sem lá hættulega veik í þakherbergi í sama gistihúsinu sem að hún bjó í, aðhlynn- ingar og alls laus. Madame de Merville fór og hjúkraði þessari konu, en veiktist, lá í tíu daga og — dó — dó eins og að hún hafði lifað í þjónustu annara, en gleymdi sjálfri sér. Þetta er þá sannleikurinn í sambandi við hneykslið, sem þú, herra minn, varst að minnast á!“ „Aðvörun“, sagði Lilburne lávarður, „við áð leika sér ekki við heilsuna undir því yfir- lætisskyni, að verið sé að fremja góðverk. Ef að góðverkin byrja heima, vinir, þá byrja þau í setustofunni, en ekki í þakherberginu!“ Franski maðurinn leit fyrirlitlega til hús- bóndans, en sagði ekkert. „En samt“, hélt Lilburne lávarður áfram, „samt er það svo líklegt að de Vandemont gamli hafi átt son, og ég skil svo undur vel, hvers vegna að hann vildi ekki hafa neinn veg eða vanda af honum á meðan að hann gat komist hjá því, en það sem að ég skil ekki er, hvers vegna að nokkur efi þurfti að vera á faðerni yngra de Vandemont“. „Vegna þess“, sagði franski maðurinn, sem hóf þessa sögu — „vegna þess að ungi maðurinn neitaði að leggja fram fæðingarskírteini sitt, eða sverja franskan borgaraeið; því að undir eins og Madame de Merville dó, yfirgaf hann föður sinn, sem að hann var alveg nýbúinn að finna — fór burt af Frakklandi með nokkr- um öðrum embættismönnum úr hernum og hinum hugdjarfa .... ráðinn í þjónustu eins áf prinsunum á Indlandi“. „Hann hefir máske verið fátækur“, sagði Lilburne lávarður. „Það er ágætt að eiga föður og ágætt að eiga föðurland, en þrátt fyrir það, þurfa menn að hafa peninga, og ef að faðirinn getur ekki gert mikið fyrir þig, þá er það nú einhvernveginn svo, að föðurlandið'fylgir sömu reglu“. „Lávarður minn“, sagði Liancourt, „vinur minn hérna, hefir gleymt að segja frá því, að Madame de Merville hafði arfleitt Vandemont yngri, án þess að hann vissi af, að mestum hluta eigna sinna, og þegar að honum var sagt frá því, eftir að hún var dáin, og hann var farinn að ná sér nokkuð eftir harm sinn. Þá kallaði hann ættfólk hennar á fund sinn og sagði þeim, að minningin um hana væri sér of heilög til þess að peningar gætu verið hon- um nein huggun. Svo tók hann ofurlitla upp- hæð, sem nægði til að mæta nauðsynlegustu þörfum hans, en skipti hinu á milli ættingj- anna og fór svo til Austurlanda; ekki aðeins til aðgleyma sorgum sínum, í nýbreytni og nýjungum, heldur til að ryðja sér veg eins og heiðarlegum og hraustum manni sæmdi. Vinur minn, mundu eftir hneykslinu, sem er gleymt og grafið fyrir löngu — hann gleymdi dreng- lyndis-framkomunni“. „Vinur þinn, kæri Monsieur de Liancourt“, sagði Lilburne, „er meiri heiðursmaður en að þú ert!“ „Og ég ætlaði að benda þér á“, sagði sá sem talað var til, „að einmitt það tiltæki hans virtist mæla með, að einhverjar sjónhverfingar hefðu átt sér stað í sambandi við nafnið á de Vande- mont; því ef að hann hefði verið ættingi Ma- dame de Merville, því þá að vera svo vand- fýsinn á að þyggja gjafir hennar?“ „Þetta er skarplega athugað“, sagði Lil- burne lávarður, og leit með dálítilli virðingu til tölu-mannsins; „ég verð að segja, að slíkt er mjög óvanaleg framkoma — framkoma, sem að ég held, að hvorki þú eða ég hefðum gert okkur seka í. Jæja, hvað um Vandemont eldri?“

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.