Lögberg - 02.08.1951, Blaðsíða 4

Lögberg - 02.08.1951, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 2. ÁGÚST, 1951 lögterg GefiB tlt hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA Utan&skrift ritstjórans: EDITOR UÖGBERG, 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MAN. PHONE 21 804 Rritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Verð $5.00 um árið—Borgist fyrirfram The "Lögberg” is printed and published by The Columbia Press Ltd. 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada. Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa Hinn mikli viðburður Næstkomandi mánudag, minnumst vér, menn og konur af íslenzkum stofni í þessari víðlendu álfu, upp- runa vors og ættar, venju samkvæmt, í „bústað guð- anna“, norður við Winnipegvatn, þar, sem fyrst stóð vagga landnámsins vestur-íslenzka og íslenzkir frum- herjar lögðu grundvöll að margháttuðum menningarleg- um samtökum sínum og blómlegum búsældarbygðum; upp af mannraunum þeirra, sem döggvaðar voru blóði, svita og tárum, hefir sprottið sérstök, vestur-íslenzk menning, sem stendur traustum fótum í tveimur heims- álfum, og eiga skal eilífðargildi. — Á föstudaginn þann 30. marz síðastliðinn, gerðist sá viðburður í menningarsögu Vestur-íslendinga, er lengi mun í minnum hafður og valda mun mestu um orðstír vorn í framtíðinni; en með þessu er átt við yfir- lýsingu hins virðulega rektors háskóla vors, Dr. Gill- son’s, að komið yrði á fót á þessu ári kensludeild í ís- lenzkri tungu og bókvísi við hina æðstu mentastofnun fylkisins; við þetta tækifæri flutti Dr. Gillson fagra og djúphugsaða ræðu, er á sínum tíma var birt í Lögbergi og nú hefir verið gefin út í sérprentun almenningi til glöggvunar. — í>ó þakkarvert sé, hve undirbúningi kenslustóls- málsins hefir miðað vel áfram og hve drengilegar undir- tektir almennings hafa verið, vantar þó enn nokkuð á, að sú upphæð hafi safnast, $200.000, sem forustumenn háskólans telja nægjandi, þannig, að vextir standi straum af starfrækslukostnaðinum, því við höfuðstóln- um má ekki hrófla; að takmarkinu verði náð þarf eigi að efa, því íslendingar hafa lagt drengskaparorð sitt við, og slíku bregðast þeir aldrei. „íslenzkan er í rauninni aleiga vor“, sagði hinn mikli frömuður á vettvangi tungumálavísinda, Dr. Alex- ander Jóhannesson, í viðtali við ritstjóra þessa blaðs, er hann heimsótti oss Vestmenn í fyrra; enda er sá eigi á flæðiskeri staddur, sem hlotið hefir slíka „aleigu“ í arf. íslenzkur kennari héðan úr borg, Hjálmar Lárus- son, dvelur í Reykjavík um þessar mundir, og er þetta hin fyrsta heimsókn hans til íslands; í viðtali við Tím- ann túlkar hann af næmum skilningi málstað vor Vest- manna með hliðsjón af hinni þjóðræknislegu viðleitni vorri, og gerir meðal annars stofnun kenslustólsins við Manitoba-háskólann að sérstöku umtalsefni; frásögn Hjálmars er svo sönn og drengileg, að í henni er falin þjóðræknisleg hjartastyrking, og þykir því hlýða, að hér sé tekinn upp orðréttur nokkur kafli hennar, en í viðtalinu farast honum þannig orð: „Eins og kunnugt er hefir nú verið stofnaður kenn- arastóll í íslenzkum fræðum vestra, en ekki hefir enn verið tilkynnt, hvaða maður verði ráðinn í það starf. Hjálmar segir, að íslendingar vestra tengi hinar mestu vonir við þetta og bíði þess með óþreyju að fá að vita, hvaða maður verður fyrir valinu. Fólkið væntir þess, að sá maður verði ekki einungis góður kennari við skól- ann heldur líf og sál í íslenzku félags- og menningarlífi. Það er erfitt að halda við máli og íslenzkum menningar- kynnum þegar þriðja og fjórða kynslóðin er uppvaxin frá landnemunum, en þetta gæti hleypt auknu lífi í þjóð- ernisstarfsemina, og við það tengja margir vonir sínar. Það koma alltaf af og til íslendingar að heiman til okkar í heimsókn, og það eru beztu gestir, sem íslend- ingar vestra fá, einkum gamla fólkið, segir Hjálmar. Það bezta, sem ég get gert fyrir pabba er að koma með einhvern íslending nýkominn að heiman heim til hans, svo að hann geti rætt við hann, og þannig er það með flesta“. Hvenær, sem íslenzkrar tungu er minst, tignar hennar og fegurðar, rifjast upp í huga manns hið óvið- jafnanlega ljóð Einars Benediktssonar úr Stefjahreimi: ♦ Mitt líf, er þá ég fell og fer eitt fræ, mitt land í duft þitt grafið; mín söngvabrot, er býð ég þér, eitt blað í ljóðasveig þinn vafið, en insta hræring hugar míns, hún hverfa skal til upphafs síns sem báran endurheimt í hafið. Yér leitum að lokum öll upphafs vors, því án þekk- ingar á þeim grunni, getur fljótar en varir, orðið hætta á áttavillu. Hittumst heil á Gimli þann 6. yfirstandandi mánaðar! Mrs. Þorbjörg Friðgeirsson Þann 14. apríl s.l. andaðist á Elliheimilinu Betel á Gimli Mrs. Þorbjörg Friðgeirsson. Hún var fædd 2. júní 1865 í Dufansdal í Arnarfirði í Barðastrandasýslu; voru foreldrar hennar Hákon Snæbjarnarson og Jóhanna Jónsdóttir. Ung að árum fór hún til Reykjavíkur og vann þar um nokkur ár. Hún giftist Ásgeiri Friðgeirssyni, ættuðum úr Þing- eyjarsýslu, albróður séra Einars Friðgeirssonar á Borg; var hann skósmiður að iðn. Fyrir alda- mót fluttu þau til Canada, fluttu til Árdalsbygðar við Árborg um 1900, námu þar land og nefndu Skálholt. Ásgeir maður hennar veiktist af máttleysisveiki árið 1914, og var ósjálfbjarga um nokkur ár. Fluttust þau þá til Árborgar- þorpsins — og fór hann, er hann að nokkru endurheimti heilsu sína, að stunda skósmíði þar. Munu þau á þeim árum hafa notið mikils af hjálpsemi sam- bæjarfólks síns. Haustið 1923 fluttu þau til California og dvöldu þar til árs- ins 1933, er þau fengu inngöngu á Betel, og þar andaðist Ásgeir 1938. — Þeim varð tveggja barna auðið: Gísli Friðgeir, búsettur í California og Jóhanna Anna, látin, bæði vel gefin en veil að heilsu. Sýnilegt er að ævibraut Þor- bjargar hefir verið háð hindr- unum og erfiðleikum. Af fremsta megni mun hún hafa stutt mann sinn í breytilegri og óvenju þungri ævibaráttu hans, er hann bar með karlmannslund og lét aldrei bugast af. Að vöggugjöf hafði Þorbjörg verið gædd þreki, er ekki æðr- GIMLI FUNERAL HOME 51 First Avenue Ný útfararstofa með þeim full- komnasta útbúpaði. sem völ er &, annast virSulega um útfarir, selur Hkkistur, minnisvarSa og legsteina. Alan Couch, Funeral Director Phone—Business 32 Residence 59 aðist þótt móti blési. Hún átti mikla íhyglis- og athugunargáfu; var að sumu leyti sérstæð í skoð- unum; ávalt leitandi — með mikla þrá að læra og lesa hin duldu rök og tilgang mannlegr- ar tilveru. Hún lagði stund á lestur heilagrar ritningar. Lítt mun hún hafa kvartað yfir kjör- um ævidaga sinna, átti jafnvægi og styrka lund — arfgengan auð íslenzks fólks — er oft hefir sýnt sig hvað bezt í móbyr lífs og eldlegri reynslu þess. Útför hennar fór fram á Betel þann 16. apríl að heimilisfólki, frændfólki og fornum nágrönn- um frá Winnipeg og Árborgum- hverfi viðstöddu. S. ólafsson Minnumst sameiginlegra erfða á íslendingadeginum á Gimli, 6. ágúst, 1951 GIMLI THEATRE HARRY GREENBERG, eigandi ENGRAVING BUREAU UMITED ^^rnmmmmmmi^mmmmmmmm^mmmmmmmmmmmm^mmmmmmmmmmmmmmmm^mmmmmmmmmmmmmmmmmmm "é Phone 722481 1375 PORTAGE AVENUE - WINNIPEG CONGRATULATIONS to the lcelandic People who are Celebrating their 61 st Anniversary as a Nation on August 6th, 1951, at Gimli, Manitoba. ★ THE EMPIRE SASH & DOOR COMPANY LIMITED Everything in L U M B E R for the Home ★ Office: 61 HEATON AVE. Yard: HENRY and ARGYLE Phone 925 551 WINNIPEG You’ll save more . . . Youll spend less in H.R.’s August Sale oí Furs The price is of great importance when you buy a fur coat. .. so necessary to protect you against the rigours of Canada’s winters . . . and in this GREAT MID - SUMMER EVENT you will “spend less” and “save more” because H.R. prices . . . pared to the bone . . . are unbeatable . . . and H.R. furs are incomparable in QUALITY, VALUE and LASTING SATISFACTION. H.R featured Coats of Norfrhern Muskrat ##Backs“ from $399 HOLT RENFREW PORTAGE at CARLTON THE DOMIMON BANK STOFNSETTUR 1871 Vér seljum bankaávísanir og ferðamanna peningaávísanir. Vér veitum sérstaka athygli viðskipta- reikningum þeirra viðskiptavina, er búa utanborgar. Upplýsingar fúslega látnar í té. Vér bjóðum yður að skipta við oss og leggja peninga yðar inni í næstu sparisjóðsdeild vora. Umsóknir samkvæmt jarðabótalögunum verða með ánægju þegnar, og forstjórum okkar er ant um að ræða við yður um fyrir- mæli téðja laga. ÚTIBÚ í WINNIPEG: BROADWAY AVE. AND DONALD ST. NORTH END BRANCH — MAIN ST. NEAR C.P.R. STATION MAIN ST. AND REDWOOD AVE. NOTRE DAME AVE. AND SHERBROOK ST. PORTAGE AVE. AND KENNEDY ST. PORTAGE AVE. AND SHERBROOK ST. UNION STOCKYARDS, ST. BONIFACE Main Office — Main St. and McDermot Ave. Also at: SELKIRK, MAN. — TEULON, MAN.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.