Lögberg - 16.08.1951, Blaðsíða 4

Lögberg - 16.08.1951, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 16. ÁGÚST, 1951 logberg OeflíS öt hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 69 5 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA Utanáslcrift ritstjórans: EDITOR LOGBERG, 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MAN. PHONE 21 804 Rritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Verð $5.00 um árið—Borgist fyriríram The "L.ögberg'’ is printed and published by The Columbia Press Ltd. 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada. Authorized as Second Class Mail, Post Office Departmejit, Ottawa Dr. Bjcrn Jónsson: Minni ísfands flutt á Gimli 6. ógúst 1951 Minni hvers lands er heitast sungið í brjóstum sona þess og dætra. Fátækleg orð fá litlu fegrað þann lofsöng. Það eru margrödduð lög, fjölrænn niður og kliður, sem óma í hörpu hjarta vors við minningu ættlandsins. Allir þessir tónar steypast saman í eina hljómkviðu. óldur hennar berast út í sál vora og bergmála í allri tilveru vori. innst í þínum eigin barmi, eins í gleði og eins í harmi ymur íslands lag. Tónar þessarar hljómkviðu fylgja oss hvert spor; það er alltaf eitthvað sem minnir á ísland. En þótt hann sé venjulega lágróma og hljóður, eins og fjarlægur lækjaniður, þá getur þessi ómur verið yfirgnæfandi máttugur eins og fossdrunur. Svo er í dag, þegar vér látum læki minningarnna mætast í ósi þessarar stórhátíðar. Ættjarðarástin vakn- ar og vér fyllumst heimsþrá. Yngri kynslóðir V.-ísl. hafa aldrei séð ísland, að- eins heyrt af því, aðeins heyrt lítið eitt um þjóðina, en aldrei kynnst henni. Minning íslands vekur hjá þeim virðingarkennda, hlýjublandna forvitni, er þær sjá hve sterkum hræringum tilhugsunin um ísland vekur hjá feðrum þeirra og mæðrum og sérstaklega öfum þeirra og ömmum. Vér skulum athuga hvernig þessi hljómkviða móð- urlandsástar og heimþrár er samsett, hverjir eru grunn- tónar þessa lags. Oss virðist í fyrstu að þar séu raddir náttúrunnar mestu ráðandi, læjkaniður, fossadynur, sumarangan, fuglasöngur, næturkyrrð; mild friðsæld engja og bithaga, hrikaleg tign fjallahnúka og hamra- belta — alt umvafið heiðríkju víðsýnisins. En ef við hlustum betur, þá finnum við að undir- tónninn í þessari stórfenglegu hjómkviðu er þjóðin sjálf; „uppruni, barátta, hetjudáðir, hörmungar í henn- ar sögu hennar tár—“ en umfram alt: hennar verk, hennar menningarlega afrek, sem er stolt vort og æra, arfur íslendinga. Þetta er og verður grunntónn lífs vors og undiralda hins knýjandi máttar, sem hvetur oss til dáða, það er þjóðmenning vor, menningarfleifð — arfur íslendinga. Þessi arfur er afsprengi upprunna vors og sögu, tjáning eðlis vors og baráttu. Á honum byggist stolt vort og sjálfsvirðing og viðurkenning og mat annarra þjóða. Á honum byggist tilvera vor og framtíð, því að þessi arfur er fjöregg vort — vér sjálfir. Vér verðum að gæta hans vel, auka hann og útbreiða. Maðurinn lifir aðeins af verkum sínum og þeim verkum einum sem hafa menningarlegt gildi. Þeim verkum sem komandi kynslóðir meta, verkum sem eru lífræn — sígild. Slík verk eru unninn af skynsemi mannsins og snilligáfu. Þau eru ofar daglegu nauðsynja striti og ó- persónuleg, í þeim skilningi að allir aðrir geta notið þeirra. Þau eru andans óðul, sem ganga í erfðir frá kynslóð til kynslóðar. Þessi verk eru eilíf; samræmi við þann skilning að það er andi mannsins sem lifir, og það sem til hans heyrir, en hold manns deyr; og það sem fyrir það er stritað hefur aðeins smávægilega þýðingu á vogarskálum sögunnar. Hugsið ykkur allar þær biljónir mannkynsins sem hafa stritað og sveitzt í þúsundir ára! Hvað lifir af öllum þeim þrældómi og elju? Það er allt steingleymt nema þau fáu verk andans, sem eru ofar kröfum nauðsynja- lífsins skáldskapur, bókmenntir, tónlist, byggingarlist, vísindi: me,nningarafrek, — óðul andans. Kanada er ungt land, rétt í þann mund að slíta barnsskónum. Það er jafnan svo, þegar land er numið, að mest öll orka landnemans fer í það að koma undir sig fótunum, verða efnalega sjálfbjarga og sjálfstæður. Landnám Kanada hefur verið sérlega erfitt. Bæði vegna stærðar landsins, einnig vegna hinna mörgu ó- skyldu þjóðflokka sem hér hafa þurft að heyja land- brotsstríðið hlið við hlið. Meðan á þessari baráttu stóð hafa menningar- málin eðlilega orðið að sitja á hakanum. En nú er stríðið unnið, grundvöllurinn lagður. Önnur öld er að rísa upp. Þjóðin hefur náð efnahagslegu sjálfstæði og þjóðfé- iagslegu öryggi. Strax í kjölfar þess hefur risið vakning- aralda lista og vísinda. Andleg menning er að vaxa hröðum skrefum í landinu. Fleiri og fleiri unglingar nema nú listir og bókmentir. Skáldum, rithöfundum, tónlistarmönnum og málurum fjölgar nú óðum. Frumbyggjaþættinum er lokið — menningartíma- bil Kanada er hefjast. ' Það er engin þjóð án erfðavenja. Sameiginlegir siðir og hættir, lífsviðhorf og saga — ásamt tungu og landamærum — greinir eina þjóð frá annari. Kanada er þjóð í einum skilningi, en í öðrum ekki Kanadisk þjóðarmenning er enn ómótuð. Kanadisk þjóðarsál er í deiglunni. Þjóðarmenning Kan- ada er að skapast. öll þjóðerni leggja til nokkuð aí erfðum sín- um og beztu einkennum. Þessir þættir spinnast saman, smátt og smátt, unz af verður ein sam- íelld heild: Kanadisk þjóðmenn- ing, hrein og sérstæð kanadiska. Þessu má líkja við vef, spunn- inn af marglitum þráðum í eina heilsteypta mynd. Kanada og Bandaríkin eiga enga sína líka í þesu tilliti. Þetta má ekki láta gerast skipulagslaust, og af tilviljun. Þjóðin sjálf á að skipuleggja sína eigin þjóðernisþróun, slá og riða vefinn af markvísi, með samtökum menntamála ráðu- neyta ríkis og fylkja, með að- stoð skóla og ýmsra áhrifaríkra félaga, ætti að skipuleggja þenn- an vel þjóðernisþróunar, vefa þannig að myndin verði einföld og skýr, en lífvænlegustu litir hvers þjóðarbróts fái samt að njóta sín. Þar verða mörg sundruð gögn, sem kemba verður saman. Hlutur V.-fslendinga 1 þess- um þjóðarvef er engin ögn, ekk- ert smáræði. Bókmenntir vorar, að fornu og nýju, eru meðal hinna mestu menningarverð- mæta sem mannkynið á í dag. En þær eru ekki aðgengilegar nema örfáum enskumælandi mönn- um. Tunga vor er að líða undir lok, að minnsta kosti vestan hafs, í náinni fraptíð. En með henni mega ekki glatast þessar dýrmætu bókmenntir:— arfur íslendinga. Þetta fjöregg vort, sem svo nauðuglega var bjargað frá glötun efnislegrar' eyðingar — rotnun og fúa, liggur nú undir annari eyðingarhættu: vanræk- slu og gleymsku. Það er skylda vor við Kanada Bandaríkin og allan hinn ment- aða heim, að bjarga arfi vorum frá þessari glötun. Það er skylda vor við Minni íslands. Það ligg- ur í augum uppi að V.-ísl. eru sjálfkjörnir til þess að þýða fornar og nýjar íslenzkar bók- menntir á ensku og breiða þær út. Þeir kunna bæði mál, þekkja báðar hliðar og allar aðstæður. Þótt tiltölulega lítið hafi verið að þessu unnið hingað til, verð- ur og hlýtur það að fara í vöxt. Bæði vegna vexandi velmegun- ar í landinu, og þar af leiðandi auknum menningaráhuga, og einnig og sérstaklega vegna stofnunar hérlends kcnnarastóls í íslenzkum fræðum. Stofnun þessara deildar er tvímálalaust hið fræðilegasta menningarfrek Vestur-íslendinga, sem eitt mun varðveita nafn vort og sögu, um ókomnar aldir, á þessu megin- landi. Sú stofnun er eitt fyrsta skil- yrði þess að slík verk sé hægt að vinna. Þar geta fræði- og listamenn framtíðarinnar lært íslenzku og kynnst öllu, sem ís- land varðar, til hlýtar. Þessari þróun verður að flýta sem mest má. Við verðum að eggja ungu kynslóðina til að lesa þær ísl. bókmenntir sem nú er vol á, í enskum þýðingum, því að það er ekki hægt að lesa þær án þess að fyllast áhuga og hrifningu. Við verðum að eggja hana til að leggja stund á íslenzk fræði við stólinn, strax og hann kemst á fót. Örfa og styrkja efnilega menn til að þýða og birta bók- menntir vorar á ensku. Umsegja þær fyrir börn og jafnvel gera framhaldsmyndasögur af þeim í blöðum og bæklingum. Gera kvikmyndir af þeim. Til að vek- ja strax áhuga fólksins þarf fyrst að velja það útgengileg- asta til þýðingar. Hafa samvinnu við skóla, blöð, tímarit, útvarp- stöðvar, og öll önnur útbreið- slutæki, um sífellda kynningu og útbreiðslu þéssara verka. Leggja megináherzlu á óbundið mál, og smásögur, en birta aðeins allra beztu ljóðaþýðingar. Einnig í útbreiðslustarfinu yrði íslenzkudeild háskólans ó- metanleg. En umfram allt verður að reyna að vekja upp aftur og glæða lesirahneigðina, vort sterkasta þjóðareinkenni. Með því að mestöll yngri kynslóðin talar aðeins ensku, þarf að stofna aðgengilegt bók- menntatímarit á ensku, svipað og Icelandic Canadian, en stærra, fjölbreyttara og með ör- ari útgáfu, þar ætti helzt að birta íslenzkar þýðingar og leggja sterka rækt við nútíma- bókmenntir vorar, og birtingar frumsaminna verka. Svo ætti, eðlilega að sameina íslenzku- blöðin sem fyrst, svo orka og efni dreifist sem minnst. Þessi eru hlutverk vor sem V. ísl., góðra kanadiskra og banda- rískra þegna, og alheimsborg- ara. Vestur-Islendingar hafa þegar getið sér frægðar og virð- ingarorð, sem ein bezta land- námsþjóð vesturheims. Þetta er viðurkennd staðreynd, hreint ekkert smjaður. Þessum orðstír verðum vér að halda. Vér verð- um að kenna ungu kynslóðinni að skilja hann og meta, og halda áfram að berjast fyrir hann. Framfarabaráttu mannkynsins lýkur aldrei — án baráttu er líf- ið storknun, og storknun er dauði — en orðstír deyr aldrei, hveim sér góðan getr. Það fylgir kvöð hverri nafn- bót, ábyrgð hverjum arfi. Vér verðum að gæta fjöreggs 'vors, svo það verði ekki fúlegg. Arfur íslendinga er fjöregg vort, það pund sem oss er trúað fyrir til ávöxtunar. Aðeíns með því að auka og útbreiða menn- ingararfleifð vora getum vér kallast trúir þegnar kjörþjóða vorra, aðeins þannig getum vér haldið uppi heiðri íslands, að- eins með dáðum vorum getum vér sungið Minni íslands. MARGRÉT ÍSFELD Æ morgunroði. rís þú skjótt á hæðum þú, mér sem fulla færir gnótt af gæðum. Með englum öllum og með hljómi snjöllum, ég fagna' er ljómar lífsins sól á fjöllum. ETTA GULLFAGRA VERS, og allur sálmurinn, mun oft hafa komið í huga Margrétar Isfeld, síðustu árin sem hún lifði. Hún unni hugástum öllu sem fagurt vær; fögrum listum, fögrum ljóðum og söng,—og þá ekki sízt sálmasöngnum — íag- urri von og trú, fögrum verkum, Margfögru líferni. — Margrét var kona Jóns Isfelds, sem nú býr í bænum Minneota. Hún lézt að heimili þeirra hjóna, föstudaginn 27. apríl í vor, átta- tíu og eins árs að aldri. Margrét var fædd að Fremri Hlíð í Vopnafirði 18. dag október mánaðar árið 1869. Foreldrar hennar voru hjónu Jón Guð- mundsson Westdal og Sigríður Benediktsdóttir. Föðurætt Mar- grétar, Westdalsættin, er mönn- uð vel, fjölmenn í Minnesotaríki og hefir viðar til fólks að telja. Um móðurættina veit ég því miður harla fátt — nema það, að móðurfaðir Margrétar, Bene- dikt Bjarnason frá Víkingavatni í Kelduhverfi, var talinn gáfu- maður með afbrigðum. Sér- kennilegur nokkuð, að sögu. Hann var víða kunnur um Norður-og Austurland. Bene- dikt kom í ekki til þessi lands; kendi börnum íslenzk fræði suð- ur í Minnesota; las húslestra fyrir bygðarfólkið, þegar prest- laust var, og þýddi frá stundum lesturinn af munni fram, óhikað, úr danskri bók eða norskri. Bróðir Margrétar, Stefán Th. Westdal, var um tíma ritstjóri og útgefandi blaðsins Minneota Mascot. Hann seldi blaðið Gunn- ari Björnsyni árið 1898. Eftir það vann Stefán við blaðamensku eða stjórnarstörf lengst æfinnar. Hann andaðist í bænum Willis- ton í Norður Dakota árið 1947. Margrét kom vestur um haf til Minnesota með foreldrum sín- um sumarið 1880. Hafði fjöl- skyldan heimili fyrst í Marshall- bæ, en síðan vestur í íslenzku bygðunum; og þar fékk Margrét uppeldi sitt og æskumentun hér megin hafs. Á æðri mentun, sem svo er kölluð, hafði hún ekki kost. Vorið 1889 giftist hún Jóni Is- feld frá Grundarhóli á Hóls- fjöllum. Ári síðar keyptu þau land í Austurbygð, fyrir norðan Minneota. Þar bjuggu þau allan sinn búskap, í 46 ár; en brugðu búi haustið 1936. Fluttu þá inn Margrét ísfcld í bæinn og bjuggu þar síðan. Þau reistu sér myndarlegt ný- tízkuhús í Minneota fyrir tveim árum. Ágætan þátt tóku þau hjón í málum bygðar og safnaðar á meðan aldur og heilsa leyfðu. Jón var lengst af í fulltrúarnefnd Festurheimssafnaðar, og í mörg ár safnaðarforseti. Sat oft á kirkjuþingum. Margrét var í sextíu ár í kvenfélagi safnaðar- ins; bar hag þess og starf mjög fyrir brjósti; var og forseti þess árum saman. Sunnudagskólann annaðist lengi vel fyr á árum. Margrét 'var gáfuð kona; og eftir því voru mannkostirnir. Las mikið og hafði yndi af bók- mentum; en annaðist heimilið jöfnum höndum. Hún var ljúf og skemtileg í viðræðum alla jafna; tal hennar beindist eins og af sjálfu sér að einhverja því, sem hugðnæmt var og gott afspurnar. Bréfum hennar var við brugðið. Þeim hjónum varð ekki barna auðið; en systkini tvö, systur- börn Margrétar, tóku þau til fósturs: Margréti Hofteig, nú Mrs. Theodore Hattstad, í North Branch, Minn., og Halldór Hoft- eig, í Mound, Minn. Margrét hafði verið heilsutæp í mörg ár. Hún var rúmföst síð- ustu mánuðina, og naut þá hjúkrunar af hendi manns síns og fósturbarna og vina. Hún átti gott skilið af öllum. — Myndin sem hér fylgir, sýnir hana í full- um blóma lífsins, áður en aldur og vanheilsa gengu í garð. Útförin var fjölmenn. Fór sú athöfn fram í St. Páls kirkju og í grafreit Vesturheimssafnaðar, mánudaginn 10. apríl. —G.G. FOR SALE FISH-NET ANCHORS Phone 593 164 S. CHERNICK, 686 FLORA AVENUE, WINNIPEG' * My own grain • Grown on my own land • Handled by my own elevator There are thousands of grain elevators on the prairies BUT only Manitoba Pool Elevators are locally and co-operatively owned by the farmers who patronize them. THIS I OWN ... (Dsdw&h ípouut qjvain io YOUR POOL ELEVATOR

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.