Lögberg - 13.09.1951, Blaðsíða 7

Lögberg - 13.09.1951, Blaðsíða 7
LÖGBERG. FIMTUDAGINN 13. SEPTEMBER, 1951 7 Viðreisn Skólholtsstaðar í dag verður mikil hátíð haldin í Skálholti. Hvorki meira né minna en allir biskupar þjóðkirkjunnar munu flytja þar messu. Þar verður sungið og leikið á hljóðfæri, kvæði flutt og leikþáttur sýndur. Margur mun því á þessum degi láta hugann dvelja við málefni hins forna Skálholts-_________________________ staðar. Falinn staðar. Undanfarin ár hefir það—svo sem kunnugt er — verið venja að reyna að fela Skálholt fyrir útlendum ferðamönnum, ekki sízt þeim, sem búast mátti við, að bæru hlýjastan huga til stað- arins, vegna þeirra kirkjulegu og sögulegu minninga, sem við hann eru tengdar. Þessi felu- leikur er' í raun og veru góðs viti. Hann ber vott um, að við íslendingar kunnum þó ein- stöku sinnum að skammast okk- ar, að minnsta kosti þegar út- lendingar eru viðstaddir. — Þó hefir það stundum virzt nokkr- um vafa undirorpið, hvort það eru útlendingarnir eða Skálholt sjálft, sem við erum feimnir við. Eða er tómlæti okkar gagnVart hinu forna biskupssetri sprottið af því, að við höfum misst kjark inn frammi fyrir dómi minning- anna sjálfra, og höfum ekki ein- urð á því að horfast í augu við en hálfa öld hefir kirkjan verið rægð og svívirt, og hið gamla biskupssetur verið skýrasta tákn þess, hversu þjóðin taldi kirkjuna þýðingarlitla. Nú er að rísa alda, sem fer í aðra átt, og þá finnur þjóðin aftur þörf fyrir Skálholt. Það leiðir af sjálfu sér, því að það var ekki búskapu: biskupanna, prentiðn, stjórnarat hafnir eða annað slíkt, sem gerði .Skálholt að Skálholti, heldur hitt, að þar var kirkja, sem eitt sinn var kölluð móðir allra kirk- na á íslandi. Minning fortíðar og starf framtíðar. Auðvitað væri rangt að halda því fram, að engri kirkjulegri minningu hefði verið haldið uppi í Skálholti. Þar er að vísu komin fátækleg annexia í stað dómkirkju, -y- en kirkja engu að síður. Og sú guðsþjónusta, sem fram fer í gisinni og hrörlegri smákirkju er engu þýðingar- þá staðreynd, að framkoma þjóð m*nn* í guðs augum en hátíð- arinnar við Skálholt líkist því rtiest, þegar^sonur lætur móður sína klæðast lörfum og líta út sem betlikerlingu? Eða er Skál- holt ekkert annað í augum okk- ar en dautt hræ, gersneitt öllum lífsmöguleikum — lík, sem ekki fær einu sinni forsvaranlega greftran? Skálholt og Þingvellir. Fyrir einum mannsaldri . vöktu Þingvellir svipaðar tilfinn ingar hjá mætum mönnum og Skálholt gerir nú. Flakandi í sárum kvað hinn forni þingstað- ur upp nistandi áfellisdóm yfir þjóðinni, — dóm sem sveið und- an. Sem betur fór, tók þjóðin þó ekki þann kost að flýja alger- lega undan þeim dómi, og forða sér út í hin yztu myrkur van- rækslunnar. Þá var það þjóð- ræknis tilfinningin og sjálfstæð- isþráin, sem vöktu menn til með vitundar um, að Þingvellir væru í allri sinni nekt andleg auðlind, — sem með tilveru sinni einni saman veitti þjóðinni kraft og orku í baráttu sinni. Hjarta Þing valla hafði aldrei hætt að slá, og bæði 1930 og 1944 fundu allir sannir Islendingaf, að þeim var lífsnauðsyn að halda áfram að sækja til Þingvalla. Að nýju var farið að leggja rækt við staðinn. Hinn forni þingstaður fékk nýja helgi í meðvitund þjóðarinnar, vegna þess að til var þjóðernis- og frelsishreyfing, sem svaraði til hins ytra tákns, —’því að staðurnin út af fyrir sig var tákn, sem talaði sínu máli, þegar þjóðin eitt sinn fór að hlusta. Þannig mun því einnig verða háttað um Skálholt. — Eins og þjóðernishreyfingin gerði Þing- velli aftur að virðulegri stað, þannig mun vaxandi tilfinning fyrir gildi kirkjúnnar og nauð- syn verða þess valdandi, að Skál holt fær sihn forna sóma. í meir GIMLI FUNERAL HOME 51 First Avenue Ný útfararstofa meS þeim full- komnasta útbúnaSi, sem völ er á, annast viröulega um útfarir, selur líkkistur, minnisvarSa og legsteina. Alan Couch, Funeral Dixector Phone—Business 32 Residence 59 legasta messugjörð í miklu must eri, alveg eins og ástríki milli. foreldra og barna getur verið eins mikið í niðurníddum bragga og í skrautlegri höll. Samt mundi eitthvað þykja bog- ið við þann mann, sem teldi braggann hæfilegustu húsakynn in til uppeldis börnum sínum, svo framarlega sem völ væri á hlýju og björtu húsi. Og eitt- hvað er líka bogið við þá þjóð, sem telur ekkert of gott eða rétt ara sagt og dýrt, ef um eigin lífs þægindi er að ræða, en sættir sig við að kenna það lélegasta og versta við nafn guðs síns og frelsara. Guðs orð hefir verið lesið og lært og ritað í fjósum,— en það þýðir ekki, að það sé sjálfsagt að bjóða hreppstjóran- um inn í stássstofu en frelsara sínum hjallinn. Og jafnvel þó að útkirkjan í Skálholt væri fors- varanlegur staður fyrir helgi- þjónustu þeirra í Biskupstung- unum, — þá hefir staðurinn samt ekki fengið það gildi fyrir þjóðina alla eða hið forna Skál- holtssifti sem vera ber. Það hefði ekki verið nein endurreisn Þingvalla, þó að þar væri t. d. ákveðið að hafa hreppsnefndar- fundi eða hreppaskilaþing fyrir Þingvallasveit. Þess vegna hafa þeir, sem bera Skálholtsstað fyr ir brjósti, hugsað sér þar starf og stofnanir, sem varða fleiri en íbúa Skálholtssóknar. — En hvað ber þá að gera? Um þetta hefir verið nokkuð rætt^og ritað, og margir mætir menn hafa lýst yfir fylgi sínu við endurreisn Skálholtsstaðar. Kirkjuleg yfirvöld landsins með biskup og háskólakennara í broddi fylkingar og öll alþýða manna er málinu hlynt. Þrátt f y ri r það eru hugmyndir margra enn á reiki um einstök atriði. Eitt eru þó allir sammála um, — að á níu alda afmæli stól- sins (1956) verðum við að hafa búið svo um hnútana, að forsvar anlegt sé að halda hátíð, sem að sínu leyti svari til alþingsis- hátíðarinnar 1930. — Kirkjunn- ar menn munu að vísu hugsa sér ,að slík hátíð verði haldin, hvort sem nokkuð breytist í KAUPENDUR LÖGBERGS Á ÍSLANDI Gerið svo vel að senda mér sem fyrst greiðslu fyrir yfirstandandi árgang Lögbergs, kr. 75.00.fc Dragið ekki að greiða andýirðið. Það léttir innheimtuna. Æskilegt að gjaldið sé sent í póstávísun. Þeir um eiga ógreidda eldri árganga, eru vinsamlega beðnir að snúa sér til mín. BJÖRN GUÐMU NDSSON FREYJUGATA 34 . REYKJAVÍK Skálholti eða ekki, þó að ég sé smeikur um, að þá verði erfitt að svara sumum spurningum erlendra kirkjuhöfðingja, er kunna að sækja landið heim. Þótt ekkert væri annað, sem ræki á eftir, er þetta nægileg ástæða til þess, að menn verði að fara að átta sig á því, hvað gera skal, enda hafa nú þegar verið stigin skref í áttina. Þegar Eysteinn Jónsson var kirkjumálaráðherra, skipaði hann fimm manna nefnd, til þess að gera tillögur um framtíð Skálholts. Formaður hennar er herra Sigurgeir Sigurðsson bisk- up. Mér er kunnugt um, að sú nefnd hefir afgreitt sína fyrstu tillögur til stjórnarinnar í frum- varpsformi, og þykir mér liklegt að ekki verði lengi dregið úr hömlu að leggja þær fyrir Al- þingi. Mun þar vera gert ráð fyrir því, að í stað vigslubiskups Skálholtsstiftis komi Skálholts- biskup, er sitji í Skálholti og hafi tilsjón með kirkjum í mest- um hluta hins forna biskups- dæmis og Torfastaðaprestur verði fluttur að Skálholti, og verði þar dómkirkju prestur. Þarf þá auðvitað að koma þar upp sem fyrst hinum nauðsyn- legustu byggingum, svo sem nýrri kirkju og íbúðarhúsum. Skálholtsfélagið, þar sem próf Sigurbjörn Einarsson er for- maður, hefir tekið þetta mál upp á arma sína, og bæði innan félag sins og utan hafa komið fram ýmsar uppástungur, sem ekki er gott að segja til hvers kunna að leiða. T. d. hefir komið til tals, að í Skálholti ætti síðar að rísa upp skóli, þar sem guðfræði- kandidatar fengju loka-fræðslu sína í hinni „praktisku“ guð- fræði, til undirbúnings undir kennmannlegt embætti. Aðrir hafa stungið upp á því, að þar yrði reistur kristilegur alþýðu- skóli 1 líkingu við Sigtúnastofn- unina í Svíþjóð, sem hefir haft ómetanlega þýðingu fyrir öll Norðurlönd. — Loks vil ég nefna hina stórkostlegu hug- mynd Björkquists Stokkhólms- biskups, að í Skálholti verði mið stöð hinnar kirkjulegu sam- vinnuhreyfingar á Norðurlönd- um, meðfram með tilliti til þess, þar geti einnig kirkjulegir sam- vinnumenn haft fundi og nám skeið með þáttöku frá Englandi og Ameríku. Svo sem menn muna, gaf Björkquist biskup í skyn, að vænta mætti nokkurs stuðnings frá bræðrum vorum á Norðurlöndum, til þess að gera staðinn hæfan til þessa. Það er því svo komið, að það eru ekki íslendingar einir, sem farnir eru að veita því athygli, hvernig um Skálholt fer. Ekki er gott að segja, hvað of- an á verður, þegar allar þessar hugmyndir hafa gengið í gegn- um hreinsunareldinn. En sé rétt og drengilega af stað farið, mun lífið sjálft prjóna sér haminn. Skálholtsmálið er nálengl mál- efnum þjóðkirkjunnar almennl. Ef menn hafa fyrir því að leggja við hlustirnar, má nú heyra nið margra vatna, er renna um hugarlendur íslend- inga. Og ekki munu allir þeir lækir bera með sér jafn holl áhrif á andlegt líf þjóðarinnar eða menningu. Stærri þjóðir en við erum, hafa beðið andlegan hnekki við það að klofna upp í ótal sértrúarflokka. Hér á landi hafa æ úánari sambönd við út- lönd haft það í för með sér, að hingað kemur nú einn sértrúar- flokkurinn á fætur öðrum með. útlent fjármagn að baki sér og nægan mannafla til útbreiðslu- starfa, samhliða því sem hin ís- lenzka þjóðkirkja hefir *verið rænd eignum sínum og svift fleiri og fleiri starfsmönnum. Og enginn skyldi halda, að páf- inn í Róm hafi gleymt íslandi eða vanrækt þau tækifæri sem honum gefast. Kemur mér sízt af öllu til hugar að lá honum það, þó að hann telji sig eiga er- indi við þá þjóð, sem leggur nið- ur biskupsstóla sína, rýrir kirkj- ur sínar, og sviftir sveitirnar Jótningarrit íslenzku kirkjunnar Eftir EINAR ARNÓRSSON Studia Islandica 12. Nýlega er komið rit á markað- inn, sem lætur lítið yfir sér, en er engu að síður hið merkasta. Er með því fengið álit eins hinna lærðustu lögfræðinga á því, hvort og að hve miklu leyti þjóðkirkjan sé lagalega bundin ákveðnum játningarritum. Síðan um aldamót hafa öðru hvoru komið fram raddir um það, að þjóðkirkjan myndi ekki vera bundin neinum ákveðnum játningum. En hin sögulegu og lögfræðilegu rök hafa verið hæp- in. Er sá, sem þetta ritar sömu skoðunar og dr. Einar Arnórs- son, að fram hjá þeirri stað- reynd verði ekki komizt, að þjóðkirkjan vegna ákvæðis stjórnarskrárinnar um það, að hún eigi að vera lútersk-evange- lisk, og hinnar sögulegu þróun ar hljóti að vera bundin hinum 5 höfuðjátningum. Hitt er svo það, að hve miklu leyti hinar einstöku greinar bindi kenni- manninn, eins og dr. Einar tekur skýrt fram í niðurlagi rits síns. Deila hlýtur alltaf að standa um það, hvort játningarnar séu í einu og öllu óskeikull mæli- kvarði á trú og kenningu. Ritn- ingin hins vegar er sá eini grund völlur, sem byggja megi á til úr- skurðar um vafa-atriði í játn- ingunum. En þjóðkirkjan er eins og svo margar aðrar kirkjur sprottin upp úr þeim jarðvegi, sem játningar þessar hafa mynd- að. Þrátt fyrir allt, allan ágrein- ing og allar deilur, þá hafa játn- ingar þessar ráðið stefnu þjóð- kirkjunnar. Það er því tilgangs- laust og jafnvel hættulegt að varpa þeim að öllu leyti fyrir borð. Væri það gert, þá væri þar með viðurkennt, að játningarn- ar væru lögmál, sem bundið hafa samvizku manna. Og afleiðingin af því verki yrði þá sú, að reynt væri að skapa nýja játningu, nýja trúarreglu — sem sé að binda manninn við nýtt lögmáls ok. En tilgangur Ritningarinnar er hins vegar sá að leysa mann- inn undan oki lögmáls og leiða hann í dýrðarfrelsi Guðs barna Hinar fimm höfuðjátningar standa sem vörður við veginn til að vísa oss þá leið, sem forfeð urnir fóru. Þær eru lífræn tengsl milli fortíðar og nútíðar. Það er því mikill fengur, að þetta álit höf. skuli hafa komið fram, jafn skýrt og skipulega samið og það er. Og það er von þess, er þessar línur ritar, að höf. taki fleiri kirkjuréttarleg vanda- mál til nýrrar meðferðar. Nú er t. d. ekkert ákvæði um trú for- Vangæf börn geta orðið nýtir þjóðfélagsþegnar Merkilegt brautryðjendastarf barnaverndarfélaga, sem stofnuð hafa verið víða um land Starfsemi Barnaverndarfélaganna virðist eiga stöðugt auknum vinsældum að fagna og augu fólks eru óðum að opnast fyrií mikil- vægi þeirra hugsjóna sem felast að baki hins merka starfs sem unnið er og ætlunin er að vinna á grundvelli þessara félags- samtaka. Stuðlað að sérmenntun kennara Barnaverndarfélag Reykja- víkur hefir nú auglýst átta þús- und króna námsstyrk, er efni- legum námsmanni verður veitt- ur til tveggja ára námsdvalar á erlendis til að leggja stund á fávitakennslu. Verður styrkur- inn bundinn við kennaraskóla- nám, eða stúdentsmenntun. Próf skýrteini og meðmæli skulu sendast Barnaverndadfélagi Reykjavíkur í Melaskóla fyrir 15. ágúst. Þörfin fyrir sérmenntaða kennara í þessari grein er mjög aðkallandi, þar sem starfsemi Barnaverndarfélaganna mun meðal annars beinast að því í framtíðinni að koma hinum vangefnu börnum til hjálpar með kennslu sem byggist á sér- þekkingu og árangri annara þjóða í þessum efnum. Stofnun nýrra barnaverndar- félaga undirbúin. Eins og sakir standa eru sex barnaverndarfélög starfandi í landinu, í Reykjavík, Isafirði, Siglufirði, Akureyri, Húsavík og Hafnarfirði. I undirbúningi er félagsstarfsemi á tveimur öðrum stöðum. Verkefnin eru bæði mikil og mörg. Hafa félögin beitt sér fyr- ir sérstökum barnaverndardegi, sem haldinn var í fyrsta sinn á fyrsta vetrardag í fyrra og verð- ur aftur haldinn í haust. Þenn- an dag mun Barn,averndarfélag Reykjavíkur g e f a út smárit handa börnum, við þeirra hæfi. Þegar nokkrir áhugamenn, þar sem dr. Matthías Jónasson var fremstur í flokki, gengust fyrir stofnun þessara mikilvægu samtaka,' var það ástand sem ríkir í menntun fávita og van- gæfra barna hér á landi orðið al- mennt áhyggju efni margra hugsandi manna og er svo enn. Fámenn og felítil samtök hafa ekki sem von er getað áorkað miklu en starfsemi þeirra er mið uð við framtíðina og vaxandi á- hugi fyrir málefnum samtakanna víðsvegar um landið gefur starf- inu byr undir vængi. Eins og sakir standa veit eng' in hversu mörg börn og ungling ar á Islandi eru vangræf eða fá- vitar. Enginn veit heldur hvern- ig sálarástand þeirra er, eða svernig háttað er vöntun. þeirra. Eitt af verkefnum barnavernd- ar félaganna er að sjálfsögðu það að afla fullkominna upp lýs- inga í þessu efni. prestum sínum. Eina ráðið til þess, að þjóðin klofni ekki upp í hundrað smásöfnuði eða gefi sig á vald pólitískum trúarbrögðum er það að þjóðkirkjan styrkist og eflist, og séu þess umkomin að vera andlegt heimili Islendinga, — andleg móðir sameinaðrar þjóðar. Allt ,sem gert er þjóð- kirkjunni til eflingar í starfi hennar, er um leið bjargráð við þessa litlu þjóð, sem á í vök að verjast í baráttunni fyrir lífi sínu og tilveru. Þess vegna er Skálholtsmálið þjóðernislegt og menningarlegt velferðarmál ís- lendinga í^heild. Jakob Jónsson —TÍMINN, 22. júlí Geta orðið nýlir borgarar. Erlendis er þessum málum víða mjög vel háttað. Það er ekki hugsað minna um mennt- un hinna vangæfu barna en hinna sem fullkomnari eru. — Hér á landi hefir ekki verið um neina menntun að ræða fyrir hin vangæfu börn og unglinga. Sá heimur hefir með öllu verið lokaður þessum ógæfusömu borgurum okkar þjóðfélags. Erlendis hefir það sýnt sig að það er í mörgum tilfellum ekki einungis hægt að kenna þeim iðnir og starfsgreinar, svo að þeir geti orðið nýtir borgarar og virkir þáttakendur í þjóðfélag- inu. Með slíkri starfsemi hér á íandi, sé hún skipulögð og vönd- uð er því hægt að vinna tvennt í einu. Þjóðfélagið gerir skyldur sínar við olnbogabörn sín og nýt ur síðan krafta þeirra og starfs- orku í heildarframleiðslunni og þjóðarbúskapnum. — TÍMINN, 21. júlí seta íslands í stjórnarskránni, eins og var um trú konungs. Get- ur forseti Islands gengið inn í hlutverk konungs og verið „summus episcopus“, þegar for- setinn virðist njóta hins al- menna trúfrelsis borgaranna? Biskupinn hefir vígsluvald sitt óskert, en að öðru leyti er hann ráðgjafi ríkisstjórnarinnar, og er því ekki sá endanlegi valdhafi. Spurning eins og þessi kann að virðast nokkuð raunhæf og þýð- ingarlítil. Hún er það samt ekki, því svarið við henni kynni að leiða í ljós, að þjóðkirkjan væri að skipta um eðli og að henni væri þörf að fá meiri sjálfs- ákvörðunarrétt. Hvað sem því líður, þá hefir kirkjuréttinum verið sinnt of lítið. Ekki sízt af kirkjunnar mönnum. Lög og reglugerðir, er snerta kirkjuna, eru í molum. — Heildarstefna er engin. — Sumt er sett af litlum ásetningi, t. d. lögin um tvöfalda færslu kirkju- bóka, sem víðast hvar eru alls ekki framkvæmd vegna gleymsku alþingis að sjá fyrir fé til að afla hinna nýju bóka. Og ef tekið væri það dæmi, að prestur framkvæmdi embætti sitt í kirkju klæddur ljósum jakkafötum og nýtízku skræp- óttu hálsbindi og yrði kærður fyrir það, þá yrði að dæma það brot með tilliti til kirkjuskipan- ar Kristjáns III. og hefðar og venju þjóðkirkjunnar, ef sleppt væri kirkjuskipan Kristjáns IV. og norsku lögum Kristjáns V. með öðru. Svo er það, að Helgi- siðab. 1934 virðist ekki hafa ver- ið lögfest. Að slepptu öllu gamni, þá eru nokkur atriði í riti dr. Einars, sem færa mætti til betri vegar, þótt ekkert þeirra skipti veru- legu máli fyrir sjálfri röksemda- færslunni. Níkeujátningin og Aþanasíusarjátningin komu báð- ar fram í íslenzkri mynd í hinni prentuðu bók „Margarita Theo- logica“ 1558, og hafa verið prent- aðar upp aftur nokkrum sinn- um í öðrum ritum. Auk þess er Níkeujátningin, hið forna messu- credó, til í enn eldri mynd í handritinu Ny kgl. Sml.138, 8vd. Sbr. Játn. ísl. k. bls. 12 og 17. Aþanasíusarjátningin er venju- lega nefnd Quicunque vult, sbr. bls. 14. En postulleg játning kemur fram í norrænni mynd þegar á 12. öld í Stokkhólms hómílíubók, sbr. bls. 24n. Svo virðist sem höf. hafi verið kunn bók próf. Sig P. Sívertsen: Fimm höfuðjátningar evangelisk-lút- eskrar kirkju. Rvík 1925. Bls. 92 segir: „Kirkjuagi er nú ekki ræktur. Enginn er nú rek- inn úr þjóðkirkjunni . . . Nú má misskilja það orðalag, og er því rétt að skýra það nánar. Lögum samkvæmt er ekki hægt að reka nokkurn mann úr þjóð- kirkjunni, því hið meira bann var afnumið með konungsbréfi hinn 26. júní 1782, enda var við- ureign Jóns biskups Árnasonar við Fræða-Gísla mjög svo 1 fersku minni og bannsetning sú, sem framkvæmd var. Það eina, sem stendur eftir af hinum forna kirkjuaga almennt lögum samkvæmt er réttur sóknar- prests til að áminna og vanda um og hrífi það ekki, þá má setja manninn út af sakrament- inu, neita honum að ganga til drottinlegrar kvöldmáltíðar. Eitt atriði er enn eftir. Hinn 8. des. 1854 birti Píus páfi IX. í búllunni „Ineffabilis Deus“ kenninguna um erfðasyndleysi Maríu meyjar, en hinn 18. júlí 1870 á Vatikanaþinginu var samþykkt kenningin um ó- skeikulleik páfa. Það, sem segir á bls. 20 er sennilega runnið frá dánarári Píusar, 1878. Það skal endað eins og byrjað var og sagt, að mikill fengur er að því, að rit þetta hafi birzt. Og ættu guðfræðingar að kynna sér það vel og vandlega. Magnús Mál Lárusson —VISIR, 2. ágúst

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.