Lögberg - 01.11.1951, Page 2

Lögberg - 01.11.1951, Page 2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 1. NÓVEMBER, 1951 Uppgjör við kommúnismann Einn af þeim mörgu, sem snúið hafa baki við Moskvu*- kommúnismanum eftir stríðið, er Douglas Hyde, sem um langt skeið var hátt settur í brezka kommúnistaflokknum og meðal annars ritstjóri aðalblaðs hans, „Daily Worker“ í London. Hann hefir skrifað mjög athyglisverða bók, „ÉG TRÚÐI . . . .“, um veru sína í brezka kommúnista- flokknum og viðskilnað sinn við hann. Er grein sú, sem hér birtist, stuttur útdráttur úr þeirri bók. ÁRIÐ 1928 rambaði heimurinn upp. Hinum nýju félögum mín- barmi hinnar geigvænlegu um var það hins vegar full-ljóst fjárhagskreppu sem sagan kann frá að skýra. Er hún var liðin hjá skildi hún eftir þúsundir at- vinnurekenda á vonarvöl og milljónir iðn- og landbúnaðar- verkamanna atvinnulausa. Þessi kreppa hrakti mig — og þúsund- ir mína líka — í fang kommún- ismans og í 20 ár dvaldizt ég í þeim herbúðum. Kreppan kom þó ekki beint við mig. Ég varð ekki einn í hópi hins atvinnulausa fjölda né beið efnahagslegt tjón af völd- um kreppunnar. Ég hafði ekki enn náð 18 ára aldri, var samt nægilega ungur til þess að vera allt í senn, þrár, óþolinmóður og hugsjónaríkur, og hæfilega gamall til að minn- ast þjáninga fy£ri heimsstyrjald- arinnar, og verða miður sín við þá hugsun að hetjur dagsins í gær, yrðu úrþvætti morgun- dagsins. SÚ kæruleysisafstaða margra velefnaðra og hákristinna vina minna til fjárhagslegrar og fé- lagslegrar eymdar líðandi stund- ar, vakti með mér reiði,og fyrir- litningu. Ég vann gegn afstöðu þeirra, og ákvað að standa við hlið hinna ógæfusömu í þjóðfé- laginu. Þannig drógst ég inn í hálf kommúnistísk félög, þar sem ég og aðrir svipaðs sinnis, komumst í kynni við kommún- ista og skósveina þeirra — í þeim tilgangi voru þessi hálf-komma- félög stofnuð. Hér kynntist ég hugmyndum kommúnista og starfsaðferðum og þeim sjálfum, og var það ekki hvað veigaminnst. Það leið heldur ekki á löngu áður en ég varð félagsbundinn flokksmaður. Mér var meira að segja veitt viðtaka, áður en á- greiningurinn á milli hinnar kristnu lífsskoðunar minnar, ég las nefnilega guðfræði með það fyrir augum að verða síðar meþodistaprestur, og guðleysi Marxismans hafði verið gerður að ekki myndi líða á löngu þar til Marx tækist a£ kæfa í mér guðfræðinginn. Þ e g a r þetta hafði svo tekizt, viðurkenndi ég þegar kenningar Marx-Lenins, og renndi þeim niður eins og þær voru mér tilreiddar, með sínum afskræmdu siðferðisverð- mætum, hæpnu heimspeki, og enn hæpnari framkvæmdarað- ferðum. Á komandi árum, fram- kvæmdi ég allt það, sem komm- únistaflokkurinn krafðist af mér. Ég vann ötullega að því, að skipuleggja kröfugöngur með al atvinnuleysingja, og meðan á Spánarstyrjöldinni stóð rak ég öflugan áróður gegn Franco. Ég reyndi að smeygja mér inn í önnur stjórnmálafélög, svo og trúfélög, stundum starfaði ég fyrir opnum tjöldum, en oftast að tjaldabaki. í janúar 1940 þeg- ar kommúnistaflokkurinn reyndi á allan hátt að vinna sem mest skemmdarverkin í hergagnaiðn- aðinum, var mér fengið starf í ritstjórn aðalmálgagns flokks- ins, „The Daily Worker“, þrem árum síðar var ég hækkaður í tigninni og gerður að fréttarit- stjóra, og í þeirri stöðu var ég þar til í marz 1948, að ég sagði skilið við blaðið og flokkinn. Samfleytt í 15 ár kom það tæp- ast fyrir að ég efaðist um hug sjón flokksins eða að starfsað- ferðir hans væru ekki réttlátar Látlausar skeggræður um það hvernig hægt væri á sem heppi- legastan hátt að framkvæma fyrirskipanir alþjóðasambands kommúnista heima fyrir, og sí- felldur lestur marxistiskra fræða skapar auðveldlega þá blekk ingarhugmynd með flokksfélög- unum að rekin sé pólitík að eig in vali, en á grundvelli þaul- hugsaðrar heimspeki. Aftur og aftur heyrir maður greinda kommúnista endurtaka með sannfæringarstolti: „Hvergi á maður völ á eins frjálsum um- ræðum og í flokknum. En þegar vér höfum samþykkt og tekið Hugsið nm nágrannann sem notar sama simpráðinn Hengið upp heyrnartólið, er þér haf. iC lokið viðtali, að öðrum kosti heyrið þér aðeins “Busy signal!” ákvörðun, þá fylgjum vér henni fram, svo sem ber vel öguðum flokksfélögum“. Sjálfur sagði ég þetta oft og mörgum sinnum, og trúði því að þetta væri rétt. Flokksbundinn kommúnisti lifir óneitanlega athafnasömu lífi. Hann er þjálfaður til þess að verða leiðtogi og honum verð- ur alltaf að vera ljós hin sí- breytilega alþjóðlega taflstaða, svo að hann geti þegar skipt um bardagaaðferð og verið í sam- ræmi við flokkslínuna á hverj- um tíma. Fyrir mér var ekki mikill tími aflögu til lesturs eða fræði-iðkana, annara en þeirra, sem voru í sambandi við komm- únismann. Það var aldrei tími til annars. Allt það sem ég las var raunverulega hergagnafram- leiðsla fyrir baráttuna. Allt annað lestrarefni var munaður Vinir mínir og aðrir, sem ég um- gekkst voru eingöngu flokksfé- lagar. Flokkurinn var mér lífið sjálft. Það skal viðurkennt, að það er enginn hægðarleikur að finna snöggan blett á marxistískri brynju slíks manns. Hann er raunverulega einangraður frá þeim heimi, sem hann berst gegn. En þrátt fyrir allt skaut efa- semdin upp kollinum — eftir 15 ár. í upphafi var þetta næsta smávægilegt, og. var fljótlega hrakið. Hins vegar er það svo, að fyrr eða síðar fellur ryðblett- ur á járnbrynju þá, sem flokk- urinn steypir yfir félaga sína. En það er oft undir kringum- stæðunum komið hversu fer. í sambandi við mig voru það per- sónulegar ástæður, sem m. a. voru að verki, vér mennirnir erum svo mismunandi, að engir tveir eru eins, eða fara nákvæm- lega sama veg. Það var enginn einn atburður sem gerði enda- lok á minni kommúnistísku sann færingu, heldur grófst undan henni smám saman á löngum tíma, og margt kom þar til greina áður. en allt var full- komnað. Það örlagaríkasta, sem hent getur marzista, er þegar efinn kemur til sögunnar. Efinn er versti óvinur marxistans, því gagnvart marxistanum er aðeins tvennt til, það er að játa og við- urkenna, það þriðja er ekki til. Árum sáman hafði ég, sem kommúnistískur rithöfundur ráðist á kaþólsku kirkjuna, á þeim grundvelli að hún væri fasistísk. Slíkar árásir voru mjög vel séðar meðal lesenda vorra, og hafði tvöföld áhrif, þær svertu tvo höfuð andstæð- inga vora í einu kaþólikka og fasista, rækilega í augum al- mennings, og það réttlætti vissu- lega þessar árásir. Haþólskt blað kærði mig fyrir meiðyrði í greinaflokki mínum um kaþólsku kirkjuna, sem ég hafði ákært fyrir að vera verk- færi í höndum fasista. Áður en málið var tekið fyrir í réttinum athugaði ég x nákvæmlegar en áður ákæru blaðsins. Þetta gerði ég til þess að undirbúa betur vörn mína, og skilja andstæð- inga mína enn betur og las ég rit eftir starfsmenn blaðsins og þá, sem höfðu stofnað það. Eink- um voru það rit Hilaire Belloc og C. K. Cherterton er ég las. Það varð mér örlagaríkt. Ég skildi andstæðinga mína alltof vel, og sá að þeir höfðu á réttu að standa, en ég algjörlega. á röngu. Það einasta áhugamál, sem ég hafði leyft mér að hafa á- samt kommúnismanum, var hrifning mín á miðaldamenning- unni. En það var Achillesarh'æll minn, því í kaþólska blaðinu fann ég hina sömu hrifningu og virðingu fyrir þessu menningar- tímabili sögunnar og ég sjálfur hafði. Fyrst las ég eingöngu það, sem bundið var við þennan mið- aldarmenningaráhuga minn, en þetta varð til þess að ég las um annað efni, sem í blaðinu var, með meiri eftirtekt en ég hafði áður gert. Hvað eftir annað varð Meiri óhugi fyrir fornritunum á Bretlandi en á Norðurlöndunum Blaðamenn ræddu í gær við Sigurð Nordal prófessor um fyrirhugaðar útgáfur íslend- ingasagna á vegum brezka útgáfufyrirtækisins, Thomas Nelson and Sons. Er ákveð- ið, að útgáfan hefjist eins fljótt og auðið er, og forn- ritin verði þýdd á venju- legt enskt mál. FrumkvæSi Sigursleins w Magnússonar. Sá maður, sem hefir frum- kvæðið að þessu sagði prófessor- inn, er Sigursteinn Magnússon, aðalræðismaður íslands í Skot- landi og framkyæmdastjóri Bret landsskrifstofu Sambands ís- lenzkra samvinnufélaga. Hann er framúrskarandi vel kynntur maður og mikils metinn í Edin- borg. Var það Sigursteinn, sem vakti áhuga Morrisons, fram- kvæmdastjóra bókaútgáfunnar, fyrir þessari útgáfustarfsemi. Óx honum ekki í augum, þótt útgáfukostnaðurinn væri lengi að borga sig. Síðla sumars var undirbún- ingi Sigursteins það langt kom- ið, að hann, Morrison, Sigurður prófessor og G. Turville-Petre, kennari í íslenzkum fræðum við Oxfordháskóla, komu saman til viðræðna um þessi mál, og seint ég nauðugur viljugur að játa það, að andstæðingar mínir höfðu margt til síns máls í gagn- rýni sinni á kommúnismann, og sjálf þróunin sannaði það að ég hafði farið villtur vegar. Fram- koma hinna sigursælu rússnesku herja í Austur-Evrópu og Þýzka- landi — þessir herir, sem eru á- vöxtur af öreigamenningu vorri — hin hrottalega og ómannúð- lega með ferð á bændaleiðtogum Póllands, Búlgaríu og annarra landa, allt þetta og svo ótal margt annað, sem ég hafði áður varið eftir fremsta megni á þeim grundvelli, að tilgangurinn helg- ’aði meðalið, fór nú að valda mér angurs. í stuttu máli, aftur fór ég að athuga gott og illt, sem sjálfsagða hluti. Mér varð það ljóst, að ekki er hægt að þoka mannkyninu fram á leið á þann hátt að hrinda því niður í fen eymdar og vol- æðis, summan og samsteypan af þeirri heimspeki, sem réttlætir slíkt, er í grundvallaratriðum hreint brjálæði. Ég tapaði minni kommúnistísku sannfæringu vegna þess, að ég komst í snert- ingu við og fann sanna og há- leita trú. Ég óskaði þess ekki að glata minni kommúnistísku sannfæringu og taka upp þá andlegu baráttu, sem ég vissi að það myndi kosta mig. Þetta var ástæðan fyrir því, að það liðu fimm löng ár áður en ég sagði skilið við kommún- ismann fyrir fullt og allt, og alla þá, sem verið höfðu vinir mínir og samstarfsmenn til rdargra ára. Það tók mig og margra mán aða baráttu áður en ég tók aftur trúna á þann guð, sem ég hafði varpað frá mér. En þessu lauk þannig að ég fór fram á það, að fá inngöngu í hina kaþólsku kirkju og því fylgdi svo úrsögn úr kommúnistaflokknum. Þetta átti sér stað fáum vikum eftir valdatökuna í Tékkóslóvakíu og morðið á Jan Masaryk. Þessir atburðir vöktu alla þá til um- hugsunar sem á annað borð gátu og þorðu að hugsa sjálfstætt. Eftir að ég hafði sagt mig úr flokknum, fannst mér ég vera mjög einangraður. Leiðin frá Kreml til Vatikansins var löng og ströng, og ég var einmana. Þegar fréttin um úrsögn mína úr kommúnistaflokknum varð kunn af fréttum útvarps og blaða, fóru mér að berast bréf frá mörgum, sem samstöðu höfðu átt með mér í stjórnmálum, þar sem fullyrt var að ég stæði ekki einn. Mér fór að skiljast siðleysi í september var ákveðið að hefj- ast handa um útgáfuna. Meiri áhugi á Bretlandi en Norðurlöndum. 1 sambandi við þessar fyrir- huguðu útgáfur, segir Sigurður Nordal prófessor það vera eftir- tektarvert, að Bretar séu meiri áhugamenn um íslenzk fræði en Norðurlandabúar og algengara sé að fi^ina þar fólk, sem kann íslenzku og er vel að sér í bók- menntum okkar, en á Norður- löndum. Sagði prófessorinn frá nokkrum sérstæðum atvikum um áhuga margra Breta á forn- bókmenntunum. Þannig eru þess dæmi, að brezkir skrifstofu- menn, kennarar í kvennaskóla og forstöðumenn fjarskyldra fyrirtækja hafi það 'sem aðal- tómstundadundur að fást við að læra íslenzku og setja sig inn í fornmálið og bókmenntir Is- lendinga til forna. Þessi nýja og vandaða útgáfa á að geta sameinað þessa dreifðu aðila og fengið mörgum nýjum næg verkefni. Útgáfu bókanna verður þannig hagað, að á ann- ari blaðsíðu hverrar opnu er gamli íslenzki textinn, þar sem aðallega verður stuðst við forn- ritaútgáfuna íslenzku en á hinni blaðsíðunni verður svo enska þýðingin. kommúnismans, og að þræl- menska þeirra hefði haft sín á- hrif á fleiri en mig. Það leikur ekki á tveim jung- um, að viss þekking á hugmynd- um og framkvæmdum kommún- ismans er mikið atriði, en þó er það enn meira virði, að skilja þá menn og þær konur, sem gengið hafa kommúnismanum á hönd. Á grundvelli þeirrar reynslu, sem ég öðlaðist í flokknum, bæði af störfum þar, viðræðum við flokksfélaga víðs vegar að úr heiminum og ýmsu öðru, er ég sannfærður um, að fólk gerist félagar í einlægum tilgangi. Viðgangur kommúnismans á rætur sínar ekki hvað sízt í því, að honum hefir tekizt að láta fólk, sem er einlægt og hrekk- laust, þjóna vondum tilgangi; hann hefir notað dýrmæta eig- inleika, eins og til dæmis fórnar- lund, hollustu, starfsvilja, áræði og hugrekki, svo eitthvað sé nefnt, í þágu ills málstaðar. Þetta er í senn veikleiki flokks ins og styrkur, því að góðir eðl- iskostir flokksfélaganna hafa einmitt leitt til úrsagna þeirra úr flokknum af því, að þeir líta þannig á, að lífið sé annað og háleitara en að fljóta með straumnum, og vegna þess, að þeim getur gramist óréttlætið, geta þeir snúizt til þjónastu við góð málefni og orðið þar lið- tækir. Úrsögn mín vakti mikla at- hygli og undrun meðal samstarfs manna minna við The Daily Worker, ég varð þess valdandi, að tveir aðrir starfsmenn tóku sömu stefnu og ég. Leiðtogarnir urðu æfir — og létu fara fram yfirheyrslur á ýmsum samstarfs mönnum mínum, sem hugsan- legt væri að væru- undir áhrif- um frá mér; — þeir urðu að undirrita játningu og yfirlýs- ingu um áframhaldandi trúnað sinn við flokkinn. Sauðtryggt handbendi þrengstu flokksklík- unnar var óspart notað til þess að njósna um þá. Framan af reyndi flokkurinn að hafa mig að engu; en eftir að bók mín, „I Belived", kom út, hefir The Daily Worker látlaust ráðizt á mig. Ofsi árásanna sann- ar, að leiðtogarnir eru í varnar- stöðu — og margir fleiri hafa þegar farið — en vissulega væru þeir miklu, miklu fleiri, ef þeim tækist að finna leiðina að trúnni á æðra markmið. —Alþbl., 1. sept. Margt er af ungu fólki í Bret- landi, sem hefir mikil kynni af fornbókmenntum okkar og get- ur orðið þess um komið að ann- ast um þýðingar. Ekki er með neinni vissu hægt að segja, hve- nær fyrsta bindið kemur út, en ef allt fer að óskum, ætti það að geta orðið á næsta ári. Nýr siyrkur í handrila- málinu. Það eru þeir Sigurður Nordal prófessor og G. Turville-Petre, sem verða ritstjórar að verkinu, en auk þeirra koma til með að vinna að útgáfunni fjölmargir brezkir og íslenzkir fræðimann. Verður íslenzki hluti verksins að sjálfsögðu unninn í Reykja- vík, eftir því sem kostur verð- ur á. Þessi nýja samvinna Breta og íslendinga hefir margþætta þýð- ingu fyrir Islendinga. Auk þess sem hún kynnir hinum ensku- mælandi heimi fornbókmenntir okkar í góðum og ábyggilegum útgáfum, einnig er hún mikill styrkur í kröfum íslendinga um endurheimt handritanna frá Dönum, þar sem þau eru illa varðveitt og lítið notuð. —TIMINN, 13. okt. SEEDTIME^ a/ncC HARVESP By DR. F. J. GREANEY Dlrector Line Elevators Farm Service, Winnlpeg, Manitoba Chemicals for Drying Wet Grain Research in the science of chemistry has done much to in- crease the economy of grain production, but as yet it has not produced a chemical that will satisfactorily cut down the moisture content of wet grain in storage. According to studies made by cereal chemists at the Kansas State College and at the Univer- sity of Minnesota, grain pres- ervatives just don’t work. They do not prevent mold growth and spoilage in grain stored with high moisture content.The prob- lem of preserving grain with too much moisture for safe stor- age requires a much better sol- ution than is provided by these so-called g r a i n preservatives, several of which are new being offered for sale in Western Can- ada. There is no “magic chemical” for removing excess moisture from stored grain. As yet, the only practical means of insuring the keeping quality of grain is to store it at a sufficiently low moisture content to prevent mold deterioration, insect infest ation and heating. On the farm, it is possible to lower the moist- ure content of damp grain by any one or a combinatjpn of the following methods: (1) Delaying harvest until the grain is dry. (2)Mixing the damp grain with dry grain. (3)Using clean, well- ventilated graneries or storage bins. (4) Moving the grain fre- quently from one bin to another. (5) Using artificial grain driers. The second, third and fourth methods, however, are useful only when the grain contains a slight excess of moisture. Re- member that the moisture limit for safe storage of wheat, oats and barley is 14%; for flaxseed it is 11%. May we repeat! There is no chemical available today that will satisfactorily remove moist ure from wet grain in storage. Don’t fail to inspect your stored grain frequently—turn if heat- ing. If you have a particular grain storage problem, talk it over with your Agricultural Representative, or write for ad- vice to your nearest Dominfon Experimental Station or Uni- versity.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.