Lögberg - 01.11.1951, Síða 5

Lögberg - 01.11.1951, Síða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 1. NÓVEMBER, 1951 5 WVVWWWWWVVVWWVWWVW ÁI H 4 AUÁI I\ISNA / Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON Börnin okkar og við: SEGIÐ BÖRNUM GREINT BARN á aldrinum 4—6 ára er í sjálfu sér eitt stórt spurningarmerki. Á þessu skeiði þyrstir börnin svo í fræðslu, að jafnvel þolinmóðustu foreldrar geta orðið stórreiðir yfir hinu sífellda: „Hvers vegna?“ „Hvers vegna?“ Stundum ber það við, að börn spyrji til þess eins að vekja á sér athygli, eða til að láta bera á sér. En yfirleitt spyrja börnin vegna þess, að þau í raun og veru langar til að vita nánar um hlutina. Því er mjög áríðandi að svara þeim eins skýrt og satt og hægt er. í augum lítilla barna er ver- öldin jafn óþekkt og reikistjarn- an Marz er okkur. Værum við allt í einu komin á Marz, yrðum við án efa úrræðalítil og hjálp- arvana, nema við fyndum ein- hvern góðan mann, sem gæti frætt okkur um ýmislegt. Okk- ur þætti ærið óvingjarnlegt, ef enginn vildi svara spurningum okkar og þessa verst, ef við vær- um göbbuð. Einmitt þessi er af- staða barnsins í henni veröld. Því verðum við að reyna að setja okkur í þeirra spor, breyta við þau eins og við viljum að aðrir breyti við okkur. Ég vil benda á þrjár megin- reglur. Fyrst þetta: Reynið að vera þolinmóð þegar barnið spyr. Annað: Segið því aðeins sannleikann. Þriðja: Viðurkenn- ið hreinskilnislega að þér hafið ekki þekkingu á að svara rétt. Sumt fullorðið fólk er hrætt um að tapa áliti hjá börnunum, komi það í ljós, að það sé ekki fært um að svara spurningum þeirra. En þetta er þvert á móti. Barnið treystir þér langbezt, ef það rekur sig á, að þú reynir aldrei að gabba það. Börn vilja yfirleitt vita, hvað- an hlutirnir koma, hvernig þeir verka og til hvers þeir eru. Og þau hafa alveg sérstakan áhuga á að vita eitthvað um sína eigin persónu. Ein algengasta spurn- ing barna er: „Hvaðan kom ég, mamma?“ „Hvernig fékkstu mig?“ Eða: „Hvaðan kom litli bróðir?“ „Hver bjó hann til?“ Þessra spurningar eru vissulega SANTLEIKANN mikilvægar. Varla getur nokkuð viðfangsefni vakið meiri áhuga mannlegrar veru eins og það að vita skil á því, hvernig líf verð- ur til; og féttur skilningur og vitneskja um þetta efni leiðir til heilbrigðrar afstöðu gegn vart kynferðismálunum síðar meir. Farðu ekki undan í flæmingi, er börnin spyrja um þetta, svo að þau fari ekki að fá grun um, að það sé ljótt og óviðeigandi að spyrja um þessa hluti. Ekki er langt síðan foreldrar höfðu þann sið að segja börnum sínum, að litli bróðir eða litla systir hefðu fundist undir berjarunni eða að storkurinn kæmi með nýfæddu börnin. Stundum kom læknirinn með þau í svörtu töskunni sinni. Enn er eitt nauðsynlegt, og það er að vera áreiðanlegur gagn vart börnum og efna ætíð lof- orð sín við þau. Ef þú segir, að þú ætlir að gefa barni eitthvað, þá verður þú að gera það. Þú mátt aldrei svíkja barn — ann- ars áttu á hættu að missa al- gerlega trúnað barnsins. Ég þekki eina móður, sem af ásettu ráði var fljót að lofa barni sínu að fara í boð eða á skemmtun, en á síðasta augnabliki þá aftók hún með öllu að lofa barninu að fara. Þetta hélt hún að væri heillaráð til að kenna barninu að horfast í augu við vonbrigði. En það hafði aðeins þau áhrif á barnið ,að því fannst engum vera hægt að treysta. Fólk reynir stundum að kom- ast hjá óþægindum með því að bregða fyrir sig svo nefndri „saklausri lygi“, en það sem full- orðnir kalla saklaust, getur oft komið illa við börn, sem taka allt bókstaflega. T. d. vissi ég til þess, að lítil telpa varð mjög hugsjúk út af því, að mamma hennar sagði nágranna sínum, að hún gæti ekki komið í teboð af því, að hún væri kvefuð — sem enginn fótur var fyrir. Við leitumst við að kenna böm um okkar að segja ekki ósatt, eins og líka rétt er. En við get- um tæplega vonazt eftir að þau geri það, nema við séum sann- sögul sjálf. ♦ ♦ ♦ ♦ A LETTER FROM THORA ASGEIRSON Paris, France The many friends of Thora Asgeirson will enjoy this ex- cerpt from a letter written to her mother: At last I am writing to you after my first week in Paris! First, I’m overwhelmed by everything in Paris—and I like it more and more each day. I phoned Mme. Gaulthier two days after I arrived and she told me to come over right away and I played for her. She said I was a “bonne musicienne”— that I needed práctise for technique like everyone does and said she would teach me privately till January and then I could go to L’Ecole Normale, classes with Cortot, etc. I íftn starting a Par- tila by Bach (B flat major), the Beethovan Sonata No. 3, an Etude by Maskowski, and a Noc- turne (No. 1) by Faure—(Mme. • Gaulthier studied with him for a long time)—and stiff, stiff technique. I like her very much so far—she has a Gaveau grand piano— a lovely apartment, and she is very vigorous. She speaks no English, which is good for me. The Student Bureau is pretty good. For several things—I can get tickets for different pro- grams at student rates. I saw two plays by Moliere in one evening for 88 francs (about 25 cents.) Good seats, too. Then I got a ticket for Beethoven’s Ninth Symphony (choral) at the Eglise St. Lous des Invalides for 165 francs (about 50 cents). It was thrilling! I just wished that all my friends and you could have heard it too—really, that’s always my strongest feeling at these things. On Friday I met a friend for lunch ^nd we walked down the Champs Elysees after meeting in the Tuileries Gardens, which are magnificent. The thing that impresses me most is the vast- ness of the parks and gardens. The Champs Elysees is very wide, instead of boulevards at the side there are benches and trees, like a park, wijh outdoor cafes. Thé- views from every point are filled with interesting and exciting thingfe—mostly of historical significance. On Sunday—this was really an interesting and exciting day! —I met a friend at Notre Dame Cathedral for 11.00 a. m. mass. It so happened that we hit upon a special service for Marshal Fochs. And so there was much parading, flags and bugles, as well as everything else. Coming Starf Bjarna Gíslasonar til að glöggva skilning Dana ó menningarsögu íslands into the Cathedral was magnifi- cent and how immense! Thev were playing a Handel Concerto when we came in and the choir sang parts of Requiems for Fochs. Afther we went up one of the winding staircases about 800 to 1,000 steps I guess, to the top of Notre Dame and looked over Paris—the Eiffel Tower and other famous cathedrals. Afterwards we walked along the banks of the Seine—it was a beautiful day, sunny and blue, always a bit hazy, though, not clear blue like Manitoba skies Lots of people were fishing and tramps sleeping. Afterwards we met four other friends and all went out to Ver- sailles by train. It was only 140 francs return fare — about 40 cents. Versailles is a little city with a lot of interesting cafes with music outdoors. The palace is magnificent inside. You can’t imagine the extrav- agance inside in decoration. The ceilings are all elaboráte murals. I I went into the Hall of Mirrors, which had scaffolding in it that day. It must have been mag- nificent. We looked from the window from where Louis XVI and Marie Antoinette looked at the crowds in July, 1789, clam- ouring for bread at the gates and walls of the palace. The grounds have elaborate garden patterns and lovely flowers and fountains and numerous ponds and pools and statues''and for- ests and paths. We came back into Paris about 8.30 or 9.00 and ate a wonderful dinner. Things are beginning to ar- range themselves in order. To- day I went to my second lesson with Mme. Gauthier. It was re- vealing, a humbling experience. We worked very hard for an hour and a quarter, all music. No side-tracking at all. She really goes into detail. í höfuðborg British Columbia- fylkis, Victoria, eru búsettir til- tölulega fáir íslendingar og harla dreifðir. Af skiljanlegum ástæðum mætti því ætla, að lítið væri um félagsleg samtök þeirra á meðal; þó er þessu farið á annan veg, eins og ráða má af þeirri fregn, sem hér fer á eftir. í vikunni sem leið barst Lög- bergi bréf frá Miss Jónínu Johnson, sem hefir aðsetur sitt í Victoria, þar sem hún skýrir frá því, að í borginni sé starf- andi íslenzkur kvennaklúbbur, sem haldi nokkurn veginn reglu- bundna fundi; vekur þetta að sjálfsögðu mikinn fögnuð hjá þeim, sem ant láta sér um ís- lenzk mannfélagsmál og vernd- un íslenzkra menningarerfða. Kvennasíða Lögbergs óskar á- minstum kvennaklúbb til ham- ingju með starfsemina og biður honum blessunar í framtíðinni. En áminst fregn er á þessa leið: Hinn fyrsti fundur Victoria Women’s Icelandic Club á haust- inu, var nýlega haldinn á heim- ili Mrs. Valgerður Miller, Upper Terrace. Mrs. Margaret Gower stjórnaði fundi og kosningum í embætti fyrir næstkomandi starfsár, og hlutu þessarar kosn- ingu: Mrs. Inga Erender, forseti, heimilisfang 1131 Palmer; Miss Lily Stephenson, varaforseti; Mrs. V. Miller, féhirðir; Miss Jónína Johnson, skrifari; Mrs. S. Thorkelson, social convener; Mrs. Gauti og Mrs. Dalman kosnar í heimsóknarnefnd. Á fundinum veitti klúbburinn dálitla fjáruþphæð til élliheim- ilisins „Höfn“ í Vancouver. Mrs. Rósa Semple. Félagskonur söknuðu vinar, þar sem í hlut átti Mrs. Rósa Semple, fædd Egilsson, sem lézt síðastliðið vor. Foreldrar henn- ar voru í hópi þeirra fyrstu frumherja, er frá íslandi komu og settust að í námunda við Millbrook í Ontario-fylki. Mrs. Ræll við Hugrúnu um Dan- merkurferð og námskeið í Askov Frú Fillippía Kristjánsdótt- ir — Huðrún skáldkona — er nýlega komin heim úr för til Norðurlanda. Dvaldi hún m. a. um skeið á lýðháskól- anum í Askov á Jótlandi og sótti þar námskeið fyrir nor- ræna kennara. Dagur hefir komið að máli við frú Filippíu og rabbað við hana um þessa för. — Hvernig líkaði þér að dvelja á Askov? — Það var ágætur tími. Júlí- mánuður var fljótur að líða. Þó var tíðarfarið ekki sem ákjósan- legast. Óvenjulega kalt, sögðu Danir. En við sem vorum á nám- skeiðinu höfðum ekki mikinn tíma til þess að hugsa um veðr- ið. Hálfur dagurinn fór í það að sitja inni og hlýða á fyrirlestra. — Var margt fólk þarna sam- ankomið? — Það skipti hundruðum, bæði karlar og konur frá ýms- um löndum, bæði á júlínámskeið inu og svo því, sem byrjaði 1. maí og lauk í júlílok, einnig eru fjölmargar ungar stúlkur á Askov í sumarskóla. I Dan- mörku er skólafyrirkomulagið víða þannig, að þeir starfa fyrir karlmenn að vetrinum, en stúlk- ur á sumrum, líklega notast námið betur á þann hátt. —Hvert er álit þitt á praktísku hliðinni, hvað þessi kennara- námskeið snertir? Heldur þú að þau nái tilætluðum árangri? — Eins og þú veizt, er ég ekki kennari, ég fékk bara að fljóta með, og það sem ég lagði mesta áherzlu á, var hið bókmennta- lega, kennararnir verða að svara Semple samdi nokkra leiki og smásögur; hún orti einnig ljóð á íslenzkri og enskri tungu. Hún tók mikinn þátt í leikstarfsemi og studdi af ráði og dáð The Little Theatre Group í Victoria. Hún var ein af stofnendum hins íslenzka kvennaklúbbs í Vic- toria og fyrsti forseti hans. Klúbburinn átti henni mikið gott upp að unna og blessar minningur hennar. — I bréfinu, sem þessari frétt fylgir, biður Miss Jónína John- son þess getið, að áminstum konum yrði það mikið fagnaðar- efni, ef íslenzkar konur, er til Victoria kynnu að koma, settu sig í samband við þær. Þetta er falleg hugmynd, er verða má hlutaðeigendum til gagnkvæmr- ar ánægju. Heimilisfang Miss Johnson er 3935 Hobbs Road, Victoria, B.C. Stjörnulífræðistöð í Kasakstan MOSKVA, (Telepress). Sovét- stjörnufræðingurinn G. A. Tík- hoff hefir lagt grundvöll að nýrri vísindagrein — stjörnulíf- fræði. í bók, sem vísindafélagið í Kasakstan er að gefa út, skýrir hann frá rannsóknum, sem hann hefir gert og hafa sannfært hann um að líf sé á reikistjörn- unum Marz og Venusi. Hann telur einnig mögulegt að smá- sæjar lífverur þrífist á stóru reikistjörnunum Júpíter, Satúr- nusi, Úranusi og Neptúnusi og byggir'það á niðurstöðum sovét- vísidamanna að þær geta lifað við mikið frost. Vísindastofnun með sérstökum stjörnuturni verð ur reist í Kasakstan sunnanverðu til að rannsaka líf á stjörnun- um. — Verður það fyrsta stjörnu líffræðistofnun í heimi. Þessi nýstárlega og íhyglis- verða fregn, er endurprentuð úr Þjóðviljanmn, og minnir að ýmsu leyti á heimspekikerfi dr. Helga Péturs. fyrir sig. Það voru valdir menn og margfróðir, sem falið var að halda fyrirlestra, auk hinna föstu kennara Askov lýðháskóla, voru fengnir menntamenn frá öðrum löndum. Til dæmis kom doktor frá Ind- landi. Hann ræddi um Indland og indverska menningu. Prófes- sor Paulus Svenson kom frá Noregi. Aðarumræðuefni hans voru norskar bókmenntir. Pastor Sven Sorthan kom frá Finn- landi, ræddi um finnsku þjóð- ina og bókmenntir, og Mosesson frá Svíþjóð, hann talaði urri sænsku kirkjuna. Tveir ungir, danskir kennarar töluðu um nýtízku danskar bókmenntir. — Var enginn ræðumaður frá Islandi? —Jú, ég held nú það. Bjarni Gíslason rithöfundur hélt þar þrjá fyrirlestra, sem gerður var 'mjög góður rómur að. Hann var okkur íslendingum kærkominn gestur. — Um hvað fjölluðu erindi hans? — Fyrst rakti hann menning- arsögu íslands frá siðaskipta- tímabilinu upp til vorra daga. Hann sýndi meðal annars fram á það, hvernig ísland hafði haft sérkennilegar og sjálfstæðar bók menntir í alþýðuskáldskap sín- um, meðan ljóðagerð hinna Norðurlandanna og Þýzkalands hefði verið læst í hlekki. Sér- staka athygli meðal áheyrenda vöktu upplýsingar hans um að íslendingar hefðu verið á und- an siðabótalandinu Danmörku með útgáfu lúterskra sálmabóka og að við hefðum fengið Nýja Testamentið á íslenzku tíu ár- um á undan biblíu Kristjáns konungs þriðja. Auk þess nefndi Bjarni að passíusálmar Hall- gríms Péturssonar hefðu verið gefnir út 33 árum áður en hin lögskipaða kirkjusálmabók Thomasar Kings hefði verið send til Noregs og Færeyja. Á- leit Bjarni að vakandi bók- menntaáhugi Islendinga á siða- skiptatímabilinu hefði bjargað íslandi frá að danskan yrði lög- fest sem íslenzkt kirkjumál. Á áframhaldandi ferðalagi gegn um söguna talaði hann sérstak- lega um Hallgrím Pétursson, Jón V í d a 1 í n, Bólu-Hjálmar, Matthías og Einar Benediktsson. I öllum fyrirlestrunum nefndi hann handritin og sýndi fram á, hvernig þetta mál væri tengt íslenzkri menningu á öllum tímum og hrakti þá villu í bók- menntasögu Dana, að íslending- ar hefðu engan áhuga haft fyrir þjóðararfi sínum, þegar hand- ritin voru flutt til Danmerkur. Nefndi hann í því-sambandi húsagatilskipun Harboes, sem bannaði sögulestur og rímnasöng á íslenzkum heimilum, og sagði hann að þess háttar bægslagang- ur lögskipunarvaldsins hefði verið býnsa óþarfur, ef þjóðin hefði ekki sýnt fornsögum neinn áhuga. — Minntist hann ekkert á skólamálin? — Jú. Að síðustu ræddi hann um þau og lýsti íslenzkri heima kennslu. Taldi hann, að Islend- ingar í nýjustu skólafram- kvæmdum sínum hefðu elt um of útlendar fyrirmyndir, og þá vantaði að skapa þjóðlegan, ís- lenzkan skóla. Bjarni M. Gíslason er kvænt- ur danskri menntakonu, og eiga þau heimili á Sjálandi. „Mér þykir gott að búa við sjóinn“, sagði Bjarni við mig, „hann er þó alltaf líkur sjálfum sér, alveg eins og sjórinn við strendurnar heima". Nú hafa Sjálendingar boðið honum fasta kennara- stöðu, og býst hann við að taka því boði. — Er ný bók væntanleg frá Bjarna á næstunni? — Það er mér nær að halda, og ef til vill fleiri en ein. — Hefir enginn kennarinn á Askov komið til íslands? — Jú, í það minnsta tveir af þeim og annar þeirra, dr. Holger Kjær, hefir ferðast um landið. Einn daginn, á meðan ég dvaldi í Askov, flutti hann 2 erindi um veru sína hér og kynni af landi og þjóð. Það var mjög ánægjulegur dagur. Ég varð satt að segja alveg undrandi yfir því, hve hann hefir komizt í náin kynni við fólkið í sveitunum á ferðalögum sínum. Það var hríf- ándi að heyra hann lýsa ís- lenzkri sveitamenningu og ís- lenzku bændafólki. — Þegar ég þakkaði honum fyrir erindin bað hann mig að skila kærri kveðju til íslands. „Ég er svo innilega glaður yfir veru minni þar“, sagði hann. „Og þótt liðin séu 20 ár síðan, er hún mér enn í fersk^ minni og verður mér ávallt“. Mér þykir vænt um að mega bera Islendingum kveðju þessa ágæta manns. Skólastjórinn J. Th. Arnfred er ágætur maður óg vitur. Yfir- leitt ríkti mjög góður andi í skólanum. Hver dagur byrjaði með andlegri huðleiðingu, bæn og sálmasöng, mest virtist mér vera sungið af sálmum eftir Grudtvig, enda er ekkert smá- ræði, sem eftir hann liggur af sálmum. Danir bera djúpa virð- ingu fyrir honum. Eins og kunn- ugt er hafa þeir reist kirkju stóra í Kaupmannahöfn, sem ber hans nafn. Askovkirkja er líka í raun og veru hans minnisvarði. Skól- inn þar og fleiri skólar hafa orð- ið til vegna hans áhrifa. — Hvað virtist þér um kirkju- sóknina á Askov? — Jú, hún er ágæt, full kirkja hvern sunnudag og margir alt- arisgestir, og láta kennararnir sig ekki vanta, það fannst mér sérstaklega eftirtektarvert. — Fóruð þið ekki í ferðalög þarna frá skólanum? — Jú. Við heimsóttum háskól- ann í Rödding. Á sumrum er hann aðeins starfræktur fyrir stúlkur, eins og margir skólar í Danmörku. Sá skóli er nokkra kílómetra fyrir súnnan gömlu landamærin milli Þýzkalands og Framhald á bls. 8 Business College Education In these modern times Business College Education is not only desirable but almost imperative. The demand for Business College Educa- tion in industry and commerce is steadily increasing from year to year. Commence Your Business TraintngImmediatelyi For Scholarships Consult THE COLUMBIA PRESS LIMITED PHONE 21 804 695 SARGENT AV *. WlNNIPEG ☆ ___________________________ ÍSLENZKAR KONUR HALDA HÓPINN í VICTORIA

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.