Lögberg - 06.12.1951, Blaðsíða 1

Lögberg - 06.12.1951, Blaðsíða 1
64. ÁRGANGUR LÖGBERG, FIMTUDAGINN 6. DESEMBER, 1951 Viðtol við Dr. P. H. T. Thorlokson # Dr. P. H. T. Thorlakson er ný- kominn heim úr þriggja vikna ferðalagi um borgir og bæi á Kyrrahafsströndinni. Ég spurð- ist fyrir um ferðir hans og hagi íslendinga á þessum slóðum og kvað hann sé» virðast almenn vellíðan ríkja þeirra á meðal; „þeir reyna margir að halda hópinn þótt dreifðir séu, og þeir hafa mikinn áhuga fyrir ís- lenzkum málum“. Vakandi áhugi fyrir íslenzku deildinni við Maniiobaháskóla. „Varstu var áhuga fyrir stofn- un kenslustólsins í íslenzku við Manitobaháskólann?“ „Já, ég varð greinilega var við það, að mörgum íslending- um á Ströndinni finst þetta vera sameiginlegt menningarmál allra Islendinga, hvar sem þeir eru búsettir", sagði Dr. Thorlakson. „Ég var viðstaddur eitt af hinum reglubundnu heimboðum, er bróðir minn, séra Octavius og kona hans, í Berkley, hafa fyrir íslendinga þar um slóðir, þar voru samankomnir um 50 land- ar. Ég skýrði þeim frá framgangi málsins, og ég varð var áhuga hjá þeim fyrir því. Ég fann einn- ig mikinn áhuga og vinsamlega afstöðu til málsins meðal landa í Seattle, Bellingham, Blaine og Varrcouver. I þeim borgum hafa verið mynduð samtök málinu til stuðnings, og ég hafði mikla á- nægju af því að hitta margt af hinu ágæta fólki, er beitir. sér fyrir þessum samtökum íslend- inga á ströndinni. Ég er fullviss um að þeir munu ekki láta sinn hlut eftir liggja". Stafholl og Höfn. „Sástu elliheimilin, sem Is- lendingar á Ströndinni hafa reist?“ „Já, ég heimsótti bæði Síaf- holt í Blaine og Höfn í Van- couver. Stofnun þeirra var mikið menningarlegt framtak af hálfu landa þar, og mér fanst mikið Í, til um hve þau eru bæði vel út- búin nýjustu tækjum og þæg- indum, og hve aldraða fólkið á heimilunu?n er ánægt og glað- legt. Slafholt er aít á einni hæð og þess vegna einstaklega þægilegt fyrir aldrað fólk. Þar eru um 50 eða 60 vistmenn og átti ég tal við þá flesta ef ekki alla. Margt af fólkinu er frá Norður Dakota og Sléttufylkjunum. For- stöðukona^i heitir Mrs. Scully; hún er íslenzk, ættuð frá Lund- ar, Manitoba, og útskrifuð hjúkrunarkona frá Winnipeg. Þá hafði ég ekki síður ánægju af að heimsækja Höfn; það er mjög ólíkt Stafholti vegna þess, að það var áður einkaheimili, en það er stórt og fallegt; það stendur á hárri hæð og útsýnið þaðan er yndislegt. „Hér eru allir mér svo góðir og hér líður mér svo vel“, sagði einn gamli maðurinn, „að þetta er eins og undirbúningur fyrir vistarver- una á himnum“. Á þessu heimili eru ekki alveg eins margir vist- menn eins og á Stafholti, en hér eins og þar eru margir héðan frá Sléttunum; þeir spurðu mik- ið um gamla vini hér eystra. Mrs. S. J. Sigmar er forstöðu- kona Hafnar“. „Eru þessi heimili lík elli- heimilunum hér eystra?“ „Þetta er sú spurning, sem vistfólkið lagði oft fyrir mig“, sagði Dr. Thorlakson; „það lang- Dr. P. H. T. Thorlakson aði til að vita hvort hin heimil- in væru eins góð og þeirra heim- ili, en það er erfitt að gjöra sam- anburð á þessum heimilum. Ég hefi líka heimsótt Betel á Gimli og Borg að Mountain, og heimil- in fjögur eru ólík hvort öðru; þau hafa sína sérstöku kosti hvert um sig, en eitt eiga þau sameiginlegt; í þeim öllum virð- ist ríkja ástúð og einingarandi, og vitanlega er það ekki húsið, húsgögnin, eða umhverfið, sem eiga aðallega þátt í því að skapa fagurt og ánægjulegt heimilis- líf, heldur er það fólkið sjálft — vistfólkið, forstöðukonan og starfsfólkið — sem það gerir. — Á öllum heimilunum eru góð bókasöfn; þar er mikið lesið og rætt. Heimilin eru ekki einungis dvalarstaðir fyrir aldraða fólkið; þau eru miðstöðvar, þar sem ís- lendingar geta safnast saman og haldið við sambandinu við eldri kynslóðina“. íslenzku blcðin. „Varstu var nokkurs áhuga á Ströndinni fyrir viðhaldi ís- lenzku blaðanna?“ „Já, mér er nú ljósara en áður, að Islendingar í Winnipeg bera á herðum mikla ábyrgð.í sam- bandi við að halda áfram út- gáfu blaðanna í langan tíma enn. Fólk þar bíður eftir að blöðin komi. Margt af þessu fólki hef- ir fluttzt frá íslenzku byggðun- um hér vestur að hafi. Það þráir að fá fréttir úr sínum gömlu heimahögum. Blöðin eru þeim sem bréf frá gömlum kunningj- um, ef þau færa þeim fréttir af þeim. Þess vegna ætti fólk í ís- lenzku byggðunum, bæði hér og vestur frá, að senda blöðunum sem oftast fréttir úr byggðar- lögum sínum. Islenzku blöðin fara um alla álfuna þangað sem íslendingar eru búsettir. Sums staðar eru þeir einir sér af sín- um þjóðflokki og eina samband þeirra við íslendinga og heima- byggðina eru blöðin. Þegar blöð- in koma leita þeir vandlega að því hvort ekki séu þar einhverj- ar fréttir að heiman. Einn mann hitti ég, sem var sáróánægður yfir því að hafa ekki séð frétta- bréf frá Norður Dakota í lengri tíma og þannig var með fólk, sem komið hafði frá öðrum ís- lenzkum byggðum hér eystra. Þeir, sem senda blöðunum frétta bréf veita fjarverandi vinum og kunningjum mikla ánægju. Is- lenzku blöðin eru tengiliðurinn á milli íslendinga hér í álfu og á milli þeirra og íslands“. „Norway Cenlre" í Seattle. „Eitt af því, sem ég var mjög hrifinn af á ferðalagi mínu“, sagði Dr. Thorlakson, „var fé- lagshús Norðmanna í Seattle — Norway Centre. — Þeir eru ný- lega búnir að reisa þetta sam- komuhús; í því er geysistór sam- komusalur. Ég kom þar á sam- komu, er 12 hundruð manns sóttu. Ræðumaðurinn var frá Osló, fulltrúi á þingi Sameinuðu þjóðaijna. Fundarstjórinn bauð mér að ávarpa samkomugestina og ég mælti nokkur orð eins og fyrir hönd íslendinga. Auk stóra samkomusalsins eru smærri fundarsalir og nefndar- herbergi og annar aðbúnaður fyrir félagsmenn. Þar er og stór matsölusalur og eru þar aðallega seldir norskir réttir. Þetta mat- söluhús er afar vinsælt og leigan á því og öðrum herbergjum húss- ins gengur að mestu til viðhalds húsinu. Hér í borg hefir því verið hreyft, að íslendingar kæmu sér upp samkomuhúsi og má vera, að málið hafi nú Verið tekið til yfirvegunar. Mér datt í hug að Norway Centre væri góð fyrir- mynd ef ráðist væri í þetta fyrir- tæki, og ég er að hugsa um það, hvort ekki færi vel á því, að öll skandinavisku þjóðarbrofin í Winnipeg tæki höndum saman um framgang málsins. Samkomu húsið mætti kallast „Scandin- avía“, ef svo byði við að horfa. En ef húsið ætti að bera sig fjárhagslega, eins og Norway Centre gerir, yrði það að vera reist á hentugum stað til al- mennra samkomuhalda, og mat- salan yrði vinsælli ef þar væri völ á skandinaviskum réttum“. Gaman hefði verið að eiga ýtarlegra tal við Dr. Thorlakson, sem svo mörgu fróðlegu hefir frá að segja og þrunginn er af áhuga um okkar menningarmál, en til þess gafst ekki frekari tími að sinni. I. J. LAUSAVÍSUR Kvarta ei þó vaka verðir vetrarheljunóttum á. Þegar kuldaköstin herðir kynda eldinn verður þá. ☆ Máske einhver komi^ kaldur klæðafár í vetrarbyl. Gróði þá er þúsundfaldur þeim að veita skjól og yl. ☆ Látum aldrei eldinn dvína allir þrá að finna yl. Kveikjum ljós og látum skína lýst svo geti húsa til. ’ ☆ Langt frá arni ylur þver ýmsum varnar þrifa. Lífs á hjarni erfitt er einu barni að lifa. ☆ Klæðafár í hreti og hríð hrundu tár á jörðu. Þrautafárið lögðu á lýð landnámsárin hörðu. ☆ Friðarandans ágóða aldrei fjandinn taki. Yfir landi alþjóða alheimsandi vaki. ☆ Oft er þungfær lífsins leið lengri en maður hyggur. Margur endar æfiskeið uppgefinn og hryggur. ☆ Kristín frá Húsafelli. Allir girnast gæði og yl gestrisnin þar heldur velli. Margir karlar koma til Kristínar frá Húsafelli. ☆ Þegar heilsa og þrekið brást þá var fátt um bjargir. Drottinn hjálpi þ^im sem þjást þeir eru ótal margir. ☆ Hvernig sem að forlög falla framtíð ‘glæði von og traust. Megi blessun yfir alla alltaf streyma hvíldarlaust. V. J. Gutlormsson Móttökufagnaður til heiðurs við próf. Finnboga Guðmundsson Eins og Lögberg skýrði frá í vikunni, sem leið, verður hald-1 mundsson og í því augnamiði Fréttir um fræðsludeildina í íslenzku Samtökin út um byggðir halda áfram og bendir það svo skil- greinilega á þann áhuga, sem íslendingar hafa fyrir þessu fyrirtæki. Sá áhugi hefir fengið byr í vængi með komu hins unga prófessors og mun þess ekki langt að bíða að allir byggð- irnar íslenzku hefjist handa til þess að vera með. Sökum þess að allir hafa horft í áttina til prófessorsins hefir dregist að safna fréttum frá byggðunum og skal hér með reynt að fylla skarðið. I haust var fundur haldinn í Langruth og nefnd kosin, en hún er þessi: G. F. Thordarson, formaður. Mrs. Lena Thorleifson, skrifari John Hannesson, féhirðir A. M. Johnson Archie Johnson David Egilson R. W. Polson Guðni Thorleifson. 1 vikunni, sem leið, kom for- maður nefndarinnar til Winni- peg með ávísun fyrir $1000.00. Reykjavíkur-byggð er búin að ná takmarkinu og hið sama má segja um Lundar, en Gimli er komið þó nokkuð fram yfir takmarkið. Eins og getið hefir verið í blöðunum, var farið af stað í Riverton og Mikley rétt eftir Islendingadags-hátíðirnar. Til Riverton fóru Einar Páll Jóns- son og kona hans og Grettþ; L. Jóhannsson. Undirtektir voru ágætar og var þremur konum í Riverton falið á hendur að ljúka verkinu, en þær voru: Mrs. Kristín Benediktson, Mrs. Sylvia Sigurdson og Mrs. Rúna Sigurðs- son. Söfnunin í Riverton er kom- in langt á veg. Mr. og Mrs. E. P. Jónsson og J. K. Johnson hafa safnað í Mikley og er takmark- inu þar hér um bil náð. Nokkru síðar ferðuðust þeir Árni Eggertson lögmaður og Lárus Sigurdson læknir til Morden, en það er sama byggð, sem hefir verið kennd við nafn- ið Brown. Þegar þangað kom slóust Th. J. Gíslason og J. B. Johnson í förina og á einum degi var meir en helmningnum af þúsund dollara takmarkinu náð. Dr. P. H. T. Thorlakson var á ferð vestur við haf í haust. Hann nam staðar 1 Blaine og Bellingham og varð þess var undir eins að margir þar höfðu áhuga fyrir þessu máli og voru til með að taka þátt í því, jafn- vel þótt peningakröfur þar í ná- grenninu væru miklar, sérstak- lega í sambandi við gamalmenna heimilið. Ekki má gleyma Oak Point byggðinúi, þó hún sé mannfá. Þangað fóru Einar Páll Jónsson, og sá er þetta ritar, fyrir nokkru síðan. Nefnd er tekin til starfa, en í henni eru: Jón Árnason, Páll Einarsson, Helgi Thorvald- son og Mrs. Dóra Matthews. I sumum byggðunum í Saskat- chewan hefir orðið að fresta öll- um fjársamtökum því veðrátta hefir verið svo afar slæm, að illa hefir gengið að ná uppskerunni, og þar við bæzt að ekki hefir verið hægt að selja kornið, því allar kornhlöður eru fullar. En þaðan munu fréttir koma síðar. Fréttir frá Árborg, Selkirk, Hnausa og Siglunes koma næst. W. J. Líndal, formaður upplýsinga- nefndarinnar. inn almennur móttökuíagnaður í Fyrstu lútersku kirkju á mánu- dagskvöldið kemur hinn 10. þ.m., stundvíslega kl. 8.30, til heiðurs við prófessor Finnboga Guð- Verðmæt gjöf Kona nokkur í Winnipeg hef- ir gefið Háskóla Manitobafylkis eintak af íslenzku biblíunni, prentuðu á Hólum árið 1644 (Þorláksbiblía). Eru slíkar bæk- ur mjög fágætar og í háu verði. Framan við bókina er blað með skrautletaðri yfirlýsingu á þessa leið: „Gjöf til kennarastólsins í íslenzku og íslenzkum bók- menntum við Háskóla Manitoba fylkis, Winnipeg, Canada. I minningu um foreldra mína, Helgu Thorsteinsdóttur Ingjalds sonar, frá Skildinganesi á Sel- tjarnarnesi, og Magnús Jónsson Magnússonao-, hreppstjóra frá Hofsstöðum í Álftahreppi, er fluttust til Canada árið 1888, frá elskandi dóttur, Mrs. George Wm. Harpell, 521 Dominion St., Winnipeg. — Aðrir meðlimir fjölskyldunnar á lífi er þessi gjöf er afhent eru: Jón Magnús- son Borgfjörð og Guðmundur Magnússon Borgfjörð, báðir í Árborg, Man., og Mrs. Sigríður Landy, Cypress River, Man.“ —Sameiningin Blóðbanki þurausinn Maður að nafni Nick Rudia- vick, sem búsettur er að Lac du Bonnet hér í fylkinu, er nú að sögn í þann veginn að ná heilsu eftir að hafa legið-veikur í meira en ár; var hann nýlega skorinn upp á Almenna sjúkrahúsinu hér í borginni; áður en hann gekk undir uppskurðinn var sprautað í hann 57 flöskum af blóði úr blóðbanka Rauða Kross- ins, og lét þá nærri að bankinn yrði þurausinn. Virðulegt og fjölment heimboð Síðastliðinn sunnudag, seinni- part dags, var gestkvæmt á hinu fagra og vingjarnlega heimili þeirra Dr. Gillsons forseta Mani- tobaháskólans og frúar hans, en þá höfðu þau boð inni í virðing- arskyni við prófessor Finnboga Guðmundsson, sem kominn er nýlega af íslandi og skipaður hefir verið forustumaður hinnar íslenzku fræðsludeildar við há- skóla þessa fylkis; miklum fjölda íslendinga hafði verið boðið til hófsins, auk kanzlara háskólans og nokkurra prófess- ora; veitingar voru hinar rík- mannlegustu, þótt meira væri um hitt vert, hve alúð húsráð- enda var hlý og hispurslaus. Vitjar ótthaga sinna Blaðið Seattle Post-Intelligen- cer skýrði ekki alls fyrir löngu frá því, er silfurlax einn eftir langa útivist fann heimili sitt á ný í tjörn, sem girt var stein- steypu; ferðalögum þessarar fisk tegundar hefir oft verið áður lýst og hve laxinn sterklega stikli fossa, svo sem um getur í kvæði Bjarna Thorarensen. jaínframt, að sem allra fleslum íslendingum veiiist þess kostur, að kynnast honum persónulega. Hér er um sögulegan atburð að ræða. sem veldur straum- hvörfum í lífi íslendinga vestan hafs og baráttu þeirra fyrir verndun þess bezta og göfugasta, sem í íslenzkum þjóðararfi býr. Forsæti á samkomu þessari skipar Dr. P. H. T. Torlakson, en aðrir, sem til máls iaka. verða þeir Dr. Gillson háskólaforseti og prófessor Finnbogi Guð- mundsson. Aðalmótlökuathöfnin fer fram uppi í kirkjunni, þar sem öll- um gefsl kostur á að heilsa hin- um kærkomna gesti; að því búnu er öllum boðið til kaffidrykkju í samkomusalnum. Samkoman er með öllu ó- keypis. Allir velkomnir, jafnt úr borg sem bygð. Ársfundur Fróns Á mánudagskvöldið var hélt Þjóðræknisdeildin Frón ársfund sinn við ágæta aðsókn og auð- sjáanlega hrifningu samkomu- gesta; forsæti skipaði frú Ingi- björg Jónsson, er flutti hlý ávarpsorð og þakkaði meðnefnd- armönnum sínum ágæta sam- vinnu og félagsmönnum og öðr- um velunnurum deildarinnar hollustu við málstað íslenzkrar menningar; voru þá lesnar skýrslur ritara og féhirðis, er báru vott um heillavænlegt starf á árinu og góðan fjárhag deild- arinnar; voru skýrslurnar sam- þyktar í einu hljóði og þakkað- ar með lófataki af hálfu fundar- manna; á fundi þessum vakti það mikla hrifningu, að hlusta á raddir nútíma íslands, en með þessu er átt við lög, sem sungin voru ipn á hljómplötur af fræg- ustu söngvurum íslenzku þjóð- arinnar, svo sem þeim Stefáni íslandi, Einari Kristjánssyni og Elsu Sigfúss, að ógleymdum Karlakór Reykjavíkur og kvar- tett Mentaskólans á Akureyri. Ræðu flutti Björn Jónsson lækn- ir frá Baldur, sem var íhyglis- verð um margt og verður innan skamms birt hér í blaðinu. Heimir Thorgrímsson þakkaði ræðumanni erindið með snjöll- um orðum sem hans var von og vísa. Allir nefndarmenn, að undan- teknum þeim Steindóri S. Jakobssyni og Davíð Björnssyni, voru endurkosnir, og er nefndin nú þannig samsett: Forseti, frú Ingibjörg Jónsson Varaforseti, Eric A. ísfeld Ritari, Heimir Thorgrímsson Vara-ritari, Dr. Áskell Löve Féhirðir, Jochum Asgeirsson Vara-féh., Pétur J. Pétursson Fjármálaritari, John Johnson V arafj ármálaritari, Dr. Tryggvi J. Oleson Endurskoðendur: Grettir L. Jóhannsson J. Th. Beck Hr. Guðmann Levy fram- kvæmdarstjóri, flutti snjalla tölu og þakkaði embættismönnum deildarinnar ágætt þjóðræknis- starf. Deildin Frón stendur í miklum blóma og telur yfir 200 félaga, og á fjármálaritari John John- son í því giftudrjúgan þátt, og undir forustu hans hefir bóka- safn deildarinnar fært álitlega út kvíar.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.