Lögberg - 06.12.1951, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 6. DESEMBER, 1951
7
Fréttabrot
frá Elliheimilinu Betel, á Gimli, sneriandi siörf þess
fyrir árið 1950—1951.
Svo óheppilega vildi til að ársskýrsla heimilisins, sem
lesin var upp og viðtekin af síðasta kirkjuþingi hefir glatast.
í stað hennar birtast hér fréttir af heimilinu og starfsrækslu
þess á umliðnu ári.
Það sem að gerði starfrækslu heimilisins sérstak
lega erfiða á árinu voru óvenjulega mikil veikindi er þar
geysuðu, og hin mörgu dauðsföll meðal vistfólksins. Þó má
fullyrða að starfið gekk yfirleitt vel. Á húsmóðirin, Mrs.
Tallman, alúðarþakkir skilið fyrir gott starf, er hún hefir
af hendi leyst, oft undir örðugum kringumstæðum; hún
hefir áunnið sér traust samverkafólks síns ekki síður en
vistfólksins, en heimilinu vinsælda út í frá. Um starfsfólk
heimilisins má með sanni segja að það hefir einnig góða
þjónustu af hendi leyst. Dr. Geo. Johnson, læknir heimilis-
ins, hefir áunnið sér álit fyrir hjálpsemi sína og ljúfa fram-
komu meðal vistfólksins. —
Meðan að prestlaust var í Gimli-prestakalli innti séra
Sigurður Ólafsson í Selkirk nokkra þjónustu á heimilinu
og lauk henni í aprílmánuði. Með byrjun maímánaðar hóf
séra H. S. Sigmar þjónustu í Gimli-prestakalli; vænta allir
er hlut eiga að máli blessunar af starfi hans á Betel, jafnt
og í öllu prestakallinu.
Ýmsar umbætur og viðgerðir áttu sér stað á heimilinu
á umliðnu starfsári; m. a. viðgerð á þaki hússins; „Kentile“
gólfdúkur var lagður í samkomusalnum; vandaðir stólar
keyptir til notkunar í matsal heimilisins; göngubrúin fyrir
framan heimilið breikkuð; einnig áttu aðrar smá umbætur
sér stað, bæði á heimilinu sjálfu og á dvalarstað þjónustu-
kvenna heimilisins.
Eitt af því sem var ærið áhyggjuefni fólksins á Gimli,
en einnig allra er Betel unna, og þá ekki sízt stjórnarnefnd-
ar heimilisins, voru skemdir af áflæði Winnipegvatns, er
áttu sér stað í síðari tíð.
Gleðiefni er það því öllum, er hlut eiga að máli, að
Canadastjórn í fjárhagsáætlun yfirstandandi árs hefir ráð-
gert að leggja fram $65.000 til byggingar og viðgerðar flóð-
garði á Gimli. Hefir verið unnið að þessu verki á umliðnu
sumri. — Má það mikið mannvirki teljast — og væntanlega
trygging gegn áflæðishættunni, er yfir vofði. —
Nokkrar dánargjafir (“bequests”) hafa heimilinu hlotn-
ast á árinu, eins og fjárhagsskýrsla heimilisins með sér fcer.
Slíkar dánargjafir smáar og stórar hafa reynst heimilinu
hin mestu bjargráð. Leiðir Betel stjórnarnefndin athygli
safnaða Kirkjufélags vors og almennings að nauðsyn og
þörf þeirra; enda fátt betur viðeigahdi en að styrkja þannig
hið ágæta og sérstaka verk í þágu hinna öldruðu, sem
Betel og öll elliheimilin meðal vor Vestur-íslendinga eru
af hendi að inna; — en fyrir starf þeirra allra þökkum '
vér Guði af heitum og hrifnum huga.
Reksturskostnaður Betel á umliðnu ári var $30.167.65,
er nemur til jafnaðar $42.60 á mánuði fyrir hvern einstakan
vistmann. Sökum stöðugrar verðhækkunar á öllum hlutum,
sér stjórnarnefndin engin önnur ráð, en að biðja alla vist-
menn, sem þess eru megnugir, að borga $45.00 á mánuði
að lágmarki, frá 1. júní 1951 að telja.
Af samanlögðum reksturskostnaði Betel, 630.167.65 (fyr-
greindum) greiddi vistfólkið alls $27.667.48; varð því tekju-
halli er nam $2.500.17.
Almennar gjafir til heimilisins á árinu námu $1.830.80
Rentur og dividends ......................... 413.27
Tillag (grant) Manitobafylkis ............... 50.00
Samtals $2.294.07
Raunverulegur tekjuhalli því ................$206.10
Langt inn í viðlagssjóð, “The Pioneer Memorial
Fund”, dánargjafir að upphæð ................$2.372.68
Meðfylgjandi eru nöfn vistfólks, er látist hefir frá 1. júní
1950 til 31. maí 1951: —
Jón S. Johnson
Stefán S. Johnson
Guðni Brynjólfsson
James Simpson
Ásmundur Einarsson
Guðbjörg Johnson
Lýður Johnson
Soffía K. Thordarson
Lilja S. Alfred
Margrét Árnadóttir
Þorbjörg Friðgeirsson
Petrína Gottskálksson
Steinunn Magnússon
Jón Stefánsson
Vilhjálmur Vilhjálmsson
Kristjana L. Johnson
Stefanía Magnússon
Sveinn Á Skaptfeld
Karólína Ásbjörnsson.
Meðfylgjandi eru einnig nöfn vistfólks, er á heimilið
hefir komið frá 1. júní 1950 til 31. maí 1951: —
Olgeir Jóhannesson
Vilborg Thordarson
Guðrún (Rúna) Johnson (Leslie, Sask)
Lýður Johnson
Gestur Felsted %
Ásmundur Einarsson
Swain Swainson (fyrverandi vistmaður)
Ása Laventure
Guðrún Johnson (Winnipeg, Man.)
Halldór Guðjónsson
Steinunn Magnússon
Sigrún Thorsteinson
Oadur Anderson
Florence Stuart
Henrietta Johnson
Laugi Lyngholt.
Þann 31. maí s.l. voru á heimilinu konur að tölu 31 og
karlmenn að tölu 28, samtals 59, en fleiri vistmenn rúmar
heimilið ekki. —
Þannig er hin ytri og fjárhagslega saga Betel á um-
liðnu ári. Endurnýjuð kynning af starfi heimilisins á téðu
tímabili af hálfu þess er þetta ritar, fyllir hugann af að-
dáun á því góða*starfi, sem þar er af hendi leyst, kærleiks-
og þjóðræknisstarf í sönnustu merkingu, í þágu hinna aldur-
hnignu og þreyttu á ævikvöldi þeirra. —
Fyrir hönd Stjórnarnefndar Betel,
S. Ólafsson -
IN MEMORIAM:
Gunnlaugur Guðmundsson
Martin
Born March 6, 1875 — Died April 3, 1951
Olher men have labored and ye are entered inlo their labors.—
John 4:38
Jesus, in speaking to his dis-
ciples about sowing and reap-
ing, uses symbolic language and
paints a picture with a deep
spiritual meaning. The master is
here speaking of efforts and
labors for the kingdom of God.
The disciples had been deeply
concerned about the slow prog-
ress—the slow growth of the
kingdom. It is then that Jesus
said unto them: “Other men
have 1 a b o r e d and ye have
entered into their labors.” These
words were a revelation to his
disciples and may well be that
to some of us. Usually we think
of the disciples as pioneers in
the work for the kingdom. But
Jesus reminds them that they
have entered into the labors of
those who had served God in
generations p a s t. They had
sown while others were reaping
This reminds us of the onward
march of the generations of
men. How each, in its turn, has
contributed its share, and by its
labors made the faith easier for I
those who follow. In a par-
ticular way, this thought comes
home to us as we, today, think
of the labors of those who went
before us—loved ones who shel-
tered us in our youth, who gave
so freely of their strength, and
lovingly sacrificed for us in
order that our faith might be
easier because of their labors.
This thought comes home to-
day in a personal way when we
think of the homecoming of
your father, brother and friend.
His earthly remains are to be
laid to rest beside ’his loved ones
in the community he loved,
where he labored many bygone
years; while his soul returns
home to be united with those
gone on before.
The most precious possession
left us is an honored name, a
noble example of a faithful
worker true to life’s duties. That
possession belongs to you, his
children. It will not tarnish nor
lose its value as the years go by.
Both your parents gave you
their best, never counting the
cost. The spirit of their home—
your childhood home, where
cheerfulness and optimism lifted
you above the difficulties that
crossed your path—was beauti-
ful. An abiding bond of love was
c r e a t e d that will e n d u r e
through the years.
Though the records of our
lives may vary, Iife is a struggle
for most of us common folks—
even mors so in former years
than today. Your father looked
on that struggle as sacred. He
gave his best and never held
back. The burden was made
heavier by his feeble health
through many years and ' pro-
longed sickness in early man-
hood. This he bore with great
fortitude. He had the will to live
and overcome difficulties. Life
was always sweet to him and he
had much to live for. As life
imposes its many tests, we show
what we are and show the cour-
age we have to meet life. In this
test, your father was not found
wanting. For the homesteader of
forty and fifty years ago, the
struggle for mere existence was
an unremitting toil with meagre
results. Your father, though
never rich in worldly goods, was
to you a loving father who al-
ways supplied his family with a
good home, food and clothing. In
that, as in everything else, he
had the wonderful cooperation
of a splendid wife, your mother.
He was deeply interested in
the betterment of the commun-
ity. From childhood he was a
member of this church in Breiðu
Gunrilaugur Guðmundsson
Martin
vík. He helped to build it. His
hand was ever outstretched to
help those in need wherever and
whenever he could.
And you, his children, will
enter into the labors of your
loved o,nes gone before. You will
take up their banner; you will
pass on to your children the best
you have as they also passed that
on to you. The good and beauti-
ful they tried to sow in your
minds, you will pass on to others.
Being an Icelaqder, the blood
of seafaring men ran in your
father’s veins. He loved the lake,
and was a builder of boats. Dur-
ing his last illness, at his daugh-
ter’s home in Portage la Prairie,
he often spoke of coming back
to the shores of the lake to build
another boat. From these shores,
the shores of time, he has now
been allowed to steer his craft
and enter the eternal haven in
the nearer presence of God.
When I go down to the sea hy
ship
And Death unfurls her sail,
Weep not for me, for there will
' be '
A living host on the other coast
To beckon and cry “all hail.”
☆
GUNNLAUGUR Guðmundsson
]\Iartin var fæddur 6. marz 1875,
að Flögu í Breiðdal, í Eydala-
sókn í Suður-Múlasýslu. Faðir
hans, Guðmundur Marteinsson,
(síðar landnemi og bóndi að
Garði í Hnausabygð í Nýja-
íslandi) var sonur Marteins Jóns
sonar og Guðbjargar Marteins-
dóttur. Móðir Gunnlaugs en mið-
kona Guðmundar föður hans,
var Kristín Gunnlaugsdóttir
Bjarnasonar og Helgu konu hans
Þorvarðardóttur.
Systkini Gunnlaugs voru: —
Jóhanna, hálfsystir, er dó ung
á íslandi; Helga, ekkja Bjarna
Marteinssonar, bónda að Hofi í
Breiðuvík, nú nýlátin; Sigrún,
gift O. Oddleifssyni, Árborg,
Man.; Kristborg, Mrs. McGilvary
Minneapolis, Minn.; Einar, bóndi
að Litla-Garði, Hnausa, lájinn;
Antoníus, bóndi við Árnes, Man.;
Marteinn, búsettur við Baldur,
Man.
Síðasta kona Guðmundar föð-
ur Gunnlaugs var Ingibjörg
Helgadóttir. Hálfsystkini af því
hjónabandi eru: Guðlaug, dáin
fárra mánaða; Helgi Daníel, bú-
settur í Winnipeg, Man.; og Jón
Edwin, búsettur í Langruth,
Man.
Gunnlaugur fluttist ásamt for-
eldrum sínum vestur um haf
árið 1878, þá á þriðja aldursári
Fjölskyldan dvaldi um hríð á
Sandy-Bar,* en síðar nam faðir
hans land að Garði, og þar ólst
Gunnlaugur upp með foreldr-
um sínum. Þann 7. nóv. 1899
kvæntist hann Sigríði Kristjóns-
dóttur Finnssonar kaupmanns,
hún andaðist að heimili dóttur
sinhar og tengdasOnar, Mt. og
Mrs. Charles Harkess í Portage
la Prairie, Man. 21. febr. 1949.
Börn þeirra hjóna eru: Frances
Willard, Mrs. G. F. Bergman,
Gimli, Man.; Friðrikka Margrét,
Mrs. S. S. Bergman, Árnes,
Man.; Ingunn Kristín, Mrs. Wil-
liam Charles Harkess, Charles-
wood, Man.; Herbert Arnold,
Hnausa, Man., kvæntur Ragn-
heiði Vídalín; Alfred Robert,
Víðir, Man., kvæntur Beatrice
Kristjánsson; Gunnlaugur Sig-
urður, Winnipeg, kvæntur Guð-
rúnu Sigmudsson; Halldór Egill,
Hnausa, Man., kvæntur Lilju
Pálsson; Emily Sigurrós, dó 13
ára gömul; og tvíburar, sem dóu
í bernsku. Barnabörn e^u 24.
Gunnlaugur andaðist 3. apríl
s.l. að heimili Kristínar dóttur
sinnar, Mrs. William Charles
Harkess, þá til heimilis í Portage
la Prairie, Man.
Það streyma hlýjar hugsanir
ástvina og samferðafólks um
minningu landnámshjónanna, —
Gunnlaugs og Sigríðar á Lauga-
landi.
S. Ólafsson
menningu og málefni frænda
okkar í Færeyjum. En ekki væri
vansalaust, ef rétt skyldi vera,
það sem einstaka illkvittnar sál-
ir hafa haldið fram, að við lið-
um af „stórveldiskompleksi"
gagnvart þeim þjóðum, sem
minni eru en við! En það er
einmitt smæð hinnar færeysku
þjóðar, sem verður til þess, að
það gengur kraftaverki næst, áð
henni tókst að halda tungu sinni
og sérstæðri menningu gegnum
aldirnar. Færeyingar áttu engar
skráðar bókmenntir á máli sínu.
Kirkjumálið var danska, laga-
málið sömuleiðis, og kennslan í
skólunum fór mestmegnis fram
á dönsku fram á næst síðasta
áratug. Færeyskt ritmál varð í
raun réttri ekki til fyrr en á
nítjándu öld. Húr voru því öll
skilyrði til staðar, til þess að
þessi fámenna þjóð glataði þjóð-
erni sínu. Hvað var það þá, sem
fleytti henni yfir alla þessa örð-
uðleika? Því’er fljótsvarað. Það
eru hinar þjóðlegu bókmenntir,
sem lifðu á vöruruf fólksins öld
fram af öld — danskvæðin. Þar
Jón Björnsson skrifar um:
BÓKMENNTIR
Færeyskar^ sagnir og ævinlýri.
Pálmi Hannesson og Theodóra
Thoroddsen sneru á íslenzku.
Bókaútgáfan Norðri.
FÆREYINGAR eru sú af nor-
rænu frændþjóðunum, sem okk-
ur er næst og nákomnust. Ætla
mætti því að náin samskipti
hefðu jafnan verið milli þessara
þjóða, þar sem svo margt er líkt
með þeim í atvinnuháttum og
menningu. Því fer þó fjarri, að
svo hafi verið. Allur almenning^
ur hér á landi hefir haft sára-
lítil kynni af þessum frændum
okkar. Þeirra er sjaldan getið í
blöðunum, og þeir eru víst telj-
andi, sem hafa nokkra hugmynd
um hvernig stjórnarháttum í
Færeyjum er varið. Þá sjaldan
blöðin hafa flutt fregnir þaðan,
hafa þær venjulega komið frá
Danmörku, og að því er stjórn-
málum viðvíkur, hafa þeir oftast
verið mótaðar af dönskum við-
horfum. Svipuðu máli gegnir
um þekkingu okkar á færeysk-
um bókmenntum. Að vísu hafa
tvær eða þrjár skáldsögur eftir
Færeyinga komið út í íslenzkum
þýðingum á síðustu árum. En það
er hvergi nærri nóg. Færeying-
ar hafa átt mörg góð ljóðskáld,
,pg nægir að nefna bræðurna
Djurhuus, sem báðir eru í röð
beztu ljóðskálda. Eins og kunn-
ugt er líkist færeyskan íslenzku
svo mjög, að hver meðalgreindur
maður skilur hana á bók. Það er
því undarlegra að ekki skuli
vera unnt að ná í eina einustu
færeyska bók í bókabúðum hér^
En það tæplega va/isalaust fyrir
aðra eins bókmenntaþjóð og við
erum.
Færeyingar efu sjötta nor^ena
þjóðin, þó að þeir hafi verið
amt í Danmörku fram á síðustu
ár, er þeir fengu takmarkaða
heimastjórn. Þeir eiga ekkert
sameiginlegt með Dönum fram-
aí- öðrum Norðurlandaþjóðun-
um. Þetta hafa ýmsir víðsýnir
menn í Danmörku skilið, og tal-
að drengilega máli þeirra hjá
þjóð sinni. En því minnist ég á
þetta, að méf kom í hug dag-
skrá Norrænu félaganna í út-
varpinu á dögunum, þar sem
Færeyingar voru ekki nefndir á
nafn, fremur en þeir væru alls
ekki til. Hvers eiga þeir að
gjalda? Er það ekki einmitt aðal
hlutverk þessa félagsskapar, að
stuðla að gagnkvæmum kynnum
Norðurlandaþjóðanna? Ríkis-
tengsl ættu ekki að skipta máli
í því sambandi. Manni kemur
rétt sem snöggvast til hugar, að
eitthv^ð muni kannske vera
hæft í tali þeirra svartsýnu
manna, sem svo mjög var deilt
á í útvarpsdagskrá þessari, að
fullmikið bæri á skálaræðum í
þessum félagsskap!
Hér er ekki tækifæri til að
rekja prsakir þess áhugaleysis,
sem ríkjandi er hér á landi um
sem Færeyingar koma saman til
gleðskapar þykir sjálfsagt að
dansa. Og þjóðdans Færeyinga
er alveg einstakur í sinni röð.
Færeyingar >eiga ósköpin öll
af danskvæðum. Sum þeirra eru
meira að segja um íslenzk efni,
svo sem Gunnarskvæði, o. fl.
Ljómur Jóns biskups Arasonar
hefir borizt til Færeyja tiltölu-
lega snemma, og er notaður þar
sem danskvæði. Mörg af kvæð-
um þessum voru gefin út af Jó-
hannresi Patursson. Flest þeirra
eru geysilöng, mörg hundruð er-
indi, en eigi að síður kunnu
margir þau utanbókar. — Auk
þjóðkvæðanna lifði urmull af
þjóðsögnum á vörum fólksins.
Sagnirnar eru flestar tengdar
við menn og viðburði fyr»alda,
en sumt eru ævintýri af erlend-
um uppruna. Hinn góðkunni
færeyski fræðimaður, dr. Jakob
Jakobsson, safnaði þjóðsögnum
úr eyjunum og gaf þær út á
diigsku um aldamótin. Nú hafa
þau Pálmi Hannesson rektor og
frú Theodóra Thoroddsen valið
um 70 sögur úr safni Jakobsens
og þýtt a íslenzku. Bókin er ný-
lega komin á markaðinn og er
um 200 síður í stóru broti. Henni
er skipt í tvo höfuðhluta. í hin-
um fyrri eru þjóðsögurnar, og
fer langsamlega mest fyrir þeim.
Seinni hlutinn er sbfn af ævin-
týrum. Framan við bókina er
ítarlegur formáli ^tir Pálma
Hannesson. Er þar gerð grein
fyrir helztu einkennum í þjóð-
lífi Færeyinga, sögu þeirra og
bókmenntum. Formálinn er hinn
fróðlegasti, eins og vænta mátti,
og allur frágangur bókarinnar til
fyrirmyndar.
Eins og getið er í formála, má
segja, að hinar færeysku þjóð-
sagnir séu fremur fábreyttar í
samanburði við íslenzkar þjóð-
sögur. Þar vantar í raun og veru
heila flokka af sögum, sem al-
gengar eru hér á landi. Flestar
sögurnar eru um afreksmenn og
konur, sem vissu lengra nefi
sínu. Þarna eru nokkrar sögur
frá Tyrkjaráninu í Færeyjum. í
þessu safni mun vera að finna
sögnina, sem Jörgen Frants
Jakobsen notaði sem uppistöðu
í hina frægu skáldsögu sína
Barbara, sem út kom á dönsku
1938 og varð þegar ein víðlesn-
asta skáldsaga á Norðurlöndum.
Það er fengur að því, að hafa
fengið úrval þetta á íslenzku.
Sögurnar gefa góða mynd af lífi
færeysku þjóðarinnar, eins og
það var fyrrum, og ég trúi ekki
öðru, en að íslenzkir lesendur,
hafi ánægju af að kynna sér
þennan þátt í menningarlífi þess
arar nánustu frændþjóðar okkar.
AÐ VESTN,
Sagnaþæilir og þjóðsögur I.
Árni Bjarnason bjó til prent-
unar. Bókaútg. Norðri.
ÞAÐ ER ORÐIÐ mikið að vöxt-
um, sem Vestur-íslendingar hafa
lagt til íslenzkra bókmennta.
En hér heima munu ljóðskáldin
Framhald á bls. 8