Lögberg - 31.01.1952, Síða 1
HERRA SVEINN BJÖRNSSON, FORSETIÍSLENZKA LÝÐVELDISINS, LATINN
Herra Sveinn Björnsson, forseti íslands
Síðastliðinn föstudagsmorgun lézt í Reykjavík hinn mikilhæfi
forseti íslands, herra Sveinn Björnsson. — Sjá frekari umsögn
á ritstjórnarsíðu þessa blaðs.
Vonlaust talið, að vélbóturinn
Valur sé ofansjévar
Snjöll ræða flutt á lcelandic
Canadian mótinu
Á honum voru sex ungir og
ötulir sjómenn
Það er nú vart talin von til
annars en vélbáturinn Valur
frá Akranesi, sem hvarf á
heimleið úr róðri í ofviðr-
inu á laugardaginn, hafi
farizt og með honum sex
ungir og hraustir sjómenn.
Var skipstjórinn elztur skip-
verja, 33 ára, en þrír af
áhöfninni innan við tvítugs-
aldur.
Þessir menn voru á Val:
Sigurður Guðni Jónsson skip-
stjóri, Heiðarbraut 41 á Akra-
nesi, 33 ára, fæddur að Lokin-
hömrum í Arnarfirði 21/10, 1918,
kvæntur og átti þrjú börn, 3, 5
og 7 ára. — Hann lauk prófi frá
stýrimannaskólanum síðastliðið
vor.
Sveinn Traustason, 1. vél-
stjóri, Akurgerði 22, 23 ára,
fæddur á Hólmavík 24/6, 1928,
ókvæntur.
Ingimundur Traustason, 2. vél
stjóri, 18 ára, fæddur á Hólma-
vík 16/4, 1933, ókvæntur. Þeir
Sveinn og Ingimundur voru
bræður og fyrirvinna móður,
sem er ekkja. Þeir voru báðir til
heimilis á Hólmavík.
Brynjólfur Önfjörð Kolbeins-
son, matsveinn, 22 ára, fæddur á
ísafirði 25/1, 1929 og þar til
heimilis, kvæntur og átti tvö
börn 4 og 1 árs, foreldrar á lífi.
Guðmundur Hansson háseti,
19 ára, fæddur í Reykjavík 2/5,
1932, ókvæntur og foreldrar á
lífi. Heimilisfastur í Reykjavík.
Sævar Sigurjónsson háseti,
Heiðarbraut 11 á Akranesi, 19
ára, fæddur á Sandi 30/8, 1932,
ókvæntur, foreldrar á lífi.
Skipið.
Vélbáturinn Valur var eign
Ásmundar h.f. á Akranesi, 66
lestir brúttó oð stærð, vél 180
hestöfl, smíðaður úr eik í Sví-
þjóð 1944, en keyptur til Akra-
ness 1946.
Ællaði aðeins þessa einu
sjóferð.
Einn skipverja, Sævar Sigur-
jónsson, ætlaði aðeins þessa einu
sjóferð með skipinu. — Faðir
hans hafði verið stýrimaður á
því, en var hættur, en sá, sem
við átti að taka, ekki kominn.
Varð úr að Sævar færi þennan
eina róður á Val sökum þeirra
forfalla. Það varð hans síðasta
ferð, eins og þeirra félaga allra.
—TÍMINN, 9. jan.
Vincent Massey
skipaður lands-
stjóri í Canada
í lok fyrri viku var það kunn-
gert samtímis frá London og
Ottawa, að Rt. Hon. Vincent
Massey hefði verið skipaður
landsstjóri í Canada í stað
Alexanders vísigreifa af Tunis,
sem er á förum til Englands og
tekst á hendur hermálaráðherra-
embætti í ráðuneyti Mr. Chur-
chills.
Mr. Massey var fyrsti sendi-
herra Canada í Washington og
um langt skeið æðsti fulltrúi
Canadastjórnar í London; hann
er fyrsti Canada fæddi maður-
inn, sem tekur við landsstjóra-
embætti í fæðingarlandi sínu.
Hann er þjóðkunnur hæfileika-
maður, 64 ára að aldri.
Hörmulegur
atburður
Síðastliðinn sunnudag kom
upp eldur í húsi hjónanna, Mr.
og Mrs. Henry Einarsson við
Dauphin River. Mr. Einarsson,
sem er sonur Helga Einarssonar
útgerðarmanns við Gipsujnville,
var að fiskveiðum um tíu míl-
ur frá heimili sínu, er eldsvoð-
ann bar að höndum. Fjögur börn
þeirra hjóna brunnu inni, þrátt
fyrir allar tilraunir móðurinnar
til þess að bjarga þeim.
________________
Flokksþing í
Winnipeg
í fyrri viku stóð yfir hér í borg
tveggja daga ársþing Liberal-
Progressive stjórnmálasamtak-
anna í Manitoba. Þingið var
harlaijölsótt, umræður fjörugar
og eining hin ákjósanlegasta.
Við drekkum 1,5 lííra á mann,
Danir og Norðmenn helmingi
meira
Árið 1949 drukku íslending-
ar sem svarar 1.5 lítra af
100% áfengi á hvert manns-
barn á landinu.
Er þetta, sem betur fer, miklu
minna en nokkurs staðar annars
staðar í álfunni, að því er segir
í Þingtíðindum Stórstúku Is-
lands, sem Vísi hafa borizt. Til
samanburðar má geta þess, að
samsvarandi tölur Norðmanna
eru 3.42 lítrar á mann, Dana
3.37, Finna 1.83, Breta 6,01,
Tékka 5.95, ítala 8.40 og Frakka
17.01.
Árið 1950 drukku íslendingar
samtals 463.087 lítra af sterkum
drykkjum (41%), 86.733 lítra af
heitum vínföngum (19%) og
17.794 lítra af borðvínum y^Ðb
17.794 lítra af borðvínum (12%).
Af þessu er ljóst, að drykkju-
skapur íslendinga er ekki mik-
ill samanborið við nágranna-
þjóðirnar, að því er snertir á-
fengi á hvert mannsbarn í land-
inu. Við erum t. d. ekki „hálf-
arættingar“ á við frændur vora
Dani og Norðmenn, en hins veg-
ar er alkunna, og okkur til van-
sæmdar, hve drykkjuskapur er
Stjórnarskipti
Konungur Egyptalands vék
frá völdum stjórnarformanni og
ráðuneyti vegna óspektana, sem.
urðu í Cairo á sunnudaginn var
og skipaði nýja stjórn, sem lík-
legt þykir að verða muni þjálli
til samkomulags við brezk
stjórnarvöld vegna deilunnar
um Suez-skurðinn. Alvarlegar
blóðsúthellingar hafa átt sér
stað í landinu þessa síðustu
daga.
Hert á
innflutningshöftum
Vegna hins örðuga fjárhags,
sem brezka þjóðin á við að búa
um þessar mundir, hefir Chur-
chill-stjórnin gripið til þeirra
úrræða að draga úr vöruinn-
flutningi til landsins, sem áætlað
er að nemi 420 miljónum dollara
á yfirstandandi fjárhagsári.
Ræða sú, er Finnbogi prófess-
or Guðmundsson flutti á skemti-
móti Icelandic Canadian klúbbs-
ins á föstudagskveldið og hann
nefndi A Chesl of Books, þótti
með afbrigðum snjöll og vakti
hrifningu hlustenda, yngri sem
eldri. Hann sagði söguna af Ingi-
mundi presti Þorgeirssyni, er
tók bróðurson sinn ungan til
fósturs eftir fall föður hans —
Guðmund Arason, síðar biskup.
Ingimundur setti drenginn til
bókar — barði hann til bókar
því hann var ódæll — segir í
Sturlungu. Þegar Guðmundur
var um tvítugt brugðu þeir
frændur sér til utanferðar, en
lentu í ofsaveðri og urðu skip-
reika; áhöfnin komst í land en
skipið brotnaði í spón og far-
hér áberandi. En á hinn bóginn
leiða tölur þessar í Ijós, að
drykkjuskapur hér er ekki eins
almennur og oft hefir verið
haldið fram, og það er gleðiefni.
—VÍSIR, 3. jan.
Finnur Jónsson,
alþm. lótinn
Finnur Jónsson, alþingis-
maður, lézt hér í bænum
30. s.l. mánaðar eflir langa
vanheilsu.
Finnur Jónsson var fæddur
28. september 1894 og varð því
57 ára gamall. Hann var fyrst
kjörinn á þing árið 1933 fyrir
ísafjarðarkaupstað og sat á þingi
allt frá þeim tíma, en þing það
er nú stendur yfir gat hann ekki
setið vegna sjúkleika. Hann
kenndi fyrst sjúkdómsins, er
dró hann til dauða, er hann var
á ferð um Bandaríkin á s.l.
sumri. Þegar hann kom heim
var hann lagður á sjúkrahús og
gerður á honum uppskurður.
skömmu áður en hann lézt var
hann fluttur heim til sín.
Finnur hafði mikil afskipti af
opinberum málum bæði hér á
þingi og í ísafirði, en þar sat
hann um langt árabil í bæjar-
stjórn. Dómsmálaráðherra var
hann árin 1944—’47.
í dag verður Finns Jónssonar
minnzt í Sameinuðu Alþingi, en
það er fyrsti fundurinn eftir
fundahléið um hátíðarnar.
—VISIR, 3. jan.
Eitfr flugslysið enn
Á miðvikudaginn í fyrri viku
var flugvél að reyna að lenda á
N ewark-ilugvellinum í þoku-
veðri; hún rakst á 3 hæða hús
og brast þegar í bál með 23
menn innan borðs, er allir fór-
ust ásamt 5 manns í húsinu.
Fyrir mánuði síðan fórst flug-
vél í mílu fjarlægð frá þessum
stað og týndu þá 56 manns líf-
inu. Nú er verið að rannsaka
hvort tæki flugvallarins, sem
vísa flugvélunum leið, séu göll-
uð, eða staðurinn sjálfur hættu-
legur; hann er 12 mílur frá New
York-borg.
angur allur týndist, þar á meðal
bókakista Ingimundar og þótti
honum það sárast „því þar var
yndi hans, sem bækurnar voru“.
Bað hann nú heitt og innilega
að bókakista hans skyldi á land
koma og bækur. Nokkrum nótt-
um síðar spurðist, að kistan var
á land rekin heil og alt það er
í henni var. Hélt þá lokinu að-
eins ein hespa en tvær voru
brotnar.
Finnbogi prófessor lauk ræðu
sinni eitthvað á þessa leið:
„Sumir munu spyrja, hvort við
megumtvið því, tuttugustu ald-
ar menn, að læra íslenzku jafn-
framt enskunni. Að minni
hyggju er það mikilvægari
spurning, hvort við megum við
því, að kunna íslenzku og lesa
ekki eitthvað af hinum ágætu
íslenzku bókmentum. Þið, sem
kunnið íslenzku, hafið þá að-
stöðu, að ein hespan heldur enn;
þið þurfið aðeins að ljúka upp
kistunni og lesa bækurnar“.
Prófessor Skúli Johnson kynti
ræðumanninn með hlýjum orð-
um og spáði góðu um störf hans
við íslenzkudeild háskólans. Dr.
A. H. S. Gillson flutti kveðju
háskólans og mæltist honum
skemtilega að vanda. Mr. Alvin
Blöndal skemti með söng, en
Miss Sigrid Bardal með píanó-
leik og var að hvorutveggju
gerður góður rómur.
Mr. W. Kristjánsson, forseti
klúbbsins hafði samkomustjórn
með höndum. I lok kveldverðar
og skemtiskrár var stiginn dans
með miklu fjöri. Samkoman var
fjölmenn og um alt hin skemti-
legasta.
Gimli Tenor
Gefrs Confrracfr
Ólafur N. Kárdal
Gimli’s “singing fisherman,”
who turned to a musical career
two years ago, has accepted a
contract with the Lyceum Com-
munity programme series in
North Dakota, starting Sept. 15.
The tenor, Olafur N. Kardal,
who began his musical career in
Winnipeg, won first place in an
audition for the Stairway to
Stardom programme on WCCO
in Minneapolis two years ago.
He later enrolled at the Mac-
Phail College of Music.
Well-known in Icelandic
circles, Mr. Kardal has been
soloist with the Icelandic Male
Voice choir. He recently gave a
series af recitals in Manitoba’s
Icelandic districts and has ap-
peared in various parts of Min-
nesota and Nort Dakota.
—Free Press
Hryllilegfr morð
Á föstudagsmorguninn var sjö
ára gamalt stúlkubarn myrt hér
í borginni og eru fósturforeldr-
ar hennar, Gavin og Lillian
McCullough, kærð um að hafa
framið þennan verknað. Hjón
þessi voru haldin miklu trúar-
ofstæki; þau sóttu allar sam-
komur prestsins A. C. Valdez,
sem var hér í borg nokkrar vik-
ur og þóttist geta gert krafta-
verk og læknað sjúka. Talið er
að trúarofsi hjónanna hafi auk-
ist og snúist upp í brjálæði við
það að sækja þessa trúaræsinga-
fundi.
Á föstudagsmorguninn veittu
nágrannar hjónanna því eftir-
tekt, að þau voru á knjánum í
bæn í snjónum bak við húsið, og
voru aðeins í náttfötum. Lög-
reglunni var gert aðvart og fann
hún þá lík litlu stúlkunnar í
húsinu; hún hafði verið barin til
dauðs þá um morguninn; senni-
lega hafa þau haldið, að þau
væru að reka úr henni illa anda,
en öllum kunnugum kemur sam-
an um, að þeim hafi altaf þótt
mjög vænt um barnið.
77 íslendingar
fórusfr af slysum
órið 1951
Þrjátíu og Iveir biðu bana
í sjóslysum
Á árinu, sem nú er að líða,
hafa ekki færri en 77 íslending-
ar beðið bana af slysförum bæði
á sjó og á landi. Þar af eru sjó-
slys 32, í flugslysum hafa farizt
22, er flugvélin Glitfaxi og
Rjúpan fórust. Vegna umferðar
urðu 11 dauðaslys og af ýmsum
öðrum ástæðum svo sem á
vinnustöðum, heimahúsum og
víðar 12 dauðaslys svo vitað sé,
þar á meðal má nefna 3 dauða-
slys vegna þess að menn hrapa
eða detta úr stigum heima hjá
sér. 2 dauðaslys hafa orðið í
sveitum í sambandi við notkun
landbúnaðarvéla, þá eru bruna-
slys o. s. frv.
(Frá Slysavarnafélaginu)
—Þjóðv., 30. des.
Hækkaður \ frign
\
Bretakonungur hefir sæmt
Viscount Alexander jarlstign í
tilefni þess að hann lætur nú af
embætti sem landsstjóri Canada;
hefir hann gegnt því embætti
síðan 1946. Hann mun flytja
kveðjuávarp í útvarpið 15.
febrúar og sigla heim til Eng-
lands 17. febrúar.
Miðsvefrrarmófr
Fróns
Tilkynnt hefir verið áður, að
próf. Finnbogi Guðmundsson
verði aðalræðumaðurinn á Fróns
mótinu 18. febrúar n.k.; hefir
hann nú þegar sýnt hve snjall
ræðumaður hann er. I þetta
skipti talar hann á móðurmáli
sínu, enda verður, eins og venju-
lega, reynt að hafa mótið al-
íslenzkt. Nefndinni er það sér-
stakt ánægjuefni að tilkynna að
skáldið, Guttormur J. Guttorms-
son, mun flytja kvæðaflokk á
mótinu. — Aðrir liðir hinnar
vönduðu skemtiskrár verða aug-
lýstir í næsta blaði.
íslendingar minnstu drykkju-
menn Evrópuþjóða