Lögberg


Lögberg - 31.01.1952, Qupperneq 4

Lögberg - 31.01.1952, Qupperneq 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 31. JANTJAR, 1952 Hogbcrg QeflC Ot hvern flmtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEQ, MANITOBA Utanáskrift ritstjórans: BDITOR LÖGBERQ, 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEQ, MAN. PHONE 21 804 Rritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Verð $5.00 um árið—Borgist fyrirfram The "Lögberg” is printed and published by The Columbia Press Ltd. 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada. Autnorlzed as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa Sveinn Björnsson forseti íslonds Mig setti hljóðan, er canadíska útvarpið flutti þau tíðindi laust eftir hádegi síðastliðinn föstudag, að þá væri nýlátinn forseti íslenzka lýðveldisins, herra Sveinn Björnsson, sjötíu og eins árs að aldri; að vísu var það vitað, að hann hefði eigi gengið heill til skógar um nokkur undanfarin ár, en þó var eigi langt um liðið frá því, er sú fregn barst hingað vestur, að hann hefði hlot- ið allverulega bót meina sinna í byrjun yfirstandandi vetrar; skömmu eftir að dánarfregnin barst út um heim á öldum ljósvakans, barst Gretti L. Jóhannssyni ræðismanni símskeyti frá íslenzka sendiráðinu í Wash- ington þar sem skýrt var frá láti hins ágæta þjóðhöfð- ingja og þess jafnframt getið, að hjartabilun hefði orðið honum að banameini. Sveinn forseti var fæddur í Reykjavík 27. febrúar 1881, sonur þeirra þjóðkunnu hjóna Björns Jónssonar ritstjóra ísafoldar, síðar ráðherra, og Elízabetar systur Hallgríms biskups Sveinssonar; var Björn, eins og kunnugt er, einn hinn allra snjallasti og áhrifamesti blaðamaður, sem um getur í sögu íslenzku þjóðarinn- ar og frábær starfsvíkingur, er hlífði sér lítt; stóðu því að Sveini forseta styrkir stofnar í báðar ættir. Sveinn forseti lauk ungur stúdentsprófi við Latínu- skólann og hóf þegar að því loknu nám í lögvísi við Kaupmannahafnarháskóla og lauk þar embættisprófi með hinum ágætasta vitnisburði; er heim kom, gaf hann sig brátt að málafærslustörfum og aflaði sér brátt á þeim vettvangi almennra vinsælda og trausts sakir réttsýni og skyldurækni; enda var hann manna ráðhollastur, og áttu þeir þar eigi hvað sízt góðan hauk í horni þar, sem hann var, er lítils voru umkomnir og höllum fæti stóðu í lífsbaráttunni. Sveinn forseti var mannkostamaður, er eigi fór í manngreinarálit. Sveinn forseti tók frá æsku mikinn og giftudrjúg- an þátt í mannfélagsmálum; hann átti sæti í bæjar- stjórn Reykjavíkur og sat um eitt skeið á Alþingi fyrir hönd höfuðstaðarins; hann var fyrsti sendiherra í Dan- mörku og í raun og veru langt um víðar en þar, því þegar mikið lá við, var hann viðriðinn samningagerðir á Bretlandi og með fleiri þjóðum. Sveinn forseti kvæntist ungur glæsilegri konu af dönskum ættum, frú Georgíu, er setti virðulegan svip á heimili þeirra hjóna, og þá ekki sízt á forsetabústað- inn; var gott þangað að koma og heimilislífið mótað hinu unaðslegasta smaræmi; verður mér slíkt jafnan minnisstætt úr heimsókn minni til Bessastaða sumar- ið 1946. Börn forsetahjónanna, þau, er ég kyntist, höfðu auðsjáanlega þegið í arf flest hin beztu skap- gerðareinkenni foreldra sinna, svo sem alúðina og hina óhvikulu vinhollustu. Sveinn forseti stóð í brjóstfylkingu þeirra manna, er grundvöll lögðu að stofnun Eimskipafélags íslands, og hefði vafalaust getað tekið undir með Hannesi Haf- stein, þótt þeir stæði á öndverðum meiði í stjórnmála- baráttunni, er hann orti þessar ógleymanlegu ljóð- línur: „Sé ég í anda knör og vagn knúða krafti, sem vanst úr fossa þinna úða, stritandi vélar, starfsmenn glaða og prúða, stjórnfrjálsa þjóð með verzlun eigin búða“. Sveini- forseta lá það þungt á hjarta, að þjóð sín yrði engu síður sjálfstæð í efnahagslegum en stjórnar- farslegum skilningi og brýndi jafnan fyrir henni að þetta hvorttveggja yrði að haldast í hendur ef trygt ætti að verða um hag þjóðarinnar í framtíðinni. Árið 1940, er Danmörk lenti í klóm Þjóðverja og konungur Danmerkur reyndist þess ómegnugur, að framkvæma stjórnskipulega ltöllun sína á íslandi, kaus Alþingi í einu hljóði Svein Björnsson að ríkisstjóra og gegndi hann því vandasama embætti unz hann tók við forsetatign við lýðveldistökuna 17. júní 1944 og hafði hann það virðulega embætti á hendi til dauðadags, dáður og virtur af þjóð sinni, hafinn með öllu yfir smá- munalegan flokkadrátt; þjóðin vissi að henni var óhætt að treysta honum; hann hafði brent sig inn í vitund hennar sem prúður og hjartahreinn sonur, er vildi í öllu veg hennar. Sveinn forseti heimsótti Bandaríkin í boði Roose- velts forseta sumarið 1944 og hreif hugi manna vegna hógværðar hinnar og prúðmensku hvar, sem leið hans lá; okkur vinum hans, sem áttum því láni að fagna, að vera viðstaddir móttökuna, sem þáverandi borgar- stjóri í New York, La Guardia, hélt til heiðurs honum í ráðhúsi borgarinnar, mun seint úr minni líða hve framkoma hans þar sem annars staðar var virðuleg, hve honum mæltist fagurlega sem fulltrúa hins endur- borna íslenzka lýðveldis. Sveinn Björnsson var maður heittrúaður, þótt víð- sýnn væri hann í þeim efnum og laus við öfgar; hann var göfugmenni, borinn til mannaforráða og lausnar vandamálum þjóðar sinnar; síðasta áramótakveðja hans til íslenzku þjóðarinnar, fögur og drengileg, verð- ur nú samferða hér í blaðinu fregninni um andlát hans, en á því fer óneitanlega vel. „ísland, þig elskum vér, alla vora daga" Rabbað við PÁL ÍSÓLFSSON um Ameríkuför ÞAÐ ER EKKI fréttnæmt leng- ur að Páll ísólfsson og kona hans hafi farið í tíu vikna för til Ameríku í boði Bandaríkja- stjórnar. — En nú eru þau kom- in heim aftúr, ánægð að sjálf- sögðu og hrærast nú í endur- minningum hinnar dásamlegu ferðar. Ég tók Pál tali um daginn og spurði hann frétta úr Bancfa- ríkjaförinni. Fórust honum orð á þessa leið: — Við hjónin fórum utan með Lagarfossi. Fengum við ágæta ferð. Eftirvæntingin varð að von- um mikil, en tíminn var drepinn með ýmsu móti, m. a. með há- karlsáti og skemmtilegum sög- um. En það var snemma sunnu- dagsmorguns að komið var til New York. — Þokumugga og mistur byrgði fyrir allt útsýni lengi vel. En loks kom í ljós óljós mynd, tröllaukin og gífur- leg. Hún skýrðist og þetta var þá Manhattaneyja, þar sem allir skýjakljúfarnir eru. Þessi sýn var stórfenglegri en ímyndunar- afl ókunnugs Islendings hafði megnað að skapa. Við störðum gapandi af undrun til lands. Skipið leið hægt fram með eynni og inn á höfnina — Manhattan- eyja, sem einu sinni var keypt fyrir 24 dollara. Það gat hvergi verið annars staðar en í Amer- íku. Hún myndi víst reynast eitthvað dýrari nú á tímum. í New York fengum við mót- tökur hinar beztu. En okkur var þegar tilkynnt að áður en hin raunverulega ferð um Ameríku hæfist, yrðum við að halda til í Washington, því þar yrði gerð áætlun yfir ferðalögin í sam- ræmi við óskir okkar. Borgin þar sem kirkju- lurnarnir sjásl ekki. En fyrst gafst okkur tækifæri til að litast um í New York. Það er fyrirtæki sem segir sex. En þegar maður fer að hugsa um eitt furðuverkið, er eins og hug- urinn festist við það og önnur gleymast. Þannig er það með um ferðina. Hún er svo ör og mikil að ógerningur er að gefa lýsingu á henni. Það er engu líkara en hver einasti maður sé að forða lífi sínu, svo mikill er hraðinn. Ofanjarðar er ógerningur að flýta sér, nema þá hægt. En neð- anjarðar fer allt hraðar. Þar geisast bifreiðarnar áfram eftir hvítkölkuðum göngum, og stór- fljót eru þeim engar hindranir, því svo langt er maður kominn niður á við. Þannig er það með brýrnar. Fleiri hundruð metra langar brýr og í fjarska séð er engu líkara en bjöllur séu að skríða yfir, þegar bílaröðin lið- ast milli endanna. Svona mætti lengi telja. Og aldrei sér maður kirkjurn- ar álengdar eins og í öðrum borgum. I New York skjóta þær upp kollinum alveg fyrirvara- laust. Turnar þeirra, margra tuga metra háir, hverfa meðal húsanna, — húsa, sem jafnvel teljast smáhús. — Já, New York er furðulegt fyrirbæri. Sann- kallaður ævintýraheimur. Einkennileg tilfinning að hand- leika handril Beethavens. Páll gerir stutt hlé á frásögn sinni. Ég hafði enga spurningu á reiðum höndum, því ég var að hugsa um umferðina í New York, brýrnar og kirkjurnar. Þaðan héldum við til Wash- ington, byrjar Páll á ný. Þar var nokkurs konar miðstöð þessa ferðalags, þar voru áætlanir lagðar og þar skipulögðum vér. Washington er óvenju fögur og tilkomumikil borg. Gafst okkur hjónunum einstakt tæki- færi til að skoða hana, því okk- ur, sem raunar öllum öðrum ís- lendingum, var tekið opnum örmum af Thor Thors sendi- herra íslands og konu hans, frú Ágústu. Gerðu þau allt til þess að gera dvöl okkar skemmtilega og ánægjulega og það tókst þeim vel. Thor Thors nýtur í borginni og alls staðar annars staðar feikilegs trausts og vinsælda. Þar er réttur maður á réttum stað. 1 Washington gafst mér m. a. kærkominn kostur á að skoða bókasafnið Library of Congress. Þar eru m. a. handrit ýmissa mestu tónskálda heimsins t. d. Beethovens, Bachs, Handel, Brahms o. fl. Þetta eru ómetan- legir fjársjóðir. Það er einkenni- leg tilfinning að mega fara höndum um handrit Beethovens að verkum, sem maður hefir þekkt frá blautu barnsbeini, — fá að sjá frumdrögin að þessum verkum og fylgjast með því, hvernig þau hafa orðið til. Keypt dýrum dómum. — Er af handritinu einu sam- an hægt að sjá hvernig verkið hefir skapazt? — 1 mörgum tilfellum er það svo, einkum og sér í lagi þegar um verk Beethovens er að ræða. Hann vann stundum árum sam- an að sama verkinu og margar „skissur“ hans eru til. Er mjög lærdómsríkt að kynnast þeim, og emstaka þeirra hafa verið gefn- ar út. — Hvernig stendur á því að öll þessi handrit eru í þetta safn komin? — Sum þeirra eru keypt dýr- um dómum. Önnur hefir safnið fengið að gjöf eða erft þau o. s. frv. Eins og skipasmíðastöð. Síðan lá leiðin til Boston. Þar áttum við hjónin heimboð hjá einum mesta orgelsnilling Banda ríkjanna, E. Power Biggs. Hafði hann skrifað mér, er hann frétti um fyrirhugaða ferð mína og bauð okkur til sín í heimsókn. Áttum við ógleymanlega viku þar. í Boston hittum við einnig prófessorana R. Stark og Murphy, en þeir hafa báðir heimsótt Island nú nýlega og eru góðir Islandsvinir. Fékk ég með þeirra aðstoð einstakt tækifæri til að kynnast Harvardháskóla og tónlistarlífinu þar og um leið því sem mér var hugleiknast: orgellistinni í Bandaríkjunum. Þarna og raunar alls staðar ann- ars staðar fékk ég að kynnast ýmsum tegundum orgela, sum- um mjög merkilegum. Þau eru mjög fullkomin enda er orgellist í Bandaríkjunum á mjög háu stigi og orgelið er mjög út- breytt hljóðfæri þar í landi. Það er bezt að geta þess hér um leið, segir Páll, að síðar heim sótti ég m. a. stærstu orgelverk- smiðjuna í Bandaríkjunum og þótt víðar sé leitað. Það eru Möllers verksmiðjurnar í Hager- stown í Maryland. Þegar þang- að kemur finnst manni eigin- lega að maður sé kominn í stóra skipasmíðastöð. Þar vinna á annað þúsund manns og eftir þá liggur eitt orgel annan hvern dag. í meðalstórum verksmiðj- um er framleiðslan nokkur orgel á ári. Tók það okkur þrjá tíma að ganga í gegnum öll vinnuherbergin. Var mjög fróðlegt og skemmti legt að kynnast hverju hand- bragði við smíði þessara eftir- sóttu hljóðfæra. Framhald á bls. 5 Jólahefti „Kirkiuritsins" Alltaf hlakka ég til, þegar jóla- blöðin og jólaheftin koma heim- an um haf, því að þau flytja svo margt, sem fræðir og gleður og gefur huganum vængi, bera birtu í bæ í skammdeginu. Þessi rit hafa nú aftur í ár hlaðist að mér í hrönnum um og eftir há- tíðarnar, og yrði það of langt mál, ef lýsa ætti fjölþættu les- máli þeirra, svo kennir þar margra grasa og góðra. Að þessu sinni verður því aðeins farið nokkrum orðum um eitt þessara kærkomnu rita, jólahefti „Kirkjuritsins“. Það var vandað rit og prýði- legt í höndum þeirra starfs- bræðranna, guðfræðiprófessor- anna Ásmundar Guðmundsson- ar og Magnúsar Jónssonar, og heldur jafn ágætlega í horfinu síðan Ásmundur prófessor tók einn við ritstjórninni. Andlegt víðsýni og fangvíð mannúð svipmerkja rit þetta um annað fram, enda er bjart umhorfs, hátt til lofts og vítt til veggja í trúarhöll ritstjórans, eins og ræður hans og ritgerðir bera ó- tvírætt vitni. Jólaheftið hefst á einkar íögrum sálmi, „Barn á bæn“, eftir Jakob Jóh. Smára skáld, sem löngu er kunnur af öðrum sálmum sínum og andlegum ljóðum; í fyrrnefndum sálmi hans lýsir sér vel djúpstæð trú- hneigð hans og innsæi, en þetta er upphafsversið: Ég barn sá krjúpa í bæn að kveldi, það bað með sakleysis skærum róm. Ég sá inn í himinsins helga veldi, er heyrði ég tállausrar bænar óm, en geislar af dýrðlegum Drottins eldi dreifðust um húmið sem litrík blóm. Fagur er einnig jólasálmur Jens Hermannssonar, sem birt heíir margt góðra kvæða í blöð- um og tímaritum, og prýðilegt kvæði Arnfríðar Sigurgeirsdótt- ur, „Vetrarsólhvörf“. Aðrir sálm- ar í heftinu eru „Messu upphaf“ eftir séra Jakob Jónsson, „Bæna- vers um batnandi heim“ eftir Jón Arason, og „Búðakirkja“ eftir Braga Jónsson. Má um sálma þessa segja hið forn- kveðna, að þeir hafi allir til síns ágætis nokkuð. Látlaus en falleg er hún einnig þessi „Jólaósk" hennar Ingi- bjargar Guðmundsson (í Tuj- unga, California), sem birt hefir andleg ljóð beggja megin hafs- ins: Kveiki á kerti þínu Kristur með orði sínu. Líf hans í ljósadýrðinni, það lýsi sálu þinni. Og vissulega væri friðvæn- legra um að litast í heiminum, ef ljós kenninga og kærleiks meistarans mikla ljómaði bjart- ar í hugum valdhafanna og annarra, sem þeim fylgja í spor. Svo sem vænta má og vera ber, er allmikið af lesmáli heft- isins í óbundnu máli sérstaklega helgað jólunum. Athyglisverð er jólahugleiðingin („Frelsari fædd- ur“) eftir séra Bjartmar Krist- jánsson, ekki sízt þessi orð hans: „Frelsunin er ekki fólgin í því, að manni sé hlíft við verðskuld- uðum afleiðingum heimsku- strika sinna, sú frelsunaraðferð væri enda hæpin velgerningur, heldur er hún fólgin í því að vaxa frá heimskustrikunum, hún er fólgin í auknum þroska hins innra manns, gæzku hjart- ans og göfgi hugarfarsins“. Merkilegt er einnig jólabréf- ið til ritstjórans frá séra Jón- mundi Halldórssyni, aldurfor- seta þjónandi íslenzkra presta; kemur hann víða við, og fær maður eigi annað en dáð andans fjör öldungsins og þann áhuga- eld, sem logar undir orðum hans. „Jólavaka barnanna“ eftir séra Óskar J. Þorláksson er bæði hugþekk mjög og nær sýnilega ágætlega tilgangi sínum. Þar sem helgisögnin „Brauðin og fiskarnir" er að efni til náskyld sjálfum jólaboðskapnum, má geta hennar hér, en hún er hvorttveggja í senn hugðnæm og færð í prýðisgóðan íslenzkan búning af séra Árelíusi Níels- syni. En þetta innihaldsríka hefti flytur einnig margt almerms efnis, um trúar- og menningar- mál, sem tímabært er og hinn bezti fengur að: — Erindið „Þrjár raddir“ eftir dr. Árna Árnason, „Rödd úr flokki leik- manna“ eftir Jóhann Sigurðs- son, „Kristindómsfræðsla í Nor- egi“ eftir Þórð KriStjánsson, erindið „Baráttan fyrir lífs- skoðun“ eftir dr. Kristian Schelderup biskup, og minning- arræðan um séra Hallgrím Pét- . ursson, eftir séra Sigurjón Guð- jónsson; er sú ræða fögur að hugsun og málfari og hittir kröftuglega í mark. Sérstaklega veigamikið og vekjandi til umhugsunar er er- indi dr. Schjelderups biskups, enda er þessi norski kirkjuhöfð- ingi nafnkunnur rithöfundur og fyrirlesari; hann kom til Islands í októbermánuði síðastliðnum og flutti þá þetta erindi sitt í Háskóla íslands. Horfðist dr. Schjelderup djarflega í augu við vandamál samtíðarinnar í and- legum, siðferðislegum og menn- ingarlegum efnum, og tekur þau mál föstum tökum. Sýnir hann fram á það með sterkum rökum, hvernig m e n n geta, fyrir dýrkeypta innri reynslu, fundið sér andlega fótfestu í heimi kristindómsips, og eru þetta lokaorð þessa stórbrotna erindis hans. „Og það, sem enn meira er. Við þessa reynslu öðlast hann einnig aftur — í nýrri og ennþá dýpri mynd — alla fyrri hug- sjónabaráttu sína og viljann til þess að , halda stríðinu áfram fyrir þær hugsjónir, sem hafa kennt honum að koma auga á æðsta mark og tilgang lífsins — kærleik, frelsi, sannleik, rétt- læti. Nú er lífsóttinn horfinn, komið í staðinn þor og þróttur. Hann gengur studdur megin- gjörðum út í baráttu lífsins gegn öllum öflum myrkursins bæði hið innra og hið ytra — út í líf, sem jafnVel mitt í hita stríðsins er mótað af því, er veitir sannar- legt manngildi: Lotning fyrir líf- inu, hvar sem það finnst, virðing fyrir því, sem hverjum manni er ætlað að verða, fyrir bróður vor- um og frjálsri hugsun hans, kær- leik til samfélags mannanna, þar sem allir hafa jafnt rúm og jafnan rétt“. „Kirkjuritið“ minnist einnig að vanda nýlátinna kirkjunnar manna. Ritar séra Jón Auðuns um móðufbróður sinn, séra Run- ólf Magnús Jónsson frá Stað í Aðalvík, Vigfús Guðmundsson fræðimaður um séra Ingvar Gestmund Nikulásson, um langt skeið prestur að Skeggjastöðum í Norður-Múlasýslu, og Ásmund- ur prófessor Guðmundsson um hinn unga efnismann séra Her- mann Gunnarsson að Skútustöð- um, er féll að velli langt um aldur fram. Allar eru minning- argreinar þessar vel samdar. Arnfríður Sigurgeirsdóttir kveð- ur séra Hermann einnig í inni- legu og verulega fögru minning- arkvæði. Ýmislegt fleira er í þessu jóla- hefti, svo sem „Sálmaskáldið Valdimar Snævarr" eftir Ric- hard Beck, afmælisgrein um séra Magnús Bl. Jónsson níræð- an, erlendar fréttir eftir séra Óskar J. Þorláksson, „Samtín- ingur utan lands og innan“ eftir séra Gísla Brynjólfsson, inn- lenda fréttir, ritfregn („Orða- lykill að Nýja Testamentinu“ eftir séra Björn Magnússon pró- fessor) o. fl. eftir ritstjórann. Heftið er í litprentaðri kápu, prýtt mörgum myndum, og því um allt hið jólalegasta að bún- ingi eigi síður en innihaldi. Richard Beck

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.