Lögberg - 31.01.1952, Page 7

Lögberg - 31.01.1952, Page 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 31. JANÚAR, 1952 7 BRÉF FRÁ HAWAII FerSaþættir frá Kaliforníu, Mexico og Hawaii Honolulu, 13. des. 1951 Veðráttan í Kaliforníu. Það er talsverður metingur milli Kaliforníubúa og Flórída- búa um í hvoru ríkinu sé dásam- legri veðrátta. Ibúar Kaliforníu segja, að hún sé ennþá betri í sínu ríki, því að í Flórída sé oft svo óþægilega heitt. En við önn- ur ríki Bandaríkjanna vilja þeir ekki heyra talað um neinn sam- anburð! — Og það er satt, að veðráttan í Kaliforníu er dásam- leg. Þó verður nokkuð heitt þar * sumstaðar, einkum þegar dregur dálítið upp frá ströndinni, eða yfir 100 stig á F. Og eina sein- ustu nóttina, sem ég var í Los Angeles, fór hitinn þar niður í um 40 stig á F. eða rúmlega 4 stig á Celsíus. Þá fraus upp til landsins. Þótti þá mikill kuldi! Oftast eru þetta 12—16 stig á Celsíus í skugganum á daginn og lítið kaldara á nóttunni — nú um þetta leytið. Nokkrar rign ingar voru öðru hvoru eftir að kom fram í nóvember og grænk- ar þá jörðin óðfluga. Á sumrin eru sífelldir þurrkar og skrælnar þá allt, sem ekki er vökvað. En vatnsveitur eru ofan úr fjöllun- um og eru þær bæði langar og stórkostlegar. Til dæmis sækir San Francisco-borg sitt vatn um 400 mílna veg og er það álíka vegalengd og úr Reykjavík eftir þjóðveginum langt norður í Þingeyjarsýslu. En þótt landið sé gott í Kali- forníu, þegar það er vökvað, þá eru það veðurgæðin, sem munu valda því aðallega, hve fólkinu fjölgar þar ört. Það drífur þang- að víðs vegar að og fæstir vilja fara þaðan, sem einu sinni eru þangað komnir. Þótt grasið sé slegið sex sinnum á ári og tvær uppskerur séu af appelsínum ár- lega o. s. frv., þó er efnahagsaf- koman ekert betri þar heldur en annars staðar. íslendingar í Kaliforníu. Talsvert marga íslendinga fann ég í Kaliforníu og þar á meðal nokkra Borgfirðinga, sem ég man eftir heima í Borgarfirði á barns- og unglingsárunum. Þeir voru í öllum stærstu borg- unum þar, svo sem San Fran- cisco, San Diego, Los Angeles og útborgum hennar: Hollywood, Inglewood o. fl. Tóku þeir mér með mestu á- gætum og buðu mér m. a. að búa hjá sér yfir lengri eða skemmri tíma og sýndu mér margskonar vinsemd. Virðist mér hugur margra þeirra mjög hlýr til íslands og talsverð al- menn löngun hjá þeim að skreppa heim til þess að sjá gamla landið og ættingja sína þar. Eru íslendingar yfirleitt mjög efnilegt og gott fólk og komast vel af, þótt um fáa veru- lega efnamenn sé að ræða meðal þeirra í Kaliforníu. Þó eru til menn þar af algerlega íslenzku bergi brotnir, sem eru margfald- ir milljónerar í dollurum. En almennast er aðaleignin ein í- búð (oft góð) og 1—2 þifreiðar. — Það er annars meiri fjöldinn af bifreiðunum í Ameríku, og þó eru þær langflestar í Kali- forníu. En eitt mesta vandamál- ið í stærri borgunum þar, er að geta lagt bifreiðunum einhvers staðar á daginn, þegar stanza þarf. Og oftast kostar það meiri og minni peninga að leggja þeim stundarkorn. Til dæmis í Los Angeles-sýslunni (district), sem hefir um fjórar milljónir íbúa, kváðu vera um 2 milljónir bif- reiða! — Það virðist vera aðeins dálítið tímaspursmál, hvenær öll sú sýsla verður ein samfelld borg og eftir því sem fólkinu fjölgar þar ört, er ekki ólíklegt að fyrir næstu aldamót verði hún orðin stærsta borg 1 heimi. Kalifornía er á margan hátt heillandi land og komi ég heim á ísland aftur mun ég reyna að segja kunningjunum og öðrum, er heyra vilja, frá ýmsu nánar. En hér er ekki ætlunin að stikla nema á örfáum steinum, hvorki í Kaliforníij. né annars staðar. í Mexikó. Ég skrapp frá Kaliforníu suð- ur 1 Mexikó að litast um sunn- an við landamærin. En þar var mikill munur, þótt landið sé svipað. Þó að borgir Bandaríkj- anna vaxi ört, þá skákaði þó sú borgin (Tijuana), er ég helzt stanzaði í þar syðra, bæði þeim og Reykjavík okkar. Fyrir 10— 20 árum voru þar aðeins um 20 þús. íbúar, en nú kváðu þeir vera um 70 þús.! Einhvernveginn finnst mér þar syðra fólkið og menningin minna mig mest á Algier á Afríkuströndinni og að sumu leyti á Napoli og víðar á ítalíu — af þeim stöðum, þar sem ég hefi ennþá komið. íbú- arnir eru yfirleitt blakkir á hör- und. Eru víst mest kynblending- ar Spánverja og Indíána. Þar er söluprangið úti á strætum álíka og við Miðjarðarhafið. Varla er hægt að komast áfram á gang- stéttunum fyrir sölulýð með margskonar varning. En þó var sá lýður ekki nærri eins lipur eins og t. d. í Napoli — ekki a. m. k. í liðamótunum! Kvenfólk- ið þarna virtist minna mjög á kynsystur sínar á Afríkuströnd- inni — og líka á þær í Mílanó! En ég skal ekki tala nánar um það kvenfólk. Yrði það máske tilefni „lifandi“ mynda hjá góð- kunningjum mínum Páli Skúla- syni og Haraldi Á. Sigurðssyni. Bezt að hvíla sig frá þeim „menn ingartengslum“ í þetta sinn. Eitt mesta „sportið“ þarna er að fara í uxakerrum eins og tiðkast mjóg á Afríkuströndinni. Og þó fara líklega ferðalangarn- ir aðallega í þær í Mexikó til þess að láta mynda sig í þeim. Sá þykir ekki maður með mönn- um, sem fer suður fyrir landa- mærin til Mexikó, láti hann ekki mynda sig í uxakerru! ! Nautaat og íangahús. Kaupgjald er lágt í Mexikó og sækja Mexíkanar fast á að komast norður fyrir landamær- in í hærri launin þar, en eru eltir uppi af landamæravörðun- um, þótt allmörgum takist að sleppa norður fyrir og leynast þar, eftir því sem sagt er. — Matur er bæði mikill og góður hjá Mexíkóbúum og ódýrari að mun heldur en fyrir norðan landamæralínuna. — Nautaat var ein aðalskemmtun þeirra þar syðra og kostuðu ódýrustu sætin í nautaats-„leikhúsinu“ $3.50, og er oftast mjög erfitt að fá aðgöngumiða, svo er að- sóknin mikil. Er það þó sóðaleg skemmtun og sýnir, hve villi- dýrið er enn ofarlega í mönn- unum, að þeir skuli fara oftar en einu sinni að horfa á slíkan „leik“. En fólkið þarna virðist vera mjög ruslborið, enda alls konar glæpir mjög tíðir: mann- dráp, þjófnaðir, rán o. fl. Stórt fangelsi var fast við aðalstræti borgarinnar (margfalt stærra heldur en fangahúsið við Skóla- vörðustíginn!) og voru þar járn- grindur út að gagnstéttinni milli fanganna og vegfarendanna. Líklega hafa fangarnir átt að fá að skemmta sér við að horfa á umferðina — eða fólkið við að sjá fangana? Sýnist það vera dá- lítið einkennilegt, hvort það er í Mexikó eða Reykjavík, að vera að hafa aðalfangahúsin við aðal- stræti borganna. Voru fangarn- ir í þéttum fylkingum innan við járngrindurnar ‘ og voru þeir m. a. að reyna að fá vegfarendur til þess að stanza, með því t. d. að rétta fingurna út á milli járn- rimlanna og virtust þá vera að sníkja eftir sígarettum eða öðru þ. h. En vopnaðir varðmenn voru út á stéttinni að líta eftir, að ekki væri sambandið of náið milli fanganna og þeirra, sem um götuna gengu. Minnti þetta fangahús mig á greinar Kristjáns Albertssonar í Mbl. hér um árið, þar sem hann stakk upp á því að reisa fanga- búr úr járngrindum á Lækjar- torgi í Reykjavík. Á Hawaii. Á leiðinni hingað út á Hawaii frá Los Angeles, var ég m. a. samferða innfæddri fjölskyldu hér á eyjunum (af japönskum ættum). Hafði hún flutt upp í Kaliforníu fyrir ári síðan og ætlað sér að setjast þar að fyrir fullt og allt. En hún kunni ekki við veðráttuna þar! Datt mér þá í hug það, sem gömul kunningja- stúlka mín frá Akranesi sagði við mig um daginn, eftir að vera búin að dvelja 3 ár í Los Angeles. Hún hvað sér þætti reyndar veðrið gott, en það væri betra þó, ef hægt væri að fá rok og stórrigningu eða hríðarbyl, svona einu sinni í mánuði. Þessi veðurblíða og lítill munur á veðri mánuð eftir mánuð gerði mann leiðan á tilbreytingarleys- inu. Japansk-ættaða fjölskyldan var ekki alin upp við misjaínt veðurfar eins og íslendingar heima, því að hér er vetur, sum- ar, vor og haust nær því sama veðurblíðan. Fjölskyldunni fannst veðurfarið í Kaliforníu ekki gott og mjög misjafnt að hita og kulda. Á sumrum væri máske stundum yfir 400 stig á F., en á vetrum færi hitinn nið- ur í frostmark. Þetta fannst, einkum börnunum tveim, lag- legum gjafvaxta dætrum, lítt þolandi! Og fluttu sig því aftur, að þær sögðu, alkomnar hingað á æskustöðvarnar. En hér er hit- inn nær jafn allt árið eða sem næst 23—24 stigum á Celsíus, enda er farið að styttast hér til Miðjarðarlínunnar. En íslend- ingurinn kysi nú dálítið meiri' svala öðru hvoru. Reyndar er norð-austan gola hér mikinn hluta ársins, en hún er heldur hlýrri en landnyrðingurinn heima! Landslagið. Eyjarnar eru átta og allar byggðar nema ein, sú minnsta og óbyggilegasta, sem notuð er til heræfinga og þ. h. Er tæplega hálf inilljón íbúa samtals á eyj- unum. Aðeins eru þó 335 menn búsettir á einni byggðu eyjunni, en á þessari, sem Honolulu er á (Oahu) eru íbúarnir nú taldir vera 347,440 og er mikill meiri hluti þeirra hér í borginni. Ekki er þessi eyja nema 604 fermílur, svo hún er ekki nema nálægt einn sextugasti og fimmti hluti íslands að stærð. Sést á því að hún er nokkuð þéttbyggð. Eins! og kunnugt er eru þessar eyjar eldfjallaland og eru hér einhver þekktustu eldfjöll í heimi og umbrot oft ógurleg. Mauna Loa og Mauna Kea, sem eru hæstu og þekktustu eldfjöllin, eru hátt á 14. þús. fet á hæð og eru topp- ar þeirra snævi þaktir yfir úr- komutímann, sem er á vetrum, þótt svona sé hlýtt hér neðra. Milli eyjanna er sjórinn sums staðar um 2000 feta djúpur. Svo það er nokkuð óslétt hérna! Haleakala hefir einhvern stærsta eldgíg í heimi. Eyjarnar eru allar fjöllóttar (gamlir eldgígir) og rísa fjöllin sem snarbrattir, hvassyddir, ó- reglulegir tindar. Á þessari eyju, sem ég er nú á, eru þeir upp- undir þrjú þús. feta háir þeir hæstu (en miklu hærri samt annars staðar) og eru þeir klædd ir lágum skrúðgrænum, skógi alveg frá rótum og uppúr, nema á einstaka stað standbergsklett- ar. Byggðin er mest með fram ströndunum í smáþorpum. En nær ekkert af einstökum bænda- býlum. Þó sá ég í dag einstakt bóndabýli, þar sem eru átján hundruð mjólkurkýr. Þar er samt ekkert fjós! Kýrnar koma aldrei í fjós. Aivinnuvegirnir. Auðkýfingar eiga mest af landinu og leigja það svo út gegn okurleigu. Til dæmis á einn maður 208 fermílur af þess- ari eyju (Oahu) eða rúmlega þriðjung hennar og fær hann 3 milljónir dollara í leigu eftir landið. Er auðnum misjafnlega skipt undir yfirráðum blessaðra Bandaríkjamannanna eins og víðar í heiminum. Þessi mikla misskipting gefur byltingastefn- unum auðvitað byr undir báða vængi. Reyndar má viðurkenna það, að á síðari árum eru auð-i kýfingar Bandaríkjanna skatt- lagðir mjög hátt, en það er líka allur almenningur. Hawaiibúar greiða t. d. um 170 milljónir doll- ara í skatta á ári til sambands- ríkjanna. Þar fyrir utan svo alla sérskatta í þarfir eyjabúa sjálfra. Það kostar nokkuð að búa hér, þótt margt sé hægt. T. d. eru 103 þús. bifreiðar hér á þessari eyju og þær þurfa sitt. Bensínið kostar hér 31 cent gallonið. Atvinnuvegirnir eru ekki fjöl- skrúðugir. Verksmiðjur finnast fáar. Fiskveiðar litlar, en þó er fiskað dálítið af túnfiski. Málm- ar engir og ekki nein kol né olía. Ávextir eru talsverðir, einkum ananas og talsvert af banönum o. fl. En fyrir appelsínur, epli og marga ávexti aðra eru rækt- unarskilyrði ekki góð svo að þeir eru lítið eða ekkert ræktaðir hér. Það, sem íbúarnir hafa aðal- tekjur sínar af, er þetta (talið í þeirri röð, sem tekjurnar eru miklar): 1. Sykur, unninn úr sykurreyr (ein milljón tonn á ári). 2. Ananas (ananasekrurnar eru stórar og er ananasið sett í dósir og selt víða um heim. Kem- ur víst eitthvað til íslands af, því). 3. Tekjur af ferðamönnum. 4. Kaffirækt. 5. Tekjur af her og flota (sem heldur til hér á og við eyjarnar). Fagur gróður. Margskonar suðrænn jarðar- gróður vex hér vel. T. d. eru pálmatré mjög mikil, einkum kokospálminn. Eru pálmatrén miklu stærri og fallegri Hér heldur en í Kaliforníu, en samt ekki eins stór og falleg og á norðurströnd Afríku. Járnviður vex hér allmikið og er lim hans sérstaklega mikið og fallegt, og fjölmargar aðrar trjátegundir eru hér og hinn mesti aragrúi allskonar blóma, allavega lita. — Oft er leitað í skugga trjánna, emkum pálmatrj ánna, þegar sól- in skín skært á daginn og oft má þá sjá hér inni í borginni stórar raðir af fólki híma undir húsunum við gangstéttirnar, þar sem helzt er skugga að finna. En mér finnst vera næstum alls staðar jafn heitt úti og inni og sé því lítið að flýja. Helzt sé að fara sem oftast inn í veitinga- stofu að fá sér eitthvað smá- vegis þar, t. d. kúfaðan disk af svellköldum ananas, sem kostar aðeins 10 cént — og þá koma alltaf þær elskulegu, svarthærðu strax með glas af köldu vatni. með ísmolum í, en hlýtt blíðu- bros fylgir. Það má segja, að þar skiptist á hiti og kuldi! Og ætli það sé ekki svo oftast, að þeir félagar séu beztir hver með öðrum. Aðeins dýrara en á Hreðavaini! Það er ekkert mjög dýrt að búa hér. Herbergi, framur lítið, en hreinlegt og laglegt, hefi ég í hóteli og kostar 1,75 dollara yfir sólarhringinn. Er það sama og venjulega í Ameríku. Reyn- ist mér bezt að búa á Y.M.C.A. (K.F.U.M.) hótelum. Þar er reglu semi, traustleiki og ódýrast. I fæði er alveg óþarft að eyða meiru en í herbergi. Með því að búa í hótelum og borða hér og þar er vel hægt að komast af með 50—60 krónur á dag, eða svona 5—15 kr. meira en í Hreða vatnsskála! En byggi ég í aðal- ferðamannastöðunum hérna úti við baðströndina, þar sem flestir lúxus-ferðamennirnar búa, þá ayggðu ekki 10 dollarar á dag. En þar er indælt, fögur hótel, mikið af pálmatrjám og yndis- legum marglitum blómum, en reyndar er það líka hér, svo að í þetta hús sést tæpast nema efri hæðirnar frá strætinu, fyrir pálmátrjám og blómaklösum. En baðströndin heillar í Waikiki (en svo heitir hinn frægi ferða- mannastaður). Báran leikur þar við hvítan, volgan og lausan sandinn, fram undan suðurhlið hótelanna, og fólkið bert að mestu veltist þar ýmist í sjónum eða vatninu. En ég uni og skemmti mér vel, þótt ég búi ekki þar, sem mestur er lúxusinn. Nóg er af gleðskap, þegar kvölda tekur. Þá er m. a. gaman að horfa á Hula-hula- dans Hawaii-stúlknanna o. m. fl. í dag var ég m. a. að skoða Pearl Harbour, þar sem Japanir sökktu flota Bandaríkjanna um leið og þeir fóru út í síðasta heimsstríð. Er sagt, að eitt her- skipið .(Arizona) liggi þar enn á botninum með 1500 sjóliða inn- anborðs. En þetta fræga skipa- lægi, sem er 10 mílur hérna vest- an við borgina, fæst þó aðeins að sjá tilsýndar, en ekki að fara um það né bryggjur þess. — Margt er til að skoða og una við og finnst mér dagarnir undra stuttir hér á Hawaii og býsna heimalegt. íslendingur í Honolulu. Fólkið hér er samansafn frá fiestum eða öllum þjóðum heims. Meira að segja er ég bú- inn að rekast hér á einn íslend- ing, Vestfirðing. En hann hélt, að hann væri sá eini Islending- ur, sem væri hér. Hafði hann farið unglingur frá íslandi upp úr aldamótunum. Og er nú bú- inn í nær 50 ár að fara vítt um veröld alla. Hefir hann dvalið og unnið í öllum heimsálfum, en er búinn að vera hér á Hawaii- eyjunum í 21 ár. Sagðist hann tæpast hafa heyrt nokkurt ís- lenzkt orð s.l. 15 ár. Talar þó ís- lenzku enn, þó að enskan sé honum tamari. Langmest ber hér á Austur- landabúum, einkum Japönum, en fáeinir tugir þúsunda eru hér af Norður-álfu- og Bandaríkja- mönnum. Þó að mikið sé nú blandað í Bandaríkjunum fólkið, þá sést þar tæplega annar eins þjóðagrautur og hér. En menn segjast búa saman í friði og á- nægju og séu ekkert að grufla um, af hvaða þjóðerni þessi eða hinn sé. Þegar ég segist vera frá Islandi, þá fer eins og hrollur um menn og spyrja þá um leið: Hvar er það? Slúlkurnar á Hawaii. Ég var hérna einu sinni, rétt eftir að ég kom hingað, staddur inni í stærstu sölubúðinni, þar sem afgreiðlustúlkurnar, sem ugglaust skiptu hundruðum, voru allar japanskar eða af jap- önskum ættum. Fannst mér þær þá vera allar nær því eins. Allar litlar og grannar, með hrafn- KAUPENDUR LÖGBERGS Á ÍSLANDI Gerið svo vel að senda mér sem fyrst greiðslu fyrir yfirstandandi árgang Lögbergs, kr. 75.00. Dragið ekki að greiða andvirðið. Það léttir innheimtuna. Æskilegt að gjaldið sé sent í póstávísun. Þeir sem eiga ógreidda eldri árganga, eru vinsamlega beðnir að snúa sér til mín. BJÖRN GUÐMU NDSSON FREYJUGATA 34 . REYKJAVÍK svart hár og önnur austræn ein- kenni. Datt mér þá í hug, þegar ég var hjarðmaður og í hjörð minni voru 3000 ær, allar koll- óttar. Mér fannst þá í fyrstu rollurnar vera allar nær því eins. En þegar ég fór að verða svo mánuðum skipti með þeim, fór ég að þekkja þær talsvert í sundur og fannst mér þá engar tvær vera alveg eins. Eins fer það með japönsku stúlkurnar og Hawaii-stúlkurnar, að þegar farið er að umgangast þær, þá fara þær að þekkjast í sundur. Og þó að þær brosi flestar blítt við flest tækifæri, þá er þó bros- ið þeirra misjafnlega aðlaðandi. En flestar eru stúlkurnar hér í búðum og veitingastofum sér- staklega liprar og aðlaðandi í viðmóti, svo að eftir veru mína hér á Hawaii hlýtur mér að verða hlýrra til þeirra austrænu, heldur en áður. Þeir á megin- landinu segja, að menningin hér úti á eyjunum (sem er 10 dægra sigling á farþegaskipi frá Kali- forníu) sé léleg og miklu lakari en hjá sér í Ameríku. Það kann nú að vera, en það eru nú líka talsvert stórir „flekkir á skrúð- anum“ þeim, þegar kynnzt er nánar t. d. því ógnar kapphlaupi, sem er á eftir hinum „almáttuga dollar“, þótt margt sé ágætt við Ameríkumenn. i Von um blómsveig. Þegar ég kom hingað til Hawaii, komu frændur og vinir á móti flestu af samferðafólkinu og lögðu um háls þess sveiga úr margvíslega litum lifandi blóm- um. Og náðu þeir hinum nýju eigendum langt niður eftir boln- um. Var ekki laust við að mér finndist svolítið einmanalegt að vera nær því sá eini úr sam- ferðahópnum, sem engan fékk blómsveiginn. En ég fékk mikið af blómaangan í vit mín frá öll- um blómsveigunum á hinum. Ekki efast ég um, að ég fæ tals- vert af blómaangan, þegar ég stíg um borð við burtförina héð- an úr eyjunum, því þessar blóma keðjur er siður að gefa, þegar kunningjar eða frændur heilsast eða kveðjast og við mörg önnur tækifæri. Við sjáum nú til við burtförina. Máske Islendingur- inn hafi komið sér svo vel hér á eyjunum, að einhver leggi sveig um háls honum um leið og kvaðzt er? Hver veit! Klukkan hér er nú 11 að kvöldi, en hjá ykkur er hún nú 8 að morgni, og þið eruð sem óðast að rísa úr rekkjum og heilsa nýjum degi, en ég fer nú að hátta og sofa. En hvort á ég þá að segja að lokum góðan dag- ,inn eða góða nótt? Ætli það sé ekki bezt að hafa það okkar fallegu, íslenzku kveðju til ykkar kunningjanna heima og annarra samlanda: Verið þið blessaðir og sælir! Vigfús Guðmundsson —TIMINN, 22. des. Robert E. Peary kom í járn- brautarlest í New Orleans. Hann var þá að leggja á stað í hina frægu för sína til Norðurpólsins. Hann settist í reykingasalinn. Þá kemur þangað ungur maður, mikill á lofti og tekur hann tali. — Ég á langa og erfiða leið fyrir höndum, sagði hann. — Einmitt það, sagði Peary. — Já, ég ætla að fara alla leið til Louisville. Það er ekkert spaug að fara alla leið frá New Orleans til Louisville. Eigið þér langa leið fyrir höndum? — Ójá, nokkuð, sagði Peary. — Ég býst ekki við að þér séuð jafn vanur ferðalögum og ég, sagði pilturinn. Hvert ætlið þér að fara? — O-o, ég ætla bara að skreppa til Norðurpólsins, sagði Peary. Kaupið Lögberg

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.