Lögberg - 07.02.1952, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 7. FEBRÚAR, 1952
3
BRAUÐIN OG FISKARNIR
þAÐ var sólarlag við Genez-
aret-vatnið. Friður og fegurð
umvafði láð og lög. En í hjarta
konunnar, sem gekk hratt brott
frá Kaparnaum út á hamrana
við vatnið, var enginn friður.
María, kona Jónasar fiski-
manns, var vonlaus, skap henn-
ar fullt af beiskju, svo nærri
stappaði örvæntingu.
Hún var þó enn þá ung kona.
En æskan ljómaði aðeins örfleyg
augnablik í senn úr a u g u m
hennar.
Hún fleygði sér niður á stein,
þaðan sem útsýni var yfir vatn-
ið, og vó í huga sér liðna ævi
sína, frá því að hún var barn að
aldri í Kapernaum.
Hún og Lea systir hennar
misstu foreldra sína, meðan þær
voru í bernsku, en ólust upp hjá
Hönnu frænku. Heimili hennar
var hljóðlátt og fallegt, og þann
hugljúfa blæ þess höfðu þær til-
einkað sér sem börn.
Af frænku sinni lærðu telp-
urnar að vefa rósofin veggtjöld.
Og áður en varði, voru þær
orðnar ungar blómarósir, kátar
og starfsamar.
Dag nokkurn, þegar María sat
alein úti í garðinum, sá hún
ungan mann standa við hliðið.
Hann var fiskimaður, og bar
stóra, rauða körfu.
„Við ætlum ekkert að kaupa í
dag,“ sagði hún.
En hann fór ekki brott, heldur
stóð þarna kyrr og horfði feimn
islega til hennar.
Loksins stamaði hann upp:
„Ég heiti Jónas, og er frá Bet-
saida. Hvað heitir þú?“
„María,“ svaraði hún kurteis-
lega, „við vefum falleg vegg-
tjöld og seljum þau.“
Jónas sagði: „Ég bý í mínu
eigin húsi, og bráðum ætla ég að
kaupa bát, og veiða mikinn fisk.
Svo fór hann.
En María ætlaði að"segja þeim
Hönnu og Leu, frá þessu ævin-
týri, þegar þær kæmu heim frá
markaðstorginu. En hve hjart-
anlega þær mundu hlæja að því
allar saman.
En samt fór það einhvern veg
inn svo, að þegar þær komu,
sagði hún þeim ekki neitt.
Eftir þetta kom Jónas oft,
næstum vikulega, og stóð við
hliðið. En hann *kom aldrei,
nema hún væri ein heima.
Einu sinni sagði hann: „Ég er
hræddur um, að þér finnist hús-
ið mitt lítið og dimmt.“
María varð nú svo iðin og frá-
bær við hannyrðir, að Hanna
frænka hennar dáðist að leikni
hennar og handbragði.
Tíminn leið. Og einn morgun-
inn svaraði Hanna engu, þegar
systurnar ætluðu að vekja hana.
Hún var dáin.
Þegar þær komu frá jarðar-
förinni, beið þeirra maður, sem
þóttist hafa íánað frænku þeirra
svo mikla peninga, að ekkert
var eftir af eignum hennar, þeg-
ar það allt var greitt. Þær voru
varnarlausar gagnvart þessum
harðsnúna skuldheimtumanni.
Stóðu síðan uppi allslausar. Hús-
ið, garðurinn, vinnutækin, allt
var selt.
Lea tók þann kost að fara til
Tíberías-borgar. En þar réðist
hún til starfa við skrautsaum og
vefnað handa hirðinni og auð-
mönnunum. María vildi ekki
flytja þangað. Hún sá ekki ann-
að en synd og skelfingu í þess-
ari hræðilegu Heródesarborg.
„Ég ætla að gifta mig,“ sagði
hún við Leu. Svo hvíslaði hún
að henni ævintýrinu um Jónas.
Lea fór ein til Tíberías-borgar
en María giftist Jónasi, fátæka
fiskimanninum, sem bjó í svo
litlum húskofa, að þar voru að-
' eins tvö herbergi. Einu húsgögn-
in voru: Rúmflet, borð, kvörn
við dyrastafinn, stólgarmur og
brenglaður leirlampi.
María tók til í kofanum og
gerði þar allt hreint og þokka-
legt og settist að með útsaums-
grindurnar sínar. Svo beið hún
hamingjunnar, hljóð og fögur.
En von hennar brást. í stað
mildrar gleði æskunnar kom
beiskja og hversdagsgrámi til-
breytingalausra daga. Starf
hennar varð endalaust strit:
Sækja vatn, mala korn, þrífa
fisk og flytja hann á markað-
storgið. Að lokum voru fallegu,
hvítu hendurnar hrjúfar og upp-
rifnar. Hún gat ekki snert á
fingerðu silkinu framar.
Svona leið tíminn. Og áður en
Jónas gæti keypt bát, varð að
metta marga svanga munna. Ör-
birgðin ógnaði ungu hjónunum,
ægiíeg örbirgð, sem skar að
innstu hjartarótum.
Börnin voru hraust og sterk-
byggð. Jónas horfði á þau hreyk
inn á svip. En María hugsaði um
þau með ástríðukenndri ástúð,
sem olli henni þjáningum og
þreytu.
Stundum sá hún fannhvít segl
svífa yfir vatninu áleiðis til Tí-
berías, og henni varð hugsað til
Leu systur sinnar. Aldrei hafði
hún komið aftur, svo að allt
hlaut að h'afa orðið eins dásam-
legt og hana dreymdi um, áður
en hún fór.
Jafnskjótt og Markús litli,
elzti drengurinn komst á fót, tók
Jónas hann með sér í bátinn. Og
þegar hann var tólf ára, var hon
um leyft að fara til Kapernaum
til að selja fisk. Kvöld nokkurt
kom hann heim mjög æstur.
„Ég gat naumast selt fiskinn,"
sagði hann. „Það var enginn
heima, en allt í einu sá ég fjölda
manns standa við húsið hans
Símonar. Gatan var alveg troð-
full af fólki. Ég reyndi að kom-
ast í gegn, en enginn komst að
dyrunum. En rétt í því sá ég
fjóra menn, sem báru rúmflet á
milli sín. Þeir fóru fram hjá, þar
sem ég stóð, og ég sá veikan
mann í fletinu. Hann virtist al-
veg máttlaus. Þeir reyndu að
komast inn í liúsið, en þegar það
var ekki hægt, vegna fólksfjöld-
ans, þá komust þeir upp þrep,
alla leið upp á þak, losuðu nokkr
ar þakskífur og létu sjúklinginn
síga niður í húsið. Þar kve vera
einhver meistari, sem læknar.
Og eftir skamma stund kom
veiki maðurinn gangandi, ó-
studdur, út á götuna. Meistarinn
hafði læknað hann.“
„Farðu að borða kvöldmatinn
þinn, Markús,“ sagði María
þreytulega. Þetta hafði verið
leiðinlegur dagur.
Jónas var forvitnari. „Hvern-
ig leit þessi meistari út?“ spurði
hann.
„Ég veit það ekki, ég sá hann
ekki,“ sagði Markús litli. En
litlu seinna sagði hann þeim
söguna um 1 æ k n i n g u sonar
hundraðshöfðingjans í Kaper-
naum.
„Ég verð að sjá þennan meist-
ara,“ sagði hann.
En það var allt annáð og þýð-
ingarmeira, sem María hafði um
að hugsa þetta kvöld.
Hún hafði frétt frá Leu, sem
var nú hamingjusöm og auðug.
Hún var enn ógift og vann hjá
sama vinnuveitanda sem hún
byrjaði hjá.
„Vildi systir h e n n a r ekki
flytja til hennar? Enn þá var það
ekki of seint.“
María háði erfiða baráttu.
Hún hugsaði um öll þau þæg-
indi og allsnægtir, sem biðu
hennar 1 hinni fögru borg. En
annars vegar var heimilið, mað-
ur hennar og börn. Hún glímdi
vi ðþetta hræðilega verkefni, en
komst ekki að neinni niðurstöðu.
Ef til vill gæti hún hugsað skýr-
ar á morgun.
Hún vann allan morguninn,
og það var komið hádegi, þegar
Markús kom hlaupandi heim,
þeytti frá sér körfunni og æpti:
„Mamma, mamma, meistarinn,
sem ég sagði þér, að hefði lækn-
að máttlausa manninn, er þarna
við vatnið uppi í hæðunum, og
ég held bara, að allt folkið úr
Kapernaum og Betsaida sé far-
ið þangað ,til að hlusta á hann.
Mamma, viltu lofa mér að fara
líka, gerðu það mamma, mig
langar svo mikið til að sjá hann.
Rödd hans var áköf og full
löngunar.
„Þú verður að borða fyrst,“
sagði María.
„Ég er ekkert svangur. Ég
þori ekki að tefja. Ég verð að ná
fólkinu, annars get ég mist af
honum.“
„En þú verður að borða, barn,“
sagði María. „Hérna, ég var að
baka þesi byggbrauð, og þarna
eru tveir smáfiskar, hafðu þetta
með þér. Þú getur borðað það á
leiðinni. Og þú mátt ekki vera
lengur en til sólarlags.“
Degi var tekið að halla. María
var sístarfandi, og í huganum
barðist hún við uppgjöfina. Sól-
in nálgaðist vesturfjöllin, en
Markús var enn ekki kominn.
Þá var það, að hún lagði af
stað burt úr þorpinu út á hamra
klifið, þar sem hún hafði fleygt
sér niður á steininn í kyrrð
síðdegisins.
En nú gekk hún niður að
ströndinni. Þar voru menn í bát-
um. Þeir fluttu fólkið yfir vatn-
ið. Henni var vísað á stað, þar
sem fólkið hafði safnazt saman.
Hún gekk upp á hæstu hæðina,
en efst í brekkunni hinum meg-
in sat mannfjöldinn og hlustaði
á mann, sem hún var rétt komin
að. Hann stóð þarna nærri efst
á hæðinni. Dýrð og friður sólar-
lagsins ljómaði um höfuð hans
og andlit, meðan hann talaði.
Hún læddist ennþá nær, og þá
greindi hún betur svip hans.
Hún sá, að þar blandaðist saman
hyldjúp þrá, þjáning og sorg,
sem á engin orð.
En andlit hans lýsti einnig
kærleika, samúð og ómælanleg-
um krafti. Fremur öllu öðru
blikuða augu hans af geislandi
skini, göfgi og heilögum fögnuði
þess friðar, sem er ofar öllum
skilningi.
Hann hætti að tala. Nokkrir
menn gengu til hans og þeir töl-
uðu saman ákaft en hljóðlega.
Hún greindi ekki orð þeirra. Nú
sá hún, að einn þeirra benti á
pilt, sem var dálítið neðar og
utar í brekkunni. Það var Mark-
ús. Hann sat þarna í efstu röð.
Augu hans störðu líkt og sefjuð
á meistarann. Hann hafði tösk-
una sína undir hendinni, og
María sá, að nestið hans mundi
vera þar enn þá. Æ, þessi for-
vitni, heimski strákur, hann
hafði auðvitað ekki gefið sér
tíma til að éta, en verið að flækj-
ast þarna með töskuna.
Ungu mennirnir, sem komið
höfðu til meistarans, fóru nú að
skipta fólkinu í hópa. Einn
þeirra gekk til Markúsar litla,
sagði nokkur orð og Markús
fékk honum fúslega töskuna.
Nú tók meistarinn við henni,
horfði svo undarlega til himins-
ins, sem var dýrðarhaf gullina
lita frá hnígandi sól. Og nú tók
hann fiskana og brauðin upp úr
litlu töskunni þeirra og fékk
mönnunum, og þeir gengu með
það um meðal fólksins, sem sat
í brekkunni. Hún gat ekki gert
sér fulla grein þess, sem var að
gerast. Hún féll titrandi á kné.
Frá meistaranum stafaði eitt-
hvert undraafl. Hann hafði tek-
ið fátæklegu fæðuna .þeirra í
1 i 11 a fiskimannskofanum ú r
höndum drengsins hennar og
breytt henni í blessun og lífs-
næringu handa þúsundum. Eitt-
hvað, sem hafði eilífðargildi,
hafði gjörzt þarna í friði kvölds-
ins í ilmandi brekkunni við vatn
ur stíginn, sem hún hafði geng-
ið upp. Markús kom á eftir
henni. Nú var hann farinn að
tala um atburði dagsins með
barnslegri hrifningu. Hún hlust-
aði á hann með ástúð og skiln-
ingi. Og drengurinn vermdist
við þennan nýja áhuga hennar,
— hennar, sem aldrei fyrr hafði
skilið hann, og hann sagði henni
allan hug sinn af barnslegri ein-
lægni.
En þegar börnin voru sofnuð,
fór María niður að vatninu. Öld-
urnar hjöluðu mjúklega við
sandinn.
Tíberíasborg, Lea systir henn-
ar, skrautofin veggtjöld, silki og
flos?
Freistingin var horfin. Frelsi.
Aldrei fyrr hafði hún verið svo
frjáls. Ó, hversu blind hafði hún
verið hingað til. Hún var auð-
ugri en Lea, sem átti skraut
borgarinnar, en engin börn.
Guð hafði gefið henni við-
kvæman silkivefnað barnssál-
anna, þar átti hún að sauma í
hið bjartasta skraut eilífra
mynztra, dýrmætari gullþráð-
um og pelli veggmyndanna í
glæstustu konungshöll.
María fann, að úr striti hvers-
dagslífsins, sem hún hafði svo
oft fyrirlitið í hjarta sína, gat
henni veitzt gnægð kraftaverks-
ins.
Hún vissi, að bak við hin auð-
virðilegustu störf, unnin af trú
og tryggð, gat brosandi ásýnd
meistarans ljómað við þreyttum
augum hennar í gullnum friði
kvöldsins.
ÁRELÍUS NÍELSSON
þýddi lausl.
— KIRKJURITIÐ
Krabbamein í
byrjun tólftu aldar?
Veizlan á Reykhólum 1119 er
fræg sökum frásagnarinnar í
Sturlunga sögu af 'því, er Þórð-
ur Þorvaldsson úr Vatnsfirði
reiddist keskniskviðlingum Ingi-
mundar prests og manna Þor-
gils Oddasonar, svo að hann reið
brott úr veizlunni með menn
sína.
Til skýringar á aðdraganda
þessa atburðar er svo lýst kvilla,
sem Þórður var haldinn:
„Þórður var ekki mikill drykkju-
maður, nokkuð vangæft um
fæzluna, sem oft kann að verða
þeim, sem vanheilsu kenna, því
að maðurinn var á efra aldri og
var þó enn hraustur, en kenndi
nokkuð innanmeins, og var því
eigi mjög matheill og nokkuð
vandblæst að eta slátur, því að
hann blés svo af, sem hann hefði
vélindisgang, og varð þá nokkuð
andrammur.“
Dr. Skúli V. Guðjónsson kemst
svo að orði í bók sinni Manneldi
og heilsufarT fornöld um þessa
s j úkdómslýsingu:
„Hér virðist vera um að ræða
magasjúkdóm með tæmingar-
hindrun og myndun fýlulofts í
maga, að öllum líkindum.krabba
mein í maga.“
Hvað segja aðrir læknir?
Og Sturlunga segir, að Þórði
hafi verið vangæft um fæzluna,
„sem oft kann að verða þeim,
sem vanheilsu kenna.“
— TIMINN
GERANIUMS
Business and Professional Cards
PHONE 724 944
Dr. S. J. Jóhannesson
SUTTE 6—652 HOME ST.
ViStalstími 3—5 eftir hádeKi
S. O. BJERRING
Canadian Stamp Co.
RUBBER Sí METAL STAMPS
NOTARY & CORPORATE SEALS
CELLULOID BUTTONS
324 Smilh St. Winnipeg
PHONE 924 624
Office 933 587 Res. 444 389
THORARINSON &
APPLEBY
BARRISTERS and SOLICITORS
4th Floor — Crown Trust Bldg.
364 Maln Street
WINNIPEG CANADA
Phone 21101 ESTIMATES
L’ U li’ 1«'
J. M. INGIMUNDSON
Asphalt Roofs and Insulated
Slding — Repalrs
Country Orders Attended To
632 Slmcoe St. Wlnnlpeg. Man.
GIMLI FUNERAL HOME
51 First Avenue
Ný útfararstofa meS þeim full-
komnasta útbúnaSi, sem völ er
á, annast virSulega um útfarir,
selur likkistur, minnisvarSa og
legsteina.
Alan Couch, Funeral Director
Phone—Business 32
Residence 59
DR. A. V. JOHNSON
Dentist
506 SO^íERSET BUILDING
Telephone 97 932
Home Telephonpe 202 398
DR. ROBERT BLACK
Sérfrœöingur i augna, cyrna, nef
og hálssjúkd/imum.
401 MEDICAL ARTS BLDG.
Graham and Kennedy St.
Skrifstofuslmi 923 815
Heimasími 403 794
Branch
Store at
123
TENTH ST.
BRANDON
Fh. 928 885 '
GUNDRY PYMORE
Limited
British Quality Fish Nettino
58 VICTORIA ST. WINNIPEG
Phone 928 211
Manager T. R. THORVALDSON
Your patronage will be appredated
Minnist afmælisdags
EETCLÍ
1. Marz
Dr. P. H. T. Thorlakson
WINNIPEG CUNIC
St. Mary's and Vaughan, Wlnnipeg
PHONE 928 441
I
PHONE 927 025
H. J. H. Palmason, C.A.
H. J. PALMASON St CO.
Chartered Accountantg
505 Confederation Life Ðldg.
WINNIPEG MANITOBA
PARKER, PARKER &
KRISTJANSSON
Barxisters - Solicitors
Ben C. Parker, K.C.
B. Stuart Parker, A. F. Kriatjansaon
500 Canadlan Bank of Commerce
Chambers
Winnlpeg, Man. Phone ttlHi
fílÞSIlP
JEWELLERS
447 Portage Ave.
ið — kraftaverk. Það var líkt og
Guð faðir hefði snert hennar
auðmjúku hönd af himni sínum.
Loks leit hún upp. Meistarinn
horfði á hana með heiðríkum
augum, leitandi, spyrjandi. Hún
hvíslaði grátklökkri röddu:
„Meistari, þú hefir opnað augu
mín, ég skal vera sterk og trygg.
Hann brosti, sneri sér við og
leit á Markús, sem enn sat frá
sér numinn og starði á meistar-
ann opnum augum í fjarrænni
lotningu. Litli strákurinn henn-
ar. Og hún hafði aldrei áður sé,
hve sál hans var hrein og fögur.
Hún reis á fætur og hljóp nið-
18 VARIETIES 20c
Everyone interested in
houseplants should plant
a packet or two or our
Geranium Seed. We offer
a gorgeous collection
containing Dazzling Scar-
let, Flame Red, Brick
Red. Crimson. Maroon.
Vermilion. Scarlet Sal-
mon. Cerise. Orange-Red.
Salmon - Pink, B r i g h t
Pink, Peach. Blush Rose,
White, Blotched. Varie-
gated, Margined Easy to grow from seed
and often bloom 90 days after planting.
(Pkt. 20c) (2 for 35c) postpaid. Plant now
SPECIAL OFFER: 1 pKt. as above and 5
pkts of other Choice Houseplant Seeds. all
different and easily grown in house.
Value $1.25, all for 65c postpaid.
SELKRK METAL PRODUCTS
Reykhúfar, öruggasta eldsvörn,
og ávalt hreinir. Hitaeiningar-
rör, ný uppfynding. Sparar eldi-
viC, heldur hita frá aö rjúka út
me6 reyknum.—SkrifiÖ. simlB- til
KELLY SVEINSSON
625 Wall Street Winnipeg
Just North of Portage Ave.
Símar: 33 744 — 34 431
DR. H. W. TWEED
Tannlceknir
508 TORONTO GENERAL TRUSTS
BUILDING
Cor. Portage Ave. og Smith St.
Phone 926 952 WINNIPEG
G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dir.
Keystone Fisheries
Limited
Wholesale Distributors of
FRESH AND FROZEN FISH
404 SCOTT BLK, Sími 925 227
Rovalzos Flower Shop
253 Notre Dame Ave.
WINNIPEG MANITOBA
Bus. Phone 27 989—Res Phone 36 151
Our Specialties:
WEDDING CORSAGES
COLONIAL BOUQUETS
FUNERAL DESIGNS
Miss á . Chrlstie, Proprietress
Formerly with Robinson & Co