Lögberg - 07.02.1952, Side 8

Lögberg - 07.02.1952, Side 8
8 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 7. FEBRÚAR, 1952 Úr borg og bygð COOK BOOK Matreiðslubók, sem Dorcasfé- lag Fyrsta lúterska safnaðar lét undirbúa og gaf út; þegar þess er gætt, hve bókin er frábærlega vönduð að efni og ytri frágangi, er það undrunarefni hve ódýr hún er; kostar aðeins $1.50 að viðbættu 15 centa burðargjaldi. Pantanir, ásamt andvirði, sendist: Mrs. R. G. Pollock, Miss Ruth Bárdal. 5 — 54 Donald St. Winnipeg, 708 Banning St. Winnipeg. Sími 36 603 Sími 929 037 ☆ Á mánudaginn leit inn á skrif- stofu blaðsins kornungur maður, Vilhjálmur Thorarinsson að nafni. Hann er sonur Einars V. Thorarinssonar og konu hans Rögnu Stefánsson Thorarinsson, sem látin er fyrir allmörgum árum, hún var í ætt við Vil- hjálm Stefánsson, landkönnuð. Vilhjálmur kom til borgarinnar á föstudaginn í fyrir viku, í sinni eigin flugvél frá heimili þeirra feðga, sem er um 9 mílur fyrir norðan Warrens Landing eða 320 mílur loftleiðis frá Winni- peg. Þar hefir faðir hans starf- rækt stórt minkabú í mörg ár. Hann ætlar til íslands í lok þessa mánaðar eftir 17 ára dvöl í þessu landi. Mun þá Vilhjálmur líta eftir minkabúskapnum. Á upp- vaxtarárum sínum dvaldi hann hjá Mr. og Mrs. Sigfús Árnason, Taylor Falls, Wisconsin. Þau fóru til íslands síðastliðinn september. Vilhjálmur kom með auglýs- inguna um „Ethnic Night“, sem birtist í þessu blaði. Kvast hann tilheyra Crucible Club. Hann flýgur heimleiðis í dag. ☆ LEIÐRÉTTING: — Höfundur vísunnar í upphafi eftirmæla Björns sál. Stefáns- sonar var rangnefndur. Hann er Þorsteinn Erlingsson en ekki Sig. Breiðfjörð. Á þessu er beðið afsökunar. Jónbjörn ☆ Stefán Einarsson er nýlátinn að heimili sínu í Upham, N. D. Hann var fæddur 21. júní 1870 á Eyðstöðum í Húnaþingi; flutt- ist vestur um haf 1888. Hann var gáfumaður, og höfðingi í héraði sínu. Vafalaust verður hans minnst nánar síðar. ☆ Mr. og Mrs. Sigurður Einars- son frá Árborg komu til borgar- innar. í fyrri viku til að vera viðstödd giftingu Isabel June, dóttur Júlíusar Goodman og Bjargar konu hans. ☆ Mr. og Mrs. S. V. Sigurdson og Gordon sonur þeirra, Mrs. O. Ólafsson, Mr. Sigtryggur Briem og Mr. S. W. Sigurgeirsson, öll frá Riverton, voru í borginni í fyrri viku. ☆ Frónsbókasafnið er nú betur sótt en nokkru sinni áður. Mikið af nýjum bókum hafa bætzt í safnið og reynt verður að fá eitthvað af nýjum bókum mán- aðarlega. Safnið er opið á mið- vikudögum — á morgnana frá 10 til 11 og á kveldin frá 7'til 8.30. Dánaríregn. Frank Shields (áður Schliem) lézt að heimili sínu í Vancouver, 29. janúar, 46 ára að aldri. Móð- ir hans, Sofia Schliem, hér í borg er íslenzk, en faðir hans, Fred Schliem, lézt fyrir mörg- um árum. Hinn látni lætur eftir sig ekkju, Helgu, dóttur Þórðar Helgasonar og konu hans; einn son, Richard; eina dóttur, Mrs. Norma Flello og dótturson, Robert, öll í Vancouver; enn- fremur bróður, Lawrence, bú- settan í Winnipeg. ☆ Mr. og Mrs. Van Sommerfeld frá Ottawa eru í heimsókn hjá foreldrum Mrs. Sommerfeld, Mr. og Mrs. J. S. Gillies hér í borg. ☆ Mrs. Helga Houghton, 80 ára að aldri, lézt 20. janúar að heim- ili dóttur sinnar, Mrs. William Henry, Selkirk Man. Hún flutt- ist frá íslandi til þessa lands fyrir 69 árum síðan og hafði bú- ið í Selkirk í 35 ár. Eiginmaður hennar, Edward Houghton dó fyrir fáeinum árum. Hún lætur eftir sig tvo sonu, Edward, bú- settur í Winnipeg, og Allan í Selkirk; þrjár dætur, Mrs. W. M. Henry, Mrs. Jack Shaw, Winni- peg og Mrs. G. Warren, Van- couver, B.C.; tvo bræður, Jakob Ingimundsson, Selkirk, og Gus Frederickson, Netley, Man.; enn- fremur 13 barnabörn og 11 barnabarnabörn. ☆ Veitið alhygli greininni um Frónsmótið í þessu blaði. Aðgöngumiðar að þessari ágætu skemtun fást hjá: Björnsson’s Book Store, Eric Isfeld, The Electrician og hjá íslenzku blöðunum. ☆ Sumarliði Kardal, bóndi frá Hnausa, Man., er staddur í borg- inni, og bíður læknisaðgerðar, sem búist er við að fari fram næstu daga á Almenna spítalan- um. ☆ "Ethnic Night" The Crucible Club of the YMCA are holding an “Ethnic Night” at the YWCA Assembly Hall on Sunday, February lOth, at 7:30 p.m. The hosts of the evening are the Japanese Canad- ians. Invited are members from any and all of the Ethnic groups in the city of greater Winnipeg. The Icelandic community are amongst those invited and will be contacted by a member of the Crucible Club confirming the number of Icelandic people who are expected to attend. The aims of the Crucible Club are to promote greater and religious appreciation of all people, The Ethnic Night is a means of carry- ing out this plan. Other Ethnic Night’s will be held when a dif- ferent Ethnic group will be the host. Could it be the Icelandic Community? ☆ A meeting of the Women’s Association of the First Lutheran Church will be held next Tues- day Feb. 21, at 2.30 in the Church parlor. ☆ Jóhannes K. Pétursson, fyr- verandi bóndi í Wynyard, Sask., nú búsettur í Winnipeg, brá sér vestur um síðustu helgi í viku heimsókn til vina og vanda- manna. Laugardagsskóli Þjóðræknis- félagsins er starfræktur á hverj- um laugardagsmorgni í bóka- herbergi FR,ÓNS 652 Home Str. Byrjar stundvíslega kl. 10.00. Frú Ragnhildur Guttormsson veitir skólanum forstöðu. Látið börnin njóta kenslu þessa ágæta kennara. ☆ Á sunnudaginn, 3. febrúar, lézt á sjúkrahúsinu í Árborg, Ingigerður Hólm, kona Jóns Hólm, 53 ára að aldri. Jarðarför- in fer fram í dag frá lútersku kirkjunni í Árborg. ☆ Guttormur J. Guttormsson, skáld, dvelur um þessar mundir í borginni. Hann er hjá dóttur sinni, Mrs. Arnheiði Eyjólfsson. ☆ Mr. Hannes Hannesson og Mr. Eddi Thorsteinson fóru til Minneapolis og St. Paul, dvöldu þar í viku og heimsóttu ýmsa merka staði, þar á meðal State Capitol og heilsuðu upp á Hon. Valdimar Björnsson. — Þessir ferðafélagar komu heim um helgina. ☆ Frétzt hefir að Hon. Thor Thors efni til minningarathafn- ar í tilefni af fráfalli herra Sveins Björnssonar, hins nýlátna forseta íslands, næstkomandi laugardag og gert er ráð fyrir, að allir íslendingar, sem heima eiga í Washington og grend- inni verði viðstaddir. ☆ Philip Austman, Spy Hill, Sask., lézt 27. janúar, 69 ára að aldri. Hann hafði verið bóndi í þeirri sveit í 50 ár. Hann lætur efLr sig eiginkonu sína, Thoru Mary Thorarinson Austman; 4 sonu, John, Philip Kristján og Lloyd; 3 dætur, Wilma, Lily og Esther. — Jarðarförin fór fram 29. janúar frá Spy Hill United kirkjunni. More Hospital Paf-ients Than Ever Before Despite ^the fact that the nation’s health is better than ever before, records reveal that hospitals are being used more tqíiay. This does not indicate that more people are sick, but rather that due to new medical techniques, rffew drugs and im- proved services, more and more people are seeking hospital care when they become ill. In 1939, one person in every ten in Mani- toba required hospital care: last year, however, one in every seven went to hospital—and as BLUE CROSS warns, “you may be that one” this coming year. If unfortunately you do have to go to hospital, you will find that hospital bills are higher today, because hospitals — just like other institutions, businesses and individuals—are faced with increased costs. Higher wages and salaries, increased costs of services and supplies have forced our hospitals to increase their charges to the public. The Mani- toba Hospital Service Associa- tion, however, through its BLUE CROSS plan, offers the people of Manitoba a means of financial protection against hospital bills.' There are now 315,000 persons enrolled in the Manitoba BLUE CROSS, and nearly 50,000 hospi- tal bills were paid by BLUE CROSS for its members in 1951. By paying a small monthly fee, BLUE CROSS members have the satisfaction of knowing that their hospital bills will be paid —regardless of how large the bills may be. Today when hospital bills are higher and there is a greater danger that we may be the “one in every seven” who—according to last year’s figure—will have to go to hospital within the next twelve months, the protection which BLUE CROSS gives its members is more valuable to them than ever before. Það fór enginn Framhald af bls. 4 og nýupptekin flaska. Það veitir ekki af því að hita sér ögn fyrir brjósti eftir að hafa verið úti í ofsanum í dag. — Þetta er ísa- stórhríð, ég ætti að fara nærri um það.—Skárra var þó að hann kom núna hjá því sem að hann hefði komið í vor. — Sjaldan er mein að miðsvetrarís segir mál- tækið. — Hann helti í staupin hjá okkur, en smakkaði ekkert sjálfur. — O-jæja — þið fóruð í Selið 1— var ekki orðið lítið í hlöðunni? Það var einhver svo- lítill kuggi þarna sunnan við. Er hann máske búinn? Jón varð fyrir svörum — ég var bara undirvitni. —: O — góð tugga sýndist okkur nú á Selinu órótaður kngginn sunnan við og aðeins geil með austur hliðinni í hlöðunni, ágætis hey á beztu verkun. O, sei, sei, það fer allt saman upp fyrst ísinn kom. Þeir bræð- ur geta aldrei haldið í strá, þeir hafa þetta af henni móður sinni, þeir geta engum neitað. Þeir eru ekki líkir mér! Ég setti hnefann í borðið — þvert nei, þegar mér sýndist — en hvað stoðaði það? Þeir sem ég vísaði frá fóru bara til hennar — og þeir fóru ekki með tóma poka—hún sá um það hún Snjólaug. — Það fór enginn frá henni tómhentur, sem þarfn- aðist einhvers. Já, var hún eitthvað gölluð þannig? sagði nafni minn með hægð. Hún Snjólaug! Já, hún fór nú sínar eigin götur, hvað sem hver sagði. Heldurðu, karl minn, að ég sé búinn að gleyma því, þegar ég bað hana fyrir gamla heyið mitt. Það var hlaustið, sem ég fór til Kaupmannahafnar með honum Guðjohnsen. — Þá stóð 200 hesta hey hérna úti á hóln- um. Sumt af því var víst orðið nokkuð gamalt líklega 12-14 ára, en ég hafði oft látið binda ofan í það og skipta um þak og það gerði ég þetta sumar. — Þetta var grænverkuð taða og eyiahey — allt saman mergur. — Þegar ég var að búa mig að heiman var heyið alltaf í huga mínum. Þegar ég kvaddi Snjó- laugu sagði ég: Ég bið þig fyrir stóra heyið Snjólaug. Á því má ekki snerta hvað sem á gengur! Það er nóg hey annað til handa öllum skepnum hér á Laxamýri fram úr, hvernig sem viðrar, en gamla heyið verður að standa ó- hreyft þegar ég kem í vor. Þú manst þetta kelling mín, þetta er mín eina ráðstöfun og svo er ég farinn. Hún varpaði öndinni dálítið þreytulega, en svaraði engu. v Þegar ég reið úr hlaði for ég út að heyinu. Ég reið í kringum það. H v e r g i var s p r o 11 i n sprunga, hvergi hola; það er fallegasta hey sem ég hefi séð á ævi minni. Það kom víkings vetur. Haf ís fyrir öllu Norðurlandi frá Mið Góu og fram um sumarmál. Eng in sigling, ekkert skip fyrr en komið var undir fardaga. Það var komið fram um miðjan júní þegar ég kom. Ég vissi svo sem að það mundi ekki á góðu von. Þó hafði ekki orðið fellir. Ég spurði einskis á Víkinni, en flýtti mér heim. Allt var að gróa og grænka. Hlýinda gola bar til mín angan af fjall drapanum. Fuglinn var að setjast, sumarið The BLUE CROSS plan was organized with the co-operation of the hospitals themselves, with the object of providing the best hospital care at the lowest pos- sible cost. BLUE CROSS and the hospitals work together to give people the care they need when they need it, without financial worries. BLUE CROSS has now become an accepted part of com- munity life, because time and time again it has proved the value of its service to individual members and to the community at large. tómhentur . .. var að koma. Gatan rauk undan hesthófunum. Ég var fegin að vera að koma heim. En hvað var þetta? Hvar var gamla heyið mitt? Ég reið að heystæðinu, það var svo sópað og skafið að það sást ekkert ein- asta strá. Ég beið ekki boðanna. Ég snaraðist inn í bæinn. Snjó- laug var í eldhúsi eins og ég vissi, ég gaf mér ekki tími til að heilsa ,spurði bara: Jæja, kerl- ing mín, hvar er heyið mitt — stóra heyið sem ég skildi við hérna á hólnum og bað þig að varðveita. Hún sneri sér við, brosti til mín og sagði: Nú, þú ert þá kom- inn — loksins. — Já, en heyið stóra, heyið, hvað er orðið af því? Henni brá ekki neitt — ekki lifandi vitund. Hún fór að renna upp á könnuna og sagði eins og hún væri að tala við sjálfa sig um einskis verðan hlut, Já, hey- ið — jú, það er komið til bág- staddra manna í Reykjahverfi, Aðaldal, Reykjadal, Kinn og Húsavík. Já, og eitthvað á Tjörn esið, jú, það fór víst eitthvað þangað líka. En nú er öllu borg- ið fyrst batin kom, svo er guði fyrir að þakka. — Meiri sagði hún ekki, hún Snjólaug. —Hvað sagðir þú við öllu þessu, skaut nafni minn inn í, dálítið kýminn og gaf mér hornauga. Til bágstaddra! Til aumustu ræflanna! Guð almáttugur fyrir gefi þér Snjólaug — ef hann getur. — Hún brosti til mín, þessu um- burðarlyndis bros sínu og sagði: Viltu ekki fá þér kaffisopa? Ég held þú sért orðinn þurfinn fyr- ir hressingu, ég var að enda við að-renna upp á könnuna. Ég sagði: Jæja, kerling! Þú villt ekkert um þetta tala, þér þykir það líklega ekki þess vert, en það skalt þú vita að þú berð ábyrgðina á þessu alein. Hún stóð við eldhúsbekkinn og ég sá ekki að hún kiknaði vit- und; mér fannst hún vera ennþá stærri en ég hafði séð hana nokkru sinni fyrr. Öldungurinn var staðinn upp af rúminu sínu, hann starði yfir höfuð okkar nafnanna á konu- mynd á veggnum. Hann lækkaði róminn og hélt þó áfram eins og hann væri að tala við sjálfan sig. Séra Valdimar J. Eylands. Heimili 686 Banning Street. Sími 30 744. Guðsþjónustur á hverjum sunnudegi: Á ensku kl. 11 f. h. Á íslenzku kl. 7 e. h. ☆ Lúierska kirkjan í Selkirk Sunnud. 10. febr. Ensk messa kl. 11 árd. Sunnudagaskóli á hádegi íslenzk messa kl. 7 síðd. Fólk boðið velkomið. S. Ólafsson -------------- • Bandaríkja admíráll yfir Nafo flofanum Á miðvikudaginn í fyrri viku var tdkynnt að Lynde B. Mc- Cormick, sem stjórnað hefir flota Bandaríkjanna á Atlants- hafinu, hafi verið skipaður æðsti sjóliðsforingi yfir flota ríkjanna, sem eru meðlimir Norður- Atlantshafssambandsins; v a r þetta tilkynnt samtímis frá Washington og London. Eins og kunnugt er, vildi Churchill, að brezkur sjóliðsforingi skipaði þetta sæti, en þegar hann heim- sótti Bandaríkin nýlega, varð það að samkomulagi, að Banda- ríkin hefðu þar forgangsrétt. Ég fékk ekki strá af þessu aftur — fékk máske fáein lömb frá einstaka manni seinna. — Það kom aftur hey á hólinn — strax um sumarið. — Það var lengst af einhver kubbur þar mína búskapartíð. Snjólaug gleymdi þessu strax, það var aldrei minnst á það framar. Ég hefi þó ekki gleymt því, en svona var hún og svona er bræðurnir, synir okkar. JÓN HARALDSSON Tíminn — 23 des. THE MALTING PROCESS There are three quite distinct processes in the manufacture of malt, i.e. steeping, germination and drying. After the barley has been cleaned to remove all foreign material, i.e. weeds, awns, straws, dust, etc., and most of the other grains, i.e. wheat, oats, barley, rye, etc., it is then graded according to size. The larger plump kernels are used to produce brewers malt, while the smaller kernels produce distillers malt. After grad- ing the barley is conveyed to steep tanks where it is soaked in^changing water until it has taken up about 40% moisture. It is then transferred to the germinating compartments or germinating drums, where the moist- ure content and temperature is controlled and air is forced through the germinating grain. Rootlets develop and the acrospire or sprout starts to grow back under- neath the hull. Before it immerges, the green malt is transferred to the drying kilns, where, by means of increasing heat, it is dried to about 3 to 4 per cent moisture. The dried rootlets are removed and the resulting grain is called “malt”. During the process, some of the starch has been changed to sugar and the enzyme responsible for the change, diastase, has been increased. In further pro- cessing, in the brewery«*or malt extract plant, the diastase converts the balance of the starch to sugar. 4 For further information write to BARLEY IMPROVEMENT INSTITUTE 206 Grain Exchange Building, Winnipeg. This space contributed by SHEA'S WINNIPEG BREWERY LTD. MD-305

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.