Lögberg - 21.02.1952, Síða 4

Lögberg - 21.02.1952, Síða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 21. FEBRÚAR, 1952 Í.Ö8btrg GeflB Ot hvern íimtudag af THE COLUMBIAPRESS LIMITED 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA UtanOskríft ritstjhrans: KIDITOR LÍÍGBERG. 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MAN. PHONE 21 804 Rritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Verð $5.00 um árið—Borgist fvriríram Tfte “Lögrbergr” is printed and published by The Columbia Press Ltd. 695 Sargent Avenue. Winnipeg, Manitoba. Canada. Autnorlzed as Second Class Maii, Post Office Department, Ottawa Inngangsorð Ingibjargar Jónsson á Frónsmótinu síðaslliðið mánudagskvöld Félagssystkini „Fróns“ og kærkomnir gestir: Ég býð ykkur hjartanlega velkomin á þetta þrítug- asta og annað miðsvetrarmót félagsins. Þessi árlegu mót hafa jafnan notið vinsælda og verið talin með beztu íslenzku samkomum hér í borg, enda vandað til þeirra eftir föngum; væntum við að svo verði um mörg ókomin ár. Við þetta tækifæri finst mér vel við eiga, að minn- ast nokkrum orðum tveggja þjóðhöfðingja, er fallið hafa frá fyrir skömmu — annar var þjóðhöfðingi okkar lands, Canada; hinn þjóðhöfðingi stofnþjóðar okkar á íslandi. Georg sjötti, konungur Bretlands og konungur Canada og brezku sambandsríkjanna lézt þann 6. þessa mánaðar fyrir aldur fi’am; hann var aðeins 56 ára. „Til frægðar skal konung hafa en ekki til langlífis“, sagði Magnús konungur berfætti. Á þessum fáu árum, er Georg sjötti réði ríkjum, óx hinn brezki konungdómur í áliti, bæði út á við og inn á við, því Georg konungur naut óvenju mikilla vinsælda vegna látlausrar framkomu, samvizkusemi í stöðu sinni og kjarks á þessum reynslu- árum þjóðar sinnar; hann þoldi með henni blítt og strítt og lét aldrei æðrast, á hverju sem gekk. Nú þegar virðist vera að festast við minningu hans viðurnefnið Georg hinn góði. — Ég vil biðja samkomugesti að rísa úr sætum í virðingarskyni við minningu þessa ástsæla konungs. — Er ég hugsa um lát Georgs konungs, minnist ég orða Bjarna Thorarensen, að íslendingar hafi þótt á- gætir konungamenn, og nú við þessi þáttaskil í sögu okkar, vænti ég þess, að þeir, eigi síður, reynist ágætir drotningarmenn. — Á föstudaginn 25. janúar s.l. lézt í Reykjavík herra Sveinn Björnsson, forseti íslenzka lýðveldisins, 71 árs að aldri, er tók við því embætti 17. júní 1944. Hann var þjóðhollur gáfumaður, er allir treystu. — Ég bið sam- komugesti að votta minningu hans virðingu með því að rísa úr sætum. — Frá því að síðasta Frónsmót var háð, hefir merkis- atburður gerzt í sögu okkar íslendinga vestan hafs: draumur íslenzku frumherjanna, sem báru fyrir brjósti framtíð íslenzkrar tungu og bókvísi í þessu nýja og fagra heimkynni hefir nú rætzt; með þessu er átt við stofnun kenslustólsins í íslenzku við Manitoba háskól- ann; svo fullkomin eining hefir náðst meðal okkar V.- íslendinga um framgang þessa mikla máls, að til ó- gleymanlegrar fyrirmyndar má telja. Framkvæmdar- nefndin í málinu undir forustu hins sístarfandi vöku- manns, Dr. P. H. T. Thorlakson’s hefir leyst af hendi frábært starf, er seint verður metið sem skyldi; hitt er þó ekki minna um vert hve íslenzkur almenningur hefir léð þessu mikla menningarmáli okkar samúðar- ríkt eyra og veitt því einhuga fulltingi, að ógleymdum höfðinglegum stuðningi íslenzku þjóðarinnar. Mikið fagnaðárefni er okkur það, að á þessari íslenzku skemtisamkomu skuli fyrsti prófessorinn í íslenzku við æðstu mentastofnun þessa fylkis, herra Finnbogi Guð- mundsson, vera okkar aðalræðumaður. Hann hefir þeg- ar á sinni stuttu dvöl meðal okkar, hrifið hugi okkar með prúðmannlegri framkomu sinni og einlægni við okkar hjartfólgnasta áhugamál. Við fögnum honum og hyggjum gott til samstarfsins við hann í framtíðinni. Sérstakt ánægjuefni er mér það einnig, að biðja hljóðs hér í kvöld bóndanum á Víðivöllum við íslend- ingafljót, hinu frumlega skáldi, Guttormi J. Guttorms- syni, sem nýtur sérstöðu í bókmentum okkar íslend- inga vegna þess að hann er fyrsti íslendingurinn, sem hér er fæddur, er ort hefir hrífandi og kyngimögnuð ljóð á íslenzka tungu. Hann er ekki við eina fjöl feldur í ljóðagerð sinni; hann er hvorttveggja í senn, alvöru- skáld og myndauðugt skopskáld, sem komið getur hlust- endum sínum til að springa af hlátri. Á þessari samkomu skemta með söng þær frú Liija Thorvaldson og dóttir hennar Evelyn. Þær eru báðar fæddar í Canada, gæddar ágætum sönggáfurú, og hafa ekki gleymt ræktinni við „ástkæra ylhýra málið“; það er ekki á hverjum degi að almenningi gefst kostur á að hlusta á, í fögrum söng, jafn samræmdar mæðgur. Hin ágæta söngkona frú Elma Gíslason annast um undirspil fyrir þær. Flest af okkur, er samankomin erum hér í kvöld, eigum ættir okkar að rekja til norrænna manna, er styrktu líf þjóða sinna með söng; ég finn til þess per- sónulega og sennilega finnið þið öll til þess líka, hve mikið við eigum að þakka norræna karlakórnum, for- manni hans, söngstjóra og einsöngvurum, er lagt hafa á sig mikið erfiði við æfingar, þegar venjulegrar hvíldar var þörf. Meðspilari kórsins er herra Gunnar Erlendson, organisti og píanókennari. Þetta mál mitt er ef til vill lengra en ætlast var til, en vegna þess hlutverks, sem mér skilst að Fróni sé ætlað að inna af hendi, gat það ekki orðið styttra. Minningarathöfn í Osló Laugard. 2. febr. 1952 Sú fregn barst frá íslenzka sendiráðinu í Osló að hinn fyrsti forseti hins unga íslenzka lýð- veldis, Sveinn Björnsson, væri látinn. Litlu síðar kom sím- skeyti með formlegri tilkynn- ingu frá utanríkisráðuneytinu í Reykjavík til staðfestingar fregninni. Sendiherra Canada í Noregi og á íslandi, E. J. Gar- land, sem búsettur er í Osló, sendi hluttekningarskeyti til frú Georgíu Björnsson og til utanríkisráðuneytis íslands, einn ig til herra Bjarna Ásgeirssonar, sendiherra íslands í Noregi. Síðan voru send út boðsbréf frá íslenzka sendiráðinu til minningarguðsþjónustu, sem haldin var í Akershus Slotts- kirke, kl. 2 e. h., laugardaginn, 2. febrúar, 1952, á sömu stundu og útförin fór fram í Reykjavík., Viðstaddir voru Hákon konung- ur VII. og Krón Prins Olav, einnig sendiherrar og frúr og aðrir fulltrúar frá hinum ýmsu löndum ásamt fulltrúum frá norska utanríkisráðuneytinu og stjórninni, og svo þeir íslend- ingar sem búsettir eru hér eða staddir hér um stundarsakir. Ég var eini Vestur-íslendingurinn staddur þar og var þessi athöfn mér einstæður og minnisstæður atburður. „Akershus" er gamalt vígi frá seytjándu öld og dögum Krist- aníu, höfuðborgar Noregs, sem síðar var endurnefnd Osló. Þetta er sögulegur staður sem stend- ur hátt uppi á kletti skamt frá hinni fögru Oslóhöfn og vekur hann mikla athygli ferðafólks. Kirkja kastalans er notuð enn þann dag í dag fyrir ýmsar guðs- þjónustur og varð hún fyrir valinu í þetta sinn. Hún inni- felur grafhvelfingu konungsfjol- skyldunnar þar sem líkami Maud drottningar er geymdur. Inn- réttingin í kirkjunni er einföld og smekkleg — altaristaflan, prédikunarstóllinn og konungs- sætið draga athygli manna að sér þó að stíllinn sé ekki skraut- legur, hann er í sléttum brún- máluðum við með einföldu gyltu munstri. Ótal kertaljós, blóm- vendir og blómsveigar, einnig trjágreinar með nýútsprungn- um laufum skreyta kirkjuna. Blómin eru minningargjafir frá hinum ýmsu sendiráðum og öðr- um þátttakendum. Allir eru komnir í sætin og bíða með eftirvæntingu. Svo standa allir á fætur er Hákon konungur gengur inn í fylgd sendiherra Bjarna Ásgeirsson- ar, Krón Prins Olavs, biskups Jóhannesar Smemo, og tveggja fylgdarmanna. Hann sezt í fremsta bekk í hluttekningar- skyni, en ekki upp í hásætið. Síðan setjast allir og athöfnin byrjar undir forustu hins ný- vígða biskups í Noregi, Biskups Smemo. Forspilið „Lento Condoleri", eftir Björgvin Guðmundsson, var spilað af Kantor Arild Sand- vold. Sálmurinn „Allt eins og blómstrið eina“, eftir Hallgrím Pétursson, þýddur á nýnorsku, var svo sunginn. Síðan var ritn- ingarkafli lesinn úr 15. kapítula fyrsta Korinteubréfs. Sálminn, „Víst ertu, Jesú, kóngur klár“, eftir Hallgrím Pétursson, söng Guðmundur Jónsson söngvari frá Reykjavík og einnig „Lof- söng“ eftir Beethoven,, sem Þor- steinn Gíslason íslenzkaði. Hin fagra rödd hljómaði vel og há- tíðlega um kirkjusalinn, íslenzka röddin sem í virkileika táknaði teiigslin við ísland á þessari stundu. Síðan hélt Biskup Smemo minningarræðu. Hann minntist hins látna forseta Islands, Sveins Bjömssonar, í fáum orðum, minntist hans sem góðs leiðtoga er hefði unnið hylli þjóðar sinn- ar og annara sem viðskipti hefðu við Island, minntist hans sem umhyggjusams heimilisföðurs er hafði komið á legg stórri og myndarlegri fjölskyldu. Hann dró athygli að því að hér væru samankomnir fulltrúar frá mörg um þjóðum til þess að votta hluttekning sína í þjóðarsorg Islands, að hugir allra íslend- inga svifu til útfararinnar sem fram færi á sömu stundu á Is- landi, og að Norðmenn tækju verulegan þátt í þessari sorg. Hann sagði að Sveinn Björnsson hefði verið tákn og talsmaður alls þess bezta í þjóð hans, að hann hefði verið merkur þáttur í sögu vorra tíma. I sögu íslands þúsund ára hefði hans tímabil verið eitt af þeim mestu, og nú, er hann væri fallinn frá, fyndu allir til þess hvað mikið þeir hefðu honum að þakka. Hann hefði fengið forseta-aðsetur í Reykjavík og hlotið varanlegt sæti í hjörtum þjóðar sinnar. Að ræðunni lokinni var sung- inn norskur sálmur, „Deilig er jorden“, („Fögur er foldin“), og svo íslenzki þjóðsöngurinn, „Ó, Guð vors lands“, af Guðmundi Jónssyni. Athöfninni lauk með eftirspili, „Andante funebre“ eftir Johan Svendsen, er var spilað á meðan á útgöngunni stóð. Guðsþjónustan fór prýðilega vel fram, á látlausan og smekk- legan hátt, sem bar vott um framsýni og dugnað meðlima íslenzka sendiráðsins, undir for- ustu þeirra Bjarna Ásgeirssonar sendiherra og Haraldar Kröyer sendiráðsritara. Fyrir íslands hönd gerðu þeir þetta tækifæri minnisstætt fyrir alla sem við- staddir voru. ☆ Á heimleið tókum við eftir því að fánarnir sém drengir höfðu verið í hálf astöng allan útfarar- daginn blöktu nú við hún um alla Oslóborg. . . . Forsetatíma- bil Sveins Björnssonar var að baki. Nú beið íslenzku þjóðar- innar mikill vandi að fylla sæti hans í framtíðinni. Osló, 2. febr. 1952 Lilja M. Gultormsson Handbragðið segir til sín. Sumarið 1895 fóru þeir Friðrik Guðmundsson á Syðra-Lóni og Jakob Hálfdánarson tengdafaðir hans suður á Þingvallafund. Komu þeir þá við á Miklabæ í Blönduhlíð og var þeim boðið þar til stofu. Friðrik hafði aldrei komið þarna fyrr, en nú brá svo við, að hann kannaðist vel við þessa stofu, vissi þegar að hann hafði séð hana áður, og þá lík- lega í draumi. Stofan var frem- ur lítil og nokkuð gömul, en 'Friðrik segist hafa setið þar í sælli undrun og þegjandi eins og hann biði eftir einhverri opin- berun frá hæðum. Hafði hann orð á þessu við Björn prest, og sagði prestur þá að einhver mað- ur af Austurlandi mundi hafa smíðað stofuna. Fór hann að spyrja gamlan mann á heimil- inu um þetta. Kom þá upp úr kafinu að smiðurinn hafði heitið Árni og verið úr Vopnafirði. Þá rankaði Friðrik við sér: „Árni snikkari Jónsson frá Haugstöð- um í Vopnafirði var sá hinn sami, er byggði bæinn á Gríms- stöðum á Fjöllum fyrir Björn bónda Gíslason — bæinn, sem ég var uppalinn í frá 10 ára aldri“. Þjóðræknisdeildin „Frón“ er íslenzk mannfélags- stofnun, sem vinna vill af fremsta megni að viðhaldi íslenzkrar tungu í þessu landi og hún leitar samstarfs við allar aðrar íslenzkar stofnanir, er sama markmið hafa fyrir augum. Þótt félagið okkar sé hvorki mann- margt nú auðugt af fjármunum, þorir það óhikað að horfast í augu við morgundaginn í nafni íslenzkrar menningar. Frumherjinn Jón Einarsson dóinn Það var 1. júní 1893 að ég gekk frá Glenboro suðvestur hjá Bel- mont og rak nokkrar kindur sem áttu að fara í pössun þar, ég átti í stríði með þær fyrst, en komst samt alla leið með þær að kvöldi. Ég var þá 11 ára, og það var þennan dag, sem ég sá Jón Einarsson í fyrsta sinn. Hann var að vinna á akri hjá Stefáni Kristjánssyni, og mér er hann í fersku minni eins og ég hefði séð hann í gær, broshýran, glaðsinna og bjartsýnan, eins og hann var alla ævi, og nú er hann dáinn. „Allur veraldarvegur vík- ur að sama púnkt“. Jón Einarsson mun hafa verið fæddur á Hvappi 1 Þistilfirði, eða þar bjuggu foreldrar hans lengi þau Einar Benjamínsson Kjartanssonar og Ása Benja- mínsdóttir Ágústínussonar. Jón kom til Vesturheims 1891 og settist að í Argyle-byggð, þar vann hann algenga bænda- vinnu fyrstu árin, en 12. ágúst 1905 kvæntist hann Aðalheiði Eyjólfsdóttur; hún var dóttir Eyjólfs Guðmundssonar prests Bjarnasonar bónda Halldórsson- ar í Sviðsholti á Álftanesi suður. Eyjólfur var fæddur á Hólmum í Reyðarfirði 1834, þar sem Guð- mundur faðir hans var prestur; Eyjólfur kom vestur á gamals aldri og dó hér vestra 1907. Aðal- heiður kona Jóns dó 28. apríl 1951. Þau hjón bjuggu í Argyle til ársins 1915, þá fluttu þau sem frumherjar til Sexsmith Peace River héraðsins í óbyggðum Norður-Alberta; þar börðust þau við örðugleika frumherja- lífsins ,en gengu sigri hrósandi af hólmi, því með árunum farn- aðist*þeim vel í hinu nýja land- námi yst út við röð sjóndeildar- hringsins. Jón var mesti iðjumaður; hann vann meðan dagur var og með sparneytni, iðjusemi og ráðdeild kom hann ár sinni vel fyrir borð efnalega. Hann naut vinsælda hvar sem hann var og hvert sem hann fór, því hann lagði ætíð alt hið bezta til lífsins. Hann dó 3. janúar 1952 á spítalanum í Edmonton. Skorti einn mánuð að hann væri 83 ára. Jón og Aðalheiður eignuðust 6 börn, eru 3 á lífi: Ingólfur, Devon, Alta.; Jón, Dawson Creek og Mrs. Freda Hill, Red Deer. Eftir að Jón misti konuna var hann hjá Christian J. Helga- son, Sexsmith í 4 mánuði, en síðustu mánuðina dvaldi hann hjá syni sínum, Ingólfi. Jarðarförin fór fram frá Christ Lutheran Church, Sexsmith, 7. jan. Rev. E. B. R. Haave jarð- söng hann; hvílir hann í Emerson Trail grafreitnum. Ágúst Einarsson í Árborg er bróðir Jóns. Friður sé með iðjumanninum bjartsýna á hinu hærra lífssviði handan við dauðans haf. G. J. Oleson Kaupið Lögberg Business College Education In these modern times Business College Education is not only desirable but almost imperative. The demand for Business College Educa- tion in industry and commerce is steadily increasing from year to year. Commence Your Business Traimng Immediately! For Scholarships Consult THE COLUMBIA PRESS LIMITED j PHONE 21 804 69? SARGENT AV *. wlNNIPKG H. F. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS AÐALFUNDUR Aðalfundur Hlutafélagsins Eimskipafélags íslands, verður haldinn í fundarsalnum í húsi félagsins í Reykjavík, laugardaginn 7. júní 1952 og hefst kl. lfá e. h. DAGSKRÁ: I. Stjórn félagsins skýrir frá hag þess og framkvæmdum á liðnu starfsári, og frá starfstilhöguninni á yfirstandandi ári, og ástæðum fyrir henni, og leggur fram til úrskurðar endurskoðaða rekstursreikninga til 31. desember 1951 og efnahagsreikning með athugasemdum endurskoðenda, svörum stjórnarinnar og tillögum til úrskurðar frá endurskoðendum. 2. Tekin ákvörðun um tillögur stjórnarinnar um skiftingu ársarðarins. 3. Kosning fjögra manna í stjórn félagsins, í stað þeirra sem úr ganga samkvæmt samþykktum félagsins. 4. Kosning eins endurskoðanda í stað þess er frá fer, og eins varaendurskoðanda. 5. Umræður og atkvæðagreiðsla um önnur mál, sem upp kunna að verða borin. Þeir einir geta sótt fundinn, sem hafa aðgöngumiða. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum og umboðsmönnum hluthafa á skrifstofu félagsins í Reykja- vík, dagana 3.—5. júní næstk. Menn geta fengið eyðublöð fyrir umboð til þess að sækja fundinn á aðalskrifstofu félags- ins í Reykjavík. pskað er eftir að ný umboð og afturkallanir eldri umbóða séu komin skrifstofu félagsins í hendur til skrásetningar, ef unnt er 10 dögum fyrir fundinn, þ. e. eigi síðar en 27. maí 1952. Reykjavík, 4. febrúar 1952 STJÓRNIN

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.