Lögberg - 21.02.1952, Blaðsíða 6

Lögberg - 21.02.1952, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 21. FEBRÚAR, 1952 Langt í Burtu frá HEIMSKU Mannanna I Eftir THOMAS HARDY Eftir að hann hafði gengið þrjár eða fjórar mílur var orðið dimmt af nótt. Hann gekk ofan Yalbury-hæðina og gat aðeins grillt í vagn, sem stóð þar við veginn við stórt og limamikið tré. Þegar að hann kom nær vagninum sá hann þar hvorki hesta eða menn. Vagninn virtist hafa verið skilinn þar eftir yfir nóttina og allt tekið úr honum nema sem svaraði hálfu heybindi, er var í vagnkassanum. Gabríel settist niður a vagnstoingina og hugsaði ráð sitt. Hann áleit, að hann hefði gengið mest af leiðinni, og þar sem að hann hafði verið á ferli síðan snemma um morguninn, fannst honum að hann mætti eins vel leggjast niður i heyið í vagn- kassanum eins og að halda áfram til Weather- bury og verða að borga þar fyrir næturgreiða. Eftir að hafa borðað síðustu brauðsneiðina og fleskbitann, sem að hann átti og súpa síð- asta ölsopann, sem að hann hafði með sér, fór hann upp í vagnkassann. Hann breiddi helm- inginn af heyinu undir sig á botninn á vagn- kassanum, lagðist svo niður og breiddi hinn helminginn af heyinu ofan á sig, svo að hvergi sá í hann og fannst honum að það færi eins vel um sig nú, eins og að nokkurn tíma hefði farið áður. En hjá hinum þunglamalegu hugs- unum sínum, gat maður eins og Oak, sem var miklu viðkvæmari í þeim efnum heldur en flestir samferðamenn hans ekki komist, þegar að hann var að virða fyrir sér viðhorf sitt eins og það var nú og eins og að það hafði verið í ástamálum hans og búskaparmálum, en upp úr þeim hugleiðingum sofnaði hann. Ekki vissi Oak hve lengi að hann svaf, en hann vaknaði nokkuð hastarlega við það, að vaginn var kominn á stað og honum fannst hann fara nokkuð hratt, því að höfuðið á hon- um hristist upp og niður eins og bulla í strokk. Svo heyrði hann mannamál, sem kom frá fremri enda vagnsins. Áhyggjuefni hans í þessum kröggum (sem hefði verið ótti, ef að hann hefði verði efnamaður, en óhamingjan er ágætt svefnmeðal við óttanum) sem að kom honum til að gægjast varlega upp úr heyinu, og það fyrsta sem hann sá voru stjörnurnar uppi yfir honum. Charles Wain var að komast í vinkils afstöðu við Pólarstjörnuna og Oak komst að þeirri niðurstöðu að klukkan mundi vera um níu. — Með öðrum orðum, hann hafði sofið í tvo kiukkutíma. Þessi auðvelda himintungla- athugun var gerð fyrir hafnarlaust, og á meðan að hann var leynilega og varlega að reyna að komast að raun um hverra bandingi að hann væri orðinn. Hann sá að tveir menn sátu fram- an á vagninum með fæturna fyrir utan vagn- kassann, annar þeirra keyrði hestana. Oak skyldist fljótt að það var kúskurinn og að þeir komu frá Casterbridge, eins og hann sjálfur. Þeir voru í samræðum, sem héldu þannig áfram: „Veri það eins og vera vill, hún er falleg kona á að líta, en það er nú bara skinnfegurð og þessar fallegu skepnur eru máske eins stolt- ar að innan eins og „Lucifer“. „Ó, já — það sýnist svo, Billy Smallbury — svo gerir það“. Þessi umsögn var skjálfandi í sjálfri sér og kringumstæðurnar gerðu hana enn valtari — því hristingin á vagninum hafði sín áhrif á mál- fæn þess, sem að talaði. Þetta var maðurinn, sem keyrði. „Hún er óheyrilega hégómleg kona — svo segja ýmsir“. „Þú segir nokkuð. Ef að hún er, eins og að þú segir, þá get ég ekki einu sinni litið á hana. Herra minn, nei: ekki ég — hæ, hæ, hæ! — eins óframfærinn maður og ég er!“ Já — hún er óskaplega hágómleg. Það er sagt, að á hverju kveldi þegar að hún fer í rúmið, þá skoði hún sig í spegli til að sjá hvort að nátthúfan sitji rétt á sér“. „Og hún er ógift. Ja, hamingjan!“ „Og hún getur leikið á píanó, eða svo er sagt — getur leikið svo snilldarlega, að hún getur látið sálmalög hljóma eins skemmtilega eins og hin kankvísustu glettnislög, sem þú kærir þig um að heyra“. „Þú segir nokkuð! Það verður gaman fyrir okkur, mér finnst að ég sé orðinn nýr máður! En hvernig borgar hún?“ „Það veit ég ekki, hr. Poorgrass". Þegar að Oak heyrði þessi ummæli og önn- ur þeim lík flaug í huga hans, að þeir væru máske að tala um Bathshebu. Hann hafði í rauninni enga ástæðu til að halda að svo væri, því þó vagninn héldi í áttina til Weatherbury, gat hann vel farið þar fram hjá, og að konan, sem að átt var við sýndist vera eigandi eða hús- ráðandi á einhverju stórbúi. Þeir voru nú að líkindum nærri komnir til Weatherbury, og til þess, að skjóta ekki ferðamönnunum skelk í bringu, renndi Gabríel sér aftur úr vagninum, svo að þeir urðu hans ekki varir. Oak kom að opi á limagarði, sem að þar var rétt hjá, hann sá að það var hlið og að í hliðinu var rimlahurð, og hann settist upp á hana og fór að hugsa um hvort heldur að hann ætti að halda inn í þorpið eða leita sér skjóls og hvíldar undir einhverjum kornbólstrinum þar úti á víðavangi. Skröltið í vagninum, sem að hann kom á, var að þagna og deyja út í fjarska. Hann var í þann veginn að fara á stað aftur, þegar að hann sá óvanalegt eldblik til vinstri handar sér svo sem hálfa mílu í burtu. Hann horfði á það dálitla stund og sá að það fór vaxandi. Það var eitthvað að brenna. Gabríel settist aftur upp á hliðið og renndi sér svo aftur oían af því hinu megin og varð þar plægður akur fyrir honum, hann gekk yfir hann og beint í áttina til eldsins. Eldurinn magnaðist eftir því sem hann kom nær honum og náði meiru haldi, og þegar að hann kom nær, sá hann við birtu eldsins, að það voru bólstra allt í kringum hann. Eldurinn var í kornbólstragarði. Bjarminn frá honum var nú farinn að leika um andlitið á Oak, slopp hans og leggjahlífar í gegnum lauflausan skóginn og á fjárkrók hans, sem að var spegilíagur. Oak kom að girðingunni í kringum bólstrana og stansaði. Það virtist enginn lifandi maður vera þar nærri. Það var langur strábólstri, sem var að brenna og virtist eldurinn vera búinn að ná svo miklu haldi á honum, að óhugsanlegt var, að bjarga nokkru af stráinu. Bólstrarbrenna er öðruvísi heldur en húsbruni. Loginn hverf- ur inn í bólstrana eftir vindstöðu og ytra borðið á bólstrinum döknnar og hverfur sjón- um. Hey eða hveitikornsbólstrar vel hlaðnir verjast eldi all-lengi, ef að hann kviknar í þeim að utan. Þessi bólstri, sem blasti við Gabríel og var að brenna, var strábólstri, sem að hróflað hafði verið lauslega saman, og eldtungurnar læstu sig í méð leifturhraða. Það glóði á hann vindmeg- in, stundum blikandi bjart, stundum daufara, eins og eldur í vindli, sem verið er að reykja. Svo féll flygsa mikil með sogandi nið niður og eldurinn læsti sig um hana og yfir hana með rokum, en engu braki. Lárétta reykjarmekki lagði frá eldinum eins og líðandi ský og á bak við þá brunnu aðrir eldar og vörpuðu bjarma á hálf gagnsæjan reykjarmökkinn, sem varð til að sjá eins og samfelld gulleit glitrandi eining. Einstök strá, sem framundan voru, voru brend og eyðilögð, eins og að þau hefðu verið flögr- andi fiðrildi, og yfir þessu skinu ímynduð grimmleit andlit, lafandi tungur, starandi augu og aðrar draugslegar myndir, og frá þeim flaug við og við neistaflug líkt og fuglar frá hreiðrum sínum. Oak var ekki lengur áhorfandi, þegar að hann sá, að eldurinn var alvarlegri heldur en að hann fyrst hafði ætlað. Vindurinn feykti reyknum til hliðar og sá hann þá að hveiti- kornsbólstri var skaðlega nærri eldinum, og á bak við hann aðrir bólstrar — auðsjáanlega aðal ársuppskera þess, sem bólstrana átti; og í staðinn fyrir að strábólstrinn væri aðskilinn, eins og að hann hélt, þá stóð hann í beinu sam- bandi við alla hina.. Gabríel vatt sér yfir limagirðinguna og varð þá var við að hann var þar ekki einn á ferð. Fyrsti maðurinn, sem að hann varð var við, var á harða hlaupum, eins og að hugurinn væri nokkra faðma á undan fótum hans og gæti ekki fengið þá til að dragast áfram. „Ó, maður — eldur — eldur! Góður herra, en slæmur þjónn er eldurinn! — Ég meina, slæmur þjónn en góður herra. Ó, Mark Clark — komið þið! Og þú Billy Smallbury — og þú Marymann Maney — og þú Jón Coggan og Matthew þarna“. Fleiri komu nú í ljós á bak við manninn, sem var að kalla í reyknum, og Gabríel sá, að það var langt frá því, að hann væri þarna einn, heldur var hann kominn þar í fjölmenni — og að skuggar þeirra dönsuðu fram og aftur í endurskini eldsins, en ekki frá hreyfingum þeirra sjálfra. Þetta fólk tilheyrði þeirri stétt mannfélagsins, sem að tilfinning- arnar ráða mestu hjá og þær réðu þá líka hreyf- ingum þess og athöfnum í þessu tilfelli, sem að olli alveg sérstökum glundroða í sambandi við áform þess og athafnir. „Stöðvið þið trekkinn undir hveitikorns- bólstrana!“ hrópaði Gabríel til þeirra, sem að næstir honum voru. Hveitikornsbólsturinn stóð á gólfi, sem var á steinstólpum, og eldtungurn- ar voru farnar að læsa sig á milli þeirra, og ef að eldurinn næði að komast undir hann, þá var úti um hann. „Náið þið í strigaábreiðuna — fljótt!“ sagði Gabríel. Þeir komu með strigaábreiðuna og breiddu hana yfir opið, sem var undir hveitikornsbólstr- anum, svo að eldurinn kamst þar ekki inn, en stóð beint upp. „Standið þið við strigadúkinn og haldið honum votum“, sagði Gabríel. „Loginn, sem nú stóð beint upp, var farinn að festa sig í þakinu á hveitibólstrinum. „Stiga!“ hrópaði Gabríel. Stiginn hafði staðið upp við strábólstur- inn og var brunninn til kaldra kola. Oak þreif í neðri enda hveitibindanna, sem að vissu út í bólstranum, og dró þau út og bjó sér þannig fótfestu og komst upp á bólstrann. Hann settist klofvega á bólstrann og tók að berja eldinn, sem náð hafði festu á þaki bólstr- ans, með staf sínum og kallaði til hinna og bað þá að ná í grein af tré, stiga og vatn. Billy Smallgrass, annar maður, sem að var í vagninum með Oak, var nú búinn að ná í stiga, og Mark Clark fór með vatns,fötu upp á bólstrann til Gabríels og langa viðargrein. — Gabríel tók greinina og lét hana ganga um þakið á bólstranum með annari hendinni, en staf sinn með hinni, til þess að varna neista- fluginu að kveikja í þakinu á bólstranum, en Mark Clark, sem ekki var mikill fyrir sér, hékk á þakinu hjá Oak og baðaði andlit hans í vatni. Niðri gjörði fólkið allt sem að það gat til að halda niður bálinu, sem að ekki var mikið. Eldurinn lék um andlitin á því og á bak við það léku skuggar þess með ótal myndum. Á bak við hornið á stærsta bólstranum, fyrir utan eldgeislana, stóð hestur og á baki hans sat . kona og með henni var önnur kona á fæti. Þær sýndust halda sér frá eldinum svo að hestur þeirra fældist ekki. „Hann er fjárgæzlumaður“, sagði konan, sem var gangandi. „Já hann er. Sjáðu hvernig það glampar á krókinn á stafnum hans, þegar að hann slær honum á þakið á bólstranum. Og sloppurinn hans er brunninn að framan, það eru komin á hann tvö göt. Já, ég er nú hissa! Hann er ungur og myndarlegur hjarðgæzlumaður líka, frú mín“. „Hvers hjarðmaður er hann?“ spurði kon- an, sem á hestinum sat. „Ég veit það ekki, frú“. „Veit enginn hinna það?“ „Nei, enginn þeirra. Ég hefi spurt þá að því. Þeir segja, að hann sé alveg ókunnugur". Konan reið út úr skugganum og leit í kring um sig. „Heldurðu að hlöðunni sé borgið?“ spurði hún. „Heldurðu að hlöðunni sé borgið, Jón Coggan?“ endurtók konan við Jón, sem að næstur þeim var. „Já, henni er borgið núna — að minsta kosti held ég það. Ef að þessi bólstri hefði brunnið, þá hefði hlaðan brunnið líka. Það er þessi hug- rakki hjarðmaður, sem að þarna er uppi, sem að mest gagn hefir gjört, með því að sveifla þessum miklu handleggjum sínum eins og vind- mylluhjóli“. „Hann hefir unnið hart“, sagði unga konan, sem að sat á baki hestsins, og leit upp til Gabrí- els í gegnum þykka blæju, sem að hún hafði íyrir andlitinu. „Ég vildi að hann væri hjarð- maður hérna. Veit ekkert ykkar hvað hann heitir?“ „Hefi aldrei heyrt mannsins getið, eða séð hann“. Eldurinn fór að dofna, og þar sem engin þörf var á fyrir Gabríel að vera lengur uppi á bólstranum, fór hann að búa sig til að fara ofan. „Mary Ann“, sagði stúlkan, sem sat á hest- inum, „farðu til hans þegar að hann kemur ofan af bólstrinum og segðu honum að húsbónd- inn vilji þakka honum fyrir hið ágæta liðsinni, sem að hann hafi veitt“. Mary Ann stikaði á stað yfir að bólstran- um og mætti Gabríel þegar að hann kom ofan og skilaði boðunum. „Hvar er húsbóndinn, herra þinn?“ spurði Gabríel léttur í bragði út af væntanlegri at- vinnuvon. „Það er ekki herra; heldur frú, hjarð- maður“. „Húsmóðir“. „Já, og ég held, að hún sé stórrík líka!“ bætti maður við, sem stóð þar rétt hjá. „Hún er nýkomin hingað einhvers staðar að. Tók við bújörð föðurbróður síns, sem að dó skyndilega. Hann var vanur að mæla peninga sína í boll- um, sem taka hálfa mörk. Þeir segja nú, að hún skifti við al^la bankana í Casterbridge, og þyki ekki meira fyrir að spila upp á peninga og jafna 18kr. gullpening við aðra, en að okkur þykir að stofna hálfu penny í hættu — ekki minstu vitund meira, fjárhirðir“. „Það er hún, sem situr þarna á hestbaki", sagði Mary Ann, „með svarta klæðið með göt- unnum á fyrir andlitiu“. Oak, allur kolóttur í framan og óþekkjan- legur, með brunaskellur á slopp sínum að fram- an og rennandi blautur með, staf sinn, sem annar endinn var nú næstum brunninn af, gekk auðmjúkur eftir allar ófarir sínar og lítillátur til konunnar, sem að sat á hestinum. Hann tók ofan hattinn kurteislega en þó frjálslega og gekk fast að henni þar sem að hún sat og sagði hálf hikandi: „Það mun ekki vilja svo vel til, að þú þurfir á fjármanni að halda, frú“. Hún lyfti blæjunni frá andlitinu, og varð alveg. hissa. Gabríel og hin gamla kaldlynda ástmey hans, Bathsheba, stóðu andspænis hvort öðru. Bathsheba sagði ekkert, en hann endurtók eins og í leiðslu og hálf hikandi: — „Þarft þú á fjármanni að halda, frú?“ VII. KAPÍTULI Bathsheba dróg sig til baka inn í skugg- ann. Hún vissi naumast hvort að hún átti held- ur að hlægja, eða taka þennan óvænta og ein- kennilega samfund þeirra alvarlega. Það var nokkur ástæða til dálítillar með aumkvunar, og líka til nokkurrar ánægju, hið fyrra í sambandi við afstöðu hans, hið síðara í sambandi við hennar eigin. Vandræðaleg var hún ekki, og hún mundi eftir ástamálatilboði Gabríels í Nor- combe, sem að hún hélt að hún væri búin að gleyma. „Já“, sagði hún lágt, reyndi að setja á sig fyrirmannasvip, sneri sér að honum aftur og roðnaði lítið eitt; „ég þarf á fjármanni að halda. En . . . .“ „Hann er maðurinn“ sagði einn af þorps- búunum, sem þarna var, stillilega. Sannfæring kveikir sannfæringu. „Já, hann er það vissulega“, sagði annar ákveðið. „Vissulega er hann það“, sagði sá þriðji. „Hann er afbragðs maður!“ sagði sá fjórði með áherzlu. „Viljið þið þá segja honum að fara og tala við umsjónarmanninn“, sagði Bathsheba. Gabríel var bent á umsjónarmanninn, og með áköfum hjartaslætti, sem að hann reyndi að stöðva, út af því að komast að raun um, að þessi ástaþóra, sem hann hafði heyrt svo mikið talað um var engin önnur en eftirmynd Venus- ar, sem að hann dáðist svo mikið að og þótti svo mikið koma til, fór með umsjónarmann- inum til að tala um vistarsamningana. Eldurinn dó smátt og smátt út. „Þið skulum fá ykkur dálitla hressingu eftir allt þetta aukaverk. Viljið þið gjöra svo vel að koma heim?“ sagði Bathsheba. „Við gætum notið bita og ölsopa frjáls- legar, ungfrú, ef að þú vildir senda okkur á öl- bruggarahúsið hans Warrens“, sagði einn af mönnunum“. Bathsheba reið heim til sín, en mennirnir lögðu á stað tveir og þrír saman inn í þorpið, en umsjónarmaðurinn og Gabríel urðu einir eftir hjá kornbólstranum. „Það er þá allt klárt“, sagði umsjónar- maðurinn að síðustu í sambandi við komu þína, „svo að ég ætla að fara heim. Góða nótt, fjár- hirðir!“ „Geturðu útvegað mér verustað?“ spurði Gabríel. „Það get ég aldeilis ekki gjört“, sagði um- sj ónarmaðurinn og ýtti sér fram hjá Oak, eins og kristinn maður læðist fram hjá offurdiskin- um, þegar hann ætlar sér ekki að láta neitt á hann. „Ef þú ferð á eftir þeim til ölgerðarhúss- ins hans Warrens, þangað sem þeir eru allir farnir að fá sér bita, þá hugsa ég að einhver þeirra geti bent þér á stað til að vera í. Góða nótt, fjárhirðir!“ Umsjónarmaðurinn, sem sýndi ömurlegan ótta við að elska náungann eins og sjálfan sig, gekk upp hæðina, en Oak lagði á stað inn í þorpið, ennþá eins og í draumi út af að mæta Bathshebu þarna aftur, ánægður yfir að geta verið 1 návist hennar og undrandi yfir því, að óþroskaða stúlkan frá Norcombe skyldi vera vaxin upp í ráðsetta og þroskaða konu. En sum- ar konur þurfa ekki annað en tækifærin til að ná því takmarki. Hann var knúinn til þess að hætta þessum draumkendu hugsunum til að geta haldið göt- unni. Hann kom að kirkjugarðinum eftir dá- litla stund og gekk meðfram honum á meðal nokkurra gamalla trjáa. Grasi vaxinn gangur lá á milli trjánna, þar sem að Gabríel gekk, svó að skóhljóð hans heyrðist ekki þó fölnað væri gras og gróður. Þegar að hann kom til hliðar við tré, sem virtist vera eldra en öll hin, varð hann var við að einhver stóð á bak við það. Gabríel stansaði ekki, en rak óvart fótinn í lausan stein, sem vakti ofurlitla hreyfingu. Sú hreyfing var nóg til þess, að persónan á bak við tréð hreyfði sig kæruleysislega. Þetta var grannvaxin stúlka frekar fáklædd. „Gott kveld til þín“, sagði Gabríel alúðlega. „Gott kveld“, sagði stúlkan við Gabríel. Málrómur hennar var óvanalega laðandi, lágur og mjúkur, sem minti á rómantík; al- genga í lýsingum en fátíða í virkileika.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.