Lögberg - 28.02.1952, Page 3

Lögberg - 28.02.1952, Page 3
I LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 28 FEBRÚAR, 1951 öxl sér og sagði: „Við notum björgunarstigann“. Svo hafði hann forustuna um húsið, fór út um gluggann og upp björgunar- stigann. Stefán og Súsanna stóðu afsíðis og horfðu á. Fjöldi manna ruddist inn, allir með fiðlur eða önnur hljóðfæri og fylgdu Kliner: „Halló“, sögðu þeir allir. Tveir menn með „Cellos“ ruddust áfram. Þeir sögðu báðir: „Fyrirgefðu mér“. Nú kom stóri maðurinn með bassafiðluna. Hann komst inn um dyrnar. Hann rakst á pönnu á gasolíuvélinni og feldi hana. Hann sagði: „Þetta var slæmt“. Og hann færði fiðluna og bar hana hinum megin. En þá rakst hann á stól og feldi hann. Þá sagði hann aftur: „Þetta var slæmt“. Hann ýtti fiðlunni á undan sér inn um gluggann og fór sjálfur inn á eftir henni. Stefán og Súsanna horfðu steinhissa hvort á annað og vissu ekki hvað alt þetta átti að þýða. Loksins sagði Súsanna: „Svei mér ef ég botna nokkuð í þessu. Ég hélt að þeir ætluðu að koma til þess að tala um fiðluna“. „Kannske þeir ætli að reyna hana?“ sagði Stefán. Þau fóru fram að glugganum og horfðu út. Hljómfræðingarnir höfðu nú raðað sér í tvöfaldan fjórsöng upp og niður eftir björgunar- stiganum, á milli fjórðu og fimtu hæða. Tvöfaldi bassinn var rétt fyrir utan gluggann. Þeir höfðu nú tekið verkfærin út úr um- búðunum, og nú voru þeir að samstilla þau og gerðu það svo varlega, eins og þeir vildu forð- ast það að nokkur tæki eftir því. Og Mr. Kliner ýtti þeim hverj- um eftir öðrum úr efstu tröpp- unum. „Nú skil ég“, sagði Súsanna: „Þeir koma með afmælisgjöf handa Mr. Taylor. Þeir skamm- ast sín allir fyrir það að hafa gleymt honum síðan hann fór úr hljóðfæraílokknum. Þeim þykir öllum vænt um hann; það er auðséð“. „Þeir ætla víst að leika hérna úti“, sagði Stefán. En áður en Súsanna gæti svarað honum, byrjaði hljóð- færaflokkurinn að leika. Það var alveg eins og hljómurinn bærist einhversstaðar langt að ofan og utan úr náttmyrkrinu, en ekki frá hljóðfærunum í höndum leikendanna, þar sem þeir höfðu raðað sér á tröppurnar í björg- unarstiganum. Hljómurinn breiddist út yfir eyðuna á bak við húsið, alveg eins og eitt- hvert ósýnilegt og óáþreifanlegt töfraklæði. Það var eins og kötturinn, sem virtist eiga þar heima yrði dauðhræddur. Hann þaut í burt í gegn um alt ruslið og út í næturmyrkrið, og komst alla leið yfir ána, sem var olíu- svört í koldimmunni. Kötturinn hringsnerist, og það var eins og hann kastaði frá sér eldglæring- um í skínandi tunglsljósinu. Nágrannarnir í gömlu húsun- um opnuðu bakgluggana í íbúð- um sínum, og iðandi skuggar sáust þar sem fólkið hlustaði. Stefán hvíslaði að Súsönnu og sagði: „Hvað á alt þetta að þýða?“ „Þeir eru að leika lag eftir Mozart“, svaraði hún í hálfum hljóðum: „Það er fallega lagið við kvæði, sem heitir: „Lítið kvöldljóð“. Mrs. Melinda þrengdi sér inn á milli þeirra og sagði: „Vitið þið það ekki að komið er fram undir miðnætti? Hvaða heims- ins lifandi gauragangur er hér í nótt? Er alt að verða vitlaust?“ Súsanna hvíslaði að henni og sagði: „Það er afmælisgjöf til hans Taylors". „Við verðum að kalla á lög- regluna", sagði Melinda: „Þetta er svoddan déskotans hávaði“. Um leið og hún sagði þetta, rak hún höfuðið út um gluggann. Boginn á fiðlu tvöfalda bassans straukst við nefið á henni. Hún flýtti sér til baka og sagði: „Hamingjan hjálpi okkur! Þetta eru lifandi menn! Ég hélt það væru einhvers konar vélar“. Blessuð þegiðu!“ sagði Sús- full af ákafa. — Alt hlustaði þetta fólk þaðan, sem það var í kolsvarta myrkri í köldum og óvistlegum íbúðum. anna. „Fyrir alla muni truflaðu þá ekki“. „Hver er svo sem kannske að trufla þá?“ svaraði Melinda, öskureið. Hún hlustaði stundar- korn og hvíslaði síðan að Sús- önnu: „Hefur þú nokkurn tíma heyrt nokkuð eins fallegt og þetta“. Uppi á næstu hæð var gluggi skyndilega opnaður í herberg- inu hans Taylors. Súsanna gat auðveldlega ímyndað sér hversu hann hafði tekið það nærri sér að rísa upp, fara niður úr rúm- inu og opna gluggann. Hún fann það að Stefán vafði handleggn- um utan um mittið á henni. Hún tók í höndina á honum og hélt fast utan um hana. Hijómurinn barst í allar áttir og upp í háa loft: upp og fram hjá hæstu hús- unum; upp og í gegn um skýja- beltin, sem bárust um loftið undan kveldgolunni; upp og í geg um stjörnu flóðið á heið- björtum himninum. Ef þau Súsanna og Stefán hefðu ekki gætt sín, þá hefði hljómdýrðin lyft þeim með sér og borið þau út og upp í geiminn og þá mundu þau hafa svifið upp og áfram í lausu lofti án þess að hrapa eða detta,' ef þau hefðu ekki verið hrædd. Þegar hljómdýrðin þagnaði, dundi við hávært lófaklapp úr öllum áttum, sem barst í gegn um myrkrið. Súsönnu fanst það hljóta að hafa verið að minsta kosti þús- und mannf eða meira, sem hlust- aði í gegn um bakgluggana á 1- búðum sínum. Allar konurnar með sveru og sterku handlegg- ina, eftir þvottinn og þrældóm- inn; allir gömlu þreyttu menn- irnir og öll börnin með augun Þegar Súsanna sneri sér frá glugganum, sá hún að hennar eigin íbúð var troðfull af fólki. Nágrannarnir höfðu troðist þangað inn úr göngunum. Eng- inn vissi hvað um var að vera, en allir klöppuðu saman hönd- unum og hrópuðu gleðihróp án þess að hafa hugmynd um hverju verið var að fagna. Mr. Taylor kallaði á hljóm- fræðingana inn í herbergið sitt; hann gaf öllum að bragða af- mælisvínið hennar Súsönnu, eins og hann kallaði það. Þeir sem ekki gátu komist inn í her- bergið voru kyrir í björgunar- stiganum. Súsanna bjó til kaffi og Mel- inda kom með fullan bakka af smurðu brauði með kjöti og osti. Þetta var orðin regluleg veizla. Þegar Mr. Kliner þrengdist í gegn um hópinn nokkru seinna, kom hann til Súsönnu, hnippti í hana og sagði: „Þetta gladdi gamla manninn!“ „Mér fast það vera dásamlegt“, sagði Súsanna. „Fanst þér það?“ sagði hann ánægjulega: „En nú er að ráð- stafa fiðlunni. Ég skal láta ein- hvern af nemendum mínum kaupa hana. Ég skal sjá um að þú fáir gott verð fyrir hana“. Stefán og Súsanna litu hvort á annað, og Stefán sagði eins og út í bláinn: „Ég held nú helzt að ég vildi að við förguðum henni ekki“. „Og ég held að ég vildi það helzt líka“, sagði Súsanna: „Eitt- hvert barnið af sex ætti að geta lært að nota hana“. Sig Júl. Jóhannesson, þýddi #fHekla/# fyrsta skymasterflugvél íslendinga, brunnin Rann úl af flugbraul á flugvélli í Pisa á ílalíu, og kom þá eldur h upp í henni. Business and Professional Cards Samkvæmt upplýsingum, er AB hefur fengið hjá Loftleiðum, barst Hjálmari Finnsyni, fram- kvæmdastjóra Loftleiða, skeyti um það í gær frá stjórn bandar- íska flugfélagsins, Seaboard Western, er hafði Heklu á leigu, að flugvélin hefði brunnið á flugvelli við borgina Pisa á ítal- íu. Vegna mikllar hálku á vell- inum mun, flugvélin hafa runn- ið út af brautinni og orðið fyrir áfalli, er olli því, að eldur kom upp í henni. Áhöfnin bjargaðist, en flugvélin ónýttist með öllu. Eins og kunnugt er, festu Loftleiðir kaup á Heklu árið 1946 og fór hún fyrstu áætlun- arferðina héðan til útlanda 17. júní 1947. Eftir það var Hekla í áætlunar- eða leiguferðum und- ir stjórn starfsmanna Loftleiða h.f., unz hún var leigð 1. október 1950 til eins árs ameríska flug- félaginu Seabord Western. Á síðastliðnu hausti voru nýir leigusamningar gerðir um vél- ina til átta mánaða, og var á- kveðið að hún kæmi aftur heim til íslands 1. júní. Hekla var vátryggð erlendis, og mun það nú verða verkefni Loftleiða næstu vikurnar, að leita eftir kaupum á flugvél í hennar stað. —A. B., 30. jan. Sveinn Björnsson vor virðulegur fulltrúi fornrar menningar lands síns Forseía íslands minnzt hjá SameinuSu þjóðunum ER FUNDUR hófst á þingi Sam- einuðu þjóðanna í gær, minntist forseti þingsins, Louis Padilla Nervo, forseta íslands með nokkrum hlýlegum orðum og bað þingfulltrúa að rísa úr sæt- um í virðingarskyni við minn- ingu hins látna forseta. Fulltrúi íslands, Thor Thors, sendiherra, þakkaði þá hluttekningu, sem þingið sýndi með því að minnast hins látna forseta og lýsti því með nokkrum orðum, hve þung- ur harmur væri kveðinn að hinni íslenzku þjóð við fráfall hans. I stjórnmálanefnd þings Sam- einuðu þjóðanna minntist for- maður nefndarinnar, Finn Moe, Sveins Björnssonar með líkum hætti og þingforsetinn áður en nefndin hóf fund í gær. Minningarræða Trygve Lie í íslenzka útvarpin frá þingi Sameinuðu þjóðanna flutti aðal- ritari þeirra, Trygve Lie, minn- ingarræðu um Svein Björnsson. Hann mælti á norsku. Var ræða hans á þessa leið: — Fregnin um lát Sveins Björnssonar forseta var mér mikil harmafregn. Sem fram- kvæmda stjóri Sameinuðu þjóð- anna hef ég sent íslenzku ríkis- stjórninni og íslenzku þjóðinni samúðarkveðjur. Fráfalls hins fyrsta forseta yðar var minnzt á allsherjarþinginu í morgun og fáni Sameinuðu þjóðanna var dreginn í hálfa stöng. Sveinn Björnsson lifir í minn- ingu vorri sem sannur og heil- steyptur maður og virðulegur fulltrúi fornrar menningar lands síns. Það varð hlutverk hans að vera leiðtogi þjóðar sinnar síð- asta áfanga hennar á leiðinni að sjálfstæði og fullveldi, og það hlutverk leysti hann af hendi með óvenjulegri stjórnvizku og svo farsællega, að ekki olli neinni beizkju. Þegar ísland tek- ur nú virkan þátt í samvinnu friðsamra þjóða að varðveizlu friðar og farsældar í heiminum, þá er það einkum að þakka leið- sögn Sveins Björnssonar. Hann helgaði Islandi og íslenzku þjóð- inni starf sitt, en í dýpri merk- ingu vann hann einnig að því, að aðrar þjóðir megi njóta friðar, réttlætis og farsældar. Því fekur hann sess í sögunni, sem leið- toginn frá Sögueyjunni, er unni þjóð sinni og naut ekki aðeins virðingar hennar, heldur allra. Frú Roosevell minnisí forsetans Er Trygve Lie hafði lokið máli sínu, mælti forsetafrú Eleanor Roosevelt nokkur orð, þar sem hún' minntist heimsóknar hins látna forseta íslands í Hvíta hús ið, er hann var þar gestur henn- ar og manns hennar. Gat frú Roosevelt þess sérstaklega, hversu Sveinn Björnsson hefði látið sér annt um hið ameríska herlið, sem dvaldi hér á landi á stríðsárunum. Sambúðarkveðja Ole Björn Kraft og Arne Sunde Utanríkisráðherra Dana, Ole Björn Kraft, talaði einnig í ís- lenzka útvarpið og mælti á sömu lund og þegar hann talaði í danska útvarpið daginn áður. Ennfremur minntist Arne Sunde, formaður norsku sendi- nefndarinnar á allsherjarþing- inu, forsetans hlýlegum orðum og vottaði íslenzku þjóðinni sam- úð sína. or, • — MBL. 27. jan. Fimm menn fórust- með Grindyíkingi Frá fréttaritara GRINDAVÍK: Þjóðviljans. — í ofviðrinu á föstudagskvöldið fórst vélbáturinn Grindvíkingur og með honum öll áhöfnin, fimm menn á bezta aldri. Þessi fórust með Grindvíkingi Jóhann Magnússon, skipstjóri Grindavík, 24 ára, kvæntur, átti eitt barn. Þorvaldur Kristjánsson, stýri maður, Grindavík, 25 ára, kvænt, ur, átti tvö börh. Hermann Krisiinsson, fyrsti vélstjóri, Grindavík, 23 ára, var nýlega trúlofaður. Sigfús Bergmann Árnason, há- seti, Grindavík, 36 ára, ókvænt- ur. Valgeir Valgeirsson, háseti, frá Norðurfirði, Árneshreppi. Allir Grindavíkurbátarnir, 11 að tölu, voru á sjó þenna dag og voru þeir að koma að frá kl. 4-6.30 síðdegis. Þegar þeir síð- ustu komu var orðið ófært að sjá innsiglinguna fyrir hríð. Tveir bátanna höfðu samband við land og fóru togarinn Jón Baldvinsson og Þór þeim til að- stoðar og fóru bátar þessir síðan vestur fyrir Reykjanes og síðar til Sandgerðis. Um sjöleytið sást til Grind- víkings á innsiglingarleiðinni við Þórkötlunesið. Nokkru síðar sást að kveikt hafði verið bál á þil- farinu. Var þá brugðið við með björgunartæki á tveim bílum, en vegna ófærðar komst ekki nema annar bílinn eins langt og vegurinn nær út á nesið, en síð- an tekur við stórkert hraun. Þegar menn svo komu út á nesið var Grindvíkingur horf- inn. Lík allra mannanna hafa fundizt. Brakið úr bátnum hef- ur einnig rekið, hefur hann brot nað í spón, enda er mjög slæmur staður þarna til að stranda á, háir klettahryggir og djúpar gjótur á milli. Grindvíkingur var stærsti bát- urinn í Grindavík, 66 tonn, smíð aður 1947. Áhöfn mun hafa átt verulegan hlut í honum. Fram kvæmdastjóri var Svavar Árna- son. Símasambandslaust var við Grindavík á laugardaginn og fór því fréttaritari Þjóðviljans Keflavík til Grindavíkur. Var eindregið mælzt til þess við hann að fréttin um þetta sorg- lega slys yrði ekki birt í Þjófi- viljanum daginn eftir og var orðið við þeim tilmælum. — ÞJÓÐVILJINN, 22. jan PHONE 724 944 Dr. S. J. Jóhannesson SUTTE 6—652 HOME ST. Viðtalsttmi 3—5 eftlr hádegi J. J. SWANSON & CO. LXMITED 308 AVENUE BLDG. WINNIPEG Pasteignasalar. Leigja hús. Ut. vega peningalán og eldsábyrgS, bifreiðaábyrgS o. s. frv. Phone 927 538 SARGENT TAXI PHONE 204 845 PHONE 722 401 FOR QUICK. RELIABLE SERVICE DR. E. JOHNSON 304 EVF.I.TNE STREET Selkirk, Man. Office Hours 2.30 - 6 p.m. Phones: Office 26 —Res. 230 Andrews, Andrews, Thorvaldson and Eggertson Lögfrœðvngar 209 BANK OF NOVA SCOTIA BG. Portage og Garry St. Phone 928 291 CANADIAN FISH PRODUCERS, LTD. J. H. PAOE, Managing Dlrector Wholesale Distributors of Fresh and Frozen Fish. 311 CHAMBERS STREET Office Ph. 26 328 Res. Ph. 73 917 HAGBOR6 HJIL/Vyl 131 J----------- PHONE 21351 Office Phone Res. Phone 924 762 726 115 Dr. L. A. Sigurdson 528 MEDICAL ARTS BLDG. Office Hours: 4 p.m. - 6 p.m. and by appointment. A. S. BARDAL LTD. FUNERAL HOME 843 Bherbrook Street Selur Hkkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaSur sá bezU. Stofnað 1894 Sími 27 324 Phone 23 996 700 Notre D&me Ave. Opposite Maternity Pavillion, General Hospital. Nell’s Flower Shop Wedding Bouquets, Cut Flowers, Funeral Designs, Corsages, Bedding Plants Nell Johnson Res. Phone 27 482 Office 933 587 Res. 444 389 THORARINSON & APPLEBY BARRISTERS and SOLICITORS 4th Floor — Crown Trust Bldg. 364 Main Street WINNTPEG CANADA SELKIRK METAL PRODUCTS Reykháfar, öruggasta eldsvörn, og ávalt hreinir. Hitaeiningar- rör, ný uppfynding. Sparar eldi- viS, heldur hita frá aS rjúka út meS reyknum.—Skrifið, slmiB til KELLY SVEINSSON 625 Wall Street Winnipeg Just North of Portage Ave. Símar: 83 744 — 34 431 S. O. BJERRING Canadian Stamp Co. RUBBER & METAL STAMPS NOTARY & CORPORATE SEALS CELLULOID BUTTONS 324 Smilh St. Winnipeg PHONE 924 624 Phone 21 101 ESTIMATES FREE J. M. iNGIMUNDSON Asphalt Roofs and Insulated Siding — Repairs Country Orders Atteuded To 632 Slmcoe St. Wlnnipeg, Man. GIMLI FUNERAL HOME 51 First Avenue Ný útíararstofa meS þeim full- komnasta útbúnaSi, sem völ er á, annast virSulega um útfarir, selur llkkistur, minnisvarSa og legsteina. Alan Couch, Funeral Director Phone—Business 32 Residence 59 DR. A. V. JOHNSON Dentist 506 SOMERSET BUILDING Telephone 97 932 Home Telephonpe 202 398 DR. ROBERT BLACK Sérfrœðingur i augna, eyrna, nef og hálssjúkdómum. 401 MEDICAL ARTS BLDG. Graham and Kennedy St. Skrifstofusími 923 815 Heimasími 403 794 Mlösftíl JEWELLERS 447 Portage Ave. Branch Store at 123 TENTH ST. BRAN00N Ph. 926 885 GUNDRY PYMORE Limited British Quality Fish Nettina 58 VTCTORIA ST. WINNIPEG Phone 928 211 Manager T. R. THORVALDSON Your patronage will be appreciated Minnist afmælisdags BCTCL/ 1. Marz Dr. P. H. T. Thorlakson WINNIPEG CLINIC St. Mary’s and Vaughan, Wlnnlpeg PHONE 926 441 PHONE 927 025 » H. J. H. Palmason, C.A. H. J. PALMASON A CO. Chartered Accountanta 505 Confederation Life Bldg. WINNIPEG MANITOBA PARKER, PARKER & KRISTJANSSON Barristers - Solicitors Ben C. Parker, K.C. B. Stuart Parker, A. F. Krlstjansson 500 Canadlan Bank of Commeree Chambers Wtnnipeg, Man. Phone M3M1 G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dir. Keystone Fisheries Limited Wholesale Distributors of FRESH AND FROZEN FISH 404 SCOTT BLK. Síml 925 227 DR. H. W. TWEED Tannlœknir 508 TORONTO GENERAL TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. Phone 926 952 WINNIPEG Rovatzos Flower Shop 253 Notre Dame Ave. WINNIPEG MANITOBA Bus. Phone 27 989—Res. Phone 36 151 Our Specialttes: WEDDING CORSAGES COLONIAL BOUQUETS FUNERAL DESIGNS Miss 1. Christie, Proprietreu Formerly with Robinson & Co.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.