Lögberg - 28.02.1952, Qupperneq 4
4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 28 FEBRÚAR, 1951
nögteta
QeflC út hvern ílmtudag af
THE COLUMBIA PRESS LIMITED
695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA
UtanS.sk rift ritstjórans:
BDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MAN.
PHONE 21 804
Rritstjóri: EINAR P. JÓNSSON
Verð $5.00 um árið—Borgist fyrirfram
The “Lögberg” is printed and published by The Columbia Press Ltd.
695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada.
Autnorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa
Minningarræða Thor Thors sendiherra
um Svein Björnsson forseta
Ruða þessi var flutt af Tlior Thors sendiherra útfarardiig forsetans
hinn 2. febrúar I sendiráði íslands í París. Þar voru samankomnir
Islendingar í París, alls 60 manns, og fluttu þeir Pétur Benediktsson
sendiherra og Thor Thors sendiherra báðir ræðu. — Lögbcrg þakkar
sendiherranum innilcga fyrir, að scnda því þessa fögru og drengilegu
ræðu til birtingar. —Ritstj.
Konung skal til frægðar hafa en eigi til langlífis.
Við fráfall Sveins Björnssonar er vor þjóðhöfðingi
fallinn. öll íslenzka þjóðin hefði æskt þess, að honum
hefði enzt aldur og heilsa til að skipa öndvegi í þjóðfé-
lagi voru enn um mörg ókomin ár. Þótt segja megi að
vísu, að forsetinn hafi lokið löngu æfistarfi, þá fannst
oss öllum hann vera svo ómissandi maður á sínum
virðulega stað, að við vildum ekki hugsa þá hugsun,
að við þyrftum brátt að missa hann. En eitt sinn skal
maður hver deyja.
Við fráfall Sveins Björnssonar er íslenzkt þjóð-
félag miklu fátækara en áður. Við höfum misst mann-
inn, sem öll þjóðin hafði sameinast um sem þjóðhöfð-
ingja í undanfarin ellefu ár. Við fráfall hans hefir þjóðin
eignast enn eitt nýtt og stórt vandamál. Hver skal taka
upp skjöldinn eftir hann? Víst má telja, að þjóðin vilji
um engan einn sameinast. íslenzka þjóðin átti sannar-
lega nóg vandamál fyrir.
Nafn Sveins Björnssonar verður að eilífu tengt við
þann þátt íslandssögunnar, þar, sem framsóknin er
mest og framfarimar stórstígastar. Hann lifði á því
tímabili er íslendingar tóku að notfæra sér tækni nú-
tímans í þágu atvinnulífsins bæði til sjávar og sveita.
Við það færist þjóðfélag vort frá ömurlegustu fátækt
til nokkurra bjargálna. Sveinn Björnsson átti sinn
drjúga þátt í því, að framfarasporin vom stigin. Af-
skipti hans af atvinnumálunum voru mikil og margvís-
leg. Nægir í þeim efnum aðeins að minna á þann mikla
þátt, sem hann átti í stofnun Eimskipafélags íslands, —
er var geysilegt átak að því marki að gjöra íslendinga
sjálfstæða að því er snerti flutninga til og frá landinu.
En það er þó fyrst og fremst í stjórnmálasögu
íslendinga, sem nafn Sveins Björnssonar mun standa
glæstum stöfum á öllum ókomnum tímum. Hann var
uppalinn á heimili þar sem sjálfstæðiseldurinn logaði
skært og var óslökkvandi. Faðir hans, Bjöm Jónsson,
ritstjóri, átti nægan eld hugsjóna og framsækni til að
miðla sonum sínum. Sú varð og raunin, að nafn Sveins
Björnssonar verður tengt við hvern þann sigur, sem
við höfum unnið í baráttunni fyrir sjálfstæði og full-
veldi. Og hvert sinn, sem nýr sigur er unninn og nýr
vandi þjóð vorri á herðum er kallað á Svein Björnsson.
Eftir að við fengum fullveldi vort að nokkur viður-
kennt með sambandslögunum frá 1918 og íslandi gafst
kostur á að skipa sinn fyrsta sendiherra erlendis, til
að túlka málefni íslands við Danakonung og Ríkisstjórn
Danmerkur, þótti Sveinn Björnsson sjálfkjörinn til að
skipa þann virðingarsess. Og þar sat hann í nærfelt
20 ár, þjóð sinni til hins mesta sóma. Raunar var sendi-
herrastarfið í Kaupmannahöfn aðeins einn hluti af um-
fangsmiklu og víðtæku starfssviði Sveins Björnssonar.
Tíðar sendifarir víða um Evrópu og samningagerðir
fyrir hönd íslands voru e. t. v. engu þýðingarminni
hluti af starfi sendiherrans. En eftir að síðasta heims-
styrjöld skall á og sýnt þótti að íslendingar yrðu að taka
stöðugt vaxandi þátt í meðferð sinna utanríkismála
var Sveinn Bjömsson kvaddur heim til að vera ríkis-
stjórn íslands til ráðuneytis um meðferð þeirra mála.
En leið hans lá lengra fram á við. Eftir að nazistar
höfðu hernumið Danmörku og öllu sambandi var slitið
milli íslands og Danmerkur, þurftum við að skipa mann
til að fara með konungsvaldið, skv. stjórnarskrá vorri.
Aftur þótti Sveinn Björnsson sjálfkjörinn. Loks varð
það að fegurstu draumar beztu manna þjóðarinnar á
undanförnum áratugum tóku að rætast. ísland sagði
með öllu skilið við Danmörku samkvæmt þeim rétti,
sem oss var skapaður og tryggður með sambandslög-
unum. Með almennri þjóðaratkvæðagreiðslu, sem að
þátttöku og samhug má heita einsdæmi í sögu lýð-
frjálsra þjóða, tókum við íslendingar þessa ákvörðun,
góðu heilli, bjartsýnir á framtíðina og trúandi á eigin
mátt og dug. Lýðveldi var stofnað á íslandi hinn 17.
júní 1944. Hver skyldi verða fyrsti Forseti hins unga
lýðveldis? Auðvitað enginn nema Sveinn Björnsson.
Og árin 1945 og 1949 var hann endurkosinn gagnsókn-
arlaust og við almenna ánægju allrar þjóðar. Það skal
mikið til í okkar sundurlynda og órólega þjóðfélagi, þar
sem öfund og illmælgi illu heilli svo oftsinnis fá miklu
ráðið, að hljóta slíkar almennar vinsældir og viður-
kenningu og halda hvorutveggju um langt árabil.
Hvað olli öllum þessum vinsældum og slíkri virð-
ingu. Fyrst og fremst, að minni hyggju, miklir mann-
kostir, glæsileiki og fáguð framkoma, alúð og hjálpfýsi í
garð allra, er til hans leituðu, árvekni við íslenzka hags-
muni og einlæg löngun til að verða þjóð sinni að liði á
hverjum stað, í hverju máli, við hvert tækifæri. Hinar
æðstu mannvirðingar voru laun Sveins Björnssonar fyr-
ir afburða vel unnin störf, laun, sem aðeins þeim íslend-
ingum getur hlotnazt, sem allir unna frama. En frami
Sveins Björnssonar var og frami íslands. Því var unnt
að treysta, að framkoma og viðmót Forsetans yrði
hverjum íslending, er á leið hans var, til stoðar og
styrktar. íslendingar vissu það og fundu, að þeir áttu
þjóðhöfðingja, sem þeir voru stoltir af — þjóðhöfðingja,
sem skildi þjóðina og skipaði öndvegissess hennar
virðulega. íslendingar vissu það einnig, að hvar, sem
þjóðhöfðingi þeirra fór erlendis kom hann tiginmann-
lega fram og sómdi sér með ágætum meðal mestu valda-
og virðingarmanna ^orrar aldar. Þessa er mér ljúft að
íminnast frá komu Forsetans til Washington sumarið
1944, er hann sótti heim Roosevelt Forseta — hinn
mikla leiðtoga mannkynsins á þeim tímum — og ýmsa
aðra helztu ráðamenn hins mikla heimsveldis Banda-
ríkjanna. Það er og vitað, að Forsetinn naut virðingar
og vináttu tiginmanna og valdamanna víðsvegar um
EJvrópu, einkum á Norðurlöndum þar sem hann átti
marga vini, er hann hafði eignast á starfsferli sínum.
Fjölmennur og einlægur var sá vinahópur, er hann
kvaddi í Kaupmannahöfn, er hann lét af sendiherra-
störfunum þar, eftir nærfelt tuttugu ára þjónustu.
Foringinn er fallinn. í dag var hann til grafar bor-
inn. Þjóðarsorg breiðist yfir gjörvalt land vort, frá
innstu dölum til yztu nesja. Ég veit, að öll hin íslenzka
þjóð hefir í dag einhuga sameinast um að votta höfð-
ingja sínum virðingu. Dægurþras og rýgur hafa í dag
vikið. Hinstu kveðjur þjjóðarinnar voru virðulegar og
einlægar.
íslenzka þjóðin hefir svo margs að minnast úr æfi
og fari hins fallna foringja. Hann hafði ferðast um
flestar byggðir landsins, kynnt sér hagi og baráttu
fólksins í striti og starfi, upp til sveita og út við sjó.
Hann vildi skilja baráttu fólksins við óblíða náttúru og
hann kynntist líka þjóðinni sjálfri, fólkinu, sem byggir
hið erfiða land og reynir að halda uppi menningarríki
við mikið fámenni í stóru landi. Og hvar sem Forsetinn
kom var gleði og hátíðarstund. íslenzk þjóð er dásam-
leg, stórbrotin og sérstæð þjóð. Hver einstaklingur er
sjálfstæður höfðingi, sjálfstætt ríki innan vors litla
ríkis. íslendingum er því ekki tamt að líta upp til höfð-
ingja. En þó litu íslendingar upp til Forseta síns og
vildu hann virðan vel hafa. Þetta var ljóst á ferðum
Forsetans um landið. Hvarvetna skildi hann eftir ljúfar
endurminningar.
Persónulega minnist ég nú Sveins Björnssonar
með virðingu og þakklæti. Hann hvatti mig sem ungan
námsmann til að leggja á þá braut, er ég síðar í lífinu
kaus mér, og þar sem ég nú stend. í starfi mínu naut
ég skilnings og hlýhugs þjóðhöfðingjans. Ég á margar
endurminningar um Svein Bjömsson. Sú, sem er einna
skæmst og kærust í huga mér er frá unglingsárum
mínum. Það var í hinni fyrri heimsstyrjöld. Við íslend-
ingar urðum fyrir því óláni að missa annað af hinum
nýju skipum Eimskipafélags íslands, Goðafoss.- Þá
þótti Ægir þungur í skauti. En stjórn félagsins, undir
forystu Sveins Björnssonar, vissi að bylgjur þær, sem
brjóta knör, þær bera þó að landi, og hún trúði því, að
altaf mætti fá annað skip. Nýtt skip var keypt til lands-
ins. Þegar það lagðist að hafnarbakkanum var því
fagnað mjög og hátíð í bænum. Sveinn Björnsson stóð
þá á stjórnpalli og flutti ræðu. Hann sagði, að stefna
stjórnar félagsins hafi verið: „Eigi skal gráta Björn
bónda, heldur safna liði“.
Ég er þess fullviss, að slíkur mundi boðskapur For-
setans til þjóðarinnar nú í dag — ef hann mætti mæla
til okkar. Við skulum því, íslendingar, vera samhuga
um að láta eigi hryggð á okkur fá — en safna liði. Við
söfnum liði með því einu móti að vera samtaka sem
ein þjóðarheild — samtaka um að byggja upp farsælt
þjóðfélag frjálsra, menntaðra, vaskra manna, þar sem
hver má una glaður við sitt. Við skulum láta glæstan
lífsferil Forsetans verða oss hvöt til að sækja fram til
mennta, fram til dáða, fram til mannfélagsins æðstu
gæða. /
Við skulum vera bjartsýn og taka undir orð Jónasar
Hallgrímssonar og segja:
Veit þá engi, að eyjan hvíta
á sér enn vor, ef fólkið þorir
guði að treysta, hlekki hrista,
hlýða réttu, góðs að bíða.
Hlekkina skulum við forðast og við skulum vona,
að hin íslenzka þjóð eigi nægð góðra hluta að bíða.
En um minningu Forsetans getum við sagt:
Veit þá engi, að eyjan hvíta
átt hefir sonu fremri vonum.
Megi Fjallkonan fríða gefa oss marga slíka sonu.
Þá mun vel fara.
íslenzkum kór boðið tíl Ameríku
Samkvæmt upplýsingum, sem blaðið hefir aflað sér, standa
nokkrar vonir til, að Tónlistarfélagskórinn í Reykjavík fari í söng-
för til Bandaríkjanna í vor. Frá þessum málum hefir þó ekki verið
gengið til fulls, en kórnum hefir borizt boð um þetta, sem verið
er að athuga, hvort hægt er að þiggja.
Það er bandaríska herstjórn-
in, sem sent hefir kórnum boð
þetta með milligöngu bandaríska
sendiráðsins hér, og mun aðal-
lega ráðgert að kórinn syngi í
herstöðvum og herskólum vest-
an hafs. Býður bandaríska her-
um stundum til að skemmta
stjórnin slíkum skemmtikröft-
hermönnum, með svipuðum
hætti og bandaríski stúdenta-
kórinn kom hingað í heimsókn
til varnarliðsins á Keflavíkur-
flugvelli um hátíðarnar.
Gert er ráð fyrir að ferð þessi
taki um fimm vikur, og munu
þátttakendur verða milli 30 og
50. Má búast við að ferðin verði
farin á tímabilinu frá miðjum
maí til júníloka. Mun leiðin
liggja um þver Bandaríkin allt
vestur til Kaliforníu og haldnir
margir hljómleikar. Er líklegt,
að flokkurinn verði fluttur um
í flugvél bæði milli landa og
um Bandaríkin milli söngstaða.
Ef Tónlistarfélagskórinn getur
ekki þegið boð þetta, mun í ráði
að bjóða öðrum íslenzkum kór,
og þá líklega karlakór. Mun úr
þessy verða skorið innan fárra
daga. _tíMINN, 23. jan.
Þúsundir við útför forsetans
Látlaus, en virðuleg sorgarathöfn að
Bessastöðum, í alþingishúsinu, dóm-
kirkjunni og suður í Fossvogi
Bálför forsetans fór fram samdægurs en aska hans
fær legstað að Bessastöðum
ÚTFÖR SVEINS BJÖRNSSONAR FORSETA, sem fór fram á
laugardaginn, einkenndist af látleysi, en þó virðuleik. Þúsundir
manna voru viðstaddir athöfnina, og mun aldrei fyrr hafa sézt svo
mikill mannfjöldi við útför hér á landi. Auk þess var hvarvetna
um land hlustað á útvarp frá útförinni, svo að segja má, að öll
þjóðin hafi tekið þátt í sorgar-
athöfninni, er fyrsti forseti henn-
ar var kvaddur.
Athöfnin hófst að Bessastöð-
um kl. 12.45, en þar var aðeins
viðstödd fjölskylda og nánustu
vinir forsetans. Hófst athöfnin
með því að strokkvartett undir
stjórn Björns Ólafssonar, bróður
sonar forsetans lék eitt lag, en
því næst söng kór Bessastaða-
kirkju sálminn „Ó, þá náð að
eiga Jesúm.“ Bjarni Jónsson
vígslubiskup flutti húskveðju,
og séra Garðar Þorsteinsson
söng sálminn „Kom dauðans
blær,“ en að lokum söng kórinn
sálminn „Þín miskunn, ó guð!“
Frímúrarar báru kistuna út af
forsetasetrinu að líkvagninum.
Leiðin milli Bessastaða og
Reykjavíkur var lokað fyrir um-
ferð meðan líkfylgd forsetans ók
til Reykjavíkur, og ók bifreið
lögreglustjóra fyrir líkvagnin-
um, en næst á eftir líkvagnin-
um bifreið forsetafrúarinnar, en
síðan aðrir bílar með börn,
tengabörn, vini og venzlamenn
forsetans.
Syðst í Lækjargötunni var
mynduð fánaborg; en þar höfðu
flest stéttarfélög og fleiri sam-
tök safnazt saman með fána sína
og gengu fánaberar á undan lík-
fylgdinni í gegnum bæinn með
lögreglusveit í broddi fylkingar.
Líkfylgdin fór um þessar götur
í miðbænum: Lækjargötu, Aust-
urstræti, Aðalstræti og Kirkju-
stræti, og var staðnæmzt fyrir
framan alþingishúsið. Þúsundir
bæjarbúa höfðu safnazt saman
við göturnar, þar sem líkfylgdin
fór, og við Austurvöll, framan
við alþingishúsið og kringum
dómkirkjuna.
Þegar líkfylgdin kom að al-
þingishúsinu lék Lúðrasveit
Reykjavíkur sorgarlag en Karla
kór Reykjavíkur söng „Yfir voru
ættarlandi11 meðan kistan var
borin inn í þinghúsið. Inn í al-
þingishúsið báru hana forsetar
alþingis og formenn þingflokk-
anna.
í anddyri alþingishússins voru
viðstaddir, auk ríkisstjórnarinn-
ar og alþingismanna, hinir sér-
legu fulltrúar erlendar þjóðhöfð-
ingja og aðrir opinberir fulltrú-
ar erlendra ríkja. Kveðjuorð
fluttu í anddyri þinkhússins
Steingrímur Steinþórsson for-
sætisráðherra og Jón Pálmason,
forseti sameinaðs alþingis.
Úr þinghúsinu að kirkjudyr-
um báru kistuna fulltrúar ým-
issa stéttarsaftaka: forseti Al-
þýðusambands íslands, formað-
ur Vinnuveitendasambands ís-
lands, form. Fiskifélags íslands,
formaður Verzlunarráðs íslands,
formaður SÍS, forseti Landssam
bands iðnaðarmanna og forseti
Landssambands íslenzkra út-
vegsmanna.
Inn í kirkjuna báru fulltrúar
frá hæstarétti, háskólarektir,
form. Stéttarsambands bænda,
form. Bandalags starfsmanna
ríkis og bæja, forseti ÍSÍ, full-
trúi bæjarstjórnar Reykjavíkur
og form. Félags ísl. iðnrekenda.
Áður en kistan var borin í
kirkju gekk biskup landsins og
allir prestar Reykjavíkur, ásamt
guðfræðiprófessorum háskólans
og prófastinum í Gullbringu- og
Kjósarsýslu í kórinn í fullum
skrúða.
Athöfnin í kirkjunni var lát-
laus en hátíðleg. Hún hófst með
því, að dómkirkjukórinn söng
„Beyg kné þín, fólk vors föður-
lands.“ Þá flutti biskupinn rít-
ual og bæn, dómkirkjukórinn
söng sálminn „Höndin þín drott-
inn, hlífi mér.“ Þórarinn Guð-
mundsson lék einleik á fiðlu og
Karlakórinn Fóstbræður söng
sálminn „Góður engill guðs oss
leiðir;“ en að lokum söng dóm-
kirkjukórinn þjóðsönginn.
Út úr kirkjunni báru kistuna
ríkisstjórnin, forseti hæstaréttar
og forseti sameinaðs þings.
Gjallarhornum var komið fyr-
ir í kringum Austurvöll; stóðu
þar þúsundir manna og hlýddu
á athöfnina bæði í alþingishús-
inu og dómkirkjunni. Enn frem-
ur voru gjallarhorn í fríkirkj-
unni og hlýddi fjöldi manna á
athöfnina þar.
Frá dómkirkjunni var ekið
suður í Fossvog, þar sem sorgar-
athöfninni lauk í kapellunni, og
fylgdu um eða yfir 20 bílar lík-
vagninum þangað. Inn í kapell-
una báru kistuna synir forsetans
tengdasynir og tveir bræðrasyn-
ir og læknir forsetans.
í kapellunni söng kór sálminn
„Allt eins og blómstríð eina;“
séra Bjarni Jónsson kastaði rek-
unum, en að lokum var þjóð-
söngurinn sunginn.
Síðar á laugardaginn fór bál-
för forsetans fram; en jarðnesk-
ar leifar hans voru eftir það
fluttar suður að Bessastöðum,
þar sem þær verða jarðsettar.
—ALÞB. 5. feb.
Kaupið Lögberg
Business College Education
In these modern times Business College
Education is not only desirable but almost
imperative.
The demand for Business College Educa-
tion in industry and commerce is steadily
increasing from year to year.
Commence YourBusiness Traimnglmmediately!
For Scholarships Consult
THE COLUMBIA PRESS LIMITED
PHONE 21 804 695 SARGENT AV L wlNNIPEG