Lögberg - 06.03.1952, Blaðsíða 1
PHONE 21374
Aox&
Cletttv
«ideTeT*
t,tt'ttin'<1 ® A Complete
Cleaning
Institution
65. ÁRGANGUR
WINNIPEG, FIMTUDAGINN, 6. MARZ, 1952
NÚMER 10
Sambandsþingið í Ottawa sett
að viðstöddu miklu fjölmenni
Þann 28. febrúar síðastliðinn
var sambandsþingið í Ottawa
sett að viðstöddu miklu fjöl-
menni, en því var frestað rétt
fyrir jólin.
Þingsetningin var að þessu
sinni næsta sögufræg, því þetta
var í fyrsta skiptið, sem lands-
stjórinn, innfæddur Canada-
maður, las stjórnarboðskapinn
og setti þing; hinn nýi lands-
stjóri, Rt. Hon. Vincent Massey,
er þjóðkunnur afreksmaður;
hann var fyrsti sendiherra
Canadastjórnar í Bandaríkjun-
um og um langt skeið æðsti um-
boðsmaður þjóðar sinnar í Lon-
don.
Canadiska þjóðin er í sorg
vegna fráfalls Hans Bátignar
konungsins og gætti þess ábæri-
lega við þingsetninguna, sem
mótuð var djúpri alvöru, jafn-
framt því sem landsstjóri og
þingmenn sóru hinni ungu
drottningu hollustueið. Það
vakti almenna aðdáun hve virðu
lega hinn nýskipaði landsstjóri
leysti af hendi sitt fyrsta em-
bættisverk.
í stjórnarboðskapnum var
meðal annars vikið að því, að
sambandsstjórn myndi taka til
athugunar allar hugsanlegar ráð-
stafanir til að koma í veg fyrir
útbreiðslu gin- og klaufnasýk-
innar, sem brotist hefði út í hér-
uðunum umhverfis höfuðborg
Saskatchewan fylkis, og bænd-
um yrði greiddar skaðabætur
fyrir þann búpening, er af völd-
um plágunnar yrði að lóga.
Þess var getið, að fjárhagur
þjóðarinnar væri í hinu ákjós-
anlegasta ásigkomulagi þótt
verðbólgu gætti að vísu nokkuð,
sem stjórnin ynni sleitulaust að,
að halda í skefjum.
Endurskipun kjördæma kem-
ur til úrslita á næstunni vegna
siðasta manntals og mun þetta
geta leitt til þess, að Manitoba
missi tvö þingsæti en Saskat-
chewan fimm, þó einhver breyt-
ing geti að vísu á þessu orðið
Hin mikla
mannúðarsfofnun
Síðastliðinn mánudag hófst
hér í landi hin árlega fjársöfn-
un í sjóð Rauða Krossins, þessar
umfangsmiklu líknarstofnun-
ar, sem umlykur allan heim og
aldrei fer í manngreinarálit; þar
er hvorki spurt um hörundslit
né þjóðernislegan uppruna; þar
eru allir jafnir fyrir lögunum,
og markimiðið það eitt, að koma
skilyrðislaust til hjálpar þar,
sem þörfin er mest.
Enginn veit hvenær röðin
kemur að sér; þjóðir verða fyrir
ógæfu af manna völdum og nátt-
úruhamförum, og þær fá eigi af
sjálfsdáð skilað sér á kjöl; en
þar, sem svo er ástatt kemur dís
mannúðarinnar á vettvang og
ber smyrsl í sárin.
Alls skal safna í ár í Rauða
Kross sjóðinn í Canada $5,222,
000, en skerfur sá, sem Mani-
toba er gert að skyldu að leggja
fram, nemur þrjú hundruð þús-
undum dollara.
Manitobabúar eru ekki vanir
að láta sinn hlut eftir liggja
varðandi framlög til mannúðar-
málanna og þeir gera það ekki
heldur í þetta sinn.
Rt. Hon. Vincenl Massey
um það er lýkur; ráðgert er og,
að vegna hinna svonefndu
Colombosamþyktar leggi Canada
fram $25,000,000, en slíkt er gert
til styrktar þeim þjóðum í
Austurlöndum, sem skemst eru
á veg komnar varðandi nauðsyn-
lega framleiðslutækni.
Gagnger breyting á hegning-
arlöggjöfinni verður lögð fyrir
þing, svo og ýmissar mikilvægar
breytingar á innflytjenda lög-
unum.
Ákvarðanir verða teknar með
það fyrir augum, að koma á fót
alþjóðarbókasafni eins fljótt og
slíku verður viðkomið.
Þá lagði stjórnarboðskapurinn
áherzlu á það, að vegna hins við-
sjála viðhorfs á vettvangi heims-
málanna væri það óumflýjan-
legt, að veita Vesturveldunum
allan þann hernaðarlegan og
fjárhagslegan stuðning, sem
kostur væri á.
Telja má víst, að þing þetta
eigi langa setu því svo mörg og
mikilvæg verða viðfangsefni
þess.
Befrel samkoman
tokst með ógætum
Kvenfélag Fyrsta lúterska
safnaðar hefir nú haldið enn
einu sinni upp á afmæli Betels
með meiriháttar samkomu mg
rausnarlegum veitingum fyrir
alla samkomugesti. Frú Hansína
Olson átti frumkvæðið að því, að
félagið byrjaði að efna til þess-
ara árlegu skemtana til arðs
fyrir Betel, eins og samkomu-
stjóri, séra V. J. Eylands, skýrði
frá; stýrði hann samkomunni
röggsamlega og hafði gamanyrði
á reiðum höndum. Ánægjmlegt
var að sjá hve margt ungt fólk
styrkti þessa stofnun með því
að koma þarna fram og skemta
með söng og píanóleik; Var
yndislegt að hlýða á það. Mrs.
Tallman, forstöðukona Betels,
flutti einkar hlýlegt erindi um
Betel og skýrði frá starfinu þar;
væri' fróðlegt að sjá það á prenti.
Árið 1951 var Betel þungt í
skauti; þá létust 19 vistmanna,
hæzta dánartala í sögu stofnun-
arinnar.
Erindi próf. Finnboga Guð-
mundssonar var frumlegt og
skemtilegt; sagði hann frá ferð
sinni í fylgd með föður sínum,
Dr. Guðmundi Finnbogasyni, til
Dimmuborga í Mývatnssveit; á-
hrifum tröllamyndanna þar á þá
feðga, og sýndi síðan myndir af
tröllunum. —
Samskotin námu $270.00 og er
það víst það mesta, sem inn hef-
ir komið á Betels samkomu.
Fregnir af búpeningssýkinni
Varpað fyrir borð
Þau tíðindi hafa gerzt innan
vébanda verkamannaflokksins
brezka, er vakið hafa mikið um-
tal og víðtæka athygli, en eru
fólgin í því, að trúnaðarráð
flokksins hefir í pólitískum
skilningi varpað Herbert Morri-
son fyrrum utanríkismálaráð-
herra fyrir borð sem formanni
þeirrar nefndar, er skipulagn-
ingu skyldi hafa með höndum
varðandi meðferð utanríkismál-
anna; eftirmaður hans verður
Hugh Dalton, er um nokkurt
skeið í Attlee stjórninni gegndi
f j ármálaráðherraembætti.
Landskjálfti
og stórtjón
Síðastliðinn mánudag reið ó-
stjórnleg flóðalda yfir eina
hinna nyrztu eyja japanska
veldisins, er orsakaði geisilegt
manntjón og eigna, og engan
veginn víst að öll kurl séu enn
komin til grafar; nú er vitað
að um tvö hundruð manns hafi
týnt lífi í þessum hamförum
náttúrunnar, auk þess sem þús-
undir standa uppi ráðþrota án
skýlis yfir höfuðið; eignatjón
nemur, að því er síðast fréttist,
miljónum dollara.
Bandaríkjastjórn lagði þegar
svo fyrir, að ein hersveit hennar
í Japan færi þegar til land-
skjálftasvæðanna í því augna-
miði að flytja þangað læknislyf
og vistir, og koma upp bráða*
birgðabústöðum.
Minna mótfri nú
gagn gera
Frá bænum Reno í Nevada-
ríkinu er símað þann 1. þ. m.,
að innbrotsþjófar hefðu þá um
daginn þreifað fyrir sér í heim-
ili miljónamærings, sem þar á
heima, er hann sat að dagverði
á ríkmannlegu hóteli, og haft á
brott með sér $2,500,000 í pen-
ingum, skrautmunum og verð-
bréfum, en þeim hefði sézt yfir
miljón í útleysanlegum verð-
bréfumj sem voru í ferðatösku
í setustofunni.
Stjórnarkreppa í
Frakklandi
Það er reyndar engin ný bóla
þó stjórnarkreppu verði vart í
Frakklandi, því síðan að síðari
heimsstyrjöldinni lauk, hafa
nítján ráðuneyti verið mynduð
og dáið drottni sínum; hið síð-
asta varð liðlegá mánaðargam-
alt og enn hefir forsetanum, eft-
ir nálega vikuþóf, ekki lánast að
koma nýju ráðuneyti á laggirn-
ar þrátt fyrir ítrekaðar umleit-
anir við forustumenn aðalþing-
flokkanna.
Síðasta ráðuneytið féll vegna
þess að það krafðist 15 af hundr-
aði aukinna útgjalda til her-
varna en fékk því eigi fram-
gengt.
Alvarlegar ókærur
Rússnesk blöð hafa undanfar-
ið haldið fram þeirri ósvífni, að
hersveitir sameinuðu þjóðanna
hafi gerzt sekar um sýklahern-
að í Kóreustríðinu með þeim
hætti að strá yfir Norður-Kóreu
opnum umslögum með eitruð-
um skorkvikindum í; ákærum
þessum hafa hernaðaryfirvöld
hinna sameinuðu þjóða mót-
mælt sem illvígum og staðlaus-
um heilaspuna.
Margháttaðar ráðstafanir af
hálfu þessopinbera hafa þegar
verið gerðar og er verið að geira
vegna búfjársýkinnar alvarlegu,
sem upp kom í Saskatchewan-
fylkinu ekki alls fyrir löngu,
frá aðflutningsbanni á cana-
dískum búpeningi til Banda-
ríkjanna, ásamt kjöti, hefir áður
verið sagt; um tilslökun í þeim
efnum er enn, sem komið er,
ekki að ræða að öðru leyti en
því sem amerísk stjórnarvöld
hafa heimilað innflutning reykts
svínakjöts; millifylkja banni hef-
ir verið komið á, og nú hefir,
sambandsstjórn bannað með öllu
innflutning búpenings og kjöts
frá öðrum þjóðum í því augna-
miði að tryggja svo sem framast
megi verða markaðinn heima
fyrir. ,
Ekki er enn vitað með hverj-
um hætti áminst sýki hefir fluzt
til landsins þó nú standi yfir ná-
kvæm rannsókn í því efni.
Mikið umtal hefir orðið um
það, hvort svo gæti verið, að
Miklir húsbrunar
í Winnipeg
Þrátt fyrir það þó vetur hér
um slóðir hafi verið óvenju
mildur og lítið um stórviðri,
hafa húsbrunar í Winnipeg ver-
ið langt um fleiri en algent er,
og hefir eignatjón numið miklu
fé.
í fyrri viku brunnu hér til
kaldra kola Furby-leikhúsið,
sem var yfir fjörutíu ára gamalt
og skrifstofu- og aðalvinnustöð
fyrirtækisins Fort Rouge Dyers
and Cleaners á Osborne stræti.
Manntjón varð ekkert á hvor-
ugum staðnum; um upptök elds-
ins er enn eigi vitað.
„Þorkell móni#f
siærsti togari flotans kom í
gærkvöldi
Um miðnætti í nótt kom hing-
að til Reykjavíkur hinn nýi tog-
ari Bæjarútgerðar Reykjavíkur,
Þorkell máni, sem er stærsti
togari íslendinga. Togarinn er
hinn 9. í röðinni af þeim 10, er
verið hafa í smíðum í Bretlandi
undanfarin ár.
Ber 300 smálestir.
Þorkell máni er dieseltogari
Hann er hálfu feti breiðari og
hálfu öðru feti lengri en stærstu
eimknúðu togararnir, og ber um
300 tonn af ísvörðum fiski. Að
ytra útliti er hann allfrábrugð-
inn hinum nýsköpunartogurun-
um.
F iskim j ölsverksmið j a
og hraðfrystitæki.
í togaranum er fiskimjöls-
verksmiðja og hraðfrystitæki.
Hægt er að vinna úr 20 tonnum
af fiskúrgangi og beinum í verk-
smiðjunni og í hraðfrystirúm-
inu má framleiða 2,5 tonn af
frystum flökum á dag.
30—48 manna áhöfn.
Á fiskveiðum verður 30 manna
áhöfn á togaranum, en séu salt-
fiskveiðar stundaðar og fisk-
mjölsvinnslan og hraðfrystingin
starfrækt, verður 48 manna á-
höfn á þessum stærsta togara ís-
lendinga.
Hannes Pálsson er skipstjóri,
Hergeir Elíasson 1. stýrimaður
og Sigurjón Þórðarson 1. vél-
sfjóri. —Mbl. 24. jan.
þýzkur innflytjandi, sem settist
að á veikindasvæðinu kynni að
hafa flutt með sér sýkilinn, og
er verið að rannsaka föt hans og
föggur í Hull, Quebec.
Nú er verið að slátra hinum
sýkta búpeningi, og er skrokk-
unum komið fyrir í tíu feta
djúpum gryfjum.
Úr borg og bygð
Mr. og Mrs. Eggert Borgfjord
frá Geraldton, Ont., lögðu af
stað síðastliðinn laugardag í
tveggja mánaða skemtiferð suð-
ur um Bandaríki og ætluðu
einnig að heimsækja Vancouver;
þau ferðast í bíl og eru væntan-
leg helm í byrjun maímánaðar.
☆
The Women’s Association of
the First Lutheran Church are
having a “Special Sale of Ice-
landic dishes” —“Rúllupylsa —
Lifrapylsa — Vínarterta” —
Friday March 7th from 7.30 to
10.30 p.m. in the church parlors.
Come and bring your friends
and have*a cup of Coffee —
which will be for sale also.
☆
A meeting of the Women’s
Association of the First Luth-
.eran Church will be held in the
church parlors Tuesday March
llth at 2.30 p.m.
☆
Sigurður J. Magnússon, 763
Banning Str.., hér í borg, lézt á
sunnudaginn 2. marz, 84 ára að
aldri. Hann var ættaður úr
Skagafirði, en kom til þessa
lands fyrir 67 árum og hefir
verið búsettur í Winnipeg síðast-
liðin 40 ár. Hann var um langt
skeið starfsmaður hjá Heil-
brigðisdeild bæjarins. Hann
misti konu sína, Þorgerði Ey-
steinsdóttur, árið 1941. Hann
lætur eftir sig þrjár dætur:
Mrs. Davíð Björnsson, Winni-
peg; Mrs. William Rinn og Mrs
O. J. Mclnnis, báðar í Los
Angeles; ennfremur fimm barna
börn.
Útför þessa mæta manns fór
fram á miðvikudaginn frá Sam-
bandskirkjunni. Séra Philip M.
Pétursson jarðsöng.
tr
Mr. Sigurður Stefánsson og
tengdadóttir hans, Mrs. S. Ste-
fánsson frá Prince Rupert litu
inn á skrifstofu Lögbergs á
föstudaginn; þau fóru heimleiðis
á mánudaginn. Sigurður kom til
að vitja sjúkrar dóttur sinnar,
Mrs. Th. Anderson; hún er nú
á batavegi. Þau sögðu góða líð-
an fólks í Prince Rupert.
☆
Theodore M. Sigurgeirsson
frá Prince Rupert, sem dvalið
hefir í Hecla, Man., síðastliðna
tvo mánuði, kom til borgarinn-
ar í fyrri viku og lagði af stað
vestur á þriðjudagsmorgun;
hann rpun dvelja nokkra daga í
Moose Jaw, Sask., hjá systur
sinni og tgngdabróður, Mr. og
Mrs. V. Valgardson, en þaðan
fer hann til Prince Rupert, þar
sem hann stundar fiskiveiðar.
☆
Fyrir nokkru var skýrt frá
listaferli söng- og leikkonunnar,
Miss Eileen Christy, í Lögbergi.
Þar var þess einnig getið, að
hún hefði umsjón með hálftíma
skemtiskrá við útvarpið viku-
lega. — Þessi skemtiskrá heyrist
frá Bismark útvarpsstöðinni
(550) klukkan 9.30 á sunnudags-
kvöldum.
Miss Lillian Eyjólfsson, sem
starfrækir Lil’s Beauty Parlor,
802 Ellice Ave., ásamt systur
sinni Mrs. Herdísi Madden, fór
suður til Chicago á föstudags-
kveldið í fyrri viku til þess, að
sitja Mid West Hairstyle- and
Trade sýninguna, sem þar var
haldin dagan 2., 3. og 4. marz.
Hún verður í burtu í eina viku.
☆
Um þessar mundir er frú
Júlíanna Friðriksdóttir, kona
Haraldar leikara Björnssonar í
Reykjavík, stödd hér í borginni.
Hún kom að heiman í haust og
hefir verið að kynna sér nýj-
ungar í hjúkrunarfræði við
Deaconess Hospital í Grand
Forks, N. Dak., en þar lærði
hún upphaflega hjúkrunarfræði.
☆
Séra Harold S. Sigmar og fjöl-
skylda lögðu af stað á föstudag-
inn áleiðis til Vancouver og
Seattle. Búast þau við að dvelja
vestra hjá ættingjum og vinum
fram undir páska, en hverfa þá
aftur til prestakalls síns að
Gimli.
☆
Mrs. Anna Josephson frá
Gimli var í borginni á fimutdag-
inn í fyrri viku ásamt fóstursyni
þeirra hjóna, John Howardson.
☆
Mrs. Aðalbjörg (Ada) Thordar-
son, Selkirk, Man., lézt á fimtu-
daginn, 28. febrúar, 66 ára að
aldri. Foreldrar hennar voru
Matthías T ’ordarson
og kona hans, bæði látin. Hún
fluttist með foreldrum sínum til
þessa lands árið 1887 og átti á-
valt síðan heima í Selkirk. Hún
lætur eftir sig eina systur á ís-
landi.
☆
Þjóðræknisdeildin „FRÓN"
heldur almennan fund á mánu-
daginn, 24. marz. Ágæt skemtun
á boðstólum, auglýst nánar síðar.,
☆
Leiðrélling: —
í minningarorðum um Önnu
sálugu Goodman, er birtust í
Lögbergi 21. febrúar, er sagt að
Kris. Goodman hafi sungið ein-
söng við útförina, en á að vera
Kris. Benson.
Mr. Arni G. Eggertson, Q.C.,
kom heim á laugardaginn eftir
fimm vikna ferðalag um Ottawa,
New York, Miami og Havana.
Cuba. 1 Miami dvaldi hann hjá
tengdasystur sinni og manni
hennar, Mr. og Mrs. E. B. Tait
og fóru þau með honum til
Havana, Cuba. Lét hann hið
bezta yfir ferð sinni.
☆
Mrs. E. B. Tait frá Miami er
nýkomin hingað í heimsókn til
systkina, vandamanna og vina.
Hún dvelur nú hjá systur sinni
og tengdabróíur, Mr. og Mrs. A
G. Eggertson, 919 Palmerston
Ave.
☆
Óskað eflir
fyrsta og öðru hefti af ritinu
ÁRDÍS. Sendist til Mrs. B. S.
Benson, Columbia Press, 695
Sargent Ave., Winnipeg, Man.
Stjórnarskipti í
Egyptalandi
Liðlega mánaðargömul stjórn
hefir hröklast frá völdum í
Egyptalandi, en við af henni
tekið ráðuneyti óháð öllum
stjórnmálaflokkum, er það hefir
efst á stefnuskrá sinni að hreinsa
til heima fyrir og útrýma glæp-
samlegri fjármálaspillingu í
landinu.