Lögberg


Lögberg - 06.03.1952, Qupperneq 2

Lögberg - 06.03.1952, Qupperneq 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 6. MARZ, 1952 Atlantis, dularfulla landið, sem sökk í sjó ÞAÐ var spekingurinn Plató, sem fyrstur manna flutti söguna um Atlantis inn í heim bókmennt anna. í bók sinni Timaios, sem er í samtalsformi, ræða þeir Timai- is, Hermokrates og Kristias við Sokrates og þar segir Kristias sögu, sem hann hermdi eftir afa sínum, en hann hafði heyrt hana hjá frænda sínum spekingnum Sóloni. Sólon hafði verið á ferða- lagi í Egyptalandi og hitt þar að máli prest nokkurn margfróðan. Níu þúsund árum fyrir daga Sól- ons lagði gyðjan Aþena horn- steininn að borginni Aþenu, sagði presturinn. (Sólon var uppi á árunum 640—559 f. Kr.) Aþen- ingar voru miklir stjórnvitringar og hinir herskáustu og þeir lögðu undir sig hið volduga Atlantis. Atlantis var stórt land—stærra en Litla-Asía og Lybia til sam- ans—sem lá langt handan við stoðir Heraklesar (Gibraltar), en þar voru takmörk hins þekkta heims, íbúar Atlantis voru voldugir og hugdjarfir, þeir höfðu lagt undir sig víðáttumikill lönd 1 Evrópu og Afríku og konungar landsins hugðust drottna yfir öllum heiminum. Þá var það sem Aþeningar tóku forustuna meðal þeirra þjóða sem börðust fyrir frelsi og eftir mannskæðar styrj- aldir tókst þeim að hrekja At- lantis-búa til síns heimalands. Skömmu síðar urðu ægilegir jarðskjálftar og flóð, allir hinir aþensku hermenn fórust og At- lantis sökk í hafið og hefur aldrei sézt síðan. Hver er uppruni sögunnar Plato er ekki einungis fyrsti heimildarmaður þesarar sögu heldur einnig sá einasti. Því verð ur ekki vitað, hvort hann hefur sjálfur samið söguna eða hvort hér er raunverulega um að ræða egypzka sögu, sem Sólon flutti til Hellas. Könnuðurinn Stalbaum álítur að Forn-Egyptar hafi vitað um Ameríku. Þetta er þó heldur ó- sennilegt þegar á það er litið hverjir voru farkostir þeirra á þessum tímum. Lengsta sjóferð sem greint er frá í fornum sögum er umhverfis Afríku, en frá henni segir Herodót. Slík sigling er þó aðeins lítilræði í samanburði við sjóferð yfir Atlantshafið án átta- vita. Plató álítur hins vegar, að þar sem þéttir eyjaklasar hafi verið í Atlantshafi hefði mátt komast frá einni ey til annarrar alla leiðina. Þó hermir sagnritar- inn Thukydid, að sigling yfir Ion iska hafið hafi verið álitin torsótt sjóferð á þeim tíma. Síðari tíma sagnritarar hafa einnig viljað skýra söguna á þann hátt, að fönitisk eða kartagisk kaupskip hafi hrakið fyrir straumum og vindi til Azoreyja eða Kanari- eyja eða jafnvel alla leið til strandar Ameríku og þau síðan komizt heim heilu og höldnu. Svo mikið er að minnsta kosti víst, að sagnirnar um Atlas—sem Atlantis er heitið eftir — eru mjög snemma tengdar hugmynd- um manna um lönd og þjóðir í vestri. Það var Atlas, sem stóð í norður Afríku og hélt uppi him- inhvolfinu. Atlasfjöllin minna okkur á þetta enn í dag. Ekki er þó ósennilegt, að fólk, sem eitt- hvað hugsaði, þafi fengið þá hug- mynd, að endimörk heimsins væru ekki einmitt þarna og kost- ur væri að komast nokkru vestar. Þessar hugmyndir kunna síðar að hafa verið settar í samband við ýktar sagnir um einhverjar náttúruhamfarir, þ a n n i g að Plató hafi gripið til þeirra, er hann setti fram siðfræðilegar og stjórnmálalegar hugmyndir sín- ar. Slíkar náttúruhamfarir eru ei heldur óhugsanlegar. Þess eru mörg dæmi, að eyjar hafi í raun og veru sokkið í sjó. Þekktasta dæmið er ef til vill Falconey, sem skyndilega reis úr sæ milli ítalíu og Möltu 1838 og varð stjórnmálamönnum ærið deilu efni. En meðan þeir deildu leystist vandamálið af sjálfu sér, er eyjan seig í sjó og hefur hún ekki bært á sér síðan. Heilabrot fræðimanna Síðari íhuganir manna hafa leitt til þess, að Atlantis Platós hefur verið sett í samband við Miðgarð, sem við þekkjum úr norrænni goðarfræði. Miðgarður var sá hluti heimsins, þar sem mennirnir bjuggu, umluktir sæ, í miðju heimsins. Mjög snemma fóru menn þó að efast um söguna um Atlantis. Bæði Pliníus og gríski landfræð- ingurinn Strabon láta í ljós mikl- ar efasemdir. En rithöfundar mið aldanna, sem söguna fengu frá árabiskum landfræðingum trúðu í raun og veru, að sagnaeyjan hefði verið til. Eftir endurreisnartímann voru gerðar tildaunir til að komast til botns í þessu máli. Talið var að Atlantis hefði verið Ameríka, Skandinavía, Kanarí-eyjar og jafnvel Palestína! Þjóðfræðingar þessa tíma héldu því fram, að íbúar landsins væru forfeður Baskanna eða gömlu Rómverj- anna. Ýmsir síðari tíma menn álitu, að ástæða væri til að trúa sögu Sólons, er honum hafði sagt egypzki presturinn. Meðal þeirra voru Montagne, Buffon og Vol- taire. Við norrænir menn minn- umst í þessu sambandi sænska fræðimannsins Olof Rudbeck, sem uppi var 1630-1702. Eftir langt nám í læknisfræði, tónlist, verkfræði, málaralist og forn- fræði varð hann háskólakennari í grasafræði og síðar í líffræði. En hann gaf sér þó tíma til að skrifa stórt verk á latínu í þrem bindum um Atlantis. Verkið hét „Atlantica sive Manheim, vera Japheti posterorum sedes et pat- ria“ (Atlantica eða Manheim, hið raunverulega æ 111 a n d afkom- enda Jafets), og var það gefið út í Uppsölum á árunum 1675-1678. í riti sínu reynir Rudbeck að sanna að Atlantis Platós hafi ver ið—Svíþjóð! Það er ekki að undra þótt fleiri fræðimenn hafi hallazt að þeirri skoðun, að uphafs Atlantis-sagn arinnar væri að leita í óráðnum ferðum yfir hafið til Ameríku, sem greint er frá hér að framan. Skoðun þessi fékk einkum byr undir báða vængi, er Spánverjar og Portúgalsmenn tóku að herja í „nýja heiminum.“ Á vegi Spánverja urðu menn- ingarstöðvar, sem þeir fóru hers- höndum um og tortímdu. Það voru Azteka-menningin í Mexico og Inka-menningin í Perú. Þegar Hernando Cortez fór herskildi um Mexico 1519 kynntist hann menningu, sem stóð þeirri evróp- isku langt framar. í höfuðborg- inni Tenochtitlan, sem reist var á staurum fundu þeir risamust- eri, obeliska, sjúkrahús, dýrasöfn rakarastofur, gufuböð, hitaveitu, póstþjónustu, löggæslu og skatta- kerfi, og trúarbrögðin voru um margt undursamlega lík kristn- inni og gömlu gyðingatrúnni. Þeir áttu sína sögu um Evu og slönguna, sögu um syndaflóð og sögu um Babelsturn. Og í nokk- uð breyttu formi áttu infæddir menn sína skírn og skriftir. Inka-menningin umhverfis Titicaca vatnið var jafnvel enn- þá merkilegri. Þessar menningarstöðvar eru vissulega í hinu mikla menning- arbelti: Egyptaland og Mið-Aust urlönd—Indland og Kína—Mið- Ameríka. En með hliðsjón af sög- unum um Atlantis er það athygl- isvert, hversu þessar menningar- stöðvar eru nálægar hinu horfna ríki—Atlantis með sínum gífur- legu auðæfum. Á musteri Posei- dons í Atlantis voru gullstyttur konunga landsins og drottninga. Veggir og súlur voru klæddar dýrmætum steinum og umhverf- is aðalmusterið var þyrping ann- arra mustera, halla og opinbera bygginga á fjalli þar sem voru þrír tindar. Risastórir gosbrunn- ar prýddu torg og listigarða. Hverjir aðrir en Atlantismenn hefðu getað kennt Inkunum smíði hinna dýrðlegu gull- og silfurgripa, list þá sem Etrúrar einir höfðu stundað méð snilli í Evrópu? Vesturströnd Suður- Evrópu og Afríku er svo fjarlæg Mið-Ameríku, að menn verða að álíta, að milligöngumenn hafi verið að verki, einkum þar sem þessu svipar svo mjög hvors til annars. En það sem einkum hef- ur vakið athygli manna í þessu sambandi, er það hversu bygg- ingum og höggmyndum forn- menningar Ameríku svipar til bygginga og höggmynda Forn- Egypta. Hinir frægu pýramídar í Egyptalandi, sem reistir voru um 3000 árum f. Kr„ eiga eftir- myndir í Yucatan, á hásléttum Mexico, í Guatemala og í Boliviu. Margir gripir, sem fundizt hafa í grafhýsum í San Salvador og á strönd Ekvador líkjast mjög hliðstæðum gripum úr grafhýs- um Egyptalands. í Quito má sjá styttur með auðsæjum egypzk- um höfuðbúnaði, skeggi og klæð- naði. Nánast jarðfræðilegl rannsóknarefni Kenningarnar um Atlantis eru þess eðlis að á þær verður að líta frá mörgum hliðum. Skoðanir með og móti styðjast við marg- háttaðar staðreyndir úr listasögu, fornleifafræði og þjóðfræði--- eins og þegar hefur verið minnzt á—og auk þess dýrafræði, grasa fræði o. fl. vísindagreinum, en þó fyrst og fremst úr jarðfræði.— Spurningin um Atlantis er nán- ast jarðfræðilega eðlis. Vitað er að gróðurríkin eru um margt nauðalík beggja meg- in Atlantshafsins, hafsins, sem heitið er eftir hinu sokkna meg- inlandi. Þetta bendir til þess, að eitthvað samband hafi verið þarna á milli. Fyrri tíma menn' vildu skýra þetta á þann hátt að „landbrú,“ sem síðar sökk í sjó, hefði tengt meginlöndin saman. Sjávarbotn Norður-Atlantshafs ins bendir hins vegar ekki til þess að svo hafi verið. Það er að minsta kosti útilokað, að nokkuð meginland hafi verið í Atlants- hafinu, sem Azoreyjar og Kanarí eyjar eru leifar af, eftir að sögur hófust, eins og Plató álítur eða jafnvel svo lengi sem menn hafa verið uppi á jörðini. Ef svo væri, hlyti gróðurríkið beggja megin hafsins, að eiga miklu meira sam- eiginlegt, en raun ber vitni. Hinn austurríski grasafræðing- ur og handritafræðingur Franz Unger (1800-1870) hélt því hins vegar fram, að á tertier-tíman- um, en svo er nefnt jarðsögu- tímabilið frá því fyrir 50 millj. árum, þangað til fyrir um það bil einni milljón árum, kunni að hafa verið í Norður-Atlantshafi víðattumikið meginland. Álykt- un sína studdi hann með því, að á míósentímanum (fyrir um 10 milljónum ára) var mikið af am- erískum gróðri í Sviss og þannig taldi hann, að meginland mundi hafa tengt heimsálfurnar og gróð urinn flutzt með þeim hætti. Jarðfræðingar álíta—eða hafa á- litið—að allt fram á devon-tím- ann—þ. e. fyrir um það bil 350 milljónum ára—hafi Norður-Evr- ópa, Grænland og Norður-Amer- íka verið eitt meginland, sem samband hafði við feiknstórt meginland, er þakti Suður-Amer íku, Afríku, Suður-Asíu og Ástr- alíu. Hið nyðra þessara megin- landa, sem Thetyshafið aðskildi, voru Norður-Ameríka og Atlant- is. Atlantis á að hafa verið til allt fram á tertíertímann og samrým- ist þetta tilgátum Ungers, sem fyrr var nefndur. Á tertíertím- anum minnkaði þetta Atlantis og eftir varð aðeins „brú“ milli Grænlands og Englands til Skan- dinaívíu yfir ísland. Sú tilgáta, sem almennastar undirtektir hefur fengið á okkar tíð og virðist hafa við gild rök að styðjast, er tilgáta Alfreds Wegeners. Það er staðreynd, sem menn hafa gengið úr skugga um með nákvæmum mælingum, að meginlöndin færast til, enda þótt ógnar hægt sé, um allt að því hálfan metra eða jafnvel nokkra metra á ári hverju. Þegar menn virða fyrir sér landabréf og bera saman strandlengju Evrópu og Afríka annars vegar og Ameríku hins vegar, er það eftirtektar- vert hversu lítið vantar á að þær falli saman eins og um eitt land hafi vérið að ræða í fyrndinni. Wegener lítur svo á, að Evrópa og Afríka hafi verið áfastar við Ameríku, en á tertiertímanum hafi álfurnar losnað hver frá ann arri og síðan hafi þær verið að fjarlægjast sitt í hvora áttina. Það er a.m.k. staðreynd að Amer íka og Grænland eru á leið til vesturs. Með þessum hætti er unnt að skýra hina jarðfræðilegu og líffræðilegu líkingu, sem er með ý m s u á meginlöndunum beggja megin hafsins. Þessi skýr- ing útilokar þann möguleika, að til hafi verið víðáttumikið megin land, sem gæti hafa verið Atlant- is. En hvað sem menn kunna að álíta um Atlantis, hvort það hafi verið til eða ekki, verða menn að viðurkenna, að það hefur horfið milljónum ára fyrir þann tíma, sem Plató ætlar því, já millj. ára fyrir tíma mannsins á jörð- inni. Við eigum því engan kost þess, að fá meira að vita um At- lantis-búa, en við vitum nú þegar. Um sögu þá er presturinn sagði Sóloni forðum, er það að segja, að hún hefur þó a.m.k. gef- ið fræðimönnum ástæðu til vís- indalegra atMugana og heilabrota, skáldunum ævintýralegt yrkis- efni og kann jafnvel ennþá um áraþúsundir að orka á hug- mynda flug og forvitni mannsins. — MBL. Bak við gleraugun finna menn til öryggiskenndar Þeim fer sífellt fjölgandi, sem virða heiminn fyrir sér gegnum gleraugu.—Margir geta ekki án gleraugna verið við störf sín, lestur o. s. frv. Sumir segja, að menn skýli sér óafvitandi bak við gleraugun, af því að þar finna þeir til öryggiskenndar. Augnlæknar segja aftur á móti að 95 af 100 hafi einhvern sjón- galla, sem ætti að laga með gleraugum. Það kemur fyrir, að menn með óskerta sjón óska gleraugna. Við eftirgrennslan kemur í ljós, að raunveruleg ástæða er þessi: — „Andlit mitt er ekki nógu svip- mikið, satt að segja vantar það einhverja fyllingu. Fólk man ekki eftir því, og í skrifstofunni hefi ég ekki á mér nægilegan virðuleik. Myndarleg hornspang- argleraugu myndu koma í góðar þarfir.“ Maðurinn fær gleraugun, og ef til vill gera þau hann ham- ingjusaman. Það er skelfingarerifiðleikum háð, að~ velja mönnum gleraugu í fyrsta sinn. Mönnum þykir um- gerðin öllu skipta. Konur eru erf- iðar viðfangs, finnst gleraugna- sölunum, en karlmenirner eru þó enn verri. Verst er þó, þegar eiginkona kemur í fylgd með eiginmannin- um til að velja honum umgerð.— Gleraugnasalinn brynjar sig þá þolinmæðini, það er það eina, sem honum hentar, svo að við- skiptavinurinn geti í næði valið úr þeim 150 tegundum, sem á boðstólum eru. Ókunnur ítali fann gleraugun upp á 13. öld. Síðan hafa vita- skuld geysimiklar framfarir orð- Mrs. Ingigerður Elín Hólm Hún andaðist þann 3. febr. á Red Cross sjúkrahúsinu að Ár- borg, Man., eftir 6 mánaða sjúk- dómsstríð á hemili sínu og á téðu sjúkrahúsi. Uppalin var hún í bygðum Nýja-lslands, fædd 25. marz 1898 í ísafoldar- bygð, dóttir Guðmundar Magn- ússonar landnámsmanns og Salóme Ólínu Halldórsdóttur konu hans Bergsveinssonar, er bæði voru af húnvetnskum ætt- um, bæði látin fyrir allmörgum árum síðan. Barn að aldri flutt- ist hún til Framnesbygðar og ólst þar upp. Þann 26. maí 1926 giftist hún eftirlifandi eigin- framkomu hennar. Útförin, sem var mjög fjölmenn, fór fram frá kirkju Árdalssafnaðar í Árborg, þann 7. febr., að viðstöddum öll- um ástvinum hennar og tengda- fólki, utan bróður hennar, er í fjarlægð dvelur. Sambygðar- fólk hennar fjölmenti mjög á kveðjufundinn. Þar var lesið upp kveðjuljóð ort af Mr. Bergi J. Hornfjörð, er fylgir þessum línum. Sá, er þetta ritar, þjónaði við útförina. S. Ólafsson ið í þesari grein, en aldrei urðu þó framfarirnar meiri en í seinni heimsstyrjöldinni. Flestir eru fjarsýnir, færri nær sýnir. En sannleikurinn er sá, að við tökum ekki eftir því, að við séum fjarsýn. Þó getur áreynslan sem augað verður fyrir af þeim sökum, valdið höfuðverk, er fram í sækir. Með því að nota rétt gleraugu hverfur þá höfuð- verkurinn. Á Norðurlöndum eru banda- rískar, brezkar og þýzkar gler- augnagerðir kunnastar. Þaðan eru glerin í gleraugum okkar yfirleitt. Eftir seinustu heimsstyrjöld hafa orðið byltingar í gleraugna- smíð, svo að framfarirnar hafa aldrei verið eins snöggar. Ein er sú reginframför, að búa til sjóngler, þar sem sama glerið er miðað við 3 mismunandi fjar- lægðir, og er því skipt í 3 belti. Þannig geta menn með sömu gleraugum lesið, og séð skýrt hluti sem eru skammt frá og eins í fjarska. Fyrr á tímum fóru menn til gleraugnasalans, reyndu nokkur gleraugu, unz þeir fundu gler- augu nokkurn veginn við sitt hæfi.—Aðrir fengu raunar gler- augun sín í arf. Gleraugnasalar hafa nú á ann- an hátt. Segja má, að þeir setji sig inn í dagleg störf viðskipta- vinarins og sjónglerin séu svo slípuð eftir lífsvenjum hans. En gleraugnasalinn þekkir og sín takmörk. Hann hefur nána samvinnu við augnlækninn og vísar til hans öllum þeim, sem honum þykir ekki einsýnt, hvern ig verða megi að liði. Þess var áður getið, að til væru þeir menn, sem fengju sér gler- augu án þess að þurfa þess. Þeir komast sumir í sama flokk, sem fela sig bak við annarleg sólgler- augu í tíma og ótíma. Aðrir, og þeir eru ekki fáir, gera aftur á móti allt, sem þeir mega .til'að komast hjá gleraugn- anotkun. Þeir kjósa jafnvel held- ur að reika um í þoku hins nær- sýna manns. Sumir hætta líka lífi sínu út í hringiðu umferðar- innar, með því að þeir greina ekki hluti, sem eru f jær en 30-40 sentimetra. Gleraugun eru þeim áreiðanlega ekki keppikefli. KVEÐJA manni sínum, Jóni Sigurðssyni Eiríkssonar Hólm og Guðrúnar Jónsdóttur konu hans. Bjuggu þau í grend við heimili foreldra hans. Systkini hennar eru: Magnús Jóhann, vélamaður, nú til heimilis í Churchill, Man., albróðir, og Margrét, kona Hall- dórs Björnssonar við Riverton, hálfsystir, samfeðra, en móðir Margrétar er Mrs. Sigríður Guð- mundsson, nú búsett í Riverton, Man., er lengi og vel annaðist um heimili Guðmundar Magn- ússonar — í langvarandi sjúk- dómi — og eftir dauða konu hans. — Sem að er vikið bjuggu Hólms hjónin, Ingigerður og eftirlif- eiginmaður hennar, ávalt í Framnes-bygð góðu og farsælu búi, og nutu ánægjulegrar sam- búðar; studdi hún mann sinn af einlægum vilja með miklum dugnaði. Varði sambúð þeirra í meir en 25 ár. Mrs. Ingigerður Guðmundsdóttir Hólm FRAMNES, MAN. Dáin 3. febrúar 1952 — Flutí við útför hennar 7. sama mánaðar Lag: Atburð sé ég anda minum nær. Kall er komið! Kær þér var sú stund, kölluð ert til himna Guðs á fund. Læknuð eru líkams sáru mein, ljúf er breyting, þjáning finnst ei nein. » Aldur varð ei hár á heimsins slóð, hugum kær á ítök mörg og góð. Blessa minning bjarta vinir hér, byggðin hinztu kveðju færir þér. í trausti dyggða, treysti sinni dáð, til hins æðra flutti öll sín ráð. Þeim í anda verkið sitt hún vann, við það gleði í störfum lífsins fann. Eiginmaður sáran söknuð ber, sú er unni burt nú liðin er. Heimilis er horfin prýðin kær, hljótt nú drjúpir tignarlegur bær. Ingigerður var kona stilt og einkar dagfarsprúð, fáskiptin um annara hag, hjálpsöm við aðra á yfirlætislausan hátt, eink- ar barngóð og hændi ávalt að sér börn. Hún var kona félags- lynd og styrk stoð í félagslífi * umhverfis síns; hún var með- limur í Kvenfélagi bygðar sinn- ar frá 15 ára aldri, og hafði ver- ið þar jafnan ágætlega starfandi og oft í stjórn þess. Sjúkdómskross sinn bar hún með hinu sama kyrláta þreki og þolinmæði, er jafnan einkendi Tengdafólk og systkin harma hljótt. Hvers vegna er burtför þín svo fljótt ákveðin? — Það ei við skiljum hér, æðra valds, — sú ráðstöfun það er. — Á vonarlandi, vissa vor er súj vini, föður, móðir sér þú nú. Þér er fagnað, — faðminn bjóða sinn, fagur staður þér er tilbúinn. — Hvað er lífið? Leiðarskóli vor, liggja sérhver æfidaga spor, ljóss að sölum himins.hátt í geim, hérvist enduð, — þá er komið heim! — B. J. Hornfjörð

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.