Lögberg - 06.03.1952, Side 3

Lögberg - 06.03.1952, Side 3
LÖGBERG. FIMTUDAGINN, 6. MARZ, 1952 3 Þrír íslendingar Fyrirsögn þessi má virðast undarleg, en vilji menn lesa í málið, getur skeð að menn kom- ist að meiningunni, er ég rifja upp endurminningar manna, sem eru mér kærar. Flestir menn hafa eitthvað það við sig, sem vert er að taka eftir. Halldór Daníelsson var meðal slíkra manna. Hann var hníginn að aldri þegar hann kom til þessa lands. Hann var bókamað- ur með afbrigðum. Ekki mun hann hafa komist mikið niður í ensku máli, en mun þó hafa haft nokkur not af lestri þess. í ís- lenzkum þulum var hann fróður. Gekk hann með það í huga og miðaði flest við það. í bókahill- um hans voru íslenzk þingtíð- indi, Landhagsskýrslur, Annál- ar og önnur fræðirit. Yfir þess- um skjölum eyddi hann miklum tíma, og vissi lítið hvað tíman- um leið. Fróðleiksfýsn hans var mikil, eftirtektin var glögg og minnið ágætt. Hafði hann á takteinum smásögur um ein- kenni manna og orð; það var eins og sá söguforði tæmdist al- drei. Aldrei varð honum það á, sem mörgum gömlum mönnum hættir til, en það er að segja aftur og aftur sömu söguna, það var af svo miklu að taka, að þess þurfti ekki. Hefði maður haft forstand á að taka niður margt af því sem bar á góma, hefði það getað orðið ánægjulegt og fróðlegt. Mér gat aldrei hugsast það, meðan Halldór lifði, að taka niður það sem hann hafði að segja. Nú er hann og fræði hans komin undir græna torfu og flest af því, sem hann hafði að segja, gleymt og glatað. Halldór var formfastur og vandaði alt, sem hann vildi láta sjást eftir sig; vildi hann miða við það sem hann hafði vanist á íslandi. Ekki var Halldór fljót- tekinn í upphafi en kyntist þó vel. Ræðumaður var hann í meðallagi, en vitiborið alt sem hann hafði að segja. Ekki gat honum og mér komið saman um alt, en það leiddi þó aldrei til minsta missættis. Ekki var Halldór efnamaður, og hafði lítið um sig, en vel munu landar hans á Big Point hafa reynzt honum, þar sem hann átti heima. Hann var vel- látinn og vandaður í umgengni. Hann naut virðingar hjá öllum, sem höfðu náin kynni af honum og ávann sér hlýleika manna á meðal. Hann sat eitt sinn sem þingmaður á íslandi. ☆ Guðni Brynjólfsson var Is- lendingur í húð og hár; öll sér- kenni hans, hugsunarháttur og dagfar var af ramm-íslenzkum rótum. Ekki var Guðni fljóttek- inn í viðkynningu; lét hann fátt upp um hugsanir sínar og skoð- anir fyrr en hann hafði nokkra kynningu af þeim, sem við var rætt. Hann bar velvildarhug til þess sem gott var og vildi styðja það. Hann hafði ánægju af að ræða um almenn mál og um margskonar fróðleik. Líka hafði hann til að vera ákveðinn og skorinorður. Tal hans var græskulaust, en hann gat þó verið svo skemtilega fyndinn, að orð hans vöktu athygli og urðu eftirminnileg. Guðni bjó við Churchbridge í Saskatchewan. — Heimili sitt nefndi hann „Ásgarð“. Fór nafn- ið eftir hugsunarhætti hans; hann mun hafa verið vel kunn- ugur íslenzkum bókmentum að fornu og nýju. Hann var atorku- maður til vinnu; bjó hyggilega að efnum sínum, og varð vel sjálfbjarga. Hann fór skemtiferð til íslands og hafði mikla ánægju af ferðinni. Líka sendi hann sjúkrahúsinu í Yorkton, Sask. $600.00 að gjöf. Kom gjöf þessi sér vel og var þegin með þökk- um. ☆ Halldór (Jónsson) Þorgeirsson bjó um tíma við Churchbridge, Sask., þar til hann misti sjónina, og þar lézt hann. Mannúð við menn og skepnur var eitt af höfuðeinkennum Halldórs. Bjó hann svo vel að búpeningi sínum, að hann gekk aldrei úr holdum, enda endur- galt hann það með miklum arði. Þegar Halldór var smali á ís- landi hafði hann það til siðs, að bera með sér pjötlu fyrir fjár- hundinn að liggja á. Mun það nær eins dæmi. Ekki lá æfileið Halldórs um ruddan veg öðrum fremur; vist- aðist hann all-ungur sem smali í misjöfnum vistum. ís lá þá við land og voru þokur tíðar og súldir, sem gerðu smalann hold- votann og illa til reika af kulda og erli. Fáir áttu erfiðari daga en smalinn, þar sem margt var fé. Þeir urðu að standa yfir fé sínu í öllum veðrum. 1 rigningartíð, þegar ekki var um verjur að ræða, varð fatnaður þeirra ^vo stirður, að hann stóð á beini. Þar sem víðátta var vildu kví- ær leita til afréttar, en geldféð streymdi inn *í búfjárhagann; olli þetta endalausum hlaupum og hvíldarlausa ermiði. Þar sem fluga var fleygðu ærnar sér nið- ur í móa og skorninga til þess að verjast varginum, vildu þær þá verða eftir. Smalinn hefði þurft að geta séð í gegnum holt og hæðir til að geta komið í veg fyrir það. Ætisveppir uxu víða. Kindur voru svo gráðugar í þetta góðgæti, að þær fóru snuðrandi um allar trissur. Ef sveppur fannst hópuðust ærnar saman um hann; urðu þá oft hrindingar, þröng og áflog. Þetta mun Halldór hafa reynt, og fengið litlar þakkir með köfl- um. Stundum hafði hann ekk- ert úr til að styðjast við, var þá örðugt að geta sér til um réttan tíma, og mátti búast við ónotum, ef komið var heim of seint eða of snemma. Halldór var vel röskur til allr- MINNING ARORÐ: Mrs. Júlíana Guðmundsson ekkja Benjamíns Guðmundssonar landnámsmanns við Árborg, Man., andaðist að heimili sínu þar 2. febr. s.l. Hún var fædd í Ingólfsvík í Mikley, í Winnipeg-vatni, 25. apríl 1883, dóttir Þorsteins Krist- jánssonar landnámsmanns og Valgerðar Sveinsdóttur frá Mið- dölum í Dalasýslu. Foreldrar hennar fluttu vestur um haf árið 1876 og settust að í Mikley, og' þar andaðist faðir hennar um 1896. Albróðir hennar er Her- mann Þorsteinsson fiskiútgerð- armaður í Riverton, Man., kvæntur Margréti Sigfúsdóttur Björnssonar frá Fagranesi. Látn- ir bræður hennar voru: Kristján, búsettur á Gimli, látinn fyrir mörgum árum, og Jón, smiður, einnig látinn, en ekkja hans, Rósa Gunnarsdóttir, frá Hlíðar- enda við Árborg, er enn á lífi, búsett í Keewatin, Ont. Hálfsystkini Júíönnu af fyrra hjónabandi föður hennar voru: Kristjana, kona Kristmundar Johnson, bónda að Kirkjubóli í Mikley; þau eru bæði látin, og Einbjörg, er jafnan átti heima á íslandi. Fóstursystir hinnar látnu er Mrs. Kristjana McGee, Winnipeg. Vorið 1905 giftist Júlíana Benjamín Guðmundssyni, er var sonur Stefáns Guðmundssonar og konu hans Guðrúnar Benja- mínsdóttur; voru þau meðal frum-landnema í Árborg, nefndu heimili sitt Árdal og hlaut bygð- in nafn þar af. Þau Júlíana og Benjamín námu land austanvert við Ár- borgar-þorpið, á bökkum íslend- ingafljóts að sunnanverðu og bjuggu þar góðu og vaxandi búi, unz hann andaðist um bæna- dagaleytið 1914, eftir langvar- andi þjáningar. Börn þeirra eru: Stefanía Guðrún, gift Victor Borgfjörð bónda í Framnes- bygð. Thorsteinn Valdimar, kvænt- ur Merle Sandow, Riverton. Magnús, ókvæntur, bjó með móður sinni á landnámsheimil- inu. Benjamín Franklín, býr einn- ig á föðurleyfð sinni, kvæntur Grace Jónasson. Hermania Augusta Blanche, Mrs. Samuel Colter, Winnipeg. Guðrún Elizabeth, gift Finn- boga bónda Finnbogasyni í Geysisbygð. Kristjánína Helga, gift Snæ- birni Johnson bónda við Árborg. Guðbjörg Lilja, gift Guð- mundi Jacobson, Árborg. — Tvö börn Guðmundssons hjón- anna dóu í bernsku. Tólf barna- börn eru á lífi. Um 35 ár varði farsæl sam- fylgd Júlíönu og manns hennar, og mátti með sanni segja, að lífs- barátta þeirra væri sigrandi för, og bæði lögðu þau fram ítrustu krafta sína í þá baráttu. Bæði voru þau ágætlega gefin til framsóknar; áttu fumlausan styrk og festu, sem er jafnan farsælt veganesti. Heimilið varð umfangsmikið, börnin mörg og mannvænleg og þeim til gleði. Á heimili þeirra var Valgerð- ur móðir Júlíönu sín efstu ævi- ár, og þar andaðist hún 1929. Heimilið stóð í þjóðbraut, er var fjölfarin; undir erfiðum kringumstæðum hinna fyrri tíma voru heimilin griðastaður þeirra, er um veginn fóru, var svo um heimili þeirra. DýTum var þar aldrei lokað að nætur- lagi, svo hægara væri nauðug- lega stöddum vegfarendum skjóli að ná, án áþarfa tafa. — Getur þar að líta einkar fagra mynd vestur-íslenzkrar gest- risni, sem vel er vert að á sé minnst — og í rninni lifi. Júlíana var þrek-kona, gædd miklum og farsælum hæfileik- um, er entust henni til enda ævidagsins. svo sem á undan er að vikið, var hún eiginmanni sínum hin styrka stoð á langri samfylgd þeirra. Eftir lát Benja- míns stóð hún við hlið sona sinna er á heimilinu voru, og stjórn- aði búinu. Hún var sönn móðir börhum sínum, trygg, styrk og skilningsrík — og jafnan styrk- ust, er mest á reyndi. Hún tók þátt í félagslegum málum af fremsta megni, studdi hin ýmsu málefni bygðar sinnar og um- hverfis; var ásamt manni sínum starfandi meðlimur Árdalssafn- aðar 1 Árborg. Gott var henni að kynnast, hrein var hún og stað- föst, átti festu og einurð, er sam- fara stillingu í allri framkomu einkendi hana ævilangt. Ávalt mun hún hafa notið sæmilegrar heilsu, þótt þreytt væri eftir stórt og umfangsmik- ið ævistarf. Fékk hún þá náð, að mega sinna verkum sínum fram á efsta ævidag. — Að morgni 2. febr. hafði hún sinnt venjulegum störfum sínum, en hvíldist svo um stund, en and- aðist stuttu síðar: „Nú verður þreyttum hvíldin hýr, er heim með sæmd frá verki snýr“. öll börn hennar — og flest af tengdafólki, fjölmenni frænda- liðs, nágranna og vina var við statt útförina, er fór fram þann 6. febr. frá heimilinu og kirkju Árdalssafnaðar í Árborg. Var hún kvödd af ástvinum sínum með söknuði og ástarþökk fyrir ævistarf, er var með prýði af hendi leyst. — Sá, er línur þessar ritar, þjón aði við útförina. S. Olafsson ar vinnu, var göngumaður ágæt- ur. Þótti sjálfsagt að leita til hans þegar um áríðandi ferða- lög var að ræða. Eitt sinn þurfti að sækja meðul í aðrar sveitir, var þá Halldór fenginn. Vatns- föll mörg voru á leiðinni og sum runnu í krapa. Hlóð Hall- dór undir sig krapinu og hélt sér uppi með göngustaf sínum, komst hann þannig yfir klakk- laust, en kalt mun það ferðalag að líkindum hafa verið. Gaman hafði Halldór af því að lesa; hafði hann minni á- gætt á yngri árum, var næmur á það sem hann las. Kunni hann mikið af kvæðum og ljóðabréf- um, sem hann mundi fram á gamalsaldur. Ef lesin voru fyrir hann ljóðabréf, sem hann hafði lært áður en hann varð fyrir sjóndepru, svo hann gat ekki lesið þau sjálfur, þá þurfti ekki að lesa nema fyrstu línu erind- isins, hitt kunni kunni hann reiprennandi. Allur stóð hugur Halldórs til Islands; dreymdi hann flestar nætur um dagleg störf þar. Hafði hann mikla á- nægju af að segja frá því. Hugsunarháttur eldri manna frá íslandi minnir á söguna af hinni öldruðu eik, sem stóð á fljótsbakka: Hún laut niður að vatnsfletinum, þar leit hún ljós- bjartar myndir liðinna daga. — Mörgum mun verða það á, að sjá atburði æskuáranna í alt öðru ljósi en þeir voru, þegar þeir gerðust. Nú hafa þessir mætu menn og margir aðrir safnast til feðra sinna. Tómleika tilfinning gríp- ur hugan við það að horfa á auðu sætin. Mun þess ekki langt að bíða að við, sem enn lifum, fylgjum dæmi þeirra. s. s. c. 1000 fræðimenn rita sögu mannkynsins frá öndverðu Menningar- og fræðslustofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) hefir gengizt fyrir því, að samin verður s ag a mannkynsins á næstu árum, og mun þetta verða eitthvert mesta ritverk, sem sögur fara af. Business and Professional Cards Verkið hefir verið í undirbún- ingi um all-langt skeið, og hafa 1000 fræðimenn um heim allan verið ráðnir til að miðla af þekk- ingu sinni við samning bókarinn- ar. Er ákveðið, að ritið verði alls í sex bindum, um það bil þrjár milljónir orða, verði fullgert að fimm árum liðnum, og er gert ráð fyrir, að kostnaðurinn verði um það bil tíu milljónir króna. Þegar þessi sex bindi hafa ver- ið rituð, verður unnið úr þeim styttra rit, sem á að verða tvö bindi, en það verður ætlað há- skólum og öðrum slíkum mennta stofnunum. Loks verður þriðja ritið samið upp úr þeim tveim bindnum, og verður það ætlað alþýðu manna. Það á að verða 700 blaðsíður með áragrúa mynda, svo að hver meðalgreind- um maður geti lesið það sér til fróðleiksauka. Allir helztu fræðimenn flestra þjóða hafa verið ráðnir til að hjálpa við samningu ritsins, og má geta þess, að í þeim hópi eru til dæmis rektorar háskólanna í Gautaborg, Kaupmannahöfn og Oslo, auk fjölmargra annarra í öllum álfum heims. Hvarvetna verður þess gætt í riti þessu, að þjóðarembingur komi ekki fram eða hallað verði réttu máli, eins og svo oft vill verða í samskonar ritum. Vænta útgefendur (UNESCO) þess, að rit þetta verði lyftistöng á ýms- um sviðum menningar og and' legs lífs. — VÍSIR, 11. jan. Kaupið Lögberg PHONE 724 944 Dr. S. J. Jóhannesson SUITE 6—652 HOME ST. Viðtalstími 3—5 eftir háde^i J. J. SWANSON & CO. LIMITED 308 AVENUE BLDG. WINNIPEG Faateignasalar. Leigja hús. ÍJt_ vega peningalán og eldsábyrgð, bifreiðaúbyrgð o. s. frv. Phone 927 53& SARGENT TAXI PHONE 204 845 PHONE 722 401 FOR QUICK, RELIABLE SERVICE DR. E. JOHNSON 304 EVELINE STREET Selklrk, Man. Oífice Hours 2.30 - 6 p.m. Fhones: Office 26 —Res. 230 Andrews, Andrews, Thorvaldson and Eggertson Lögfrœðingar 209 BANK OF NOVA SCOTIA BG. Portage og Garry St. Phone 928 291 C A N A D i A N FISH PRODUCERS, LTD. J. H. PAQE, Managing Director Wholeaale Dlstrlbutors of Fresh and Frozen Fish. 311 CHAMBERS STREET Office Ph. 26 328 Res. Ph. 73 917 HAGBORG FIEL /Vy PHOME 2I5SI J-- umuimumimi Offlce Phone 924 762 Res. Phone 726115 Dr. L. A. Sigurdson 528 MEDICAL ARTS BLDG. Office Hours: 4 p.m. - 6 p.m. and by appointment. A. S. BARDAL LTD. FUNERAL HOME 843 Bherbrook Btreet Selur likkistur og anna-st um út- farir. Allur útbúnaSur s& bezti. StofnaO 1894 Sími 27 324 Phone 23 996 700 Notre Dame Ave. Opposite Matemity Pavilllon. General Hospital. I Nell’s Flower Shop Weddlng Bouquets, Cut Flowers, Funeral Designs, Corsages, - Bedding Plants NeU Johnson Res. Phone 27 482 - Offlce 933 587 Res. 444 389 I THORARINSON & APPLEBY BARRISTERS and SOLICTTORS * 4th Floor — Crown Trust Bldg. 364 Main Street WINNIPEG CANADA SELKIRK METAL PRODUCTS Reykh&far, öruggasta eldsvörn, og ávalt hreinir. Hitaeiningar- rör, ný uppfyndlng. Sparar eldi- viS, heldur hita frú aö rjúka út meC reyknum.—SkrifiC, stmiS til KELLT SVEINSSON 625 Wall Street Winnipeg Just North of Portage Ave. Simar: 33 744 — 34 431 DR. H. W. TWEED Tannlœknir 506 TORONTO GENERAL TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. Phone 926 952 WINNIPEG S. O. BJERRING Canadian Stamp Co. RUBBER & METAL STAMPS NOTARY & CORPORATE SEALS CELLULOID BUTTONS 324 Smith St. Winnipeg PHONE 924 624 Phone 21101 ESTIMATES FREE J. M. INGiMUNDSON Asphalt Roofs and Insulated Siding — Repairs Country Orders Attended To 632 Simcoe St. Winnipeg, Man. GIMLI FUNERAL HOME 51 First Avenue Ný útfararstofa með þeim fuli- komnasta útbúnaSi, sem völ er á, annast viröulega um útfarir, selur líkkistur, minnisvaröa og legsteina. Alan Couch, Funeral Direclor Phone—Business 32 Residence 59 DR. A. V. JOHNSON Dcntist 505 SOMERSET BUILDING Telephone 97 932 Home Telephonpe 202 398 DR. ROBERT BLACK Sérfrœðingur i augna, eyma, nef og hálssjúkdómum. 401 MEDICAL ARTS BLDG. Graham and Kennedy St. Skrifstofusími 923 815 Heima-sími 403 794 ÍÍXDSTÍEBl JEWELLER5 447 Portage Ave. Branch Store at 123 TENTH ST. BRAN00N Ph. 926 885 GUNDRY PYMORE Limited Jfritish Quality Fish Nettino 58 VICTORIA ST. WINNIPEG Phone 928 211 Manager T. R. THORVALDSON Your patronage wiU be appreciated Minnist afmælisdags BETELf 1. Marz Dr. P. H. T. Thorlakson WINNIPEG CLINIC St. Mary’s and Vaughan, Winnipeg PHONE 926 441 PHONE 927 025 H. J. H. Palmason, C.A. H. J. PALMASON A CO. Chartered Accountants 505 Confederation Llfe Bldg. WINNIPEG MANITOBA PARKER, PARKER & KRISTJANSSON Barrisiers - Solicilors Ben C. Parker, K.C. B. Stuart Parker, A. F. Krlstjansson 500 Canadian Bank of Commerec Chambers Winnlpeg, Man. Phone 923 661 G. F. Jonasson, Pres. & Man. Ehr. Keystone Fisheries Limited Wholesale Distributors of FRESH AND FROZEN FISH 404 SCOTT BLK, Sími 925 227 Rovatzos Flower Shop 253 Notre Dame Ave. WINNIPEG MANTTOBA Bus. Phone 27 989—Res. Phone 36 151 Our Specialties: WEDDING CORSAGES COLONIAL BOUQUETS FUNERAL DESIGNS Míss t. Christle, Proprietress Formerly with Robinson & Co.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.