Lögberg


Lögberg - 24.04.1952, Qupperneq 4

Lögberg - 24.04.1952, Qupperneq 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 24. APRÍL, 1952 Í.Ö8tKrg Gefl6 Ot hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA Utanaskrift ritstjórans: BDITOR LOOBERG, 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MAN. PHONE 21 804 Rritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Verð $5.00 um árið—Borgist fyrirfram The “Lögberg” is printed and published by The Columbia Press Ltd. 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada. Autnorized as Second Class Mail, Post Office Department, Otta^a- Halldór Kiljan Laxness, fimmtugur Eftir FINNBOGA GUÐMUNDSSON Halldór Kiljan Laxness er fimmtugur í dag, fæddur í Reykjavík síðasta vetrardag árið 1902. Augljóst er, að hann hefur mjög ungur einsett sér að verða rithöf- undur, því að fyrstu bók sína, Barn náttúrunnar, gaf hann út, þegar hann var 17 ára, og he.fur verið sískrif- andi síðan. Hefur hann nú á miðjum aldri ritað þau kynstur, að menn eiga bágt með að trúa því, að hann skuli ekki vera eldri, finnst það eins og hver önnur lýgi. Ég set hér til fróðleiks lista, er sýnir rit hans: Barn náttúrunnar (1919) Nokkrar smásögur (1923) Undir Helgahnúk (1924) Kaþólsk viðhorf (1925) Vefarinn mikli frá Kasmír (1927) Alþýðubókin (1929) Kvæðakver (1930) Þú vínviður hreini (1931) Fuglinn í fjörunni (1932) í Austurvegi (1933) Fótatak manna (1933) Straumrof, leikrit (1934) Sjálfstætt fólk Fyrri hluti (1934) Síðari hluti (1935) Ljós heimsins (1937) Dagleið á fjöllum (1937) Höll Sumarlandsins (1938) Gerska ævintýrið (1938) Hús skáldsins (1939) Fegurð himinsins (1940) Sjö töframenn (1942) Vettvangur dagsins (1942) íslandsklukkan (1943) Hið ljósa man (1944) Sjálfsagðir hlutir (1946) Eldur í Kaupinhafn (1946) Atómstöðin (1948) Snæfríður íslandssól (1950) Reisubókarkorn (1950) Þýðingar og aðrar útgáfur: Ernest Hemingway: Vopnin kvödd (1941) Gunnar Gunnarsson: Skip heiðríkjunnar (1941) Nótt og draumur (1942) Óreyndur ferðalangur (1943) Vikivaki. — Frá Blindhúsum (1948). Laxdæla (1941) Hrafnkatla (1942) Brennunjálssaga (1945) Birtingur (Candide) eftir Voltaire (1945) Alexanderssaga (1945) Grettissaga (1946). Árið 1948 var hafizt handa um heildarútgáfu verka hans, og er þegar drjúgur skriður kominn á hana. Ef vér lítum yfir þenna lista, sjáum vér einnig fjöl- breytnina. Hann skrifar skáldsögur, smásögur, um trú- mál og heimspeki, leikrit, ljóð, ferðasögur, ævintýri, ritgerðir um allt milli himins og jarðar. Hann þýðir úr ýmsum tui\gumálum og gefur út íslenzkar fornsögur. Ekkert mannlegt er honum óviðkomandi. Enginn kann betur að ferðast en hann; hvar sem hann kemur, er hann strax eins og hann sé heima; sumar ferðalýsingar hans eru með hinu bezta, sem vér eigum af því tagi á íslenzku. En þótt ævi hans hafi verið ein þeysireið um lönd og álfur og þrotlaus glíma við helzta vandamál verald- arinnar, hefur hugurinn alltaf verið heima, við landið, hjá fólkinu og í þeim verkefnum, er þar Ijóðuðu á hann og létu hann aldrei í friði. 1 kvæði einu, sem hann kallar 1 landsýn og ort er í hafi nálægt landi í apríl 1934, segir Halldór: Eg skildi við þig, ung í alvaldsgeim mín ættjörð, hvar þú gnæfðir björt úr mar, kvaddi þann leir sem þekkir spor mín þar og þjóðin treður enn: Farvel og gleym! Farmanni kátum sól á söltum brám úr suðri ljómar. Hýr við disk og skál í syðri löndum lærði eg fjarskyld mál, eg Tas þar aldin sæt af grænum trjám. En þá var sál mín þar sem holtið grátt og þúfan mosarauða býr við kal, og bæjarfjallið blasir yfir dal, og berst í kvíða þjóðarhjartað smátt. Og þá fannst mér sem þessi nakta strönd og þetta hjarta væri brjóst mitt sjálft, og líf mitt án þess hvorki heilt ná hálft, — og heimfús gestur kvaddi eg önnur lönd. Sjá fjöll mín hefjast hvít sem skyr og mjólk úr hafi, — gnoðin ber mig aftur heim á vetrarmorgni, — af þiljum heilsa eg þeim: Þú ert mitt land og hér em eg þitt fólk. Eða þegar Halldór í^greininni Þjóðerni, er hann samdi vestur í Kaliforníu 1928, hefur lýst ameríksku auðmannsheimili, þar sem allt er lagt upp í hendur, heimilið eitt allsherjarsafn, safn, sem „stendur ekki á grunni neinnar baráttu, sem ljái því líf- rænt^ gildi, andlegan veruleik, inntak. Enginn hlutur segir hér hið djúptæka ævintýri lífsins; ekkert ber vott um fortíð né sögu; ékkert um töfra mann- legrar tilveru; ekkert vitnár yl þess, sem starfar, né tign þess, er fórnar, né verðskuldun þess, sem lagt hefur mikið í sölurnar," þá segir hann skömmu síðar: „Þegar ég hef séð slíkar sýnir, hlýt ég að hverfa aftur mér til sálubótar að litlum bæ með höllum dyrum og blómum á þaki. Á syllunni fyrir utan gluggann situr malandi köttur og er að leggja niður fyrir sér allt um rjómattftegið. Hér hafa gömlu hjónin búið í fjörutíu ár og eignazt tíu börn, sem nú eru löngu fullorðin og dreifð út yfir allt landið. Hér voru rauluð vögguljóð með raddblæ og hrynjandi, sem fól í sér ilm heillar þjóðarsögu. Og meðan hvítvoðungurinn saug, heyrðust hér sögur af þrekraunum á landi og sjó. Einatt var horfzt í augu við alvöru lífsins, en líka glaðzt yfir smáum atburði. Og oft var tekið á móti ferðlúnum gesti og fréttir sagðar að kvöldlagi. Og meðan börnin voru enn ómálga, bar móðir þeirra þau á armi sér fram á bæjardyraþröskuldinn, benti á fjöllin, sem sjást af hlað- inu, og kenndi þeim nöfnin á hverjum tindi eins og það væru höfðingjar. Og síðar, er við kom- umst á sokkabandsárin, varð hvert örnefni í landareigninni að persónu, og svipur landslags- ins speglaðist í sjálfum okkur líkt og í tæru vatni, og málfar okkar fékk einkenni, sem tekið hafa keim af villtum jurtum.“ Nú kunna menn að segja, að þessi fallega mynd eigi lítið skylt við sumar þær myndir, sem skáldið hefur brugðið upp í sög- um sínum, þar haldist menn ekki 40 ár við á sama bænum né komi 10 börnum á legg, og — „fyrir sönglystar sætan eim svartagallsraul er helzt í þeim.“ Er hér komið að því atriði, er menn hafa klofnað um, yrkis- efnum skáldsins og þó einkum meðferðinni, hvernig hann leik- ur sögupersónur sínar, hvað hann lætur þær hugsa og segja og rata í. í merkilegri ritgerð, er heitir Höfundurinn og verk hans, lýsir Halldór að nokkru sjónarmiðum sínum. Hann segir þar m. a. um yrkisefnin: „Það efni, sem maður valdi sér af því manni þótti það skemmtilegt, hafði ást á því, langaði að fást við það, þykir öðrum mönnum vanalega leiðin- legt og hafa ama af því og fá viðbjóð á bókinni og fyrirlitn- ingu á höfundinum.“ Og síðar segir hann: „Samtíminn, hið lifandi líf um- hverfis höfundinn og í brjósti hans, neyðir upp á hann yrkis- efnum, sem hann hafði sízt órað fyrir, yrkisefnum, sem hann hef- ur kannske flúið undan árum saman, yrkisefnum, sem hann mundi gefa aleigu sína, þótt hann væri milljónamæringur, til að þurfa aldrei að færast í fang. Til dæmis veit ég, að höf- undur einn er nýbyrjaður á bók, sem hann hefur í átján ár verið að biðja guðina að forða sér frá að skrifa. Höfundinum finnst sér verkefnið með öllu ofvaxið, hann hryllir við öllu þessu stríð- andi lífi, sem heimtar, að hann gefi því mál og form, neitar, þverneitar og þráneitar að leggja sig í þennan voða, — en hann hefur nú einu sinni veðdregið sig sköpunaröflum lífsins, og þau halda áfram að heimta hann óskiptan, og honum verður ekki undankomu auðið. Fáir ungir menn mundu hlýða kalli skálds- ins, ef þeir vissu, hvað biði þeirra. Að minnsta kosti mundi ég ekk^j hafa gert það.“ Þessi er að sjálfsögðu reynsla skáldanna á öllum tímum. Ef þau kunna ekki að „kenna til í stormum sinna tíða“, er viðbúið, að verk þeirra verði skammlíf. En það er ekki heldur sama, hvernig og með hverju þau kenna til, hverjum augum þau líta á lífið í kringum sig og hvað þeim finnst frásagnarvert. Halldór tekur um margt svip- aða afstöðu og Einar Benedikts- son í íslandsljþðum sínum: Bókadraumnum, böguglaumnum breyt í vöku og starf. 1 ritgerð um þrifnað á íslandi, mergjaðri ádeilu á hvers konar óþrifnað, segir Halldór m. a.: „Öræfi og heiðar á að hafa fyrir draumaland. Fátt veit ég eins göfgandi og að líta til fjalla neðan úr byggðum, og ógleym- anleg verða mér áhrifin af því, er ég ungur smali leit austur- fjöllin í fyrsta sinni ofan af Blá- steinsbringum. Það var eins kon- ar vígsla. Ég veit ekki með vissu, hvað gerðist, en ég kom heim hærri og háleitari vera. Og vel trúi ég því, að í tindum vorum búi vættir eins ,og skáld hafa löngum sagt. Stundum er ég lít til íslenzkra fjalla að vori til, ekki sízt eftir langa dvöl í er- lendum stórborgum, finnst mér ég standa andspænis heilagri opinberun. En í heimi veruleikans, mannabyggðum, er verksvið vort, og þessu megum vér sízt gleyma, hversu ljóðrænir hrifn- ingamenn sem vér kunnum að vera, þá er vér lítum til fjalla. Vér verðum að hafa hugfast, að kotin og þurrabúðirnar verða ekki mubblaðar með draumum einum, raflýstar með tómum ferskeytlum né byggðar upp með sögum af skrýtnum körlum og kerlingum eða ættartölum. Og þótt þjóðernisgorgeirinn kunni að vera góður og sveita- menningin hálofleg, þá er þó enn meira um vert að þvo sér og hirða tennur sínar. Og mikið er af trúarvaðli, ljóðarugli og ófrjóu „fræði“grúski á íslandi, sem aðeins veldur klofningi í ís- lenzkum skapferliseinkennum, en dýpkar ekki lífsvizku nokkurs manns. Oss vantar karla og konur, sem kunni að byggja hús, að rækta garða, að búa til ætan mat, að setja niður raf- tæki, að smíða húsgögn, að ala upp börn, að stjórna alþýðu- bókasöfnum, að túlka alþýðu vísindi. Oss vantar stjórnmála- menn með frumkvæði, er starfi með skilning íslenzkra þarfa að undirstöðu og vinni í senn á grundvelli samþjóðlegrar vit- undar og íslenzks hugsunarhátt- ar, menn, er áræði hafi til að gerbreyta í samræmi við stjórn- arfarslegar framfarir útheims- ins, og þó umfram allt nógu ó- bifanlega trú á íslenzkt ágæti til að líta á það sem hlutverk sitt að gera Island leiðarljós stórþjóðanna.“ Halldór haslar sér því völl niðri á jörðunni, þar sem honum finnst allt að vinna. Og það er ekki til neins að loka augunum fyrir staðreyndunum. „Já, mann- kynið er aumt, þegar maður lít- ur á það eins og það er í raun og veru,“ lætur hann Bjart í Sumarhúsum segja í næstsíðasta kapítula sögu hans. Annars er viðhorf Halldórs svo yfirgripsmikið efni, að því verða að sjálfsögðu engin skil gerð í stuttri afmælisgrein. Hún getur aldrei orðið nema fáeinar smámyndir af skáldinu. Halldór er postuli og hefur nú prédikað yfir Islendingum í rúm 30 ár. Afsalar sér 200 þúsund króna órstekjum til að lifa lífinu Kunnur læknir í Árósum gerisi héraðslæknir á fámennum og afskekkium slað Kaupmannahafnarblaðið „Ber linske Aftenvis“ skýrir frá þeim óvenjulega viðburði, að læknir í Árósum, Erik Munksgaard að nafni, sem er 55 ára gamall, hafi sagt skilið við 5000 sjúklinga sína þar í borg og um 200 þús- und króna árstekjur til að gerast héraðslæknir á fámennum og af- skekktum stað. Hann verður læknir á eynni Fanö. Sjúklingar hans þar eru aðeins 600 talsins og árstekjurnar um 35 þúsundir, en til viðbötar fær hann ókeypis húsnæði. — Við hjónin höfum aldrei haft tíma til að lifa lífinu, sagði Munksgaard læknir í blaðavið- tali, þar sem hann gerði grein fyrir þessari ákvörðun sinni. — Við höfum aldrei haft tíma til að vera eins og við vildum. Við höfum aldrei haft tíma til að gera okkur dagamun. Þess vegna flytjumst við burt frá Árósum og setjumst að á Fanö. Munksgaard læknir er Kaup- mannahafnarbúi að uppruna og kona hans er dóttir fyrrverandi skrifstofustjóra danska heil- brigðisráðuneytisins, en hún er sjö árum yngri en bóndi hennar. Munksgaard hefir stundað lækn- ingar í Árósum síðan 1 apríl 1929 og því átt þar heima í 23 ár. Hann tekur við hinu nýja starfi sínu 1. apríl í vor. — Við hjónin höfum alltaf verið önnum kafin öll þessi ár, fremur. Konan mín hefir alltaf Hann hefur alltaf látið það eitt- hvað heita, verið ófeiminn að grípa á kýlunum. Þar sem hann kemur, fer hann oft fyrst að húsabaki og rótar þar upp. „Af öllum hlutum þykja mér þeir einna ófróðlegastir, sem ein- göngu eru skapaðir til sýnis,“ segir hann á einum stað. Hann hefur aldrei verið á svo hraðri ferð, að hann hafi ekki mátt vera að því að stanza og hlusta á fótatak manna eða kjaftasögu, þótt lágt færi. Sögur hans úa og gfúa af atvikum, sem gerðust í- gær eða í fyrradag, aðeins skipt um svið og persónur. Raunveru- leikinn er oft ótrúlegastur, og hann er líka betri en nokkur skáldskapur. En það er einnig hægt að ofbjóða mönnum, hlaða saman of mörgum einsdæmum og ómennum, og með því hefur skáldið e. t. v. aflað sér flestra andstæðinga, manna, sem hafa gefizt upp í miðjum klíðum, ekki komizt á milli þeirra sól- skinsbletta, sem alls staðar eru í verkum hans >og sætta mann við allan kuldann og næðinginn. Þó að veturinn sé oft langur og miskunnarlaus í verkum Halldórs og sólskinsdagar vors- ins stundum „eins og hrævareld- ur, sem narrar fólk“, þá er vorið þrátt fyrir allt sterkara en vet- urinn. Halldór Kiljan Laxness er vorsins maður með öllum þess einkennum, hörku þess og mildi, hamförum þess og kyrrsælu. Bráðum kemur betri tíð með blóm í haga, sæta langa sumardaga, segir Halldór í einu af hinum fallegu vorljóðum sínum. Um leið og ég færi skáldinu þakkir fyrir margar góðar stundir, er ég hef átt yfir bókum hans, og árna honum heilla á merkileg- um tímamótum, óska ég, að bráðum komi betri tíð í sögum hans, að þau sköpunaröfl, sem hann hefur veðdregið sig og neytt hafa upp á hann Bjarti í Sumarhúsum, Ljósvíkingnum, Jóni Hreggviðssyni og nú síðast líklega Þorgeiri Hávarssyni, megi forða honum frá því, sem eftir er, Sturlungaöld og Svarta- dauða, og leiða hann að bjartari yrkisefnum, er betur munu hæfa hinu mikla skáldi. segir Munksgaard læknir enn hjálpað mér í starfi mínu. Fyrir ári síðan lenti óg í bifreiðarslysi og meiddist illa í eyra. Það olli mér erfiðleikum og ég fékk ann- an lækni í félag við mig, en komst samt ekki yfir það, sem ég hafði að gera. Mér hafði dott- ið í hug að taka mér orlof í eitt ár, en svo var læknisembættið í Fanö auglýst. Við hjónin urð- um ásátt um, að ég skyldi sækja um það, og okkur er það mikið gleðiefni, að ég skyldi verða fyr- ir valinu. Við skruppum á dög- unum til Fanö til að líta á hús- ið, þetta er snoturt hús með mið- stöð og kæliskáp, og við höfum ákveðið að leggja stund á garð- rækt. Þegar maður er búinn að vinna sér álit, hlaðast verkefnin á mann, og vilji maður rækja starf sitt samvizkusamlega, verð- ur enginn tími aflögu. En á Fanö þarf ekki að óttast annríkið. Við höfum aldrei getað hlustað á út- varp á kvöldin og aldrei haft tíma til að lesa góðar bækur. Nú hlökkum við til þess að geta lifað lífinu eins og annað fólk í einn eða tvo áratugi. Á Fanö er allt, sem maður þarfnast, en þó er þar ekkert kvikmyndahús. Hins vegar er þar gistihús, og þar eru stundum sýndar kvikmyndir. Á eynni er mjólkurbúð, bakarí, slátrari, en skósmiður er þar enginn enn sem komið er. Frá Fanö falla ferðir til Láglands tvisvar á dag. Við eigum eitt barn, dóttur, sem nú er í húsmæðraskóla í Kaup- mannahöfn. Við höfum ekkert lagt fyrir af tekjum mínum und- anfarin ár. Meginhluti þeirra hefir farið í skatta, og þegar við setjumst að í Fanö verðum við að láta okkur nægja laun mín sem héraðslæknis, en það á líka að vera nóg. Og vitið þér hvað? Nú förum við að geta tekið á móti gestum. Stundum hafa komið gestir til okkar í Árósum, en annað hvort höfum við verið önnum kafin eða úrvinda af þreytu. Nú geta gestirnir komið þegar þeir vilja. Þeir fá það, sem við höfum upp á að bjóða, og nú getum við spjallað við þá í ró og næði og notið þess að vera samvistum við þá. Við eig- um lítinn sumarbústað, en við höfum aldrei haft tíma til að vera þar. Nú seljum við hann, og svo flytjum við allt, sem við eigum, til Fanö. Við hlökkum til þess eins og börn að fá tæki- færi til að vera eins og annað fólk. Það ættu að vera í Dan- mörku miklu fleiri eyjar, þar sem fólk, sem hefir ofreynt sig, gæti fengið að njóta lífsins. —Alþbl., 5. marz Comfortex the new sensation for the modern girl and woman. Call Lilly Matthews, 310 Power Bldg., Ph. 927 880 or evenings, 38 711. KOHLER Electric Light and Power Plants • Here’s the answer to your light and power problems. Strong, powerful, enduring and economical service. Let us show you ALL Kohler can do for you. A\t>MFORD, Meplanp, IlMITED, Phone 37 187 ----- 576 Wall St. WINNIPEG

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.