Lögberg


Lögberg - 24.04.1952, Qupperneq 8

Lögberg - 24.04.1952, Qupperneq 8
8 LÖGBEHG, FIMTUDAGINN, 24. APRÍL, 1952 Úr borg og bygð COOK BOOK Matreiðsiubók, sem Dorcasfé- lag Fyrsta lúterska safnaðar lét undirbúa og gaf út; þegar þess er gætt, hve bókin er frábærlega vönduð að efni og ytri frágangi, er það undrunarefni hve ódýr hún er; kostar aðeins $1.50 að viðbættu 15 centa burðargjaldi. P a n t a n i r, ásamt andvirði, sendist: Mrs. R. G. Pollock, 708 Banning St. Winnipeg, Sími 36 603 Miss Ruth BárdaL 5 — 54 Donald St. Winnipeg. - Sími 929 037 ☆ / Mrs. Svanhvít Josie frá Ot- tawa kom nýlega í heimsókn til foreldra sinna Dr. og Mrs. Sig. Júl. Jóhannesson; þau hafa verið lasin en eru nú að hressast. ☆ Síðastliðið mánudagskvöld lézt á Grace sjúkrahúsinu hér í borg- inni John Anderson 90 ára gamall, ættaður frá Krithóli í Skagafirði; hann kom til Mani- toba í stóra hópnum svonefnda árið 1876. John stundaði búskap í grend við St. Andrews hér í fylkinu í 43 ár; konu sína Agnesi Adshead misti John 1931. ’ Þau áttu eina dóttur, Mary, sem búsett er í Winnipeg. John lætur eftir sig eina systur, frú Elísabetu Polson, 652 Goulding Street í þessari borg. John átti heima hin síðustu ár að 780 McDermut Avenue og bjó þar með áminstri dóttur sinni. Útförin fer fram í dag (fimtu- dag) frá útfararstofu Bardals, kl. 2 e. h. Dr. Rúnólfur Mar- teinsson jarðsyngur. ☆ Þann 6. apríl var haldið sam- kvæmi í bæjarráðshúsinu á Gimli til heijjprs Mrs. John Josephson og til að þakka henni mikið og vel unnið starf í þágu Gimli safnaðar. Hún hefir verið 42 ár í kvenfélagi safnaðarins, 12 ár forseti safnaðarins og 8 ár í djáknangfndinni. Hún tók að sér fyrir ári síðan að safna í minningarsjóð til að kaupa orgel í Gimli kirkju og hefir það nú verið gert og var orgelið vígt á páskadag. Barney Egilson bæjarstjóri þakkaði heiðurstgestinum fyrir hönd ofnannefndra félaga og af- henti henni að gjöf silfur-te-sam- stæðu á silfurbakka. Að því loknu skemtu gestir sér við spil og síðan voru bornar fram veitingar. ☆ Á páskadaginn, 13. apríl, var fallegt nýtt orgel tekið til notkunar í lútersku kirkjunni á Gimli. Orgelið var gefið í minn- ingu um látna vini og ættingja safnaðarfólksins. Sóknarprest- urinn, séra Haraldur S. Sigmar, framkvæmdi minningarathöfn- ina; Mr. Ólafur Kárdal söng og Mr. Gunnar Erlendsson frá Win- nipeg lék fögur tónverk á hið nýja orgel. Miss Magnúsína Halldórsson las upp nöfn þeirra, sem minst hafði verið með þess- ari gjöf; forseti safnaðarins, Mr. Barney Egilsson, þakkaði söfn- uðinum og sérstaklega Mrs. John Josephson fyrir að taka að sér söfnun orgelsjóðsins og út- vega hljóðfærið. ☆ Mrs. Guðfinna Bergson frá Árborg, Man., lézt á njánudag- inn 14. apríl á Elliheimilinu Betel. Hún var 85 ára að aldri. Húskveðja var á Betel á mið- vikudaginn 16. apríl, en jarðar- förin fór fram í Cavalier, N.D. Guðfinna kom til þessa lands fyrir 40 árum og settist þá að í Árborg. Eiginmaður hennar, Sigurður,,er látinn fyrir nokkr- um árum. Hún lætur eftir sig tvo sonu, Heiðmar Björnsson, Víðir, Man., og Samúel Samúels- son, og eina dóttur, Rose Samú- elsson. Gifling Eva May Pool, dóttir Mr. og Mrs. D. Pool frá Carlyle, Sask., og John Harold Magnússon, son- ur Mr. og Mrs. Einar Magnús- son, Selkirk, Man., voru gefin saman í hjónaband í Selkirk á laugardaginn, 12. apríl. Að lok- inni hjónavígslunni fór fram vegleg veizla í Lutheran Hall, Selkirk. Heimili ungu hjónanna verður þar í bæ. Meðal utanbæjargesta voru Mr. og Mrs. E. K. Magnússon og Mundi frá Hnausa, Man. ☆ Dánaríregn — Á miðvikudaginn 16. þ. m. lézt að heimili sínu að Hnausa, Man. bóndinn Sumarliði Kárdal. eftir all-langa legu og miklar þrautir. Hann var aðeins rúmlega fimm- tugur, fæddur að Kárdalstungu í Vatnsdal, sonur Jóns Konráðs- sonar og Guðfinnu Þorsteins- dóttur. Hann hafði átt heima að Hnausa síðan 1923, og stundaði búskap og fiskiveiðar. Hann lætur eftir sig ekkju og tvö börn uppkomin að mestu. Jarðarförin, sem var afar fjöl- menn, fór fram frá heimili hins látna og kirkjunni að Hnausa síðstliðinn mánudag, 21. apríl. Séra Harald S. Sigmar á Gimli og séra Valdimar J. Eylands fluttu kveðjumál. ☆ Oddur Árnason, Gimli, Man., lézt á Elliheimilinu Betel, 11. apríl síðastliðinn, 82 ára að aldri. Hann kom til þessa lands með Stóra hópnum árið 1876, nam land nálægt Gimli og bjó þar alla tíð þar til hann hætti við búskap fyrir átta árum. Hann lætur eftir sig þrjá sonu, Árna í Winnipeg, William á Gimli og Stefán í Vancouver; þrjár dæt- ur, Mrs. Barney Egilson, Gimli; Mrs. James Guttormsson, Gimli og Mrs. Charles England, Boulder, Colorado; ennfremur níu barnabörn. Húskveðja fór fram á Betel á mánudaginn 14. apríl og útförin frá lútersku kirkjunni. ☆ Þjóðræknisdeildin í Selkirk hefir farið fram á það við bæjar- stjórnina, að fá leyfi til að reisa samkomuhús á Queen Avenue þar í bæ. /☆ Mr. Wilfred Bristow, sonur Mr. og Mrs. George Bristow, Gimli, Man., dvaldi tvær vikur um páskana hjá foreldrum sín- um; hann er nú farinn til Regina, Sask., en þar er hann að undir- búa sig fyrir R.CM.P. ☆ Munið eftir Sumarmálasam- komunni í Fyrstu lútersku kirkjunni í kveld, fimtudaginn, 24. apríl. Gleðilegt sumar! ☆ Elías Elíasson trésmíðameist- ari frá Vancouver, B.C., lagði af stað héðan úr borg á mánudags- morguninn loftleiðis austur til New York, en þaðan flýgur hann til Islands og kemur til Reykja- víkur í dag. Mr. Elíasson er ætt- aður frá Steinsmýri í Vestur- Skaftafellssýslu og kom til þessa lands árið 1911. Hann var lengi búsettur í Árborg; hann á syst- kyni á íslandi og mörg systkina- börn, meðal þeirra er Helgi Elíasson fræðslumálastjóri ís- lands. Elías gerði ráð fyrir að verða um þriggja mánaðatíma í ferða- laginu; hann bað Lögberg að flytja kveðjur þeim vinum sín- um, er honum vanst eigi tími til að setja sig í samband við. ☆ Mrs. Gróa Skagfjord, sem lengi hefir búið á Gimli, lézt á þriðjudaginn 15. apríl, 64 ára að aldri. Hana lifir eiginmaður hennar, Jón; sonur, Bernard; dóttir, Mrs. A. Benson og þrjú barnabörn. Útförin fór fram á laugardaginn frá lútersku kirkj- unni á Gimli. ☆ Mr. og Mrs. Norman Stevens frá Gimli fóru nýlega í tveggja vikna skemtiferð til Minne- apolis og Duluth. Mrs. Kristín Tait frá Miami, Florida, sem dvalið hefir hér í nokkrar vikur í heimsókn hjá skýldfólki og vinum lagði af stað til California í gær, en í Berkley búa tvær dætur hennar. I fylgd með Mrs. Tait fór systurdóttir hennar, María Anna Lund frá Raufarhöfn; hún kom með Mr. og Mrs. A. G. Eggertson frá ís- landi fyrir tveim árum og hefir dvalið hjá þeim síðan. Miss Lund fer frá Berkley til New York og þaðan með skipi til ís- lands; verður starfs hennar hér nánar getið síðar. ☆ Þann 19. þessa mánaðar voru gefin saman í hjónaband Miss Pauline Evelyn Martel og Roy Francis Björnsson. Brúðguminn er sonur Mr. -og Mrs. Andrés J. Björnsson, Fort Garry Court, Winnipeg; hann er útskrifaður í Science frá Manitobaháskólan- um. Heimili ungu hjónanna verður í Winnipeg. ☆ Guðmundur Stefánsson, Shoal Lake, Mán., lézt að heimili sínu 6. apríl eftir langvarandi sjúk- dóm. Hann var fæddur á íslandi 1876. Konan hans dó árið 1939. Hann lætur eftir sig tvo sonu, Halldór í Shoal Lake og Baldur, prófessor við Manitobaháskól- ann; fjórar dætur, Mrs. B. Aust- fjord, Vestfold; Mrs. H. Koche, Vibank, Sask.; Mrs. H. Hicks, Devin, Sask., og Mrs. Stone Vancouver, B.C. ☆ Mr. og Mrs. G. L. Stephenson, York Apts., hér í borginni, eru nýlega komin heim eftir tveggja mánaða dvöl í Vancouver . ☆ Fólkið frá Lundar, sem slas- aðist í bílaárekstri nálægt Warren 7. apríl s.l., er nú alt á góðum batavegi. ☆ Fishermen’s Festival verður haldið í Gimli Pavilion á sunnu- daginn þann 18. maí næstkom- andi. Séra Haraldur S. Sigmar flytur guðsþjónustu, en auk þess flytja ræður Campbell forsætis- ráðherra, Dr. S. A. Thompson, fylkisþingmaður og Barney Egilsson bæjarstjóri á Gimli, allri athöfninni verður útvarp- að yfir C.K.Y. og stendur yfir frá kl. 2 e. h. .til kl. 3.30 e. h. Að lokinni útvarpsathöfn fer fram skrúðganga fiskimanna. ☆ Á mánudaginn var lézt hér í borginni Victor Byron, íslenzk- ur í báðar ættir, bóndi í Swan River bygð 45 ára að aldri; auk ekkju sinnar Marion og móður sinnar Berthu Byron, lætur hann eftir sig fjóra sonu, Irvin, Lloyd, Vern og Wayne, einnig tvær dætur Eleanor og Loraine; fimm bræður hans eru á lífi, Harry, Daniel, Ross, Bertle og William, svo og þrjár systur, Mrs. George, Schell, Mrs. Harry Sandbrook og Mrs. K. L. MacKenzie. Útförin fór fram að Swan River. ☆ Mrs. Robert Younger (Vera) ásamt ungri dóttur sinni kom flugleiðis frá Centralia, Ont., á laugardaginn í heimsókn til for- eldra sinna, Mr. og Mrs. J. G. Jóhannsson, Arlington Str. ☆ Mr. Barney Egilsson bæjar- stjóri á Gimli kom til borgarinn- ar á þriðjudaginn ásamt frú sinni. ☆ FRóNS-fundur Almennur fundur Þjóðræknis- deildarinnar Frón verður hald- inn í G. T.-húsinu á mánudaginn 5. maí n.k. kl. 8 e. h. Meginverkefni þessa fundar verður kosning erindreka á Þjóðræknisfélagsþingið, sem haldið verður í Winnipeg dag- ana 2.—4. júní n.k. Samkvæmt venju fer fram skemtiskrá að loknum fundar- störfum. Um hana verður nánar ritað í næsta blaði. H. Thorgrímsson, ritari Fróns Sögufélagið fimmtíu éra SÖGUFÉLAGIÐ á í dag hálfrar aldar afmæli. Það var stofnað 7. marz 1902 og voru aðalhvata- mennirnir að stofnun þess þeir dr. Jón Þorkelsson, dr. Hannes Þorsteinsson og Jósafat Jónasson (Steinn Dofri), en stofnendur voru um 70. Meðlimir félagsins eru nú um 940. Markmikið félagsins var frá upphafi að vinna að útgáfu heim ildarrita að sögu íslands, og hef- ur félagið gefið út mikinn fjölda merkra rita, auk tímaritanna „Blöndu“ og „Sögu.“ Undirbúningur að stofnun Sögufélagsins hófst í janúar 1902. Var þá sent út áskorunarskjal um stofnun félagsins og rituðu um 70 menn nöfn sín á það. Síð- ar var kosin 5 manna nefnd til þess að semja lög fyrir félagið, en stofnfundurinn var haldinn 7. marz, og voru lögin þar sam- þykkt og kosin stjórn. í fyrstu grein laganna segir svo um hlutverk félagsins: „Það er uphaf laga vorra, að félag vort heitir Sögufélag, og er ætlunar- verk þess að gefa út heimildarrit að sögu Islands í öllum grein- um frá miðöldum og síðan, og í sambandi við þau ættvísi og mannfræði þessa lands.“ Þessa hlutverki sínu hefur Sögufélagið verið trútt, og gefið út ýms rit árlega, að undanteknu einu ári, en útgáfustarfsemin féll niður vegna fjárskorts. Rit félagsins eru þessi: Alþing- isbækur íslands frá 1570 - 1800; komin eru út 8 hefti, er ná til 1690; Landsyfirréttar- og hæsta- t éttardómar frá 1800 til 1874, en síðan hafa dómarnir verið gefnir út árlega að tilhlutan þess opin- bera; Hyllingarskjölin frá 1649; Biskupasögur séra Jóns Halldórs sonar í Hítardal; Tyrkjaránið á íslandi 1627, Morðbréfdbækling- ar Guðbrands biskups Þorláks- sonar, Aldarársbók Páls lög- manns Vídalíns 1700 - 1709, Guð- frœðingatal þeirra manna ísl. er tekið hafa háskólapróf 1707 - 1907; Prestaskólamenn; Lögfræð- Ángatal; Ævisaga Gísla Konráðs- sonar; Ævisaga Jóns prófasts Steingrímssonar; Læknatal, eftir J ó h a n n Kristjánsson; Skóla- meistarasögur Jóns prófasts Hall dórssonar og Vigfúsar prófasts Jónssonar; Ævisaga Þórðar há- yfirdómara Sveinbjarnarsonar, Grund í Eyjafirði, eftir Klemenz Jónsson, Þjóðsögur Jóns Árna- sonar, Galdur og galdramál á ís- landi, eftir Ólaf Davíðsson; Læk- nar á íslandi; Landsyfirdómur- inn 1800 - 1919 eftir dr. jur. Björn Þórðarson; Stiftamtmenn og amt menn á íslandi, eftir Magnús Ketilsson; og loks tímaritin Saga og Blanda.“ Blanda byrjaði að koma út 1918, og í þessu riti hefur birzt margvíslegur sögulegur fróðleik- ur og einnig frumsamdar grein- ar. Naut Blanda mikilla vinsælda og varð mest við alþýðuhæfi út- gáfurita Sögufélagsins, næst Þjóðsögum Jóns Árnasonar; en er þær komu út jókst meðlima- tala félagsins að miklum mun og hefur aldrei verið hæri en þá. Sögufélagið hefur þó horfið að því ráði að hætta útgáfu Blöndu með IX. bindi, sem í verður nafnaskrá og efnisskrá, og mun það koma út á þessu ári. I stað Blöndu hefur verið hafin útgáfa á tímaritinu Saga og eru komin út tvö hefti af því, og í því síðara er ýtarleg grein um Sögufélagið eftir dr. Jón Jóhannesson. Saga flytur eingöngu sagnfræðilegt efni, og er fyrsta tilraun til út- gáfu sagnfræðilegs tímarits hér á landi. Sögufélagið hefur tíðum átt í fjárhagsörðugleikum, eins og mörg menningarfélög önnur, enda hefúr útgáfustarfsemi þess Mr. Marlin J. G. Magnússon, ritstjóri og eigandi hálfsmánað- arblaðsins Interlake Municipal Observer var í borginni þessa vikuna; var hann að athuga möguleika til þess að gefa út blað sitt vikulega. ekki verið miðuð við það, hvað gróðavænlegt hefur verið að gefa út, og munu forráðamenn félagsins frá uphafi hafa gert sér það ljóst, að slíkt útgáfufyr- irtæki myndi ekki geta borið sig fjárhagslega. Aðaltekjustofn fé- lagsins hefur verið árstillög fé- lagsmanna og ævifélagagjöld, en gegn því fá meðlimir félags- ins öll rit þess. Árstillag hvers fé- lagsmanns var lengi ekki nema 5 krónur og ævifélagagjald 50 krónur. Nú er árgjald félags- manna 50 krónur og ævifélaga- gjöldin 300 krónur. Loks ber að geta þess, að frá 1906 hefur fé- lagið árlega notið nokkurs styrks frá alþingi, en hann hefur verið mismunandi frá ári til árs, og ekki ævinlega fylgt breytingum á verðgildi peninganna á hverj- um tíma eða hækkuðum útgáfu- kostnaði. Síðustu árin hefur hagur félag- sins þó farið batnandi, en 1940 var breyting gerð á tilhögun út- gáfustarfseminnar, sem orðið hef ur félaginu hagkvæm. Þá gerði félagið samning við ísafoldar- prentsmiðju þess efnis, að prent- smiðjan tók að sér allan kostnað af útgáfu bóka félagsins, 22ja arka árlega, gegn árstillögum fé- lagsins. Jafnframt var ákvæði um að ísafold skyldi innheimta árstillögin og annast afgreiðslu bókanna til félagsmanna. Hins vegar skyldi félagið eiga það af upplaginu, er umfram yrði, þeg- ar félagsmenn væru búnir að fá bækur sínar. Stjórn félagsins átti og að ráða hvaða rit yrðu gefin út hverju sinni. Samningur þessi var gerður til 5 ára, en síð- an framlengdur næstu 5 ár, með þeirri breytingu, að arkatala út gefinna bóka á ári hækkaði upp í 30. Síðan hefur samningurinn verið framlengdur frá ári til árs óbreyttur. Á þessi ári munu eftirtalin rit koma út á vegum Sögufélagsins: Síðasta hefti Blöndu, registrinu lokið; framhald af Alþingisbók- unum; Dómasafnið, framhald; Lögréttumannatal I. bindi og 3. hefti af tímaritinu Sögu. Forsetar Sögufélagsins hafa verið þrír á þessum fimmtíu ár- um, sem liðin eru frá stofnun þess; þeir dr. Jón Þorkelsson frá 1902 - 1924, dr. Hannes Þorsteins- son frá 1924 - 1935 og dr. Einar Arnórsson, fyrrverandi hæsta- réttardómari, frá 1935 og síðan. í stjórn Sögufélagsins eru nú auk Einars Arnórssonar; dr. Þor- steinn Þorsteinsson fyrrv. hag- stofustjóri, Guðni Jónsson skóla- stjóri, Þorkell Jóhannesson pró- fessor og Jón Jóhannesson pró- fessor. Varamenn í stjórninni eru dr. Björn Þórðarson og Stein- grímur Þorsteinsson prófessor. — ALÞBL. 7. marz. MESSUBOÐ Fyrsta Lúterska Kirkja 1 A fv ?! Séra Valdimar J. Eylands Heimili 686 Banning Stfeet. Sími 30 744. Guðsþjónustur á hverjum sunnudegi: Á ensku kl. 11 f. h. Á íslenzku kl. 7 e. h. ☆ Lúterska kirkjan í Selkirk Sunnud. 27. apríl: Ensk messa kl. 11 árd. Sunnudagaskóli kl 12. Islenzk messa kl. 7 síðd. Fólk boðið velkomið. S. Ólafsson ☆ — Gimli Lutheran Parish — Sunday April 27th H. S. Sigmar, Pastor 9:00 a.m. íslenzk messa á Betel 11:00 a.m. Sunday School in Gimli 2:00 p.m. Riverton á ensku 7:00 p.m. Gimli á ensku. C. E. Wilson . . . Framhald af bls. 5 skoðunum sínum fram af kappi og getur slegið sterklega í borð- ið til þess að fylgja orðum sín- um eftir. Þrátt fyrir þetta er hann líka samningamaður, þótt það dyljist nokkuð við fyrstu sýn. Þegar menn hafa lært að umgangast hann, meta þeir hann meira. Útsjónarsemi hans og at- orku virða allir. Engar kröfur hafa komið fram um það, að annar maður verði settur í sæti hans. Eigingjarnar hvatir hafa ekki valdið því, að Wilson hefir tekið þetta starf að sér. Árslaun hans eru nú ekki nema 22.500 dollar- ar, en voru áður 175 þús. dollar- ar. Hann telur sér hins vegar skylt að þjóna landi sínu, þegar þess er krafizt. Ameríkumönn- um finnst það og á ýmsan hátt táknrænt að hafa mann eins og Wilson í þessu embætti. Hann er góður fulltrúi þeirra manna, sem hafa hafizt úr fátækt og umkomuleysi til mestu áhrifa- starfa, en það eru öðrum fremur slíkir menn, sem gert hafa Bandaríkin að því stórveldi, sem þau eru í dag. —TÍMINN, 6. marz

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.