Lögberg - 03.07.1952, Side 1

Lögberg - 03.07.1952, Side 1
O Canada we stand on guard for thee íslendingar viljum vér allir vera Ö5. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMTUDAGINN, 3. JÚLÍ, 1952 NÚMER 27 Kjörinn forsefri íslenzka lýðveldisins Herra Ásgeir Ásgeirsson alþingismaður Síðastliðinn sunnudag fóru fram forsetakosningar á ís- landi, er sóttar voru af kappi rmklu, og féllu atkvæði á þann veg, að Ásgeir Ásgeirsson bankastjóri og þingmaður Vestur-ísafjarðarsýslu, gekk sigrandi af hólmi og hlaut 32,925 atkvæði. Séra Bjarni Jónsson vígslubiskup, fékk 31,040 atkvæði, en Gísli Sveinsson fyrrum sendiherra, 4,255. Hinn nýkjörni forseti fylgir Alþýðuflokknum að málum. Ásgeir Ásgeirsson er fæddur að Kóranesi á Mýrum 13. maí, 1894. Foreldrar hans voru þau Ásgeir kaupmaður Eyþórsson og Jersína Björg Matthíaj'úttir; hann lauk stúdentsprófi 1912, en guðfræðiprófi 1915. Um hnð gegndi Ásgeir biskupsskrdarastarfi, en vann svo í Landsbanka íslands; hann var ungur kosinn á þing, varð fjármálaráð- herra 1931, en forsætisráðherra Islands 1933—1934. Um allmörg ár var Ásgeir fræðslumálastjóri íslands og forseti sameinaðs þings 1930—1931. Hann stýrði Alþingxshátíðinni miklu 1930, og vakti háttvísi hans, að dómi þeirra, er við- staddir voru hvarvetna mikla aðdáun; auk þessa hefir Ásgeir átt sæti í mörgum mikilvægum milliþinganefnd- um, en síðan 1938 hefir hann verið bankastjóri við Útvegs- banka íslands; af þessu er sýnt, að hinn nýkjörni forseti, þótt enn sé eigi nema 58 ára að aldri, á fjölþættan og happasælan starfsferil að baki; hann er kvæntur Dóru dóttur Þórhalls Bjarnasonar biskups, höfðinglegri ágætis- konu. Hinn nýkjörni lýðveldisforseti er glæsimenni og. hverjum manni háttprúðari í fasi, og mun hann því, ásamt sinni tígulegu frú, setja virðulegan svip á forsetabústað hinnar íslenzku þjóðar. Vestur-íslendingur arfleiðir Eyfirðinga að stórfé Gefur Akureyri og Eyjafjarðar- sýslu 580 þús. kr. til barnaheim- ilis og skógræktar Á fundi bæjarstjórnar Akur- eyrar í fyradag var lesið upp bréf frá Lárusi Fjelsted, hæsta- réttarlögmanni í Reykjavík, þar sem hann tilkynnir, að Aðal- steinn Kristjánsson, bygginga- meistari í Winnipeg, sem andað- ist í Hollywood seint á árinu 1949, hafi arfleitt Akureyri og Eyjafjarðarsýslu að 36 þús. doll- urum eða 580 þúsund íslenzkum krónum. í arfleiðsluskrá þeirri, sem Aðalsteinn lét eftir sig, er þessi ánöfnun til Eyfirðinga, en gjafa- bréfinu fylgja ýmis fyrirmæli um meðferð fjárins og skilyrði. Þau skilyrði eru sett í gjafa- bréfinu, að fénu verði skipt í tvo jafna sjóði, og renni annar þeirra, 18 þús. kr. til byggingar barnaheimilis : Akureyri fyrir vandræðabörn, en hinn sjóður in til styrktar skóggræðslu og landbúnaði í Eyafirði og á Ak- Krabbameinshópskoðun ó fólki ókveðin; hefst ef fil vill í haust Krabbameinsfélag Islands gerist aðili að alþjóðasamtökum krábbameinsfélaga Aðalfundur Krabbameinsfé- lags íslands, sem haldinn var 28. maí s.l. ákvað að hefja undirbúfiing að hópskoðun í fólki í því skyni, að greina krabbamein sem fyrst, þar sem um það er að ræða. Er ætlun félagsins að hefja þessa skoðun að einhverju leyti í haust. Fylkiskosningar i aðsigi Þann 16. þ. m. fara fram fylk- iskosningar í Quebec, og er und- irbúningur þeirra þegar sóttur af miklu kappi. Duplessis for- sætisráðherra og þjóðernissinrra- flokkur hans, hefir setið að völd- um í átta ár og ráðið lofum og lögum í .fylkimí. Mr. Duplessis er málafylgjumaður mikill, sem ekki lætur sér alt fyrir brjósti brenna; aðal andstöðuflokkur hans er Liberalflokkurinn, er nú hefir nýjum leiðtoga á að skipa; enn er eigi vitað hversu margir frambjóðendur íhaldsmanna og C.C.F.-sinna kunna að verða, þótt víst megi telja, að fylgi þeirra verði af skornum skamti; alls eiga níutíu þingmenn sæti í fylkisþinginu og meginflokk- arnir tveir hafa frambjóðendur í öllum kjördæmunum. Hross og fé fennir í stórið í Skagafirði Fannkyngið var gífurlegt og er þetta harðasla vorhríð, sem komið hefir í síðastliðin 50 ár Hvítasunnuhretið var allhart í Skagafirði og muna elztu menn þar ekki annað eins óveður svo seint á vori. í framdölum Skagafjarðar varð fannkyngið slíkt, að hross fennti, auk þess mun fé hafa fennt, en þar sem það er heima við á þessum tíma vegna sauðburðarins, mun hafa verið nærtækara að bjarga því í hús en ella. ureyri. Sýslunefnd Eyjafjarðar sýslu á því hér einnig hlut að máli. Ýmis önnur skilyrði fylgja Gg verða þau athuguð nánar, en íullvíst má telja að bær og sýsla veiti viðtöku þessari rausnarlegu gjöf. Góður Eyfirðingur Aðalsteinn Kristjánsson fædd- ist að Bessahlöðum í Öxnadal 1878 og fluttist tveggja ára með íoreldrum sínum að Flögu í Hörgárdal, en 1901 fluttist hann vestur um haf með móður sinni. Setti hann á stofn ásamt Frið- rik bróður sínum byggingafyrir tæki, sem var mjög athafnasamt. Afkastamikill rithöfundur Aðalsteinn var og góður rit- höfundur og ritaði nokkrar bæk- ur ýmist á ensku eða íslenzku. Má nefna bókina „Austur í blá- móðu fjalla,“ sem margir kann- ast við. Hann hefir fyrr en í arf- leiðsluskrá sinni sýnt íslandi vinarhug. Hann gaf Háskóla ís- lands sjóð fyrir nokkru til að koma á kennslu í náttúru fræð- um og efnafræðum. Manitoba- háskóla gaf hann^og 20 þús. dollara. TÍMINN, 5. júní Krabbameinsfélag íslands er samband krabbameinsfélaga í Reykjavík, Hafnarfirði og Vest- mannaéyjum. En búizt er við, að félögunum fjölgi í landsfé- laginu, því að búið er að stofna krabbameinsfélag á Akureyri, og í undirbúningi er stofnun krabba meinsfélags í Keflavík, Akranesi og víðar. Ákveðið var á aðalfundinum, að Krabbameinsfélag íslands gerðist aðili í alþjóðasamtökum krabbameinsfélaga, sem hafa aðalbækistöð i París. . Formaður Krabbameinsfélags íslands er Níels Dungal pró- fessor. —A.B., 30. maí Nýtt bindi af endur- minningum Eggerts Stefónssonar ísafordarprentsmiðja hefir gefið út annað bindið af bók- inni „LÍFIÐ OG ÉG“ en hún flytur endurminningar Egg- erts Stefánssonar söngvara. Er þetta bindi 132 blaðsíður að stœrð og í^ama broti og hið fyrra. Fyrir hretið var einmuna tíð og gróður að verða sæmilegur og ugðu menn ekki að sér. Datt víst engum í hug að enn ætti eftir að dyngja niður meiri fönn, en í verstu hríð að vetrinum. Lambadauði var minni en ætla mátti, en þau voru að finnast framundir síðustu helgi í snjón- um og þá með lífsmarki. T. d. fannst eitt lamb á laugardaginn, sem hefir þá verið búið að liggja fjóra daga í fönn, var það með lífsmarki og tókst að bjarga því. Engu að síður varð lambadauð- inn tilfinnanlegur og ekki sízt vegna þess að menn eru að koma sér upp nýjum fjárstofni eftir niðurskurð og fjárskipti. Til marks um fannkyngið er það að fáein hross fennti og munu tvö þeirra hafa kafnað, standa þó hross lengi upp úr og þarf engar smáræðis fannir til að hylja þau. Bændur voru alla þriðjudagsnóttina við að reyna að bjarga bæði fé og hrossum í hús, en gekk það illa vegna kaf- alds og hríðarmyrkurs. Snjóinn hefir heldur verið að taka upp síðustu daga, en frost er á hverri nóttu og horfir til stórvandræða með allan gróður ef ekki breyt- ist til batnaðar næstu daga. —TÍMINN, 5. júní Eggert greinir í þessu bindi frá ferðalögum sínum og lista- sigrum úti í Evrópu og vestur í Ameríku; en mikill hluti bókar- innar gerist þó hér heima á ís- landi og lýsir vel hvílíkur ætt- jarðarvinur og náttúruunnandi Eggert er. Hersteinn Pálsson ritstjóri hefir búið bókina til prentunar, og kápumynd hennar er eftir Halldór Pálsson listmálara. —A.B., 30. maí Sendiherra heimskautanna á milli Herra Thor Thors sendiherra Ræðismaður Islands og Dan- merkur í Sléttufylkjunum, hr. Grettir L. Jóhannson,. lét ís- lenzku vikublöðunum vestan hafs upplýsingar þær, er hér fara á eftir í té, varðandi hið sí- vaxandi verksvið hins mikils- virta sendiherra íslands, Thor Thors, sem int hefir af hendi og er að inna af hendi, eitt hið allra umfangsmesta og nytsamasta starf, sem um getur á vettvangi íslenzkrar utanríkisþjónustu, er sí ög æ færir út kvíar. Um miðjan febrúar s.l., kom Thor Thors sendiherra heim til Washington eftir þriggja mán- Einn yngsti prófessor heimsins heimsækir ísland Hinn ungi prófessor, cello- snillingurinn Erling Blöndal Bengtson, kom í fyrrinótt hingað til íslands frá Banda- ríkjunum. Er hann á leið til Kaupmannahafnar, þar sem hann mun dveljast í sumar. Heldur hér ef til vill hljómleika r Mbl. átti stutt samtal við lista- manninn í gær, og spurði hann m. a. að því, hvort hann myndi halda hér hljómleika. — Það veit ég ekki með vissu. Eg vildi gjarnan geta komið því við. En ég kem hingað í þetta skipti með svo litlum fyrirvara, að ekki er víst að ástæður séu hentugar til hljómleikahalds. — Annars finnst mér alltaf ánægju- legt að halda hér hljómleika. Ég hefi ávallt fengið hér ágætar móttökur. Þakklátur íslandi Ég er líka alltaf þakklátur ís- landi fyrir það, sem það hefir gert fyrir mig. Mér finnst ég öðrum þræði eiga hér heima — en eins og þér vitið, er móðir mín íslenzk. — Hvernig kunnið þér við yður í prófessorsstöðunni? — Vel, en henni fylgir mikil ábyrgð. — Hvaðan úr Bandaríkjunum komið þér nú? — Ég kem sunnan frá Florida. Dvaldist þar ásamt konu minni í nokkurs konar sumarleyfi. Þar var sumar og sóh — Finnst yður ekki töluverð viðbrigði að koma hingað? — Ég veit ekki hvað ég á að Cellósnillingurinn Erling Blöndal Bengtson segja um það. Florida er Florida og Island er Island. Ég vildi gjarnan að konan mín hefði get- að komið hingað með mér. En þess var ekki kostur í þetta skipti, segir listamaðurinn að lokum. Aðeins tvítugur að aldri Erling Blöndal Bengtson er nú tvítugur að aldri. Hann var 14 ára þegar hann kom hingað í fyrsta skiptið. 19 ára gamall var hann skipaður prófessor í celló- leik við Curtis Institute of Music Bandaríkjunum. Hann þykir aða setu á Allsherjarþingi Sam- einuðu þjóðanna í París. I byrj- un aprílmánaðar fór sendiherra óleiðis til Rio de Janeiro ásamt frú sinni og þann 29. s.m. af- henti hann trúnaðarbréf sitt Vargas forseta sem sendiherra íslands í Brazilíu; þaðan var för- hans heitið til Buenos Aires og þar afhenti hr. Thors Peron for- seta trúnaðarbréf sitt sem sendi- herra Islands í Argentínu. Sendi- herrahjónin komu heim úr þessu ferðalagi hinn 20. maí. Hinn 11. júní var hr. Thors staddur í .Ottawa og þar afhenti hann landstjóranum, Vincent Massey, nýtt trúnaðarbréf sem sendi- herra íslands í Canada og var það stílað á nafn Elísabetar drottningar; af þessu má ljóslega ráða hve umfangsmikið starf sendiherrans nú er orðið, því það nær í rauninni alla leið frá suðurpól til norðurpóls; auk þessa er hr. Thors fastur fulltrúi Islands hjá Sameinuðu þjóðun- um, og krefst slíkt út af fyrir sig nokkurra mánaða starfs á óri; það eru því engar smáræðis- kröfur, sem utanríkisþjónustan gerir til sinna manna, kröfur, sem eigi þola bið. Nú hefir íslenzka ríkið nýlega keypt hús í Washington, en áður leigði það skrifstofur á 609—16th Street; er þetta rúmgott Hús- næði þar sem sameinuð verður ibúð sendiherrans og skrifstofur sendiráðsins; hið nýja heimilis- fang er 1906—23rd Street, N. W., Washington 8, D.C. Síminn er Colombia 6653 á skrifstofunni, en heimasími sendiherra er Decatur 3040. Það er Islandi mikil gæfa að eiga á að skipa á sviði utanríkis- þjónustunar jafn ágætum dreng- skaparmanni og Thor Thors er, vökumanni, er að því vinnur nótt sem nýtan dag að útbreiða hróð- ur þjóðar sinnar eins vítt og vor- geislar ná. Heimsækir Vínarborg i nú meðal heimsins. fremstu cellóleikara -Mbl., 17. maí Síðari hluta júnímánaðar var utanríkisráðherra Bandaríkjanna staddur í Vínarborg og var hon- um tekið þar með kostum og kynjum; hann flutti þar út- varpsræðu og dáði mjög austur- rísku þjóðina fyrir staðfestu hennar og frelsisást; hann lét þess getið, að amerískur her yrði í landinu unz trygt yrði að öllu um sjálfstæði þjóðarinnar. ■

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.