Lögberg


Lögberg - 03.07.1952, Qupperneq 3

Lögberg - 03.07.1952, Qupperneq 3
LÖGBERG. FIMTUDAGINN, 3. JÚLI, 1952 3 Gyð Tékkóslóvakíu ingaofsóknir kommúnista í hamslausari en nazistanna Eítirfarandi skýrsla er riluð af ungum, tékkneskum mennta- manni, sem hefir orðið að flýja föðurland sitl undan hinni kom- múnisku ógnarstjórn. Hann var nýlega á ferð hér á landi og rit- aði þá skýrslu þessa fyrir Morg- unblaðið. í henni gerir hann glögga grein fyrir hve mjög hin kommúniska sljórn landsins er undirgefinn Moskvustjórninni, hvernig hreinsanirnar i n n a n flokksins eru miskunnarlaust framkvæmdar og hve hinn tékk- neski kommúnislaflokkur hefur líkt nákvæmlega eftir villtustu ofsóknum nazistanna á hendur Gyðingum í landinu. Af skiljanlegum á s t æ ð u m verður nafni hans haldið hér leyndu. Núna á annað ár hefur staðið yfir hreinsun í kommúnista- flokknum í Tékkóslóvakíu. Tal- ið er, að 14.000 menn og konur hafi verið handtekin samtals, en meðal þeirra er há prósenttala af Gyðingum eða mönnum af Gyðingaættum. Skefjalausar kynþáltaofsóknir Þegar Vladimir Clementis fyrrverandi utanríkisráðherra, var afsettur og handtekinn fyr- ir einu og hálfu ári síðan, urðu fyrir aðallega háttsettir embætt ismenn þriggja ráðuneyta, þ.e. a.s. utanríkismálaráðuneytisins, utanríkisverzlunarmála og upp- lýsingamála. Af þeim voru þekktir menn af Gyðingaættum sem hér segir: Evzen Plinger, forstjóri blaða- mannadeildarinnar í utanríkis- málaráðuneytinu, var einn af þeim fyrstu. Evzen Loebl, annar varautanríkismálaráðherra, framdi sjálfsmorð í fangelsinu. Stanislav Budin (hét uppruna- lega Batz, seinna Benzion), for- stjóri deildar fyrir áróður er- lendis í upplýsingamálaráðu- neytinu, sætti til að byrja með árásum fyrir bók um Bandarík- in; sú bók er full af svæsnum á- sökunum í garð Ameríkumanna, en semt þótti hún ekki 'vera nægilega austræn; seinna hvarf hann úr opinberu lífi. Önnur fórnardýr voru: Oskar Kosta (hét áður Kohn), háttsettur em- bættismaður fjármálaráðuneyti- sins, Arthur London og Vavro Hajdu úr utanríkismálaráðu- neytinu. Flestir þessara manna hafa verið kammúnistar frá fornu fari. Algengasta skýring- in á falli þeirra var, að þeir höfðu lifað í Bretlandi eða Bandaríkjunum á stríðsárunum. (Evzen Klinger í hrezkum fanga búðum!) og að þeir voru grun- aðir um vestrænan hugsunar- hátt. Ekki einu orði var á þeð íninnzt, að þeir voru Gyðinga- ættar. Alþjóðasinni sama sem glæpamaður! En um vorið 1951 var breytt um tón. Þá var byrjað að koma í ljós nýtt „samsæri,“ í þetta sinn í sjálfri flokksstjórninni. Samsæri, sem var kennt við að- alritara flokksins Rudolf Slarr- sky. Á Slansky var þá ekki ráð- izt enn, heldur var Otto Sling kallaður upphafsmaður samsæri sins. Otto Sling var ritari flokk- sins í Bruno (Brunn). Hann var kominn af miðstéttarfólki Gyð- ingatrúar. Kæran á hendur hon- um gleymdi ekki að geta þess, að hann var af „borgaralegum“ og „erlendum“ rótum runninn. Með honum voru handteknir margir meiri háttar Gyðingar. Merkastur þeirra var Bedrich Reycin, sem hafði orðið herfor- ingi af pólitískum ástæðum. Op- inberlega var tilkynnt, að þess- ir menn hefðu þröngvað sér inn í þjónustu aðalritarans Slansky, meðan hann var veikur. Fórnardýrin voru ekki „vest- rænir menn“ í þetta sinn, heldur flokkshöfðingjar og lögreglu, sem hingað til hafa verið álitnir hinir tryggustu þjónar Moskvu. Eigi að síður voru þeir ákærðir fyrir að vera „kosmopolítar — alþjóðasinnar" og agentar hinar vestrænu yfirráðastefnu, sem ætluðu að koma kapítalisman- um aftur á í landinu. Dylgjurnar um, að „samsærismenn" væru „rótlausir í föðurlandinu," voru tíðar. Þegar hér var komið mál- um, byrjuðu tékkneskir lesend- ur að átta §ig á því, að orðið kosmopolíti þýddi um þa§ bil sama og Gyðingur. En orðið „Gyðingur" hefur þá enn ekki verið notað opinberlega og enn var hægt að álíta hina háu pró- senttölu Gyðinga meðal þeirra handteknu sem tilviljun eina. Ritarinn handtekinn En allar efásemdir hurfu, þeg- ar hreinsunin náði til aðalritara Kommúnistaflokks Tékkósló- vakíu, Rudolf Slansky. Hann var settur af og ekki löngu seinna var hann handtekinn sem höfuðforsprakki samsæri- sins. Þegar forsætisráðherra, An tonín Zápotocký, tilkynnti hand töku hans 18. desember 1951, sagði hann, að tékkneska stjórn in mundi ekki sætta sig við í- hlutun, hvort sem hún kæmi „frá Washington eða London, frá Róm eða Jerúsalem.“ Hann talaði ennfremur um landráða- menn, sem hefðu gert samsæri til þess að skila þjóðnýttum eignum aftur „í hendur kapítal- ista, Gyðinga og annarra.“ Slansky hefur verið sakaður um að hafa reynt að koma aftur kapítalismanum á fót með hjálp vestrænna imperíalista. Tékk- nesk blöð skildu táknið og hófu allsherjar hríð gegn Zíonisma og alþjóðahyggju. Því var haldið fram, að þessar stefnur væru verkfæri bandarískrar yfirráða- stefnu. Zíonisminn og alþjóða- hyggjan höfðu áhrif á tékkneska borgara af gyðinglegum upp- runa og jafnvel á kommúnista af Gyðingaættum í foringjastöð- um. — Gyðingar, „menn sem höfðu engar rætur í ættjörðinni, sem voru þar að auki flestir komnir af borgaralegum fjöl- skyldum, höfðu tilhneigingu að smitast af slíkum hugsunar- hætti. Flokkurinn og stjórnin urðu að hreinsast af „stéttaróvin unum,“ sem hafa smokrað sér upp í háar stöður og vernduðu þaðan hagsmuni gyðinglegra auðkýfinga. Allt þetta er augljós uppspuni Enginn þeirra hreinsuðu hafði haft tengsl við zíonisma, nema ef ske kynni Stanislav Budin.— Langflestir þeirra voru einlæg- ir og áfjáðir óvinir kapítalis- mans í hvaða mynd sem er. En áróður stjórnarvaldanna reynir að innprenta fólkinu#þessa lík- ingu: Gyðingur—kosmopoliti — agent auðvaldsins — landráða- maður og njósnari fyrir Banda- ríkjamenn. Slóvakísku blöðin gefa þeim tékknesku ekkert eftir, enda hafa þau s ö m u húsbændyr. Pravda og L’ud saka Gyðingana um, að þeir hafi reynt eftir styr- jöldina að ná — á kostnað sló- vakiskrar alþýðu — sömu fjár- hagslegri afstöðu, og þeir höfðu fyrir styrjöldina. Ennfremur saka þau þá um að hafa flutt ó- grynni fjár og auðæfa til ísrael. Áróðurinn g e g n gyðinglegum auðkýfingum" er tengdur dylgj- um, að þeir njóti aðstoðar af Gyðingum í hæstum embættum kommúnistaflokksins í þeim til- gangi að koma kapítalismanum aftur á fót. Á þennan hátt reyn- ir áróðurinn að útmála alþjóða samsæri, sem stjórnað er bæði frá Jerúsalem og Washington. Myndin er áberandi lík áróðri nasista. Hver og einn Gyðingur er.grunaður um að vera þátttak- andi í samsærinu vegna „rótleys is“ síns og vegna hins „erlenda sjónarmiðs.“ Margar ræður og ritstjórnargreinar e n d a með kröfunum um, að „kosmopolitar verði afmáðir og i stað þeirra komi „ósviknir tékkneskir og slóvakískir föðurlandsvinir." Utanríkisþjónustan „hreinsuð" En hreinsunin heldur áfram á öðrum sviðum. Af skiljanlegum ástæðum er hún augljósust í út- anríkisþjónustu Tékka. Eftir ára mótin var sendiherra Golstueck- er frá T1 Aviv tekinn úr umferð svo lítið bar á. Hann hefur ver- ið skipaður sendiherra í Stokk- hólmi, en var handtekinn, þegar hann kom til Prag. Tékkneski konsúll í Israel, Frantisek Nec- as (ekki Gyðingur) var kallaður heim til þess að vitna gegn þess- um fyrrverandi samstarfsmanni sínum, en hann „hoppaði af“ og sótti um dvalarleyfi og griða í Frakklandi. Sendiherra Tékka í Kína var Gyðingur Jan Weiss- kopf; um hann hefur ekkert frétzt síðan um áramót, en í febrúarlok var tilkynnt, að ann- ar sendiherra hafi verið skipað- ur, þingmaðurinn Frantisek Komzala. I febrúarlok sagði af sér Karel Stern, starfsmaðui- viðskipta- sendinefndar ) Bern í Sviss. Fyr- ir styrjöldina var Stern lögfræð- ingur í norðurhluta Bæheims. Fjölskylda hans hefur verið strádrepin á styrjaldarárum af nasistum, þar sem hún var Gyð- ingatrúar. — Stern gerðist þá kommúnisti í þeirri trú, að kom múnistar muni aldrei taka upp Gyðingaofsóknir, en varð fyrir slíkum vonbrigðum, að hann sagði af sér í mótmæla skyni. Loks má geta þess, að í febrú- ar var í Prag handtekinn þegn ísraelsríkis Mordekai Oren (hét áður Ohrenstein), sem er í sínu heimalandi þingmaður kommún istaflokksins MAPAM. — Þess vegna og vegna almennrar and- gyðingastefnu Pragstjórnarinn- ar var sendiherra ísraels í Prag kallaður til' umræðna heim í Tel Aviv. — MBL., 20. maí Ljóð, sem leyna á sér Gestur Guðfinnson: Þenk- ingjar. Ljóð. Alþýðuprent- smiðjan h. f. Reykjavík 1952 GESTUR GUÐFINNSSON hef- ud birt allmörg kvæði í tímarit- um undanfarin ár, en „Þenking- ar“ er fyrsta ljóðabók hans. Þetta er svo athyglisverð frum- smið, að Gestur á tvímælalaust að halda áfram að yrkja. Hins vegar eru ljóðin ærið misjöfn og vinnubrögðunum stundum allt of ábótavant. Fæst kvæðin geta talizt fullunnin, en efniviðurinn í flestum þeirra er ósvikinn. Gestur á vonandi eftir að gefa út betri bók en þessa. Samt þarf hann síður en svo að blygðast sín fyrir „Þenkingar.“ Þetta er bók, sem leynir á sér og vekur ánægjulegar vonir, þrátt fyrir gallana. Ef Gestur yrkir meira og vandar sig betur, getur hann orðið gott ljóðskáld, því að æð- ina á hann til. Mörg kvæðin mínna helzt á uppkast. Það er eins og höfund- urinn hafi ort þau í stemningu líðandi stundar, en vanrækt að fágu þau. Þetta er auðvitað illa farið og ámælisvert. Stundum finnst lesandanum líka hann heyra í fjarska ó m i n n af strengjaslætti Stefáns frá Hvíta- dal, Davíðs Stefánssonar, Tóm- asar Guðmundssonar, Guðmund ar Böðvarssonar og Steins Stein arr, þó að því fari hins vegar fjarri, að Gestur geri sig sekan um stælingar. En hanh þarf að leggja aukna áherzlu á að slá persónulegan tón, og hans gætir í sumum kvæðunum, en er of daufur og fjarlægur. Verst tekst höfundinum, þegar hann vill færast mikið í fang, en bezt, er hann verður barnslegur og kím- inn og bregður upp svipmynd- um í smágerðum ljóðum. Kvæði eins og Vor, Ó, ljóðs míns dís, Ein er sú nótt, Haust, Tál, Að leikslokum og Haustmyrkur ná tilgangi sínum, þó að sum þeirra þyrftu að vera sýnu betur kveð- in, og þau vitna um ótvírætt skáldefni. Þau eru í ætt við blæ og sólskin. Hin eru of áþekk þok unni, þó að sitthvað beri þar fyr ir augu og eyru, ef vel er að gætt. Gestur Guðfinnsson ætti að gera sér far um að lesa kvæði erlendra skálda, og helzt þyrfti hann að leggja leið sína út í lönd til þess að vikka sjóndeild- arhring sinn, finna nýjan and- blæ leika um sig og líta furður veraldar. Undirritaður er ekki í neinum vafa um, að slíkt ævin- týri myndi verða skáldinu í Gesti andleg opinberun. En jafn framt yrði hann að aga sig hlífð- arlaust og temja sér ný og strangari vinnubrögð. Gestur er í dag athyglisvert skáldefni ,en slakur hagyrðingur. Guði sé lof, að hann er þó ekki slyngur hag- yrðingur, en lélegt skáld! Eitt smákvæði, þar sem fyrir bregð- ur skáldlegum glömpum eins og í beztu ljóðum Gests, er sann- arlega meira virði en hestburð- ir af velrímuðum leirburði. Gestur býður lesendum sínum upp á gott en lítið unnið hrá- efni af kvæðum. En hann verður áreiðanlega ekki til að spauga með, ef honum auðnast að kom- ast upp á lag með vinnsluna, og þess mun ekki langt að bíða, ef hann vill og birir. Bezta kvæðið í „Þenkingum“ er sennilega Ein er sú nótt: Ein er sú nótt, er hljóðlát heilsar þér, og hinzti glampi deyr á bak við ský. Og vitund lífsins hverfur sjálfri sér, og sjálfum þér. Og vaknar ekki á ný. Ein er sú nótt, að ekki dagar meir og um þig lykur tóm og dauða- þögn. Og út í tómið sérhver draumur deyr í dauðaþögn. Og svo er ekkert meir. Að leikslokum þyrfti að vera betur ort, en hittir samt í mark: Hver vinur að síðustu sveik þig og yfirgaf, er sat við þinn heimilisarin, og eftir stendur þú einn með þinn mal og staf, og ævin er lifuð og farin. Og ef til vill finnst þér eilítið dapurlegt og ekki huggnuarmikið að horfa á eftir öllum, sem þig hafa blekkt og yfirgefið og svikið. En þungbærust reynsla alls er þín eigin sekt, og óvægnust síðasta skrefið sú vissa, að þú hefur sjálfur þig sárast blekkt og svikið og yfirgefið. Undirritaður bindur samt mestar voni^ við Gest Guðfinns- son sem skáld vegna eftirfarandi smáljóðs, er nefnist Haust: Váleg er veðurátt og vindagari, loftið haustlegt og’ hrátt með skýjafari. Lítil blóm eiga bágt í engu vari. Tré standa blaðlaus og ber í brekku sinni. Sjórinn skvettist við sker í fjarðarmynni. Hrollkalt, hrollkalt er mér og veröldinni. er að minnsta kosti ekki vatn. Business and Professional Cards Dr. P. H. T. Thorlakson WINNIPBG CLINIC St. Mary’i and Vaughan. Wlnnlpag PHONE 926 441 • S. O. BJERRING Canadian Stamp Co. RUBBER & METAL STAMPS NOTARY & CORPORATE SEALS CELLULOID BUTTONS 324 Smilh St. Winnipeg PHONE 924 624 J. J. SWANSON & CO. LIMITED 308 AVENUE BLDG. WINNIPEG Fasteignasalar. Leigja hú8. Ut. vega peningalán og eldsábyrgO, bifreiðaábyrgB o. s. frv. Phone 927 538 Phone 21101 ESTIMATES FREE J. M. INGIMUNDSON Asphalt Roofi and Inanlated Slding — Repalrs Country Orderi AtteodeO To 632 Slmcoe St. Wlnnlpeg, Man. SARGENT TAXI PHONE 204 845 PHONE 722 401 FOR QUICK. RELIABLE SERVICE GIMLI FUNERAL HOME 51 First Avenue Ný útfararstofa með þeim full- komnasta útbúnaði, sem völ er á, annast vlrðulega um útfarir, selur llkkistur, minnisvarða og legsteina. Alan Couch, Funeral Director Phone—Business 32 Residence 59 DR. E. JOHNSON 304 EVELINE STREET Selkirk. Man. Offlce Houra 2.30 - 6 p.m. Phonea: Office 28 — Rea. 230 DR. A. V. JOHNSON Dentist 506 SOMERSET BUILDING Telephone 97 932 Home Telephonpe 202 398 Andrews, Andrews, Thorvaldson and Eggertson jLögfrœ/Hngar 200 BANK OF NOVA SCOTLA BG. Portage og Garry St. Phone 928 291 DR. ROBERT BLACK SérfrœOingur i augna, eyma, nef og hálssjúkdómum. 401 MEDICAL ARTS BLDG. Graham and Kennedy St. Skrlfstofuslml 923 815 Heimaslmi 403 794 CANADIAN FISH PRODUCERS, LTD. J. H. PAGE, Managing Directcr Wholeaale Dlatrlbutors of Freah and Frozen Fiah. 311 CHAMBERS STREET Office Ph. 28 328 Rea. Ph. 73 917 Comfortex the new sensation for the modem girl and woman. Call Lilly Matthews, 310 Power Bldg., Ph. 927 880 or evenings, 38 711. Offlce Phone Rea. Phone 924 782 726 118 Dr. L. A. Sigurdson 828 MEDICAL ARTS BLDG. Otflce Houra: 4 p.m. - • p.m. and by appolntment. GUNDRY PYMORE Limited British Quality Fish Nettino 58 VICTORIA ST. WINNIPEG Phone 928 211 Manager T. R. THORVALDBON Your patronage wlU be apprcdated A. S. BARDAL LTD. , FUNERAL HOME 843 Sherbrook Street Selur líkklstur og annast um út- farir. Allur útbúnaður sá bezti. StofnaO 1894 Sími 27 324 Minnist BETEL í erfðaskrám yðar. Phone 23 998 700 Notre Dame Ave. Opposlte Maternity Pavilllon, General Hospltal. Nell’s Flower Shop Weddlng Bouquets. Cut Flowers, Funeral Deslgna, Corsages, Bedding Planta NeU Johnson Rea. Phone 27 482 PHONE 927 025 H. J. H. Palmason, C.A. H. J. PALMASON Jk CO. Chartered Acconntanta 505 Confederation Life Bldg. WTNNIPEG MANITOBA Offlce 933 587 Res. 444 389 THORARINSON & APPLEBY BARRISTERS and SOLICITORS 4th Floor — Crown Trust Bldg. 364 Maln Street WINNIPEG CANADA PARKER, PARKER & KRISTJANSSON Barristers - Solicilors Ben C. Parker, K.C. B. Stuart Parker, A. F. Kriatjanaaon 500 Canadlan Bank of Comntrec Chambers Wlnnlpef, Man. Phone «X3 9t1 SELKIRK METAL PRODUCTS Reykháfar, öruggasta eldsvörn, og ávalt hretnlr. Hltaelnlngar- rör, ný uppfynding. Sparar eldi- við, heldur hita frá að rJOka út með reyknum.—Skrifið, simið til KELLT SVEINSSON 825 WaU Street Wlnnipeg Just North of Portage Ave. Símar: 83 744 — 34 431 G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dir. Keystone Fisheries Limited Wholesale Distributors of FRESH AND FROZEN FISH 404 SCOTT BEK, Slmi 925 227 J. WILFRID SWANSON & CO. Insurance in aU its branches. Real Estate - Mortgages - Rentals 210 POWER BUILDING Telephone 937 181 Res. 403 480 LET US SERVE YOU Bullmore Funeral Home Dauphin, Manitoba Eigandi ARNI EGGERTSON, Jr. Creators of Distinctive Pringting Columbia Press Ltd. 695 Sargent Ave., Wlnnipeg Phone 21804 Kaupið Lögberg

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.