Lögberg - 03.07.1952, Síða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 3. JÚLÍ, 1952
5
9WWVVVVVVVWVWVVVVVVWVVVVV*
ÁlilG/iHÍL
LVCNNA
Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON
KARTÖFLURNAR
Kartöflurnar eru svo
hversdagsleg fæða, að þeim er
venjulega lítill gaumur gefinn
nema ef þær vanta á borðið við
miðdegis- eða kveldverðinn; þá
finna menn fljótt hve þær eru
mikilsverðar í daglegu mataræði
fólks. Þær hafa jafnan verið
fremur ódýr fæða og þess vegna
hafa sumar húsmæður ekki gætt
þess að fara sparlega með þær;
þær hafa skorið hýðið af þeim
og um leið mikið af kartöflun-
um sjálfum, og fleygt soðinu af
þeim og um leið miklu af nær-
ingarefnum þessa góða ávaxtar.
Nú hafa kartöflur hækkað í
verði eins og flest annað matar-
kyns, og eru nú komnar upp í
9 til 10 cent pundið hér í borg-
inni. Þessi verðhækkun verður
sennilega til þess að margar
konur reyna að gera sér meiri
mat úr kartöflunum en áður og
má þá segja: „Að fátt sé svo með
öllu ilt að ekki boði nokkuð
gott.“
Kartöflúr eru svo ríkar af
næringar- og fjörefnum, að í
matarreglunum er heilbrigðis-
deild stjórnarinnar gefur út, er
ráðlagt að neyta þeirra að minsta
kosti einu sinni á dag. En þá er
líka áríðandi að ræna þær ekki
þessum efnum með því að af-
hýða þær og sjóða þær í miklu
vatni.
í kartöflunum er C-vítamín og
dálítið af B-vítamín. C-vítamín
læknar skyrbjúg og styrkir lík-
amann. Séu kartöflur soðnar
eða bakaðar með hýði er C-
vítamín tapið mjög lítið, en séu
þær afhýddar og soðnar í miklu
vatni tapa þær að minsta kosti
☆ ☆
VINNUR SÉR
í hvert sinn, sem einhver af
íslenzkum ættum vestur hér,
karl eða kona, vinnur sér eitt-
hvað til frægðar, má það vera
ánægjuefni, eigi aðeins ættingj-
um og vinum, heldur einnig ís-
lendingum almennt, því að hvert
slíkt afrek varpar ljóma á ætt-
stofninn í heild sinni. Á það eigi
sízt við um námsfólk af íslenzk-
um stofni í landi hér, er, góðu
heilli, heldur enn sem fyrri á-
fram að vinna sér margháttaðan
Irama.
í þeim hópi er ungfrú Marvel
Adele Kristjánson frá Garðar,
North Dakota, sem þ. 10. júní
siðastliðinn brautskráðist af
ríkisháskólanum í Norður Da-
kota (University of North
Ðakota) með ágætum einkunn-
um og hlaut menntastigið
“Bachler of Science in Edu-
cation” og “Bachelor’s Diploma
in Teaching”, er ber því vitni,
að hún hafði jafnframt lokið
kennaraprófi í námsgreinum
sinum; aðalnámsgrein hennar
var verzlunarfræði, en hljómlist
aukanámsgrein.
Á Marvel sér að baki óvenju-
lega glæsilegan námsferil; hafði
tekið mikinn þátt í félagslífi há-
skólastúdenta og hlotið margvis-
legar heiðursviðurkenningar. —
Hún var kosin félagi í “Sigma
Alpha Iota”, en það er félags-
skapur þeirra kvenna, er hljóm-
list stunda; einnig félagi í “Pi
Omega Pi”, en það er alþjóðar
félag stúdenta í verzlunarfræð-
um, og var hún einnig um skeið
á skólaárunum forseti í deild
þess félags við ríkisháskólann;
síðast en ekki sízt má geta þess,
að hún var kosin félagi í “Pi
Lambda Theta”, en það er heið-
ursfélag kvenstúdenta í fræðslu-
málum, og var hún um hríð á
námsárunum féhirðir þess.
Auk þess var hún félagi í
systra- og heimavistarfélaginu
‘ Gamma Phi Beta Sorority” og
tók mikinn þátt í starfsemi þess,
þriðjung af C-vítamínmagninu
og kartöflustappa tapar á sama
hátt um helming af C-vítamín
magninu. Fyrir þessar ástæður
ætti aldrei að afhýða kartöflur
fyrr en búið er að sjóða þær eða
baka; séu þær soðnar, að nota
þá sem minst vatn.
C-vítamínið er mest í nýjum
kartöfltim en minkar eftir því
sem líður á geymslutímann og
er minst að vorinu.
Þegar kartöflur eru bakaðar
ætti að velja þær af sömu stærð
svo þær verði búnar samtímis;
þvo þær vel með bursta, þurka
þær og bera á þær feiti og baka
í 425 til 450 gráða hita í 40 til
60 mínútur. Strax og þær eru
bakaðar er stungið á þeim með
gaffli til að hleypa gufunni út úr
þeim. —
Kartöflur þekktust ekki í
Evrópu fyrr en á 16. öld. Þegar
Spánverjar komu til Perú í
Suður-Ameríku, þá voru kar-
töflur ræktaðar þar. Þær voru
nefndar „battata“ eða „papa“.
Sagt er að múnkur nokkur hafi
flutt þær til Spánar og þaðan
bárust þær til ítalíu og Belgíu.
Nokkrum árum síðar flutti Sir
Walter Raleigh kartöflur til ír-
lands. Þar hafa þær jafnan verið
mikið ræktaðar og ein af megin-
fæðu þjóðarinnar eins og sést á
því að þegar kartöfluuppskeran
brást 1846 vegna sýki í kartöfl-
unum olli það hungursneyð í
landinu.
Kartöflur eru nú ræktaðar í
flestum löndum heimsins og er
framleitt meira af þeim en
nokkrum öðrum garðávöxtum.
☆ ☆
NÁMSFRAMA
Marvel Adele Kristjánson
ennfremur í stjórnarnefnd Kristi
legs félags ungra kvenna við há-
skólann (Y.W.C.A.) og starfaði
í Háskólafélagi lúterskra stú-
denta (Lutheran Students’ As-
sociation).
Marvel er fædd 23. ágúst 1930
í Buffalo, New York, þar sem
foreldrar hennar voru búsett um
allmörg ár, en fluttist með þeim
8 ára að aldri til Garðar og hefir
alist þar upp; stundaði hún þar
alþýðuskóla- og gagnfræðaskóla-
nám og lauk burtfararprófi á
gagnfræðaskólanum 1 Garðar
vorið 1948 og hóf þá þegar sama
haust nám sitt á ríkisháskólanum
í Grand Forks, N. Dak.
Og þeim, sem þekkja til ættar
Marvel Kristjánson, þarf ekki að
koma námsferill hennar á óvart,
því að traustir stofnar standa að
henni á báðar hendur. Foreldrar
hennar eru merkishjónin Krist-
ján kaupmaður og trésmíða-
meistari Kristjánson og frú Val-
gerður kona hans að Garðar. Er
Kristján ættaður frá Bolungar-
vík, sonur Kristjáns Halldórs-
sonar, er var kunnur formaður
og ^jósóknari; en frú Valgerður,
sem er kennslukona að menntun,
er dóttir hinna ágætu hjóna
Stefáns Magnússonar Breiðfjörð
Gaman og alvara
Ég var eitt sinn á ferð fram
hjá dálitlum runna að næturlagi.
Það var dimmt og drungalegt
loft; sárkaldur vindur næddi um
mann; fáein haglkorn bárust úr
loftinu. Það var eins og hin
gleðivana náttúra væri að syrgja
yfir sjálfri sér.
1 runnanum var tvíbýli; tvenn
smáfuglshjón bjuggu þar búum
sínum. Þau tilltu sér á smágrein-
um og ræddu áhugamál sín með
mikilli glaðværð. Dapurleiki
veðursins sýndist ekki hafa nein
áhrif á samræðurnar. Ég lét mér
nú skiljast, að glaðvært hugar-
far fer ekki eftir ytri ástæðum,
heldur eftir innvortis ásigkomu-
lagi; mér skildist einnig, að höf-
undur lífsins ætlast ekki til, að
sorgin sé hið ríkjandi afl lífsins,
heldur á það að vera gleðin. Það
verður naumast varist þeirri á-
lyktun, að gleði er að .finna á
flestum stöðum, ef athygli ekki
brestur.
Það má að öllu leyti teljast
eðlilegt, að þeir, sem búa við
þung kjör, finnist líf sitt gleði-
snautt; þó er það ekki sjald-
gæft, að þeir, sém bergja súran
bikar rauna og mótlætis berist
betur af en þeir, sem virðast búa
við yfirfljótanleg gæði. Yfirleitt
talað, mun mörgum hlotnast
fleiri glaðidagar en sorgardagar,
þótt maður enginn mæðulaus
má í heimi búa. Ákvörðun í þeim
efnum er mikið undir hugsunar-
hætti komin. Það tekur mikla
hugaræfingu til þess að geta
samsint orðum skáldsins: —
„Margur reiknar sér til sorgar,
sinna gagn, er ætti að fagna.“
Stundum eru sorgir manna
sprottnar af vanheilum hugsun-
arhætti; menn í góðum efnum
sjá ofsjónum yfir eignum annara,
sem meira hafa handa á milli;
menn líta auðmanninn öfundar-
auga; þó mun það mála sannast,
að þeir sem búa við mikil auð-
æfi hafa byrðar að bera, sem
hinir efnaminni hafa ekkert af
að segja; fáir eru einmana eins
og auðmaðurinn. Hann hefir
iðulega yfir sveit manna að ráða,
misjöfnum að innræti; sumir
dyggir, en aðrir ódyggir. Mönn-
um hættir við að girnast gullið,
en gleyma manninum, serrf hefir
yfir því að ráða. Hann á örðugt
með að lesa í sundur vini og
óvini; þar af leiðandi á hann
færri vini en ætla mætti. Hann
hefir mikið fyrir lífinu; þung
byrði hvílir honum á herðum.
Mun nokkuð sjaldgæft að finn-
ist glaðværir auðmenn.
Tökum til samanburðar fugl-
ana í runnanum; þeir eru kátir
og skrafhreyfir, og spjalla mikið
hvernig sem viðrar. Þeir eiga
engin forðabúr gegn vetrinum,
en framfleyta lífinu á leyfum og
úrgangi, sem fleygt er út frá
mannlegum híbýlum; þeir
hvorki vinna né' spinna. Þeiy
Id. 1937) og konu hans Kristínar
Bergman, sem enn er á lífi, all-
mjög við aldur, og búsett að
Garðar.
Heimili þeirra Kristjáns og
frú Valgerðar að Garðar er víð-
kunnugt fyrir myndarskap og
rausn; eru þeir æði margir orðn-
ir gestirnir heiman um haf og úr
hópi íslendinga hér í landi, sem
geyma í þakklátum huga góðar
minningar um frábærar viðtökur
á heimili þeirra hjóna, því að þar
fara saman höfðingsskapur og
gleðskapur í beztu merkingu
orðsins.
En svo að horfið sé aftur að
Marvel dóttur þeirra hjóna, þá
hefir hún, foreldrum sínum, ætt-
ingjum og vinum til íagnaðar-
efnis, eigi aðeins unnið sér mik-
inn námsframa, heldur einnig
þegar hlotið ágæta kennarastöðu
í sínum fræðigreinum við gagn-
fræðaskólann í Thief River Falls
i Minnesota, einum af beztu slík-
um skólum í þeim hluta ríkisins;
þarf eigi að efa, að hún' muni
geta sér gott orð í kennslustarf-
inu, jafn mikinn dugnað og hún
hefir sýnt í háskólanámi sínu,
RICHARD BECK
sofa værum hressandi og á-
hyggjulausum svefni til kom-
andi dags.
Einhver hefir komist þannig
að orði:
„Ef að viltu hér í heim,
hjálpast frjáls og glaður.
Lít til fugla og lærðu af þeim,
lífs að njóta,' maður-.
Frítt þeir kvaka um foldargeim,
fljúga í lofti hæsta.
Sefur hver á sinni grein,
sœll til morguns næsta.“
Ég veit um íkorna, sem hefir
gaman af að spóka sig í eikar-
tré. Ég var að setja á mig
hvernig hann hefðist við. Hann
sat á grein ofarlega í trénu; alt
í einu skaust hann'eins og eld-
ing niður á við og kom aftur
með sýnilega hálfþurra flís af
börk; tók hann til matar síns
og bruddi þetta átmeti með mik-
illi lyst eins og hann sæti að
konungskrásum. Hann gaf mér
auga eins og hann vildi að ég
tæki vel eftir sér, eins og hann
vildi segja við mig: „Þarna get-
ur þú séð lifnaðarháttu okkar
náttúrubarnanna. Við færum
okkur til munns alt er náttúran
ber á borð og alt sem seður okk-
ur. Hér gerist engin þörf fyrir
matreiðslu eða borðbúnað. Við
borðum fremur eftir þörf en
lyst; borðum okkur södd, en
etum aldrei yfir okkur.
Móðir okkar, náttúran, leggur
nægilegt öllum, sem þiggja vilja.
Það er engin dýrtíð, engin verk-
föll, enginn er að metast við
annan um það sem á borð er
borið; allir hafa hinn sama rétt
og gildi; Hér eru engir yfir-
menn eða undirgefnir; enginn
metnaður út af mannkostum eða
yfirburðum; hér ganga engir
með táknum tigna eða titla.
Náttúran er móðir jafnt allra og
gerir ekkert upp á milli barna
sinna; engin er hér öfundsemi,
og búksorg þekkjum við ekki.
Hérna undir trénu hefi ég hús-
næði í jörðinni; þakið er vatns-
helt og hlýtt; veggir eru tjaldað-
ir innan með voðfeldu, og húsið
er alt í einu: forðabúr, setu-
stofa og svefnsalur. Ég hefi
Tveir lœknar, þeir Alfreð
Gíslason og Jón Si'gurðsson
borgarlœknir, sem fengnir
voru af bæjarstjórn Reykja-
víkur til þess að segja álit
sitt á stofnun og rekstri
drykkjumannahœlis hafa ný
lega sent bæjarráði eftir-
farandi álitsgerð:
Á FUNDI bæjarráðs hinn 4.
marz s.l. var rætt um nauðsyn
þess að koma sem fyrst upp
stofnunum fyrir áfengissjúkl-
inga, og fól bæjarráðið okkur
undirrituðum að gera tillögur til
bæjarráðs um framkvæmdir á
þessum málum. Við viljum því
að athuguðu máli taka eftirfar-
andi fram:
Áfengis- eða drykkjusjúkling-
ur er sá maður, sem neytir á-
fengis svo í óhófi, að hann vinn-
ur sjálfum sér með því tjón í
heilsufarslegu eða félagslegu til-
liti. Hann drekkur þrátt fyrir
betri vitund um að honum væri
hollara að gera það ekki og
stjórnast í því tilliti af knýjandi
hvöt.
Það er augljóst af þessari skil-
greiningu, að takmörkin milli
svokallaðrar hófdrykkju og of-
drykkju eru engan veginn skörp,
og að í einstökum tilfellum getur
verið erfitt að ákveða, hvort um
ofdrykkju sé að ræða eða ekki.
Hins vegar leikur enginn vafi á
um, að þegar drykkjumenn eða
venzlamenn hans sjá sig til-
neydda að leita hjálpar lækna
eða annarra vegna áfengis-
neyzlunnar, þá er í óefni komið.
Engar skýrslur eru fyrir hendi
um fjölda áfengissjúklinga í
Reykjavík. Það mun þó álit
flestra að allmikið kveði að of-
gengið svo vel frá heimili mínu,
að engin konungshöll getur verið
notalegri. Hér á ég gott meðan
hínar harðúðgu hrynur vetrar-
ins eru að ganga um garð.
En þið, hinar miklu skepnur
guðs og andlegir risar, heimtið
að vistir ykkar séu margseyddar
með vissum smekk, lit og lögun,
annars snertið þið ekki við þeim;
bezt er að þær séu bornar fram
á dýrum skrautskálum.
Til þess að fullnægja þessum
kröfum verður að leita fanga
heimsskautanna á milli á sjó og
landi. Húsakynni ykkar mann-
anna eru svo úr garði gerð, að
þau verður að hita með báleld
og ærnum kostnaði og fyrirhöfn
til þess að þið króknið ekki úr
kulda. Alt þetta og margt annað
af ímynduðum þörfum knýr
menn til þess að vera á sífeldu
stökki.
Áhyggjur eru svo margar og
miklar af þessu, að það er eins
og menn gangi undir þyngsla-
byrðum á bak og brjóst, með blý-
skó á fótum.“
Hvað sem mönnum annars
kann að finnast um ræðu íkorn-
ans, mun ljóst, að það er mikil
list að kunna að lifa, án þess að
baka sér óþarfa fyrirhöfn og
mæðu. '
Það hefir verið sagt: „Sá er
ekki ríkur, sem mikið hefir,
heldur hinn, sem lætur sér nægja
það sem hann hefir.“
Það er alt af hætta af hilling-
um og innbyrlingum út af far-
sæld manna, sem virðast baða í
rósum, en, sem ef til vill ganga
undir brugðnu og hangandi
sverði.
Sigling flestra í þessum heimi
er með stöfuðum eða röndóttum
seglum; þótti fara vel á því til
forna, og er ef til vill enn svo.
Að horfa aðeins á dökku rand-
irnar er ekki holt; það leiðir til
ama og þunglyndis. Ekki er
heldur gott að ana áfram í ein-
tómri glaðværð og hugsunar-
leysi. „Þar fíflskuhlátur hvellur
um hjörtun vitnar tóm.‘r
„Guð það hentast heimi fann,
það hið blíða blanda stríðu. Alt
er gott sem gjörði hann.“
Svo lærist mönnum bezt að
meta ljósið, að þeir hafi haft
kynni af myrkrinu.
drykkju hér. Annar okkar, A. G.,
hefir nýlega birt tölur um
drykkjusjúklingafjölda þann, er
leitaði eða leitað var %rrir til
hans og Áfengisvarnarnefndar
Reykjavíkur á árinu 1951.
Reyndust þeir 342 að tölu. Voru
þeir allir, að fáeinum undan-
teknum, úr Reykjavík. Þá hefir
fyrstu þrjá mánuði þessa árs
verið leitað til A. G. vegna 51
drykkjusjúklings, sem ekki voru
á sjúklingaskrá 1951. Það gefur
að skilja, að ekki eru með þess-
um tölum öll kurl til grafar
komin. Við teljum, að áætla megi
tölu þessara sjúklinga í Reykja-
vík einhvers staðar á milli
500—1000.
Af þessum tölum má álykta að
full þörf sé aðgerða, og er það
álit okkar, að þær verði ekki
nógu öflugar án beinnar aðstoð-
ar af hálfu hins opinbera. Við
lítum á þetta sem mikilvægt heil
brigðismál, sem hafi víðtæka fé-
lagslega þýðingu. Sjúkdómur sá,
er hér greinir, snertir ekki að-
eins sjúklingana sjálfa, heldur
skaðar hann, öðrum sjúkdómum
fremur, einnig fjölskyldur þeirra
og þjóðfélag í heild.
Við teljum rétt að taka fram
að þær tillögur, sem við munum,
leggja fram hér á eftir, byggjast
að verulegu leyti á áliti ýmissa
erlendra lækna, sem ritað hafa
um áfengisvandamálið á síðari
árum.
f læknismeðferð drykkju-
manna hefir meir og meir gætt
tilhneigingar til að láta þá ekki
fyrr en í síðustu lög dveljast
langtímum saman á hælum. Sú
meðferð þykir ekki hafa reynst
vel og hefir þá augljósu ókosti
FJAÐRAFOK
Á Þingvöllum 1874
Þegar sást til konungs að aust-
an, raðaði fólkið sér beggja meg-
in við veginn, svo að hann gæti
riðið á milli. Þegar ég heyrði
hróp, fór ég út til að reyna að
sjá og heyra það, sem ég gæti.
Ég kom mátulega til þess að sjá
hestinn fælast undir konungi,
hræddan við ópin og ósköpin.
Geir gamli Zoega hljóp af baki
og var svo heppinn að ná í taum-
ana og stilla hestinn, til allrar
hamingju, og mikið var hann
fljótur. Konungur gaf honum
silfurkaffikönnu. Minna gat það
varla verið. En það er satt að
hann fékk líka medalínu, og
hana úr gulli, meira að segja.
—(Guðrún Borgfjörð)
Flosagjá
Flosagjá heitir gjáin austan-
vert við Lögberg, sem svo var
oftast kallað í minni tíð. En af
því að Nikulásarpyttur er í sömu
gjánni, mun hún einnig, eftir að
hann drap sig í honum 1742, hafa
verið kölluð Nikulásargjá. Ég
veit ekki betur en að gjá þessi
héti Flosagjá, neðan að og upp
úr, einnig bak við Lögberg,
hvaðan gjáin, sem er að vestan-
verðu við Lögberg, er klofning-
ur, á hverjum ég vissi ekkert
nafn. (Séra Einar S. Einarsen á
Þingvöllum. — f Flosagjá er
Nikulásarpyttur þar sem nú er
farið að nefna Peningagjá).
Jarðskjálftarask á Þingvöllum
í jarðskjálftanum 1789 sökk
landið milli Almannagjár og
Hrafnagjár um 4 álnir, sem mæla
mátti á eftirlátnum merkjum
svarðlínunnar, hvar hún hafði
áður legið eftir berginu. Þá sökk
cg líkt bil í Henglinum útundan
Hestvík í Þingvallavatni, er
menn tóku sem merki þess, að
Kaldá rynni þar undir úr vatn-
inu. Þá hvarf urriiaveiðin úr
gjánni Silfru, sem liggur 4 út-
suður til vatnsins norðan við
Lambhagann suður undan bæn-
um, í hverri veiðin var lögð jöfn
við snemmbæra kú. Þá hvarf og
murtuveiði af Leirunni niður
undan Miðmundartúninu, sem
var lögð við 2 snemmbærar kýr.
Þá gleikkaði einnig Flosahlaup á
Flosagjá, er hrundi úr austur-
bakka hennar, eins og einnig
hrundi úr fleiri gjám. Sjálfsagt
hefir vegurinn verið gamall aust-
an yfir allt hraunið að Þingvalla-
túni. En strax eftir jarðskjálft-
ann 1879 lagðist vegurinn um
túnið, og traðirnar ásamt tún-
garðinum hlóð í hjáverkum sín-
um á tveimur árum úr^grjóti er
hann tók upp úr túninu, Jón sál.
Þormóðsson, sem var vinnumað-
ur stakur að dygð og atorku, á
Þingvöllum hjá tveimur prest-
um frá 1750—1821 og deyði á
Meðalfelli hjá séra Einari sál.
Pálssyni. Sléttaði Jón túnið að
nokkru leyti um leið og hann tók
grjótið upp úr því.
(Séra Einar S. Einarsen)
—Lesb. Mbl.
að vera þjóðfélaginu kostnaðar-
söm og sjúklingunum óþægileg
vegna frelsisskerðingarinnar. Þá
mun það nú almennt viðurkennt,
að geðveikrahæli sé ekki heppi-
legur vettvangur til meðferða á
þessum sjúklingum, fyrst og
fremst vegna rótgróinnar andúð-
ar fólks á dvöl á slíkum hælum.
Þótt slík andúð sé ekki skynsam-
leg, er hún engu að síður rík í
huga almennings og verður
naumast upprætt í náinni fram-
tíð. Þetta er staðreynd, sem verð-
ur að taka tillit til þegar ráð-
stafanir til drykkjumannahjálp-
ar eru gerðar.
Viðleitnin hefir á síðari tím-
um beinst méir og meir að því,
að hefta sem minnst frjálsræði
drykkjusjúklinganna meðan á
læknismeðferð stendur. Er þeim
þá veitt læknisleg og félagsleg
hjálp í sérstökum stöðvum, sem
þeir leita til reglubundið eftir
læknisákvörðun hverju sinni.
Kostir þessarar meðferðar eru
þeir, að drykkjusjúklingurinn er
Framhald á bls 8
—S. S. C.
Ðrykkjumannahæli