Lögberg - 03.07.1952, Page 6

Lögberg - 03.07.1952, Page 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 3. JÚLÍ, 1952 LANGT f Burtu frá HEIMSKU MANNANNA Eftir THOMAS HARDY J. J. BILDFELL þýddi Hún var sein tii svairs, en var of einlæg til þess að svara ekki: „Ég get ekki neitað því,“ sagði hún í hálfum hljóðum. „Ég vissi að þú gast það ekki. En hann stalst hingað í fjarveru minni og stal þér frá mér. Hvers vegna gat hann ekki unnið ást þína áður á meðan að það meiddi engan — á meðan að það gat ekki valdið slúðursögum. Nú hæðist fólkið að mér, jafnvel hæðirnar og loftið virðast hlægja að mér unz að ég fyrirverð mig skömm- ustulega fyrir heimsku mína. Ég hefi glatað sjálfsvirðingu minni, nafni mínu, sem að enginn blettur var á, lífsstöðu minni — glatað því öllu um aldur og ævi. Farðu, og gifstu manninum, sem að þú hefir valið þér — farðu!“ „Ó, herra Boldwood!“ ,;Þú mátt eins vel gjöra það. Ég á ekkert tilkall til þín framar. Að því er mig snertir þá á ég ekki annars kost en að fara eitthvað, fela míg — og biðja. Ég unni konu aðeins einu sinni. Nú er ég svívirtur. Þegar ég er dauður verður sagt: ,Vesalingurinn hjartabrotni.' Herra, herra! Þó að ég hefði fengið hryggbrot heimuglega og skömm ekki orðið opinber, þá hefði ég ekki þurft að tapa stöðu minni í mannfélaginu! En það gjörir ekkert til, hún er töpuð, og konan líka. Skammist hann sín — skammist hann sín!“ Hin ósanngjarna reiði hans ógnaði henni og á meðan að hún færði sig ósjálfrátt frá hon- um sagði hún: „Ég er aðeins stúlka, talaðu ekki þannig við mig!“ „Þú vissir alltaf — ó, hversu vel að þú vissir að þessir nýju dutlungar þínir voru mér eymd, sem að glitrandi hnappar og glóandi rauðtreyj- ur hafa vakið. — Ó, Bathsheba, þetta er kven- leg heimskaf* Hún reiddist undir eins. „Þú ert að færast of mikið í fan{*,“ sagði hún með ákafa. „Allir níðast á mér — allir! Það er ómannlegt að ráð- ast á konu á þennan hátt! Ég á engan að, sem talar máli mínu og mér er engin miskunn sýnd. En þó að þúsund af ykkur hæðist að mér, þá skal ykkur aldrei takast að kremja mig!“ „Þú slúðrar óefað eitthvað við hann um mig. Segir við hann: ,Boldwood hefði dáið fyrir mig.‘ Já, og þú hefir aðhyllzt hann, þó að þú vitir, að hann sé ekki maður, sem að er þín verður. Hann hefir kysst þig — og ávarpað þig sem sína eigin. Heyrurðu það! — hann hefir kysst þig. Berðu á móti því?“ Hvaða „tragisk" kona sem er, lætur undan síga fyrir tragiskum manni, og þó að Bathsheba væri áköf og heit, nærri því eins og að eðli hennar væri breytt og titringur væri í khfcun- um á henni, gat hún samt stunið upp: „Farðu í burtu frá mér, herra — farðu! Ég meina ekk- ert til þín. Láttu mig fara!“ „Berðu á móti því, að hann hafi kysst þig?“ „Nei, ég gjöri það ekki.“ „Ó, þá hefir hann gjört það!“ braust fram •af hásum vörum bóndans. „Já, hann gjörði það,“ sagði hún seint, en ógnandi, þrátt fyrir það þó að hún væri hrædd; „og ég skammast mín ekkert fyrir það.“ „Fjandinn taki hann þá — fjandinn taki hann!“ braust fram af vörum Boldwoods lágt og í ískrandi reiði. „Þar sem að ég hefði viljað gefa heila heima fyrir að snerta á þér hendina, þá hefir þú látið þennan óþokka ná til þín án nokkurs réttar eða viðhafnar og kyssa þig! Heilaga guðsmóðir — kyssa þig! . . . . Sá tími skal koma, að hann sjái eftir því og minnist þess með sömu kvölunum og að hann hefir valdið öðrum manni — og megi hann þá kvelj- ast, óska, bölva og þrá eins og ég gjöri nú!“ „Ekki, ekki! Ó, herra, bið þú honum ekki bölbæna, því að ég ann honum af heilum huga!“ bað hún í mikilli geðshræringu. „Allt annað en það — alt; ó, vertu honum góður, herra, ég ann honum svo heitt.“ Boldwood var kominn í það hugarástand þegar að hin ytri mynd og samhengi hverfur. Nóttin, sem var að nálgast, sýndist vera það eina, sem hann sá. Hann heyrði ekkert af því, sem að hún sagði. „Ég skal refsa honum, það veit sála mín, að ég skal gera það! Ég mæti honum, þó að hann sé hermaður, og ég skal húðstrýkja þann ótímabæra strákstaula fyrir að stela því eina, að ég átti. Þó að hann væri hundrað manna maki, þá skyldi ég samt húðstrýkja hann . . . .“ Hann lækkaði röddina fljótt og óeðlilega. — „Bathsheba, mín ljúfa og hverflynda og tapaða, fyrirgefðu mér! Ég hefi verið að ásaka þig, haft hótanir í fíammi við þig og breytt eins og dóni við þig. Hann stal þér, mín kæra, með hinum ómælanlegu lygum sínum! .... Hann var heppinn að vera farinn til baka til herdeildar sinnar — að hann er í fjarlægð, en ekki hér nú sem stendur. Ég bið guð að stýra honum frá að koma fyrir mín augu, því að það gæti orðið freisting, sem að ég réði ekki við. Ó, Bathsheba, haltu honum í burtu — já, í burtu frá mér!“ Boldwood stóð hreyfingarlaus eftir þetta og það var eins og hið andlega þrek hans hefði fjarað út með síðustu orðunum. Hann sneri sér undan, fór og hvart bráðlega inn í skugga húmsins. Bathsheza, sem hafði staðið hreyfingarlaus eins og myndastytta, tók höndunum fyrir and- litið og reyndi að gjöra sér grein fyrir sýn- ingunni, sem nú var nýlokið. Þvílíkt tilfinn- ingaflóð í háttprúðum og hógværum manni eins og Boldwood var, — var hræðilegt. í stað þess að vera maður, sem vanur var að hafa taumhald á sjálfum sér — þá var hann eins og að hún hafði séð hann. Kjarni hótana Boldwoods laut að kringum- stæðum, sem að Bathshebu einni voru kunnar: hún átti von á ástmög sínum til Weatherbury innan fárra daga. Tray hafði ekki farið til her- deildar sinnar, sem var nokkuð langt í burtu, eins og Boldwood og aðrir héldu, heldur til Bath að heimsækja einhverja kunningja sína, en átti enn eina viku eftir af frítíma sínum. Bathsheba var raunalega viss um, að ef að hann kæmi aftur til hennar eins og á stæði og mætti Boldwood að þá mundi slá í brýnu á milli þeirra. Henni varð órótt þegar að hún hugsaði um afleiðingarnar, sem gætu hlotist af því fyrir Tray. Lítill neisti mundi blása upp eld- funa og afbrýði Boldwoods, svo að hann missti allt vald yfir sér, eins og að hann hafði gjört þá um kveldið. Tray færi máske að hlægja að honum, og þá gæti hefndarhugur Boldwoods logað upp. Hún var nærri veik af ótta fyrir því, að hún yrði álitin að vera skvetta, og þessi leiðbeiningarlausa kona, sem var of mjög falin frá heiminum undir kápu kæruleysisins að því er hinar djúpu og sterku tilfinningar snerti, gaf þeim nú lausan taum. Hún gekk fram og til baka, tók höndunum fyrir andlitið og grét. Svo settist hún niður á steinhrúgu, sem var við veginn, til að hugsa, og sat þar lengi. Yfir höfði hennar sýndist hin dökka rönd jarðar- innar mæta loftinu í vestri og yfir henni sáust bakkar af gagnsæjum koparlituðum skýja- bólstrum grænfölduðum, sem að breiddu sig út með dýrðlegu bliki og jörðin, sem aldrei getur kyrr verið, sneri henni til austurs, þar sem að aftur óákveðnar stjörnur blikuðu yfir henni. Bathsheba horfði á þetta þarna uppi í undrageimnum, en sá eða skildi ekkert. Rauna- hugur hennar var langt í burtu, hjá Tray. XXXII. KAPÍTULI Það var eins hljótt í Weatherbury-þorpinu eins og í dauðramannareitnum, sem var í því miðju, og hinir lifandi lágu nærri eins hreyf- ingarlausir og þeir dauðu. Klukkan í kirkju- turninum sló ellefu, og svo var hljótt í kring og upp yfir, að suðan í klukkunni, áður en hún sló, var greinileg og skýr, og þannig var líka klukknahljómurinn eftir að hún var búin að slá. Nóturnar flugu áfram með vanalegum blindhraða dauðra hluta, titrandi og í aftur- kasti á milli veggjanna, liðu svo í bylgjum á meðal dreifðra skýjanna í lofinu, smugu í gegn um þau og út í hinn óþekkta himingeim. Það var engin heima í húsi Bathshebu þetta kveld nema Mary Ann. Liddy, eins og sagt, hefir verið, var hjá systur sinni, sem að Bath- sheba var á leiðinni til að heimsækja. Fáum mínútum eftir að klukkan sló ellefu, rumskaði Mary Ann í rúmi sínu með þeirri tilfinningu að eitthvað hefði vakið hana. Hún vissi ekkert hvað það var, sem að hafði truflað svefn hennar. Það var eins og í draumi fyrir henni, en draumurinn benti til að eitthvað hefði skeð. Hún fór fram úr rúminu og leit út um glugg^ ann. Það lá girtur bithagi upp að enda hússins og í bithaganum sá hún grilla í einhvern, sem var að reyna að ná hesti, sem að þar var inni. Hún sá þessa persónu ná í ennistoppinn á hest- inum og leiða hann út í horn á bithaganum. Þar sá hún eitthvað, sem að kringumstæðurn- ar sönnuðu fljótt að var léttivagn, því eftir fáar mínútur, sem að auðsjáanlega voru notað- ar til að leggja aktýgin á hestinn, þá heyrði hún hófatak hestsins niðri á veginum og hjólagný. Það var ekki nema um tvær persónur að ræða, sem hugsanlegt var, að myndu stelast inn í bithagagirðinguna eins og þjófar á nóttu. Þær voru: kona og förumaður (gipsy). Um kon- una gat naumast verið að ræða við slíkt starf, á þeim tíma nætur, svo að sá sem þarna var hlaut að vera þjófur, sem máske vissi um hve íáliðað var heima fyrir hjá Bathshebu þetta kveld og hafði því valið þennan tíma til að fram'kvæma ódæðisverk sitt. Og til að auka á þennan grun, þá vissi hún að gipsy-flokkur hafði verið undanfarandi daga í Weatherbury- bænum. Mary Ann, sem þorði ekki að gefa frá sér hljóð á meðan að þjófurinn var svo nærri, en eftir að hún sá hann fara herti hún upp hug- ann. Hún klæddi sig í skyndi, hljóp ofan stig- ann, sem að brakaði og marraði í, og hljóp til næsta húss, þar sem að Coggan bjó. Coggan brá undir eins við og kallaði á Gabríel, sem bjó nú aftur í sama húsinu og hann bjó fyrst í eftir að hann kom, og þeir fóru báðir saman út í bithagann. Það var ekki minnsti efi á að hesturinn var horfinn. „Þey!“ sagði Gabríel. Þeir hlustuðu. Skýr og glögg hófatök heyrðust á Longpuddle veginum rétt hinum megin við tjaldstað Gipsy-fólksins í Weather- bury. „Þetta er hún Dainty okkar, ég þyrði að sverja til hófataksins hennar,“ sagði Jan. „Getur verið! Skyldi ekki heyrast í hús- móðurinni og við fá ádrepuna þegar að hún kemur til baka?“ nöldarði Mary Ann. „Það vildi ég, að þetta hefði komið fyrir þegar að hún var heima, svo að við hefðum ekki þurft að bera ábyrgðina!“ „Við verðum að ríða á eftir henni,“ sagði Gabríel ákveðið. „Ég skal verða fyrir svörum við ungfrú Everdene fyrir því, sem að 'við gjörum. Já, við skulum elta hana.“ „Ég sé nú ekki hvernig að við getum gjört það,“ sagði Coggan. „Allir hestarnir okkar eru of þungir á sér til eftirreiðar nema Poppet, en ég sé ekki hvernig við eigum að tvímenna á honum? — Ef að við hefðum hestana, sem að eru þarna fyrir handan girðinguna, þá gætum við kannske gert eitthvað.“ „Hvaða hesta?“ „Tidy og Moll, hans Boldwoods.“ „Bíddu þá hérna þangað til að ég kem aftur,“ sagði Gabríel og hljóp af stað í áttina heim til Boldwoods. „Boldwood bóndi er ekki heima,“ kallaði Mary Ann. „Svo mikið betra,“ sagði Coggan. „Ég veit hvert að hann fór.“ Eftir fimm mínútur var Oak kominn til baka með tvö múlbeizli í hendinni. „Hvar fannstu þau?“ spurði Coggan, sneri sér við og hljóp upp á nátthagagarðinn án þess að bíða eftir svari. „Undir þakskegginu. Ég vissi að þau voru þar,“ sagði Gabríel og hljóp upp á vegginn á eftir Coggan. „Coggan, getur þú ekki riðið ber- bak? Það er enginn tími til að leita að hnökkum." „Eins og hetja!“ sagði Coggan. „Mary Ann, farð þú inn og farðu að sofa!“ kallaði Gabríel. Svo hljóp hann ofan af veggn- um og ofan í nátthaga Boldwoods og þeir báðir, hann og Coggan földu múlbeizlin undir skyrt- um sínum, svo að hestarnir skyldu ekki sjá þau, sem, þegar þeir sáu mennina koma tóm- henta, stóðu kyrrir, svo að þeir komu beizlun- um á þá fyrirhafnarlaust. En þar sem að hvorki voru taumar né járnmél, þá brugðu þeir taum- bandinu upp í hestana og hnýttu því upp í múlleðrið hinu megin og notuðu svo endann á taumbandinu fyrir taum. Gabríel vatt sér á bak þar sem að hann stóð, en Coggan leitaði sér að bakþúfu og komst þannig klakklaust á bak. Svo fóru þeir í gegnum hliðið og hleyptu á eftir hrossi Bathshebu. Það var dálítinn vafi á hvaða vagn það var, sem að tekinn hafði verið. Eftir þriggja mínútna reið voru þeir komnir í Weatherbury-botna. Þar litu þeir eftir Gipsy- flokknum, en hann var allur á bak og burt. „Og þorpararnir!“ sagði Gabríel. „Hvaða veg skyldu þeir hafa farið?“ „Beint áfram, alveg sjálfsagt," sagði Jan. „Jæja þá, við erum betur ríðandi en þeir og hljótum að ná þeim,“ sagði Oak. „Nú, áfram fulla ferð!“' Það heyrðist nú ekkert til ferðamannsins í vagninum. Vegurinn varð deigari og leirugri þegar út frá Weatherbury kom og nýafstaðið regn hafði bleytt hann linari, en þó var hann ekki blautur. Þeir komu að þvervegi. Coggan stöðvaði Moll og renndi sér af baki. „Hvað er að?“ spurði Gabríel. „Við verðum að reyna að sjá förin þeirra, þegar að við getum ekki heyrt til þeirra," sagði Jan og fór að leita í vösum sínum. Hann fann eldspýtu og kveikti á henni og bar hana ofan að brautinni. Það hafði rignt meira þar sem að þeir voru og öll manns- og hestaför voru máð og úr lagi færð af regndropunum, sem glitruðu í þeim í ljósbirtunni. För eftir einn hest voru ný og í þeim var ekkert vatn og enn- fremur hjólför eftir vagn, sem að ekkert vatn var í heldur. Hestförin nýju gáfu miklar upp- lýsingar að því er hraða snerti; þau voru jöfn með þriggja eða fjögra feta millibili og förin eftir vinstri og hægri fæturna með alveg jafn- 'löngu millibili. „Beint áfram!“ sagði Jan. „Þessi spor meina, að hesturinn hefir farið á hröðu brokki. Ég furða mig ekki á, þó að við heyrum ekki til hans og hann hefir verið settur fyrir vagn — sjáðu förin. Það er enginn vafi á að þetta er hryssan okkar!“ „Hvernig veistu það?“ „Hann gamli Jimmy Harris járnaði hana í vikunni sem leið og ég skal sverja að ég þekki skeifurnar hans þó þær væru á meðal tíu þúsund annara.“ „Hinn hluti förufólkshópsins hefir hlotið að fara á undan þeim eða þá einhverja aðra leið. Þú sást engin önnur för?“ „Sjálfsagt.“ Þeir riðu lengi þegjandi. — Coggan bar á sér klukku, sem þó líktist meira úri en klukku, er hann hafði fengið að erfðum eftir eitthvert skyldmenni sitt og sem nú sló eitt. Hann kveikti á annari eldspýtu og skoðaði aftur veginn. „Hér hefir hesturinn farið á stökki,“ sagði hann og henti eldspýtunni. „Vagnförin hér eru öll hlykkjótt og skrykkjótt. Sannleikurinn er sá, að þeir hafa keyrt hana of hratt í byrjun. Við náum þeim enn.“ Þeir héldu aftur áfram og eftir Blackmore- dalnum. Þeir skoðuðu veginn aftur og sáu að hófaförin voru ójöfn, þó að þau væru í sam- hengi eins og ljósaröð meðfram götu. „Förin sýna, að hér hefir verið farið á brokki,“ sagði Gabríel. „Aðeins á brokki nú,“ sagði Coggan glað- lega. „Við náum þeim á endanum." Þeir riðu hratt áfram einar tvær þrjár mílur. » „Ó! eina mínútu,“ sagði Jan. „Við skulum sjá hvað hratt að hún hefir verið keyrð upp hæðina hérna. Það hjálpar.“ Hann kveikti enn á eldspýtu og lýsti með henni á veginn. — „Hérna!“ sagði Coggan. „Hún fór á lestagangi upp hérna — og það var eðlilegt. Ég skal veðja tveimur krónum, að við náum þeim innan tveggja mílna.“ Þeir riðu áfram þrjár mílur og hlustuðu.' Ekkert heyrðist nema niður í myllulæk. Gabríel fór af baki þegar þeir komu að bugðu á vegin- um. Förin var sú eina lei^sögn, sem að þeir höfðu og það þurfti mikla aðgætni og varkárni til þess að blanda þeim ekki saman við önnur för, sem á brautinni voru nú, því að einhverjir höfðu farið hana nýlega á þessu svæði. „Hvað meinar þetta — þó?“ spurði Gabríel og leit til Coggans, þar sem að hann stóð hálf- boginn og var að lýsa með eldspýtnaljósinu. Coggan, sem nú var orðinn móður, ekki síður en hestur hans, skoðaði aftur einkennileg för, sem voru á brautinni og sá að þrjú förin voru eðlileg hestshófsför, en það fjórða var aðeins dálítill blettur. Hann leit upp og lét út úr sér langt ,ha, ha!“ „Hölt,“ sagði Gabríel. „Já, Dainty er hölt á vinstri framfætinum," sagði Coggan og horfði á markið, sem að hún hafði gjört með fætinum. „Við skulum halda áfram,“ sagði Gabríel og fór á bak hesti sínum. Jafnvel þó að vegurinn væri eins góður og hver annar tollvegur í landinu, þá var hann í rauninni aðeins hliðarvegur. Síðasta bugðan á veginum lág að aðalveginum, sem að lág til Bath. Coggan kannaðist þar við sig. „Við náum honum nú!“ sagði hann. „Hvar þá?“ „Við Sherton-tollhliðið. Tollvörðurinn þar er sá svefnþyngsti maður, sem að til er á milli Lundúna og Weatherbury. Hann heitir Dan Randal, ég hefi þekkt hann í mörg ár, frá því að hann var tollgæzlumaður í Casterbridge. Sigurinn er nú unninn, þar sem að hryssan er hölt og tollhliðið lokað.“ Þeir fóru nú mjög gætilega. Ekkert orð var sagt unz að þeir sáu hylla undir tollhliðið framundan sér örstuttan spöl. „Þey — við erum nærri komnir!“ sagði Gabríel. „Við skulum fara út á grasið fyrir utan veginn,“ sagði Coggan. Þeir sáu ekki miðjuna á tólldyragrindinni, sem var hvít rimlagirðing, fyrir einhverri dökk- leitri þústu, sem að bar í hana miðja. Eftir litla stund var þögnin rofin með kalli frá þess- ari þústu: „Hæ-a-hó! Hliðið!“ Það virtist að kallað hefði verið áður, en þeir heyrðu það ekki, því þegar að þeir komu nær sáu þeir, að dyrnar á tollverdarhliðinu opnuðust og tollvörðurinn kom út hálfklæddur með kertaljós í hendinni og bjarminn frá því lýsti á alla komumennina. „Opnaðu ekki hliðið!“ kallaði Gabríel. „Hann hefir stolið hestinum, sem að hann er með!“ „Hver?“ spurði tollvörðurinn. Gabríel leit á keyrslumanninn í vagninum og sá að það var kona — að það var Bathsheba húsmóðir hans. Þegar að hún heyrði hann tala, sneri hún sér undan birtunni. En Coggan hafði séð framan í hana.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.