Lögberg


Lögberg - 03.07.1952, Qupperneq 7

Lögberg - 03.07.1952, Qupperneq 7
íjÖGBERG, FIMTUDAGIínN. 3. JÚLÍ, 1952 7 íslands á leiðum loftsins 1 grein þessari segir Örn Ó. Johnson, í siuitu máli, sögu ílugmálanna á íslandi frá byrjun lil dagsins í dag. FYRIR rúmum 48 árum, 17. des- ember 1903, tókst tveimur Bandaríkjamönnum, W r i g h t - bræðrunum, að hefja sig til flugs. Höfðu þeir sjálfir smíðað flugvél sína. Þeir flugu tvisvar þennan dag og tókst öðrum þeirra að halda sér á flugi í 59 sekúndur í einu. Þessi atburður er talinn vera upphaf fluglistar- innar og Wright-bræðurnir því feður hennar. Sem að líkum lætur, vakti þessi atburður mikla athygli um heim allan og varð til þess að þeim fjölgaði stórum, sem fóru að glíma við smíði flugvéla, og brátt rekur hvert metið annað, í hraða, vegalengd og flughæð. Þegar heimstyrjöldin fyrri skell- ur á, hafa hernaðarþjóðirnar komið auga á flugvélina sem hernaðartæki og keppast við að koma sér upp flugflota, sem sé fær um að bjóða andstæðingun- um byrginn. Hærra og hraðar, hærra og hraðar en óvinurinn, verður það takmark, sem hern- aðarþjóðirnar setja sér. Þegar þetta kapphlaup stríðs- þ j ó ð a heimsstyrjaldarinnar fyrri er háð, er ekki enn komið til sögunnar það, sem við köll- um flugsamgöngur. En þegar styrjöldinni 1 ý k u r er þess skammt að bíða, að sá þáttur flugsins hefjist. Stríðið skilur eftir mikinn aragrúa flugvéla, sem nú er ekki lengur þörf fyr- ir ,auk fjölda æfðra flugmanna og vélvirkja. Margir þessara manna hafa þegar komið auga á þá framtíðarmöguleika, sem flugtæknin hefir upp á að bjóða og áður en langt er liðið frá Btríðslokum eru fyrstu flugfé- lögin stofnuð. Þau eru ekki stór- vaxin í byrjun — nokkrir menn slá sér saman um kaup og rekst- ur einnar flugvélar, sem hefir sæti fyrir einn eða tvo farþega, selja skemmtiflug og annast stuttar leiguferðir. En það sann- ast hér, sem svo víða annars staðar, að „mjór er mikils vísir.“ Fram til þessa hafði flugið verið okkur íslendingum óvið- komandi. Við horfðum á úr fjarlægð. Myndi víst engan undra þó svo hefði verið lengur en raun varð á, en sá framfara- hugur, sem árin eftir aldamótin' skópu hjá þeirri kynslóð, sem á þessum árum lyfti hverju Grett- istakinu öðru stærra, megnaði einnig á þessu sviði að hvetja menn til dáða. Árið 1919 stofna nokkrik Reykvíkingar, undir forustu G a r ð a r s Gíslasonar, 'Halldórs Jónassonar og fleiri góðra manna, Flugfélag íslands h. f., hið fyrsta af þremur félög- 'um, sem þetta nafn hafa borið. Þeir festa kaup á landflugvél af svokallaðri AVRO-gerð. Flug- vélin getur flutt einn farþega, auk flugmannsins, og benzín- forði hennar nægir til þriggja klukkustunda flugs. Þann 3. september árið 1919 svífur flugvél í fyráta sinn yfir íslandi. Stjórnandi hennar er Cecil Faber, höfuðsmaður í lofther Breta, en flugvélin er eign Islendinga sjálfra. Hún rennir sér varlega upp frá Vatns mýrinni við Reykjavík og svein- ar nokkra hringi yfir höfuðstað- num. Mikill mannfjöldi hefir safnast saman við „flugvöllinn“ til að sjá þetta furðuverk svífa um himingeiminn 1 kvöldskin- inu. Næstu vikurnar er flugvélin alloft á sveimi yfir nágrenni bæ- jarins, en í lok septembermán- aðar ér hún tekin í sundur, til geymslu yfir veturinn. Flugvél- ar þeirra tíma voru ekki ætlað- ar til ferða yfir vetrarhjarn ís- lands. Næsta sumar, 1920, er hafizt handa um flugferðir að nýju. Nýr flugmaður hefir verið feng- inn til landsins, Frank Fredrick- son, Vestur-lslendingur. Verk- efnið er ekki fjölþætt, hringflug yfir Reykjavík og nágrenni, en margir verða til að kaupa sér far í þessum ferðum. Gerð er til- raun til að fljúga til Vestmanna- eyja, en vegna hvassviðris við eyjarnar neyðist flugmaðurinn til að snúa við. Taprekstur og fjárskortur neyðir félagið til að gefast upp og haustið 1920 er flugvélin seld úr landi. Þótt þessi fyrsta tilraun til að koma hér á flugsamgöngum mis tækist, var hún á margan hátt hinn merkilegasta, og þess má geta, að ef félaginu hefði auðn- ast að starfa fram á þennan dag, þá væri það nú annað af tveirn elztu flugfélögum veraldar. — Elzta félagið, Det-Danske Luft- fartselskab, var stofnað um líkt leyti, en það næst elzta, hollenz- ka flugfélagið K. L. M., var stofn að árið 1920. Þégar þetta fyrsta íslenzka flugfélag hætti störfum líður alllangur tími þar til hafizt er handa að nýju um að koma á flugsamgöngum hér á landi. Sumarið 1924 koma hér við þ r j á r amerískar flugvélar í hnattflugi og ein ítölsk. Vafa- laust hefir koma þessara er- lendu flugvéla hingað til lands orðið til að vekja athygli lands- manna á þeirri þróun flugsins, (sem orðið hafði síðan á fyrstu árunum eftir heimsstyrjöldina fyrri, en ennþá líða nokkur ár þar til „Súlan“ og “Veiðibjall- an“ verða skáldum að yrkisefni. Þann 1. maí 1928 er lugfélag íslands h. f. stofnað öðru sinni. Nú er það hugsjónamaðurinn Alexander Jóhannesson prófess- or, sem hrindir málinu af stað, og af sínum alkunna dngnaði. Sumarið 1928 er starfrækt ein fjögra farþega JUNKERS sjó- flugvél, en næstu þrjú sumur eru það útlendingar, sem annast bæði flugstjórn og eftirlit flug- vélanna en síðar taka Islending- ar við þessum störfum, flug- mennirnir Sigurður Jónsson og Björn Eiríksson og vélamennirn ir Gunnar Jónasson og Björn Ólsen. I Þetta félag, Flugfélag íslands nr. 2, starfar í fjögur sumur, 1928—1931, en verður þá að hætta vegna fjárhagsörðugleika. Síðasta sumarið, sem félagið starfaði, varð það fyrir því ó- happi að báðum flugvélum þess hvolfdi við legufærin, annarri á Reykjavíkurhöfn en hinni á Akureyrapolli. Áttu þessi óhöpp mikinn þátt í því að félagið neyddist til að hætta störfum. Rekstur félagsins var all um- fangsmikill þau ár, sem það starfaði. Flugvélar þess flugu um 180 þús. km., lentu á 40—50 stöðum víðs vegar við landið og með þeim ferðuðust um 2600 farþegar. ----- Heildarrekstur- kostnaður félagsins mun hafa numið um hálfri milljón króna. Nú verður aftur hlé á flug- ferðum hér á landi um nokkurra ára bil. Ýmsir erlendir flug- menn leggja þó leið til íslands á ferðum sínum um Norður At- lantshafið. Nöfn eins og Ahren- berg, Balbo, Cramer, Lindbergh og von Gronau eru minnistæð flestum íslendingum, sem náð hafa þrítugsaldri. — Hingakoma þessara frægu manna hefir vafa- lítið gert sitt til að vekja, eða a. m. k. halda við, þeim áhuga fyrir flugtækninni, sem nú var að vakna hja íslenzkum æsku- mönnum. 3. júní er Flugfélag Akureyrar h. f. stofnað á Akureyri. Hvata- maður að stofnun þess var Agn- ar Kofoed-Hansen, þá nýkom- inn heim að loknu flugnámi í Danmörku. Hann mun fyrst hafa reynt að koma af stað slíku félagi í Reykjavík en Reykvík- ingar verið vantrúaðir á mögu- leikana með tilliti til fyrri reynslu. Flugfélag Akureyrar hóf starf semi sína 2. maí 1938 með einni 3—4 farþega sjóflugvél. Rekstur félagsins gekk vonum framar og verkefnin fóru ört vaxandi. — Snemma árs 1940 varð það ó- happ að flugvélinni hvolfdi á Skerjafirði og laskaðist hún svo mikið að viðgerðin tók marga mánuði. Var þá ákveðið að festa kaup á annarri flugvél af sömu gerð en til þess þurfti aukið fjármagn. Var þess aðallega afl- að í Reykjavík og var aðsetur félagsins flutt til Reykjavíkur og nafni þess breytt í Flugfélag íslands h. f. Starfsemi félagsins jókst nú hröðum skrefum. Árið 1942 eign aðist félagið fyrstu tveggja hreyfla flugvélina (8 farþega), og árið 1944 fyrsta Catalina flug bátinn (22 farþega). Árið 1944 er stofnað hér ann- að flugfélag, Loftleiðir h. f. og byrjar það starfsemi sína með einni 4ra farþega sjóflugvél. Strax á sama ári keypti félagið einnig tveggja hreyfla Grumm- an flugbát. Bæði félögin, Flugfélag ís- lands og Loftleiðir, auka svo starfsemi sína jafnt og þétt. F. 1. byrjar millilandaflugferðir með Catalina flugvél sumarið 1945 og með 4ra hreyfla leiguflugvélum 19 6. Loftleiðir eignast Sky- master-flugvélarnar „Heklu" 1947 og „Geysi“ 1948 og F. í. kaupir „Gullfaxa“ sama ár. 1 dag eiga þessi tvö félög sam- tals 16 flugvélar, eina Skymaster 5 Dakota, 5 Catalina, 2 Grumm- an og 3 minni. Samanlagt geta flugvélar þessar flutt um 290 farþega. Félögin halda uppi ferðum milli Reykjavíkur og 25 staða innanlands og auk þess til Prest wick, London, Oslo og Kaup- mannahafnar. S.l. sumar unnu um 160 manns hjá íslenzku flugfélögunum og mun skipting starfskreina hafa verið þannig: Áhafnir flugvélanna ......... 38 Vélvirkjar ................. 46 Skrifstofu- og afgreiðslustörf 36 Ýms önnur störf 40 Starfsemi félaganna hefir auk ist hröðum skrefum ár frá ári. Nægir að benda á nokkrar tölur þessu til sönnunar: Arið 1941 voru fluttir 1.062 farþegar en nál. 42 þús. árið 1951 Árið 1941 voru fluttar um 10 smál. af vörum en 1.010 árið 1951 Árið 1941 var flutt um 1% smál. af pósti en um 115 smál árið 1951. Árið 1941 námu brúttótekjur um 215 þús. kr. en sennil. um 20 millj. kr. 1951. Þessar tölur sýna, svo ekki verður um villst, að flugið er orðinn allverulegur þáttur í samgöngumálum þjóðarinnar. Er nú svo komið, að engin þjóð notar flugvélar sem samgöngu- tæki í jafn ríkum mæli og við íslendingar, sé mikað við íbúa- tölu landsins. Ef til vill var þetta markmiðið, sem hinir framtakssömu 1 a n d a r vorir eygðu, er þeir árið 1919, stofn- uðu fyrsta íslenzka flugfélagið, isem jafnframt var eitt þeirra fyrstu, sem stofnað var í heim- inum. Um það er mér ekki kunn ,ugt, en hafi svo verið, mætti það vera þeim nokkur fróun, að sjá það svo áþreifanlega sannað, að enda þótt tilraun þeirra mis- tækist, þá stefndu þeir þó í rétta átt. Þróun fluglistarinnar h e f i r verið stórstíg, og nú er svo kom- ið, að nálega 100 þús. manns ferð ast á degi hverjum með flugvél- um víðs vegar um heiminn. Vöruflutningar samsvara því að fluttar væru um 1150 smálestir á degi hverjum milli Reykja- víkur og Kaupmannahafnar og póstflutningar um fjórðungi þess magns. Þetta eru stórar tölur, þegar þess er gætt, hve ungt flugið er að árum, en þess mun skammt Lifir maðurinn brátt 150 ár? Nýjustu blóðvatnstilraunir lofa góðu um það Rabbað við franskan lækna- prófessor PARIS 1 APRÍL Einn af heitustu draumum mannsins hefir ávallt verið sá, að geta varðveitt æskublóma sinn óskertan, og haft betur í glímunni við Elli kerlingu. Fræðaþulir fortíðarinnar hafa brotið heilann, þar til hárin á höfðum þeirra tóku á sig silfur- gráan lit, um lífsins lyf, — elixir vitae, er endurveitt gæti mann- inum æsku hans og bernskufjör. Plinius skýrir frá dularfullu lífs- lyfi og Aristoteles skýrir í riti sínu „Bók leyndardómanna" frá uppskriftum og samsetningum fjölmargra lyfja og áburða, er veitt gætu manninum eilífan æskublóma, ef rétt væri að farið. Vísindi nútímans hafa einnig tekið þátt í leitinni og slegist í hópinn. Prófessor Serge Vornoff lýsti því hátíðlega yfir að fyrri heimsstyrjöldinni endaðri, að hann hefði fundið uppsprettu eilífrar æsku, með tilraunum sínum er fólust í því að græða kirtla úr öpum í mannlegan lík- ama, en þær tilraunir runnu fljótt út í sandinn, þar sem ár- angurinn varð langt frá öllum vonum, og yfrið minni en þeir svartsýnustu höfðu spáð. Nýjustu tilraunir lofa góðu Dr. E. N. Hervey frá Princeton háskólanum í Bandaríkjunum segir það skoðun sína, að lykill ráðgátunnar liggi fólginn í því hver sé hin innsta og fullkomn- asta samsetning eggjahvítuefn- anna, og rússneski prófessorinn Bogomoletes skýrði svo frá árið 1938, að hann hefði uppgötvað blóðvatn, sem gæti lengt manns- ævina allverulega. Sjálfur dó hann hlægilega ungur að árum, aðeins 65 ára gamall. En vísindin halda áfram rann- sóknum sínum. Ameríski doktor- inn og lífeðlisfræðingurinn Thomas Gardner, heldur því fram, að innan tíu ára finnist lyf er fái varnað hrörnun manns líkamans og segir að meðalaldur- inn muni hæglega geta tvöfald- ast. í Frakklandi er einnig unnið að því af kappi miklu að finna blóðvatn, er viðhaldi æsku í æðum og sinni æviárin öll til enda. Rætt við vísindamann Prófessor Henri Desoille er einn þeirra frönsku lækna, sem fylgjast af brennandi áhuga með tilraunum þeim, sem fram fara á þessu sviði, og blaðamaður einn hitti hann að máli á Braus- sais sjúkrahúsinu, þar sem hann hafði rétt nýlokið morgunfyrir- lestrunum og hafði nokkrar frí- stundir aflögu, og spurði hann frétta af nýjustu blóðvatnsrann- sóknum í þessum efnum og væntanlegum árangri af þeim, oss dauðlegum mönnum til huggunnar. — Fyrst og fremst vil ég taka það fram, að tilraunir þær, sem fram hafa farið í blóðvatns- rannsóknum í þessu skyni eru enn á byrjunarstigi. Blóðvatnið cyto-toxique lofar þó góðu um farsælt áframhald þeirra. Það er ekki einungis mikilvægt við það að lengja lífið, heldur hefir einnig komið í ljós, að það hefir mjög læknandi á- hrif á fjölda sjúkdóma, m. a. margskonar bólgu og ígerðar- sýkla, geðsjúkdóma, heyrnar- leysi, krabbameinsvöxt o. fl. En allt þetta er enn á til- raunastigi og ógerlegt er að segja nokkuð með fullri vissu enn sem komið er. — Ég hef heyrt, segir blaða- maðurinn, að cyto-toxique blóð- vatnið sé unnið úr líkömum ungra manna, sem hafa farizt á voveiflegan hátt. — Alveg rétt. Blóðvatnið er unnið úr beinmergnum og auð- veldast er að vinna það úr merg ungra hraustra manna er látizt hafa af slysförum. Að því loknu er efnið látið liggja í saltblöndu nokkra hríð og því næst er því sprautað inn í hesta, eða eins og við fremur kjósum hér 1 Frakk- landi, inn í kanínur, og síðan er blóðvatnið unnið úr blóði þess- ara dýra. Þegar það er gefið inn í smáum skömmtum hefir það örvandi áhrif á vöxt bandvefs- ins í mannslíkamanum. Getum við orðið 150 ára gömul? — Þér nefnið í blaðagrein, að manninum ætti að vera gjörlegt að ná mjög háum aldri, e. t. v. 150 árum. — Vísindamenn nútímans íeyna ekki að finna lífslyf er veiti manninum eilífa æsku. Hlutverk þeirra er að finna eitt- hvert það ráð, er endurvakið geti og viðhaldið lífskrafti frum- anna eftir lífeðlisfræðilegum (biokemiskum) leiðum með það takmark fyrir augum að safna og auka styrk mannslíkamans og ná á þann hátt stöðugu og öflugu samræmi og viðhaldi allra líffæranna og mannslíkam- ans alls. Ég lít svo á, að hægðarleikur sé, að með stöðugum tilraunum með cyto-toxique efnið takist okkur að auka meðalaldur mannsins upp í 150 ár. Ekki er hægt að vísa þessari kenningu heim til föðurhúsanna með nokkrum rökrænum aðferðum, sökum þess að iðulega heyrum við um fólk, sem er 105 eða 110 ára gamalt, og er því tiltölulega auðvelt að lengja ævina enn meir. Æska og líkamsfegurð í heila öld — Ég hefi heyrt því fleygt, *segir blaðamaðurinn enn, að nú þegar hafi náðst góður árangur við notkun hins nýja blóðvatns, og að konur,- sem hafi verið komnar yfir fimmtugt hafa við blóðvatnsinngjöf aftur orðið færar til þess að geta börn. — Eins og ég hefi þegar tekið fram, eru tilraunir þessar enn á byrjunarstigi og við þorum því ekki að draga neinar almennar reglur af furðu góðum árangri einstákra tilrauna okkar. Ég get aðeins fullyrt , eins og sakir standa, að við höfum reynt hin- ar ýmsu blóðvatnstegundir á karlmönnum og konum með hinum prýðilegasta árangri. — Viljið þér þá segja, að kona framtíðarinnar muni geta varð- veitt æsku sína og fegurð, allt þar til hún verður hundrað ára að aldri? — Certainement! Minnist þér bara Ninon de Lenclos, sem var fögur og heillandi, þar til hún var komin fast að níræðu. Til- raunir með hið nýja blóðvatn munu segja til um hvort okkur tekst í náinni framtíð að lengja lífsferil konunnar og þar með alla líkamsstarfsemi hennar sem eiginkonu og móður. Ef þessar til raunir takast eftir vonum þá getur maðurinn hætt að telja aldur sinn í árum, sem hingað til — maðurinn er þá aðeins jafn gamall og bandvefurinn í líkama hans. —Mbl., 15 maí Business College Education In these modern times Business College Education is not only desirable but almost imperative. The demand for Business College Educa- tion in industry and commerce is steadily increasing from year to year. Commence Your Business TrainmgImmediately! For Scholarships Consult THE COLUMBIA PRESS LIMITED PHONE 21804 695 SARGENT AV *. wTNNIPKG LL BATOH'S ttoUM#} rmAAA\\\\, W>fltunt I/ f// 'hliL að bíða að þær marg-faldist. Fluginu má líkja við fjallgöngu- manninn, sem alltaf eygir hærri hjalla fram undan. Við erum enn við rætur fjallsins. Af þessu litla yfirliti má sjá, að þróun flugsins á íslandi hef- ur verið stórstíg og furðulega markviss. AKRANES, 1952 <7 \=££=^="\'- i === 1 i ^ dillÉ mm i i % f€i |V> blaðsíður af óviðjafnanlegum kjörkaupum handa allri fjölskyldunni Tryggið yður hlut- \I l*2K r ( |_ deild í þessum ▼ 61*110 I T3BKO TIO miklu kjörkaupum o'T. EATON C?.™ WINNIPEG CANADA EATON ORDER OFFICES IN MANITOBA Brandon • Dauphin • Flin Flon • Fort Churchill • Portage la Prairie The Pa$ • /n Wmniptg, Htoni tr riat th» Salts t— fci Thi Mail Ordtr tldgu

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.