Lögberg - 23.10.1952, Blaðsíða 2
2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 23. OKTÓBER, 1952
Sólskinsstund á Elliheimilinu „Höfn'1
Fossvogskirkjugarður tvítugur
Sunnudaginn 28. sept. var
fjölmenn samkoma að Elliheim-
ilinu Höfn í Vancouver til þess
að halda hátíðlegt fimm ára af-
mæli heimilisins. Heimilisnefnd-
in efndi til samkomunnar og
Kvenfélagið Sólskin gaf og sá
um allar veitingar og vann að
framreiðslu allri fyrir ekki
neitt. Það var framúrskarandi
vel gert og fallega. Enda laun-
aðist konunum vel fyrir, því
400 dollarar bárust heimilinu
þennan dag í peningum og fjöl-
margar aðrar góðar og nytsamar
gjafir, sem of langt yrði upp að
telja. — Heimilisnefndin og
„Sólskin" þakka innilega öllum,
sem tóku þátt í samkomunni og
færðu heimilinu góðar gjafir. —
Afmælisfagnaðinum stjórnuðu
þau varaforseti heimilisnefndar-
innar hr. Óskar Haraldsson og
skrifari nefndarinnar frú Þóra
Orr. Bauð varaforseti gesti vel-
komna og lét í ljósi gleði allra
viðstaddra yfir því að forseti
nefndarinnar hr. Leifur E.
Summers væri á samkomunni
og gaf hann honum orðið fyrst-
um ræðumanna. Flutti forsetinn
prýðilegt ávarp, gagnort og
skilmerkilegt. Þakkaði hann öll-
um, sem auðsýnt hefðu heimil-
inu velvild og stuðning á liðnu
ári og þær góðu undirtektir,
sem þau tilmæli um aðstoð við
heimilið hefðu fengif^ og hann
hafði ritað um í bréfi, er sent
hafði verið mörgum í maí í vor.
Hefðu gjafir borizt mjög rausn-
arlega og væru enn að berast.
Þakkaði hann forstöðukonu og
starfsfólki fyrir vel unnin störf.
Hann lauk ræðu sinni með þess-
um orðum: „Það er eðlilegt og
sjálfsagt að leita stuðnings við
heimilið utan British Columbia,
þar sem flestir vistmenn eru
frá Manitoba, Saskatchewan og
Alta., auk þess sem öllum ætti
að vera það Ijúft kærleiksverk
að styðja starfsemi þessarar á-
gætu stofnunar fyrir aldraða ís-
lendinga. Við biðjum alla Islend-
inga, sem ekki hafa enn styrkt
„Höfn“ að minnast heimilisins
til dæmis með gjöfum um jólin
eða á öðrum hátíðum og merkis-
dögum — og í arfleiðsluskrám.
Gjafir er bezt að senda með
þessari áritun: Icelandic Old
Folks Home, Society, C/o Mrs.
Emily Thorson Treas., 3930
Marine Drive, West Vancouver,
B.C.
Aðrir ræðumenn voru fyrsti
forseti heimilisnefndarinnar, hr.
G. J. (Mundi) Gíslason, íslenzki
ræðismaðurinn í Vancouver hr.
L. H. Thorlakson og hr. Frið-
finnur Lyngdal og minntist hann
vel og maklega Ármanns heit.
Björnssonar, er unnið hefði af
miklum áhuga fyrir heimilið.
Mæltist þessum ræðumönnum
vel og fengu góðar þakkir. —
Undirritaður mælti einnig nokk-
ur orð. Við almennan söng að-
stoðaði hr. St. Sölvason með
píanóleik. Einsöngvari var ung-
frú Anna Árnadóttir og undir-
leik hjá henni annaðist Dóra
Sigurdson. — Þórður Kristjáns-
son flutti mjög snoturt kvæði
eins og hans var von og vísa.
vera að „Höfn þennan afmælis-
dag. Allir voru glaðir og kátir og
auðséð var á öllum gestunum
að þeim leið vel og að allir vist-
menn voru innilega ánægðir
yfir heimsókninni. Enda mega
Islendingar sannarlega vera
hreyknir af þessu glæsilega og
prýðilega umgengna heimili. —
Það er lofsvert afrek að hafa
keypt svo glæsilegt hús fyrir
gamla fólkið og starfrækja það
af frábærum myndarskap og
alúð. Það sýnir meðal annars
hverju íslendingar hér í álfu
koma í framkvæmd þegar þeir
standa sameinaðir, eins og fyrr-
verandi og fyrsti forseti heimilis
nefndarinnar, G. J. (Mundi)
Gíslason, tók svo prýðilega fram
í sinni ræðu..
Ég flyt Elliheimilinu „Höfn“
mínar beztu óskir og bið Guð
að blessa það nú og um öll
ókomin ár.
Yfirmaður skógræktar ríkisis í
Alaska fer til Róm og ræðir
framlíð skógræktar hér
Fyrir hálfum mánuði kom
hingað til lands skógfræðingur
frá Alaska dr. Raymond Taylor.
Er hann yfirmaður skógræktar-
stofunar Alaska, sem er deild
frá ríkisstofnun í Washington,
sem sér um vísindalega hagnýt-
ingu skóganna og ræktun þeirra.
Dr. Taylor kemur hingað til
lands á vegum FAO matvæla og
landbúnaðarstofnunar S. Þ. en
forstöðumenn skógræktarstarf-
seminnar höfðu óskað eftir því
við fulltrúa þeirrar stofnunar á
ferð hér, að látin yrð í té aðstoð
vegna skógræktar á íslandi með
því að senda hingað sérfræðing
í því efni sem búið hefir, við
svipuð veðráttuskilyrði. Þegar
blaðamenn ræddu við dr. Taylor
að Hótel Borg í gær, var hann
búinn að ferðast mikið um land-
ið, heimsækja skógræktarstöð-
var og búin að mynda sér hug-
mynd um ástand þessara mála
hér.
Ég er ekki í nokkrum vafa um
það að skógræktin er framtíðar-
verkefni á íslandi og þroski trjá-
tegunda hér sem ættuð eru frá
Alaska er sízt minni en í upp-
runalandinu.
Dr. Taylor sagði ennfremur,
að sér virtist að skógræktarmál-
unum væri nú þannig komið að
ekki væri um annað að ræða en
ganga að því að hefja skógrækt
í stórum stíl, sem miðast við
timburþarfir þjóðarinar í fram-
tíðinni.
Þið hafði það þrennt sem er
nauðsynlegt til að byggja á,
sagði hann. Land sem hægt er
að rækta á skóg, vitneskjuna
um það hvaða tegundir henta hér
bezt og loks, það sem er kannske
nauðsynlegast af öllu, vilja
fólksins til að rækta skóg.
Lítt numið land
Astandið í Alaska er gjörólíkt.
Honum hafa fylgt umbætur
í útfararsiðum
1 dag eru tuttugu ár liðin síð-
an kirkjugarðurinn í Fossvogi
var vígður. Staður fyrir garðinn
var vahnn í Fossvoginum sunn-
an í öskuhlíðinni, því að þar var
skjólgott, fagurt og sólríkt. Síð-
an hefur staðurinn mikið verið
prýddur með trjárækt, blóma-
rækt og fallegri umgegni í hví-
vetna.
Fegrun kirkjugarðins
Gamli kirkjugarðurinn við
Suðurgötu var orðinn svo út-
grafinn á þeim tíma, að fyrir-
sjáanlegt var að mjög erfitt yrði
að vísa á nýja grafreiti í honum.
Sóknarnefnd Dómkirkjunnar
ákvað því að velja stað fyrir nýj-
an kirkjugarð. Vígsla Fossvogs-
kirkjugarðs fór fram 2. septem-
ber 1932 og var fyrsti maðurinn
þá jarðsettur þar, Gunnar Hin-
Þar þarf enginn maður að hugsa
að kalla ónumið land. Það er 13
sinnum stærra en Island, en í-
svo neinu nemur. Því Alaska er
um að rækta skóg, því segja má
að hann sé miklu heldur of mik-
ill. Landið er geysilegt forðabúr
af skógi, sem ekki er nytjaður,
búarnir eru öllu færri, eða 128
þúsund.
En þó að skógarnir séu heldur
þyrnir í augum margar Alaska-
búa og þeir kunna ekki að meta
þá rétt, er þar samt að finna
þær skógategundir sem fróðir
menn telja að byggja skuli upp
framtíðarskóga á íslandi.
Dr. Taylor vinnur að merki-
legu framtíðarskipulagi skóg-
ræktarmála og hann hefir mynd-
að sér skoðun um framtíð skóg-
ræktar á íslandi, sem fellur mik-
ið saman við skoðanir íslenzkra
áhugamanna á þessu sviði.
Gefur skýrslu í Róm
Hann er héðan í dag og er för-
inni heitið til Róm til að gefa
FAO skýrslu um starf sitt og at-
huganir á íslandi og hefir merki-
legar tillögur fram að færa í því
efni, sem orðið geta heilladrjúg-
ar nái þær fram að ganga.
íslendingar þurfa um 100 kg.
af fræi frá Alaska næstu árin ef
vel á að vera. Fræ útvegunin er
dýr og erfið og vona menn að
með komu dr. Taylor hafi mynd-
ast mikilsvert samband til að
létta íslendingum fræsöfnunina.
Ég veit hvað íslendingar vilja
og þurfa af fræi, sagði dr. Taylor
í gær og að sjálfsögðu mun ég
reyna að hjálpa til að útvega
það, þó ekki verði um neitt
skipulegt starf að ræða fyrst í
stað.
Hirðusemi í gróðrarstöðvunum
Um íslenzku skógræktar og
uppeldisstöðvarnar s a g ð i dr.
Taylor að þar rikti dæmfá hirðu-
semi og aðgæzla. I Bandaríkjun-
um eiga menn ekki slíkri hirðu-
semi um fræ að venjast. þar er
það líka ódýrara og auðvelt að
fá nýtt ef eitthvað fer forgorð-
um.
Svipuð veðrátta og í Alaska
Um veðráttuna hér og í Alaska
sagði dr. Taylor að margt væri
svipað. Á Islandi er meiri gróð-
urmold en þar, en annars ekki
ósvipað tíðarfar. Veturnir kann-
ske nokkru kaldari og sumrin
eitthvað hlýrri. En rigninga-
samt og stormar tíðir mikinn
hluta ársins þar, eins og hér.
Það hefir líka sýnt sig á Hall-
ormsstað, þar sem Alaska greni
er farið að bera fræ, að trén
standast hina hörðu vetur og
vorkuldana jafnvel betur en
grasið.
Elztu grenitrén þar af Alaska-
stofni eru orðin 15 ára og hafa
náð yfir 6 metra hæð.
— TIMINN, 23. sept.
riksson. Annars átti fólk til að
byrja með erfitt með að sætta
sig við þennan nýja garð, því að
þótt staðurinn væri fallegur, var
þar þó til að byrja með aðeins
berangur. En eftir þessi ár hefur
það tekið miklum stakkaskipt-
um. Á hverju ári hafa verið
gróðursettar þar fleiri og færri
trjáplöntur. Garðurinn hefur
verið smekklega skipulagður,
mörg leiðin steypt fagurlega og
kirkjugarðsstjórnin annast
blóma rækt meðfram aðalgang-
stígunum.
Þegar Reykjavíkursöfnuði var
skipt 1940, þá hætti sóknarnefnd
Dómkirkjunnar ein að hafa for-
stöðu kirkjugarðanna og var
þá stofnuð Kirkjugarðsstjórn
Reykjavíkur. Hún hefur farið
með yfirstjórn kirkjugarðanna
beggja síðan og eiga í henni
isæti fulltrúar frá öllum söfnuð-
um Reykjavíkur, og Bálfarar-
félaginu.
Úifarir flyijasi af göiunum
Formaður Kirkjugarðsstjórn-
arinnar var fyrstu árin Knud
Zimsen og var hann ötull for-
ustumaður í þeim meiriháttar
framkvæmdum til fegrunar og
úrbóta útfara, sem komizt hafa
á. Það var til mikilla úrbóta,
þegar Fossvogskirkja var reist.
Hún var vígð 2. ágúst 1948. Með
henni má segja, að hafi orðið
gerbreyting á útfararsiðum ,svo
að þeir verða smekklegri en
áður. Með Fossvogskirkjunni
flytjast jarðarfarirnar af götum
Reykjavíkur, svo að hverfandi
fáar jarðarfarir fara nú fram
frá öðrum kirkjum.
Kirkjugarðsstjórn annast útfarir
Um leið og kirkjubyggingin
komst upp, þá ákvað kirkjugarðs
stjórnin að taka að sér fram-
kvæmd jarðarfara og stefna að
því framar öllu öðru, að gera
jarðarfarir sem ódýrastar, ein-
faldastar og smekklegastar.
Líkkistur gerðar ódýrar
I þessu skyni hefur kirkju-
garðsstjórnin komið sér upp tré-
smiðju til líkkistusmíði. Eru þrír
menn starfandi í henni. Kistu-
smíðin er ekki til að hagnast á
henni ,heldur eru þær seldar á
framleiðsluverði, án álagningar.
Kjartan Jónsson, sem áður starf-
aði á líkkistuverkstæði Tryggva
Árnasonar ,sér um kistusmíði og
útfarir. Nú er líka svo komið, að
kirkjugarðsstjórnin sér að öllu
leyti um framkvæmd jarðarfara.
Hún lætur fólki líkhús og kirkju
til notkunar, framkvæmir kistu-
lagningu 1 heimahúsum og
sjúkrahúsum og flutning í lík-
hús, allt án endurgjalds. Þá ann-
ast hún kirkjusöng. Það er at-
hyglisvert að kirkjukórinn sést
ekki við guðsþjónustur í Foss-
vogskirkju. Hafa sumir talað um
að kirkjusöngurinn muni vera
fluttar af hljómplötum, en það
er ekki. Þetta fyrirkomulag hef-
ur verið haft vegna þess að gert
hefur verið ráð fyrir að Foss-
vogskirkja sé útfararkirkja og
þá þótti það fyrirkomulag betra
að láta ekki bera of mikið á
kórnum. 'En kirkjukórar hinna
ýmsu safnaða syngja við útfarir
eftir því úr hvaða sókn hinn
látni maður er. Kirkjugarðs-
stjórnin hefur þegar séð um 606
jarðarfarir.
Bálfarir fara í vöxl
Um sama leyti og Fossvogs-
kirkja var vígð, tók til starfa í
sambandi við hana bálfararstofa
og er umsjónarmaður hennar
Jóhann Hjörleifsson, sem einn-
ig er kirkjuvörður. Bálfarir eru
í vexti. Hefur nú farið fram bál-
för 163 manna. Útfararathöfnin
við bálfarir er hin sama og við
venjulegar útfarir og skal tekið
fram, að það þarf engu síður lík-
kistu. En síðan er kistan sett
inn 1 líkbrennsluofn. Er hitinn
svo mikill að á skömmum tíma
eyðist allt efni nema kalk og
steinefni beina. Kistunaglar eru
teknir úr með segulstáli en jarðn
eskar leifar hins látna settar í
lítið ker með áletruðu nafrii.
Nú er verið að skipuleggja og
ganga frá fyrstu grafreitunum,
þar sem grafin er niður aska.
Er mjög smekklega frá þessum
nýju grafreitum gengið, fagrir
blómareitir allt umhverfis.
Fossvogskirkjugarður er orðinn
hinn yndislegasli gróðurreilur
Kirkjugarðsstjórnin lætur ekk
ert hjá líða til að fagra og prýða
umhverfi grafreitanna.
Eftir beiðni aðstandenda lætur
hún steypa umgerð um legstað-
ina, höggva legsteina og ein-
staklingar m e g a gróðursetja
trjáplöntur á leiðunum. Margir
þeirra vilja sjálfir annast fegrun
en auk þess er margt garðyrkju-
fólk starfandi á vegum kirkju-
garðsstjórnarinnar. En garðyrkj-
unni stjórnar Sumarliði Hall-
dórsson skógræktarfræðingur.
Helgi Guðmundsson, sem er
Þann 2. júní s.l. andaðist að
heimili sínu í Selkirk Mrs. Helga
Sigríður Skagfjörð, en þar hafði
hún verið búsett í full 40 ár.
Hún var fædd að Brekkukoti í
Óslandshlíð á Höfðaströnd í
Skagafjarðarsýslu 25. júlí 1864.
Foreldrar hennar voru Pétur
Guðmundsson og Hólmfríður
Jónsdóttir, búendur í Brekku-
koti um 11 ár. Móðir Péturs var
Sigríður ólafsdóttir í Teig-
stekk í Óslandshlíð; hún var
systir séra Ólafs stúdents Ólafs-
sonar, er um margt var sér-
stæður maður og vel gefinn að
hæfileikum, en þótti undarlegur
í háttum. Sigríður ólst upp í
Skagafirði; um allmörg ung-
þroskaár sín dvaldi hún á Svaða-
stöðum. Þann 24. febr. giftist
hún Jóni Jónssyni, Skagfirðingi
að ætt. Þau bjuggu um nokkur
ár á Daðastöðum á Reykja-
strönd, en fluttu vestur um haf
árið 1904. Eftir eins árs dvöl í
Argyle-byggð fluttu þau til
Árnesbyggðar í Nýja-lslandi. —
Er vestur kom tók Jón sér ættar-
nafnið Skagfjörð. Mann sinn
missti Sigríður 13. júlí 1911 frá
7 börnum þeirra í bernsku;
elztu synir þeirra tveir voru þá
nýfermdir. Hún dvaldi á annað
ár ásamt börnum sínum í Gimli-
bæ, en flutti þá ásamt þeim til
Selkirk, og átti þar heima það
sem eftir var ævinnar.
Börn hennar eru:
Ingibjörg, Mrs. Capt. W.
Stevens, Grand Marias, Man.;
Bjarni, kvæntur Mörtu Free-
man, Selkirk; Þorleifur, kvænt-
ur Jafetu Elíasson, Selkirk;
Málfríður, Mrs. James Link-
later, Selkirk; Stefán, dáinn 1.
sept. 1927, 24 ára að aldri; Mar-
grét, Mrs. Chas. Borem; Karó-
lína, tvíburi Margrétar, d. 1911,
þá sex ára; Þorkell, kvæntur
Marjorie Stevenson, Selkirk. —
Barnabörnin eru 13, en barna-
barnabörn 14.
Með Sigríði Skagfjörð er
merk íslenzk kona horfin af
þessu tilverustigi, kona er stórt
og margþætt ævistarf hafði af
hendi leyst, og þreytt er til
hinztu hvíldar gengin. En þrátt
fyrir þunga reynslu ævidagsins
var hún og taldi sig jafnan
gæfukonu verið hafa. Að vöggu-
eftirlitsmaður garðanna úthlut-
ar grafstæðum og útvegar kirkju
söng.
Fleiri jarðseiiir í Fossvogi en í
gamla garðinum
Fossvogskirkjugarðurinn og
gamli kirkjugarðurinn við Suð-
urgötu eru báðir undir sömu
stjórn. Á þessum 20 árum síðan
Fossvogskirkjugarðurinn v a r
vígður hafa næstum 4,000 manns
verið jarðsettir þar og á sama
tíma í gamla garðinum um 2600.
Þessir eru nú í Kirkjugarðs-
stjórn Reykjavíkur: Björn Ólafs-
son ráðherra, Sigurbjörn Þor-
kelsson, sem um leið er fram-
kvæmda stjóri kirkjugarðanna,
Gunnar Einarsson, prentsmiðju-
stjóri, Þorsteinn Sch. Thorsteins-
son lyfsali, Ingimar Brynjólfs-
son, stórkaupmaður, Kristján
Þorgrímsson, framkvæmdar-
stjóri, Kristján Siggeirsson hús-
gagnasmiður.
— MBL. 2. sept.
gjöf hafði hún þegið mikla
hæfileika og þrek til sálar og
líkama, samfara skapfestu og
viljastyrk, er gerði henni unnt
að mæta áföllum dagsins. Hún
var jafnan stælt, er mest á
reyndi, er það einkenni hins
sigrandi hugarfars, þar sem að
lífsþrek og lifandi trú á hand-
leiðslu Guðs fylgjast að.
Eins og að hefir verið vikið,
missti Sigríður mann sinn frá
börnum þeirra ungum; og um
líkt leyti missti hún unga dótt-
ur sína. Með eigin dugnaði og
ágætri aðstoð eldri barna sinna
tókst þeim sameiginlega að brúa
þessi erfiðu ár og vinna mikinn
sameiginlegan sigur í lífsbarátt-
unni. Ávalt voru börnin móður
sinni hjálpleg og hafa með ást-
vinum sínum sýnt ávenju fagurt
dæmi umhyggju og tryggðar.
Um mörg síðari ár bjó Sigríð-
ur í sínu eigin húsi, og þar ann-
aðist Mrs. Sigríður Sveinsson
um hana með fágætri nærgætni
og kærleika, að atbeina og ráði
sona hennar, og þar átti hún á-
hyggjulaus og fögur efri ár.
Sigríður unni söfnuði sínum
og sýndi andlegum málefnum
órofa trygð. Meðan hún mátti
og heilsa leyfði gekk hún með
gleði og hrifningu í guðshús, og
bar málefni kirkju sinnar fyrir
brjósti — og studdi þau til
hinzta dags. Hún var kona
trygglynd og vinföst, einörð í
orðræðum og afstöðu, og vissi
ávalt hvað hún vildi, og hvar
hún stóð í hverju máli. í eld-
reynslu breytilegrar ævireynslu
hélt hún fast í þann sannleika,
að: „Guð er oss hæli og styrkur,
örugg hjálp 1 nauðum."
Eins og áður hefir verið vikið
að var bjart um hana í elli
hennar fyrir atbeina og umönn-
un ástvina hennar; en birtan af
ljósi lifandi trúar ljómaði upp
hug hennar og hjarta og vakti
unaðslega þrá eftir eilífðinni, er
færðist nær; hún fékk inn-
göngu til sumarlanda Guðs á
sjálfri hvítasunnuhátíðinni, og
var kvödd hinztu kveðju af
fjölmennu ástvinaliði og sam-
ferðafólki i kirkju Selkirk-
safnaðar þann 6. júní s.l.
S. Ólafsson
Það var mjög ánægjulegt að
TIME PROVES THAT...
In these modern times Business College
Education is not only desirable but almost
imperative.
The demand for Business College Educa-
tion in industry and commerce is steadily
increasing from year to year.
Commence Your Business
Training immediately!
For Scholarships Consult
THE COLUMBIA PRESS LUHITED
PHONE 74-3411 695 SARGENT AVE., WINNIPEG
KAUPENDUR LÖGBERGS
Á ÍSLANDI
Gerið svo vel að senda mér sem fyrst greiðslu fyrir
yfirstandandi árgang Lögbergs, kr. 75.00. Dragið
ekki að greiða andvirðið. Það léttir innheimtuna.
Æskilegt að gjaldið sé sent í póstávísun. Þeir sem
eiga ógreidda eldri árganga, eru vinsamlega beðnir
að snúa sér til mín.
BJÖRN GUÐMU NDSSON
FREYJUGATA 34 . REYKJAVIK
Eiríkur S. Brynjólfsson
íslendingar eiga strax að hefja
ræktun nytjaskóga
MINNINGARORÐ:
Mrs. Helga Sigríður Skagfjörð
/