Lögberg - 23.10.1952, Blaðsíða 4

Lögberg - 23.10.1952, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 23. OKTÓBER, 1952 Lögberg Gefiö út hvern fimtudag al THE COLUMBIA PRESS LIMITED 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MAN. PHONE 21804 Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Verð $5.00 um árið — Borgist fyrirfram The “Lögberg” is printed and published by The Columbia Prese Ltd. 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada A uthorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa Víðfrægur rithöfundur látinn Hinn 26. september síðastliðinn lézt í Rómaborg einn hinna kunnustu heimspekinga og rithöfunda sam- tíðar sinnar, George Santayana, 88 ára að aldri; hann var fæddur á Spáni, en dvaldi meginhluta ævinnar utan takmarka ættjarðar sinnar; það var ekki einasta að hann yrði heimsfrægur vegna bóka sinna um heim- spekileg efni og snjallrar ljóðagerðar, heldur samdi hann skádsögu, „The last Puritan", sem varð metsölu- bók árið 1935 og fjallar um fólk í Nýju Englandsríkjun- um, sérkenni þess og lifnaðarháttu; er það sérstætt talið, að heimspekingur semji skáldsögu, er njóti slíkrar óhemju útbreiðslu; meðal meiri hátta ritverka San- tayana á vettvangi heimspekinnar má telja „The Life of Reason“, „Realism of Beings“ og „Persons and Places“. Þar að auki liggja eftir hann nokkrar ljóða- bækur, sem skapað hafa honum varanlegan sess meðal ljóðsnillinga. Síðustu æviárin var Santayana mjög þrotinn að heyrn og sjón, en á arni gamanseminnar og jafnvel kaldhæðninnar logaði sami eldurinn glatt engu að síður. „Ég er að verða letingi," sagði heimspekingurinn í viðtali við blaðamann, skömmu áður en hann steig inn yfir landamærin. „Og hvernig ætti það öðruvísi að vera þar sem ég er hættur að gefa mig við daglegum rit- störfum? Ég hefi ánægju af aðgerðaleysinu, þó að það ætli alveg að gera út af við aðra menn; og nú finst mér engin smáræðis list vera fólgin í því að sitja auðum höndum og bíða sólsetursins." George Santayana kom til Bandaríkjanna, er hann var níu ára að aldri og var snemma settur til menta; hann var alla ævi á kafi í bókum og blöðum, og við helgidóm einverunnar kvaðst hann bezt þekkja sig sjálfan. Frá 1889 til 1911 gegndi George Santayana pró- fessorsembætti í heimspeki við Harvardháskóla við mikinn og góðan orðstír; þó var engu líkara en honum þættu kenslustörfin hálfgert áhættuspil; og í bók sinni „A Brief History of My Opinions“, kvað hann sér hafa orðið það að hlátursefni, að burðast við kenslu; hann eignaðist aldrei ritvél; hann dansaði aldrei og ók heldur eigi bíl og hann var ókvæntur alla ævi; en þrátt fyrir þetta hafði hann enga trú á meinlætalifnaði og taldi þess háttar mestu fjarstæðu; í æsku var hann ófáan- legur til þátttöku í leikjum; þegar jafnaldrar hans nutu útivistar, sat hann innilokaður yfir skruddum sínum og dagdraumum. Meðan á báðum heimstyrjöldunum stóð, dvaldi þessi mikli hugsuður á Englandi og flutti fyrirlestra við Oxfordháskóla; einnig gaf hann sig um hríð að fyrir- lestrahöldum við Sorbonneháskóla; að lokinni síðari styrjöldinni fór Santayana til ítalíu og eyddi síðustu árum ævinnar í Rómaborg. Ári áður en hinn mikli heimspekingur lézt, var hann spurður að því hvort hann hefði á hinni löngu ævi sinni fundið hina sönnu lífshamingju. Svar hans var eitthvað á þessa leið: „Ég get ekki með réttu kallað mig ham- ingjusaman mann, en ég er ánægður maður; og ég hefi alt sem hönd þarf til að rétta, og ef ég segði að ég yrði var einstæðingsskapar eða tómleika/ þá væri slíkt hvorki meira né minna en hlægilegt.“ George Santayana skoðaði sjálfan sig sem kaþólsk- an mann án þess þó að taka þátt í málefnum kirkju sinnar og hann kvaðst vera kaþólskur að erfðum en ekki innræti. Hann sótti kirkju, en ekki á sunnudögum og kvaðst ekkert erindi eiga þangað innan um marg- menni, því einveran, þar sem annars staðar, væri sér hugþægust. Með hliðsjón af stjórnmálum leit Santayana svo á, sem þjóðirnar væru smátt og smátt að þokast í átt- ina til einríkis þar sem öllum yrði gert jafn hátt undir höfði; hann gaf lýðræðisfyrirkomulaginu hornauga vegna þess að því væri stjórnað af síngjörnum og hug- sjónasnauðum stjórnmálaloddurum; hvorki lýðræðið eða kommúnisminn hefði upp á þau fríðindi að bjóða, er lífsnauðsynleg væri mannkyninu til framdráttar. Ekki kvaðst George Santayana hafa orðið var nokkurra þeirra stórmenna á lífsleið sir\ni, er trúandi væri fyrir alheimsforustu; hann dáði Alexander og Napóleon og kallaði þá mikla menn; mikilmenni fyrir fyndust ekki í dag þó þeirra væri leitað með loganda Ijósi. Síðustu daga ævinnar dvaldi George Santayana á fögrum bústað fyrir aldrað fólk, er kaþólska kirkjan lét reisa og stendur á hæð einni í námunda við hið fornfræga Colosseum. ☆ ☆ ☆ Gestur Pólsson skáld Hinn 25. september síðastliðinn voru liðin hundrað ár frá þeim tíma, er Gestur Pálsson fyrst leit dagsljósið; hann var róttækur umbótamaður í skoðunum og dygg- ur málsvari þeirra allra, er honum skildist, að skipa mætti vegna öfugstreymis í skipulagningu mannfélags- mála í fylkingu olnbogabarnanna; hann var gæddur Brezka þingið 700 ára afmæli brezka þingsins. Saga þess og siðir Á þessu ári minnist brezka þingið 700 ára afmælis síns. Á þeim tímamótum getur það að vonum litið yfir langa sögu og merka. Forngermönsk þing Englar og Saxar, sem lögðu Bretlandseyjar undir sig á 5., 6., og 7. öld, fluttu með sér hinn forna þingsið germanskra þjóða. Sá siður er ævaforn að allir frjálsir menn kæmu til þings eða stefnu, þar sem málum var ráðið til lykta undir forustu mesta virðingamanns ættbálks- ins, öldungs eða síðar jarls. Þar voru líka gerðar samþykktir, sem urðu gildandi lög fyrir þing- hána. Witenagemot, elzta ríkisþingið Þegar England varð eitt ríki undir stjórn Elfráðs konungs hins ríka á síðari hluta 9. aldar, breyttust þessi fornu sveitar- þing í eins konar héraðsþing, skírismót, sem voru hvert fyrir sitt skíri (shire) og svipar þeim til vorþinganna íslenzku. Fyrir ríkið allt var þá háð sérstakt þing, sem á tungu þjóðarinnar nefndist Witenagemot, en það þýðir þing viturra manna. Það kom saman einu sinni á ári í London eða Winchester. Það var skipað líkt og alþingi íslendinga hið forna, þannig að þar mættu veraldlegir höfðingjar, en auk þess áttu fulltrúar kirkjunnar þar sæti. En þessi höfðingja- stétt varð brátt alltof fjölmenn til að mæta á þinginu og komst þá sá siður á, að þeir mættu ein- ir, sem konungur valdi til þing- setu. Þannig varð Witenagemot sam koma tignustu manna landsins, aðalsmanna, biskupa og ábóta og einskonar upphaf að lávarða- deild brezka þingsins. Þing lénsherranna Eftir að Vilhjálmur bastarður hertók England 1066 kom hann léns skipulaginu á í landinu. Hann skipti öllu landi milli ridd- ara sinna. Lendir menn Eng- landskonungs hétu barónar. Þeg ar þeir tóku land að léni, unnu þeir konungi hollustueið og hétu að veita honum í hernaði. Við þetta breyttist þingið lít- ið, en hlaut nafnið Great Coun- cil. Voldugustu lénsherrar og æðstu höfðingjar kirkjunnar sátu þar. Magna Charta grundvöllur mannréttinda Jóhann landlausi var óhepp- inn stjórnandi og gerðu barón- arnir uppreisn gegn honum. Hann reyndi að leita athvarfs hjá páfanum og vildi taka Eng- land að léni af honum. Það mæltist illa fyrir í Englandi að selja páfanum landið á þann hátt. Árið 1215 þröngvuðu bar- ónarnir Jóhanni landlausa til að undirskrifa eins konar stjórnar- skrá Englands, sem nefnd er Magna Charta — frelsisbréfið mikla. Magna Charta kveður svo á, að konungur skuli kalla háaðal- inn og æðstu menn kirkjunnar til þings og er það grundvöllur fyrir þingseturétti lávarðanna. Jafnframt er svo fyrir mælt, að ný lög verði ekki sett eða nýir skattar lagðir á nema með sam- þykki þingsins. Enn var það tek- ið fram, að enginn maður skyldi handtekinn né refsað án dóms og laga. Auk þess var kirkiunni tryggður réttur til að velja sjálf sína embættismenn. Magna Charta er því grund- völlur þingræðisins í Bretlandi og jafnframt hins frjálsa dóms- valds, sem er ó h á ð fram- kvæmdavaldinu, og er því þann- ig með réttu talin hyrningar- steinn lýðfrelsis og mannrétt- inda. Kosnir menn til þingsetu Hinrik III, sonur Jóhanns landlausa, naut lítillar þjóðhylli, svo sem faðir hans. Hann lenti í deilum við þingið. Árið 1252 hafði þingið ákveðið að fjórir stórbændur frá hverju skíri skyldu taka sæti á þingi. Kon- ungur mótmælti því, en slíkt þing kom þó saman 1254. Þar með hófst sá siður, að kjörnir fulltrúar mættu til þings án þess að það tilheyrði em- bætti eða tign, sem þeir hefðu fyrir og eru það fyrstu drög að því, sem síðar varð neðri deild brezka þingsins, þó að kosning- arréttur og kjörgengi væri á fárra höndum. Gerðust nú ýmsar greinar með konungi og barónunum og varð úr borgarastyrjöld. Símon de Montfort jarl af Leicester tók Hinrik konung III. til fanga árið 1264 og kallaði síðan sjálfur sam- an þing í nafni konungs. Til þess þings kvaddi hann tvo fulltrúa frá höfuðborg hvers skíris auk þeirra, sem áður var ákveðin seta þar. Það þing kom fyrst saman 1265. Þetta er talið upp- haf að neðri deild brezka þings- ins eða House of Commons, þó að þingið væri ekki háð í tveimur deildum fyrr en 1341. Þingið hafði þó ekki verulega þýðingu í lífi ensku þjóðarinnar fyrstu aldirnar. Það fór lengst- um fremur lítið fyrir því, enda var það ekki annað en samkoma þeirra, sem fóru með völdin í landinu hvort eð var. En þegar árekstrar urðu milli konungs og aðals, hafði þingið hlutverki að gegna og stóð á rétti aðalsins. 1 því stríði stóð meðan Stúartarn- ir réðu og fram að byltingunni 1688. Réttindaskráin 1689 Vilhjálmur prins af Óraníu ríkri réttlætisvitund, er fékk útrás í snörpum blaða- greinum, smásögum hans og ljóðum. Gestur var snill- ingur mikill í meðferð óbundins máls; sögur hans, svo sem „Kærleiksheimilið“ og „Sagan af Sigurði for- manni“, eiga enn langt líf fyrir böndum, að eigi séu fleiri tilgreindar. Kvæðin standa sögum hans langt að baki, þó „Betlikerlingin“ falli eigi auðveldlega í gleymsku, og það því síður sem Sigvaldi Kaldalóns samdi við kvæðið áhrifamikið lag, þar sem tónn og ljóð fallast í faðma. Gestur Pálsson hafði um skeið ritstjórn Heims- kringlu með höndum. Hann lézt í Winnipeg 38 ára að aldri og ber beinin fjarri fósturjarðarströndum, því hér var hann í tvenns konar merkingu — Gestur. Einar H. Kvaran, samferðamaður Gests Pálssonar í tveimur heimsálfum, mintist hans fagurlega í stuttu erfiljóði, en þannig er upphafserindið: „Nú ertu þá sigldur á ókunnan sæ, þú ægilegt hafsdjúpið þráðir æ, en hér sit ég eftir hljóður. Grátskyld viðkvæmni grípur mig um glaumlausa nótt, er ég hugsa um þig sem breyskan en hjartfólginn bróður.“ varð konungur eftir að hafa heit- ið að stjórna í samræmi við rétt- indaskrána frá 1689. Þar með eru hin fornu lög landsins viður- kennd og mannréttindi, sem Magna Charta átti að tryggja, hafin til verks á ný. Réttinda- skráin ákvað meðal annars, að ekki mætti hafa fastan her í landinu á friðartímum án sam- þykkis þingsins og á henni byggðist það, að allt fram að heimsstyrj öldinni fyrri var eng- inn brezkur maður herskyldur. Með réttindaskránni frá 1689 varð England forustuland um frelsi og mannréttindi, svo að aðrar þjóðir hafa löngum sótt sér fyrirmyndir þangað. En það leið þó langur tími unz neðri deild þingsins var orðin raun- verulegt þjóðþing, sem skipað væri fulltrúum brezkrar alþjóð- ar. Ný kjördaemaskipun Hin forna skipun þingsins frá 13. öld varð eðlilega úrelt, er tímar liðu. Fornir bæir nutu þeirrar hefðar að eiga fulltrúa á þingi ,enda þótt þeir væru orðnir langt aftur úr. Nýjar borgir áttu hins vegar engan fultrúa á þinginu, svo sem stór- borgirnar Birmingham, Man- chester, Leeds og Sheffield. Það var ekki fyrr en 1832 sem hið forna skipulag breyttist. Þá var líka miðstéttarmönnum veittur réttur til að kjósa til þings. Almennur kosningaréitur. Árið 1867 fékk þorri verka- manna atkvæðisrétt, en almenn- ur varð kosningaréttur karla ár- ið 1885 og gilda ákvæðin síðan ennþá. Konur fengu atkvæðis- rétt árið 1918. Skotland hafði sitt eigið þing þangað til 1707, en síðan hafa Skotar sent fulltrúa á þingið í London. Irland hafði líka sitt þing allt fram til 1801, en eftir það átti það fulltrúa á brezka þinginu. Þegar írland fékk heimastjórnina, voru stofnuð tvö þing þar í landi, annað fyrir Ulster en hitt fyrir aðra hluta landsins. Þegar svo írland varð sjálfstætt ríki árið 1922, hélt Ulster sínu þingi með valdi í innanríkismálum, auk þess sem þaðan eru sendir fultrúar á brezka þingið. — TIMINN, 26. sept. Dánarfregn Mrs. Marsibil Hjörleifsson frá Hainey, B.C., andaðist á Royal Columbia sjúkrahúsinu í New Westminster, B.C., þann 29. september s.l. Hún var fædd að Árnesi, Man., 30. des. 1902, dóttir Þorfinns Helgasonar og Marsibil Jónat- ansdóttur frá Brú við Nes P. O., Man. Þorfinnur faðir hennar er löngu látinn, en Marsibil móðir hennar er enn á lífi og búsett á Gimli, Man. Þann 16. júní 1928 giftist Marsibil Birni, syni Magnúsar Hjörleifssonar og Guðnýjar konu hans, er bæði voru ættuð af Jökuldal. Björn og Marsibil bjuggu fyrst um hríð í Winni- peg, en fluttu þaðan til Selkirk og bjuggu þar til ársins 1947, er þau fluttu til Hainey, B.C. — Þeim varð þriggja barna auðið: Þorfinnur Hjörleifur, heima hjá föður sínum, Marsibil Björg, er dó barn að aldri, og Björn Marshall, ungur sveinn í heima- húsum. Systkini Mrs. Hjörleifsson eru: Jónatan, Prince Rupert, B.C.; Helgi, d. 1926; Þorfinnur, Win- nipeg; Jóhann, bóndi í Árnesi; Agnes, Mrs. Gobbin, Fenelon Falls, Ont.; Herdís, Mrs. Stanley Einarsson, Gimli; Kristín, Los Angeles, Calif.; Guðmundur Ágúst, bóndi að Árnesi; Elizabet, Mrs. J. Young, Selkirk; Guðný, Mrs. K. Geirhólm, Gimli. Allir bræður hinnar látnu eru kvæntir og fjölmennt frændalið er eftirskilið. Marsabil var kona vel gefin og háttprúð, ágæt og umhyggju- söm móðir, og frábær eiginkona. Hún átti haga og listræna hönd og var óþreytandi í umönnun og aðhlynningu að heill og hag heimilis síns og ástvinaliðs. — Sár harmur er kveðinn að henn- ar nánustu við burtför hennar. Auk þeirra, sem nefndir hafa verið syrgja hana aldraðir tengdaforeldrar hennar, Magnús og Guðný Hjörleifsson, sem hún jafnan reyndist ljúf og um- hyggjusöm tengdadóttir. Eigin- maður hennar og ungir synir fluttu lík . hennar austur til greftrunar; fór útförin fram frá kirkju Selkirksafnaðar þann 6. okt. að mörgu fólki viðstöddu. „Guð huggi þá sem hryggðin slær.“ S. Ólafsson Vöknuðu órla og stunduðu líkamsrækt með vegavinnu Verkstjórinn annaðist daglega þjálfun en ráðskonan framreiddi létla og holla fæðu Norður í Skagafirði hefir flokkur vegavinnumanna safnað kröftum og hreysti með óvenju- legum hæ'tti, jafnframt því, sem hann hefir stundað vegavinn- una, sem gengið hefir betur hjá þessum flokki en almennt gerist að því að sagt er. Verkstjóri þessa flokks, sem er ungur háskólanemi, er áhuga- samur mjög um líkams íþróttir. Hefir hann stundað líkamsæf- ingar Atlaskerfisins í meira en eitt ár og öðlazt við það hraust- an og spengilegan líkama. Þegar til vegavinnunnar kom í sumar, þótti vegagerðarmönn- um verkstjórinn heldur en ekki karlmannlegur og vildu allir líkjast honum að atgervi. Æfði allan vinnuflokkinn Hinn ungi og áhugasami lík- amsræktarmaður tók sér þá fyr- ir hendur erfitt en mikilvægt verkefni, auk verkstjórnarinnar, en það er að æfa allan vinnu- flokkinn í líkamsrækt. Hefir þetta tekizt með ágætum í allt sumar. Er skemmst frá því að segja, að vegagerðarmennirnir hafa lagt það á sig með glöðu geði að vakna 15 mínútum fyrr en ella á morgnana, jafnvel á leiðinlegustu og svefnþyngstu mánudagsmorgnum, til að rísa upp til líkamsæfinga í stundar- fjórðung áður en vegagerðin hófst. Að kvöldinu við vinnuhættur hefir sami háttur verið hafður á, og Atlaskerfið æft í aðrar fimmtán mínútur. Nýil fæði Jafnframt þessu hefir flokkur- inn haft sérstakt fæði, sem talið er árangursríkast við slíka lík- amsrækt, og svipar mjög til náttúrulækningafæðisins. Hefir ráðskona vegavinnuflokksins orð ið að leggja til hliðar allar sínar reglur og matbúið að tilhlutan verkstjórans það fæði, sem bezt hentaði hraustum líkömum lík- amsræktarmannanna. Allir að- ilar hafa kunnað þessum hátt- um vel, og ráðskonan mun ekki hafa neinar áhyggjur af eldri matreiðslubókum framar, þótt ekki sé vitað, hvort hún hefir sjálf tekið þátt í líkamsræktinni. Afköstin meiri Hér er um að ræða fróðlega tilraun á sviði líkamsræktar, þar sem menn, sem stunda erfiða vinnu, æfa heilt sumar með sér- stöku mataræði erfiða leikfimi. Þeir, sem kunnugir eru, segja, að allir finni þeir mikinn mun á heilbrigði sinni og hreysti, og afköstin við vinnuna séu meiri en almennt gerist. — TÍMINN, 16. sept.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.