Lögberg


Lögberg - 13.11.1952, Qupperneq 7

Lögberg - 13.11.1952, Qupperneq 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 13. NÓVEMBER, 1952 Víða um heim eru til þjóðsagnir um Syndaflóðið Elztu sagnir um ógurlegt flóð, er eyddi allri heimsbyggðinni, er að finna á leirtöflum frá Baby- lon og er talið að sagan um þetta hafi verið letruð á þær 2000 ár- um áður en Kristur fæddist. Þar segir frá manni, sem Ut-napish- tim hét. Guðirnir tilkynntu hon- um, að flóð mundi fara yfir jörð- ina öllum að óvörum. Og þeir sögðu við hann: „Yfirgefðu allt sem þú átt til að forða fjörinu. Hlauptu frá eignum þínum og bjargaðu lífinu. Smíðaðu þér skip og hafðu þar með þér fræ alls þess er hfir.“ Síðan var hon- um sagt hvað skipið ætti að vera stórt og þegar það var fullsmíð- að, „þá gekk hann á það með konu sína og börn og alla ætt- ingja, með húsdýr og villidýr.“ Og svo kom flóðið: „Með ógur- legu afli skall það á fjöllunum og svalg þjóðirnar.“ Að lokum náði flóðið þó hámarki sínu og tók að sjatna. Báturinn strand- aði á fjalli. Grísk sögn hermir, að Alfaðir, Zeus, hafði reiðst mannkyninu og ákveðið að útrýma því, en þau Deucalion og Pyrrha kona hans fóru í stóra kistu með allar lífsnauðsynjar sínar. Svo kom flóðið, og allt Gríkkland fór í kaf nema syðsti skaginn, og flóðið braut niður fjöllin í Þessa- líu. Þau hjónin komust af og gerðu nýtt mannkyn úr stein- um. Steinar hans urðu að körl- um en steinar hennar að konum. í Egyptalandi var skráð saga um 250 árum fyrir Krist, að allur heimur hefði drukknað í flóði og aðeins einn maður kom- izt af og hann hafi flutt inn í hinn nýja heim „alla þekkingu og vísindi." Rómverski rithöfundurinn Ovid segir frá flóðinu á svipað- an hátt og gríska sögnin. í Lithaugalandi er sagt frá goði sem nefndist Pramzinas. Hann ákvað að refsa hinum ó- guðlega heimi og sendi tvo jötna Wandu og Weyas (vatn og storm) til þess að framkvæma það. Nokkrir menn komust upp á hátt fjall, en að lokum varð þó COPENHAGEN Bezta munntóbak heimsins ekki annað eftir en karl og kerl- ing, og því leit illa út um að mannkyninu gæti fjölgað aftur. En Pramzinas sá ráð við þessu. Hann sagði að þau skyldi stökkva yfir bein þeirra sem fórust. Þau stukku níu sinnum hvort og beinin urðu að lifandi mönnum þannig að níu hjón voru nú til þess að koma upp nýju mann- kyni. I Lapplandi er sagt frá gríðar- legu flóði, sem drekkti öllu mannkyni, nema ungri stúlku og pilti, sem skoluðust upp á hátt fjall að ráðstöfun guðanna. En fornnorræn sögn lætur heiminn drukkna í blóði. „Synir Bors drápu Ými jötun, en er hann féll, þá hljóp svo mikið blóð úr sárum hans, að með því drekktu þeir allrl ætt hrim- þursa, nema einn komst undan með sínu hyski. Þann kalla jötn- ar Bergelmi. — Hann fór upp á lúður sinn og kona hans og hélzt þar, og eru af þeim komnar hrimþursa ættir.“ í Wales eru tvennar sagnir um menn sem komist hafi af á báti, er flóð fór yfir landið. Og hinir fornu Bretar sprungið upp og sjór hefði fossað þar upp, og jafnframt komið stórrigning og þá hefði allur heimurinn farið í kaf. Sögur frá Asíu 1 borginni Hierapolis var bæn- hús, sem rithöfundurinn Lucian segir að borgarbúar hafi talið vera farkostinn, sem Deucalion komst af á í flóðinu mikla. í Persíu er sögn um að guð- irnir hafi eytt öllu illu í heimin- um með vatnsflóði. 1 Indlandi eru til tvennar sagn ir um að fiskar hafi varað menn við miklu flóði og þess vegna hafi nokkrir komizt af. Önnur sögnin hermir að fiskurinn, sem aðvaraði menn, hafi verið sjálf- ur guðinn Vishnu. Hjá Vogul þjóðflokknum í Úral í Rússlandi gengur sögn um að risi og skessa hafi heyrt að- vörunarrödd úr iðrum jarðar um að flóð væri yfirvofandi. Þau smíðuðu sér þá bát og hvöttu aðra til að gera það líka, en fáir trúðu þeim. Þessi hjón og þeir, sem fóru að ráðum þeirra, kom- ust af, en allir aðrir drukknuðu. Þjóðflokkar í Síberíu miðri og austanverðri segja söguna á svip- aðan hátt og hún er sögð í biblí- unni. Þar er getið um farkost, sem hlaðinn hafi verið öllum dýrum, og að hann hafi strand- að þar á einhverju fjalli og sé þar enn. í Hihking í Kína er sagt að svo mikið flóð hafi komið, að all- ur heimurinn hafi farizt, nema Fuhi, kona hans og þrír synir og þrjár dætur. Til Fuhi á öll kín- versk menning sögu að rekja. Ekta innflutt HOLLENZK SÍLD veidd í Norðursjónum Hollenzk slld er svo ljúffeng a?5 hún á engan sinn llka . . . krydduS og söltuö á sjónum svo aS hún heldur öllum sínum bætiefnum. AuStilbúin fyrir heitan rétt — á- vaxtamauk — og fyrir gesti að grípa I. Kaupið hana I viSeigandi hylkjum eCa í þar til búnum krukkum. Páið ókeypis bækling hjá matvörukaup- manninum, I kjötbúCum eða hjá fisk- salanum — svo getið þér skrifað HOLLAND HERRING FISHERIES ASSOCIATION ROOM 7X1, TERMINAL. BUILDIN6, TORONTO, ONTARIO Á Kyrrahafseyum Víðs vegar um Kyrrahafseyar lifði sögnin um flóðið mikla. Og oftast nær var það talið stafa af reiði guðanna, hinna sérstöku guða á hverjum stað. Á Lee- ward-eyum er sagt að sæguðinn Ruahatu hafi reiðst óskaplega út af því að ógætinn fiskimaður flækti öngul sinn í hári hans, þar sem hann svaf á sævarbotni. Á Fiji-eyum er sagt að guðinn Mdengei hafi steypt flóði yfir heiminn végna þess að hann reiddist sonarsonum sínum fyr- ir það að drepa uppáhaldsfugl sinn. Á Sumatra er sagt, að sá sem komst af úr flóðum mikla, hafi lent á fjallinu Marapi, sem þar er. Og það er sagt að enn í dag byggi þeir stólpahús sín í lík- ingu við farkost hans. Sagnir í Ameríku Meðal frumþjóða Ameríku úir og grúir af sögnum um flóðið mikla. Hjá Indíánum í Alaska gengur sú sögn, að forfaðir þess kynstofns hafi bjargazt og haft með sér (á báti) tvennt af öllum dýrum. Fyrir flóðið höfðu öll dýrin mál, en vegna þess að þau gerðu uppreist gegn manninum, meðan farkosturinn hraktist í flóðinu, þá var þeim refsað með því að taka af þeim málið, og síðan eru dýrin mállaus. Enski ferðamaðurinn Georg Catlin, sem skrifaði um „hvítu Indíánana“ þ. e. Mandan Indí- ána, segir að þeir hafi árlega haldið hátíð til minningar um flóðið mikla. Gekk þá einn mað- ur fyrir hvers manns dyr, og átti hann að tákna þann eina, sem af komst. Hann átti að biðju um eggjárn í hverju húsi, til þess að fórna þeim vatnsguðinum, svo að hann léti aldrei framar koma slíkt flóð. Þessi eggjárn voru hin sömu, er notuð höfðu verið til að smíða bátinn, sem maðurinn bjargaðist á. Þessir Indíánar kváðust eiga meðal töfragripa sinna vatn frá öllum fjórum höfuðáttum heims, og það hefði verið geymt síðan flóðið byrjaði að fjara. Pima þjóðflokkurinn í Kali- forníu á sér sögu um mikið flóð. Örn hafði komið hvað eftir ann- að að vara menn við þessu, en þeir sinntu því ekki, og þess vegna fórust nær allir. Mexikanskur sagnritari, Ix- tilisochitil, segir að þar hafi ver- ið sú sögn, að „fyrsti heimurinn“ hafi farizt í flóði. „Þá voru þrumur og eldingar og regnið fossaði niður þangað til allt land- ið var komið í kaf og vatnið náði 15 stikur upp fyrir efstu fjalla- tinda. — Fáeinir komust af í lokaðri örk, og eftir að -flóðinu linnti, byggðu þeir sér gríðar- mikinn turn til varnar gegn næsta flóði. Indíánar í Guiana eiga sömu sögn um gríðarmikið flóð, sem komið hafi upp úr holum trjá- bol. Maður nokkur varð var við þegar það byrjaði og honum tókst að stöðva það með því að hvolfa körfu yfir trjábolinn. En apaskratti, sem sá þetta, hélt að eitthvað gott væri falið undir körfunni og lyfti henni því af. Og þá kom flóðið með fullum krafti og fór yfir landið. Menn, fuglar og klífurdýr flýðu inn í helli og þar lokuðu guðirnir þau inni meðan á flóðinu stóð. í Perú er sögnin þannig, að lamadýr hafi sagt hirði sínum frá því að flóð æri í vændum. Hann fór þá með konu sína og börn og allar skepnur sínar upp á hátt fjall, og tindur þess stóð alltaf upp úr flóðinu, eða flaut ofan á því eins og skip. Tupi Indíánar í Brazilíu segja að skaparinn Monau hafi einu sinni slegið eldi yfir jörðina svo að hún brann öll. (Þetta stafar sjálfsagt af því að þessir Indíán- ar þekktu vel til eldgosa). En þegar þetta hafði gengið nokkra stund, aumkvaðist guðinn yfir jörðina og lét koma óskapa rign- ingu svo að flóð varð um allt. Þá slokknaði eldurinn, en þá mynd- uðust höfin. — LESBÓK MBL. Áherzla lögð á varnir Norðurlanda Main Brace" æfingin sýnir, að löndin sianda ekki ein á verði sé á þau ráðisl. Kaupmannahafnarbréf frá Páli Jónssyni. Það vakti mikla eftirtekt, þeg- ar Ridgway fyrir tveimur mán- uðum sagði í viðtali v.ið danska cg erlenda blaðamenn í Kaup- mannahöfn, að stjórn Atlants- hafsliðsins ætlaði að efna til her- æfinga í Danmörku og Noregi í september. Æfing þessi er kölluð „Main Brace“. Mikið hefir verið og er um hana rætt ekki hvað sízt í rússneskum blöðum. Þegar þetta er ritað, er hún að byrja. Aðilar Atlantshafsbandalagsins fylgjast með henni af mikilli athygli. Má búast við, að Rússar geri það ekki síður. Þetta er mesta heræfingin, sem Atlantshafsþjóðirnar fram að þessu hafa efnt til og um leið mesta heræfingin, sem haldin hefir verið á friðartímum. Átta lönd taka þátt í henni: Banda- ríkin, Belgía, Bretland, Danmörk, Frakkland, Holland, Kanada og Noregur. til Kielskurðarins í Holtsetalandi í Norður-Þýzka- landi og frá Austurströnd Bret- lands til Borgundarhólms í Eystrasalti. 80.000 hermenn, 800 til 1000 flugvélar og að minnsta kosti 180 herskip taka þátt í æf- ingunni. Þar á meðal eru nokkur stærstu herskip heimsins, t. d. brezka orustuskipið „Vanguard“, sem er 42.500 smálestir að stærð cg hefir 2.000 manna áhöfn, og brezka flugvélaskipið „Eagle“, sem er 41.000 smálestir, hefir ÍIO flugvélar og 2.700 manna áhöfn. Frá Bandaríkjunum koma flug- vélaskipin „Franklin D. Roose- velt“ (45.000) smál.), „Midway“ (41.000 smál.) og orustuskipið „Wisconsin“ (45.000 smál.). Frá Kanada kemur flugvélaskipið „Magnificent“. Alls taka 8 flug- vélaskip þátt í æfingunni. Hafa þau til samans 700 flugvélar. Við þetta bætast beitiskip, sum þeirra 15.000 smálestir að stærð, kaf- bátar og fjöldi annarra skipa. 150 blaðamenn, þar af 80 frá Bandaríkjunum, fara með her- skipunum til að skrifa um æf- inguna. Aherzla lögð á varnir Norðurlanda Það hefir vakið ánægju í Dan- mörku og Noregi, að þessi lönd hafa verið valin til þessarar æf- ingar. Ber það vott um, að yfir- foringar Atlantshafsliðsins leggja mikla áherzlu á varnir Norður- landa. Danmörk er veikasti hlekkurinn í varnarkerfi Atlants hafsbandalagsins. Og mikið velt- ur á örlögum Danmerkur um varnir Suður-Noregs. Harald Petersen, landvarna- ráðherra Dana hélt ræðu í út- varp daginn áður en æfingin byrjaði. Sagði hann m. a. að „Main Brace“ sýni, að Atlants- hafssáttmálinn sé meira en papp- írssnepill. Það séu ekki orðin tóm, þegar hinar Atlantshafs- þjóðirnar lofi Dönum og Norð- mönnum hjálp gegn árás. Qvist- gaard, yfirmaður danskra land- varna, sagði í viðtali við blaða- menn daginn áður en „Main Brace“-æfingin byrjaði, að nú gæti engiiln efast um, að Danir standi ekki einir, ef á þá verði ráðist. Þessi æfing er fyrst og fremst haldin til að komast að raun um, hvernig muni takast að fram- kvæma þær áætlanir, sem gerðar hafa verið um varnir Danmerkur og Noregs og hvernig samvinnan milli þeirra landa, sem veita eiga hjálp, verður í reyndinni. „Main Brace“ á m. a. að sýna, hve fljótt sé hægt að hjálpa Dönum og Norðmönnum og hve mikið við- nám þessar þjóðir geti sjálfar veitt. Langur undirbúningur Æfingin hefir lengi verið undir búin. Nokkrum dögum áður en hún byrjaði safnaðist fjöldi bandarískra og brezkra herskipa saman í skozku fjörðunum Firth, Clyde og Firth of Forth. Hinn 11. þ. m. komu nokkur brezk herskip til Kaupmannahafnar á leið til Eystrasalts. Þar bættist danski flotinn við í hópinn. „Main Brace“-æfingin byrjaði hinn 13. þ. m. og stóð yfir þangað til hinn 25. Um miðnætti hinn 12. var allt æfingasvæðið lýst í ó- friðarástandi. Æfingin byggist á því, að menn hugsa sér, að óvinaher hafi ráðist inn í Norður-Noreg, hafi ennfremur hernumið Borgundar- hólm og sé þar að auki á leið vestur á bóginn í Norður-Þýzka- landi og standi við Kielarskurð- inn. Brind, yfirflotaforingi, sem er yfirmaður Atlantshafsliðsins í Norður-Evrópu og hefir aðsetur í Osló, biður Ridgway, yfirhers- höfðingja Atlantshafsliðsins í Evrópu, og McCormick, yfir- foringja sjóliðs Atlantshafs and- anna, um hjálp. Látið er sem Ridgway sé að reyna að stöðva árásina úr austri í Þýzkalandi og hafi því lítið sem ekkert lið af- lögu. Hann getur því svo að segja enga hjálp veitt Norðurlöndum. En McCormick sendir strax sjó- lið og loftlið til hjálpar, þar á meðal 80 bandarísk og 70 brezk herskip. Leiðangurinn hafinn Aðfaranótt hinn 13. þ. m. lagði fjöldi herskipa af stað frá Skot- landi til Norður-Noregs til að hjálpa Norðmönnum, sem menn hugsa sér að séu þar að reyna að stöðva innrás óvinahers. Óvina- herinn hefir rauðgul merki, en hitt herliðið blá merki. Nú er gert ráð fyrir, að sókn rauðgula hersins í Norður-Nor- egi verði stöðvuð. En þá hefir á- standið í Danmörku versnað. •— Rauðguli herinn hefir ráðist inn í Jótland eftir harða bardaga við dönsku og norsku herdeildirnar í Holtsetalandi og Slésvík. Danir þurfa á skjótri hjálp að halda. Herskipaflotinn við Norður- Noreg heldur því suður á bóginn til Norðursjávarins. Þar bætist álitlegur floti við í hópinn. Það eru skip, sem koma frá Bretlandi með 1.500 manna bandarískt land gnögulið til Danmerkur. Það verður sett á land við Torup á vesturströnd Norður-Jótlands. Þar er góð sandströnd, en brima samt þegar veður er ókyrrt. Þetta landgöngulið á að hjálpa Dönum til að verjast rauðgulu á- rásinni að sunnan. Landgangan mætir ekki mótspyrnu af hálfu rauðgula liðsins, sem ekki er komið svo langt norður eftir. En rauðgular flugvélar og kafbátar reyna að hindra landgönguna. — Bláar flugvélar í hundraða tali vernda landgönguliðið. Rússar mótmœla Strax fyrsta æfingadaginn voru herskip send til Eystrasalts vegna ,„hernámsins“ á Borgund- arhólmi. Rússar hafa fyrir löngu mótmælt því, að „Main Brace“- æfingin yrði látin ná til Borg- undarhólms. Þessi mótmæli voru ekki tekin til greina. En bæði Bretar og Danir munu hafa ósk- að, að farið yrði ’hægt í sakirnar, þegar um Eystrasaltsæfingar v æri að ræða. Bandarísk herskip taka því ekki þátt í þeim. Ein- göngu dönsk, norsk og brezk her- skip hafa verið send til Eystra- salts, og aðeins danskir hermenn fara á land í Borgundarhólmi. Er þetta gert til þess að sovétvald- höfunum verði ekki gefin allra minnsta ástæða til að segja, að þarna sé um ögrun gagnvart Rússum að ræða.. Annað mál er það, að þeir segja það samt sem áður. Amerískt fluglið til Danmerkur Skömmu áður en „Main Brace“ byrjaði ræddi utanríkis- málanefnd danska Ríkisþingsins áxormin um að bandarískt fluglið verði starfsett í Danmörku á íriðartíma. Engin endanleg á- kvörðun var tekin. En fulltrúar allra flokka nema róttæka flokks ins fólu ríkisstjórninni að halda áfram athugunum í þessu máli. Kommúnistar hafa engan full- trúa í nefndinni. Bandarískir sérfræðingar frá SHAPE eru nýkomnir til Dan- merkur til að tala við Dani um tæknislegan útbúnað á dönskum fxugvöllum. Talið er sennilegt, að banda- rískir flugmenn, líklega 6.000, verði starfsettir á flugvöllun- um í Tirstrup fyrir norðan Árósa cg í Vandel í Sauðaustur-Jót- landi, en þó varla fyrr en í byrj- un ársins 1954. Fyrst þurfa Danir nefnilega að ljúka við stækkun fiugvallanna. Þar að auki verða þeir að sjá bandarísku flug- mönnunum fyrir húsnæði. —Mbl., 18. sept. Sparið peninga! Sparið meira en hálf útgjöld við reykingar! Vélvefjið vindlinga yðar með CIGARETTE MAKER í EINU! NotiS vindlinga pappIR 200 Uc vlndlingar HEIMSÆKIÐ NÆSTU TÖBAKSBtJÐ mmmm KAUPENDUR LÖGBERGS Á ÍSLANDI Gerið svo vel að senda mér sem fyrst greiðslu fyrir yfirstandandi árgang Lögbergs, kr. 75.00. Dragið ekki að greiða andvirðið. Það léttir innheimtuna. Æskilegt að gjaldið sé sent í póstávísun. Þeir sem eiga ógreidda eldri árganga, eru vinsamlega beðnir að snúa sér til mín. BJÖRN GUÐMUNDSSON FREYJUGATA 34 . REYKJAVÍK

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.