Lögberg - 11.12.1952, Blaðsíða 3

Lögberg - 11.12.1952, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 11. DESEMBER, 1952 3 Business and Professional Cards Hefðu þar þótt góðar slægjur, ef völ hefði verið á slíku engi heima á Islandi, en hér var ekki hreyft við því. Hvergi sást upp- blástur eða grjótmelur og iðja- grænn skógurinn og grasgeir- arnir meðfram ánni gerðu um- hverfið hlýlegt og fagurt yfir að líta. Skammt frá bækistöðvum okkar, nokkru neðar með ánni, var smáþorp og var þar póstaf- greiðsla. En strjálar voru póst- ferðir þangað og sjaldan fengum við bréf að heiman nema einu sinni í mánuði. íbúar þorpsins voru samtals 300. Var þetta fólk flest kynblendingar Rússa og Eskimóa eða Indíánar. Aðalat- vinnan er veiðiskapur — lax- veiðar á sumrin, aðallega hjá út- gerðarfélögunum þarna á staðn- um, en á vetrum loðdýraveiðar og voru þá notaðir dýrabogar, er dreift var um stór svæði og ferðast á milli þeirra í hunda- sleðum og legið í kofum eða sæluhúsum hér og þar. Mun þetta ekki hafí verið heiglum hent en oft mikill gróði í aðra hönd, ef vel veiddist, því að skinn af sumum þessum dýrum eru eftirsótt vara. Aðrir höfðu nokkra atvinnu á vetrum við skógarhögg. — Útgerðarfélögin kaupa á hverju ári mikið af trjám, þegar búið er að fella þau, aflima og birkja og koma þeim fram á árbakkana. Eru þau notuð í sturagirðingar þar sem laxagildrurnar eru settar niður og mun vikið að því nánar síð- ar. — Eitthvað mun vera af Indíánakofum á víð og dreif á þessum slóðum, að öðru leyti er landið ónumið, þótt landkostir virðist þarna góðir. Þessi landshluti er á svipuðu breiddarstigi og Island eða á 60°—63° norðurbreiddar og veðráttan lík og hér heima. Sá munur er þó á tíðarfarinu að það er miklu reglubundnara. Vorhlýindi byrja nær undan- tekningarlaust síðari hluta marz mánaðar eðá í byrjun apríl og snjóar sjaldan eftir það. All- mikil frost munu vera á vetrum, en snjókoma miklu minni en hér og sjaldan mikil hvassviðri nema helzt síðari hluta vetrar. Sumr- in eru votviðrasöm og oft þokur, en hlýindi flesta daga. Dýralíf er fjölbreytt. Elgsdýr eru í stór- um hópum og skógarbirnir eru oft á rölti meðfram ánum. Marg- ar tegundir villtra smádýra eiga heimkynni í skógunum. Fuglalíf er hins vegar fá- breytt — aðallega veiðibjöllur, er voru á sveimi í þúsundatali kringum veiðistöðina. Mikill mývargur var með fram ánni. Er flugan stærri en hér heima og aðsúgsmeiri og urðum við suma daga, þegar vargurinn var áleitnastur, að hafa skýlur til varnar. Ekki ver heldur friður inni og urðum við að tjalda með flugnaneti kring um rúmin okkar til þess að hafa svefnfrið. Veggjalúsin var enn verri við- fangs. Þegar Ijós voru slökkt kom hún fram úr rifum á veggj- unum, og ef hún komst á bert hörund beit hún til blóðs og kom þar bólguhella með óþolandi kláða. Þessi ófögnuður var hin versta plága fyrir landnemana vestra meðan þeir urðu að búa í bjálkakofum. Orti einn þeirra í bræði sinni: „Ameríka er örg og leið, ófagnaðarbælið versta, veggjalúsar vítisneyð, værð um nætur bannar flestar." Lifnaðarhællir og vinnubrögð Eins og áður var sagt, var sex mönnum ætlað að búa í hverri verbúð. Félagar mínir voru þrír Norðmenn, einn Rússi og Svíinn minn, sem áður hefir verið minnst á. Samkomulag var prýðilegt á þessu litla heimili og var verkaskipting þannig, að sinn daginn sópaði hver eða þvoði gólfið og hélt'við eldi á arni. Klukkan sjö að morgni voru allir vaktir og eftir hálf- tíma var matur tilbúinn. Hófst svo vinna klukkan átta. Einnar stundar matarhlé var um há- degið og vinnu hætt klukkan fimm. Og þegar leið að háttatíma gat hver sem vildi fengið kaffi eða te í eldhúsinu. Matreiðslan var í bezta lagi og vel lagt til bús, því meðal annars höfðum við haft meðferðis að sunnan all- margt af hænsnum og svínum, er alin voru til slátrunar og lógað við og við, svo ekki skorti nýmetið. Naut enginn almenn- ari vinsælda en danski mat- reiðslumaðurinn okkar. Fyrsta morguninn var byrjað á því að hreinsa snjó af gang- stéttum og lagfæra ýmislegt áður en undirbúningur veiðanna var hafinn. Laxinn er veiddur á þessum slóðum í stauranet eða svokall- aðar laxagildrur. Ákveðið var að í þetta sinn skyldu þær vera 14 að tölu. Gildrurnar eru þannig gerðar, að staurar eru reknir niður með fallhamri í beinni línu frá fjöruborði fram á sjó- inn á hæfilegt dýpi, 100—150 metra frá landi. Fremst eru staurarnir látnir mynda fer- köntuð hólf. Þar er komið fyrir poka riðuðum úr sterku garni. Á þeirri hlið, sem að landi veit, er trektmyndað op er gengur inn í vörpupokann. Á staurana, sem frá landi liggja, er fest vír- netsgirðing. Laxagöngurnar fara venjulega meðfram landinu. Og þegar laxinn rekur sig á girð- inguna syndir hann fram með henni og lendir þá í trektaropið og inn í vörpupokann og ratar svo ekki út aftur, því opið er svo lítið, sem hann hefir synt inn um. Það var mikið verk að útbúa þessi veiðitæki og koma öllu í lag, áður en sjálf veiðin hófst. Var mönnum skipt í marga starfshópa. Sumir unnu við vír- netin, sem fest voru saman á jöðrunum, 2—7 breiddir eftir því hvað girðingin átti að vera á miklu dýpi. Voru svo netin vafin saman í rúllur, er urðu geysistórar og erfiðar viðfangs. Aðrir unnu að flutningi girðing- arstauranna og niðursetningi þeirra á þeim stöðum, þar sem gildrunar áttu að vera. Þá var hreinsun og lagfæring allra verk- smiðjuvélanna, aðgerðir á hús- um og bátum, málning o. fl. Jhpanarnir höfðu nóg að gera við smíði mörg hundruð þús. niðursuðubauka og- trékassa til innpökkunar. Þessum undirbúningi var að mestu lokið um mánaðamótin maí og júní. — VEIÐITÍMINN — Veiðitíminn var ákveðinn af ríkisstjórninni frá 1. júní til ágústloka. Þó voru þau takmörk sett, að hætt yrði veiði þegar í stað, ef ekki hefði gengið upp í ána ákveðin tala af laxi til- hrygningar, fyrir tiltekin tíma að sumrinu. Voru gæzlumenn við ána, er fylgdust nákvæm- lega með þessu. Var áin þver- girt á einum stað og talningar- útbúnaði komið þar fyrir, er markaði tölu þeirra fiska, er upp fyrir girðinguna fóru. Seinna sumarið, sem ég var þarna, var veiðin stöðvuð af þessum sökum 10 dögum áður en veiðileyfi var lokið, til stórtjóns bæði fyrir útgerðarfélögin og hlutarmenn. Laxagöngurnar þarna eru reglubundnar og venjulega þrjár hver á eftir annari. Forustuna hefir Kónglaxinn (King Salmon). Hann er langstærsta laxateg- tegundin, sem þarna veiðist. Vega stærstu laxarnir 80—90 ensk pund. Samtímis er slæð- ingur af Hundalaxi (Dog Sal- mon). Hann er allmikið minni °g þykir ekki eins góður til átu. í næstu göngu er svo nefndur Silfurlax (Silver Salmon). Hann er ekki ósvipaður hafsíld, silfur- gljáandi, en miklu stærri 4—5 pund og mjög jafnstórir. Er þetta feitur fiskur og ágætur til átu. í síðustu göngunni er nær ein- göngu sérstök tegund af laxi, sem aldrei hefir sézt hér heima, kallaður Kroppinbakur (Hunch- back). Hann er langminnstur 2—3 pund, dökkblár á bakinu en ljósari á kviðnum, hausinn er mjög lítill, bakið kryppuvaxið og fiskurinn stuttur og gildvax- inn, svipaður karfa að lögun. Þykir þetta lakasta tegundin. Stauranetin — veiðigildrurn- ar — 14 að tölu voru dreifðar um stórt svæði meðfram strönd- inni. Þrír gæzlumenn voru við hverja gildru og héldu þeir þar til allan veiðitímann og bjuggu í smákofum og urðu að matreiða fyrir sig sjálfir. Þótti sumum iðjuleysið þarna leiðinlegt, því ekki var vitjað um gildrurnar nema annan hvern dag. Komu þá mótorbátar úr landi með stóran pramma í eftirdragi. Fóru þá gæzlumenn á flot og var vörpupokanum með öllu, sem í honum var lyft, með aðstoð vél- bátsins, upp í vatnsskorpuna. Til þess að ná laxinum úr vörpunni var notaður dálítill netstubbur ca. 12 fet á lengd og 5 fet á breidd. Var annar endinn fest- ur á borðstokk prammans. Járn- pípa- var dregin gegnum möskv- ana á hinum endanum og þrír kaðalspottar bundnir um píp- una — einn í miðju og sinn við hvorn enda. Var svo framend- anum á netinu ýtt með stöng undir laxatorfuna í vörpunni og svo togað í kaðlana og steypt úr netinu inn fyrir borðstokkinn því sem í því toldi — oft mörg- um löxum í hvert sinn. Þetta var skemmtilegt verk, en erfitt ef mikil var veiði. Þegar varp- an var tæmd var hún látin síga niður og gengið frá öllu eins og áður; Hélt þá mótorbáturinn með prammann í eftirdragi að næstu gildru og svo koll af kolli. Éf veiði var meiri en praminn gat borið, var laxinum kastað upp í mótorbátinn og svo haldið heim, þegar allar gildrurnar voru tæmdar og lagst að bryggju. Löndun gekk greiðlega. Var laxinum kastað upp í stór- an kassa og við það var notað prik með íbjúgum stáloddi í end- anum, er stungið var í hausinn á laxinum. Var það allmikil afl- raun að lyfta þeim stærstu. Þeg- ar kassinn var fullur var honum lyft með vélarkrafti og hleypt úr honum í upphækkaðan geymi á bryggjuha'usnum, því botninn var á hjörum. Þaðan fluttist laxinn á hringkeðjum all-langan veg í geymzluhólf í verksmiðju- húsinu. — Mesta veiði í einni umvitjun nægði til þess að fylla 2000 kassa af niðursoðnum laxi eða 144 þúsund eins punda bauka. Varð þá að vinna í verk- smiðjunni dag og nótt. Vinnu- hraði var þó furðu mikill, tók hver vélin við af annari: ein af- hausaði, önnur risti á kviðinn, þriðja tók innan úrj fjórða burstaði og þvoði, fimmta skar laxinn í hæfileg stykki. Drátt- arbelti eða keðjur fluttu milli vélanna. Þá voru baukarnir fylltir og vegnir og vélar látnar setja lokið á svo loftþétt væri. Síðan voru baukarnir soðnir í stórum pönnum og loks límd á þá skrautleg vörumerki og þeim raðað í trékassa — 72 baukum í hvern og kössunum lokað og þeir merktir eftir innihaldi og var þá varan tilbúnin til út- flutnings. Veiðin var mjög misjöfn. Og þegar lítið eða ekkert veiddist var tíminn lengi að líða. Var þá tekið fegins hendi ef eitthvað skeði nýstárlegt, sem athygli vakti. — SITT AF HVERJU — Það var einn dag snemma morguns, að við sáum að mikil ókyrrð var á suðurbakka árinn- ar. Voru þar margir menn á harðahlaupum, ýmist upp eða niður með ánni. Fýsti okkur að vita hvað um væri að vera þarna og var nú sóttur sjónauki. Kom þá í ljós, að þarna var eltingarleikur við svartan skóg- arbjörn. Birnir eru mjög fráir á fæti og var leikurinn því ekki auðsóttur. Loks tókst þó að slá hring um björninn og flæma hann fram á nesodda við ána. Mun nú björninn hafa þótt unninn, því auðsjáanlega var ætlunin sú, að handsama hann þarna í net og ná honum þannig lifandi. En hér var sýnd en ekki gefin veiði. Þegar björninn var kominn í þessa úlfakreppu, kast- aði hann sér hiklaust í ána og stefndi á hröðu sundi þvert yfir, í áttina til okkar. Sunnanmenn munu ekki hafa haft bát við hendina og bar nú vel í veði fyrir norðanmenn. Var báti hrundið á flot í skyndi. Og eftir nokkurn eltingarleik við bangsa á sundi, var hann skotinn og endaði þannig þessi ójafni og ljóti leikur. Þetta var ungur björn en mun þó hafa vegið nokkuð á annað hundrað pund. Feldurinn var ljómandi falleg- ur, hrafnsvartur og snögghærð- ur, og höfðu margir ágirnd á honum. En að sjálfsögðu féll hann í hlut skotmannsins. Síðari hluta júlímánaðar var logn og hita-skólskin í marga daga. Þá var það eitt kveld, að stór hópur af elgsdýrum, á að gizka 40—50 komu fram úr skóg- inum og stefndu fram að ánni. Sennilega hefir einhver styggð komizt að þeim, því að allt í einu sneri hópurinn við og þaut á harða spretti sömu leið til baka og hvarf inn í skóginn. Lítill kálfur varð viðskila og tókst að handsama hann. Hann var dásamlega fallegur, ljós- brúnn, snögghærður og glans- andi, og fæturnir næri hvítir, eins og ljósir nylonsokkar en klaufirnar hrafnsvartar eins og ballskór. Hann var settur í dá- lítið girðingarhólf og ráðgert að ala hann þar og fara með hann suður um haustið. Tókst strax að láta hann drekka dálítið af mjólk. En um nóttina komust grimmir hundar inn í girðinguna og lauk þannig ævi þessa litla fallega ungviðis. Eina dýrið, sem tókst að koma lifandi heim, var ofurlítill sel- kópur. Hann hafði villst inn í eina laxagildruna. Var útbúið handa honum stórt sundker, er fyllt var með sjó. Þar lék hann listir sínar og undi hag sínum vel. Lærði hann fljótt að þekkja nafnið sitt og kom strax að kar- barminum, ef kallað var á hann og honum gefið eitthvað, sem honum líkaði vel. Höfðum við oft góða skemmtun af honum. Aldrei varð ég var við, að reynt væri að veiða lax á stöng í ánni, en oft sáum við þá stökkva þar. Hefir stangarveiði líklega verið bönnuð. En aðra veiðiaðferð sá ég, sem mér þótti nýstárleg. — Skammt frá okkur á árbakkanum var einsetumanns kofi. Þar var skrítinn karl, lág- vaxinn, klofstuttur og höfuðstór og „bar ístruna í fanginu“ — eins og Kiljan orðar það. Hann var frá Finnlandi, og búinn að eiga þarna heima í kofanum í mörg ár og var alltaf kallaður „Shorty“ (stuttur). Hann sást oft á ferð með prik í annari hendi en netstúf í hinni. Gekk hann ævinlega á tréklossum, þegar hann fór í þessar veiðiferðir. — Svo hagar til þarna, að með fjöru koma upp eyrar í ánni meðfram landi. Stakk karlinn hæl niður í árbakkann og festi við hann annan endann á net- inu, breiddi það svo á þurra eyrina og batt stein við fram- endann. Með aðfallinu flæddi yfir allar eyrarnar, því þarna er afarmikill munur flóðs og fjöru, eða allt að 22 fetum, þegar stór- streymt er. Netið lá á þurru á næstu fjöru og þá fór karlinn aftur á kreik og hirti veiðina, sem þá lá á þurru landi. Á þenn- an einfalda hátt hefði fengist góður hlutur, ef mörg net hefðu verið notuð. En sennilega hefir Shorty aðeins haft leyfi til þess að veiða sér til lífsbjargar. Bú- settir menn höfðu lítilsháttar veiðisérréttindi, máttu t. d. skjóta 2 elgsdýr að hausti til heimilisnota. Orð lék á því, að Shorty stundaði aðra atvinnu- grein arðvænlegri en veiðiskap- inn, bruggun áfengis. Áttu margir erindi til karlsins, sér- Framhald á bls. 7 Dr. P. H. T. Thorlakson WINNIPEG CLINIC St. Mary’s and Vaughan. Winnlpeg PHONE 92-6441 J. J. Swanson & Co. LIMITED 308 AVENUE BLDG. WINNIPEG Fasteignasalar. Leigja hús. Út- vega peningalán og eldsábyrgtS, bifreiSaábyrgS o. s. frv. Phone 92-7538 SARGENT TAXI PHONE 20-4845 FOR QUICK, RELIABLE SERVICE DR. E. JOHNSON 304 EveUne Street SELKIRK. MAN. Phones: Office 26 — Res. 230 Offlce Hours: 2:30 - 6:00 p.m. Thorvaldson Eggertson Bastin & Stringer Barris ters and Solicitora 209 BANK OF NOVA SCOTIA BG. Portage og Garry St. PHONE 92-8291 CANADIAN FISH PRODUCERS LTD. J. H. PAGE, Managing Director Wholesale Distributors of Fresh and Frozen Fish 311 CHAMBERS STREET Office: 74-7451 Res.: 72-3917 Office Phone Res. Phone 92-4762 72-6115 Dr. L. A. Sigurdson 528 MEDICAL ARTS BUILDING Office Hours: 4 p.m.—6 p.m. and by appointment. A. S. BARDAL LTD. FUNERAL HOME 843 Sherbrook St. Selur llkklstur og annast um út- farir. Allur útbúnaCur sá bezti. stofnaö 1894 Slmi 74-7474 Phone 74-5257 700 Notre Dame Ave. Opposite Maternity Pavilion General Hospital Nell's Flower Shop Wedding Bouquets, Cut Flowers, Funeral Designs, Corsages, Bedding Plants Nell Johnson Res. Phone 74-6753 Office 93-3587 Res. 40-5904 THORARINSON & APPLEBY BARRISTERS and SOLICITORS 4th Floor — Crown Trust Building 364 Main St. WINNIPEG CANADA SELKIRK METAL PRODUCTS Reykháfar, öruggasta eldsvörn, og ávalt hereinir. Hitaeiningar- rör, ný uppfynding. Sparar eldl- viC, heldur hita frá aC rjúka út meC reykum.—SkrifiC, slmiB til KELLY SVEINSSON 625 WaU Street Winnipe* Just North of Portage Ave. Slmar: 3-3744 — 3-4431 J. WILFRID SWANSON & CO. Insnrance in all lts branches. Heai Estate - Mortgages - Rentali 219 POWER BUILDING Telephone 937 1S1 Res. 493 4M LET US SERVE YOU Creators of Distinctive Printing Columbia Press Ltd. 695 Sargenl Ave., Winnipeg PHONE 74-3411 ! I S. O. BJERRING Canadian Stamp Co. RUBBER & METAL STAMPS NOTARY & CORPORATE SEALS CELLULOID BUTTONS 324 Smiih Si. Winnipeg PHONE 92-4624 Phone 74-7855 ESTIMATES FREE J. M. INGIMUNDS0N Ashphalt Roofs and Insulated Siding — Repairs Country Orders Attended To 632 Simcoe St. Winnlpeg, Man. GIMLI FUNERAL HOME Sími 59 SérfrœSingar i öllu, sem aO útförum lýtur BRUCE LAXDAL forstjóri Licensed Embalmer Dr. A. V. JOHNSON DENTIST 506 SOMERSET BUILDING Telephone 92-7932 Home Telephone 42-3216 Dr. ROBERT BLACK SérfræSingur 1 augna, eyrna, nef og hálssjúkdömum. 401 MEDICAL ARTS BLDG. Graham and Kennedy St. Skrifstofusími 92-3851 Heimasimi 40-3794 Comfortex the new sensation for the modera girl and woman. Call Lilly Matthews, 310 Power Bldg., Ph. 927 880 or evenings, 38 711. Gundry Pymore Ltd. British Quality Fish Netting 58 VICTORIA ST. WINNIPEG PHONE 92-8211 Manager T. R. THORVALDSON Your patronage wUl be appreclated Minnist BETEL í erfðaskrám yðar. PHONE 92-7025 H. J. H. Palmason, C.A. Chartered Accountant 505 Confederation Life Building WINNIPEG < MANITOBA Parker, Parker and Kristjansson Barristers - Solicitors Ben C. Parker. Q.C. B. Stuart Parker, A. F. Kristjansson 500 Canadlan Bank of Commerce Chambers Winnipeg, Man. Phone 92-3591 G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dir. Keystone Fisheries Limited Wholesale Distributora of FRESH AND FROZEN FISH 60 Louise Street Simi 92-5227 BULLMORE FUNERAL HOME Dauphin, Manitoba Eigandi ARNI EGGERTSON, Jr. VAN'S ELECTRIC LTD. I 636 Sargent Ave. Authorised Home Applianc* Dealers General Electric McClary Electric Moffat Admiral Phona 3-4890

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.