Lögberg - 11.12.1952, Blaðsíða 4

Lögberg - 11.12.1952, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 11. DESEMBER, 1952 Gefið út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA Utanáskrlft rltstjörans: EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MAN. PHONE 21 804 Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Verð $5.00 um árið — Borgist fyrirfram The “Itögberg" is printed and publlshed by The Columbia Press Ltd. 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada Authorlzed as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa Winsfron Churchill Þótt skoðanir manna skiptist um margt, munu naumast verða deildar me'iningar um það, að núver- andi forsætisráðherra Breta, Winston Churchill, sé einn sá allra aðsópsmesti heimsborgari, sem um getur í samtíð vorri; stjórnmálaferill hans er orðinn langur og litbrigðaríkur, og þótt þessi sérstæði víkingur eigi sér nú sjötíu og átta ár að baki, gætir þess lítt í háttum hans því enn brennur sami eldurinn inni fyrir, orðsnild- in hin sama hvort heldur er í ræðu eða riti, baráttu- þrekið hið sama og ástin á einstaklingsfrelsinu söm og jöfn. Hvað mannréttindin í heiminum eiga Churchill mikið upp að unna verður ekki fullmetið fyrst um sinn, því enn er hann persónulegur aðili að samtíðarsögunni; það verður því ekki fyr en „Sökkvabekksdísin há og vizkurík“ hefir kveðið upp dómsorð sitt um manninn og málefnakeðjuna, að staðreyndirnar einar vísa til sætis. Mr. Churchiil hefir ekki ávalt átt upp á pallborðið hjá samtíð sinni, og þá ekki hvað sízt hjá heimaþjóð sinni, er á örlagastundum daufheyrðist við aðvörunum hans og vildi þá helzt engin mök við hann eiga; en ein- mitt þá kemst hann í tölu stóru spámannanna; hann sagði fyrir um ráðabrugg þeirra Hitlers og Mussolinis og ýtti svo við þjóð sinni að hún tók að rumskast og gá til veðurs. Það verður lengi í minnum haft, er Churchill reis á fætur í þinginu og mælti með þrumurödd eftirfar- andi orð: „Ég spái því, að þess verði eigi langt að bíða, er þér verðið að herða upp hugann og taka einbeitta af- stöðu, og ég bið guð að haga þannig málum, er hin mikla örlagastund rennur upp, að þjóð mín verði þá hvorki einmana né ráðafá.“ Þegar býður þjóðarsómi þá á Bretland eina sál. Þjóðin vaknaði og hún varð sem einn maður sem ein sál, og Churchill varð sigurhetjan mikla, er talaði í þjóð sína óbilandi kjark, er þyngst var í lofti og mest reyndi á þolrif. Mr. Churchill hefir auðgað enska tungu flestum mönnum fremur og það jöfnum höndum í ræðu og riti; bækur hans sérkennast af hrífandi frásagnargleði og stílþrótti, er fátt kemst til jafns við; það leggur enginn frá sér bók hans, “Blood, Sweath and Tears,” án þess að finna til þakkarkendar yfir því að hafa átt, þó eigi væri nema stutta stund, samleið í riti með jafn stór- brotnum anda. Mr. Churchill er skartsmaður og þykir gott að dvelja við konungahirðir og sitja veizlur. Mr. Churchill er gæfumaður; hann kvæntist ungur einni hinni fegurstu og ágætustu konu og hefir heimilis- lífið jafnan verið rómað fyrir ástúð; hann á tvö heimili, sem hann rækir bæði jafn vandlega, fjölskyldubústað- inn og þingsalinn. ☆ ☆ ☆ Húsagerð í Noregi Frá því að síðari heimsstyrjöldinni lauk hafa húsa- byggingar í Noregi stigið eitt risaskrefið öðru meira unz svo er komið, að við lok þessa árs er staðhæft að ný- bygð hús í landinu fari yfir þrjátíu þúsund; húsin eru af ýmissum gerðum, þó langflest séu þau úr stein- steypu; mest hefir vérið um húsagerð í hinum norð- lægu héruðum landsins; enda þörfin þar verið mest; húsameistari norsku stjórnarinnar, Jacob Kjelland, lætur svo ummælt, að innan þriggja ára, ef alt skeiki að sköpuðu, verði húsakostur Norðmanna kominn í það horf, að betri geti hvergi að finna á Norðurlöndum. Varðandi borgirnar, hefir mest verið um húsa- byggingar í Oslo, Bergen og Þrándheimi og hafa verið reist í ár mörg stórhýsi, sem kostað hafa geisif járhæðir; auk allmargra opinberra bygginga, hafa í áminstum borgum risið af grunni veglegar verksmiðjubyggingar, sem jafnast á við það bezta, sem viðgengst hjá stór- þjóðunum. Hagur norsku þjóðarinnar stendur um þessar mundir í miklum blóma. ☆ ☆ ☆ Óhugnanleg fríðindi Fyrir rúmri viku voru teknir af lífi í höfuðborg Tékkóslóvakíu ellefu menn, er staðið höfðu í fremstu röð kommúnista og einn veitt um hríð forustu utan ríkisráðuneytinu; þeir voru allir sakaðir um dróttin- svik og þeir játuðu allir að sögn á sig glæpinn, eða voru knúðir til að meðganga; minnir þetta allmjög á blóðbaðið mikla í Rússlandi fyrir nokkrum árum. Mörg Norðurálfublöð hafa gert réttarhöldin í Prag og hegningu hinna ellefu sakborninga að umtalsefni og London Observer er þeirrar skoðunar, að ákærurnar á hendur þessum látnu leiðtogum hafi verið falsaðar frá byrjun og einhliða pólitískur kattarþvottur ráðið við réttarhöldin. Að önnur eins firn sem þessi skyldi geta hent í landi þeirra Mazaryks og Benes, þar sem þroskað lýð- ræði virtist hafa skotið rótum, er þyngra en tárum taki. Jólaskuggar og jólaljós Það mætti virðast ótilhlýði- legt að ræða um jólaskugga ein- hitt nú þegar hin heilaga jóla- hátíð er að ganga í garð, þó hygg ég að þeir, sem þekkja andlegt ástand mannkynsins í dag, muni samsinna því, „að menn séu enn í ljósaskiptunum.“ Hátíðisdagar tíðkuðust fyrir daga kristindómsins í löndum víða. Á Norðurlöndum var al- siða að „drekka jól“. Er það skoðun manna, að nafnið „jól“ sé dregið af „öli og öldrykkju“. Enginn þótti gleði á jólum, ef ekki voru gnægðir af ölfengi. Þótti það vegsauki að geta stað- ið öðrum framar í því að þola að drekka. Þótti Egill Skaalla- grímsson öðrum þolnari í því. Þá var þrælahald mikið; voru þrælarnir látnir búa til öl svo mikið að gnægð væri til veizlu- halda. Voru veizlur þessar nefnd- ar „Jólasumbl.“ Skemtu menn á ýmsan hátt; held ég að vel eigi við lýsingin á hirðlífi Goðmundar á Glæsi- völlum: „Hjá Goðmundi á Glæsivöllum, gleði er í höll, gylmja hlátrasköll, og trúðar og leikarar leika þar um völl, en lítt er af setningi slegið.“ Jólasumblin hurfu að miklu leyti úr sögunni við útbreiðslu kristinnar trúar um heiminn; en er þá enginn ljóður eða lýti á jólahaldi mannanna enn þann dag í dag? Leyndist engin „frost- brostin rós“ mitt í skrauti og glaðværð hinnar heilögu jóla- hátíðar? Drykkjuveizlur um jólaleytið munu að vísu fátíðar. Munu þó ekki „svolamerkin“ fornu finnast, eins og átti sér stað? Ekki þarf að leita lengi í land- hagsskýrslum til þess að komast að því, að almenningur neytir áfengis í stórum stíl; helzt virð- ist ástæða til að halda, að aldrei hafi verið brúkað meira áfengi en einmitt nú á dögum. Ekki er það tilgangurinn með þessum línum, að útlista alla þá van- blessun, sem af því leiðir. Hvað er um ljósadýrðina miklu, sem nú á sér stað í tilefni jólahátíðarinnar; mun ekki orm- ur leynast í ljóssins paradís? — Virðist það ekki stundum eins og verur hins illa, dimma heims færist í aukana, einmitt á þeirri tíð þegar kristnir menn eru að minnast komu frelsara síns að sýnilegum návistum? Spillingar- bæli stórborganna eru aldrei betur lýst ein einmitt þá. Sumir reyfarar og verzlunarmenn hafa það til siðs að ginna menn til að verzla með því að láta jóla- sálma eða jólalög berast frá verzlunum sínum. í stórbæ einum var fest upp auglýsing; efst stóðu orðin: — „Gleðileg jól!“ Næst kom löng klausa um ágæti þess áfengis, sem væri þar á boðstólum. Á öðrum stað var „jólamynd", en undir henni var mærðarfull lýs- ing á gististofu, þar sem flest var á boðstólum, það sem hugur- inn kýs. Snörur og gildrur eru lagðar á strætahornum og í skúmaskotum; alt er prýðilega upp lýst. Ekki mun heldur vandleitað til þess að verða þess áskynja, að sömu öfl eru starfandi víða um landið. Á flatlendi einu stóðu örfá hús í grend við hvort annað. Þetta var á jólaföstunni; töldu menn nauðsynlegt að fá sér „glaðningu“ fyrir jólin. Vörurn- ar komu vonbráðar að næstu járnbrautarstöð, en svo mikið fór fyrir farangri þessum, að hann komst ekki allur fyrir í járnbrautarstöðinni; varð því að koma honum fyrir á öðrum stað þar til hans var vitjað; vafalaust hafa svo heimili þessi verið vel byrg fyrir jólin. Þegar rætt er um jólaföstuna, minnist ég þess, sem íslenzkur kaupmaður sagði við mig fyrir stuttu: að heildsöluhúsin byrj- uðu að hlaða að sér jólavarningi sex vikum fyrir jól, og að byrgja allar búðir með glysvarningi; útheimti þetta svo mikinn tíma og fyrirhöfn, að alls enginn tími væri afgangs til nokkunna ann- ara athafna. Tilgangur jólaföstunnar er sá, að vekjá og glæða andlegar hugsanir hjá mönnum til undir- búnings undir hina heilögu stund jólahátíðarinnar. Nú er svo komið allvíða, að þessari hugsun er vísað á bug: allur tími gengur í veraldarvafstur og í óendan- legan eltingaleik við að full- nægja ímynduðum þörfum og kröfum. Hin háleita og helga hátíðarhugsun er látin sitja á hakanum. Jesú Kristi, frelsara mannanna, er sieíni úr öndvegl hjartans, en alls konar fánýti sett í staðinn. Þessi sami maður gat þess einnig, að hann teldi hreina ís- lenzka jólahugsun ur sögunni; mun það naumast fjarstæða. Glysvarningur var ekki á boð- stólum á íslandi; bláu sokkarnir eða brydduðu skórnir, eða ein- hver önnur ný spjör glöddu barnshjörtun meir, en nokkur glitrandi hégómi getur gert. Og svo jólakertin, — litlu íslenzku jólakertin, algerlega íslenzk að efni og uppruna, minntu ljóslega barnshjörtun á konung og líf- gjafara ljóssins. Enda vannst tími til að minna á það. Hjörtun ungu voru enn ósnortin af flá- ráðum skinhelgisanda veraldar- MINNINGARORÐs Jón Guðmundsson í Hvammi Jón var fæddur á Nýlendi í Hofsókn á Höfðaströnd í Skaga- fjarðarsýslu á íslandi 14. marz 1856. Foreldar hans voru Guð- mundur Gíslason og Sigríður Símonardóttir. Fluttu þau hjón til Canada árið 1876 og dvöldu um hríð í Árnesbygð í Nýja- íslandi í Manitoba, en fluttu síðar til North Dakota og námu þar land. Árið 1884 flutti Jón frá Islandi til Norður Dakota í Bandaríkj- unum og nam þar land um 3 mílur norður frá Akra, P.O. Árið 1889 giftist Jón Guðrúnu Símonardttóur, ættaðri frá Fossi á Skaga í Skagafjarðarsýslu á íslandi. Bjuggu þau hjónin í Dakotabygðinni þar til árið 1902 að þau fluttu til Geysis-bygðar í Nýja-íslandi í Manitoba, þar sem Jón hafði nokkru áður fest sér og föður sínum heimilis- réttarlönd. Ásamt konu sinni, börnum og búslóð tók Jón með sér frá Dakota aldurhnigna for- eldra sína, sem eftir erfiða bar- áttu landnámsins, voru orðin eignalaus og lasburða; i þeirri ferð lézt Guðmuncjur faðir Jóns nokkru áður en hópurinn komst alla leið; en móðir Jóns, Sigríð- ur, dó nokkrum árum seinna; bæði hvíla þau í Geysis grafreit. Á heimilisréttarlandi því, sem Jón hafði ætlað föður sínum, byggði hann og bjó sér heimili, nefndi hann það í Hvammi. Þar bjuggu þau hjónin, Jón og Guð- rún, ásamt börnum sínum í 36 ár. 2. júní 1938 lézt Guðrún og nokkru síðar flutti Jón til dóttur sinnar og tengdasonar — Guð- rúnar og Helga Daníelssonar, er búa í grend við Gimli, Man., og dvaldi hann þar það sem eftir var ævinnar; þar andaðist hann 8. maí 1950 og var lagður til hinztu hvíldar í grafreit Geysis- bygðar. Börn Hvammshjónanna eru þessi: Sigmundur Samúel, í Hvammi; Jónína Guðrún, gift Helga Daní- elssyni, Gimli, Man.; Sveinn Símon, kvæntur Normu Pearl Sveinsson, í Hvammi. Barna- börn 7 og barnabarnabörn 6. Jón var maður einlægur, skap- stiltur, góðlyndur og prúður í allri framkomu. Hann var ráð- vandur, hygginn, þrautseigur og bjartsýnn, hirðusamur og nær- gætinn bæði inni og úti, hvort heldur menn eða skepnur áttu í hlut. Hann var umhyggjusam- ur og börnum sínum og barna- börnum elskuríkur faðir og afi. Heim að sækja voru þau hjón- in, Jón og Guðrún, mjög gest- risin, vildu öllum gott gera, gleðja og greiða götu þeirra, sem þar bar að garði. Þau voru félagslynd og frjálslynd og af fremsta megni studdu þau mál, sem miðuðu í þá átt að bæta líðan einstaklinga eða fjöldans. Samtök bænda studdi Jón af ráði og dáð; hann var einn af stofnendum North Star Co-Op. Creamery Association í Arborg, sem var eitt hið fyrsta sameign- ar smjörgerðarfélag bænda í Manitoba; sömuleiðis lagði hann Jón Guðmundsson lið sitt bændaverzluninni og kornhlöðum bænda í Árborg. Nágrannarnir allir og og land- nemarnir öldnu — þeir fáu sem eftir eru — minnast með þakk- læti og geyma í huga og hjarta margar bjartar og hlýjar endur- minningar frá samveru og sam- verkatíð með Jóni og Guðrúnu! í Hvammi. Bjartar minningar og kærleiks ríkar eru geymdar í hjörtum skyldmenna og ástvina Jóns. — Blessuð sé minning hans. —J. P. innar. Höfuðið var ekki enn orð- ið ofjarl hjartans; hinn heilagi andi guðs átti þar greiða inn- göngu, og fékk sáð því frækorni í hinn gljúpa jarðveg, svo naum- ast verður því varnað áhrifa. Þetta einfalda, látlausa og hjart- anlega jóla-hátíðarhald, iðulega í fátækt og undir misjöfnum kjörum, mun þó hafa reynzt það veganesti, sem bezt entist. Það hefir alls ekki staðið mönn- um fyrir þrifum, eftir að numið var hér land, miklu fremur orðið til ómælilegrar blessunar á margar hátt. En þegar maður hugsar út 1 alt auglýsingagargið og fagur- galann, kemur manni til hugar María Magdalena, sem grét „af því að búið var að taka Drottinn hennar.“ Nú er hafin hreyfing í Banda- ríkjunum, og ef til vill víðar, sem stefnir í þá átt, að hindra kaupmangara fagurgala um jóla- leytið, en leiða Jesúm Krist aftur til öndvegis, sem er hans einka- réttur. — “To put Christ back into Christmas." Þess væri óskandi að þessi hreyfing fengi byr undir vængi. Þeim öllum, sem finst þeir hafi glatað að einhverju leyti hinum hátíðlegu og heilögu endurminningum jólahátíðarinn ar frá þeirri tíð, þegar þeir enn voru á barnæskuskeiði, vil ég minna á orð skáldsins: „Gerðu mig aftur sem áður ég var, alvaldi guð, meðan æskan mig bar! Gefðu mér aftur hin guðlegu tár! Gef að þau verði ekki hagl eða snjár.“ „Ljá mér, fá mér, litla fingur þinn, ljúfa smábarn, hvar er frelsarinn? Fyrir hálmstrá herrans jötu frá, hendi ég öllu: lofti, jörðu, sjá!“ „Lát mig horfa á litlu kertin þín, ljósin gömlu sé ég þarna mín! Ég er aftur jólaborðin við, ég á enn minn gamla sálarfrið.“ Naumast getur fanð hjá því, þegar hin heilaga jólahátíð gengur í garð, að hún hitti ýmsa í ástandi gráts eða gleði; fer það eftir kjörum manna og ytri á- Framhald á bls. 8 Bsendur í Vestur-Canada' hafa mikilvægt hlutverk með hiindum, sein í því felst, að afla miljónum er- lendis hveitiforða. Kröfurnar hvelti liafa aukist ár frá ári bæði í vcnjulegum viðskipta- iiindum, sem skemst eru á veg komin, en þurfa að bæta lifnað- arháttu sína, Verðlag er ávalt mikilvægt, er um hvcitimarkaði ræðir. Land- búnaður vestan iands hefir sann- færst um það, að einungis með samvinnu geta bændur fengið viðunandi verð fyrir afurðir sínar. Með stofnun sinna eigin fyrir- tnekja varðundi siilu framleiðsl- unnar, er þeir ráða yfir, hefir þeiin iánast að njóta ávaxta iðju sinnar. Manitobabændur riðu á vaðið í þessu efni. Vegna þess Iive hveltisamlögin eru vel skipu liigð. laka stjórnarvöldin fult til- lit lii vlija þeirra og álirlf þeirra vaxa á alþjóðavettvangi akur- yrkjunnar. Með styrktum samtökum frá degi til da«s getu Manitoba- bændur og aðrir bændur vestan lands fuilniegt sfnum eigin þiirf- um og þörfum þeirra þjóða, er á framleiðslu þeirra þurfa að iialda, og haidið í jafnvægi verði lífsnauðsynja til hags- muna bæði framleiðendum og neytendum. MANITOBA P00L ELEVATORS Owned and Operated by 32,000 Membera in 209 Local Associationa

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.