Lögberg - 11.12.1952, Blaðsíða 5

Lögberg - 11.12.1952, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 11. DESEMBER, 1952 WWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWW ÁHIGAMÁL LVCNNA Ritstjórl: INGIBJÖRG JÓNSSON Hátíðahald sveitafólks — Rural Folk Festival Eftir ANDRBU JOHNSON Fyrir fimm árum síðan tók Manitoba Pool Elevator félagið upp þá nýjung að stofna til há- tíðahalds sveitafólks — Rural Folk Festival — í sambandi við ársþing sitt; aðalþáttur þessa há- tíðahalds er sýning listmuna og allskonar handavinnu fólks í sveitum fylkisins. Tilgangur þessarar árlegu sýningar er að varðveita kunnáttu margskonar listiðnaðar, sem fólk hefir flutt með sér til þessa lands frá ætt- löndum sínum og útbreiða þá kunnáttu hér, ennfremur að hvetja fólk til að leggja stund á handiðnað og framleiðslu list- muna. Fátt veitir fólki eins mikla ánægju og nautn eins og að láta hugsanir sínar og drauma birt- ast í litum, línum og formi; að sameina hug og hönd í að mynda fagra muni veitir óumræðilega sköpunargleði. Hæfileikar fólks til þessara hluta koma ekki í ljós nema því aðeins að það reyni að beita þeim og sýningar sem þessar vekja fólk, sem sækir þær, til meðvitundar um, að það geti ef til vill sjálft lagt haga hönd á margt, ef það að- eins reyni það, enda hefir mun- unum, sem sendir hafa verið á sýningarnar fjölgað með ári hverju og sýningargestum að sama skapi. Á fyrstu sýningunni fyrir fimm árum voru aðeins 60 gest- ir; þá voru mjög fáir munir til sýnis og myndir voru fengnar að láni frá Winnipeg Art Gallery til að gjöra sýninguna fullkomn- ari. En ekki leið á löngu áður en áhugi fólks fyrir þessari menningarviðleitni vaknaði og hefir farið vaxandi frá ári til árs, og nú er svo komið að tak- marka verður sýningarmunina þannig, að enginn einstaklingur sendi fleiri en einn sýningar- mun, og nú er varla hægt að fá nógu stóran sa'l fyrir sýninguna. Á nýafstöðnu þingi Manitoba Wheat Pool var sýningin haldin í Royal Alexandra hótelinu Winnipeg. Sýningin hófst með skemti- skrá, og flutti forsetinn, Dr. W. J Parker ávarp; Miss Edith’ Shields, sem hefir af hálfu fé- lagsins haft forustuna í þessari starfsemi, ávarpaði samkomuna, þakkaði fólkinu fyrir þátttöku þess og samvinnu og dró ^athygli að þeim listmunum á sýning- unni, er þóttu skara fram úr öðrum. Mrs. H. A. Elarth frá Mani- tobaháskóla tók því næst til máls; hafði hún verið formaður þeirrar nefndar, er skoðaði munina og dæmdi um vand- virkni og listfengi þeirra, er þá höfðu gert. Hún skýrði frá starfi nefndarinnar og lét þess gefið að engin verðlaun væru veitt, en hins vegar gæfi nefndin leið- beiningar og hvatningu þeim, er til hennar leituðu, og er það mikils virði þeim, sem langar til að leggja stund á listiðnað í hjá- verkum sínum. Dr. J. K. Friesen tók svo við samkomustjórn; í ávarpi sínu vék hann að því, að samvinna sú, er hér hefði tekist meðal hinna mörgu þjóðernisbrota, mætti vera fyrirmynd samvinnu meðal allra þjóðflokka í heim- inum; aðeins með víðtækri sam- vinnu allra þjóða væri hægt að tryggja frið í framtíðinni. Þá kom fram listafólk af skozkum, frönskum, íslenzkum, gyðinga og úkraníu ættum og söng, dansaði og lék á hljóðfæri. Allan Beck var þar af hálfu ís- lendinga og lék á fiðlu mjög fagurlega. Mrs. Andrea Johnson Að lokum flutti Mr. A. E. Thompson ræðu; hann er Regi- onal Liaison Officer, Depart- ment of Citizenship and Immi- gration. Sagði hann frá starfi þeirrar deildar, og minntist þess að hver þjóðflokkur legði fram sinn skerf til uppbyggingar canadisku þjóðinni og væri þessi hátíð — Folk Festival — vottur þess áhuga, er fólk af öllum þjóðflokkum hefði fyrir því að varðveita þann menningararf, er það hefði þegið frá ættlöndum sínum, og láta hann Canada í té. Að lokinni skemtiskrá var gestum veitt kaffi og gafst þeim svo tækifæri til að heilsa vinum og kunningjum, og skoða mun- ina, sem þarna voru til sýnis. , Mrs. S. E. Björnsson frá Mini- ota sýndi íslenzka muni; hafði hún afmarkað pláss fyrir þá; kom hún fram í hinum tígulega íslenzka skautbúningi og vakti mikla eftirtekt; hennar munir báru af og fólk þyrptist í kring- um hana til að skoða þá og spyrja.hana margra spurninga; á hún miklar þakkir skilið fyrir að koma og vera með okkur þetta kveld. Miss Shields var mjög hrifin af henni og hennar munum. — Ekki er hægt að segja frá öllu, en margt er þess virði að nefna. 1 Ef til vill var þarna meira af málverkum en nokkru öðru og þóttu margar myndirnar vel gerðar. Ein mynd var nokkuð einkennileg; hún var ekki teikn- uð heldur gerð úr fræi af mis- munandi stærð, alt frá „peach“ steinum til minstu frækorna; var þetta eitthvað alveg nýtt. Þá voru þar alls konar skelja- myndir, mjög fallegar, og munir skornir úr tré. Þar var kirkju- gólf 12”xl6” með bekkjum og altari úr tré, var þar sýnd gift- ing og var alt fólkið úr skeljum, presturinn, brúðhjónin, tvær brúðarmeyjar, tveir brúðarsvein- ar, blómamær, lítill drengur og sextán gestir. Þetta fólk var um tvo til þrjá þumlunga á hæð. Þar var kaffiborð og á því voru bollapör, sykurker, rjómakanna og diskar alt skorið úr tré, gljá- andi eins og postulín; á diskun- um var smurt brauð og kökur og í kerinu sykurmolar, alt skor- ið úr tré. — Tvær fiðlur voru þarna, önnur af venjulegri stærð, hin 6 til 8 þumlunga á lengd, fullkomin í alla staði og með henni bogi og reglulegt fiðlu- veski. Ýmislegt úr járni var til sýnis, svo sem rafmagnsmótor, smíða- tól af öllu tagi. Þar var veski með smíðatólum svo nettum að hægt hefði verið að fela þau öll í lófa sínum; ef þau eru notuð, er það sjálfsagt við úrasmíði eða eitthvað þess háttar. Hannyrðir voru þarna af öllu tagi, ekki eins mikið af ullar- vinnu eins og vanalega, þó var þar gólfábreiða úr ull, unnin af manni, sem fluttist hingað frá Noregi fyrir 8 mánuðum. Hann hafði byrjað á ábreiðunni í Noregi og flutt með sér nóg band til að ljúka við hana hér; hafði hann varið 75 klukkustundum til verksins. Það eru þessar hann- yrðir og handiðnaður frá gömlu löndunum, sem auka svo mjög á gildi þessara sýninga. Mörgum finst þessi starfsemi e. t. v. hégómi, sem aðeins eyðir tíma til einskis, en hver sá, sem hefir eitthvað „hobby“ er betur á vegi staddur en sá, sem ekki hefir neitt sérstakt sér til dægra- styttingar. Nú fjölgar stöðugt eldra fólkinu; það er fullsannað, að með aukinni læknishjálp og heilbrigðisráðstöfunum nútím- ans hefir aldur fólks lengst að mun og það er nauðsynlegt, að það fólk hafi eitthvað fyrir stafni; það hefir oft verið brýnt fyrir okkur að sitja ekki auðum höndum, og „hvað ungur nemur, sér gamall temur". 1 Manitoba Pool Elevators eiga miklu láni að fagna að hafa Miss Edith Shields og Dr. J. K. Frie- sen í þjónustu sinni. Þau inna mikið og merkilegt starf af hepdi í sambandi við þessi fræðslusamtök, en starf þeirra myndi samt ekki ná tilgangi sín- um, ef þau ekki nytu stuðnings meðlima út í bygðum fylkisins. Sameinaðir starfskraftar yfir- stíga hvers konar örðugleika. — Það sem einstaklingnum er um megn getur fjöldinn áorkað. Fólkinu fjölgar í Skaftórtungu Fyrsfa Húnvetningnum reistur minnisvarði Húnvetningafélagið í Reykja vík samþykkti á aðalfundi sínum nýlega höldnum, að vinna að því, að reisa Þórdísi Ingimundar- dóttur, fyrsta innfædda Hún- vetningnum, minnisvarða sumri komanda, ef ástæður leyfðu. Auk þess sem ákveðið var, að halda áfram skógrækt Þórdísarlundi. örnefnasöfnun Þá hefir Pétur, Sæmundsson hagfræðingur unnið að örnefna- söfnun bæði í Vestur- og Austur- sýslunni á undanförnum árum. Er það mikið starf fyrir einn mann, en Pétur er kominn nokk- uð langt með þetta. Byggðasafn Á fundinum kom fram tillaga um það, að fara að vinna að byggðasafni í sýslunni. Tillagan var ekki útrædd og verður mál þetta tekið fyrir síðar í vetur. Mun félagið án efa beita sér fyrir því, að komið verði upp byggða- safni í sýslunum. Minnisvarðinn Minnisvarðinn um fyrsta Hún- vetninginn verður reistur í Þór- dísarlundi, sem einnig er til minningar um hana. Hefir Gunnfríður Jónsdóttir mynd- höggvari, sem er Húnvetningur, gert frummynd. Er það mynd af ungri konu. Ætlunin er, að gera afsteypu úr eir af myndinni í vetur. Fyrsti Húnvetningurinn, Þór- dís, dóttir Ingimundar gamla, fæddist, er foreldrar hennar voru á ferð inn f Vatnsdal vorið, sem þau komu þangað fyrst. Fæddist hún undir hóli þeim, er nú kallast Þórdísarhóll. Á aðalfundi þessum voru kosnir í félagsstjórn, Hannes Pálsson, form. og með honum Kristmundur Sigurðsson og Björn Bjarnason. Fyrir í stjórn- inni voru FinnbogiNJúlíusson og Haukur Eggertson. I skógræktar- nefnd voru kjörnir: Halldór Sigurðsson, Kristmundur Sig- urðsson og Agnar Gunnlaugsson. f skemmtinefnd voru kjörnir: Halldór Sigurðsson, Guðlaugur Guðmundsson og Jón Sigurðs- son. —Mbl., 11. nóv. Nýlega aflaði fréttaritari Mbl. Síðu sér nokkurra frétta úr Skaftártungu. Fara þær helztu hér á eftir. Landgæði og búnaðarhællir Skaftártunga er fögur sveit og byggileg, grösug og þykir þar gott undií bú, enda þótt oft sé aar meira vetrarríki heldur en öðrum sveitum Vestur-Skafta- fellssýslu. Sauðfé er aðalbústofn- inn og eru dilkar þaðan vænir til frálags. Kýr eru óvíða fleiri á bæjum en þarf til að fullnægja mjólkurþörf heimilanna. Um sölu á nýmjólk er ekki að ræða. Fánaðarhöld og grasspreiia Síðastliðið vor voru fénaðar- höld yfirleitt góð, enda kom nokkur gróður allsnemma, en honum fór mjög lítið fram lengi vel vegna þess að köld og storma söm þurrviðri héldust langt fram á sumar. Tún spruttu sæmilega þar sem kal gerði ekki skaða og vel var borið á. Aftur móti var útjörð snögg, bæði mýrar og vall-lendi. Heyfengur og garðávexiir Heyfengur eftir sumarið er í meðallagi að vöxtum, en nýting var ágæt, því heyskapartíð var með afbrigðum góð allan slátt- inn. Þó gerði þrisvar sinnum norðan storm og fauk þá lítið eitt af heyi á sumum bæjum. Uppskera úr görðum var tæp- lega í meðallagi. Mun þar hafa valdið nokkru um að næturfrosta varð snemma vart svo að kar- töflugrasið féll, og eftir það spruttu kartöflurnar lítið sem ekkert. Vænleiki dilka var í meðallagi í haust eða fyllilega það sums staðar — eða yfir 15 kg. fall á sumum bæjum. Vegna þess hve heyin eru góð mun nú vera sett með meira móti á af lömbum. Byggingar 1 sumar hefir verið unnið að snyði á þremur íbúðarhúsum hér í Skaftártungu. Er það^á bæjunum Gröf, Borgarfelli og prestssetrinu Ásum. Á Borgar- felli er verið að byggja nýbýli; er sú bygging langt komin. í Gröf var húsið gert fokhelt í sumar, en í Ásum er byggingu lokið, nema eftir er að mála hús- ið að innan. Þar hafa einnig ver- ið byggð hlaða og fjós í sumar, því að útihús öll vantaði. Má segja, að á tveimur árum hafi prestssetur þetta risið úr rúst- um. — Sóknarpresturinn, séra Valgeir Helgason, hefir kostað allar þessar framkvæmdir í von um greiðslu frá ríkinu síðar. Fólksfjölgun og framiíðar- horfur Allar þessar framkvæmdir í byggingarmálum lýsa bjartsýni fólksins í Skaftártungu, trú þess á það, að þar muni það una glatt og ánægt við hag sinn, en ekki hyggja á'brottflutning. Þessu til sönnunar má geta þess, að eitt af efstu býlunum í sveitinni, - Ljótarstaðir, sem verið hefir í eyði undanfarin ár, byggist aft- ur í vor. Eru Jpar nú níu manns í heimili. Bóndinn, sem þangað flutti, Sigúrður Sverrisson, bjó áður (í tvíbýli) á Jórvíkur- hryggjum í Álftaveri. Á sama tíma og fólki fækkar í flestum sveitum hér nærlendis, hefir því fjölgað lítið eitt í Skaftártungu. Er það fagur vottur um trú fólksins á framtíðarmöguleika 1 þessari sveit. Þó vofir alltaf yfir henni mikil hætta — Kötlugos með öllum þeim eyðileggjandi afleiðingum í för með sér fyrir sveitirnar, sem næst henni hggja. —Mbl., 9. nóv. SOLID POWER for PUMPING LIGHTING REFRIGERATION ETC. 5 H.P. to 40 H.P. DIESEL ENGINES ond GENERATING SETS We can meet your needs in engines and power plants from our stock which includes all Láster models. Complete parts stock and service always available. Lister—your best buy—for long, trouble-free, econo- mical service. Medland, Machinery, IlMlTED, 57G WoU St„ Wpg. Ph. 37 187 Heimsækið Evrópu í vor! Takist nú á hendur ferðina, er dregist hefir á langinn. Finnið umboðsmann ferðaskrif- stofunnar þegar í stað, og hann mun skýra yður frá lækkuðum fargjöldum og veita yður ókeypis leiðbeiningar . . . Um það, hvernig bezt megi verja „SPARNAÐAR- ÁRSTÍÐUM“. Vegna frekari upplýsinga skrifið Icelandic Consulate General 50 Broad Street New York 4, N. Y. Meðlimur fjuROPEAN JRAVEL £oMMISSION Evrópisku ferðaskrifstofunnar Sameinuð Evrópa vegna aukinna vináttusamninga og og þróunar vegna ferðalaga \ Er sársauki sverfur að Bftir aS þér fyrst kennið gigtarverkja — notiC Templeton’s T-R-C’s. Yfir miljðn T-R-C’s taflna eru notaCar á hverjum mánuSi til lækninga viC gift, vöSvagigt, ógleSi og bakverk. Þvl þjást aS óþörfu ? HafiS T-R-C’s viS hendi og fáiS skjótan bata. ASeins 65 c., $1.35 í lyfjabúSum. T-842.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.