Lögberg - 08.01.1953, Blaðsíða 1
Phone 72-0471
BARNEY'S SERVICE STATION
NOTRE DAME and SHERBROOK
Gas - Oil - Grease
Tune-Ups
Accessories 24-Hour Service
Repairs
Phone 72-0471
BARNEY'S SERVICE STATION
NOTRE DAME and SHERBROOK
Gas - Oil • Grease
Tune-Ups
Accessories 24-Hour Service
Repairs
Mll—JUIM
66 ÁRGANGUR
WINNIPEG, FIMTUDAGINN, 8. JANÚAR, 1953
NÚMER 2
Fréttir fró ríkisútvarpi íslands
Verkfallinu, sem hófst 1. des-
ember s.l. og varð umfangs-
mesta verkfall, sem háð hefir
verið hérlendis, lauk í gær-
morgun og hófst þá vinna þegar.
Verkfall höfðu gert milli 50 og
60 verkalýðsfélög. Aðalkrafa
verkfallsmanna var upphaflega
15% hækkun á grunnlaun, en
það kom fljótt í ljós og var því
lýst yfir í greinargerð að skoðun
verkalýðsfélaganna væri sú, að
aukinn kaupmáttur launanna
væri æskilegasta leiðin til að
bæta afkomuskilyrði vinnandi
fólks. Með hliðsjón af þessu
lagði ríkisstjórnin fyrir sátta-
nefndina í vinnudeilunni tillög-
ur til lausnar, þar sem hún lof-
aði að beita sér fyrir því, að
lækkað yrði verð á tilteknum
nauðsynjavörum, m. a. mjólk,
kaffi, sykri og kartöflum, þannig
að framfærsluvísitalan lækkaði
um rúmlega 5 stig, enn fremur
myndi ríkisstjórnin beita sér
fyrir lækkunum á flutnings-
gjöldum til landsins um 5%,
lækkun á benzíni um 4 aura á
lítra og varðlækkun á ýmsum
nauðsynjum. Lækkun vísitölu
skyldi ekki hafa áhrif til lækk-
unar á kaupi fyrr en lækkun
vísitölunnar næmi meira en 10
stigum og þá einungis að því
leyti, sem lækkunin yrði um-
fram 10 stig. Þá var enn fremur
heitið auknum fjölskyldubótum,
um, þannig að bætur yrðu
greiddar við annað barn, en nú
eru þær ekki greiddar fyrr en
við fjórða barn. Ávinningur
hjóna, sem eiga þrjú börn,
myndi þá nema rösklega 1400
krónum. Tillögur þessar voru
ræddar á fundum sáttanefndar
og samninganefnda deiluaðilja,
en samninganefnd verkalýðsfé-
laganna taldi ekki gengið nógu
langt til móts við kröfur verka-
manna. Sáttanefndin breytti þá
tillögunum nokkuð og stefndi
síðan samninganefndum deilu-
aðilja á sinn fund á fimmtudags-
kvöldið og stóð sá fundur alla
nóttina og fram yfir hádegi og
voru þá undirritaðir samningar
b^eð þeim fyrirvara að félögin,
sem deiluaðiljar voru, sam-
Þykktu. Grundvöllur þessara
samninga er sá, sem áður var
getið, en að auki hafa borgar-
stjórinn í Reykjavík og niður-
jöfnunarnefnd þar heitið ráð-
stöfunum til lækkunar útsvörum
af lágtekjum, enn fremur verði
orlof 15 virkir dagar eða 5% af
kaupi, en var áður 4%. Á grunn-
laun, sem eigi eru hærri en 1830
krónur á mánuði, greiðist vísi-
töluuppbót samkvæmt kaup-
gjaldsvísitölu að viðbættum 10
stigum, — á grunnlaun, sem eigi
eru hærri en 2200 kr. á mánuði
skal greiða fulla vísitöluuppbót.
77 Samningurinn gildir til 1.
júní n.k. og er uppsegjanlegur
með eins mánaðar fyrirvara. —
Þegar kunnugt varð, að samn-
mgarnir hefðu verið undirritað-
lr’ boðuðu félögin, er að deil-
Unni stóðu, fundi til atkvæða-
greiðslu um málið, og var út-
jarpi haldið áfram í fyrrakvöld
am yfir dagskrártíma til þess
úrslir^K Væri að tilkynna fólki
^eirrar atkvæðagreiðslu.
mvndVar*ráð fyrir Því’ að unnt
um í að aflýsa verkfallinu þá
lögin V° r>lð’ þar eð stærstu fé-
Samþykkt7akjavík höfðu þegar
gnæSndi mTrlhfuT3 ^ ^
Pat hó oa . luta» en ekki
g 4 þ° samnmganefnd verka-
20. DESEMBER 1952
lýðsfélaganna aflýst verkfallinu
fyrr en klukkan sex í gær-
morgun. Ráðstafanir höfðu verið
gerðar til að hefja þegar vinnu,
enda ærið að starfa, ekki sízt við
höfnina, þar sem fjöldi skipa
liggur og hefir beðið afgreiðslu
í marga daga. í skipum Eim-
skipafélags íslands munu til
dæmis vera um 10.000 lestir af
vörum, og mikið af varningi sem
komast átti til annarra hafna
landsins frá Reykjavík fyrir
jólin mun ekki komast á áfanga-
stað fyrr en milli jóla og nýjárs
eða eftir hátíðirnar.
☆
Alþingi frestaði fundum sín-
um á föstudaginn var til 12.
janúar næstkomandi.
☆
Dómsmálaráðuneytið hefir á-
kveðið, að fella skuli niður frá
áramótum öll leyfi til áfengis-
veitinga á samkomustöðum sam-
kvæmt 17. grein áfengislaganna.
Jafnframt hefir ráðuneytið á-
kveðið að beita ekki heimild
þeirri, sem dómsmálaráðherra er
veitt í 11. grein áfengislaganna
til að leyfa einu veitingahúsi í
Reykjavík veitingaleyfi á áfeng-
um drykkjum og hefir því frá 1.
janúar að telja afturkallað leyfi
það til vínveitinga að Hótel
Borg, sem veitt var í ársbyrjun
1930. Loks hefir ráðuneytið gef-
ið út auglýsingu um gildistöku
laganna frá 1943 um héraða-
bönn. — Þess hefir áður verið
getið í fréttum, að í haust var
lagt fram á þingi frumvarp að
nýrri áfengislöggjöf, þar sem
gert var ráð fyrir talsverðum
breytingum á núgildandi lög-
gjöf, en frumvarp þetta náði
ekki fram að ganga.
☆
Á ráðherrafundi Efnahags-
samvinnustofnunar Evrópu, sem
haldinn var í París um daginn,
flutti ólafur Thors atvinnu-
málaráðherra ræðu og skýrði frá
þeim örðugleikum, sem löndun-
arbann brezkra útgerðarmanna
hefir valdið Islendingum. Rakti
ráðherrann sögu landhelgismáls-
ins í stórum dráttum og skýrði
málstað og sjónarmið íslend-
inga. Brezki fulltrúinn, Mr.
Haudling, talaði fyrir hönd
Breta og svaraði Ólafur Thors
síðan þeirri ræðu.
☆
Um fyrri helgi snjóaði tals<
vert austanlands og er nokkur
snjór um norðausturhluta lands-
ins, en sunnan lands og vestan
er víða enginn snjór í byggð.
Áætlunarferðum bifreiða er
haldið uppi milli Akureyrar og
Reykjavíkur. Talsvert frost var
fyrrihluta vikunnar, sem leið, en
í gær var hiti víðast yfir frost-
mark. — Mánuðina september,
október og nóvember var einu
stigi hlýrra miðað við landið í
heild, en í meðalári á þeim tíma
árs. Hlýjast var í október eða
tveimur stigum hlýrra en í þeim
mánuði í meðal ári. September-
mánuður var þurrviðrasamur,
október vætusamur og mildur og
nóvember þurrviðrasamur og
einkenndu miklar stillur þann
mánuð. Úrkoma var meiri en í
meðallagi á Vestfjörðum á þessu
tímabili en annars staðar var
hún minni en í meðallagi, þótt
miklar rigningar væru í október.
☆
Endurvarpsstöðvarnar nýju í
Höfn í Hornafirði og á Akur-
eyri byrjuðu reglubundnar próf-
anir í gærkveldi. Stöðin í Höfn
endurvarpar daglega dagskránni
frá Reykjavík frá hádegi og
Framhald á bls. 5
Ægilegt slys
í hafnarborginni Valparaiso á
Chile kviknaði í vöruhúsi á nýj-
ársdag, og týndu þar að minsta
kosti fimmtíu og tveir menn lífi.
Vöruhúsið var ríkiseign, er
vegamálastjórnin hafði umráð
yfir og var meðal annars geymt
þar allmikið af sprengiefni; or-
sakir eldsvoðans eru enn eigi
kunnar þrátt fyrir ýtarlega rann
sókn af hálfu þess opinbera;
grunur leikur þó á, að brennu-
vargar hafi verið valdir að til-
verknaðinum.
##
ELDRAUNIN
##
ný skáldsaga eftir Jón Björnsson
komin út
Þessa dagana er að koma á
markaðinn ný skáldsaga eftir
Jón Björnsson rithöfund. Heiti
hennar er „Eldraunin“ og hún er
látin gerast á 17. öldinni — öld
galdramálanna. Þetta er allstór
bók, eða um 300 bls. í meðal
stóru broti. Bókinni er skipt í
nítján kapítula og eru fyrir-
sagnir þeirra sem hér segir:
Hjarta landsins, Á Öxarár-
þingi, Galdrabrenna, Ræða höf-
uðsmannsins, í búð lögréttu-
mannsins, Semingur í Nesi,
Vandamál lögréttumannsins, Á
sýslumannssetrinu, Förukonan,
Frá séra Gils á Kálfafellsstað,
Hjálmar á Hervararstöðum, At-
burðurinn í kirkjunni, öfl ann-
ars heims, Ráðagerðir, Héðan og
handan, Freistingin, Aðför að
Hjálmari, Óvænt tíðindi, Samn-
ingur, Gögnin brennd, „Ég veit
að mín bíða þung örlög“, Eið-
takan, Uggvænlegt útlit, „Holds-
ins lyst“, Þorlákur og Sturla,
Lautinantinn, Hýðingin, „Eldur
Helvítis", Aftur á Öxnarárþingi.
Fá tímabil í sögu þjóðarinnar
eru óhugnanlegri í minningu
eftirtímans en galdrabrennuöld-
in. Sagan fjallar um viðhorf al-
þýðufólks gagnvart galdramálun
um og undanbrögð valdsmanna
í afskekktu héraði til að komast
hjá að hlýðnast galdratilskipun-
um hinna erlendu yfirboðara.
Sagan er atburðarík og litauðug.
Vandamál hins unga sýslumanns
er einnig brennandi vandamál
nútímamanna. í persónu sýslu-
manns sameinast ýmsir beztu
kostir fólks þess, sem hann er
vaxinn upp á meðal, er hann
einbeitir sér gegn ofsóknum
valdsins. Mun höfundurinn hafa
í hyggju að rekja sögu hans
lengra áfram í nýju verki.
Jafnframt því að „Eldraunin“
er spennandi og dramatísk, þar
sem ljós og skuggi þessarar ald-
ar kemur greinilega fram, vekur
hún máls á alvarlegu málefni,
sem varðar hvern einasta mann.
Sagan fer því langt út fyrir hin
tiltölulega þröngu tímatakmörk
sín, og sá boðskapur, sem hún
flytur, er boðskapur mannúðar
og skilnings, en þetta tvennt
hefir lengstum átt fremur erfitt
uppdráttar. Verður bókin óefað
kærkomin hinum mörgu lesend-
um skáldsagna höfundarins.
—Mbl., 7. des.
Minningarorð um mætan samferðamann
Með okkur Jóhannesi Kristófer
Péturssyni tókst vinátta löngu
áður en fundum okkar bar sam-
an og án þess að línur í sendi-
bréfsformi hefðu nokkru sinni
farið okkar á milli; það var upp-
runalega vegna kunningsskapar
Jóhannesar við móður mína að
við urðum vinir; móðir mín hafði
numið klæðskurð í Kaupmanna-
höfn og komið á fót saumastofu á
Seyðisfirði. Jóhannes nam sams
konar iðn í Noregi, og er hann að
loknu námi kom til Seyðisfjarð-
ar, mun móðir mín að einhverju
leyti hafa leiðbeint honum varð-
andi hina sameiginlegu iðn, og
hann sagði mér, er við hittumst
vestan hafs, að slíkt hefði orðið
sér tíl heilla, og víst var um
það, að um móður mína talaði
hann jafnan með mikilli virð-
ingu, og mér varð hann eins og
hjartfólginn fóstbróðir.
Jóhannes Kristófer var fædd-
ur að Geirastöðum í Austur-
Skaftafellssýslu hinn 8. dag
aprílmánaðar árið 1875. For-
eldrar Jóhannesar voru þau Pét-
ur Jónsson á Geirastöðum og
kona hans Ragnheiður.
Hinn 16. marz aldamótaárið
kvæntist Jóhannes og gekk að
eiga Þorbjörgu Hóseasdóttur frá
Jórvík í Breiðdal, mikilhæfa og
þreklundaða konu, er reyndist
honum ástríkur lífsförunautur
og hlífði sér lítt; hún lézt í Win-
nipeg 16. apríl 1945 og var jarð-
sungin frá Sambandskirkjunni
fjórum dögum síðar að viðstödd-
um fjölmennum hópi þakklátra
samferðamanna. Séra Philip M.
Pétursson flutti hin hinztu
kveðjumál.
Þau Jóhannes og Þorbjörg
fluttust vestur um haf árið 1903
og hófu búskap í Wynyard-
bygðinni í Saskatchewan; farn-
Jóhannes K. Pétursson
aðist þeim þar hið bezta; þau
nutu í héraði almennra vinsælda
sakir háttprýði og frábærrar
risnu; þau tóku veigamikinn þátt
í íslenzkum mannfélagsmálum
og hölluðust á sveif vinstri-
manna varðandi kirkjumál.
Eftir langan og annaríkan,
búskaparferil að Wynyard flutt-
ust þau Jóhannes og Þorbjörg til
Winnipeg og í þeirri borg seig
þeim báðum hinzti blundur á
brá.
Jóhannes var háttvís maður
svo af bar, brosmildur og hlýr
í viðmóti; hann kunni glögg skil
á gildi bóka og braut vandlega
til mergjar innihald þeirra;
hugðarefni hans, langflest, lutu
að eilífðarmálunum; hann var
síleitandi að æðri markmiðum
og hafði unun af leitinni hvað,
sem fundinum leið; þó hygg ég
að hann hafi tíðum fundið margt,
sem þess var vert að finna.
Jóhannes sagði mér, að í vísu
þeirri, sem hér fer á eftir, væri
fólgin trúarjátning sín:
„Trúðu á tvent í heimi
tign sem æðstá ber:
Guð í alheimsgeimi,
guð í sjálfum þér.“
Jóhannes sagði mér, að sér
hefði þráfaldlega birst fagrar,
vitranir í draumi, sem veitt
hefði sér innsýn í dýrðarheima
hinna æðri máttarvalda. Og nú
er leitandi andi hans sigldur á
breið og heillandi höf.
Þeim Jóhannesi og Þorbjörgu
varð sjö barna auðið og verða
þau nú talin hér: Jörgen, bú-
settur í Winnipeg, kvæntur
Svönu Kristjánsson ættaðri frá
North Dakota. Hóseas Björn, lézt
á barnsaldri 1903. Björn Jósep
Hóseas, bóndi í Wynyardbygð,
kvæntur Svöfu Sigurðsson. Guð-
björg (Mrs. Peters), er maður
hennar tannlæknir í Boston.
Ragnar Friðrik, kvæntur enskri
konu, búsettur að Enfield, Conn.
Petra Ingiríður (Mrs. Smith),
hjúkrunarkona í Boston og
Björn Kristinn, til heimilis að
Autpost Island, North West
Territories. Öll eru börn þeirra
Jóhannesar og Þorbjargar hin
mannvænlegustu og kippir þeim
mjög í kyn til sinna ágætu for-
eldra um drengskap og vinholl-
ustu.
Jóhannes Kristófer varð bráð-
kvaddur að heimili sínu hér í
borg þann 19. júlí síðastliðinn
og var jarðsunginn frá Sam-
bandskirkjunni 24. s. m. af séra
Philip M. Péturssyni; mann-
fjöldi mikill var viðstaddur
kveðjuathöfnina, sem var hin
virðulegasta um alt.
Vertu sæll Jóhannes minn og
sólin blessuð signi þig.
Einar P. Jónsson
Mitchell Hepburn
látinn
Síðastliðinn mánudag lézt í
svefni á búgarði sínum í grend
við bæinn St. Thomas í Ontario-
fylki, Mr. Mitchell Hepburn,
fyrrum forsætisráðherra fylkis-
ins, 56 ára að aldri, mælskumað-
ur mikill, hvikull í skoðunum og
kappsamur um framgang þeirra
mála, er hann beitti sér fyrir.
Mr. Hepburn átti um hríð sæti
á sambandsþingi áður en hann
tókst á hendur forustu Liberal-
flokksins í Ontario; hann var
búhöldur góður og fékk einkum
orð á sig fyrir hvítlauksrækt.
Fylkisþingi stefnt
til funda
Forsætisráðherra Manitoba-
fylkis, Mr. Campbell, hefir kunn-
gert, að þingi hafi verið stefnt
til funda á þriðjudaginn þann
13. þ. m., kl. 2.30 e. h. Ekki er
þess vænst, að þingið eigi langa
setu að sinni, þó vel megi vænta
snarp^a umræðna. Fyrir þing
verða lagðar uppástungur fylkis-
stjórnarinnar um kaup á orku-
verum Winnipeg Electric.
Frændkona kvödd
Til minningar um frú Oddnýju Vigfúsdóttur ekkju Ingólfs
Gíslasonar læknis; hún lézt í Reykjavík þ. 18. nóvember s.l.
Frænka góða! Fækkar enn
fagurtrjám í ættarlundi;
með þér eik að hauðri hrundi,
há í skóg og prúð í senn.
Frænka kæra! Kveðja mín
kliðar þér í ljóði smáu,
yfir djúpin himinháu;
hugljúf geymist minning þín.
—RICHARD BECK
Franskur blaða-
maður skrifar
um ísland
Síðastliðið sumar kom hingað
til lands franskur blaðamaður,
Michel Salmon, fréttaritari fyr-
ir „Le Monde“, sem er eitt
stærsta og áreiðanlegasta dag-
blaðið, sem gefið er út í Frakk-
landi.
Dvaldist hann hér, ásamt konu
sinni, í nokkurn tíma og ferðað-
ist allvíða um land, m. a. norður
til Mývatns.
Um þessa ferð sína hingað
hefir hann síðan skrifað sex
greinar, sem birtust í blaði hans
í síðastliðnum mánuði. Eru þær
í senn lýsing á landi og þjóð,
lifnaðarháttum okkar og at-
vinnulífi.
Ein greinanna fjallar sérstak-
lega um fiskveiðar Islendinga
og yfirstandandi deilu okkar við
Breta út af landhelgismálinu. —
Vekur hann þar m. a. athygli á
því, að nýuppkveðinn dómur al-
þjóðadómstólsins í Haag í sams-
konar deilu á milli Norðmanna
og Breta réttlæti greinilega mál-
stað íslendinga.
Auðsætt er af skrifum þessa
franska blaðamanns, að hann
hefir haft augu og eyru opin
þann tíma, sem hann dvaldist
hér. Hefir hann viðað að sér
miklu efni og fróðleik um Is-
land, sem hann fer yfirleitt satt
og rétt með. Ein mynd birtist
með hverri grein til prýðis og
skýringar.
—Mbl., 6. des.
Þjóðþing Bandaríkjanna var
sett á mánudaginn; forseti neðri
deildar varð Joe Martin, en
Robert A. Taft framsögumaður
meirihluta í efri deild.
Glæsilegur togari
í smíðum
Tímaritið Fishing Gazette,
birti þann 16. desember síðast-
liðinn mynd af togara, sem nú
er í smíðum á Englandi að til-
hlutan íslenzku ríkisstjórnarinn-
ar; hefir togaranum verið valið
nafnið Þorkell Máni; í umsögn,
sem fylgir myndinni, er frá því
skýrt, að þessi mikli og glæsi-
legi togari, sem verður 185 fet
á lengd, sé búinn öllum þeim
fullkomnustu tækjum, er þekk-
ing nútímans í þeim efnum
kunni skil á; togarinn verður
ramger mjög og kæliútbúnaður
slíkur, að annan getur hvergi
betri.
Þorkell Máni verður höfuð-
prýði íslenzka togaraflotans.
Churchill vonbetri
um frið
Forsætisráðherra Breta, Mr.
Churchill, kom til New York um
síðustu helgi til fundar við
Dwight Eisenhower, er innan
fárra daga tekur við forseta-
embætti í Bandaríkjunum; í
viðtali við blaðamenn kvaðst
Mr. Churchill sannfærður um,
að varðandi friðarmálin væri nú
drjúgum bjartara umhorfs en í
fyrra, þótt víða gæti að líta blik-
ur og bakka, sem ekki yrði auð-
ráðið framúr yfir hverju byggi;
hann taldi það höfuðnauðsyn
að einangra svo Kóreustríðið, að
annars staðar þyrftu sameinuðu
þjóðirnar ekki að veikja krafta
sína í ófriði; hann kvaðst ekkert
vera hræddur við Asíumálin;
mesta hættan vofði yfir í Vestur-
Evrópu.