Lögberg - 08.01.1953, Page 7

Lögberg - 08.01.1953, Page 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 8. JANÚAR, 1953 7 Konan dráttardýr í landi mau-mau-manna I bók sinni „Last Change in Africa“ (Síðustu forvöð í Afríku) segir ameríski rit- höfundurinn og blaðamað- urinn Negley Farson nokkuð frá brezku nýlendunni Kenya í Austur-Afríku, þar sem ógnaröld hinna svoköll- uðu mau-mau-manna vekur nú alþjóða athygli. — Grein sú, sem hér birtist um á- standið í Kenya, er byggð á bók Negley Forsons. „I KENYA er það almenn skoðun, að hin raunverulega undirrót ríkjandi óróar þar, sé skortur á jarðnæði handa veru- legum hluta Kikuyu-þjóðflokks- ins> en flestir meðlimir mau-mau félagsskaparins koma þaðan, sem kunnugt er. Þar við bætist ófullnægjandi skólakerfi, skort- ur á sjúkrahúsum og viðunandi húsnæði handa íbúum landsins almennt, auk þess hversu litla möguleika innfæddir menn hafa til þess að komast til áhrifa í landsstj órninni.” Á þessa lund hljóðar ein af nýjustu fréttatil- kynningunum frá Nairobi, frá hlutlausum aðila. I þessu sam- bandi minnast menn gjarna eftir tektarverðra athugasemda hins bandaríska blaðamanns, Negley arson, sem hann hefir sett fram 1 bók sinni: „Last change in Africa.“ Farson lætur sig mál- efni Austur-Afríku mestu skipta, þar á meðal nýlendunnar Kenya, sem kunnust er í hinum vest- ræna heimi af frásögnum veiði- manna. — í þeim er hins vegar jafnaði lítið rúm fyrir lýs- lngu á þjóðfélagsvandamálum andsins, en um þau segir Far- son m. a.: ^ótgpóin tortryggni í garð hvítra manna í Kenya eru sem næst 29 þús. hvítir menn, um það bil 100 þús. ndverjar, sem allir hafa hand- Verk eða verzlun að atvinnu sinni. — Niður við ströndina eru Um 24 þús. Arabar, en tala inn- asddra manna nemur um 5 milj- °num- Indverjum líður vel í enya og sömu leiðis Evrópu- mÖnnum. — Það myndi einnig gdda um hina innfæddu menn, e þeir gætu lagt niður hina rót- grónu tortryggni sína í garð a Ira hvítra manna og fyrirætl- ana þeirra. Það er alls staðar far- lð vel með innfædda, þar sem Þeir eru í þjónustu hvítra manna. Hins vegar hefir tor- ryggni þeirra í garð hvítra manna fyrr á tímum orðið til ^ss, að þeir drógu sig út úr o um félagsskap og samneyti vrópumanna og mynduðu ein- angraðar byggðir, og þar lifir angmestur hluti landsmanna. — þessum einangruðu héruðum ^and þegar fyrir löngu tekið í notkun og fólkið orðið Par allt of margt, og hinum inn- ® du finnst sem hvítir menn a di þeim þar innilokuðum og vdji ekkert gera fyrir þá, sem búa, þótt raunverulega eigi , r sjálfir þar mesta sök fyrir oraunhæfan ótta við samfélag inna hvítu. Það eru starfandi margháttaðar stofnanir í ný- jeodunni, sem gera allt, sem eim er unnt til þess að fræða svertingjanna um, hvernig þeir ezt geti hagnýtt sér landið og engið mesta uppskeru, en and- hxnna innfæddu er svo rót- groxn á slíkum ráðleggingum, að P®r koma ekki að gagni. em stendur er langmest á- umZ'VÖgð * Það af yfirvöldun- i Kenya að vinna sér traust vertingjanna. — Hins vegar er s andjð þannig | þéttbyggðustu in, íUm landsins< t. d. í hérað- Kavirondo, þar sem búa 350 lanHnS ^ hyerjum ferkílómetra u- J hfsbaráttan þar svo beím °S 6rfÍð svertlngjunum, að beir -er nokkur vorkunn þótt séi ueU farnÍr að halda> að Það bvrahmir hvítU menn’ sem a" xnuT S?U fyrÍr ^^d^rásíand- en ekki „forsjónin." arson lýsir á einum stað á- standinu í einni þeirra einangr- uðu byggða, sem áður var á minnst. — Hann tekur sem dæmi Kiambu-héraðið. — Þar búa ein göngu Kibuyu-menn, og það er eitt þeirra héraða, þar sem á- standið er þolanlegast og lífs- kjörin skást, enda er landið þar einna bezt fallið til ræktunar og áveitur í sæmilegu lagi. — Samt er ofnotkun landssvæðis þessa slík vegna hins mikla mann- fjölda, að tekið hefir verið til bragðs að flytja meira en þriðju hverja fjölskyldu til annarra staða, eða nánar tiltekið 10 þús. fjölskyldur af þeim 28.500, sem þar bjuggu til skamms tíma. Mannfjöldinn er samtals þar eft- ir burtflutningana 196.181, og 40 af hundraði þess mannfjölda á ekkert land, en það land, sem í notkun er, er allt of lítið handa þeim, sem hafa yfirráð þess. Af þessu sést, að í þessu eina hér- aði eru um 90 þúsund menn, sem enga möguleika hafa til þess að framfleyta lífinu. Kikuyu-konan á ekki sjö dagana sæla Maður hlýtur að hrærast til meðaumkunar yfir hinni sterku fróðleikslöngun svertingjanna, þegar þess er gætt, hversu illa er að þeim búið í þeim efnxxm. Aðeins sem næst tíundi hluti barna og unglinga á skólaaldri fær nokkurn tíma að ganga í skóla, og þeir, sem hljóta það hnoss, eru sjaldnast við nám nema brot af þeim tíma, sem eðlilegast væri. Aðeins um 10 þúsund unglingar ljúka undir- búningsnámi á ári hverju, þar af rúmlega helmingurinn í gagn- fræðaskólunum, en ekki liggja fyrir skýrslur um hversu margir ljúki námi þaðan. — Markere- skólinn, sem er í Uganda og æðsta menntastofnun landsins, hefir ekki nema um 70 nemend- ur. — Það fer þó nokkuð í vöxt, að sérlega dugmiklir nemendur þiggi námsstyrki og fari til fram haldsnáms í Englandi, jafnvel í Oxford og Cambridge og meira að segja til Bandaríkjanna. Inn- fæddir námsmenn eru margir vel gefnir andlega og líkamlega og framúrskarandi iðnir og dug- miklir. — Segja má, að trúboðar hafi með höndum alla undirbún- ingskennslu í landinu, og ástæð- an til þess, að svo margir hætti námi fljótlega, er hinn mikli námskostnaður. Það kostar víðast frá 3—4 sterlingspundum að ganga í trú- boðsskóla. Mönnum kann að virðast að það sé ekki há upp- hæð, en miðað við meðaltekjur landsmanna er hún gífurlega há. — Laun daglaunamannsins eru sem sé víðast hvar um 1 sterl- ingspund á mánuði, þar af verð- ur hann að greiða tólfta hluta í skatt.. — Af því sést, að það er fjölskyldunum ofvaxið að kosta börn sín á skóla, þótt gjaldið sé ekki hærra en þetta. Um konurnar innan Kikuyu- þjóðflokksins segir Farson: Þær eru látnar fara að þræla, þegar þær eru um sex ára. — Og vinn- an er helzt fólgin í því, að þær eru notaðar sem dráttardýr. — Þannig draga þær þungar byrð- ar eftir þjóðvegunum, oft allt upp í 300 pundum. — Þær end- ast illa, eins og gefur að skilja. — Fæstar ná fimmtugsaldri. Þær eru í vexti ólíkar því, sem gerist um annað fólk. Brjóstin eru flöt, höfuðið stórt og sterklegt og djúp skora í ennið og aftur á hnakka. — Það er ekki farið eins illa með nokkurt húsdýr eins og þessar vesalings konur, og með- ferðin á þeim er einn svartasti bletturinn á hinni svokölluðu siðmenningu í heiminum. Kerlmennirnir gera ekkert En eiginmenn þeirra gera ekki nokkurn skapaðan hlut. — Með- an konurnar þræla fyrir heimil- inu, eyða þeir tímanum í alls konar óþarfa og vitleysu. — Þeir hafa t. d. mjög gaman að hlusta á yfirheyrslur. — Alls staðar eru dómstólar innfæddra manna, sem gera sér leik að því að taka menn fasta fyrir hvers konar smávægileg afbrot, og dómar- ana vantar sannarlega ekki á- heyrendur, — enda fara þessar yfirheyrslur fram í glæsilegum byggingum, sem stjórnin hefir látið byggja. Farson er hér kominn að því, sem hann álítur vera eitt af höfuðmeinunum. Hann dregur ekki í efa heiðarleik landsstjórn- arinnar, og þykist vita að hún hyggist aðeins láta gott af sér leiða með því að láta framfylgja lögum og rétti í landinu og fá landsbúum sjálfum sem bezta af stöðu til þess að halda uppi aga. En árangurinn telur hann meira en vafasaman. Þegar mér verður hugsað til vesalings kvenfólksins, get ég ekki varizt þeirri hugsun að það sé hið mesta glapræði að gefa karlmönnunum undir fótinn með að eyða tímanum í málaflækjur í dýrum byggingum. — Þarna sitja hinir innfæddu daginn út og daginn inn, prúðbúnir með hvíta kraga um hálsinn, haldai langar ræður, sækja og verja ó- merkileg og oft tilbúin mál, í stað þess að leggja stund á hand- verk, landbúnað eða eitthvað annað nytsamt starf. — Ef Afríkumaðurinn á að geta tekið framförum, þá verður að afnema það steinaldarskipulag, sem rík- ir í þessari nýlendu, þrælkun kvenfólksins en algert iðjuleysi karlmannanna, það verður að fá karlmennina til þess að hætta letilífi þeirra og fá þá til þess að vinna. — Það má ekki ala upp í þeim ómennskuna með því að horfa á það án aðgerða hvern- ig þeir láta kvenfólkið þræla eins og skepnur, og hvetja þá að fara slíku fram með því meira að segja óbeint til þess að byggja handa þeim dýrar byggingar til að eyða í tímanum. — Allt of margar byggingar af því tagi geta óðar en varir eyðilagt ný- lenduna. —AB, 22. nóv. Sýnisbók íslenzkra rímna Sýnisbók xslenzkra rímna frá upphafi rímnakveðskapar til loka nítjándu aldar, I.—III. Val- ið hefir Sir William Craigie. LXX+306, LXII+334, XXXII +414 bls. Thomas Nelson & Sons Ltd., Edinburgh (I.—II. bd.), Leiftur h.f., Reykjavík (III. bd.). Prentað í Edinburgh og Reykjavík 1952. Þetta er þungvægt rit, mikil- vægt rit og meira að segja gull- vægt rit. Þungvægt er það vegna stærðar og pappírsgæða, mikil- vægt vegna þess að það ætti að geta vakið okkur íslendinga til skilnings á því, að okkur er skylt að þekkja alla sögu vora. ekki síður þær hliðar hennar, er hafa fengið á sig óorð og þykja ekki sem félegastar, en hinar, og jafn vel fært oss heim sanninn um það, að rímurnar eru ekki sá endemisleir, sem margir halda, síðan Jónas Hallgrímsson kvað upp hinn vanhugsaða dóm sinn um þær. Gullvægt er ritið vegna hinna ágætu innganga, er út- gefandinn lætur fylgja hverju bindi. Það er þó ekki með öllu kinn- roðalaust að íslendingur tekur sér rit þetta í hönd, því að það er erlendur maður, sem annast hefir verkið, en manni finnst óneitanlega íslenzkum fræði- mönnum hefði staðið næst að inna það af hendi. Þeir hafa þó margt, ef ekki allt sér til af- sökunar. Ekki vantar okkur samt mennina, og ekki skortir þá getu og þekkingu, en þess er ég alveg fullviss, að ef þeir hefðu unnið þetta verk, hefðu þeir engan kostnaðarmann getað fengið að því, og það mundu hafa verið taldar fræðikenjar í þeim að leggja vinnu í slíkt. Að því leyti má því telja að vel hafi farið að erlendur fræðimaður varð til verksins, ekki sízt þeg- ar það var slíkur fræðijöfur sem Vilhjálmur Craigie. Það er og annar kostur á því, að það er erlendur fræðimaður sem vinnur þetta ágæta verk. Því miður er sá búraháttur ekki útdauður með Islendingum, að erlendir menn séu allir miklir menn og okkur um flest fremri; þegar einn ágætasti fræðimaður Breta leggur á sig þetta starf, er því ekki ólíklegt, að það eitt verði til að vekja til umhugsunar um það, að rímurnar séu ekki úr- vinda eins ómerkilegar og Jónas Hallgrímsson álpaðist til þess að halda fram. Þá er því ekki að leyna, að það má telja höfuðlán, að slíkur maður sem herra Vil- hjálmur varð til að vinna þetta verk, svo vel er hann að sér um íslenzkar bókmenntir, og sér- staklega stendur hann á sviði rímnanna ap minnsta kosti jafn- fætis rímnafræðingum vorum, sem hann að vísu um margt styðst við. Ritið veitir ágætt yfirlit yfir hið helzta úr rímnabókmennt- um vorum, en enda þótt úrvalið sé að sjálfsögðu hönduglega gert, er það á einskis manns færi að fara að pæla í gegnum allar þessar rímur til þess að vita, hvort heppilega sé valið, þ. e. a. s. hvort beztu kaflarnir úr hverjum rímum komi þarna fram, og hvort ekki hafi verið sleppt rímum, sem velja hefði mátt úr góða kafla. Niðurstaðan af slíkri rannsókn mundi verða vafasöm, því slíkt er álitamál, enda sýnist sitt hverjum og oft- ast með sæmilegum rökum. Ég sakna til dæmis þess, að þarna skuli enginn kafli vera úr Núma rímum, jafn gullfallegt og margt er þar. Vera má þó, að ekki hafi alltaf verið valið beinlínis eftir fagurfræðilegum sjónarmiðum, heldur öðrum, er þýðingu hafa fyrir rímnafræði. Það hlýtur að hafa verið óskaplegt verk, fyrir útgefandann að pæla þó ekki sé nema gegnum þær rímur, sem valið hefir verið úr, en auðvitað hefir verið farið yfir miklu meira. Það sem mestu ef um vert í sýnisbók þessari eru inngangar þeir, sem herra Vilhjálmur hefir samið við hvert bindi. Hafa þeir að geyma glöggt yfirlit yfir sögu og þróun rímna, og greinargerð um mansöngva, rímnamálið og rímnabraghættina, og er sérstak- lega mikill vinningur að yfirlit- inu yfir rímnabraghættina. Til var að vísu undir bragfræði síra Helga á Melum, sem margt er vel um, en þar er allt gersam- lega ókerfað, svo að til stórtraf- ala er við notkunina; hjá Vil- hjálmi er allt aftur á móti prýði- lega kerfað svo að auðvelt er til afnota . Rit þetta er hið merkilegasta og gagnlegasta í alla staði, ekki aðeins fyrir fræðimenn heldur og fyrir allan almenning, ef hann vill þýðast ritið. Frágangur allur á því er prýðilegur, en prent- villur hefðu mátt vera færri, enda þótt hvergi saki þar sem ég hef rekist á þær. Það má heita alveg einstakt, að fræðimaður, sem hefir haft og hefir, jafn mörgu að sinna eins og herra Vilhjálmur, skuli á gamals aldri hafa gefið sér tíma til að vinna þetta mikla verk, og að hann skuli hafa leyst það af hendi með hinum mestu ágætum, eins og þó liggur fjærri hinu venjulega starfssviði hans. Það er ekki eitt, að hann er einn ágætasti málfræðingur, sem nú er uppi, heldur hefir náttúran líka léð honum vinnuþrek, sem fáum er gefið. Við Islendingar megum sann- arlega vera herra Vilhjálmi þakklátir fyrir verkið, en það lofar sjálft sig. Guðbr. Jónsson —VÍSIR, 10. nóv. ALDARFJÓRÐUNGS STARF: Heilsuhælið í Kristnesi Laugardaginn 1. nóvember s.l. voru 25 ár liðin frá því er Krist- neshælið tók til starfa. Stofnun þess og rekstur hefir verið gagnmerkur þáttur í sögu íslenzkra heilbrigðis- og félags- mála, og vafasamt er, hvort nokkru sinni hefir verið lyft meira Grettistaki með almennum samtökum en stofnun þess var á sínum tíma. Fyrir 25 árum var ástandið í berklamálum og berklavörnum landsins í einu orði sagt ægilegt. Heilar fjölskyldur hrundu niður úr berklum, að ótöldum öllum þeim f jölda, sem sjúkur var árum saman, óvinnufær og öðrum til byrði og áhættu. Vífilstaðaheim- ilið hafði að vísu starfað um all- langt skeið, en var þegar í upp- hafi alltof lítið, svo stöðugt voru tugir sjúklinga þar á biðlista. Kom það einkum hart niður á hinum fjarlægari landshlutum, þar sem samgönguerfiðleikar bættust ofan á allt annað. Hér um slóðir virtist berklaveiki mjög skæð og útbreidd, og var að jafnaði fjöldi berklasjúklinga á sjúkrahúsinu á Akureyri, sem kallast mátti viðunandi, bæði fyrir þá og aðra sjúklinga, er þar dvöldust. Engixm mun því hafa verið ljós ara en Akureyringum og Ey- firðingum, hversu brýn nauðsyn var, að úr yrði bætt. Samband norðlenzkra kvenna tók málið upp 1913 og hóf þá fjársöfnun. Söfnuðust í þeirri at- rennu um 100 þúsund krónxxr og gáfu ýmsir stórgjafir. En eftir fyrsta átakið dró úr áhuganum, enda þótt málinu væri haldið vakandi. Var og þáverandi land- læknir, Guðmundur Björnsson, lítt hvetjandi, því að hann trúði því ekki, að unnt yrði að afla nokkurs verulegs fjár með sam- skotum, en fé til hælisbyggingar þá ófáanlegt úr ríkissjóði. Ráð- lagði landlæknir að reisa eins konar bráðabirgðaskýli fyrir 20— 30 berklasjúklinga í grennd við Akureyri, og lét hann þau orð falla, að um 30 ár myndu líða áður en hægt yrði að reisa hæli fyrir 50 sjúklinga. Mátti svo kalla, að málið væri að sofna. Um þessar mundir var Jónas Þorbergsson ritstjóri Dags. Hafði hann frá því fyrsta verið hinn ötulasti stuðningsmaður þessa máls. Mun hann hafa átt frumkvæðið að því, að efnt var til félagsstofnunar um mál þetta. Var Heilsuhælisfélag Norður- lands stofnað 22. febrúar 1925, og var Ragnar Ólafsson konsúll kjörinn formaður þess. Jafn- framt hóf Jónas Þorbergsson harða sókn fyrir málinu í blaði sínu, og má segja, að hann færi þar eldi um huga manna. Tókst honum manna bezt að sameina hin andstæðustu öfl til fylgis við þetta mál, og var það því meiri furða, sem hann átti þá víða högg í annars garð sem pólitísk- ur ritstjóri. Mun sjaldan hafa verið meiri vakningaralda um sameiginlegt átak allra krafta um allt Norðurland. — Féð streymdi inn og á sama tíma var tekið að ræða við stjórnarvöld og Alþingi. Jónas Jónsson var þá kominn á þing og gerðist hann forvígismaður málsins á þingi og í hans hlut sem heilbrigðismála- ráðherra kom það að veita hæl- inu viðtöku hinn 1. nóvember 1927. Þegar landlæknir sá, hver ein- hugur fylgdi máli af hendi Norð- lendinga, gerðist hann öflugur stuðningsmaður þess, og svo ötullega var unnið, að rúmum tveim árum eftir félagsstofnun- ina var hælið komið upp og tek- ið til starfa. Höfðu þá safnazt til þess um 250 þúsund krónur, en hitt greiddi ríkissjóður. Þegar á það er litið, að verðgildi peninga var þá margfalt við það, sem nú er, og árferði erfitt á ýmsa lund, var fjársöfnun þessi óvdnalegt þrekvirki, og sýnir það bezt, hversu mönnum var ljós þörfin og þeir fúsir að bæta úr bölinu. Síðan eru liðin 25 ár. Kristnes- hælið hefir unnið sitt hlutverk hávaðalaust, og veitt fjölda sjúkl- inga heilsubót og létt öðrum sjúkdóm sinn. Alls hafa 1763 sjúklingar notið þar hælisvistar. Húsakostur hælisins hefir verið bættur og aukinn, svo að það rúmar nú allt að 80 sjúklingum í stað um 50 í upphafi. Umhverfi hælisins hefir verið fegrað og prýtt Á síðastliðnu sumri var haldið þar ársþing S.Í.B.S. Fannst gest- um öllum, innlendum og erlend- um, mjög um, hversu vistlegt og hlýlegt væri þar umhorfs utan húss og innan. Jónas Rafnar hefir verið yfir- læknir hælisins frá byrjun, en iáðsmaður Eiríkur Brynjólfsson nær óslitið. Mikið hefir breytzt um berkla- veikina og hag berklasjúklinga í landinu á þeim aldarfjórðungi, sem liðinn er síðan Kristnes- hæli tók til starfa. Dánartala á ári hefir lækað úr 20 af 10 þús- undum niður í 2, og miklu fleiri fá nú fullan bata en áður. Með hverju ári sem líður aukast von- ir manna um algeran sigur á þessum vágesti. Það er vitanlega margt, sem hefir stuðlað að því, að berkla- veikin er nú á undanhaldi í landi voru, en ljóst má það vera öllum, að starfsemi Kristneshælis er eitt af stóru skrefunum, sem sem stigin hafa verið í þá áttina. Á þessum tímamótum verða því margir, sem senda Kristnes- hæli, forgöngumönnum að stofn- un þess, læknum og starfsliði fyrr og síðar hlýjar hugsanir og innilegar þakkir fyrir störf þeirra. St. Std. —AB, 9. nóv. COPENHAGEN Bezta munntóbak heimsins KAUPENDUR LÖGBERGS Á ÍSLANDI Gerið svo vel að senda mér sem fyrst greiðslu fyrir yfirstandandi árgang Lögbergs, kr. 75.00. Dragið ekki að greiða andvirðið. Það léttir innheimtuna. Æskilegt að gjaldið sé sent í póstávísun. Þeir sem eiga ógreidda eldri árganga, eru vinsamlega beðnir að snúa sér til mín. BJÖRN GUÐMUNDSSON FREYJUGATA 34. REYKJAVÍK

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.