Lögberg - 12.02.1953, Page 2
2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 12. FEBRÚAR, 1953
I
Ávarp forseta íslands
1. JANÚAR
Forseii íslands, hr. Ásgeir
Ásgeirsson, fluiti efiirfar-
andi ávarp frá Bessastöðum
á nýársdag:
Góðir íslendingar:
Ég þakka yður gamla árið,
traust og vináttu, allar kveðjur
og góðar óskir. Þær eru mér
fyrirbænir í nýbyrjuðu starfi.
Ég óska yður einnig gleðilegs
nýárs, þjóðinni árs, friðar og
öryggis, einstaklingunum góðr-
ar afkomu og vaxandi trúar
lífið og framtíðina.
Því verður ekki neitað, að það
kennir stundum nokkurs kvíða
og geigs í mönnum gagnvart
framtíðinni, og þó einkum nú á
síðari árum að loknum tveim
heimstyrjöldum. Trúin og vonin
hafa beðið hnekki, sem vér þurf-
um að yfirvinna, ef kostur er.
Það verður ekki umflúið, að
blaktandi trú og sortnandi lífs-
skoðun hafi ískyggileg áhrif
allt þjóðlífið, skapið verður stirð
ara og allar deilur og átök erfið-
ari viðfangs. Viðtæk vinnustöðv-
un, sem fór vaxandi með hverj-
um degi, sló fyrir skemmstu
skugga sínum fram á Jólin og
Nýárið. Orsakirnar verða að
sjálfsögðu ekki raktar til neins
einstaks manns, flokks eða stétt-
ar, en þegar í slíkan eindaga er
komið, þá reynir á skilning og
velvild alls almennings og for-
ustumanna. Engin slík deila er
óleysanleg, nema þá sjaldan að
stefnt er að borgarastyrjöld, en
það hefur aldrei hent með vorri
þjóð. Ég minnist vart meiri feg-
insdags í verkfallslok, en að
þessu sinni. Allir eru sammála
um heppilega lausn, eftir þvi
sem málum var komið. Aukin
kaupgeta, innan þeirra tak-
marka, sem framleiðslumagn og
útflutningsverð 1 e y f a, styður
ekki aðeins launafólk heldur og
framleiðendur sem selja afurðir
sínar innanlands. Hún er nýr
markaður. Þeir eiga allir þjóðar-
þökk, sem hér stóðu að málum.
Vér höfum síðan notið gleðilegr-
ar hátíðar við einmuna veður-
blíðu.
En er þá ástæða til þess dvín-
andi trúartrausts og vaxandi úlf
úðar, sem oft ríkir með vorri fá-
mennu þjóð. Ekki virðist oss það
mörgum hverjum, sem munum
glöggt hina síðustu hálfu öld.
Vér höfum yfir fleiru að gleðj-
ast en hryggjast, og ef leiðtogar
nítjándu aldarinnar mættu rísa
úr gröfum sínum, hygg ég, að
þeir myndu gleðjast yfir árangr-
inum af sínu brautryðjendastarfi
og áframhaldi niðjanna.
Það er rúmlega ein öld síðan
Alþingi var endurreist og ein
fimmtíu ár síðan kom út kon-
ungsboðskapur um sérstakan
ráðherra, sem * tali og riti ís-
lenzka tungu, og sérstakt stjóm-
arráð með aðsetur í Reykjavík.
Það er varla von, að hinir yngri
menn geri sér ljósa þá gífurlega
breyting, sem orðin er. Það voru
bjartsýnir menn á framtíð þjóð-
arinnar, sem tóku við boðskap
konungs, — en höfum vér á-
stæðu til að vera ygldir og trúar-
litlir, sem njótum nú alls árang-
urs hinnar löngu og farsælu
sjálfstæðisbaráttu? Hin stjórn-
arfarslega og efnahaslega sjálf-
stæðisbarátta héldust í hendur,
enda var kúgun íslenzku þjóðar-
innar lengst af fólgin í arðráni.
Arðinum af starfi þjóðarinnar
varð ekki bjargað, nema með
sjálfstjóns á öllum sviðum og
sjálfstjórninni varð ekki komið
á nema með miklu framtaki í
öllum greinum atvinnulífsins.
Langur þroskaferill var undir-
búningur lýðveldisins, sem stofn
að var á löglegum tíma eftir
samningi við voru gömlu sam-
bandsþjóð. Það ættu því öll skil-
yrði að vera fyrir vinsamlegum
samskiptum milli þjóðanna í
framtíðinni, enda virðist mér
allt stefna í þá átt, eftir því sem
ég þekti til. Vér minnumst nú
þessa dagana hinnar síðustu
drotningar yfir íslandi, Alex-
andrínu, sem var vitur kona, góð
móðir og ástúðleg í umgengni
við þegna sína. Hún og Kristján
konungur áttu hér á landi mörg
spor og marga vini, og enga ó-
vildarmenn. D r o 11 i n/n blessi
minningu h e n n a r, og þeirra
beggja.
Það er þó mála sannast, sem
sagt hefur verið, að sjálfstæðis-
baráttunni sé aldrei lokið Hún
heldur áfram eins og sjálf lífs-
baráttan. í því sambandi má
minna á þá baráttu, sem vér nú
stöndum í fyrir stærri landhelgi.
Vér byggjum eyland og hyggj-
um ekki á landvinninga. En
landgrunnið helgast af landinu
sjálfu. Aðrar þjóðir eiga námur,
skóga og akra, en vér þurfum að
flytja allan slíkan afrakstur inn
til að lifa mannsæmandi lífi og
verðum að greiða innflutninginn
að mestu með sjávarafurðum.
Vér eigum því allt undir því að
fiskstofninn varðveitist og mik-
ið undir því, að landróðrar
hinna smærri báta og skipa legg-
ist ekki niður. Til þess er nær-
tækt dæmi. Það tók ekki mörg
ár kringum aldamótin fyrir er-
lenda togara að útrýma að kalla
útgerð hinna opnu skipa hér við
innan verðan Faxaflóann, og
valda fátækt þar sem áður var
velmegun, og fólksflutningum í
stórum stíl.
En nú hefur hættan á öreyð-
ing færst utar vegna aukins
skipafjölda og stórtækra veiði-
véla. Vér íslendingar eigum
sjálfir hin fullkomnustu skip og
leggjum á þau sömu kvöð og út-
lendingana. Frá íslenzkum tog-
araeigendum hafa engin mót-
mæli borizt og er það virðingar-
vert og viðurkenning á jiauðsyn
alþjóðar. Útlendingar sitja við
sama borð og vér sjálfir, og ég,
trúi því ekki fyrr en vér tökrnn
á því, að ekki náist friðsamleg
viðurkenning á rétti vorum, því
hér er við þjóð að eiga, sem jafn-
an hefur reynzt góður nágranni.
I þessu efni standa íslendingar
saman sem einn maður og munu,
halda á máli sínu með festu og
drengskap. Það er skylt að játa
eins og ég hefi gert, að stækkun
landhelginnar er afleiðing af
þörf þjóðarinnar og innlendrar
útgerðar. En erlend stórútgerð
nýtur í framtíðinni árangursins
af friðuninni á sama hátt og hin
íslenzka. Viðgangur útgerðarinn
ar hér á landi hefur verið mik-
ill og haft vaxandi þýðingu fyr-
ir þjóðarbúskapinn. Um það
leyti sem togveiðar spilltu grunn
miðum kom fyrsta bátavélin til
Ásgeir Ásgeirsson
íslands; það var tveggja hestafla tak og vaxandi þekking og
vél, sem kom til Isfjarðar og
„gekk báturinn eins og honum
væri róið af sex mönnum.“ Vél-
in var það sem bjargaði, þegar
lengra þurfti að sækja. Nú eru
skúturnar fyrir löngu úr sög-
unni, en tilsvarandi vélbátafloti
hefur tífaldast á tæpum fimmtíu
árum. Um viðgang togaraflotans
ér öllum kunnugt, því hann er
allur nýr og frá þessari öld.
Áþekk framför hefir orðið í
íslenzkum landbúnaði á sama
tíma. Moldin er frjósöm, grasið
hvanngrænt og safamikið og
töðufallið fjórfallt. Matjurtagarð
ar hafa stækkað að^sama skapi,
gróðurhús er nýr atvinnurekst-
ur og sandgræðsla, kornrækt og
trjárækt rekin með nýjum áhuga
og bjartsýni. Þjóðvegir og aðrir
akfærir bilvegir eru allir nýir
og hafa gerbreytt búskapar- og
lifanaðarháttum fólksins. Stein-
steypt bæjarhús og útihús eru
öll frá þessari öld, og geta ungir
sem gamlir borið þar saman
gamla og nýja tímann því enn
standa eftir nokkrir gamlir bæ-
ir. Nú er byggt til frambúðar og
eru afköstin ótrúleg á skömm
um tíma og vantar þó mikið á að
fullnægt sé aðkallandi þörf.
Iðnaðurinn er nýr í þeirri
mynd, sem hann nú er rekinn,
síldarverksmiðjur, hraðfrystihús
ullarverksmiðjur, mjólkurbú og
allur hinn mikli verksmiðjuiðn-
aður, sem byggir á innfluttum
hráefnum — og veitir mikla at-
vinnu og nauðsynlega fyrir þjóð
arbúið, þeim sem flutzt hafa í
þéttbýlið. Iðnaður er hinn nýj
asti vottur um hið mikla fram-
Arfur eftir 29 manns í vörzlu ríkissjóðs;
réttra erfingja beðið
í árslok 1950 var arfur eftir
35 menn í varðveizlú ríkissjóðs,
alls að upphæð 32.227 krónur og
13 aurar til viðbótar, að því er
frá er greint í ríkisreikningum
1950. Arfur, sem kemst í vörzlu
ríkissjóðs, er einvörðungu sá,
sem enginn erfingi finnst að.
Geymir ríkissjóður féð í 20 ár,
og á þeim tíma skulu hugsan-
legir erfingjar sanna eignarrétt
sinn, en ef engir gefa sig fram,
sem geta sannað rétt sinn, renn-
ur arfurinn í ríkissjóð fyrir fullt
og allt. Þess er þó gætt, að láta
féð ekki renna í ríkissjóð fyrr en
eftir rúmlega 20 ár, svo að fólki
gefist rúmur tími til að vitja
eigna sinna. Þannig var arfur
eftir fólk, sem lézt á árunum
1928 og 1929, geymdur allt til
ársins 1951, en þá látnir renna
í ríkissjóð. Enginn hefir bætzt
við á síðustu árum, svo að ríkis-
sjóður geymir nú arf eftir 29
menn.
En sérstöku máli gegnir þó
um einn arf, sem ríkissjóður
geymir. Hér á árunum átti
franskur doktor, að nafni Dobois,
heima hér í Reykjavík. Hann
lézt hér árið 1933, og voru eignir
hans seldar, aðallega hús, sem
hann átti við Lindargötu. And-
virði eigna hans, að upphæð kr.
2152,36, er í vörzlu ríkissjóðs, og
hefir enginn franskur erfðingi
gefið sig fram hér. 20 ár eru á
næsta ári liðin frá dauða doktors
ins, og á þá féð að renna í ríkis-
sjóð, ef um íslenzkan ríkisborg-
ara væri að ræða, en þetta var
franskur ríkisborgari, og eftir
því sem fjármálaráðuneytið tjáði
blaðinu í gær, er ekki víst, hvað
um arfinn verður.
Flestar arfsupphæðirnar, sem
ríkissjóður geymir, eru lágar,
enda víst margir þeirra, sem í
hlut áttu, einstæðingsmenn og
konur úr alþýðustétt. Sumir eru
jafnvel undir 50 krónum, all-
margir innan við 100 krónur og
aðeins einn yfir 10 þúsund. Það
er nýjasti arfurinn, frá árinu
1948, eftir Kristínu Egilsdóttur
Laxdal.
En þótt upphæðirnar séu ekki
háar, ber það stundum við, að
menn koma til að vitja þeirra,
eftir að þær hafa verið lengi í
vörzlu ríkissjóðs, og geta sannað
eignarrétt sinn, og mun tiltölu-
lega margur arfur fara þannig
til réttra eigenda.
—AB, 18. des.
tækni þjóðarinnar.
Það er hollt að horfa yfir far-
inn veg og sækja þangað kraft og
kjark til áframhaldandi starfa.
Þessari miklu þróun hefur það
fylgt að fólk flytur úr sveitum
og bæir og kauptún vaxa stór-
lega. Vér getum víst öll verið
sammála um, að þjóðfélagið á
ekki með sínum ráðstöfunum að
ýta undir þann fólksstraum,
heldur draga úr með óbeinum
ráðstöfunum, sem við verður
komið. En þá hefur þetta verið
straumur tímans vegna atvinnu-
greiningar, margs konar nýrrar
þjónustu svo sem við alinnlenda
verzlun og sívaxandi siglingai
landsmanna, sem hvor tveggja
eru burðarásar sjalfstæðs at-
vinnulífs. Framleiðsla landbún-
áðarfurða hefur og aukizt á
hvert dagsverk og þéttbýlið
skapað nýjan markað fyrir af-
urðir bænda.
Hitt er svo áhyggjuefni, hvaða
áhrif þessi fólksflutningur hefur
á framtíð íslenzkrar menningar.
í ungum og stækkandi bæjum
lifir menningin ekki á gömlum
merg. Þar er hætta á ferðum, ef
ekkert er að gert — bæði í vax-
andi bæjum og á fámennum
sveitaheimilum. Flestum mun
verða á að renna huganum til
skólanna. Nú eru í öllu landinu
um 330 skólar og þá sækja um
25.000 nemendur árlega. Skól-
arnir hafa í þessu efni vanda-
samt verkefni og mikla ábyrgð.
Það sem þeir geta áorkað um að
móta skapgerð nemenda er mest
um vert. Þeir þurfa að vekja
skilning á íslenzku máli, áhuga
á sögu og bókmenntum og yndi
af íslenzkri náttúru. Islenzk
tunga er hrein og svo tær, að
það sér í botn, — ég á við, að
uppruninn, spekin og fegurðin,
lýsi í gegnum orðin þegar vel er
að gáð. Við brjóst náttúrunnar
hafa börn og unglingar hlotið
bezt uppeldi. Landið má enn
heita opinn leikvöllur, og aldrei
hafa fleiri íslendingar víðar
ferðast en nú á bílaöldinni. Bók-
menntaáhuginn verður ekki vak-
inn með þvíngun, heldur með
því að skýra, laða og kveikja á-
huga. Þá væri íslenzku þjóðinni
hætt, ef sögurnar og kvæðin
lifðu ekki lengur á vörum fólk-
sins.
Vér íslendingar gerum nú
kröfu um endurheimt hinna
fornu handrita, og erum svq
öruggir um málstaðinn, að vér
söfnum nú fé til bókhlöðu til að
vera við búnir að taka við hin-
um dýru dómum. Hér stöndum
vér enn sem einn maður. Hand-
ritin eru í Danmörku vegna þess
sambands, sem var með þjóðun-
um, og þegar því sambandi er
slitið sýnir það skilning og
bróðurhug að afhenda þann
menningararf, sem Islendingum
er dýrmætari en öllum öðrum
þjóðum. Ég ræddi einu sinni við
gamlan vin um þann mikla
menningararf, sem hinar Norð-
urlandaþjóðirnar eiga umfram
okkur í kirkjum, höllum og
margs konar dýrgripum. Hann
hugsaði sig um og sagði: „Vildir
þú skipta á því og íslendinga-
sögunum?" Ég lét huggast, og
fagna nú þeirri stund, þegar hin
fornu handrit verða flutt heim.
Krafan um handritin er jafn-
framt áminning til vor sjálfra
um að varðveita í hjörtum vor-
um sögu vora, bókmenntir og
tungu. Það er hin sívaxandi upp-
spretta íslenzks þjóðernis, sem
hefur gert oss frjálsa. í því ligg-
ur einingin, að vér erum af einu
þjóðerni, sem er skýrt afmarkað,
eins og eyjan, sem vér byggjum.
Það ber svip af hinum hreina
kynstofni, óslitinni sögu frá upp
hafi íslandsbyggðar, samfelld-
um bókmenntum, sem hafa bor-
izt frá kynslóð til kynslóðar og
hinni svipmiklu litskrúðugu nátt
úru landsins, sem er ýmist mild
eða hörð. örlög þjóðarinnar eru
örlög vor, hvers og eins. Vér
höfum lifað á uppgangstímum,
og ber að þakka það með því að
líta með einurð fram í tímann í
trú á göfuga framtíð í góðu
landi. Ungt Jýðveldi hefur ekki
ellimörk.
Vér erum í einum bát, ekki
farþegar, heldur skráðir á skip-
ið sem áhöfn með fullri ábyrgð,
skyldum og réttindum, og ber að
taka því, sem að höndum ber
með hugrekki sjómannsins. Líf-
ið er samstarf mennsins og æðri
máttarvalda. Hin „meingjarna
þrætugyðja" fer ekki með stjórn
ina, heldur þau máttarvöld, sem
búa í oss sjálfum, örlögum þjóð-
arinnar og í alvaldsgeymi, og
sem flesta órar fyrir á örlaga-
stundum 1 í f s i n s, og margir
veigra sér þó við að kalla á>
kveðnu nafni — nema þegar við
hefjum þjóðsönginn og áköllum
Guð vors lands, ó lands vors guð
Góðir íslendingar, ég ávarpa
yður héðan frá Bessastöðum.
Vonandi hefur það nafn nú betri)
hljóm en fyrr á öldum. Hér hef-
ur eins og víðar fátt varðveitzt,
sem minnir á fortíðina nema hús
ið sjálft, en það er byggt fyrir
atbeina fyrsta íslendingsins sem
hlaut amtmannstign, Magnúsar
Gíslasonar. Hann bjó fyrstur í
þessu húsi og að frátöldum fá-
einum árum hafa íslenzkir
menn búið hér og starfað. En
Grímur Thomsen var hinn fyrsti
íslenzki eigandi jarðarinnar eft-
ir Snorra Sturluson. Samur er
hann Keilir og söm er hún Esja
og var á dögum Snorra, víðsýni
mikið og náttúrufegurð. Hér er
ilmur úr jörðu og af þýðingum
Sveinbjarnar Egilssonar og
kvæðum Gríms. Úti sé ég ljós á
gröf hins fyrsta forseta íslands,
Sveins Björnssonar, sem á sinn
þátt í að helga þennan stað. Hér
er nú þjóðarheimili með sérstök-
um hætti og hefur okkur hjón-
unum verið falin forstaða þess
um skeið. Við lítum nú með við-
kvæmum huga og þó vonglöð
fram til hins nýja árs, og flytj-
um öllum heimilum og fjölskyld-
um landsins hjartanlegar nýjárs
óskir.
Drottinn blessi fósturjörðina
og haldi sinni verndarhendi yfir
landi og lýð á komandi ári.
— MBL. 3. janúar
.Mörgum mannslífum bjargað":
31.000 km. flug á árinu með
yfir 70 sjúklinga
Vélin var á lofli í 190 klsl.
Björn Pálsson flugmaður
hefir flogið sjúkraflugvél-
inni í 190 klst. á þessu ári,
samtals 31.000 kílómetra, og
flutt yfir 70 sjúklinga.
Vísir átti stutt viðtal við
Björn í morgun og spurði hann
um sjúkraflugin.
— Ég er nú búinn að flytja
eitthvað á annað hundrað sjúkl-
inga í þessari sjúkraflugvél, sem
kom til landsins í ágúst 1951, en
á þeim tíma, sem sjúkraflug-
vélin hefir verið sameign mín og
Slysavarnafélagsins, eða á þessu
ári, hefi ég flogið 190 klst., sam-
tals 31.000 km. og flutt 74 sjúkl-
inga frá 42 stöðum. — Flugvélin
kom hingað til lands í ágúst
1951 og hafði þá verið í notkun
nokkra mánuði áður en hún
varð sameign mín og Slysavarna
félagsins.
— Og hvað mætti meira segja
um sjúkraflugin á árinu — eða
til þessa?
— Ég tel alveg vafalaust, að
vegna sjúkraflugvélarinnar sé
mörgum auðveldaður bati og án
efa er einnig mörgum manns-
lífum bjargað, og víst er, að
bæði sjúklingarnir sjálfir og að-
standendur þeirra hafa látið í
ljós mikið þakklæti yfir, að
hægt var að fá sjúkraflugvélina,
þegar ekki gat verið um annað
að ræða en koma sjúklingi loft-
leiðis í sjúkrhús hið fyrsta.
— l7ar lent á mörgum nýjum
stöðum?
— Mörgum, en ég hefi ekki
tölur við hendina um það, og
að sjálfsögðu varð oft að fljúga
við örðug skilyrði. Það er ákaf-
lega áríðandi, að sjúklingur sé
tilbúinn er flugvélin kemur,
einkanlega í skammdeginu, þeg-
ar kannske nýtur ekki birtu
nema 5 klst., eða vel það. Töf
við að hjálpa til að búa sjúkl-
inginn til flugs eða aðrar tafir
geta leitt til þess að lenda verð-
ur í myrkri, en það vil ég af
eðlilegum ástæðum forast eftir
því sem unnt er.
— Þú munt hafa orðið að lenda
í myrkri þann 27. þ. m., þegar
þú flaugst til Egilsstaða?
— Já, hvorttevggja var, að ég
varð fyrir nokkurri töf eystra,
og varð að fljúga með strönd-
um fram veðurs vegna, en flugið
gekk að óskum. Sjúklingurinn,
sem ég flutti, Páll Ólafsson frá
Hamborg í Fljótsdal, var mikið
veikur. Hann er nú látinn.
— Hvað geturðu sagt okkur
um hreindýrin, sem þú sást á
fluginu frá Egilsstöðum?
— Þau voru á Fljótsheiði
utarlega — og munu hafa verið
á annað hundrað hreindýr í
hópnum. Þau voru á beit og ó-
kyrrðust lítið, er ég flaug yfir.
Nokkur tóku á rás að yísu, en
fóru svo í hópinn aftur. — Mér
er sagt að hreindýrin séu ekki
nærri eins stygg og áður, enda
munu hreindýrahópar iðulega
vera á beit niðri undir byggð
og koma jafnvel niður í sveit-
irnar.
—VÍSIR, 30. des.
KAUPENDUR LÖGBERGS
Á ÍSLANDI
Gerið svo vel að senda mér sem fyrst greiðslu fyrir
yfirstandandi árgang Lögbergs, kr. 75.00. Dragið
ekki að greiða andvirðið. Það léttir innheimtuna.
Æskilegt að gjaldið sé sent í póstávísun. Þeir sem
eiga ógreidda eldri árganga, eru vinsamlega beðnir
að snúa sér til mín.
BJÖRN GUÐMUNDSSON
FREYJUGATA 34. REYKJAVIK