Lögberg - 12.02.1953, Side 4

Lögberg - 12.02.1953, Side 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 12. FEBRÚAR, 1953 Lögberg Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Gefið út hvern íimtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 695 SARQENT AVENUE. WINNIPEG, MANITOBA J. T. BECK, Manager Utanáskrift ritstjðrans: EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MAN. PHONE 74-3411 Verð $5.00 um árið — Borgist fyrirfram The 'Lögberg” is printed and published by The Columbla Preas Ltd. 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Mapitoba, Canada Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa Skáldkonan Úndína Frá því um aldamót birtust öðru hvoru í íslenzku viku- blöðunum vestan hafs kvæði eftir Úndínu, viðkvæm og blíðstrengjuð, er öfluðu skáldkonunni fjölmenns hóps ljóð- unnenda og vina; hún orti undir dulnefni, en hét Helga og var Baldvinsdóttir frá Skútustöðum í Mývatnssveit; hún haslaði sér völl í ríki ljóðagerðarinnar um líkt leyti og þeir Kristinn Stefánsson og Stephan G. Stephansson og hún orti auðsjáanlega af innri þörf, því kvæðin voru sungin út úr næmu móðurhjarta, laus við uppgerð og rímtildur. Sá maðurinn, er fyrstur vakti athygli á ljóðgerð Undínu, var Jón Ólafsson, sem þá gaf út Öldina í Winnipeg og var þar farið lofsamlegum orðum um kvæðin; nú hefir svo vel tekist til, að heildarútgáfan af ljóðum Úndínu er komin fyrir almenningssjónir, en að útgáfunni stóð Isafoldarprent- smiðja og er bókin um alt hin vandaðasta að frágangi. Fornvinur minn, Snæbjörn Jónsson bóksali í Reykja- vík, sendi mér þessa fallegu bók og kann ég honum alúðar- þakkir fyrir, en hann hefir með örlæti sínu og vinhollustu flestum fremur auðgað bókakost minn. Snæbjörn fylgir bókinni úr hlaði með vönduðum og þaulhugsuðum formála, þar sem brugðið er upp glöggri mynd æviatriða höfundarins, en við það skýrast kvæðin og verða lesandanum hugstæðari, og sjálfur yrkir hann mergj- að minningarljóð um skáldkonuna. Kvæðið Til sólarinnar, bls. 65, lýsir ljósþrá skáldkon- unnar jafnframt því, sem nokkuð má af því ráða hversu húmað hefir verið tíðum um þann veg, er skáldkonan tróð. „Ert þú svifin, sól af himinboga? Svona snemma dags mig kveður þú. Ég sé ei þína gullnu geisla loga; það gægist enginn bjarmi til mín nú. Aður leiztu, ljúfa, til mín niður — leizt á mig, sem unni þér svo heitt, í brjósti þínu býr minn hjartans friður; brosið þitt fær vetrarkuldann deytt. Ó, hvað fljótt við aftur hlutum skilja. Inn í þögla skuggann braut mín lá, og myrkva skýið barst á vængjum bylja birtu þína til að skyggja á. Það er kalt á þessum vetrar-tíma þitt ef brosið ekkert líta má; það er löng og þögul sérhver glíma, þú ef beði síðla stígur frá. Kom þú, sól, og send mér geisla nýja, svo að vetrartíminn styttist mér. Lát þinn varma hjarta mínu hlýja, — hjarta því, sem nærri frosið er.“ * Úndína verður í tvennum skilningi landnemi í þessari álfu; hún verður sveitakona, sem ekki fer varhluta af erfið- leikum frumbýlingsáranna og hamingjublöndnum sorgum og hún verður landnemi í heimi ljóðlistarinnar meðal ís- lendinga vestan hafs, fyrsta konan, sem kveður sér hijóðs svo um muni í nýlendulífinu hér vestra; og þó kvæðin henn- ar, eins og flestra skálda, séu misjöfn að listrænu gildi, skilur hún eftir sig ljóð, sem lifa. Fallegar og kliðmjúkar eru þessar vísur úr ljóðinu Við gröfina: Ég man er leit ég síðasta sinn vögguna skreytta blóma-böndum, og blóm í lilju-hvítum höndum og fölar varir brosa í blund. Þú sefur, blessað barn mitt rótt! — Ó, mætti’ ég hjá þér höfuð hvíla, og hrygðartárum mínum skýla í værri og dimmri dauðans nótt! Myndir af skáldkonunni, ungri og aldurhniginni, prýða bókina og setja á hana eftirminnilegan svip. Bókin er spjald- anna á milli full af fögrum hugsunum, sem gott er og gagn- legt að kynnast. Ljóðabók þessi kostar í laglegu bandi $3.50. Pantanir sendist Mrs. H. P. Kyle, R 1, Box 575 Poulsbo, Wash. U.S.Á. SKÁLDKONAN ÚNDÍNA Góðvinur minn, Steingrímur Jónseon rafurmagnsatjöri Islenzka ríkisins, sendi mér þetta fróðlega erindi eftir hina mikilhæfu konu hans frú Láru Arnadöttur, er hún flutti I ríkisútvarpinu I Reykjavlk 2. nóvember, 1952; erindið hefir eigi áður verið birt á prenti. —Ritstj. Ekki getur verið nein skyn-' samleg ástæða til að efa það, að konur hafi ort ljóð á Islandi eins lengi og karlmenn, og ekki meir en kvenþjóðarinnar gætir í fornritum okkar, geyma þó sög urnar kveðskap bæði norskra og íslenzkra kvenna — þar á meðal vísu eftir Gunnhildi konunga- móður. Skáldkonur eru því ekki nein nýjung í íslenzkum bók- menntum, enda undarlegt ef svo væri. En allt til þessa dags er ekki unt að segja að þær séu þar íyrirferðarmiklar en það hefir sínar sérstöku ástæður, sem að nokkru leyti liggja í augum uppi og alveg eru hagmælsku og skáldgáfu óviðkomandi. Þannig er það, að ekki er til sjálfstæð ljóðabók á prenti eftir íslenzka konu fyr en 1876, er út kom á Akureyri Slúlka Júlíönu Jóns- dóttur, sem litlu síðar fluttist vestur um haf og lézt í hárri elli vestur á Kyrrahafsströnd árið 1918. Þessi fyrsta ljóðabók ís- lenzkrar konu er í senn bæði furðu-stór, níu arkir, og furðu merkileg, því það er sannast sagna um hana að þegar undan er skilin ein staka, hefir hún til þess ærna verðleika að vera gef- in út á ný, og skemmtilegt væri ef konur vildu beita sér fyrir að svo yrði gert á sómasamlegan hátt. I kjölfar hennar sigldu nokkru síðar tvö lítil ljóðasöfn eftir konur. en minna kveður að þeim, og það er ekki fyr en með hinu fyrra ljóðakveri Ólafar Sigurðardóttur, 1 8 8 8, að ný stjarnan rís í sömu átt, en þá er ekki heldur um að villast að þar er skáld á ferðinni, og enn hefir engin íslenzk skáldkona, ekki einu sinni Vatnsenda-Rósa. kynt heitari eld en Ólöf, og raun er það að við skulum ekki enn eiga viðunandi ú t g á f u af ljóðum hennar. Þegar hið fyrra kver Ólafar kom, var þess enn langt að bíða að kona sú, Unnur Benedikts- dóttir Bjarklind, eða Hulda, sem nefnd hefir verið ljóðadrotning íslands, birtist á leiksviði bók- mentanna. En af öllum íslenzk- um konum mun hún hafa látið eftir sig mest af Ijóðum, og að henni tókst það, mun óhætt að fullyrða að við eigum það ekki litlu leyti hennar hamingjusama hjónabandi að þakka. En á þeim tíma, sem þarna liggur á milli, kom fram á sjónarsviðið önnur íslenzk skáldkona, að vísu ekki hér heima, heldur vestan hafs, og það er um hana og hennar verk að ég vildi segja hér nokk- ur orð í kvöld. Þetta er kona sú, er fyrir og um aldamótin orti undir dulnefninu UNDÍNA og ákaflega fáir vissu 'þá hver var. Laust eftir 1890 var Jón ólafs- son um hríð ritstjóri Heims- kringlu, að nokkru leyti með Gesti Pálssyni, svo að þar voru þá þeir ritstjórar, sem ekki voru beinlínis utangátta í bókment- unum. Þá birtust í blaðinu nokk- ur kvæði undir þessu ókenda nafni, og þau voru með þeim hætti að ekki var unt að ganga fram hjá þeim eða lesa þau at- hyglislaust. Öndverðlega á ár- inu 1893 réðst Jón í að stofna tímaritið Öldina, sem kom út í Winnipeg í fjögur ár, fyrst undir hans ritstjórn, en síðan tók við annar afbragðsmaður, Eggert Jóhannson, skagfirzkur að upp- runa. Öldin er enn í dag talin á meðal okkar skemmtilegustu og fróðlegustu tímarita, svo að þeir þykjast eiga góða eign sem hana eiga. Bæði sem blaðamaður og bókmentamaður vissi Jón það vel hvenær hnífur hans kom í feitt, og sjálfur var hann gott skáld og frumlegt og einn hinn mesti snillingur á óbundið mál. En hvað haldið þið að hann hafi látið birtast á fyrstu síðu og fyrstu síðum þessa tímarits, sem hann stofnaði nú, og vitanlega var umhugað um að þegar í stað vekti athygli? Til þess valdi hann nokkur kvæði eftir þessa konu, sem enginn vissi hver var, og það er víst að honum missást ekki í valinu. Hann átti eftir að birta meira eftir hana og minn- ast hennar oftar, en í þetta sinn komst hann þannig að orði um hana: „Það er lítið um það, að kven- fólkið hafi til þessa lagt skerf til íslenzkra bókmenta, sízt þann skerf er nokkurs sé verður. Or- sökina ætlum vér ekki að rann- saka; vér höfum aðeins orð á því, sem engum getur dulist sem vit hefir á og athugar málið. Það er líklega engin þjóð sem framleiðir eins mikið af kveð- skap eins og Islendingar, en af þeim kveðskap á tiltölulega lít- ið skylt við skáldskap. Vér höf- um áður í Heimskringlu átt því láni að fagna að geta birt nokk- ur ljóðmæli eftir íslenzka konu, sem er undantekning frá regl- unni að því leyti að ljóð hennar eru skáldskapur. Hún nefnir sig nafninu Undína, og vér hikum ekki við að segja, að ekkert ís- lenzkt skáld þyrfti að fyrirverða sig fyrir kvæðin hennar. Þau eiga fyrir sér lengri aldur en blöðin sem þau birtast í; þau eiga framtíðarsæti í íslénzkum bókmentum. Þau eru vottur um sterka náttúrugáfu og fegurðar- smekk; í einu orði: þau sýna að Undína er skáld. Vér kunnum henni þökk fyrir kvæðin sín, og fyrir sakir íslenzkra bókmenta hvetjum vér hana til að rækja þessa gáfu sína.“ Við skulum hafa það í huga, að þegar Jón (Ólafsson segir að ekk- ert íslenzkt skáld þyrfti að fyrir- verða sig fyrir kvæði Undínu, voru þeir síyrkjandi jöfrarnir þrír, Benedikt Gröndal, Stein- grímur Thorsteinsson og Matth- ías Jochumsson, sem hann dáði alla saman og mjög að makleg- leikum — að ógleymdum Grími Thomsen, sem Jón var í engu vinfengi við og hafði dæmt nokkuð harkalega, en gat þó ekki á eftir stilt sig um að telja meiriháttar s k á 1 d, enda gat hann, með sinni skörpu dóm- greind, vitanlega ekki rekið sjálfan sig úr vitni þar um. Og þenna dóm sinn staðfesti Jón síðar. Þarna var þannig ekki um neina smáræðis-viðurkenningu að ræða. Við vitum nú hver þessi Und- ína var, þó að ekki vissum við það þá nema örfáir þagmælskir trúnaðarmenn. Hún var Helga Baldvinsdóttir frá Skútustöðum við Mývatn Helgasonar, en á meðal systkina Baldvins voru (1) Stefán faðir Jóns rithöfund- ar á Litlu-Strönd, þess er ritaði undir dulnefninu Þorgils gjall- andi; (2) Hjálmar faðir séra Helga á Grenjaðarstað; (3) Þur- íður kona Jóns Árnasonar á Skútustöðum föður þeirra séra Árna á Skútustöðum, Sigurðar á Yztafelli og þeirra systkina; og (4) Friðrika kona Jóns Hinriks- sonar föður Jóns alþingismanns í Múla. Kona Baldvins var Soffía Jósa- fatsdóttir á Stóru-Ásgeirsá í Víðidal Tómassonar stúdents Tómassonar, sem mikill og merk- ur ættbálkur er frá kominn. En móðir Soffíu var Helga systir Jóns hins stjörnufróða í Þór- ormstungu, þess er Björn Gunn- laugsson ritaði um. Bróðir Jósa- fats var séra Jóhann á Hesti fað- ir séra Jóhannesar á Kvenna- brekku. Tæki það of langan tíma að rekja nú þessar miklar ættir nánar. Þau Baldvin og Soffía flutt- ust vestur um haf sumarið 1873 og með þeim öll þau börn þeirra, er þá voru fædd, og öll urðu hið mesta meykisfólk. Á meðal þeirra var Helga, þá fjórtán vetra, fædd 3. desember 1858. Samskipa þeim urðu skáldin Stephan G. Stephansson og Krist inn Stefánsson. Vestra urðu þau Stephan og Helga um eitt skeið nágrannar og var með þeim góð vinátta. Svo má segja að eitt og sama hlutskifti biði allra íslenzkra innflytjenda fyrir vestan haf, það hlutskifti að vinna stranga erfiðisvinnu með litlum tóm- stundum og iðulega við harð- neskjulegan aðbúnað. Svo varð það líka fyrir þessari fjórtán ára telpu. En þó að hún réði ekki yfir öðrum tíma en nóttinni, og um skólagöngu gæti þannig ekki verið að ræða, tókst henni samt að menta sig ágætlega, enda skorti hvorki skarpar gáf- ur né kappsamlega ástundun. Er talið að hún yrði vel að sér í enskum bókmentum og ís- lenzkum. Hún hafði frá blautu barnsbeini ort ljóð og eru til góð kvæði eftir hana frá því áður en hún fór vestur og önnur frá fyrstu mánuðunum þar. Þau sem ort voru eftir að vesturför- in var ráðin, sýna hve nauðug hún fór, og hin sýna djúpa heim- þrá. Sú heimþrá læknaðist aldr- ei, enda þótt það ætti fyrir Helgu að liggja að lifa hátt á sjöunda áratug í Vesturheimi og verða nær 83ja ára gömul. Hún andaðist fyrir ellefu árum vest- ur á Kyrrahafsströnd hjá dóttur sinni, Sophiu Kyle, sem, ásamt manni sínum, bar hana á hönd- um sér og sýndi henni alla þá ástúð og umönnun sem nokkur dóttir getur sýnt elskaðri móður. Þegar Helga Baldvinsdóttir fæddist, bjuggu foreldrar henn- ar á Litlu-Ásgeirsá í Víðidal, en í Gröf í sömu sveit þegar þau fluttu vestur. Bæði voru þau miklum hæfileikum búin til sál- ar og líkama og bæði skáldmælt, þó að flestur sé kveðskapur þeirra nú að líkindum glataður. I frásögur er það fært, að maður nokkur svakafenginn kvað: Löngum þó ég leiki glatt og listir margar vinni, mun ég varla fara flatt fyrir veröldinni. 1 þessu mun Baldvin hafa þótt kenna nokkurs oflætis og svar- aði hann: Þú ef leikur þér of glatt þar af hljótast kynni að þú síðar færir flatt fyrir eilífðinni. Hann var glæsimenni svo af bar hinn mesti íþróttamaður, þjóð- hagasmiður, völundur bæði á tré og málma. Vera má að elzta vísan sem geymst hefir eftir Helgu, eða Undínu, sé þessi, kveðin meðan hún var enn í bernsku, og sýnir þá þegar bæði skáldið og hag- yrðinginn; svo snemma beygð- ist hjá henni krókurinn til þess er verða vildi: Hnígur sunna, og sígur svartur skuggi á dal bjartan, fríðum í fjalla hlíðum fjóluna bærir gjólan; eftir létt eyrum sléttum ítækur streymir lækur, í móum litlum lóum leiðist ei við sín hreiður. í þessu erindi finnum við ekki annað en kvíðalaust æsku-yndi og samúð með því sem fagurt er í náttúrunni. Og æfilangt förlar þeirri samúð aldrei. En því er miður, að eins og svartur skuggi seig á dal bjartan, svo áttu eihn- ig hræðilegir skuggar miskunn- arlausra örlaga eftir að leggjast yfir skáldkonunnar eigið líf, eins og ég mun brátt víkja að. En engin frostviðri æfidaganna megnuðu nokkru sinni að kæla hjartað eða seyra þá miklu manngöfgi sem þessari konu var njeðfædd. Hún flutti þetta með sér gegnum allt lífið, og í sínum þungu raunum afklæddist hún aldrei skikkju gleðinnar, heldur varðveitti hún alla tíð hið ytra skin hennar og gat sífelt glatt aðra, þó að hennar eigin hugar- kvöl væri lítt bærileg. Sá síð- ferðisþróttur sem til slíks út- heimtist, er mikil guðsgjöf og fá- » um gefin í svo ríkulegum mæli. Guðmundur Finnbogason lýsti Steingrími Thorsteinsson látn- um þannig, að hann hefði verið blíðskáld, og fann þá eins og löngum endranær rétta orðið. Ef hann hefði ritað um Uudínu, hefði hann sennilega lýst henni á sama hátt. Helga mun ekki hafa verið nema örlítið yfir tvítugt þegar hún giftist Jakob Jónatanssyni Líndal frá Miðhópi í Víðidal. Þau voru systkinabörn að frændsemi og höfðu orðið sam- ferða vestur. Bæði voru þau glæsilega falleg í sjón og Jakob var ágætlega gefinn maður og mentaðist vel. Hann fékk góða stöðu sem fréttarritari í Pem- bina. En ölhneigð hans var slík að við hana réð hann ekki og gerðist ofdrykkjumaður. Hjóna- bandið varð fjarska ófarsælt, og unni þó Helga manni sínum um- fram allt í veröldinni. Loks slitu þau samvistir árið 1892. Þau höfðu eignast að minsta kosti fimm börn, en þá lifðu aðeins tvö, Stefán og Sophia. Með þau fluttist Helga til bróður síns og vann fyrir þeim að öllu leyti Framhald á bls. 8 Sendið engin meðöl tiI Evrópu þangaS til þér hafið fengiS vora nýju verðskrá. Skrifið cftlr lilnni nyju 1953 veröskrít, sem nú or ú luktelnmn. Verð hjú oss er mlklu læsru en nnnnrs stnðnr í Cnnndn. RIMIFON — $2.10 fyrir 100 töflur STREPTOMYCIN — 50c grammið Sent frá Evrópu uin víðn veröld. jnfnvel nustun júrntjnldslns. — l*óstKjuld innifnllð. STARKMAN CHEMISTS 103 BLOOR ST. WEST TORONTO STRIVE FOR KMOWLED6E In these modem times Business College Education is not only desirable but almost imperative. The demand for Business College Educa- tion in industry and commerce is steadily increasing from year to year. Commence Your Rusiness t Training Mmmediately! For Scholarships Consult THE COLUMBIA PRESS LIMITED PHONE 74-3411 695 SARGENT ÁVE., WINNIPEG

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.