Lögberg


Lögberg - 12.02.1953, Qupperneq 7

Lögberg - 12.02.1953, Qupperneq 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 12. FEBRÚAR, 1953 7 B-yítamín rannsóknir á fiskafurðum VÖKUDRAUMAR Eftir JÓNBJÖRN GISLASON Merkilegt nýjung, sem komin er hér á rekspöl MATARGERÐ er vandaverk, miklu meira en fólk almennt grunar, valið á matvælunum og meðferð þeirra, allt þangað til þau eru komin á matborðið, eru grundvallaratriði f y r i r heil- brigði og líðan fólks. Þar má ekkert hinna fjölmörgu nauð- synlegu efna vanta, frekar en þegar settur er saman næringar- vökvi handa gerlum. Vanti eitt eða fleiri slík efni í fæðuna til lengdar, þá þrífst maður ekki, frekar en gerlarnir, enda þótt öll önnur efni séu fyr- ir hendi í fæðunni í ríkum mæli. Maður verður kvellisjúkur og kvefaður og hafnar í einhverri lyfjabúð með ávísun á eitthvert efni, sem læknirinn telur, að út- lit sé fyrir, að líkamann vanti. Vel má vera að þetta efni hafi farið einhvers staðar forgörðum við matreiðsluna, svo að sjúkl- ingurinn hefur misst af því úr fæðunni. Ef til vill hefur það verið í soðinu ,sem hellt var niður. Það eru nokkur ár síðan byrj- að var að mæla magn ýmissa vitamína með gerlum, í stað til- raunadýra. Hafa gerlarnir tals- verða kosti til þessara nota fram yfir tilraunadýr, eins og kjúkl- inga og rottur. Eru helztu kost- irnir þeir ,hversu gerlarnir eru smávaxnir og hversu fljótt þeir vaxa. Vegna þessa mikla vaxtar- hraða gerlanna, tekur hver til- raun með þeim aðeins nokkrar klukkustundir eða daga, þar sem dýratilraun tekur margar vikur eða mánuði. Fóðrun og hirðing dýranna kostar auk þess fargfalt meiri fyrirhöfn og fé, en ræktun gerlanna. Ennþá eru það aðeins vítamín af B-flokki, sem mæld eru með hjálp gerla, en B-vítamín eru, sem kunnugt er, orðin mörg, tal- in að minnsta kosti 12 eða 14. Þau, sem einna oftast þarf að mæla eru: thíamín, öðru nafni aneurín eða vítamín Bl, ríbófla- vín, nikótínsýra, bíótín, vítamín B6 og vítamín B12. Fljóllegra en efnafræðileg ákvörðun Flest B-vítamínanna má einn- ig ákveða á efnafræðilegan hátt, en það er oft miklu erfiðara og seinlegra og gefur ekki alltaf eins nákvæmar niðurstöður og ákvörðun með gerlum. Thíamín mun þó oftast hentugra að á- kveða efnafræðilega. Venjulega er hægt að ákvarða miklu minna magn af vítamíninu, þegar not- aðir eru gerlar, heldur en með efnafræðilegum aðferðum, og er slíkt kostur, þar sem magn víta- mínanna í sýnishornunum er oft mjög lítið. Þannig má t. d. með viðeigandi gerlum mæla víta- mín B12 í 1 grammi af fiskimjöli þó að ekki séu þar af vítamínu nema nokkrir tugir miljónustu hluta úr milligrammi. Vítamín mæld með gerlum Aðferðin við mælingu á B- vítamínum með gerlum bygigst á því alkunna fyrirbrigði við alla ræktun, að vanti eitt ein- asta af hinum fjölmörgu efnum, sem lífverunni eru nauðsynleg, þá þrífst hún ekki, enda þótt öll hin efnin séu fyrir hendi í rík- um mæli og öllum öðrum lífs- skilyrðum sé fullnægt. Er því farið þannig að, að gerður er næringarvökvi, sem í eru öll þau efni, sem viðkomandi gerlateg- und þarfnast, nema það vítamín, sem mæla skal. I slíkum næring- arvökva vaxa gerlarnir alls ekki neitt. En sé örlitlu af hinu vant- andi vítamíni bætt í vökvann, taka gerlarnir að vaxa, og þeir vaxa því meira, sem meiru er bætt í af vítamíninu, þó auðvitað aðeins að ákveðnu marki. Vöxt gerlanna má mæla á ýmsan hátt og er þar fenginn mælikvarði á magn vítamínsins, sem bætt var í vökvann. , Hvernig fara vílamínmælingar fram? Næringarvökvar þ e i r, sem notaðir eru við vítamínmæling- ar sem þessar, eru settir saman úr mjög mörgum efnum. E^aðal vinnan við mælinguna fólgin í því að setja saman slíkan vökva. Verður að vega og mæla hvert efni nákvæmlega, og engu þeirra má gleyma, því að þá er allt ónýtt. Með svona löguðum ur, en þær eru, sem kunnugt er líka ákveða einstakar amínósýr- vökva og viðeigandi gerlum má uppistaðan í eggjahvítuefnun- um. Er þá sleppt úr næringar- vökvanum þ e i r r i amínósýru, sem mæla skal ,en allar aðrar nauðsynlegar amínósýrur, sölt, vítamín og önnur efni látin vera fyrir hendi. Islenzkar vítamínrannsóknir Sigurður Pétursson gerlafræð- ingur fár til Bandaríkjanna 1950 — 1951 og var aðalerindi hans að k y n n a sér vítamínmælingar með gerlum. Vann hann þar að slíkum mælingum í 5 mánuði. Eftir að Sigurður kom heim var þegar hafinn undirbúningur að því að framkvæma þessar mæl- ingar hér. Var sótt um fjárveit- ingu af Marshall-fé til kaupa á nokkru af áhöldum, og þegar hún hafði verið veitt, voru á- höldin pöntuð. Koma þau í lok þessa árs, og verða sett í hina nýju rannsóknastofu, sem verið er að byggja við Skúlagötu og ætluð er fyrir fiskiðnaðinn. Ann- ars eru áhöld til svona lagaðra vítamínákvarðana að mestu þau sömu og þau, sem notuð eru við almennar gerlarannsóknir. öll efni til rannsóknanna hafa verið keypt, og eru þau komin til landsins, m. a. fáein milligröm af hreinu vítamíni B12, sem kostar 10 dollara hvert milli- gramm. Fyrstu mælingar á íslenzkum fiskafurðum í sumar hafa þegar verið gerð- ar hér fáeinar gerlafræðilegar mælingar á vítamín B12 í nokkr- um fiskafurðum. Verður þess nú vonandi skammt að bíða, að hægt verði að gera hér sams- konar mælingar á öðrum B-víta- mínum. B-vítamín koma víða fyrir, en mest er af þeim í geri og lifur. Þau eru í fjölda mörgum mat- vælum, bæði úr jurta- og dýra- ríkinu. Eru B-vítamínin, sem kunnugt er, mjög þýðingarmikil fyrir heilbrigði manna og dýra, svo að algengt er, að mæla þurfi magn þeirra bæði í matvælum og fóðurvörum. Einkum þarf að fylgjast vel með því, að þessi dýrmætu efni séu ekki eyðilögð við framleiðslu varanna, hreins- uð úr þeim eða skoluð í burtu. Slík sóun á B-vítamínunum er því miður alltof algeng, og skulu nefnd hér tvö dæmi þess. Nauðsynlegt á mörgum sviðum Þegar korn er malað og mjölið hreinsað, er sigtað frá því meira eða minna af hýði þess, en B- vítamínin eru einmitt í fræhýð- inu, en alls ekki í fræhvítunni eða mjölvanum. Hýðið er jafn- an gefið skepnum, og þykir það ágætur og ómissandi fóðurbæt- ir, en hvíta hveitið eða mjölvinn sem er snauður af vítamínum, er hafður til manneldis. Þetta er mjög óhepilegt fyrir fólkið, er hveitisins neytir, því að líkam- inn þarf að fá B-vítamínin úr fræhýðinu með mjölvanum, svo að af þessarri fæðu geti orðið full not. Úr þessu bæta Banda- ríkjamenn á þann hátt, að þeir setja nokkur B-vítamín aftur í hveitið, eftir að það hefur verið hreinsað. Er látið í það thíamín, ríbóflavín og nikótínsýra, og auk þess ofurlítið af járni. Væri fróð legt að fá upplýst, hvort hvíta hveitið, sem keypt er hingað til landsins, er bætt á þennan hátt eða ekki. Annars notum vér Is- lendingar nú orðið mikið af heil- hveiti er mikið eftir af fræhýð- inu, þó að ekki sé það þar allt saman, eins og þó mætti halda eftir nafninu að dæma. Vítamínum fleygt í soði Hitt dæmið, sem ég vildi benda á, snertir ekki þá, sem vörurnar framleiða eða selja, heldur þá, sem matreiða þær, nefnilega húsmæður og mat- reiðslumenn. Það er sérkenni- legt fyrir B-vítamínin, að þau leysast auðveldlega upp í vatni. Þegar matvæli eru soðin í vatni, fer því mikið af þessum dýr- mætu efnum út í soðið, einkum ef matvælin eru smátt skorin. Það eTi' nú því miður alltof al- gengt, að soði, t. d. af grænmeti fiski, kjöti og slátri, sé fleygt, og þar með öllu því af B-vítamín- um, sem tekist hefur að leysa burtu úr matvælunum, ásamt ýmsum söltum, sem auðvitað fara sömu leiðina. A þetta mun nú orðið bent í hverri íslenzkri matreiðslubók. En það er oft löng og torfær leið, frá þeim fræðilegu leiðbeiningum, sem í blöðum og bókum standa, og inn í meðvitund þeirra, sem leið- beiningarnar eru ætlaðar. — MBL. 4. des. „Austurland" . . . Framhald af bls. 3 ritsafnsins tvö aðra kafla: „Um Víkur og byggð þar,“ stuttorða en skipulega lýsingu á byggð- inni milli Borgarfjarðar og Loð- mundarfjarðar; og „Yfirlit um ættstofna austanlands,“ gagn- fróðlega greinagerð. Lestina rekur svo í ritinu vel- saminn þáttur eftir Eirík Sigurð son kennara um Jón Markússon og Valgerði ólafsdóttur, og er frásögn jafnframt glögg lýsing á því, hvernig þeim tókst með frábærum dugnaði „að hefja sig frá fátækt til bjargálna í eyði- bilinu Eskifelli," í Lóni. Er það vel, að slíkum hetjusögum sé á lofti haldið, bæði sem verðug minning þeirra, er þar eiga hlut að máli, og einnig vegna þess, að slíkar sögur eru jafnframt seinni kynslóðum eggjan til dáða. En Austfirðingafélagið lætur eigi þar við lenda, að eiga hlut að útgáfu hins merka ritsafns, sem að fram hefir verið gert að umtalsefni. Félagið hefir einnig átt frumkvæði að því, að hafin mun verða mjög bráðlega prent- un á hinu umfangsmikla og stór merka riti, Ættum Austfirðinga eftir séra Halldór Jónsson á Hofi í Vopnarfirði, sem talið er eitt hið stærsta og merkasta ætt- fræðirit, sem samið hefir verið á íslandi. Er ætlunin, að 1. bindi af þessu mikla ritverki komi út á næsta ári, en þá er liðin öld frá fæðingu höfundarins. Vil ég hvetja Austfirðinga vestur hér til þess að gerast áskrifendur að þessu ritverki, og geta þeir, sem kunna að sinna þeirri hvatn- ingu, snúið sér til herra Hall- dórs Stefánssonar, Flókagötu 27 Reykjavík. Ætti það að vera öll- um Austfirðingum n o k k u r t metnaðarmál, að þetta mikla rit- verk komi fyrir almennings sjón ir, og með því er einnig hinum ágæta fræðimanni, er safnaði til þess og samdi það, reistur verð- ugastur og varanlegastur minn- isvarði. „Friður á jörðu“ er sá fegursti og göfugasti fagnaðarboðskapur er mannkyninu hefir nokkurn- tíma borist. í honum felst fyrir- heit um samvinnu og bræðralag; fyrirheit um tímanlegt og efna- legt öryggi hvers einasta manns; fyrirheit um sól og sumar í þessu lífi á þessari jörð. Sá boð- skapur á hljómgrunn í hvers göfugs og góðs manns hjarta. Unglingurinn þráir frið, vegna þess að honum er ljóst að hið æðsta markmið sérhvers manns er sannur friður hið innra og ytra. í skjóli og valdi þeirrar hugsjónar er hæfileikum hans tryggð full framþróun, til bless- unar honum sjálfum og landi hans og þjóð. Vaxni maðurinn þráir frið af því slíkt er hin eina trygging hans fyrir farsælli framtíð hans sjálfs og þeirra sem hann ann meira en sjálfum sér. Gamalmennið þráir einnig hinn eina sanna eilífa frið, því án hans telur það vonlaust um draumlausa ró, hina löngu dimmu síðustu nótt. Þjóðirnar hrópa í himinn og biðja um frið, frið til að lifa og starfa, frið til að gleðjast og hryggjast óáreittar, frið til að deyja þegar kallið kemur. En himininn virðist vera lokaður fyrir flestum slíkum bænum; fólkið biður samt fullt örvænt- ingar í þeirri von að hann muni að lokum opnast og einhver muni svara. Aldrei hafa svo samtaka bænir stígið upp frá brjóstum sár- þjakaðs lýðs, en með svo veikri von um bænheyrslu. Hér skiftist fólkið ekki eftir neinum félags- legum línum, hvorki andlegs efnis eða veraldlegs; það til- heyrir öllum mögulegum trúar- skoðunum og er með öllum hugsanlegum pólitískum litum, en það á eina sameiginlega hjartanlega bæn: að fá að lifa og deyja 1 friði og ró. Yfirgnæfandi meirihluti alls mannkynsins þráir að lifa í friði og einingu við alla menn og líta á náungann sem bróður sinn. Hinn örsmái minnihluti kýs einnig frið, en með vissum skil- málum. Friður er honum lítils virði ef honum er ekki gefin ráðsmenska allra lifandi og dauðra verðmæta, hverju nafni sem nefnast. Hann telur sig ekki tilheyra neinum sérstökum bræðrafélögum, en er fús til að kynna sér annara manna félags- bönd og hvernig hnútum þau eru hnýtt. ----0--- Vissulega lætur hin eldri kyn- slóð, sem bráðlega gengur til hvíldar, mikinn og dýran menn- ingararf falla í skaut ungu og upprennandi mannanna, er sæt- in skipa að hinum eldri gengn- um. Þó fylgir sá smágalli hinni miklu gjöf Njarðar,, að þar leynast með ýmsar torráðnar gátur og flóknar spurningar, er krefjast úrlausnar og andsvara á sínum tíma. Það mun vera ósk og von allra borgara allra þjóða, að hinar yngri kynslóðir meðal þeirra verði vísar og gæfusamar með lausnir gátn- anna og svör spurninganna, sem þeim falla í arf; á því veltur framtíð heimsins með öllu því, sem hann hefir að geyma; hvorki meira né minna. ---0---- Engin risa-átök eru skráð inn- an neinna söguspjalda, lík þeim er fara fram nú í dag og vænt- anleg eru milli tveggja and- stæðra lífsskoðana, þar sem engar sættir virðast lengur mögulegar á neinum grundvelli. Heimurinn skelfur að neðsta grunni af yfirstandandi og kom- andi fæðingarhríðum; en að þeim loknum mun hann rísa úr rústum nýr og fagur, eins og Fönix af bálinu forðum. Heimurinn endurfæðist. BeWomjFree...in53 FROM HOSPITAL BILLS Yfir 325,000 persónur í Manitoba eru í Blue Cross sam- tökunum. Árið, sem leið, greiddi Blue Cross nálega þrjár miljónir og einn fjórða úr miljón dollara fyrir sjúkrahús- kostnað 51,928 meðlima. Látið Blue Cross greiða sjúkrahúsareikninga YÐAR. I----------------------------------------------------------------1 To: The Manitoba Hospitai Service Association, Dept. L., 116 Edmonton Street, Winnipeg. Qeri8 svo vel og sendiÖ upplýsingar um Blue Cross til: Nafn ....................................................... j Heimilisfang ................................................ Séuð þér I annara þjónustu, takið fram nafn og staö fyrirtœkisins 1 (SkrifiS skýrt nafn og heimilisfang) / J -ENDIR ði Ktrby Distributors Winnipeg, Manitoba KIRBY SANITATION SYSTEM For Hospitals, Hotels and Homes For Full Particulars: Write or Phone T. R. Thorvaldson, B. Sc. A. Representative 35 Roslyn Rd. Winnipeg, Man. Phone 422 331 Continuing to Represent Gundry-Pymore, Limited mm

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.