Lögberg - 12.02.1953, Page 8
8
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 12. FEBRÚAR, 1953
Úr borg og bygð
Icelandic Canadian Club
CONCERT
Arrangements are now almost
completed for the concert which
The Icelandic Canadian Club
will hold on Tuesday night the
24. inst. in conjunction with the
three day annual convention of
The Icelandic National League.
The main speaker will be Rev.
Harold Sigmar, who has selected
the following title for his ad-
dress: “The Family of Icelandic
Canadians”, — a very timely
and appropiate subject. Greet-
ings will be exstended from The
Leif Eiríksson Club by its Se-
cretary, Mr. Erlingur Eggertson,
and Miss Irene Guttormsson, a
member of the Club, will give a
piano selection. Mrs. Pearl John-
ison, well known soprano, will
sing and Palmi Palmason, noted
violinist, will give a violin solo.
One item on the programme is
somewhat unique. A little over
a year ago two opera singers,
Mr. and Mrs. Max Kaplick,
came from Europe to Canada.
They have volunteered to sing
a duet. Max Kaplick has a studio
,at 221 Ethelbert Street and
counts among his pupils some
very promising young Icelandic
singers. A detailed programme
will appear in next weeks issue.
☆
The Dorcas Society is holding
a “Baking Contest” Thursday
Feb. 19th in the lower audi-
torium of the First Lutheran
Church. Qualified Dieticians
will be present to judge the two
best entries in each of five
categories, (cakes, pies, cookies,
bread and quick-bread) with
GOOD prizes.
As this is an open contest,
anyone wishing to enter is
cordially invited to do so. All
entries must be in no later than
7.45 p.m.
Following the contest, all
entries will be sold and coffee
will be served.
We are hoping for the whole-
hearted support of our church
members and their friends.
☆
Matsöluhúsið The Falcon Cafe
á Gimli brann til kaldra kola í
vikunni, sem leið.
Afmœli Betel
í næstkomandi marzmánuði
verður Betel, gamalmennahælið
á Gimli, 38 ára gamalt. Kvenfé-
lag *Fyrsta lúterska safnaðar
heldur, á ári hverju, upp á þetta
afmæli, og í þetta sinn verður
afmælissamkoman haldin þriðju
dagskveldið, 3. marz í Fyrstu
lútersku kirkju.
Skemtiskrá auglýst síðar.
☆
Frá 16. febrúar að telja verður
The Frank Schwartzman Comp-
any flugferðaskrifstofan komin í
nýjan bústað að 303 West 42nd
Street, New York, 36, N Y. Þetta
eru viðskiptavinir skrifstofunnar
vinsamlega beðnir að festa í
minni.
☆
Athygli skal héi; með leidd að
því, að Mr. T. R. Thorvaldson,
B.Sc.A., umboðsmaður Gundry-
Pymore netjafélagsins góðkunna,
hefir nú jafnframt tekist á
hendur umboð fyrir Kirby
Distributors, Winnipeg, Mani-
toba, sem verzlar með Sanitation
áhöld, ryksugur, fyrir sjúkrahús,
gistihús og einkaheimili, er hér
um áhöld að ræða, sem kunn eru
,um alla Norður-Ameríku.
Finnið Mr. Thorvaldson að
máli 35 Roslyn Road, eða hringið
í síma, 42-2331.
☆
Gefið til Sunrise Lutheran Camp
Dr. P. H. T. Thorlakson $50.00.
In loving memory of Kristján
Einarsson, $13.00, from his
nephews and nices.
Með innilegu þakklæti
Anna Magnússon,
Box 296, Selkirk Man.
☆
Frá Hecla voru staddir í borg-
inni um síðustu helgi þeir G.' A.
Williams kaupmaður og sonur
hans; H. W. Sigurgeirsson út-
gerðarmaður og sonur, og Gunn-
ar Tómasson fiskkaupmaður.
. *
Mr. G. S. Thorvaldson, Q.C.,
og frú, eru nýlögð upp í mánað-
arferðalag suður til Florida og ef
til vill víðar.
☆
Mr. Halldór Sigurðsson bygg-
ingameistari og frú lögðu af
stað í gærmorgun suður til
Florida, og munu þau dvelja þar
syðra um sex vikna tíma.
Jöhn Thomas Scheving lézt á
mánudaginn 12. janúar s.l.
Kjósendur í Annari kjördeild
Kjósið þannig í
skólanefnd
MALCOLM, Campbell H.
Býr í Annari kjördeild að 822
Spruce Street, öflugur stuðnings
maður kirkju, félags og viðskipta
mála. Forstjóri útsæðisdeildar
Federal Grain félagsins.
Kvæntur maður og á þrjú börn.
Atkvæðagreiðsla
18. febr.
Nýtur síuðnings
CIVIC ELECTION COMMITTEE
Tilkynning til bænda og fiskimanna
Beiðnir um endurgreiðslu á
Bensín skatti
verða að sendast fyrir 15. marz
Samkvæmt fyrirmælum Gasoline Tax laganna. (Manitoba), verða beiðnir
um endurgreiðslu á. bensín skatti ásamt skinteinum yfir bensínkaup,
sem gerð hafa verið á ARINU 1952 AÐ SENDAST EKKI SEINNA EN
15. MARZ 1953.
Endurgredðsla bensln skatts borgast aðeins þeim, sem hafa leyfissklrteini
og nota bensín við starfrækslu búnáðarvéla og við fiskveiðar, dýra-
veiðar og máimleitanir.
Alt bensln I VÖRZLU hlutaðeigenda 31. desember 1952 skal vera talið
fram, ef það hefir ekki þegar verið gert.
Allar 1952 skýrslur um bensln kaup, sem berast eftir 15. marz 1953 hlíta
sektarákvæðum Gasoline Tax laganna.
GASOLINE TAX BRANCH
PROVINCE OF MANITOBA
REVENUE BLDG., KENNEDY and YORK, WINNIPEG
Richmond California. Hann var
fæddur í Hensel, N.D., sonur
Mr. og Mrs. Einar Scheving, sem
eru bæði látin. Hann var í þjón-
ustu sjóhers Bandaríkjanna í
tvö ár, en dvaldi síðastliðin
nokkur ár hjá bræðrum sínum,
Henry og Willmar, í Richmond;
auk þeirra lætur hann eftir sig
fjóra aðra bræður: Arthur, í sjó-
hernum; Larry, í Chicago; Árna,
í Seattle og Pat í herliðinu í
Korea; ennfremur eina systur,
Mrs. Herk Pardi, Pittsburg,
Calif. Útförin fór fram frá
Mark’s kaþólsku kirkjunni í
RiChmond undir umsjón her-
valdanna. Jarðað var í Golden
Gate National Cemetary.
☆
George Fjölnir Lindal er ný-
kominn frá íslandi, en þar hefir
hann dvalið í síðastliðin 23 ár.
Hann er fæddur í Winnipeg, en
uppalinn í Grunnavatnsbyggð,
sonur landnámshjónanna Björns
og Svöfu Lindal. Hann hefir í
hyggju að dvelja hér vestra
framvegis og er nú sem stendur
hjá systur sinni, Mrs. Laufeyju
Helgason, 277 Toronto Street.
☆
Miss Lois Melsted, útlærð
hjúkrunarkona frá Royal Colum-
bia spítalanum og John Milton
Padgett voru gefin saman í hjóna
band 5. nóvember s.l. í Oliver,
Sask. Brúðurin er einkadóttir
Mr. og Mrs. E. Melsted, er fyrr-
um bjuggu í Kelowna og Wyn-
yard, Sask., en brúðguminn er
sonur Mr. og Mrs. H. E. Padgett,
Oliver, Sask. Rev. C. W. Downey
gifti, en svaramenn brúðhjón-
anna voru miss Donna Wilby frá
Vancouver og Mr. Don Melsted,
bróðir brúðarinnar. Brúðkaups-
veizla var haldin í Elks samkomu
húsinu.
☆
Euphemia, dóttir Mr. og Mrs.
B. Guðnason, Kandahar, Sask.,
og Albert Rozdeba, sonur Mr. bg
Mrs. Joe Rozdeba, Wynyard,
Sask., voru gefin saman í hjóna-
band í United kirkjunni í Wyn-
yard 21. desember s.l., Rev.
Berry gifti. Miss Irene Guðnason
var brúðarmey, en Miss Marilyn
Guðnason var blómamey; Mr.
Stanley Dobranski aðstoðaði
brúðgumann. Mrs. D. Berry söng
“Because”, en Mrs. A. S. Thor-
finnson var við hljóðfærið. Um
hundrað gestir sátu brúðkaups-
veizlu í neðri sal kirkjunnar. —
Heimili ungu hjónanna verður í
Wishart, Sask.
☆
Dánarfregn —
Guðrún Martin, Wynyard,
Sask., lézt 12. janúar síðastliðinn.
Hún var fædd á íslandi 1879;
fluttist til þessa lands 1884,
dvaldi í Winnipeg nokkur ár en
fluttist síðan til Wynyard og þar
giftist hún eftirlifandi manni
sínum, Hjörleifi Hjörleifssyni
Martin, 1906; auk hans lætur hún
eftir sig þrjár dætur: Mrs. L. G.
Latimer, Lynne Lake, Man.;
Mrs. M. Olson, Foam Lake, Sask.;
Mrs. F. Bowerman, Nipawin;
þrjá sonu: W. B. Martin og C. P.
Martin í Wynyard; H. R. Martin,
Meadow Lake; ennfremur fjórar
systur og tvo bræður.
Útförin fór fram frá United
kirkjunni í Wynyard 16. janúar;
Rev. Douglas L. Berry jarðsöng.
☆
Mrs. S. O. Freeman frá Min-
neapolis, Minn., var í heimsókni
hjá vinum og frændfólki í borg-
inni um helgina. í för með henni
SKÁLDKONAN ÚNDÍNA
voru sonur hennar Willard, frá
Morris, Minn., og dóttir og
tengdasonur, Mr. og Mrs. John
Tomlinson frá Morris.
☆
Mrs. J. B. Skaptason, 378
Maryland Street, Winnipeg, sem
hefir með höndum útsölu tíma-
ritsins HLÍN, biður þess getið,
að þau eintök, sem henni síðast
bárust séu nú uppseld; hún mæl-
ist ennfremur til þess, að ef um-
boðsmenn hafi í fórum sínum
eldri árganga, að sér verði send-
ir þeir við hentugleika.
Framhald af bls. 4
ein. Allmörgum árum síðar kynt
ist hún skagfirzkum manni,
Skúla Stefánssyni, er hún giftist,
og með honum eignaðist hún
einn son, Walter að nafni, sem
nú mun vera á miili fimtugs og
sextugs. Þetta síðara hjónaband
hennar varð að sama skapi ham-
ingjuríkt sem hitt hafði verið
vansælt, en þenna ágæta mann
sinn misti Helga eftir fárra ára
sambúð, og síðar misti hún Stef-
án son sinn: svo að nú lifa að-
eins tvö af börnum hennar.
Hvernig sem á því stendur,
má heita að Helga hætti að
yrkja kvæði þegar hún var um
fimtugt, en stökur hrutu henni
stöðugt af vörum allt til æfi-
loka. Þær virtust koma nálega
ósjálfrátt, en hún hirti ekkert
um þær og því hafa þær nálega
allar glatast. Sjálfsagt hefir ver-
ið eftirsjá að mörgum þeirra, en
þó er það svo, að yfirleitt standa
lausavísur hennar kvæðunum
að baki. Um þau er það sannast
sagna, að öll eru þau góð, en að
sjálfsögðu misjafnlega góð.
Skapfesta og göfugleiki höfund-
arins skín alstaðar í gegn, en
eins og æfikjör Helgu voru, seg-
ir það sig sjálft, að beinlínis
glaðvær eru þau sjáldan, eink-
um þar sem yrkisefnin eru oft-
ast tekin úr daglega lífinu. Þau
eru angurblíð, og í þeim kvæð-
um sem hún orti um það leyti
sem þau hjónin voru að skilja,
er ákaflega djúp og sár hrygð,
þó að undurfögur séu þau, eins
og t. d. erindin, sem hún nefnir
„Á hafsbotni.“
Við þurfum ekki að efa það,
að í því hefir verið svölun og
lækning að geta þannig „kurlað
kvöl í orð,“ og að gera það, hefir
verið athvarf Undínu í raunum
hennar. Ég mætti nefna önnur
fjögur erindi, sem eru ort af því
litla tilefni að barn ætlaði að
næla blómi á treyjubarminn
hennar, en svo var hjarta hennar
þá sundurflakandi að hún gat
ekki þolað að sjá sig þarínig
skreytta.
Þýðingar eru ekki margar til
eftir Undínu, en það segir sig
sjálft, að með sinni meðfæddu
og miklu hagmælsku og sinni
fágætu smekkvísi, tókust henni
þýðingar vel. Á meðal þess, er
nefna mætti í þeirri grein, er
ljómandi fallegur sálmur eftir
eitt af höfuðskáldum Ameríku
á nítjándu öld (J. G. Whittier).
og þessi lipru erindi:
Þið megið ekki ætla, hlustend-
ur mínir, að með því sem ég
hefi nú sagt og lesið, hafi ég
gert Undínu og skáldskap henn-
ar nein skil; til þess að gera svo,
þarf miklu meira, og ég hefi alls
ekki drepið á suma þá þætti í
lífi hennar og starfi, sem þó eru
mjög frásöguverðir. En ég vil
minna ykkur á, að í Eimreið-
inni 1942 er góð grein um hana
eftir aldavin hennar um fimtíu
ára skeið, þann ágæta mann Jó-
hann Magnús Bjarnason, skáld-
ið alkunna, og önnur lengri er í
Lesbók Morgunblaðsins 1950. En
betra en allt slíkt er það, að nú
er um þessar mundir væntanleg
vönduð útgáfa af kvæðum henn-
ar, og þar kynnist þið henni bet-
ur en af frásögn minni eða ann-
ara. Eftir áttatíu ára útlegð er
hún nú loksins að koma heim aft
Mr. Ragnar Eggertson vara-
forseti Western Elevator and
Motor Company Limited, lagði
af stað flugleiðis suður til
Miami, Florida, á mánudags-
morguninn og ráðgerði að verða
um þriggja vikna tíma að
heiman.
☆
Mr. Wilhjálmur Hallson frá
Beardmore, Ont., kom til borg-
arinnar í byrjun fyrri viku til
að vitja Jóhanns bróður síns frá
Riverton, sem legið hefir á Al-
menna sjúkrahúsinu hér í borg-
inni. Wilhjálmur er starfsmaður
hjá Leitch Gold Mine félaginu
þar eystra.
ur til ættlandsins, og bæði er
það, að hún er þess makleg að
ættjörðin taki henni vel, enda
er það örugg trú mín, að svo
muni hún gera, og að ljóð Und-
ínu og minning hennar muni
lengi lifa í landinu sem hún
kvaddi svo nauðug og tregaði
svo djúpt, allt til þess er andi
hennar var leystur — úr fjötr-
um líkamanns. Sjálf var hún er
hún kvaddi heiminn treguð af
öllum þeim, er til h e n n a r
þekktu. Þó að enginn sé minnis-
varði á leiðinu hennar, harma ég
það ekki svo mjög, því að „í
vöggunnar landi skal varðinn
standa,“ og þar hefir hún sjálf
að kynnast. Aðrir hafa líka reist
ykkur gefst nú bráðum kostur
reist hann með kvæðunum sem
megnar að varðveita. Gamla
henni þá varða, sem Island eitt
sagan hefir endurtekið sig:
í íslenzkri örbirgð, úr ljóði
á ástfólgnu gröfunum vér
oft hlóðum þó merki til minja
og eftir Undínu hefir verið kveð
ið á móðurmáli hennar báðu-
megin Atlantshafsins.
MESSUBOÐ
Fyrsta lúterska kirkja
Séra Valdimar J. Eylanda...
Heimili 686 Banning Street.
Sími 30 744.
Guðsþjónustur á hverjum
sunnudegi:
Á ensku kl. 11 f. h.
Á íslenzku kl. 7 e. h.
☆
Lúterska kirkjaní Selkirk
Sunnud. 15. febr.
Ensk messa kl. 11 árd.
Sunnudagaskóli kl. 12
Ensk messa kl. 7 síðd.
Fólk boðið velkomið.
S. Ólafsson
Gaman og Alvara
Til minningar
Jón var dáinn og Hans, bezti
vinur hans, fór til ekkjunnar til
þess að votta henni samúð sína.
— Er það nokkuð sem ég get
fengið til minningar um Jón,
spurði Hans. — Vegna þess, að
eins og þú veizt, þá var Jón alltaf
bezti vinur minn?
— Hvað um að fá mig? spurði
ekkjan dreymandi og starði
niður fyrir fætur sér.
☆
Sparnaður
— Aumingja þú, sagði frúin
um leið og maðurinn hennar
kom heim. — Þú ert auðvitað
dauðuppgefinn og sársvangur
eftir að vera búinn að púla og
þræla fyrir daglegu brauði okk-
ar á skrifstofunni í allan heila
dag. Langar þig nú ekki í góða
rjúpnasteik með rauðkáli og
brúnum kartöflum og góðan
ábætir?
— Nei, í dag spörum við pen-
inga og borðum heima!
☆
Ungu hjónin höfðu byggt sér
hús og voru búin að koma sér
upp smá garðholu að húsabaki.
Dag nokkurn kom ung vin-
kona frúarinnar í heimsókn, og
hin stolta unga frú fór með hana
út í garðinn til þess að leyfa
henni að dázt að honum. Eftir
að vinkonan hafði skoðað og
dáðst að öllu, sem þar var, benti
hún allt í einu út í horn garðsins
og segir:
— Þetta eru gulrætur.
— Ó, virkilega, en er þeim
ekki alltaf sáð í búntum?
— Nei, hvers vegna heldurðu
það?
— Þannig kaupi ég þær alltaf
í matvörubúðinni!
☆
Kennarinn: — Nonni, hvort
er lengra í burtu England eða
tunglið?
Nonni: — England.
Kennarinn: — Hvernig má það
vera?
Nonni: — Jú, við sjáum tungl-
ið en ekki England.
☆
ílölsk auglýsing
1 glugga ítalskrar ferðaskrif-
stofu í London, mátti nýlega
lesa eftirfarandi auglýsingu: —
„Heimsækið Róm hina aldna
gömlu. — Róm, sem var leik-
sviðið þegar Metro Goldwyn
Mayer lét taka hina stórfeng-
legu kvikmynd, „Que Vadis.“
Introduction of Bariey
Into Canada
The early records of barley production in Canada
are very fragmentary. They indicate that Samuel de
Champlain, the first Governor of New France, intro-
duced seed barley in 1606. This seed was planted by
Lescarbot near Port Royal, Acadia (Nova Scotia). In
1610 Champlain made another importation of seed and
grew it on his Seignory near where Quebec City now
stands.
The purpose of these importations was to determine
if barley, suitable for the manufacture of beer, could be
grown in the New World. The French Colonists were
objecting to the tax that the French Government was
assessing on the beer imported into the Colony. History
indicates that barley became a standard crop and that
small breweries were established.
For further information write to
BARLEY IMPROVEMENT INSTITUTE
206 Grain Exchange Building, Winnipeg
Thirty-first in series of advertisements
Clip for scrap book.
This space contributed by
THE DREWRYS LIMITED
MD-331